Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015
Fundur fjármálaráðherra Grikklands með fjármálaráðherrum aðildarríkja ESB - skv. fréttum, leystist upp í harkalegar deilur og gagnkvæmar ásakanir:
Greece bailout talks collapse in acrimony
Meeting Over Greek Debt Ends in Acrimony
Vandamál ríkisstjórnar Grikklands - er sú algera samstaða ríkisstjórna "allra annarra aðildarríkja ESB" um að hafna megin kröfu grísku ríkisstjórnarinnar.
Fjármálaráðherrar hinna aðildarríkjanna - allir með tölu, settu þ.s. skilyrði, áður en frekar væri rætt um skuldamál Grikklands - - að svokallað björgunarprógramm væri endurnýjað.
En það felur þá í sér, enn frekari "neyðarlán" nú þegar skuldastaða landsins mælist ca. 177%, og því má sennilega treysta að þá endurtaki sig -kröfur um frekari niðurskurð, að sjálfsögðu yrði þá ríkisstjórn undir forsæti Syriza flokksins, að endurvekja þá sölu eigna gríska ríkisins sem til stóð, hætta við aðgerðir þ.s. laun ríkisstarfsmanna voru hækkuð aftur eftir að hafa verið lækkuð, einnig lágmarkslaun, sem og reknir ríkisstarfsmenn - endurráðnir.
- Þetta væri alger -niðurlæging- fyrir Syriza flokkinn.
- Grískir kjósendur, hefðu sennilega - gengið inn í stjórnarráðið í Grikklandi, um leið og sú niðurlæging hefði spurst út.
- og fjármálaráðherrar ESB, voru einungis að tala um - afskaplega litlar breytingar á lánapakkanum, einhverja lengingu - en engar tilslakanir að öðru leiti.
Gjáin milli krafna grískra kjósenda - og kosningaloforða Syrisa.
Og þess sem aðildarríkin hafi verið tilbúin að ræða - hafi verið of víð.
Áhugavert er að í síðustu viku - veitti Seðlabanki Evrópu, seðlabanka Grikklands - úttektarheimild upp á all 65ma. - - til neyðarfjármögnunar grískra banka.
Svokallað E.L.A - "emergency liquidity assistance."
Ég reikna með því, að "ECB" hafi viljað gefa grísku ríkisstjórninni - tíma til þess að semja við aðildarríkin.
En kannski reiknaði stjórn "ECB" með meiri sáttahug milli aðila - - en eins og mál líta nú út, er gjáin afskaplega víð - heldur betur.
Grikkland gekk af fundi með - úrslitakosti yfir höfði sér
"The eurozone gave Athens until Wednesday night to reverse course." - Jeroen Dijsselbloem...said...: We can use this week, but thats about it, - There was a very strong opionion across the eurogroup that the next step has to come from the Greek authorities,
- "...the bailout is set to expire on February 28."
"The urgency of Greeces financial situation was underscored on Monday by a report from JPMorgan Chase indicating the Greek banks are losing deposits at the rate of 2 billion euros a week. If that pace continues for the next 14 weeks, the banks will not have enough reserves on hand to issue new loans, according to the report."
Ég reikna með því ef tíminn sem Dijsselbloem gaf er látinn renna út, af grískum yfirvöldum - - þá verði veruleg aukning í þessum peningaflótta per viku.
Þá eru þessir 65ma. sem "ECB" hefur veitt í "ELA" heimildir, eina lánsféð sem grísk stjórnvöld - geta hugsanlega nálgast.
En þó tæknilega sé það fjármagn - - einungis til þess að lána grísku bönkunum "lausafé" þá ætti gríska ríkið að geta látið bankana "kaupa ríkisbréf" og seðlabankinn ætti þá að geta látið bankana fá - lausafé til að kaupa þau.
- Þetta getur gefið gríska ríkinu nokkurn tíma.
- Svo fremi, sem höftum sé komið á.
- En annars gætu 65 ma. hæglega streymt út á nokkrum vikum, og þá þessi heimild verið tæmd.
- Gríska ríkið hefur enga tryggingu fyrir því að "ECB" muni stækka þá heimild.
Hugsanlega getur gríska ríkið þannig haldið sér á floti - - út þetta ár.
Svo fremi að -smygl á peningum úr Grikklandi- sé ekki það rosalegt, að lausafjársjóðir tæmist þrátt fyrir höft.
En spilling er landlæg í Grikklandi - ég get vel séð fyrir mér, tollverði líta í hina áttina, gegn smávegis þóknun.
Það sé því alls óvíst - - að þessi aðferð mundi nýtast Grikklandi nema í nokkra mánuði.
Síðan auðvitað getur Grikkland farið út úr evrunni sem fyrst.
- En í annan stað, hefur Syriza -lofað að halda Grikkjum innan evrunnar.
- Og á hinn bóginn, lofað að gera allt sem flokkurinn getur til að semja um skuldir Grikklands - - svo mig grunar að tíminn yrði notaður í það.
Svo fremi auðvitað - að aðildarríkin halda sér ekki einfaldlega við sína afstöðu.
Og þrjóskan taki við.
Niðurstaða
Mér skilst að það þurfi 2/3 meirihluta í stjórn Seðlabanka Evrópu, til þess að -afnema heimild gríska Seðlabankans til "ELA".- Sú útkoma er ekki endilega algerlega útilokuð, hafandi í huga að Grikkland - virðist hafa mætt einróma samstöðu ráðherra aðildarríkjanna á fundinum á mánudag.
Þannig að gríska ríkið getur ekki endilega algerlega treyst á að halda þessum ofan-nefndu 65 milljörðum.
En ef hún hefur það fé - áfram. Þá virðist vera til staðar möguleg leið fyrir gríska ríkið, til þess að hugsanlega forða greiðsluþroti - - út þetta ár.
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir - - áframhaldandi deilur milli Grikklands og aðildarríkjanna næstu mánuði.
En eins og ég benti á að ofan, þá tel ég að Grikkland verði að setja höft upp án tafar, ef gríska ríkið lætur úrslitakosti formanns fjármálaráðherra aðildarríkjanna - - renna út.
Annars gætu þessir 65 milljarðar streymt úr landi, jafnvel einungis á fáeinum vikum. Ekki má gleyma því, að þar með - - skuldar gríska ríkið "seðlabankakerfi evrusvæðis." Það fé lendir á aðildarríkjunum væntanlega einnig - - ef gríska ríkið neytar að borga.
- Það gæti aukið líkur verulega á því, að seðlabanki Grikklands missi "ELA."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2015 | 14:23
Sá her sem Rússar halda uppi í A-Úkraínu, ætlar ekki að virða vopnahléið
Skv. fyrstu fréttum sunnudags hefur dregið mikið úr bardögum - en þeir hafa ekki hætt. Bardagar virðast halda enn áfram af fullum krafti við bæinn Debaltseve.
Það kemur heim við yfirlýsingu skipaðs leiðtoga svokallaðs "Donetsk Peoples Republic" þ.e. Aleksandr Zakharchenko.
Hann heldur fram því "kjaftæði" að vegna þess að vopnahlés-samkomulagið nefni ekki bæinn "Debaltseve" sérstaklega - - þá sé það svæði "undanskilið."
Ukraine Cease-Fire Goes Into Effect, but Rebel Leader in Key Town Repudiates Accord
" Credit Petr David Josek/Associated Press" - - gömul fallbyssa dregin af trukk, hermenn á pallinum, hafið það til samanburðar við búnað Rússa: 2S19 Msta.
En þetta er "almennt" vopnahlés-samkomulag, í þeim er ekki venja, að taka fram hvern einasta bardagavöll eða þorp eða fjall eða hæð - sem barist er um, og lýsa yfir því að vopnahléið gildi þar. Síðan gildi það ekki á svæðum sem ekki séu þannig nefnd sérstaklega.
- Þannig virka ekki slík vopnahlé.
- Þau gilda alls staðar á svæðum sem barist hefur verið um.
- Eða þau eru rofin og það er ekkert vopnahlé!
Þetta er í raun og veru -afar einfalt- þáð að bardögum er vísvitandi haldið áfram við Debaltseve, þíðir að vopnahléið - var ekki virt. Eins og ég benti á sem yfirgnæfandi líklegt í minni síðustu færslu.
"...the separatist leader said it did not apply to Debaltseve, where thousands of Ukrainian troops have been under siege and might be surrounded." - "The rebel leader, Aleksandr Zakharchenko, said the town, a critical railway hub, had not been mentioned specifically in the cease-fire agreement."
Þetta er fyrirbærið - - tilliástæða. Hann nefnir eitthvað kjaftæði, því hann -vill halda bardögum áfram. Því að stjórnendur þess hers sem berst við stjórnvöld í Úkraínu, telja að þeir séu í sterkari stöðu - og geti haldið áfram að hertaka svæði.
"Mr. Zakharchenko, the head of the self-declared Donetsk Peoples Republic, also said he had ordered his forces to halt combat all along the front line in eastern Ukraine, as required in the Minsk agreement, but not near Debaltseve." "He also indicated that rebel forces would not allow the approximately 8,000 Ukrainian troops who are there to leave." - "We will block all attempts to break out, he said. I have given the order."
Hann setir upp það sjónarspil - - að hann sé að virða vopnahléið, en heldur í reynd bardögum áfram - á þeim stað sem lögð er mest áhersla á að ná.
Síðan þegar Úkraínuher - óhjákvæmilega á einhverjum punkti - neyðist til að gera tilraun til þess að rjúfa umsátrið; en þ.e. best gert með því að her ráðist að umsátursliði að utan og liðið í umsátri samtímis geri tilraun til þess að brjótast út.
- Þá mun -strengjabrúða Pútíns- Zakharchenko lísa yfir að vopnahléið sé rofið af Úkraínuher, og hefja allsherjar atlögu að nýju.
- Þetta er algerlega fyrirsjáanlegt, vegna þess hve mikilvægur Debaltseve er, að auki Úkraínuher getur ekki einfaldlega -fórnað- 7-8.000 manna liði sem er í umsátri, án þess að gera góða tilraun til þess að ná þeim úr herkvínni.
- Þetta veit auðvitað strengjabrúðan -eða þetta eru fyrirmæli frá Moskvu- og síðan munu netmiðlar sem styðja Moskvuvaldið - og netverjar sem styðja Moskvuvaldið - sem og fjölmiðlar undir stjórn Moskvuvaldsins í Rússlandi - - > Básúna að það sé Úkraínuher að kenna að vopnahléið sé rofið.
- Þó það sé þegar rofið í dag - - með því að her sá sem Rússar halda uppi í A-Úkraínu, haldi bardögum áfram við Debaltseve.
Niðurstaða
Það virðist ætla að fara eins og ég sagði í gær, að vopnahléssamkomulagið væri ekki pappírsins virði. Þegar rofið á fyrstu klukkustundum, og flest bendi til þess að bardagar haldi áfram við bæinn Debaltseve - þrátt fyrir yfirlýsingu um vopnahlé. Það sé því einungis spurning um ef til vill - nokkra daga. Þar til allsherjar bardagar brjótast út að nýju. En Úkraínumenn, munu ekki geta horft á fjölmennt herlið vera slátrað í Debaltseve. Það vita vel stjórnendur hers þess sem berst við Úkraínumenn í A-Úkraínu. Þeir eru bersýnilega að setja upp það sjónarspil - að það verði Úkraínumenn sem að þeirra sögn, og að sögn rússneskra fjölmiðla sem og netmiðla sem styðja Rússa sem og netverja sem styðja Rússa; rjúfi vopnahléið. Þegar að það er þega rofið í dag, með því að her sá sem haldið er uppi í A-Úkraínu af rússneskum stjórnvöldum - - heldur atlögunni áfram við Debaltseve.
Þ.e. ljóst að Rússar ætla ekki að virða nein vopnahlé.
Þeir telja sig geta unnið í Úkraínu.
Evrópa verði að horfast í augu við það, að ef Úkaína er ekki studd, þá mun sá voða-atburður gerast, að Evrópuþjóð sé beigð í duftið af -rússnesku herliði- og hún neydd til þess að ganga þeim á hönd - - Pútín færi að nýju Úkraínu inn á sitt yfirráðasvæði.
Ef Pútín kemst upp með árás á eitt af fyrrum aðildarlöndum Sovétríkjanna, er eitthvað sem segir að hann geti ekki komist upp með atlögu að fleiri slíkum - - t.d. Eystrasaltlöndum?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.2.2015 | 13:58
Vopnahléssamkomulag í Úkraínu - virðist ekki pappírsins virði
Mér virðist fátt benda til þess að andstæðingar stjórnvalda í Úkraínu ætli að virða vopnahlés-samkomulagið frá sl. miðvikudag - - Minsk2. En eins og ég benti á, skv. texta þess - - þá eiga herirnir að draga sig til baka hver frá öðrum. Og ekki síst, andstæðingar hers úkraínu, að draga sig til baka til - - vopnahléslínu í samræmi við fyrra samkomulag um vopnahlé, Minsk 1.
"
"Minsk agreement on Ukraine crisis: text in full
- " for Ukrainian troops, from actual line of contact;
- for armed formations of particular districts of Donetsk and Luhansk Oblasts of Ukraine, from the contact line in accordance with the Minsk memorandum as of Sept. 19, 2014.
Auk þessa - - eiga stórskotasveitir að færa sig 50 km. í sundur, eldflaugasveitir 140 km. í sundur.
- Hvernig á það að standast að her andstæðinga ætli að virða samkomulagið.
- Þegar harðir bardagar standa yfir um bæinn - Debaltseve.
En bærinn er vel handan markaðrar vopnahléslínu skv. Minsk vopnahléssamkomulagi frá 19/11 sl. og sú lína er enn í gildi skv. hinu nýja samkomulagi Minsk2 - og her andstæðinga ber því að hörfa þangað til baka; það stenst því vart að sá her hafi í huga að virða þá vopnahléslínu - - ef sá her er nú með í gangi, allsherjar atlögu að Debaltseve - - bersýnilega stendur til að ná honum.
Margir halda því fram að - - þetta sé tilraun til þess að ná eins miklu landi og mögulegt er.
Áður en vopnahlé taki formlega gildi, en mér virðist -ef slíkt er í gangi- þá að her andstæðinga stjórnvalda Úkraínu, sé þá að -túlka samkomulagið eftir sínu höfði. Eða ætli að láta reyna á, að þeir komist upp með að - halda þeim svæðum sem þeir hafa tekið eftir að fyrra vopnahlé var rofið.
- Ef svo er, hafi þeir augljóst ekki í hyggju, að virða - - vopnahléslínuna sem enn er í gildi, og hið nýja samkomulag kveður á um.
- Þannig að ef skothríð er hætt kl. 12. á miðnætti, þá sé þegar búið að brjóta það í mikilvægum atriðum af hálfu hers andstæðinga.
- Ef það liggur fyrir, þá fer her stjórnvalda, vart að draga sínar sveitir til hlés.
Þá í besta falli - - stendur vopnahlé í skamman tíma.
Eða þ.s. ég er farinn að gruna - - það verði aldrei virt.
Þarna virðist bersýnilega - - skorta á getu utanaðkomandi aðila, til þess að framfylgja samkomulaginu.
Bandaríkin hafa dreift áhugaverðum myndum á vefinn!
U.S. Says Images Show Russian Armaments Near Embattled Ukraine Town
Ég sel það að sjálfsögðu ekki dýrar en ég keypti - en ég get samt vel trúað því að þessar myndir sýni raunverulega færanlega skotpalla og þeir séu sennilega í eigu rússneska hersins.
Þessi mynd er sögð sína stórskotaliðssveit rússneska hersins, skammt frá Debaltseve
Þessi mynd að sögn sýnir færanlegar loftvarnarsveitir
Og þessi mynd á að ná akkúrat andartakinu þegar eldflaugasveitir skjóta
Til samanburðar - svo fólk geti betur áttað sig á myndinni að ofan, þá set ég inn mynd af nýjasta tæki rússneska hersins - 2S19 Msta. Mynd tekin á hersýningu rússneska hersins.
Ekki skal ég fullyrða að það sé 100% öruggt að þetta séu sams konar tæki, og óljóst má sjá á efstu myndinni. En þ.e. a.m.k. hugsanlegt.
- Mér skilst að fall Debaltseve verði verulegt áfall fyrir Úkraínu, ekki einungis vegna þess að þar eru til varnar - kannski allt að 7000 liðsmenn Úkraínuhers.
- Sem þíðir að fleiri geta fallið þarna, en fram að þessu - í stríðinu í heild.
- Heldur vegna þess, að bærinn sé "mikilvæg samgöngumiðstöð" þá meina ég, að í gegnum hann "liggi margar járnbrautalínur" þannig að ef hann fellur - verði ákaflega erfiðara að flytja varning frá verksmiðjum á svæðinu til markaða.
- Það yrði því - beint efnahagsáfall fyrir Úkraínu.
Ég er í dag, algerlega viss um að her andstæðinga Úkraínu - sé stórum hluta í raun og veru, mannaður liðsmönnum rússneska hersins. Það sé því ekki ósennilegt að tækin á myndinni að ofan, séu virk á svæðinu við Debaltseve.
En það skýri fullkomlega - af hverju her andstæðinga, sé að "berjast betur" en her Úkraínu. Það er, virðist "betur vopnum búinn" auk þess "betur þjálfaður" og ekki síst "betur stjórnað" að sá sé sennilega stærstum hluta mannaður liðsmönnum hers Rússlands.
- Og því má ekki gleyma, að í júní - ágúst sl., þá var her Úkraínu í sókn gegn her uppreisnarmanna.
- Stjórnarherinn, var kominn að borgunum Luhansk og Donetsk, þegar skyndilega - víggstaðan gerbreytist. Og það á einungis nokkum klukkutímum.
- Uppreisnarmenn höfðu fram að þeim tíma, greinilega verið allt í senn - verr vopnum búnir, verr stjórnað, verr þjálfaðir - - allt í einu var her Úkraínu að berjast við her þ.s. allt var á hinn veginn, þ.e. betur búinn vopnum, betur þjálfaður og betur stjórnað.
- Ég kaupi það ekki að uppreisnarmenn, hafi haft í fórum sínum, fram á síðustu stundu og ekki notað fyrr en þá - - hersveitir svo miklu mun betri en þær sveitir er þeir höfðu fram að þeim tíma notað.
- Svo að hin eðlilega ályktun er - - að á þeirri stundu, hafi rússneski herinn tekið yfir. Og síðan þá, sé þetta ekki lengur uppreisn, heldur eins og Úkraínumenn segja - - innrás. Þó að liðssveitir a svæðinu "dressi sig upp eins og uppreisnarmenn." Með öðrum orðum "stealth invasion."
Uppreisnin hafi skilað sínu hlutverki - þegar hún gat ekki lengur varist her Úkraínu, hafi her Rússlands tekið við.
Mig grunar að Pútín vilji ná fram tveim markmiðum:
- Úkraína get ekki gengið inn í ESB.
- Úkraína geti ekki gengið inn í NATO.
- Það skýri kröfuna um að einstök héröð fái neitunarvald um mikilvæg atriði í utanríkismálum.
- En þegar stjórnvöld Rússlands hafi tekið uppreisnina yfir, þá þíði sú krafa í reynd að "afhenda Luhansk og Donetsk héröð beint undir stjórn Kremlverja og því að Pútín persónulega fái þetta neitunarvald."
Það væri - Finlandísering á Úkraínu.
Það sem þetta snúist sennilega um, að takmarka sjálfstæði Úkraínu.
Úkraínumenn séu að reyna að verja sinn, sjálfsákvörðunarrétt!
Sem Rússland vilji takmarka, eða nánar tiltekið - Pútín.
Hann sé tilbúinn að ganga það langt, sem við höfum orðið vitni að, að starta átökum sem þegar hafa orðið yfir 5000 manns að fjörtjóni, síðan valdið því að yfir milljón A-Úkraínumanna hafa flúið annaðhvort inn í landið þ.s. stjórnvöld ráða eða til Evrópulanda eins og Póllands eða Ungverjalands, og víðar.
Og flest bendi til þess, að þetta stríð sé áfram í - mögnun. Og að manntjón eigi eftir að verða sennilega miklu mun meira áður en yfir líkur.
Ljóst virðist þó, að Úkraína getur ekki unnið sigur í felu-stríði Rússlands gegn landinu, nema með aðstoð uanaðkomandi. Án aðstoðar NATO - - muni Rússland hafa sigur á einhverjum enda.
- Spurning hvort að Evrópa þori að skapa það fordæmi.
- Að Rússland geti ráðist á annað Evrópuland, og drepið fullt af fólki þar, stökkt mörgum á flótta, síðan knúið það land til uppgjafar, að lokum - - takmarkað þess sjálfstæði, leppríkjavætt. Með öðrum orðum, færa inn á sitt yfirráðasvæði.
- Ég tek eftir því, að þeir sem styðja Rússland í þessu - segja gjarnan Úkraínu á yfirráðasvæði Rússlands. Ég get ekki tekið slíku nema með þeim hætti, að þeir séu alfarið sáttir við það, að Rússland að stórum hluta afnemi sjálfstæði Úkraínu - þó það kosti blóðbað og mikinn fjölda flóttamanna.
Niðurstaða
Því miður fæ ég ekki betur séð en að líklega verði samkomulagið um vopnahlé ekki virt. Að í ljós komi fljótt, að það sé ekki pappírsins virði. En við fall Debaltseve - - geta fleiri fallið en hingað til hafa fallið í átökum fram að þessu.
Fall Debaltseve mun veikja verulega -talið er- Úkraínu efnahagslega, sem skýri þá miklu áherslu sem Úkraínuher leggi í að halda bænum.
Og sama skapi, þá miklu áherslu - hers andstæðinga Úkraínuhers, að taka þann bæ.
En með falli hans, verði þá klárlega efnahagshrun Úkraínu töluvert verra en hingað til var útlit fyrir. Evrópa og Bandaríkin, standa þá frammi fyrir þeim valkosti - - að verja tugum milljarða dollara til þess að halda Úkraínu á floti.
Eða láta landið verða gjaldþrota, sem líklega leiði til lokasigurs Rússlands á Úkraínu - að landið samþykki kröfur Rússa - - um "takmarkað sjálfforræði."
Að færast formlega yfir á yfirráðasvæði Rússlands - - Pútín mundi þá takast, það markmið að tryggja rússn. yfirráð yfir Úkraínu.
Spurning hvaða áhrif það hefur á framtíð mála í Evrópu, ef Rússland kemst upp með að beyja Evrópuland með slíkum hætti í duftið.
Ég efa að það verði síðasta skiptið sem slíkt gerist, ef Pútín fær að komast upp með þetta.
- En það mun kosta fjármagn - - þ.e. að halda stjórnvöldum á floti út þetta ár, og líklega það næsta.
- Senda þeim vopn, sem duga til að bæta bardagagetu úkraínska hersins.
Stundum kostar það fé - að verja frelsið.
Stundum kostar það - - mannfórnir að verja frelsið.
Ef enginn fæst til að verja frelsið - - þá sigra þeir sem eru því óvinveittir.
Rússland og net-bandamenn Rússlands, virðast treysta á það að veikur vilji Evrópu sé slíkur að Evrópa kjósi að líta framhjá - þó að milljónir flóttamanna skelli sennilega yfir. Þegar eru til staðar rúmlega milljón flóttamenn - fyrst og fremst frá A-Úkraínu.
Sem berlega eru á flótta frá hinum rússnesk stýrða her. En því lengra sem sá her sækir fram, því fleiri verða þeir flóttamenn - alveg örugglega.
Sá her mun sennilega sækja fram, þangað til að stjórnvöl í Kíef, gefast upp fyrir kröfum Pútíns. Ef Evrópa og N-Ameríka, veita ekki þá aðstoð sem þarf til þess að Úkraína geti varist þessari atlögu af hálfu Pútín.
- En höfum í huga að Rússland er fjárhagslega ákaflega veikt.
- Áætlað að 2016 geti verið lykilár fyrir Rússland, því það ár er hugsanlegt að Rússland verði greiðsluþrota. Sem ekki tekur tillit til stríðskostnaðar.
- Það þíðir, að verið getur að Evrópa og Bandaríkin, þurfi ekki að verja Úkraínu lengi gegn ásælni Rússlands Pútíns.
- Ef Úkaína fái hernaðar aðstoð, þá hafi Rússland ekki úthald nema í 2 eða hugsanlega 3 ár, áður en Rússland verði sjálft gjaldþrota og geta Rússlands til þess að halda þessu stríði uppi - - hrynur.
Þá hættir einnig Rússland að vera ógn við Evrópu. Líklega hrynur þá einnig núverandi rússneskt ríkisvald, og tímabil innri átaka í Rússlandi sjálfu tekur við.
Meðan Rússland velur að sýna nágrönnum sínum yfirgang, sé - veikt Rússland, rofið af innanlandsátökum - skárri útkoma fyrir Evrópu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég er að vísa til bæjarins - Debaltseve - sem í nýlegum átökum, hefur verið nær umkringdur af her andstæðinga úkraínskra stjórnvalda í Donetsk héraði.
Mér virðist þar með - staða Debaltseve svipa um margt til stöðu, Donetsk flugvallar - - meðan fyrra samkomulag frá september sl. var enn virkt.
"Members of the Ukrainian armed forces ride on an armoured personnel carrier (APC) near Debaltseve, eastern Ukraine, February 12, 2015."
En eftir að -vopnahlé- var samið skv. fyrra samkomulagi, þá var staðan sú, að stjórnarherinn hélt enn Donetsk flugvelli, meðan að uppreisnarmenn höfðu hann umkringdan á 3-vegu.
Allan liðlangan tímann, var barist við og við um Donetsk flugvöll, skothríðin það mikil á báða bóga - - að þegar uppreisnarmenn að lökum -nýverið- lögðu til allsherjar atlögu að vallarsvæðinu og tóku það - - var ekkert eftir nema rjúkandi rústir.
- Ég hef lesið texta samkomulagsins - þar stendur hvergi að Debaltseve sé gefin eftir.
- Þannig að Úkraínuher - alveg pottþétt gerir það ekki.
- Síðan segir eftirfarandi að herirnir eigi að draga sig baka -
"-for the Ukrainian troops: from the de facto line of contact;" - - "-for the armed formations from certain areas of the Donetsk and Luhansk regions of Ukraine: from the line of contact according to the Minsk Memorandum of Sept. 19th, 2014;"
- Ég sé engan "mekkanisma" til þess að knýja uppreisnarmenn, til þess að - - draga sig til baka að "fyrri vopnahléslínu." - Minsk agreement on Ukraine crisis: text in full
- Og tel því líklegt að þeir það geri ekki.
- Sem mundi leiða til þess -líklega- að her Úkraínu, mundi ekki heldur draga sig frá núverandi framlínu.
- Þá standa herirnir gráir fyrr járnum - augliti til auglitis, sem sennilega muni leiða fram sama ástand og í fyrra skiptið - - að þó stórfelldar orrustur liggi niðri, verði regluleg stórskotahríð á helstu átakastöðum. Dabaltseve virðist klár þungamiðja.
Svo er markvert að - samkomulagið tekur ekki gildi, fyrr en á miðnætti nk. sunnudag.
Sem er talið þíða, að her andstæðinga Úkraínustjórnar - - mun leggja mikla áherslu á að ná Debaltseve - þangað til samkomulagið á að taka gildi.
En fréttir hafa borist af liðssafnaði við bæinn, og því talið líklegt að harðir bardagar það verði a.m.k. eitthvað áfram.
Ef það gerist, að bardagar um bæinn - - standa linnulaust þar til samkomulagið skal taka gildi, þá verði það -sennilega- fullkomin staðfesting þess, að -her andstæðinganna- ætli ekki að draga sig til fyrri vopnahléslínu eins og samkomulagið virðist kveða um.
En erfitt er að koma auga á rök fyrir því að berjast um bæginn - - ef þú ætlar strax að bakka til baka að fyrri vopnahéslínu. Svo að áframhaldandi tilraunir hers andstæðinganna til að taka bæinn, sé þá líkleg staðfesting þess - að sá her ætli ekki að fara eftir því ákvæði samkomulagsins sem kveði á um að sá her dragi sig til baka að fyrri vopnahléslínu.
Þetta atriði - - kemur fljótt í ljós.
Á sama tíma og ljóst er - - að Úkraínuher, muni berjast af hörku við það að halda bænum.
- Ef bardagar um bæinn standa linnulaust þangað til samkomulag á að taka gildi.
- Þá verði sviðsmyndin örugglega sú - sem ég dróg upp að ofan.
Þá er þetta samkomulag - - í besta falli. Hlé á bardögum, þar til þeir hefjast að nýju af krafti.
Niðurstaða
Mér virðist afar ólíklegt að hið nýja Minsk samkomulag, haldi fremur en Minsk samkomulagið frá seppt. 2014. Þegar kemur að kröfum Pútíns - - sem heldur uppi her andstæðinga stjórnvalda í Úkraínu. Þá hefur hann krafist þess, að einstök héröð fái "neitunarvald" um mikilvæg atriði utanríkisstefnu landsins. Þessu skv. fréttum hafnaði Poroshenko alfarið, hafi hann þó verið beittur þrýstingi bæði Hollande og Merkel, að falla frá því atriði.
- En þetta er mikilvægt valda-afsal sem um er að ræða, er mundi í reynd afhenda það neitunarvald beint til Pútíns sjálfs.
Það er því afar skiljanlegt, af hverju Úkraínumenn hafna þeim hugmyndum.
En á sama tíma, sé ég ekki Pútín vera hættur að þrýsta á um þetta atriði. Ekki síst út af því, að - - Pútin hafi ekki enn náð fram því markmiði að "tryggja að Úkraína geti hvorki gengið í NATO né í ESB" þá muni hann sennilega - - styðja her andstæðinga Úkaínuhers, þó svo að til bardaga komi að nýju.
- Í augum Úkraínumanna, er þetta mál sem snýst um - - sjálforræði landsins.
- Pútín - - horfir á þetta frá, öryggi Rússlands.
Hann hafi skilgreint það með þeim hætti - að aðild að NATO og ESB fyrir Úkraínu, sé algerlega óásættanlegt fyrir rússnesk stjórnvöld.
Hans tilgangur með því, að halda í gangi uppreisn í A-héröðum Úkraínu, sé að lágmarki að knýja fram þetta atriði. Þess vegna muni hann, að algeru lágmarki - - halda áfram að styðja við þá uppreisn, meðan hann hafi ekki tryggt sér það -tangarhald á Úkraínu- sem geri honum mögulegt, að hindra alfarið þessa 2-möguleika.
Á meðan að Úkraínumenn - virðast hafa sveiflast í þá átt, að vilja sækjast eftir hvoru tveggja.
Stríðið haldi því sennilega áfram - - alveg sama hve mörg samkomulög verði undirrituð, þangað til að annað hvort -Rússland- eða -Úkraína- hefur betur.
Úkraína augljóst getur eingöngu haft betur - - ef hún fær öflugan stuðning. Það verði því áhugavert að fylgjast með því, hvort að sú stefna að vopna Úkraínuher - nær frekari fótfestu meðal NATO ríkja.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2015 | 22:48
Mér finnst alltaf jafn sérkennileg hin hægri sinnaða umræða innan Bandaríkjanna - sem heldur því fram að Bandaríkin séu stödd í nær óleysanlegum skuldavanda
Það sem margir virðast gleyma er hið gríðarlega forskot sem þeirra gjaldmiðill veitir þeim. Þá vísa ég til þeirrar staðreyndar að ca. 80% allra alþjóða viðskipta fara fram í USD.
En það gefur gjaldmiðlinum - dýpt sem enginn annar gjaldmiðill hefur. Ekki einu sinni evran.
Gríðarleg útbreiðsla dollars, stærð hans innan alþjóðakerfisins, veitir bandarískum stjórnvöldum svigrúm til - - fjármögnunar með seðlaprentun, umfram svigrúm annarra ríkja.
Þá meina ég, bandarísk stjórnvöld geta prentað í mun meira mæli, án þess að auka svo heildar magn dollara í umferð - að veruleg aukning verðbólgu af hljótist.
Það skýri án efa að stórum hluta, af hverju gríðarleg prentun "US Federal Reserve" sl. ár, hefur ekki framkallað umtalsverða mælda verðbólgu.
- Síðan þarf að hafa í huga, að sú verðbólga - dreifðist um allt "dollarakerfið."
- Það mátti sjá hana, í hækkun "hráefna" í dollurum á heimsmarkaði - meðan prentunaraðgerð stóð yfir.
- Þar er nefnilega að útbreiðsla Dollars um allan heim, leiðir til þess - að allur heimurinn deilir þeirri verðbólgu sem prentun "US FED" framkallar, með Bandaríkjamönnum.
- Nú þegar prentun hefur hætt að mestu - þá er ekki furðilegt að sú verðbólga í verðlagi á hrávöru á alþjóðamörkuðum sem sú prentun skóp - - sé að dragast til baka.
Það er engin önnur þjóð í þeirri aðstöðu - að geta flutt út eigin verðbólgu að stórum hluta.
Annað atriði tengt Dollarnum, sem veitir Bandaríkjunum forskot - einmitt vegna þess að helstu hrávörur heims eru seldar á alþjóðamarkaði í Dollar.
Þá geta Bandaríkin, keypt alla þá hrávöru sem þau vanhagar um, í ath. - eigin gjaldmiðli.
Þetta er ákaflega þægilegt, því það þíðir - að Bandaríkin þurfa ekki í strangasta skilningi að nota nokkurn annan gjaldmiðil en sinn eigin, í viðskiptum heima eða erlendis.
Svo má bæta því við, að vegna útbreiðslu Dollars, þá eru bandarísk ríkisbréf einnig ákaflega eftirsótt af fjármálastofnunum út um heim allan, því þau veita þægilegt mótvægi við það lausafé sem þau almennt þurfa að eiga í Dollar.
- Það kom ákaflega rækilega í ljós í fjármálakreppunni, að fjármálaheimurinn lítur á bandarísk ríkisbréf sem - -akkeri.
- En í hvert skipti sem óróleiki fór vaxandi, þá þíddi það alltaf - að fé leitaði í bandar. ríkisbréf.
Það mundi fjármálaheimurinn ekki gera, af hann teldi stöðu bandaríska ríksins ekki fullkomlega örugga!
Fyrir bragðið, þá þarf alríkið ekki að skuldasetja sig í öðrum gjaldmiðlum.
Ég get ekki ímyndað mér þá raunhæfu sviðsmynd að bandaríska alríkið komist í alvarlegar skuldakröggur!
Af umræðunni í Bandaríkjunum - virðast menn í dökkum framtíðarspám einkum vera að horfa til "MedicAid" og "MedicCare" - sem sannarlega eru ekki full fjármögnuð til framtíðar.
En ég sé í reynd ekkert raunverulega alvarlegt vandamál - allar hinar dökku spár, miða út frá framreikningi.
Þá eru menn að ímynda sér framtíðar skuldastöðu Alríkisins, út frá þeirri hugmynd - að engar breytingar séu gerðar á kerfinu til þess að draga úr kostnaði, og samtímis gjarnan miðað út frá - framtíðar spám um hagvöxt, sem ég tel óraunhæft svartsýnar.
Til þess að gerbreyta þeim sviðsmyndum, þarf ekki meir en - - heldur betri hagvöxt en slíkar spár gera ráð fyrir.
Og kerfishagræðing að koma til sem er vel framkvæmanleg.
- Megin hættan, ef einhver er, sé póltísk.
- Að flokkarnir á þingi, geti ekki náð samkomulagi um -millilendingu.
- En gríðarleg útbreiðsla dollarsins í alþjóðakerfinu.
- Ásamt því að Bandaríkin geta keypt allt sem þau vanhagar um í eigin gjaldmiðli.
- Og að auki, þeirra skuldir eru þær mest eftisóttustu í fjármálaheiminum.
Ætti að þíða að alríkið geti alltaf - hvað sem gerist - reddað sér fyrir horn með því að auka við útgáfu ríkisbréfa.
Þó -tæknilega geti þingið neitað að lyfta svokölluðu skuldaþaki- þannig lokað slíkri smugu.
Þá væri það vægt sagt furðulegt - að þvinga fram ríkisþrot, þegar engin efmahagsleg ástæða er fyrir því.
Þegar ekkert bendi til þess, að markaðurinn sé ekki til í að - þyggja öll þau ríkisbréf sem útgefin eru.
- Fyrir utan, að alríkið getur ávalt, látið "US Federal Reserve" prenta fé, til að kaupa bréf af markaðinum - - ef menn telja ástæðu til.
- Bréfin eru þá keypt á markaðsvirði, því verði sem markaðurinn krefst, en síðan þegar þau eru komin í eigu Seðlabankans - - þá á þar með ríkið í reynd þær eigin skuldir.
- Ég kem ekki auga á nokkra neikvæða hlið á því - - að "US FED" afskrifi pent síðan slík bréf, þar með einnig þá prentun sem fór í að kaupa þau, og afnemi að auki þær skuldir alríkisins.
Bandaríski dollarinn er í raun og veru, ankeri heims hagkerfisins. Það sást vel á hegðan alþjóðafjármálamarkaðarins í heimskreppunni sem nýverið gekk yfir.
Og bandarísk ríkisbréf, virðast í dag sú eign, sem aðilar leita skjóls í ef eitthvað á bjátar - - frekar en að kaupa gull t.d.
Hafandi það í huga, virðist afskaplega fjarri því - að dollarinn sé rúinn trausti eða að nálgast slíka stöðu.
En það traust - - stendur auðvitað í beinum tengslum við traust heimsins á bandaríska hagkerfinu, sýnir eiginlega að heimurinn trúir enn á styrk Bandaríkjanna.
Þó svo að virðist a.m.k. sumir Bandaríkjamenn séu full bölsýnir.
Niðurstaða
Mín skoðun er sú að staða Bandaríkjanna sé að mörgu leiti afskaplega öfundsverð. Fyrir utan þau margvíslegu þægindi sem Bandaríkin hafa af stöðu dollarsins. Þá má einnig við bæta - að bandaríska hagkerfið virðist enn þrátt fyrir allt vera megin ankeri heims hagkerfisins. Þó svo að hagvöxtur í Bandaríkjunum sé ekki lengur sambærilegur við tímabilið milli 1950-1980. Þá virðist samt sem áður hagvaxtargeta mun betri en flestra stórra þróaðra hagkerfa.
Mér virðist að "fracking" æðið sem hófst rétt eftir 2000, sé að mjög verulega að endurreisa þá hagvaxtargetu sem Bandaríkin - virtust mörgum hafa tapað þegar kreppan hófst 2007. Ég er á því, hafandi í huga að á nk. áratug stefni í að hægi mjög verulega á hagvexti Kína. Meðan að ég tel líklegt að á nk. áratug muni Bandaríkin auðsýna verulega betri hagvöxt en áratugina tvo þar á undan. Að sú sýn margra á hraða hlutfallsega hnignun Bandaríkjanna - muni ekki rætast.
Á sama tíma muni hinn bætti hagvöxtur, skila þeirri útkomu að alríkið verði líklega á nk. áratug rekið með - afgangi. Ekki halla. Og því á ég von á að skuldastaðan muni þvert á móti verulega mikið lagast á 3. áratug þessarar aldar.
Á sama tíma, á ég fastlega von á - - að umtalið um "hnignun Bandaríkjanna" muni deyja út.
Það má vera að Kína nái samt heildar hagkerfis umfangi - - stærra en Bandaríkin.
En það muni ekki leiða til - - yfirtöku Kína á heims hagkerfinu, vil ég meina.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sjá frétt FT: US urges deal on Greek bailout.
"Jack Lew, US Treasury secretary" - I dont think that there should be casual talk about the kind of resolution that would end up leaving Greece in a place that is unstable or the EU in a place that is unstable,
Eins og kemur fram, í ummælum fjármálaráðherra Bandaríkjanna - þá telur hann það geta verið varasamt að skilja Grikkland eftir í aðstæðum sem geta leitt til óstöðugleika.
En gæti meira verið að baki ótta Bandaríkjanna?
Lykilatriðið að baki mikilvægi Grikklands hefur alltaf verið "landfræðileg staðsetning Grikklands." En takið eftir því að Grikkland er við endann á sundunum sem skilja á milli -Eyjahafs- og -Svarta Hafs.-
- Um miðja 19. öld var mikil barátta Frakklands og Breta - að forða því að Rússland næði að koma sér upp flotastöðvum við Miðjarðarhaf.
En ljóst þótti að þeir stefndu að því markmiði - með mikilli hernaðaruppbyggingu á Krím-skaga. Áætlun að ná valdi yfir -sundunum- þar á meðal "Istanbúl" eða "Konstantínópel" - - en hún hefði þá fengið að nýju gamla nafnið.
Á endanum, hófu Bretar og Frakkar stríð gegn Rússum, gerðu innrás í Krím-skaga, svokallað Krímstríð kringum 1850.
- Í kjölfar Seinni Styrrjaldar, var mikil áhersla lögð á það af Bretum og Bandaríkjamönnum, að forða valdatöku kommúnista í Grikklandi.
En borgarastríð stóð yfir í Grikklandi stóran hluta af 6. áratugnum, hægri sinnuð stjórnvöld með stuðningi Breta og Bandaríkjamanna - - unnu á enda sigur.
En ljóst þykir að ef kommúnistar hefðu sigrað - - eru líkur á að "Sovétríkin" hefðu eignast flostastöðvar við Miðjarðarhaf. Búlgaría var þá í Varsjárbandalaginu.
Syrisa hefur hótað að óska eftir láni frá Rússlandi
Ímyndum okkur að það gerist - - að Rússland tryggi Grikklandi næga fjármögnun til þess að Grikkland forði sér frá ríkisþroti. Höfum í huga, að báðir núverandi stjórnarflokka, eru fremur vinsamlegir - - Rússlandi.
Ímyndum okkur í kjölfarið á þessu - - að Rússar bjóði Grikkjum að fjárfesta í Grikklandi, en t.d. hafa þeir samning við Sýrland um gasleit þar, og þeir hafa svipaðan samning við Kýpur. Þó ekki hafi neinar fréttir borist af framkvæmdum enn.
- Eitt sem gæti freystað Rússa, væri að færa flotastöð sína í Sýrlandi, til Grikklands - - þ.s. mun meira öryggi væri, t.d. ekkert borgarastríð.
- Það mundi að sjálfsögðu vera - fjárfesting.
- Ég bendi ykkur á, að Grikkland er grísk-kaþólskt eða öðru nafni tilheyrir svokallaðri réttrúnaðarkirkju.
- Það á einng við um Búlgaríu.
- Og að auki Serbíu.
Á 19. öld héldu Rússar á lofti svokölluðum "pan-slavisma" kenningu að "slavar ættu að vinna saman" - auðvitað undir handleiðslu Rússa og rússnesku kirkjunnar.
Þó að Grikkir séu ekki slavar, ekki heldur Búlgarar - - þá hafa þessi 3-lönd verið vinsamleg Rússlandi lengi nú - - vegna trúartengslanna.
- Það sé því sennilega frekar en hitt -pólitískur leikur af Pútín- að setja sig upp sem verndara trúarinnar.
En það að sjálfsögðu höfðar ekki bara til trúaðra Rússa - heldur eykur það stuðning við hann, meðal áhangenda réttrúnaðarkirkjunnar í öðrum löndum.
- En mér dettur í hug sá tæknilega mögulegi leikur Rússa í kjölfarið, að efla samvinnu, Serbíu - Búlgaríu og Grikklands, ásamt Rússlandi.
- En beinn aðgangur að Grikklandi, ætti að auðvelda Rússum aðgang að þessu svæði öllu, og geta mjög svo stuðlað að stórauknum áhrifum þeirra - - um Balkanskaga allan.
- Saman ættu þau mjög auðveldlega að drottna yfir smálöndunum á milli, þ.e. ALbaníu, Kosovo og Makedóníu.
- Reyndar ef maður hugsar út í það - - yrði staða Rúmeníu, afar veik.
Þannig að - Grikkland gæti verið lykill af stórfellt auknum áhrifum Rússlands á Balkanskaga og löndunum í kring.
- Bandaríkin eru örugglega nægilega séð - - til að skilja slík grunnatriði.
- En það má vera, að Evrópulönd séu ekki eins vel með á nótunum.
Niðurstaða
Spurning hvort að áhyggjur Bandaríkjanna að aðstæðum á Grikklandi, stafi af ótta þeirra við þann hugsanlega möguleika. Að Grikkland halli sér að Rússlandi?
Bandaríkin geta -ef út í þ.e. farið- sjálfir tekið að sér að fjármagna Grikkland.
En líklega kjósa þeir frekar, að Evrópa sjái um það atriði.
Ef ég er ekki að vaða villur í hugleiðingum mínum, má væntanlega reikna með því á næstunni - að Bandaríkin auki verulega þrýsting sinn á Evrópu - - að bjóða Grikkjum hagstæðara samkomulag um skuldir Grikklands.
Svo að Grikkland velji áfram að halda sér við bandalag sitt við Vesturlönd.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.2.2015 | 23:37
Það virðist í vaxandi mæli líklegt að Evrópusambandið - klofni í afstöðu sinni til Úkraínudeilunnar
En yfirlýsing utanríkisráðherra Póllands vekur athygli mína - en hann sagði beinlínis, að ef Bandaríkin ákveða að hefja vopnasendingar til Úkraínu. Muni Pólland einnig gera allt í sínu valdi, til þess að aðstoða Úkraínumenn - - þá geri ég ráð fyrir, með vopnum.
Poland ready to back a US move to arm Ukraine
The United States is such a close ally to Poland . . . It is difficult for me to imagine a situation that if there is a question that is important for European security, we would not be supporting the United States, - "Mr Siemoniak, who is also deputy prime minister of Poland, said in an interview." - We are not afraid of co-operation with Ukraine in the military area.
- "Britains defence minister Philip Hammond (has) said the UK was prepared to consider a broad range of future courses of action, should Washington change its course."
Obama sagði á sameiginlegum fréttamannafundi með Merkel - að hann hafi ekki enn formlega ákveðið að senda vopn til Úkraínu - - en það sé sannarlega í myndinni.
Obama, Keeps Military Aid Option Open
Augljós klofningur virðist vera að myndast!
Það áhugaverða er - að Pólland ásamt Eystrasaltlöndum, eru allra hörðust í stuðningi sínum við Úkraínu - - líklegt virðist að þegar á reyni, muni Bretland slást með í þann hóp.
Þetta verði hópur náinna bandamanna Bandaríkjanna - sem muni þá vinna náið með þeim í því að mæta aðgerðum Rússa í A-Úkrainu.
- Að vopna Úkraínu - virðist þó vera "rautt strik" fyrir Merkel, og ekki síður samstarfsflokk hennar, þýska sósíaldemókrata.
- Þ.e. sjálfsagt ekki ástæða til að efast um heiðarleika hennar afstöðu um það atriði.
Aftur á móti er ég viss um að hún hafi á röngu að standa, tek dæmi um "expert opinion":
In Bosnia we were told for a long time that we couldnt arm because it would just lead to a much bigger conflict. Well when military pressure was applied the solution came much more quickly. - Its a very finely balanced judgment, but if we dont give weapons to the Ukrainians what is Putins reason to come to the negotiating table? Giving the Ukraine defensive weapons is leverage against him, - - "Ian Kearns, director of the European Leadership Network and a former senior UK foreign policy adviser."
Ég get að auki - bent á átökin í Afganistan í loka kafla Kalda-Stríðsins. En þá spiluðu Vesturveldi með vel heppnuðum hætti þann leik - að vopna vopnaða andstöðu meðal ibúa Afganistan. Að lokum gáfust Sovétríkin upp á að halda uppi her þar.
- Eins og Ian Kearns segir - þá er "vopnun" form af þrýstingi.
- Þá verður her Úkraínu - betur fær um að verjast og berjast.
- Þó Rússland geti sannarlega, dælt enn meiri vopnum inn - þá væri ekkert til fyrirstöðu þá fyrir NATO - að bæta í á móti, og þannig viðhalda þrýstingnum.
- NATO getur þess fyrir utan, sent hátækni vopn - - til þess að neyða Rússa til þess að senda sín bestu vopn á móti. Og þannig keyra upp kostnað Rússa enn frekar.
- Rússland sé mun veikara í dag - en Sovétríkin voru á 9. áratugnum.
- Rússland hafi því mun lakari getu - til þess að spila slíkan leik, til lengdar. Þ.e. minna úthald.
Þannig að ég met þ.s. algerlega færa leið - - að neyða Rússa til tilslakana við samningaborðið. Að vopna Úkraínuher - - breyta stríðinu þannig í "pattstöðu." Úr því að vera stríð á hreyfingu - - sem að mínu mati sé mun hættulegri staða, en pattstaða.
Niðurstaða
Það eru vísbendingar þess efnis, að Rússum sé að takast - að beita áhrifum innan einstakra aðildarríkja ESB og NATO. En vísbendingar hafa sést undanfarið á yfirlýsingum t.d. forseta Frakklands og forsætisráðherra Ítalíu - - sem hafa talað fyrir því að "milda aðgerðir gagnvart Rússlandi." Frekar en að - "herða þær."
Fjölmiðla átak Rússa virðist vera að - - skila hreint lýgilega góðum árangri. Sem sést m.a. í gríðarlegri áherslu stjv. í Moskvu, að byggja upp stöðina "Russia Today" eða "RT." En mér virðist ljóst, að í Kreml - sé litið á RT sem eitt allra mikilvægasta tæki rússneskra stjórnvalda. Það á þá að skiljast svo, að Pútín sé að beita -RT- vísvitandi fyrir sinn eigin vagn, til þess að dreifa sem víðast þeim skilningi sem stjórnvöld í Rússlandi halda á lofti.
Ég upplifi ákveðna samsvörun við átökin í kringum svokallaðar "meðaldrægar eldflaugar" á 9. áratugnum - en þá ákváðu Vesturveldi að setja upp sitt eigið kerfi sem svar við eldflaugakerfi Sovétríkjanna - "Pershing" flaugar. En þegar deilur um "Pershing" flaugarnar stóðu yfir innan aðildarríkja NATO - þá var á sama tíma í gangi mikil rimma á götum borga víða um Evrópu, þ.s. "svokallaðar friðarhreyfingar" fóru mikinn. Síðar meir -eftir fall Sovétríkjann- fundust skjöl í skjalasafni KGB sem sönnuðu að Sovétríkin höfðu stutt þær hreyfingar með fé.
Í dag, hafa borist fréttir af því, að flokkar lengst til hægri í pólitíska litrófinu í Evrópu t.d. Front Nationale - séu að fá fjárstyrki frá Kreml. Flokkar -sem flesti hverjir- hafa líst yfir stuðningi við Pútín í deilunni við Vesturveldi um Úkraínu.
Ég bendi á að Pútín var foringi í KGB í A-Þýskalandi þegar rimman stóð yfir um "meðaldrægu eldflaugarnar" - hann ætti því að vera mjög nákunnugur þeim aðferðum sem KGB beitti á þeim árum - - til þess að "sá afstöðu Sovétríkjanna meðal almennings á Vesturlöndum."
Höfum einnig í huga - - að þegar Pútín komst til valda, þá tók hann marga með sér úr KGB - inn í valdastéttina sem nú rýkir yfir Kreml.
- Það ætti því ekki að vera neitt undarlegt, að aðferðirnar komi manni kunnuglega fyrir sjónir - - þær séu stærstum hluta þær sömu, fyrir utan að netið er að reynast þeim mun gagnlegra en þær leiðir til dreifingar á efni sem áður stóðu til boða.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2015 | 21:22
Friðarsöluráðstefna virðist fyrirhuguð í Minsk höfuðborg Hvíta Rússlands nk. miðvikudag
Ég nota orðið "friðarsölu" vegna þess, að eftir því sem ég fæ best séð af fréttum, þá hafa Merkel og Hollande samþykkt - - að draga nýja vopnahléslínu. Sú muni innibera þau landsvæði sem uppreisnarmenn hafa náð á undanförnum dögum. Og á fundinum -alveg eins og á ráðstefnu í Munchen 1937 land var gefið eftir fyrir "frið"- skal Poroshenko forseti Úkraínu - beittur sameiginlegum þrýstingi -Frakka, Þjóðverja og Rússa. Að fallast á að gefa þessi landsvæði eftir, auk þess að Úkraínumenn mundu gefa eftir bæinn Debaltseve sem nú er umkringdur her uppreisnarmanna - - en þúsundir hermanna Úkraínuhers eru þar til varnar.
European powers to push ahead with Ukraine peace talks
Auk þessa, ætlar Merkel að fljúga til Washington á mánudag, þ.s. hún ætlar að fá Obama til þess - - að hafna öllum tillögum um að "senda vopn til Úkraínu."
Merkel to meet Obama over Ukraine
- Það væri gaman að vita, hvað Pútín sagði við Merkel - - en þ.e. eins og hann hafi hrætt líftóruna úr henni, sbr. þá umræðu frá henni og samráðherrum, þess efnis - - að senda vopn til Úkraínu væri án tilgangs vegna gríðarlegra yfirburða Rússlands í vopnum.
- En það stenst eiginlega einungis, ef Pútín hótaði - - fullri innrás ef vopnasendingar fara fram.
- En þá stæði Evrópa frammi fyrir svipaðri spurningu og haustið 1939, innrásinni í Pólland.
Ég virkilega hef ekki trúa á öðru en því, að Pútín mundi svara vopnasendingum - - með vopnasendingum, og hugsanlega einhverju frekara smygli á hermönnum til uppreisnarmanna.
Það væri einmitt - - tilgangurinn. Að neyða Rússland til þess - - > Að verja vaxandi fjármagni til þess að styðja uppreisnarmenn. Gera stríðið kostnaðarsamara fyrir Rússland.
En höfum í huga, að Rússland er í "veikri fjárhagslegri stöðu" eftir að verðlag á olíu hrundi um helming síðan í júní sl. Og það varð samsvarandi hrun i útflutningstekjum Rússa af olíu.
- Þó tæknilega eigi Rússland gnægt vopna - - þá getur NATO send nýleg vopnakerfi.
- Þannig neytt Rússland, til þess einnig að senda sín bestu vopnakerfi til uppreisnarmanna.
- Og Rússland á fyrst og fremst "ofgnótt af gömlum vopnum."
- Nýleg vopnakerfi - - þíddu raunveruleg peningaútgjöld.
- Rússland hefði líklega ekki úthald í það að keppa við NATO með þeim hætti.
Með öðrum orðum - - NATO hafi fulla möguleika til þess að vinna sigur.
En stjórnmálamenn geta sannarlega ákveðið - - að láta Rússa vinna!
Ef Pútin gerði alvöru úr allsherjar innrás!
Þá væri það einnig - - svar. En þá væri komin krísa er væri ef eitthvað er - alvarlegri en Kúpudeilan.
En ef NATO mundi ekki bregðast við slíkum atburði, yrði NATO að algjöru atlægi. Þess yfirlýsing að vera - öryggiskerfi Evrópu. Stæði á berangri.
NATO hefði því eiginlega ekki annan valkost í slíkri stöðu, en þá - að einnig senda her inn í Úkraínu, til þess að mæta í stríðsátökum slíku rússnesku innrásarliði.
Það þíddi að sjálfsögðu - - formlegt stríð milli Rússlands og NATO.
Og ef það gerðist, á ég ekki von á því að hann beiti kjarnavopnum, meðan að átök eru utan landamæra Rússlands.
Ég sé alveg fyrir mér NATO komast upp með að sigrast á slíkri innrás, og hrekja hana til baka yfir landamærin til Rússlands. Innrás inn fyrir landamæri Rússlands, kæmi ekki til greina.
- En ég á þó ekki von á því að Pútín gangi þetta langt!
- Hann láti sér duga, keppni í vopnasendingum.
Niðurstaða
Ef NATO hefur vopnasendingar til Úkraínu - - þá tel ég að það stuðli að því að stríðið þróist yfir í "pattstöðu." Að mínu viti er það mun skárra, en það "hreyfanlega stríð" sem af gæti hlotist ef stjórnmálamenn Evrópu - - hindra vopnasendingar, af ástæðum skammsýni.
En stjórnmálamenn Evrópu í dag, virðast haldnir nákvæmlega sömu skammsýni og breski forsætisráðherrann Chamberlain og sá franski Le Blum 1937. Að kaupa frið fyrir land - - virkar ekki, því þá verðlaunar þú ofbeldismanninum fyrir ofbeldið.
Sá þakkar pent fyrir sig, og undirbýr síðan að taka stærri bita með hervaldi í næsta skipti. En það væri mjög sennileg afleiðing, að Pútín mundi tala fjálglega í nokkra daga um mikinn árangur af Minsk ráðstefnunni - - þ.s. menn mundu fallast í faðma broasandi á vör, fá myndir af sér teknar - - síðan nokkrum dögum eða vikum síðar, mundi herinn sem Pútín heldur uppi.
Hefja stríðið eina ferðina enn, og gera bæði Merkel og Hollande að atlægi. Og sennilega að auki, takast að láta Poroshenko líta veikan út eftir að hafa samþykkt - - að selja land fyrir svo skamman frið.
En Pútín gæti vel séð þ.s. tilgang í sjálfu sér - - að veikja Merkel og Hollande.
En það eru auðvitað þau sjálf, sem eru að láta teyma sig.
-----------------------------
- En ég er frekar viss, að ásakanir Úkraínumanna þess, að þeir séu að berjast við rússneska hermenn, séu sannar.
- Ég bendi á að sl. sumar þá fram til ca. júlí/ágúst voru uppreisnarmenn í "nauðvörn" og það virtist skammt að bíða - lokasigurs Úkraínuhers. Umsátur um borgiarnar Luhangsk og Donetsk var að hefjast.
- En svo skyndilega streymdi nýtt herlið yfir landamærin, og allt í einu var Úkraínuher í nauðvörn, og þurfti að hörfa undan. Síðan þá, hefur það herlið sem Úkraínuher berst við - - verið vel vopnum búið. Og að auki virst vera betur þjálfað.
- Langsamlega einfaldasta skýringin er sú, að rússn. herlið berjist nú undir merjum uppreisnarmanna - - en það skýrir fullkomlega þessi snöggu umskipti.
- Og hitt, að herlið andstæðinga Úkraínuhers, hafi getu nú til þess að sækja fram "þó það sé fámennara" og hafa betur í bardögum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.2.2015 | 22:51
Örvæntingarfull tilraun Merkel og Hollande, að ræða við Pútín í Moskvu, virðist ekki hafa haft erindi sem erfiði
Ef má marka fréttir, þá segir talsmaður Kremlverja að viðræður leiðtoganna 3-ja hafi verið gagnlegar. En skv. fréttum, þá er Pútín að fara fram á að - - > Ný vopnahléslína verði dregin upp, þannig að uppreisnarmenn haldi þeim svæðum sem þeir hafa tekið á undanförnum dögum.
Auk þess, að þeir mundu fá til sín bæ - Debaltseve - þ.s. þúsundir hermanna úkrínuhers eru nú umkringdir liðsafla uppreisnarmanna.
Ef marka má talsmann úkraínskra stjórnvalda, en Merkel og Hollande ræddu fyrst við Poroshenko, áður en þau flugu til Moskvu - - þá voru Merkel og Hollande einungis að ræða það að framfylgja samkomulaginu frá -Minsk- í september sl.
Skv. fréttum munu Pútín, Merkel og Hollande - - eiga símafund á sunnudag.
"German Chancellor Angela Merkel (R), French President Francois Hollande (C) and Russia's President Vladimir Putin arrive for a meeting on resolving the Ukraine crisis at the Kremlin in Moscow February 6, 2015."
Merkel, Hollande end Moscow talks without word of peace deal
Ukraine Insists Any Pact With Russia Must Adhere to Terms of September Accord
Það sem rekur eftir Merkel og Hollande, er að skv. fréttum munu bandarísk stjórnvöld ákveða í nk. viku - - hvort vopnasendingar verða hafnar til Úkraínuhers
Þá væri stríðið orðið að - - "proxy war."
Það eru lengi búnar að vera miklar líkur á þeirri þróun - - en þ.e. augljóst ekki í samræmi við hagsmuni NATO landa - - > Að frekari svæði innan Úkraínu, komist á vald Rússlands. En að "uppreisnarmenn" nái landsvæði, sé sennilega það sama og að það sé undir rússneskum yfirráðum.
- Hættan við þetta er augljóslega sú - - > Að sætta sig við það, að -annað land geti hernumið landsvæði sem tilheyrir öðru landi- og komist upp með það.
- Þetta gerðu menn auðvitað á öldum áður, og því má ekki gleyma, að síðast þegar lönd höguðu sé með þessum hætti í Evrópu, var það á 4-áratugnum. Það leiddi á enda til 2-Heimsstyrrjaldarinnar.
- En það eru vísbendingar þess, að Pútín sé með það markmið - - að leggja til atlögu við, sjálft skipulag Evrópu síðan eftir að Kalda-Stríðinu lauk. En hann hefur sagt það skipulag - - atlögu að hagsmunum Rússlands. Og ekki síst, hefur verið haft eftir honum, að lok Kalda-Stríðsins og hrun Sovétríkjanna, hafi verið eitt mesta áfall allrar sögu Rússlands.
- Þessi tegund af hugsun nefnist "Revanchism."
- Þegar leiðtogi stórveldis eða fyrrum stórveldis - - leitast við að endurreisa fyrri yfirráðastöðu yfir landsvæðum, sem ríki viðkomandi hafði áður glatað.
Í þessu samhengi, eru tillögur Pútíns - - bersýnilega ekki sérdeilis áhugaverðar, en flest bendir til þess að -uppreisnarmenn sjálfir hafi rofið Minsk-vopnahléið og hafið sókn gegn stjórnarher Kíev stjórnarinnar- þannig að ef ný vopnahléslína væri dregin, þá væri uppreisnarmönnum þar með, verðlaunað fyrir fyrra vopnahlésrof.
Þá væri því ekkert til fyrirstöðu, að þeir mundu síðan aftur síðar, rjúfa nýja vopnahléið - í von um að verða aftur verðlaunaðir með sama hætti.
Í reynd sýnist mörgum, að Pútín sé þarna -lævíslega að leitast við að tryggja hin nýju yfirráð- hyggist á frekari landvinninga líklega síðar.
--------------------
Eins og Biden hafi bent á - - hafi ekkert vopnahlé hingað til haldið.
Hann benti síðan á, að í nk. viku - - verði formleg ákvörðun tekin í Washington, um hugsanlegar vopnasendingar.
Ég hallast að því - - að líkurnar séu góðar á því, að þær hefjist í næstu viku.
Niðurstaða
Úkraínustríðið er líklega við það að þróast yfir í "Proxy-War" þ.s. bæði stórveldin, Bandaríking og Eússland, senda vopn til síns hvors hersins - - augljóst þíðir þetta að styrjöldin er við það -sennilega- að stigmagnast upp í mun stærri átök en áður.
Bendi á að í Debaltseve - geta nú farist fleiri, en hingað til í allri styrjöldinni fram að þessu. En það eru þúsundir úkraínskra hermanna umkringdir - - þeir gætu allir verið vegnir.
Það geti síðan orðið forsmekkurinn að því sem síðan við taki. Tölur yfir mannfall, verði í hundruðum per orrustu, og undir lok þessa árs gætu - tugir þúsunda verið fallnir.
Flóttamenn gætu verið orðnir 2-3 milljónir, hæglega.
- Þetta verði í reynd - bein styrrjöld milli NATO og Rússlands, háð af þeim sem fá vopn.
Að sjálfsögðu verða þá - - refsiaðgerðir hertar.
En þ.e. óvíst að - - það verði án klofnings innan ESB.
- Ég held samt, að það sé skárra - - að NATO styðji Úkraínumenn, því þá sé sennilegra að stríðið þróist yfir í - pattstöðu.
- Annars gætu uppreisnarmenn -studdir af rússn. vopnasendingum- sigrast á her Úkraínu, sem gæti dreift stríðinu víðar um Úkraínu.
- Ef stríðið helst í pattstöðu í Luhansk og Donetsk héröðum, þá a.m.k. er eyðilegging eingöngu á þeim svæðum, og mannfall.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.2.2015 | 00:33
Umhverfisverndarmenn geta fagnað lægra olíuverði - því olíufélög virðast vera að seinka olíuleit í N-Íshafi
Helstu olíufélög heims, virðast annað af tvennu - hafa frestað áformum um olíuleit eða hætt við slík áform. Enda er olíuleit í N-Íshafinu ákaflega erfið vegna umhverfisaðstæðna, og því -kostnaðarsöm. Svo bætist auðvitað við -slagur við umhverfisverndarsamtök- sem virðast staðráðin í að koma í veg fyrir að leitað verði olíu í N-Íshafi.
- Ég er þó 100% viss, að það sé ekki nokkur von til þess, að til lengri tíma litið, hafi þeir árangur sem erfiði.
- Í besta falli muni aðgerðir þeirra fresta olíuleit í N-Íshafi - - af hálfu landa þ.s. lýðræði tíðkast. Sem mundi þíða, að olíufélög í Kína eða Rússlandi. Mundu þá starfa í staðinn -algerlega ótrufluð af slíkum þrýstingi.
- Á endanum, mundu -Vestræn olíufélög- ná sínu fram, þegar ljóst verður að ekkert muni á endanum hindra leit fyrirtækja sem starfa innan lands, þ.s. engin von er til þess, að umhverfisverndarmenn geti beitt þrýstingi. Þá muni menn spyrja sig, hver væri tilgangur í því að hindra Vestræn fyrirtæki?
Takið eftir því hve -Rússland á stórt svæði- en Rússland, eftir að deilur við Vesturveldi hafa magnast - - virðist líklegt að leita samstarfs við kínv. olíufélög.
Þá auðvitað er ekki nokkur leið fyrir -umhverfisverndarsamtök- að hafa áhrif í gegnum þrýsting.
Oil companies put Arctic projects into deep freeze
Statoil Puts Arctic Exploration on Hold After Oil-Price Plunge
Shell determined to start Arctic oil drilling this summer
Shell - er eina stóra olíufélagið sem ætlar að halda ótrautt áfram, er með réttindi í lögsögu Bandaríkjanna.
Meira að segja "Rosneft" skv. Igor Sechin mun ekki bora neitt á þessu ári.
Í þá ákvörðun spila líklega einnig - refsiaðgerðir Vesturvelda.
Statoil - hefur gengið svo langt, að láta réttindi til könnunar-borana sem fyrirtækið átti við Grænland, lapsa - þ.e. falla dauð.
Og það hefur einnig ákveðið, að framkvæma engar tilraunaboranir langt í Norðri út frá ströndum Noregs - að sinni.
- Varðandi ábendingu umhverfisverndarmanna, um 2°C markmiðið, er ég þeirrar skoðunar - að ekki sé krækibers séns í helvíti, að það náist.
- Jafnvel þó að -Vestræn fyrirtæki- mundu ekki bora, þá mundi ekkert stoppa kínversk fyrirtæki eða Rússnesk, síðar meir.
- Og mig grunar, að eftir einhver ár, þá dúkki upp indverskur áhugi, enda stefni það risaland í að vera með meiri hagvöxt á þessum áratug en Kína. Það þíðir að sjálfsögðu, gríðarlega aukningu í eftirspurn eftir olíuvörum frá Indlandi.
Þess vegna hallast ég meir og meir að því, að mannkyn - - stefni í aðlögun að hitun Jarðar.
Ekki að því að - hindra hana!
Mynd af dönskum rannsóknarborpalli v. Grænland!
Niðurstaða
Miðað við áhrif lágs olíuverðs á áætlanir fyrirtækja um leit og hugsanlega vinnslu á olíu úr N-Íshafi. Þá reikna ég með því, að umhverfisverndarmenn leggist þetta árið á bæn - - og biðji um "lágt olíuverð áfram."
Þó það get virst -öfugsnúið :)
En um leið og olíuverð fer upp að nýju - mun ekkert koma í veg fyrir að áætlanir olífélaga er starfa innan lögsögu Rússlands - - verði að veruleika. Pútin er búinn mjög rækilega að tryggja, að umhverfisverndarmenn eiga enga möguleika til þess - að trufla slík áform.
Á því svæði yrði þá -free for all- ástand sem á enda, hlyti að grafa undan tilraunum til þess, að hindra að Vestræn félög leiti olíu á svæðum sem tilheyra Vesturlöndum.
Það eina sem geti tafið áform Rússa, og hugsanlegs bandalags þeirra við Kína um vinnslu - sé að olíuverð haldist lágt sem lengst.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar