Enn ein grísk krísa framundan!

Peter Spiegel hjá Financial Times -- minnti okkur á að sl. sumar var vandi Grikklands engan veginn leystur, heldur fremur að boltanum hafi verið sparkað áfram!
Ef einhver man eftir ennþá, þá er Grikkland í dag orðið að einum megin fókus punkti flóttamannakrísunnar - og mikill þrýstingur á Grikkland að sjá um að fara yfir mál um 70þ. flóttamanna enn staddir innan Grikklands, svo unnt verði skv. samningnum við Tyrkland, að senda þá flesta þangað!

Eins og Peter Spiegel bendir á, þá er deila ESB - ekki síst Þýskalands - og AGS; engan veginn leyst.
Nýverið sagði fjármálaráðherra Þýskalands - - að þátttaka AGS væri nauðsynleg, samtímis ítrekaði hann fyrri afstöðu, að niðurfærsla skulda Grikklands komi ekki til greina.

  1. Það sérkennilega ástand er -- að ársfjórðungs uppkjör gríska prógrammsins sem átti að fara fram sl. haust.
  2. Hefur ekki enn verið klárað -- þannig að Grikkland mun aftur verða þurrausið af fjármagni í sumar.
  • En nema að enn eina ferðina verði ausið fé - líklega getur Grikkland ekki greitt af láni sem fellur á gjalddaga í júlí.

Enn einn fundurinn um málefni Grikklands skal fara fram á föstudag!

Greece’s debt crisis looks familiar, but consequences may be worse

 

Ekki veit ég af hverju AGS hefur ekki hætt þátttöku í þessum farsa!

En síðla sumars í fyrra, þá lísti AGS því yfir að stofnunin væri ekki til í frekari þátttöku í lánveitingum til Grikklands - nema að annað af tvennu mundu skuldir Grikklands umtalsvert lækkaðar eða að það tímabil sem Grikkland þarf ekki að greiða af lánum væri lengt í 20 ár.

Formleg ákvörðun um þetta átti síðan að fara fram um þetta í höfuðstöðvum AGS sl. haust.
En ekkert virðist hafa orðið af því.

Það sama virðist gilda um 3-ársfjórðungs endurskoðun sl. haust, sem átti þá að fara fram -- en enn hefur ekki orðið af, 2-ársfjórðungum síðar.
--Grikkland er í sérkennilegu frosti.

Að því er virðist vegna þess, að þeir sem standa að baki gríska prógramminu.
Eru sjálfir lentir í -- ákvarðana sjálfheldu.

  1. AGS heldur sig enn við sína afstöðu.
  2. Og miðað við nýlega yfirlýsingu fjármálaráðherra Þýskalands, hefur afstaða ríkisstjórnar Þýskalands ekki neitt breyst: Schäuble rules out debt relief for Greece.

Sjálfsagt hafa deilur um flóttamannavanda -- haft einhver umtalsverð áhrif.
En á sama tíma, þá hlýtur sú staða að Grikkland er miðja flóttamannakrísunnar -- að sýna enn skýrar fram á hve absúrd sú afstaða er, að Grikkland eigi að endurgreiða!

  • Þrýst er á Grikkland að verja meira fé til flóttamanna-aðstoðar.
    Og Grikkland þarf að tryggja nægt fé til þess að skrá flóttamenn og skoða mál hvers og eins þeirra -- svo samningurinn við Tyrki gangi upp.
  • Hvernig það á að ganga upp <--> Samtímis og afstaða þýskra stjv. gagnvart skuldamálum Grikklands, er enn sú sama og áður!
  • Er mér virkilega hulin ráðgáta!

En afstaða þýskra stjórnvalda er sífellt meir absúrd!
Það sérkennilega er -- að flóttamannakrísan hefur þvert á móti, elft andstöðu innan Þýskalands við það að afskrifa skuldir Grikklands.
Vegna þess að hún hefur eflt fylgi við þá hægri sinnuðu hópa innan Þýskalands, sem hafa alltaf stutt harðneskjulega afstöðu gagnvart Grikklandi.

  1. Þannig að þvert á móti því að ætla mætti að menn væru að reyna að nálgast.
  2. Þá virðist vilji til þess að koma fram með rökrétta lausn, fjarlægjast.

_________Líklegar virðist að enn einu sinni verði boltanum sparkað áfram!
Þ.e. eins og sl. sumar, þá verði -lánað fé- til Grikklands!
Án þess að AGS taki þátt í það skiptið heldur.
En þó án þess að AGS láti verða af því að formlega afskrifa gríska prógrammið.

En enn gildir ákvörðun AGS -- að ekki verði meir fé lánað til Grikklands, fyrr en skilyrðum AGS er mætt!

  • Innanlandspólitík í Þýskalandi -- virðist gera rökrétta útkomu ómögulega!

 

Niðurstaða

Skuldavandi Grikklands hefur fallið í skuggann af flóttamannakrísunni. En skuldakreppan þar er jafn óleyst í ár og hún var síð-sumars á sl. ári. Þá var meira fé dælt í Grikklands - án þess að AGS tæki þátt í fjáraustrinum í það skiptið. Aðildarríki ESB samþykktu þann biðleik -- gegn tilteknum aðgerðum grískra stjórnvalda. Þar sem 3-ársjórðungs uppgjör sl. árs hefur ekki enn verið klárað, þá líklega komst sá niðurskurður á gríska lífeyriskerfinu ekki til framkvæmda. En innanlandspólitíkin gríska og grískur almenningur virðist búinn að klára vilja sinn til að gera meir. Samtímis og að afstaða mikilvægra kröfuhafa virðist einnig læst í frysti af innanlandspólitískum ástæðum. Flóttamannakrísan er síðan -- punkturinn yfir i-ið.
---Að Grikkland verði að misheppnuðu ríki, virðist mjög raunhæfur möguleiki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband