Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
30.4.2016 | 02:39
Stefnir í bjórskort í Venesúela!
Skv. frétt er aðal bjórframleiðandi Venesúela, með nærri 80% markaðshlutdeild - uppiskroppa með aðföng til bjórgerðar við þessi mánaðamót, þ.e. apríl/maí.
Það sem þetta segir manni - ef aðal bjórframleiðandinn getur ekki útvegað sér aðföng, sem þíðir að bjórframleiðandinn hefur ekki fengið úthlutað þeim gjaldeyri sem til þarf.
Er að gjaldeyrisskortur sé mjög bersýnilega á hættumörkum!
Venezuelans add beer to list of privations
Og forseti landsins, sannar eina ferðina enn að hann er fullkominn hálfviti.
En svar það sem hann gaf bjórframleiðandanum er eftirfarandi:
If you cannot handle your companies, hand them over to the people who can, you bandit, thief, oligarch, traitor.
En svar Maduros virðist alltaf vera -- enn ein ríkisvæðingin.
Hann virðist enn halda sig við sína samsæriskenningu -- að Venesúela standi í efnahagsstríði, sem sé beint að landinu af einka-aðilum og erlendum ríkjum.
- Enginn veit hvort að landið mun geta greitt 13 milljarða dollara síðar á þessu ári, þegar risalán fellur á gjalddaga.
- En ef gjaldeyrisskorturinn er slíkur að svo mikilvægt fyrirtæki getur ekki fengið úthlutað gjaldeyri -- þá eðlilega vekur það enn frekari ótta um framhaldið.
Úthlutað gjaldeyri?
Fyrir þá sem ekki vita, þá er Venesúela að beita sömu aðferðum og Ísland beitti milli 1946-1959, þ.e. gjaldeyrisskömmtun og innflutningshömlum.
Eins og þekkt er, þá lauk haftatímabilinu á Íslandi, með 30% gengisfellingu þegar svokölluð Viðreisnarstjórn tók til starfa.
Alla tíð síðan hefur gjaldeyrisskortur alltaf verið leystur með gengisfellingu.
Samanburður við Ísland á árum áður er ekki absúrd -- en fyrir 1960 þá fékk Ísland nánast allar gjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða.
Venesúela fær rúmlega 90% sinna gjaldeyristekna af útflutningi olíu.
- Landið hefur verið að safna skuldum þ.e. gjaldeyrisskuldum, vegna viðskiptahalla.
- Alveg eins og á Íslandi, er slíkt -- ósjálfbært.
Þegar stjórnin neitar að horfast í augum við það, að skuldasöfnun til að fjármagna innflutning -- þegar það þarf að greiða fyrir allan innflutning með gjaldeyri - er óðs manns æði. Þá er það stjórnin sjálf sem er að sigla landinu fyrir björg.
- Rangt skráð gengi við þær aðstæður að útflutningur er mjög einhæfur.
- Nærri allt er innflutt.
--Leiðir alltaf til gjaldeyrisskorts, og í framhaldinu - vöruskorts.
Þetta eru ekki geimvísindi - þetta eiga allir að sjá!
Niðurstaða
Það gerir það nefnilega áhugavert fyrir okkur að veita vanda Venesúela athygli - einmitt það að Ísland sjálft gekk í gegnum að mörgu leiti sambærilegt tímabil, vöruskorts og gjaldeyrisskömmtunar.
--Á endanum var bundinn endir á gjaldeyrisskömmtun og vöruskort með einu pennastriki.
Því miður er vandinn orðinn erfiðari en hjá okkur á sínum tíma í Venesúela - því að stjórnvöld hafa heimskast til gjaldeyrisskuldasöfnunar til að fjármagna halla, og þær skuldir eru á leiðinni á gjalddaga!
- Þá dugar ekki lengur - pennastrikið.
- Heldur þarf landið líklega að óska eftir aðstoð til AGS, eða gera tilraun eitt og óstutt til þess að semja við sína kröfuhafa um greiðslur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2016 | 03:23
Demókratar eru enn færir um að tapa kosningunum nk. haust
Punkturinn er sá - að ef Demókratar standa saman, meðan að Repúblikanar virðast sundraðir, ættu Demókratar rökrétt vinna.
Pælið í þessu - Trump hefur stefnu sem hrekur frá sér atkvæði minnihlutahópa, t.d. hefur enginn orðið forseti sl. aldarfjórðung sem fær minna en helming atkvæða spænsk ættaðra Bandaríkjamanna.
Ef maður pælir í Cruz - þá virðist hans stefna, um últra lága skatta og að skera niður vernd fyrir þá sem minna mega sín -- nánast klæðskerasaumað til að hrekja lægri tekjuhópa ásamt lægri millistétt til Demókrata.
- Með slíka andstæðinga -- ætti sigur Demókrata að vera öruggur!
Hvernig geta Demókratar þó samt tapað?
Með því að sameinast ekki um sinn frambjóðanda!
- Það er mjög merkileg þessi vinsæla afstaða kjósenda í dag!
- Á það að frambjóðendur meini það sem þeir segja!
Margir eru tortryggnir gagnvart t.d. Clinton, vegna þess að - já, hún er atvinnupólitíkus, og mjög sennilega meinar hún langt í frá nærri allt sem hún segir.
Heyrst hafa raddir meðal a.m.k. hluta stuðningsmanna Bernie Sanders -- að í augum sumra þeirra, sé Trump skárri - því hann meini það sem hann segir.
En -- meinti t.d. Adolf Hitler ekki það sem hann sagði?
Eða -- meinti Pútín það ekki, er hann sagði fyrir nokkrum árum, að hrun Járntjaldsins hefði verið áfall fyrir Rússland!
Nú er allt í einu, eins og það sé mikilvægara í augum kjósenda - a.m.k. sumra!
Að menn meini það sem þeir segja!
En hvort að sennilegt sé að þeir séu sæmilega góðir landstjórnendur!
--Eða jafnvel, hættulegir æsingamenn!
Clinton forseti var oft ósannsögull -- en samt góður landstjórnandi!
Jamm, hann var lygalaupur hinn versti -- en í hans tíð lækkuðu ríkisskuldir Bandaríkjanna.
Það var hagvöxtur nærri sérhvert ár meðan hann var við völd.
Atvinnuleysi var lítið -- hann fór í engin óvinsæl stríð.
Engin augljós hagstjórnarmistök voru framkvæmd!
Mest umdeilda atriðið í utanríkismálum - var hvort hann hefði átt að bregðast fyrr við í Rúvanda!
- Það er alls enginn vafi í mínu huga, að Trump mundi reynast algerlega herfilegur landstjórnandi.
- Hann virðist nærri fullkomlega misskilja grunnhagfræði.
- Hans hugmyndir -ef komast til framkvæmda- líklega leiða til kreppu og verulegrar aukningar atvinnuleysis, sem og lækkunar kjara.
Þannig að raunverulega er það mjög sennilega gegnt hagsmunum lægri launaðra hópa, og þeirra sem eru í lægri millistétt -- að kjósa hann.
En merkilega margir í þeim hópum, samt styðja hann!
- Og auðvitað, hann er nánast fullkomin andstæða stefnu Demókrata.
- Sérstaklega er hann nánast fullkomlega á kannt við stefnu Bernie Sanders.
- Sanders hefur sjálfur margoft fordæmt Trump.
Það er eins og að til staðar sé hreyfing meðal kjósenda -- sem sé gegnt því að menn kjósi með heilabúinu!
En menn eins og Trump -- þeirra framboð snýst um að ala á reiði. Hann er klassískur æsingaframbjóðandi -- þ.e. hann leitast við að æsa upp tilfinningahita.
- En málið er, að einungis með því að æsa upp tilfinningahita kjósenda, geti hann unnið.
Því hann þarf á því að halda, að kjósendur -- kjósi ekki með heilanum.
--En málið er, að þegar menn eru reiðir, þá eru þeir ekki íhugulir -- þú gerir sjaldan eins mörg mistök, eða ert líklegur til þess -- þegar þú tekur ákvörðun í reiði.
--Þ.e. þannig sem hættulegir pópúlistar komast til valda, þegar kjósendur eru reiðir og því hugsa ekki - ekki neitt.
Niðurstaða
Ef fylgismenn Sanders annað af tvennu, sitja heima - eða jafnvel í einhverju hlutalli kjósa Trump nk. haust. Þá geta þeir með þeim hætti, orðið til þess að Trump nái kjöri eða á hina hliðina - gert kosninguna spennandi þegar hún hefði ekki þurft vera það.
-------------------
Skv. tölfræðinni, þá eru 56% kjósenda að meðaltali á móti frú Clinton, meðan að 65% þeirra eru á móti Trump. U.þ.b. 2/3 kvenna hafa neikvæða sýn á Trump - meðan að rétt rúmlega helmingur karla er sömu skoðunar. Helmingur hvítra kvenna segist ætla að styðja frú Clinton - meðan að einungis 39% þeirra segist ætla að styðja Trump.
- Þessi tölfræði segir að Clinton ætti að vinna!
En ef flestir Repúblikanar sem eru andvígir Trump - sitja heima.
Samtímis að fylgismenn Bernie Sanders sitja flestir heima, og einverjir þeirra kjósa jafnvel Trump -- vegna þess að hann sé, sannsögull að þeirra mati.
Þá virðist það eini möguleikinn á sigri Trump.
--Nema auðvitað að Sanders færi í sérframboð.
Á hinn bóginn virðist það mjög ósennilegt!
--Hann gæti á hinn bóginn, neitað að lísa yfir stuðningi við Clinton.
Sem gæti verið séð af hans stuðningsmönnum sem hvatning til að sitja heima!
Ef hlutir æxlast þannig - gæti Sanders orðið til þess að Trump nái kjöri, þó Trump sé í mjög mörgum þáttum á allt öðrum kannti stefnulega!
- Eins og ég sagði, geta Demókratar skapað sinn ósigur - þeir geta fært Trump sigurinn sem hann annars mundi ólíklegt ná fram!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.4.2016 | 01:22
Sérkennileg stefnuræða Trumps um utanríkismál, virðist full af atriðum sem stangast á
Fyrsta atriðið er náttúrulega að hann segir að meginkjarni hans stefnu skuli verða "America first" -- ég er ekki viss að hann átti sig á því, að þetta var slagorð einangrunarsinna í Bandaríkjunum á 3. og 4. áratug 20. aldar í Bandaríkjunum.
Meðan að hann hamrar á slagorði eingangrunarsinna <--> Segir hann að Bandaríkin muni standa með sínum Bandamönnum -- en í hinu orðinu segir hann að núverandi Bandamenn ekki standa sig í stykkinu þegar kemur að þátttöku í eigin vörnum, núverandi fyrirkomualag sé alltof dýrt fyrir Bandaríkin <--> Og hann hótar bandamönnum Bandaríkjanna, að ef þeir uppfylli ekki hans skilyrði um stórfellt aukið framlag til varna - þá muni hann "walk away."
Það má finna einnig skemmtileg atriði um Asíu og Kína, þ.s. hann heldur því fram að Bandaríkin hafi ekki virðingu Kínverja - því Bandaríkin standi sig ekki nægilega vel í því að verja sína hagsmuni gagnvart þeim <--> Endurtekur sína fyrri hótun um að setja viðskiptahömlur á Kína, en í hinu orðinu segir hann Kína ekki nægilega halda aftur af N-Kóreu, og það gangi ekki -- og hann Trump muni sjá til þess að N-Kórea komist ekki upp með moðreik --> Hvernig hann ætlar að ná fram bættri samvinnu við Kína - samtímis og hann hótar því að gera milljónir Kínverja atvinnulausa, steypa Kína í efnahagskreppu -- blasir ekki beint við mér.
Ræðan hans Trump -- fullur texti
Nokkur atriði virðist þó mega lesa úr þessu!
- Hann ætlar að standa með Ísrael og hagsmunum Ísraels. Hvernig það virkar í samhengi átaka í Sýrlandi er þó óljóst - en Ísrael augljóst lítur á vaxandi veldi Hezbollah samtakanna innan Sýrlands, sem ógn.
- Hann hafnar "nation building" - bein tilvísun til innrásar Bush í Írak, og hafnar bersýnilega því að styðja mótmælahreyfingar gegn sitjandi stjórnvöldum -- en hann segir að Bandaríkin hefðu átt að styðja Mubarak á sínum tíma þegar hann stóð frammi fyrir fjölmennum götumótmælum -- þegar svokallað "Arabískt vor" stóð yfir.
**Það er ein tegund af klassískri skoðun. Að einræðisríki séu "reliable allies."
Hann segist vilja samstarf við vini Bandaríkjanna í Mið-austurlöndum, í baráttu við öfga íslam -- sem þá væntanlega þíðir; stuðning við Ísrael - stuðning við herforingjastjórnina í Egyptalandi - og væntanlega, aðra Araba einræðisherra svo sem konungsdæmið í Saudi Arabíu.
---En í þetta vantar tilvísun í hvað þetta þíðir fyrir átök innan Sýrlands. - Hann segist ætla að - leggja ISIS að velli. Gefur mjög ákveðið loforð.
Segir hernaðaraðgerð koma til greina -- sjálfsagt rétt að hafa þetta í samhengi, við samvinnu þá sem hann talar um við bandamenn.
**En hann segist einnig vilja frið við Rússland.
--Hvað akkúrat það heildardæmi þíðir, er óljóst. - Hann talar um -Íran- sem ógn, að mistök Bandaríkjanna þar með Obama, vísar þá til samkomulagsins við Íran -- hafi gert Íran að stórveldi.
Hafandi í huga að hann einnig talar um að standa með bandamönnum Bandar. -- Að hann ásakar Obama fyrir ónógan stuðning við þá bandamenn. -- Grunar mig, að hann sé að tala um - stuðning við afstöðu Ísraels, Saudi Arabíu og Flóa Araba -- að Íran sé megin svæðis óvinur.
-- Aftur er óljóst hvað þetta þíðir í heildarsamhenginu.
Ein möguleg túlkun:
- Ef miðað er út frá skilgreindum hagsmunum Ísraels og Saudi Arabíu, þá er þróunin í Sýrlandi ógnvekjandi, þ.s. Íran er að styrkja sína stöðu - Hezbollah er að styrkja sína stöðu -- þannig að ef þ.e. rétt skilið að Trump meini það að standa með sínum bandamönnum, að fara eftir þeirra hagsmunum í Sýrlandi.
- Þá ætti hann rökrétt miðað við þann skilning að stefna að því að veikja stöðu Hezbollah og Írans -- sem rökrétt ætti að þíða; að Trump mundi styðja hernaðarinngrip í Sýrland til þess að velta úr sessi núverandi stjórnvöldum þar.
- En á sama tíma vill hann frið við Rússland.
- Og hann hafnar "nation building" og að steypa ríkjandi ástandi.
En á sama tíma felur afstaða hans í sér greinilega vísbendingu um inngrip.
En hvernig hann ætlar að leysa úr þessum stefnuatriðum er virðast stangast ærið mikið á - er óljóst.
Trump ætlar í gríðarlega hernaðaruppbyggingu
- Hann kvartar yfir því að bandaríski heraflinn sé ca. helmingi smærri en 1991, þegar dregið var úr umsvifum í lok Kalda Stríðsins.
- Það á greinilega að stórefla herinn, færa Bandaríkin aftur til styrks síns.
- En á sama tíma -- talar hann um að minnka opinberar skuldir.
- Og að draga úr úgjöldum alríkisins.
Þarna hljómar þetta eins og ósamkvæmt sjálfu sér -- og stefna Georges Bush.
Nema ef e-h er, þá virðist Trump með hana á TURBO.
- Í því þegar hann talar um þörf þess að gera Bandaríkin sterk aftur - en í heimi Trumps eru þau veik, og enginn ber virðingu fyrir þeim, því þau séu veik.
- Þá heimtar hann að bandamenn Bandaríkjanna -- beri stóraukna ábyrgð á sínum vörnum, því það kosti Bandaríkin alltof mikið það fyrirkomulag sem lengi hefur verið.
- Og hótar að labba frá bandalögunum, ef bandamennirnir gera ekki nóg.
Rauði þráðurinn virðist "America first"
Það er erfitt að sjá heildarstefnuna -- því hana má lesa sem Bush á TURBO.
Eða það hann ætli að draga saman seglin -- miðað við umtal hans um alltof mikinn kostnað Bandaríkjanna af þátttöku þeirra í vörnum sinna bandamanna.
En inn í þetta fléttast sú grunn afstaða hans -- að viðskiptasamningar núverandi, séu slæmir fyrir Bandaríkin -- sbr. störf færist frá Bandaríkjunum til Asíu, og Bandaríkin hafi verulegan viðskiptahalla við Asíulönd.
Hann ætlar að kippa þessu öllu í liðinn -- sbr. standa með hagsmunum Bandaríkjanna.
Færa störfin til baka -- segir að í kjölfarið verði bandar. hagkerfið svo sterkt að þau geti auðveldlega haft efni á þeirri hernaðaruppbyggingu sem hann dreymir um.
- Hann ætlast til þess að Kína samþykki, að gengi gjaldmiðils Kína verði nægilega hátt t.d. svo viðskiptastaðan við Bandaríkin verði því sem næst jöfn, eða samþykki tolla.
- Þ.s. Trump áttar sig ekki á, er að vegna þess að Bandaríkin kaupa allt í dollurum, er viðskiptahalli engin áhætta fyrir þau.
- Síðan, ef maður ímyndar sér "verndartolla" eða hann þvingi fram breytingar á gengi gjaldmiðla viðskiptalanda -sem er óljóst hvernig hann ætlar að ná fram- --> Þá að sjálfsögðu mundi verðlag á stórum hluta neytendavarnings í Bandaríkjunum hækka verulega.
- Það mundi minnka neyslu innan Bandaríkjanna óhjákvæmilega -- og það gæti dugað til þess að færa lágan hagvöxt yfir í grunna kreppu, auðvitað fækka störfum í verslun.
- Og samtímis, mundi það skapa þrýsting niður á við fyrir þau erlendu hagkerfi - þannig að þau gætu einnig lent í kreppu.
Það þíðir - að hann krefst þess að löndin samþykki aðgerðir, sem skapa aukið atvinnuleysi í þeim löndum, og draga úr hagvexti.
Misskilningur Trumps á hagfræði er síðan sá -- að heima fyrir í Bandaríkjunum munu þær ekki skapa hagvöxt, heldur a.m.k. fyrst í stað, draga úr honum.
Á hinn bóginn -- sé ég ekki alveg að hann geti beygt Kína í duftið.
Þannig að þetta verði spurning um það -- hvort hann geti gripið til einhliða aðgerða, er væru brot á núgildandi viðskiptasamningum sem og reglum Heims-viðskiptastofnunarinnar.
Síðan -- ef hann gerir tilraun til klassísks "import substitution": Þá tekur það langan tíma í besta falli að virka, meðan að áhrif af tollum á innflutningsverðlag, koma strax fram.
- Lækkun kaupmáttar.
- Fækkun starfa í verslun.
Án þess að nýju störfin sem hann lofar, mundu koma nærri strax.
Og það þarf alls ekki að vera að nýju störfin yrðu nægilega mörg -- til að bæta upp þau sem töpuðust á undan -- né virðist mér það klárt að lískjaralækkunin við hækkun verðlags innan Bandaríkjanna, mundi skila sér til baka!
**Enda gætu Bandaríkin sjálf aldrei framleitt þann varning sem hann vill að verði þar framleiddur, eins ódýrt og þau í dag kaupa hann inn með sínum dollurum.
Þá er erfitt að sjá, en ástandið kreppa er líklegra en hitt, að þá hefði hann efni á þeirri gríðarlegu hernaðaruppbyggingu sem hann talar um.
Trump virðist fullkomlega misskilja hagfræði.
Hann virðist hugsa um viðskipti eins og "merkantílistar" 17. og 18. aldar.
- Erfitt að sjá hvernig, ef hann gerir tilraun til að knýja þetta fram.
- Að það leiði til annars, en verulegra átaka við stjórnvöld í Kína, um stefnuna í heims málum.
Niðurstaða
Ég held að stefnuræða Trumps í utanríkismálum, hafi ekki þau áhrif að sefa ótta margra við þá hugsanlegu framtíð að Donald Trump verði forseti Bandaríkjanna - kannski. Mín tilfinning er dálítið lík þeirri er ég hafði, er ég fylgdist með umræðunni í Bandaríkjunum -- áður en Bush tók við og hafði svokallaða "Ný-íhaldsmenn" með sér í farteskinu.
**Stefna Bush var sannarlega, "America First."
Sbr. stefnu-yfirlýsingu um svokallað "Project For A New American Century."
En meðan að það má segja að Bush hafi - fókusað út á við; þá sé fókus Trump meir, inn á við.
Trump virðist fókusa á átök um alþjóðaviðskipti meir, en um hernaðarmál.
Fókus á að verja Bandaríkin - hvort sem þ.e. gegn meintu arðráni, eða utanaðkomandi öflum sbr. tal hans um Múslima.
--Meir "fortress America" en hvað Bush hafði í huga.
Þá skilur maður betur áhersluna á að -- draga úr kostnaði við þátttöku í vörnum bandalagsríkja Bandaríkjanna.
Það sé samt erfitt annað en að sjá þetta sem stefnu - er leiði sennilega til átaka.
En ég sé ekki Kína beygja sig í duftið fyrir honum.
**Hann virðist vilja endurnýja átökin við Íran - styðja Ísrael og Araba einræðisherra.
--Að því leiti endurtekning á Bush - fyrir utan að ósennilegt virðist að hann leggi í stóra innrás einhvers staðar.
--Ég á smá erfitt með að sjá, hvernig hann ætlar að samtímis ná friði við Rússland.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2016 | 01:53
Hvaða áhrif hefðir það á alþjóðaviðskipti - ef "róbótar" taka yfir alla framleiðslu?
Ástæða þess að ég velti þessu fyrir mér er umræða sem ég lenti óvænt í á erlendum miðli, spannst upp í tengslum við upphaflega ótengda umræðu - um Kína.
En ég lenti á aðila líklega kínverskum sem virtist sannfærður um það í annan stað að róbótar muni framleiða flesta hluti og það ekki eftir mjög mörg ár, og að hinu leiti virtist hann einhvern veginn sannfærður um það að það mundi leysa þann vanda Kína að þar mun á nk. árum eins og stefnir á að hendi fyrir Evrópu - verða fólksfækkun, þ.e. framreiknað nk. áratugi.
Í þessar umræðu komst ég að eftirfarandi niðurstöðu:
- Að ef róbótar framleiða allt eða nærri allt, þá þíði það að laun hætti að skipta máli - þar með sé ekki lengur ástæða til þess að framleiða hátæknivarning frekar í Kína en t.d. Evrópu - Bandaríkjunum eða Japan.
- Það hafi sennilega þá afleiðingu, að iðnríki með nægilega stóran heima-markað, framleiða hátæknivarning sjálf -- þannig að heimsverslun milli iðnríkja á hátæknivarningi líklega deyi drottni sínum.
- Í þriðja lagi, þurfi iðnríki samt sem áður áfram að fá hráefni frá löndum sem séu lítt iðnvætt eða þá mjög auðug að hráefnum -- iðnríki líklega eiga þá viðskipti við slík lönd, selji á móti - tæki af margvíslegu tagi.
- Málið sé að þegar -samkeppni um laun sé ekki lengur til staðar- ef maður gerir ráð fyrir áframhaldandi samkeppnisumhverfi milli landa og fyrirtækja --> þá yrði flutningskostnaður krítískur - en í dag, vegna þess að fólk enn framleiðir varning sé launamunur nægilega mikill milli svæða til þess að flutningskostnaður sé ekki mikilvægur --> en þegar laun hætta að skipta máli, verði sennilega kostnaður við flutning þegar kostnaðarmunur vegna launa hverfur úr myndinni að hinum krítíska kostnaði.
- Þetta gæti þítt að verslun milli iðnríkja minnki mjög mikið.
- Hvert um sig yrði að sér miðju verslunar, þ.e. hrávara gegnt iðnvarningi.
Stór iðnríki þyrftu þá síður á hverju öðru að halda!
Sem gæti minnkað þeirra vilja til samstarfs!
Meðan að megin fókus þeirra samkeppni, gæti snúist um það að -- tryggja sér aðgang að auðlindum.
Þetta gæti leitt til framtíðar aukinnar spennu og átaka iðnríkja á milli.
Niðurstaða
Ég hef ekki séð vangaveltur um það hvaða áhrif það hefði á verslun í heiminum, ef það er rétt sem margir halda fram - að róbótar eiga eftir að taka yfir alla eða nær alla framleiðslu á vélum og tækjum; þannig að mannlega höndin komi þar hvergi nærri lengur.
Ofangreindar vangaveltur eru því algerlega mínar eigin.
- Margir hafa velt því fyrir sér hvað gerist innan iðnríkjanna sjálfra -- það virðist rökrétt að svokallað "citizen wage" gerist í þeim.
En hvað með þau lönd sem ekki eru iðnvædd, þ.e. iðnvarningur er ekki megin framleiðsla?
T.d. lönd sem eru fyrst og fremst, útflytjendur hrávara?
Það blasi ekki endilega við að þar sé sambærilegur grundvöllur fyrir - "citizen wage."
Þó verið geti að einhver þeirra séu nægilega auðug af hráefnum eða hrávöru, til þess að þar sé áfram grundvöllur fyrir sæmilegum kjörum.
______________
Það gæti hugsanlega orðið ný skipting "haves" og "have nots."
Þ.e. lönd sem eru iðnvædd, þ.s. grundvöllur iðnframleiðslu er til staðar - þ.s. er nægt ríkidæmi og nægur markaður til að skapa grundvöll fyrir framleiðslu hátæknivarnings.
Og hins vegar lönd sem eru fátæk fyrir, eða of smá til þess að grundvöllur sé fyrir slíkri framleiðslu, sem kannski lenda varanlega í fátæktargildru.
Iðnríkin ef til vill yrðu eins og -millahverfin- sem maður sér sums staðar í 3-heiminum, sem eru nánast viggirt og þar kemst enginn inn nema með réttan passa.
Þau væru þá sennilega mjög hötuð af þeim fyrir utan -- eins og fátæka fólkið í löndum þ.s. eru slík lokið hverfi hata þá sem þar búa.
- Spurning hvernig Íslendingar tryggja að þeir séu meðal þeirra auðugu?
Kv.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2016 | 03:15
Samningur Tyrklands og ESB um flóttamannavandann - virðist vera að virka
Skv. frétt Financial Times síðan hann tók gildi hefur flæði flóttamanna yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands -- minnkað um 80%. Sem er engin smáræðis breyting og virðist sýna að sterkar grunsemdir þess efnis að Tyrkir væru að beita ESB aðildarlönd þrýstingi, hafi verið á rökum reistar -- fyrst að Tyrkir hafa getað beitt sér gegn streyminu með svo öflugum hætti.
Turkey to boost legal protection for migrants, easing EU returns
Tyrkir hafa skv. frétt auk þess samþykkt að framfylgja flóttamanna sáttmála SÞ í öllum helstu atriðum!
"Selim Yenel, Turkeys ambassador to the EU, said: Today they have agreed to grant the same protection guarantees to non-Syrian refugees as Syrian refugees. This is something that was requested many times by us,
En flóttamannasáttmálanum fylgja miklar kvaðir, vegna þess að stofnsáttmálar SÞ sem samþykktir voru skömmu eftir Seinna Stríð, skilgreindu -- réttindi fyrir alla Jarðarbúa!
Rétt að hafa í huga, að þegar gengið var frá flóttamannasáttmálanum á sínum tíma, var það örskömmu eftir að búið var að leysa sögulegan flóttamannavanda innan Evrópu sjálfrar, þegar koma þurfti milljónum manna frá Þýskalandi eftir stríð fólki sem neytt hafði verið til þræla-vinnu innan Þýskalands nasista.
Að auki var einnig þá í ákaflega fersku minni, helför gyðinga - sú saga kemur auðvitað mikið við sögu þegar flóttamannasáttmálinn var saminn og síðan staðfestur af helstu aðildarríkjum SÞ -sem felur í sér að sá sáttmáli hefur þar með lagagildi í þeim löndum er hafa staðfest hann- því að margir gyðingar á flótta frá nasistum fengu að því er talið var eftir stríð, mjög snautlega meðferð í fjölda Evrópuríkja og í Bandaríkjunum ásamt Kanada; sem hvatti ekki síst til þess að gildandi reglur sem setja kvaðir á það að mál sérhvers flóttamanns verði rannsakað sérstaklega - voru settar.
- Þ.e. auðvitað töluvert vinsælt að halda því fram - af sumum hópum, að þessi sáttmáli sé -- úreltur!
- Þeir hópar gjarnan viðhafa íkjukenndan málflutning - þ.s. haldið er gjarnan á lofti staðhæfingum þess efnis, að sá sáttmáli hindri Evrópulönd í því að -- verja sig.
Þá auðvitað meina þeir - gegn streymi flóttamanna! - Og afleiðingar þess meintar málaðar ákaflega dökkum litum, sbr. íkjusögur þess efnis að aðstreymið geti leitt til þess að aðkomnir ýti heimamönnum til hliðar, leiði til þess að lög heimamanna verði fótum troðin - o.s.frv.
Mjög erfitt að líta á þær sögur sem sennilegar! Vegna þess að Evrópa hefur yfir 500-millj. íbúa, og heilt yfir eru múslimar einungis 6% íbúa aðildarlanda ESB. Fyrir utan Kýpur þ.s. hlutfallið er yfir 20% -- sé hlutfallið hæst 8% í Frakklandi.
Þessum söguskýringum, fylgir -- sérkennileg vantrú á getu eigin samfélaga að því er virðist! Sem erfitt er að sjá nokkrar raunverulegar vísbendingar um að séu á rökum reist!
- En samfélög Evrópu eiga að vera svo - siðferðislega veik, og veikgeðja.
- Ekkert mótstöðuafl virðist eiga að vera fyrir hendi.
Þetta virðist standa í samhengi við - gjarnan harðneskjulega afstöðu gegn flóttamönnum.
En þeir sem hafa slíka afstöðu - virðast gjarnan álíta þá veikgeðja sem eru annarrar skoðunar.
Þannig að þá er það sönnun þess að þeirra dómi - að fyrst að þeirra hörðu viðhorf njóta ekki meirihluta stuðnings - þá séu þeirra samfélög þar með, veikgeðja!
- Þetta minnir mann reyndar á afstöðu fasista á 3-áratug 20. aldar, sem gjarnan álitu lýðræðissamfélög veikgeðja, einmitt vegna þess að þau voru andvíg þeirra harðneskjulegu viðhorfum.
- En það virðist sögulega vera svo að þeir sem hneigjast í átt til fasisma, gjarnan hafa mjög neikvæða sýn á lýðræðiskerfi og samfélög þ.s. lýðræði og almenn lýðréttindi eru viðhöfð -- og gjarnan halda mjög neikvæðri sýn á slík samfélög á lofti.
--------------
Með því að Tyrkir samþykkja að framfylgja flóttamannasáttmála SÞ-í öllum atriðum, sbr. yfirlýsingu Tyrkja að flóttamenn aðrir en Sýrlendingar muni einnig öðlast þann rétt að mál þeirra verði skoðuð sérstaklega sbr. ákvæði flóttamannasáttmálans, auk þess að sýrlenskir flóttamenn sem verða sendir frá Grikklandi aftur til Tyrklands - fá rétt til þess að staða þeirra sem flóttamanna verði endurmetin ef þeir óska svo.
- Þá leysa þeir úr hugsanlegum laga flækjum við það að framfylgja samkomulagi ESB aðildarríkja við Tyrkland.
- Þ.s. eftir allt saman er flóttamannasáttmáli SÞ-hluti landslaga aðildarríkjanna, sem og að auki að skv. ákvæðum Rómarsáttmálans svokallaða eru ákvæði hans einnig hluti af ESB rétti.
- Það þíddi, að hætta var á að lögsókn gegn samningnum gæti farið fyrir svokallaðan Evrópudómstól -- slík lögsókn var ekki enn komin fram.
En vitað var að áhugahópar um réttindi flóttamanna voru með málið í skoðun.
**Í kjölfar mótmæla Flóttamannastofnunar SÞ-gagnvart samningnum við Tyrkland, vegna óljósrar stöðu flóttamanna í Tyrklandi er mundu verða skv. samningnum sendir til Tyrklands frá Grikklandi.
- Sú hætta ætti þar með að vera afgreidd úr sögunni!
Áhugavert að Tyrkir samþykki þessa eftirgjöf í samhengi eigin lagaumhverfis.
Sem þeir hingað til hafa ekki verið tilbúnir til!
Bersýnilega leggja Tyrkir áherslu á að samkomulagið við ESB gangi upp!
Niðurstaða
Tyrkland hefur greinilega ákveðið að riðja úr vegi þeim lagahindrunum innan Tyrklands varðandi meðferð flóttamanna, réttindi þeirra skv. Flóttamannasáttmála SÞ. Þannig ætti sá möguleiki að lagavandræði vegna brota Tyrklands á þeim sáttmála leiði til þess að samkomulagið kollvarpist að vera úr sögunni.
- Það auðvitað þíðir þar með, að boltinn er nú hjá aðildarríkjum sjálfum að standa við sína hlið samningsins.
- Sbr. að íbúar Tyrklands fái að ferðast til ESB aðildarlanda án takmarkana, en Tyrkir ættu nú að vera búnir að uppfylla framsettar kröfur aðildarríkjanna, um bættan aðbúnað og réttindi flóttamanna.
**En veruleg andstaða er meðal sumra aðildarlanda ESB við það að veita íbúum Tyrklands þessi auknu réttindi til ferða -- rétt að benda á að fátt bendi til þess að varnaðarorð um meinta holskeflu Tyrkja til ESB séu á rökum reistar --> Vegna þess að komið hefur fram í alþjóðafjölmiðlum að sl. áratug séu 90% umsókna tyrkneskra borgara um dvalarleyfi almennt séð samþykktar í aðildarríkjum ESB.
--Þannig að slík meint holskefla ætti þá að hafa verið í gangi um nokkurt skeið.
Síðan sé ekkert streymi a.m.k. fram að þessu á Kúrdum frá Tyrklandi, það bendi ekki til þess að átök Tyrklands stjórnar við Kúrda -- séu sambærileg að harneskju við atgang stjórnvalda Sýrlands gegn þeim íbúum Sýrlands er hafa stutt uppreisnarmenn þar. - Og ESB aðildarlönd munu þurfa að taka við Sýrlendingum frá flóttamannabúðum innan Tyrklands - síðan skipta þeim sín á milli.
**Það er augljósar líkur t.d. á að Ungverjaland -- leitist við að neita að taka við.
--Að auki virðist sennilegt að núverandi stjv. í Póllandi geri slíkt hið sama.
Ég hef alltaf talið að mesta ógnin við samkomulagið, verði geta aðildarlandanna sjálfra til að framfylgja því.
--Það sé miklu mun minna sennilegt, að það falli á brotum Tyrklands sjálfs.
Það verður auðvitað forvitnilegt að fylgjast með því, hvernig aðildarlöndin leitast við að glíma við það - þegar að því kemur, að einhver landanna muni leitast við að skera sig úr leik.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2016 | 23:49
Glötuð tækifæri í sambandi við Reykjavíkurflugvöll?
Það hefur verið undanfarið mjög áhugaverð umfjöllun á RÚV um Keflavíkurfluvöll og nágrenni flugstöðvarinnar -- sl. föstudag, var umfjöllun með yfirskriftinni "Dúbæ norðursins."
Hlustið á umfjöllun -- frá og með 16:14.
En þarna er rætt um gríðarleg sóknarfæri tengd Keflavíkurflugvelli.
- En málið er að það má heimfæra nánast alla sömu hluti upp á Reykjavík.
- Og Reykjavíkuflugvöll.
Ég hef nefnt einmitt þetta atriði -- að Reykjavíkurflugvöllur geti nýst atvinnulífinu í Reykjavík með margvíslegum hætti!
- Til þess að það virki, þarf að hefja -- millilandaflug frá Reykjavík.
- Þ.e. vel hægt, þarf að lengja nokkuð flugbraut út í sjó, sem mundi duga fyrir 2-ja hreyfla þotur af smærri gerðinni, sem geta flogið t.d. til Boston eða London eða Stokkhólms eða Kaupmannahafnar, jafnvel - NewYork.
- En þá nýtist um leið völlurinn með algerlega sama hætti Reykjavík -- og umfjöllunin í Speglinum, segir að unnt sé að þróa svæðið við Keflavíkurvöll.
- Og það þarf nýja flugstöð!
Hvorugt er rosalega dýrt!
Nokkrir augljósir hlutir!
- Mundi auka mjög sölumöguleika Reykjavíkur, á helgarferðum til Reykjavíkur -- mjög þægilegt því að völlurinn er í reynd í göngufæri við miðborgina, ekki endilega örstutt labb - en fyrir sæmilega hrausta einstaklinga er þetta ekki vandamál.
Eða stutt ferð með leigubíl - miklu ódýrara en frá Keflavík.
Reyndar getur leigubíll frá Kefló kostað eins mikið og flugmiði.
**Sparar auðvitað 45 mínútur með rútu.
**Þarf ekki hraðlest til Keflavíkur. - Þetta auðvitað eykur nýtni hótela og annarra gististaða, veitingastaða - skemmtistaða.
Margir mundu koma til þess að vera í Reykjavík eingöngu. - Síðan auðvitað -- eins og rætt er í Speglinum um fyrirtækjanet sem er að myndast á flugvallasvæðinu við Keflavíkurvöll, þá mundu þekkingarfyrirtæki í Rvk. einnig geta nýtt sér þessar flugferðir frá Rvk.
Það að sjálfsögðu sparar verulega þeim, að fljúga beint frá Rvk. En ekki Keflavík.
Ekki bara peninga - heldur einnig, tíma. - Og það nýtist ekki síður fyrirtækjum sem framleiða dýran varning á höfuðborgarsvæðinu, varningur sem er nægilega dýr að borgar sig að flytja hann með flugi -- að geta t.d. afhent varninginn jafnvel samdægurs t.d. til Kaupmannahafnar!
**Við erum að ræða um, að fyrirtæki í Rvk. mundu geta boðið mjög snögga afhendingu, þ.e. allt frá tæpum sólarhring í rúman sólarhring.
Mér finnst merkilegt fyrir þá mörgu sem eru að dreyma um Rvk. sem þekkingar-iðnaðarsetur.
Að þeir skuli ekki sjá þá mörgu kosti sem það er fyrir borgina að hafa flugvöll.
Höfum í huga, að uppbygging á Reykjavíkurvelli, þarf ekkert að hindra að uppbygging fari samtímis fram í Keflavík!
Keflavík mun alltaf hafa ákveðið forskot -- t.d. að þar geta lent stærri flugvélar.
Og því unnt að bjóða upp á afhendingu til fjarlægari staða.
Og á meira magni í einu!
- Það má alveg hugsa sér að byggð yrði samt sem áður, hraðlestalína milli Rvk. og Keflavíkurvallar!
Vellirnir gætu alveg unnið saman!
Þurfa ekki að skoðast sem ógn hvor við annan!
Líkleg framtíðar heildarumferð er örugglega nóg fyrir þá báða.
Til samans gætu heildaráhrifin verið þau.
Að gera allt svæðið frá Keflavík til Reykjavíkur að vaxtarsvæði!
- Ég er alveg sammála umfjölluninni að við eigum að hugsa stórt!
Niðurstaða
Liggja framtíðar vaxtar-tækifæri Íslands ekki síst í flugvöllunum tveim á SA-horninu? Það skildi þó ekki vera að þeir séu miðpunktur þeirra framtíðarmöguleika til uppbyggingar hálaunastarfa af því tagi sem við Íslendingar höfum svo lengi dreymt um?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2016 kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2016 | 00:38
Enn ein grísk krísa framundan!
Peter Spiegel hjá Financial Times -- minnti okkur á að sl. sumar var vandi Grikklands engan veginn leystur, heldur fremur að boltanum hafi verið sparkað áfram!
Ef einhver man eftir ennþá, þá er Grikkland í dag orðið að einum megin fókus punkti flóttamannakrísunnar - og mikill þrýstingur á Grikkland að sjá um að fara yfir mál um 70þ. flóttamanna enn staddir innan Grikklands, svo unnt verði skv. samningnum við Tyrkland, að senda þá flesta þangað!
Eins og Peter Spiegel bendir á, þá er deila ESB - ekki síst Þýskalands - og AGS; engan veginn leyst.
Nýverið sagði fjármálaráðherra Þýskalands - - að þátttaka AGS væri nauðsynleg, samtímis ítrekaði hann fyrri afstöðu, að niðurfærsla skulda Grikklands komi ekki til greina.
- Það sérkennilega ástand er -- að ársfjórðungs uppkjör gríska prógrammsins sem átti að fara fram sl. haust.
- Hefur ekki enn verið klárað -- þannig að Grikkland mun aftur verða þurrausið af fjármagni í sumar.
- En nema að enn eina ferðina verði ausið fé - líklega getur Grikkland ekki greitt af láni sem fellur á gjalddaga í júlí.
Enn einn fundurinn um málefni Grikklands skal fara fram á föstudag!
Greeces debt crisis looks familiar, but consequences may be worse
Ekki veit ég af hverju AGS hefur ekki hætt þátttöku í þessum farsa!
En síðla sumars í fyrra, þá lísti AGS því yfir að stofnunin væri ekki til í frekari þátttöku í lánveitingum til Grikklands - nema að annað af tvennu mundu skuldir Grikklands umtalsvert lækkaðar eða að það tímabil sem Grikkland þarf ekki að greiða af lánum væri lengt í 20 ár.
Formleg ákvörðun um þetta átti síðan að fara fram um þetta í höfuðstöðvum AGS sl. haust.
En ekkert virðist hafa orðið af því.
Það sama virðist gilda um 3-ársfjórðungs endurskoðun sl. haust, sem átti þá að fara fram -- en enn hefur ekki orðið af, 2-ársfjórðungum síðar.
--Grikkland er í sérkennilegu frosti.
Að því er virðist vegna þess, að þeir sem standa að baki gríska prógramminu.
Eru sjálfir lentir í -- ákvarðana sjálfheldu.
- AGS heldur sig enn við sína afstöðu.
- Og miðað við nýlega yfirlýsingu fjármálaráðherra Þýskalands, hefur afstaða ríkisstjórnar Þýskalands ekki neitt breyst: Schäuble rules out debt relief for Greece.
Sjálfsagt hafa deilur um flóttamannavanda -- haft einhver umtalsverð áhrif.
En á sama tíma, þá hlýtur sú staða að Grikkland er miðja flóttamannakrísunnar -- að sýna enn skýrar fram á hve absúrd sú afstaða er, að Grikkland eigi að endurgreiða!
- Þrýst er á Grikkland að verja meira fé til flóttamanna-aðstoðar.
Og Grikkland þarf að tryggja nægt fé til þess að skrá flóttamenn og skoða mál hvers og eins þeirra -- svo samningurinn við Tyrki gangi upp. - Hvernig það á að ganga upp <--> Samtímis og afstaða þýskra stjv. gagnvart skuldamálum Grikklands, er enn sú sama og áður!
- Er mér virkilega hulin ráðgáta!
En afstaða þýskra stjórnvalda er sífellt meir absúrd!
Það sérkennilega er -- að flóttamannakrísan hefur þvert á móti, elft andstöðu innan Þýskalands við það að afskrifa skuldir Grikklands.
Vegna þess að hún hefur eflt fylgi við þá hægri sinnuðu hópa innan Þýskalands, sem hafa alltaf stutt harðneskjulega afstöðu gagnvart Grikklandi.
- Þannig að þvert á móti því að ætla mætti að menn væru að reyna að nálgast.
- Þá virðist vilji til þess að koma fram með rökrétta lausn, fjarlægjast.
_________Líklegar virðist að enn einu sinni verði boltanum sparkað áfram!
Þ.e. eins og sl. sumar, þá verði -lánað fé- til Grikklands!
Án þess að AGS taki þátt í það skiptið heldur.
En þó án þess að AGS láti verða af því að formlega afskrifa gríska prógrammið.
En enn gildir ákvörðun AGS -- að ekki verði meir fé lánað til Grikklands, fyrr en skilyrðum AGS er mætt!
- Innanlandspólitík í Þýskalandi -- virðist gera rökrétta útkomu ómögulega!
Niðurstaða
Skuldavandi Grikklands hefur fallið í skuggann af flóttamannakrísunni. En skuldakreppan þar er jafn óleyst í ár og hún var síð-sumars á sl. ári. Þá var meira fé dælt í Grikklands - án þess að AGS tæki þátt í fjáraustrinum í það skiptið. Aðildarríki ESB samþykktu þann biðleik -- gegn tilteknum aðgerðum grískra stjórnvalda. Þar sem 3-ársjórðungs uppgjör sl. árs hefur ekki enn verið klárað, þá líklega komst sá niðurskurður á gríska lífeyriskerfinu ekki til framkvæmda. En innanlandspólitíkin gríska og grískur almenningur virðist búinn að klára vilja sinn til að gera meir. Samtímis og að afstaða mikilvægra kröfuhafa virðist einnig læst í frysti af innanlandspólitískum ástæðum. Flóttamannakrísan er síðan -- punkturinn yfir i-ið.
---Að Grikkland verði að misheppnuðu ríki, virðist mjög raunhæfur möguleiki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2016 | 00:44
Saudi Arabía hótar að auka olíuframleiðslu um 2-milljónir tunna á dag
Olíumálaráðherra Rússlands brást við þeim ummælum kollega síns frá Saudi Arabíu - með því að fullyrða að Rússlandi væri einnig mögulegt að bæta við sína framleiðslu:
"He said Russia was "in theory" able to raise production to 12 million or even 13 million bpd from current record levels of close to 11 million bpd."
Það virðist þó óljóst hvort að Saudar láta verða af hótun sinni, eða að hvaða marki Rússlandi er tæknilega mögulegt að bregðast við með líkum hætti.
Moscow sceptical of oil production freeze after Doha failure
In riposte to Riyadh, Russia says ready to ramp up oil output
Óljóst er hvað vakir fyrir stjórnvöldum í Riyadh!
En Saudar snöggventu um kúrs á fundi olíuframleiðsluríkja í Doha sl. sunnudag -- og höfnuðu óvænt því að frysta olíuframleiðslu sína; nema að Íran taki þátt!
Þetta bersýnilega kom í opna skjöldu!
We learnt about Saudi Arabias change of position half an hour before the start of the meeting, --- Sagði olíumálaráðherra Rússlands í viðtali.
- En Íranar hafa ítrekað áður hafnað slíku samstarfi við önnur olíuríki -- vegna þess að olíuframleiðsla Írana er enn í því sögulega lágmarki sem hún komst í, af völdum tjóns frá stríði Írana við Írak Saddams Hussains 1980-1989 og refsiaðgerða vesturvelda sem lauk einungis á upphafsmánuðum þessa árs.
- Íranar hafa ekki tekið í mál, að samþykkja frystingu, án þess að Íran fái að auka sína framleiðslu upp í það hvað hún var áður en Saddam Hussain réðst á Íran - og Íran síðan lenti í refsiaðgerðum Vesturvelda.
- Á sama tíma hafa Rússar og Saudar -- ætlast til þess að Íranar sætti sig við það að Rússland og Saudi Arabía - frysti við framleiðslu í sögulegu hámarki hjá þeim löndum.
Saudi Arabía hafði fyrr á þessu ári - sætt sig við að fá Íran ekki sem aðila samkomulags.
Ekki virðist vitað - hvað veldur þessum snöggu sinnaskiptum í Riyadh.
En yfirlýsingar olíumálaráðherra Rússa og Sauda, ættu rökrétt að stuðla að nýrri lækkun heims markaðsverð á olíu!
Í allra síðustu tíð, hefur olía á heimsmörkuðum sveiflast í rúmlega 40 dollurum fatið. Sem er umtalsverð hækkun miðað við lágmark þessa árs -- ca. 27 dollarar fatið.
Þetta hefur gerst þrátt fyrir að enn sé til staðar framleiðsla umfram eftirspurn!
Og að á sama tíma séu birgðir í sögulegu hámarki!
Margir virðast því vera að bíða með að setja olíu á markað - ef til vill í von um hagstæðari verð síðar!
Það auðvitað gæti verið að hafa -- tímabundin áhrif á verðlag.
- Enn fullyrða Íranar að það standi til að auka framleiðslu um 50% í ár.
- Ef Saudar og Rússar auka framleiðslu sína!
- Og Íran síðan gerir það einnig.
Þá ætti rökrétt verðlag á olíumörkuðum að lækka -- umtalsvert!
Spurning hvort að Riyadh hafi allt í einu ákveðið -- að lækka olíutekjur Írana!
Það auðvitað samtímis eykur hallarekstur ríkissjóðs Sauda!
Skv. fréttum hafa Saudar hafið erlendar lántökur: Saudi Arabia takes out $10bn in loans.
Hvort þær séu í einhverju samhengi við þetta, veit ég ekki.
Lægra olíuverð rökrétt séð einnig þrengir að fjárhag Rússlands!
Skv. fréttinni um lánveitinguna -- "...fiscal deficit is set to widen to 19 per cent of gross domestic product this year." -- stefnir í hressilegan hallarekstur á ríkisreikningi Saudi Arabíu, og umtalvert fé hefur horfið úr sjóðum Sauda nú þegar - "... has burnt through $150bn in financial reserves since late 2014..."
Vandi Rússa er svipuðu tagi -- skv. frétt fyrr á árinu stóð hallinn á ríkisreikningi Rússland í ca. 11% til samanburðar.
- Saudi Arabía getur hafa ákveðið að hefja þráðbeint "game of chicken" við stjórnvöld í Teheran.
Ég sé samt ekki að Íran vendi um kúrs!
Niðurstaða
Miðað við nýjustu vendingar á stefnu Saudi Arabíu og Rússlands, varðandi olíuframleiðslu. Og skyndi ákvörðun Saudi Arabíu - að hætta við fyrirhugað samkomulag Rússlands og OPEC landa annarra en Írans -- um frystingu á framleiðslu. Samtímis því að Íran segist enn stefna að því að auka sína framleiðslu í ár.
Bætum auk þess við að olíubirgðir eru í sögulegu hámarki. Og án þess að Saudar og Rússar eða Íran - auki sína framleiðslu, er enn til staðar framleiðsla umfram heims eftirspurn.
Þá ætti þróun olíuverð að venda aftur um kúrs - en það hefur verið í hækkunarferli í rúman mánuð.
Hversu mikið það getur lækkað kemur í ljós.
En ég efa að Íran blikki þó Saudar hefji "game of chicken" við Íran!
Það verður forvitnilegt að sjá hversu langt niður heimsmarkaðsverð á olíu fer!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2016 | 22:17
Spurning hvort næsta þing verður stutt - en ekki þó með þeim hætti sem Píratar segjast vilja
Ekkert er því til fyrirstöðu að þingmeirihluti haldi áfram tilraunum til stjórnarmyndunar samt sem áður -- felli síðar utanþingsstjórn með vantrausti.
- En ímyndum okkur að utanþingsstjórn sitji í 3-mánuði, að þeim tíma liðnum bóli enn ekkert á því að tilraunir þingmeirihluta til stjórnarmyndunar gangi.
- Þá væri því ekkert til fyrirstöðu, að Ólafur Ragnar og utanþingsforsætisráðherra, ákveði að kjósa að nýju.
- Sérstaklega ef skoðanakannanir eru í einhverjum skilningi hagstæðar, sem þær sannarlega mundu geta verið ef heilir 5-6 mánuðir væru liðnir án þess að meirihluta þings væri fært að mynda stjórn!
- Bendi á að Ólafur Ragnar getur ekkert gert, ef stjórn er mynduð innan fáeinna vikna frá kosningum.
- Sama gildir einnig ef meirihluti getur myndað stjórn - fljótlega eftir að utanþingsstjórn tekur formlega við, og fellir utanþingsstjórn með vantrausti!
- Mál geta einungis spilast með ofangreindum hætti -- ef þingmeirihlutanum sannarlega reynist ókleyft að mynda stjórn!
-- Þá kannski eiga þeir það skilið, að verða sópað burt með nýjun kosningum innan 8-9 mánaða frá kjördegi!
- Þannig að þetta má skoðast sem svipa á nýkjörinn meirihluta að afloknum nk. kosningum -- að láta stjórnarmyndun virka!
- En forseti hefur aftur á móti raunverulega mikil völd - ef það reynist kjörnum meirihluta ómögulegt að mynda stjórn -- > En ofangreind sviðsmynd er ekki brot á þingræðisreglu "meðan að hugmynd Svans sannarlega var það."
Niðurstaða
Hugsanleg utanþingsstjórn á auðvitað eitt fordæmi frá tíð Sveins Björnssonar - í Seinni Styrrjöld. Þannig að Ólafur væri ekki að feta algerlega ótroðnar slóðir.
--Ef allt bregst hjá nýjum þingmeirihluta.
--Meirihlutinn getur ekki myndað ríkisstjórn, þrátt fyrir margra mánaða tilraunir.
Hægri flokkarnir gætu aftur fengið nýja fylgissveiflu - - þ.e. innan við ári frá nk. þingkosningum!
Eða að eitthvert nýtt stjórnmála-afl kemur fram, sem sópar borðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.4.2016 kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2016 | 22:17
Ólafur Ragnar Grímsson, virðist reikna með erfiðri stjórnarmyndun í kjölfar næstu þingkosninga!
En þetta mátti lesa út úr orðum þeim sem Ólafur Ragnar beitti sem rökum fyrir því, að það væri ástæða fyrir hann að - skipta um fyrri yfirlýstu skoðun, og ákveða að bjóða sig fram til forseta Íslands --> 6. kjörtímabilið í röð.
--Skv. því ef maður reiknar með kjöri hans þá mun hann sitja í 24 ár.
Langsamlega lengst forseta Íslands, líklega verður það met hans aldrei jafnað eða slegið.
Hér hefur verið afar óvenjulegt ástand
Mikilvægustu orðin sem hann sagði í viðtalinu - eru ef til vill þau "ekki haft eftir orðrétt":
- ...að ef kemur til þess að kjörinn þingmeirihluti geti ekki myndað nýja stjórn...
- ...þá sé það á ábyrgð forseta að tryggja að landinu verði stjórnað.
Eru líkur á því að líklegasta þingmeirihlutanum eftir kosningar muni mistakast stjórnarmyndun?
Ég hef sjálfur bent á það að engin leið sé að vita það fyrirfram - hvernig framtíðar þingflokkur Pírata verður samsettur.
En það séu möguleikar á því að þangað rati inn einstaklingar sem hafa lengi barist fyrir tilteknum málefnum sem þeir persónulega trúa á, en hingað til hafa ekki haft nægilegt persónulegt fylgi - til að koma þeim áleiðis; en sjá nú ef til vill tækifæri að koma þeim fram undir regnhlíf Pírata.
Það getur vel verið að fleiri en einn slíkur -örhópur- rati þangað inn, sem geta verið sammála um grunnhugmyndina að -beita þjóðaratkvæðagreiðslum- en nánast ósammála um alla aðra hluti.
- Vegna lítils skipulags Pírata.
- Vegna þess, hvernig það litla skipulag sem þeir þó hafa, virkar.
- En um stefnuna virðist einfaldlega kosið á tilteknum vef.
--hef ekki kynnt mér akkúrat hvernig menn öðlast atkvæðarétt þar.
En væntanlega felur það í sér að vera meðlimur - sennilega að hafa borgað félagsgjald.
- En þegar unnt er að kjósa um stefnuna af meirihluta félaga - hvenær sem er.
- Þá er auðvitað möguleiki að sú stefna geti breyst með litlum fyrirvara.
- Og auðvitað --> Þetta býður upp á þann möguleika, virðist mér, að aðilar smali fólki inn í flokkinn -- til þess einmitt að breyta einstökum atriðum um stefnu.
- Svo er auðvitað hitt atriðið --> Að þingmenn skv. lögum og stjórnarskrá, eru einungis bundnir sinni samvisku.
M.ö.o. að stefna flokksins bindur þá ekki skv. lögum eða stjórnarskrá. - Mig rámar í það að tilteknir 3-þingmenn Borgarahreyfingarinnar sálugu, hafi komið sér saman um stefnu er var í mikilvægum atriðum önnur en samþykkt stefna Borgarahreyfingarinnar -- skv. félagsfundum þar.
Við þetta spruttu upp hatrammar deilur milli 3-menninganna og fjölda félagsmeðlima.
Og varð á endanum af umtalsverð biturð.
**Þetta að sjálfsögðu -- getur gerst aftur.
--Sem væri kaldhæðið að vissu leiti í ljósi þess að Birgitta var stofnandi Pírata flokksins íslenska.
__________
Svo hef ég auðvitað ekki enn nefnt, að ef VG vinnur stórsigur í nk. kosningum þ.e. 20% eða jafnvel ívið meir en 20% -- þá auðvitað verður VG tregur til að samþykkja að kjörtímabilið verði einungis 9-mánuðir, og að málefnin verði fá!
En það rökrétt mun ekki virðast þingmönnum VG skynsamt að taka þá óþörfu áhættu, að kjósa rúmum 3-árum fyrr en þeir þurfa, og auðvitað þingmenn VG munu vera kjörnir út á mörg fleiri málefni en þau -- sem Píratar hafa nefnt sem þau örfáu mál sem nk. þing skuli taka fyrir.
- Ef VG nær 20% eða rúmlega 20% -- en Pírata um 30% eða jafnvel ívið minna en það.
- Þá auðvitað er samningsstaða VG -- allt annað en veik.
- Sérstaklega þegar það er haft í huga að afar ósennilegt sé að Píratar geti yfir höfuð myndað stjórn með nokkrum öðrum en flokkum úr núverandi stjórnarandstöðu.
- Þ.e. auðvitað sá möguleiki að fylgi Pírata skreppi frekar saman.
- Það getur auðvitað farið svo - að Samfylkingin þurfi að vera með.
Þá yrði stjórnarmyndun -- enn flóknari.
Punkturinn er sá, að það stefni í að -- Píratar geti líklega ekki knúið fram stutt kjörtímabil.
- Þá auðvitað þarf að semja um þau mál, sem annað af tvennu VG vill að verði tekin fyrir, eða ef þ.e. Samfó + VG.
- Og hafandi í huga, að það virðist ekki a.m.k. enn að Píratar hafi heilsteypta stefnu um þau mál -- þá gæti þeim reynst það mjög erfitt, að semja um þau málefni.
- Síðan gæti þinghópur þeirra eða hluti þinghóps þeirra -- reynst andvígur einstökum málum.
Þannig að ef Ólafur Ragnar telur að stjórnarmyndun geti reynst erfið eða jafnvel ómöguleg!
Og það sé hluti skýringar þess - af hverju honum hefur snúist hugur.
Er það vel mögulegt að hann hafi fullkomlega rétt fyrir sér!
Niðurstaða
Hafandi í huga orð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands - þá getur vel verið að baki þeirra orða, liggi hótunin um -- utanþingsstjórn.
Einungis í eitt skipti hefur slík stjórn verið mynduð, þ.e. af Sveini Björnss. á tíma Seinna Stríðs. Ég hef heyrt því haldið fram að Kristján Eldjárn - hafi haft slíka tilbúna í eitt skiptið, þegar stjórnarmyndun var sérlega erfið. En ekki reyndi á það fyrir rest.
En það getur vel verið að tilraunir til stjórnarmyndunar muni reynast mjög skrautlegar eftir nk. þingkosningar! Mun meir svo en reynst hefur verið alla tíð síðan á árum Kristjáns. En í forsetatíðs Kristjáns Eldjárns - kom það oft fyrir að stjórnarmyndun tók verulegan tíma og reyndist bæði flókin og erfið. Að auki sátu ríkisstjórnir í hans tíð gjarnan ekki út sitt kjörtímabil.
--Hann sat tímabil pólitísks óstöðugleika á Íslandi.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar