Ákvörðun Pútíns um stofnun nýrra öflugra öryggissveita innan Rússlands vekur undrun

Menn eru auðvitað að velta því fyrir sér - af hverju það sé metið af Pútín þörf fyrir endurskipulagningu öryggissveita rússneska lýðveldisins.
En það er ekki eins og að innra öryggi hafi virst vera illa sinnt.
Eða að öryggissveitir Rússlands hafi virst vera fáliðaðar, illa vopnaðar eða illa skipulagðar.

Putin creates new national guard

 

Þjóðvarðaliðið, eins og þetta væntanlega útleggst á íslensku, á að hafa milli 350-400þ. liðsmenn

  1. "Mr Putin said that the new national guard would “fight terrorism and organised crime”.
  2. "An executive order that Mr Putin signed creating the body listed its functions as protecting the public order, countering terrorism and extremism, guarding government facilities and cargo, assisting with protection of borders, and controlling arms trade."
  • There is no real reason for creating the national guard out of the interior troops and other forces unless you have a serious worry about public unrest,” - "Mark Galeotti, an expert on the Russian security services at New York University, said..."
  • "Dmitry Peskov, Mr Putin’s spokesman, said the new national guard would “of course” take part in suppressing unauthorised protests."
  • "Viktor Zolotov, who Mr Putin named as the head of the new body, ran the president’s personal security detail for 13 years and is seen as utterly loyal."
  • "The new national guard is set to take over control of the interior troops and SWAT forces from the interior ministry..."

 

Tvær hugsanlegar skýringar virðast blasa við

Önnur skýringin væri sú að Pútín sé með því að endurskipuleggja helstu innra öryggissveitir Rússlands - og færa þeir beint undir hans persónulegu stjórn, undir sérvöldum einstaklingi talinn fullkomlega persónulega hollur honum.
**Að undirbúa umtalsverða aukningu lögregluríkis innan Rússlands.
Það gæti falið í sér - aukna beina persónulega stjórn hans á landinu.
Auk þess að persónuréttindi sem enn hafa verið til staðar innan Rússlands - væru verulega skert eða jafnvel með öllu afnumin.

Hin skýringin sem vangaveltur eru um í frétt hlekkjað á að ofan, er að Pútin eigi von á versnandi öryggisástandi innan Rússlands sjálfs -- t.d. ummæli hans persónulega aðstoðarmanns eru áhugaverð, að þessar sveitir að sjálfsögðu mundu taka á "ólöglegum" mótmælum.
**En ef Pútín reiknar með því að líkur séu vaxandi á því að það sjóði upp úr innan landsins, vegna óánægju af margvíslegu tagi - t.d. með kjör, en ekki síður með gríðarlega auðssöfnun valdastéttarinnar í kringum Pútín.

Þá gæti þessi aðgerð virst rökrétt.

Þ.e. samt sérdeilis áhugavert - að Pútín virðist vera að færa kjarnann í innra öryggis eftirliti Rússlands - undir sína persónulegu stjórn.

  • Þannig, að hin skýringin - gæti jafnvel verið sú líklegri.

 

Niðurstaða

Eitt virðist þó ljóst - að með þessari umskipan á innri öryggissveitum Rússlands, vaxa persónuleg völd Pútíns, enn frekar. Með því að hafa svo öflugar öryggissveitur undir sérvöldum aðila talinn fullkomlega persónulega hollur Pútín.

Virðist a.m.k. eitt ljóst - að Pútín hefur eitthvað á prjónunum, hvort sem það væri að formfesta hans einræði, með því að afnema t.d. þingið og stjórnarskrána - og taka upp allsherjar völd.
Eða að hann telur nýja öryggisógn í farvatninu vegna þess að hann sjái teikn um það að uppsöfnun óánægju meðal rússnesk almennings sé að nálgast krítískan þröskuld - þegar útbreidd mótmæli geta óvænt blossað fram.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú ert alltaf svo vongóður um að það takist að koma á borgarastyrjöld í Rússlandi,meira blóð.

Þetta er aðdáunarverð þrautseigja

.

Líklegast er að það sem Putin segir um þetta sé rétt.

Undanfarið hafa Bandaríkjamenn í samráði við Tyrki og Úkrainumenn verið að safna saman hryðjuverkamönnum og vopnabúnaði á landamærum Rússlands.

Þeim er komið fyrir í Georgíu og Úkrainu,eins og þú væntanlega veist ef þú fylgist eitthvað með.

Það er alveg ljóst að Bandaríkjamenn láta ekki hryðjuverkamennina sitja iðjulausa þó þeir séu að flosna upp frá Sýrlandi.

.

Nú hafa þeir verið rakaðir og gerðir fínir ásamt nýju vegabréfi sem segir að þeir séu "freedom fighters"

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af að drápunum linni. 

.

Það er augljóslega þörf á að auka viðbúnað gegn hryðjuverkum

Borgþór Jónsson, 7.4.2016 kl. 20:20

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL, hin klassíska afsökun svokallaðra Kremlarvina - bandarískt samsæri.
Það virðist alltaf skýringin nánast sama hvað er í gangi.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.4.2016 kl. 00:02

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Rússar þurfa enga afsökun til að hafa þjóðvarðlið, fjöldinn allur af ríkjum hefur slíkt lið.

Meira segja Bandaríkjin hafa lengi haft slíka stofun þó þeir séu í engri hættu fyrir utanaðkomandi hriðjuverkum.

Bandaríska þjóðvarðliðið virðist hafa þann eina tilgang a halda niðri Bandarískum almenningi og er oftsinnis kallað til í þeim tilgangi,einkanlega á síðari árum.

Samt eru allir sem þeir eru að berja á sannanlega freedom fighters.

Borgþór Jónsson, 8.4.2016 kl. 03:01

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Á léttari nótum.

Hér er alveg stórskemmtileg samsæriskenning um Panama skjölin. Það eru greinilega margir möguleikar í stöðunni.

http://www.brookings.edu/blogs/order-from-chaos/posts/2016/04/07-panama-papers-putin-gaddy

Borgþór Jónsson, 8.4.2016 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 48
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 549
  • Frá upphafi: 847270

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 524
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband