Vopnahléssamkomulag í Úkraínu - virðist ekki pappírsins virði

Mér virðist fátt benda til þess að andstæðingar stjórnvalda í Úkraínu ætli að virða vopnahlés-samkomulagið frá sl. miðvikudag - - Minsk2. En eins og ég benti á, skv. texta þess - - þá eiga herirnir að draga sig til baka hver frá öðrum. Og ekki síst, andstæðingar hers úkraínu, að draga sig til baka til - - vopnahléslínu í samræmi við fyrra samkomulag um vopnahlé, Minsk 1.

"Russian-backed Ukrainian rebels fired a mortar northeast of Debaltseve on Wednesday, before a cease-fire pact was announced."

Combat Spikes in East Ukraine

Minsk agreement on Ukraine crisis: text in full

  1. "– for Ukrainian troops, from actual line of contact;
  2. – for armed formations of particular districts of Donetsk and Luhansk Oblasts of Ukraine, from the contact line in accordance with the Minsk memorandum as of Sept. 19, 2014.

Auk þessa - - eiga stórskotasveitir að færa sig 50 km. í sundur, eldflaugasveitir 140 km. í sundur.

  • Hvernig á það að standast að her andstæðinga ætli að virða samkomulagið.
  • Þegar harðir bardagar standa yfir um bæinn - Debaltseve.

En bærinn er vel handan markaðrar vopnahléslínu skv. Minsk vopnahléssamkomulagi frá 19/11 sl. og sú lína er enn í gildi skv. hinu nýja samkomulagi Minsk2 - og her andstæðinga ber því að hörfa þangað til baka; það stenst því vart að sá her hafi í huga að virða þá vopnahléslínu - - ef sá her er nú með í gangi, allsherjar atlögu að Debaltseve - - bersýnilega stendur til að ná honum.

Margir halda því fram að - - þetta sé tilraun til þess að ná eins miklu landi og mögulegt er.

Áður en vopnahlé taki formlega gildi, en mér virðist -ef slíkt er í gangi- þá að her andstæðinga stjórnvalda Úkraínu, sé þá að -túlka samkomulagið eftir sínu höfði. Eða ætli að láta reyna á, að þeir komist upp með að - halda þeim svæðum sem þeir hafa tekið eftir að fyrra vopnahlé var rofið.

  1. Ef svo er, hafi þeir augljóst ekki í hyggju, að virða - - vopnahléslínuna sem enn er í gildi, og hið nýja samkomulag kveður á um.
  2. Þannig að ef skothríð er hætt kl. 12. á miðnætti, þá sé þegar búið að brjóta það í mikilvægum atriðum af hálfu hers andstæðinga.
  3. Ef það liggur fyrir, þá fer her stjórnvalda, vart að draga sínar sveitir til hlés.

Þá í besta falli - - stendur vopnahlé í skamman tíma.

Eða þ.s. ég er farinn að gruna - - það verði aldrei virt.

Þarna virðist bersýnilega - - skorta á getu utanaðkomandi aðila, til þess að framfylgja samkomulaginu.

 

Bandaríkin hafa dreift áhugaverðum myndum á vefinn!

U.S. Says Images Show Russian Armaments Near Embattled Ukraine Town

Ég sel það að sjálfsögðu ekki dýrar en ég keypti - en ég get samt vel trúað því að þessar myndir sýni raunverulega færanlega skotpalla og þeir séu sennilega í eigu rússneska hersins.

 

Þessi mynd er sögð sína stórskotaliðssveit rússneska hersins, skammt frá Debaltseve

Embedded image permalink

Þessi mynd að sögn sýnir færanlegar loftvarnarsveitir

Embedded image permalink

Og þessi mynd á að ná akkúrat andartakinu þegar eldflaugasveitir skjóta

Embedded image permalink

Til samanburðar - svo fólk geti betur áttað sig á myndinni að ofan, þá set ég inn mynd af nýjasta tæki rússneska hersins - 2S19 Msta. Mynd tekin á hersýningu rússneska hersins.

http://military-vehicle-photos.com.s3.amazonaws.com/9239.jpg

Ekki skal ég fullyrða að það sé 100% öruggt að þetta séu sams konar tæki, og óljóst má sjá á efstu myndinni. En þ.e. a.m.k. hugsanlegt.

  • Mér skilst að fall Debaltseve verði verulegt áfall fyrir Úkraínu, ekki einungis vegna þess að þar eru til varnar - kannski allt að 7000 liðsmenn Úkraínuhers.
  • Sem þíðir að fleiri geta fallið þarna, en fram að þessu - í stríðinu í heild.
  • Heldur vegna þess, að bærinn sé "mikilvæg samgöngumiðstöð" þá meina ég, að í gegnum hann "liggi margar járnbrautalínur" þannig að ef hann fellur - verði ákaflega erfiðara að flytja varning frá verksmiðjum á svæðinu til markaða.
  • Það yrði því - beint efnahagsáfall fyrir Úkraínu.

Ég er í dag, algerlega viss um að her andstæðinga Úkraínu - sé stórum hluta í raun og veru, mannaður liðsmönnum rússneska hersins. Það sé því ekki ósennilegt að tækin á myndinni að ofan, séu virk á svæðinu við Debaltseve.

En það skýri fullkomlega - af hverju her andstæðinga, sé að "berjast betur" en her Úkraínu. Það er, virðist "betur vopnum búinn" auk þess "betur þjálfaður" og ekki síst "betur stjórnað" að sá sé sennilega stærstum hluta mannaður liðsmönnum hers Rússlands.

  1. Og því má ekki gleyma, að í júní - ágúst sl., þá var her Úkraínu í sókn gegn her uppreisnarmanna.
  2. Stjórnarherinn, var kominn að borgunum Luhansk og Donetsk, þegar skyndilega - víggstaðan gerbreytist. Og það á einungis nokkum klukkutímum.
  3. Uppreisnarmenn höfðu fram að þeim tíma, greinilega verið allt í senn - verr vopnum búnir, verr stjórnað, verr þjálfaðir - - allt í einu var her Úkraínu að berjast við her þ.s. allt var á hinn veginn, þ.e. betur búinn vopnum, betur þjálfaður og betur stjórnað.
  4. Ég kaupi það ekki að uppreisnarmenn, hafi haft í fórum sínum, fram á síðustu stundu og ekki notað fyrr en þá - - hersveitir svo miklu mun betri en þær sveitir er þeir höfðu fram að þeim tíma notað.
  5. Svo að hin eðlilega ályktun er - - að á þeirri stundu, hafi rússneski herinn tekið yfir. Og síðan þá, sé þetta ekki lengur uppreisn, heldur eins og Úkraínumenn segja - - innrás. Þó að liðssveitir a svæðinu "dressi sig upp eins og uppreisnarmenn." Með öðrum orðum "stealth invasion."

Uppreisnin hafi skilað sínu hlutverki - þegar hún gat ekki lengur varist her Úkraínu, hafi her Rússlands tekið við.

Mig grunar að Pútín vilji ná fram tveim markmiðum:

  1. Úkraína get ekki gengið inn í ESB.
  2. Úkraína geti ekki gengið inn í NATO.
  • Það skýri kröfuna um að einstök héröð fái neitunarvald um mikilvæg atriði í utanríkismálum.
  • En þegar stjórnvöld Rússlands hafi tekið uppreisnina yfir, þá þíði sú krafa í reynd að "afhenda Luhansk og Donetsk héröð beint undir stjórn Kremlverja og því að Pútín persónulega fái þetta neitunarvald."

Það væri - Finlandísering á Úkraínu.

Það sem þetta snúist sennilega um, að takmarka sjálfstæði Úkraínu.

Úkraínumenn séu að reyna að verja sinn, sjálfsákvörðunarrétt!

Sem Rússland vilji takmarka, eða nánar tiltekið - Pútín.

Hann sé tilbúinn að ganga það langt, sem við höfum orðið vitni að, að starta átökum sem þegar hafa orðið yfir 5000 manns að fjörtjóni, síðan valdið því að yfir milljón A-Úkraínumanna hafa flúið annaðhvort inn í landið þ.s. stjórnvöld ráða eða til Evrópulanda eins og Póllands eða Ungverjalands, og víðar.

Og flest bendi til þess, að þetta stríð sé áfram í - mögnun. Og að manntjón eigi eftir að verða sennilega miklu mun meira áður en yfir líkur.

Ljóst virðist þó, að Úkraína getur ekki unnið sigur í felu-stríði Rússlands gegn landinu, nema með aðstoð uanaðkomandi. Án aðstoðar NATO - - muni Rússland hafa sigur á einhverjum enda.

  1. Spurning hvort að Evrópa þori að skapa það fordæmi.
  2. Að Rússland geti ráðist á annað Evrópuland, og drepið fullt af fólki þar, stökkt mörgum á flótta, síðan knúið það land til uppgjafar, að lokum - - takmarkað þess sjálfstæði, leppríkjavætt. Með öðrum orðum, færa inn á sitt yfirráðasvæði.
  • Ég tek eftir því, að þeir sem styðja Rússland í þessu - segja gjarnan Úkraínu á yfirráðasvæði Rússlands. Ég get ekki tekið slíku nema með þeim hætti, að þeir séu alfarið sáttir við það, að Rússland að stórum hluta afnemi sjálfstæði Úkraínu - þó það kosti blóðbað og mikinn fjölda flóttamanna.

 

Niðurstaða

Því miður fæ ég ekki betur séð en að líklega verði samkomulagið um vopnahlé ekki virt. Að í ljós komi fljótt, að það sé ekki pappírsins virði. En við fall Debaltseve - - geta fleiri fallið en hingað til hafa fallið í átökum fram að þessu.

Fall Debaltseve mun veikja verulega -talið er- Úkraínu efnahagslega, sem skýri þá miklu áherslu sem Úkraínuher leggi í að halda bænum.

Og sama skapi, þá miklu áherslu - hers andstæðinga Úkraínuhers, að taka þann bæ.

En með falli hans, verði þá klárlega efnahagshrun Úkraínu töluvert verra en hingað til var útlit fyrir. Evrópa og Bandaríkin, standa þá frammi fyrir þeim valkosti - - að verja tugum milljarða dollara til þess að halda Úkraínu á floti.

Eða láta landið verða gjaldþrota, sem líklega leiði til lokasigurs Rússlands á Úkraínu - að landið samþykki kröfur Rússa - - um "takmarkað sjálfforræði."

Að færast formlega yfir á yfirráðasvæði Rússlands - - Pútín mundi þá takast, það markmið að tryggja rússn. yfirráð yfir Úkraínu.

Spurning hvaða áhrif það hefur á framtíð mála í Evrópu, ef Rússland kemst upp með að beyja Evrópuland með slíkum hætti í duftið.

Ég efa að það verði síðasta skiptið sem slíkt gerist, ef Pútín fær að komast upp með þetta.

  1. En það mun kosta fjármagn - - þ.e. að halda stjórnvöldum á floti út þetta ár, og líklega það næsta.
  2. Senda þeim vopn, sem duga til að bæta bardagagetu úkraínska hersins.

Stundum kostar það fé - að verja frelsið.

Stundum kostar það - - mannfórnir að verja frelsið.

Ef enginn fæst til að verja frelsið - - þá sigra þeir sem eru því óvinveittir.

Rússland og net-bandamenn Rússlands, virðast treysta á það að veikur vilji Evrópu sé slíkur að Evrópa kjósi að líta framhjá - þó að milljónir flóttamanna skelli sennilega yfir. Þegar eru til staðar rúmlega milljón flóttamenn - fyrst og fremst frá A-Úkraínu.

Sem berlega eru á flótta frá hinum rússnesk stýrða her. En því lengra sem sá her sækir fram, því fleiri verða þeir flóttamenn - alveg örugglega.

Sá her mun sennilega sækja fram, þangað til að stjórnvöl í Kíef, gefast upp fyrir kröfum Pútíns. Ef Evrópa og N-Ameríka, veita ekki þá aðstoð sem þarf til þess að Úkraína geti varist þessari atlögu af hálfu Pútín.

  • En höfum í huga að Rússland er fjárhagslega ákaflega veikt.
  • Áætlað að 2016 geti verið lykilár fyrir Rússland, því það ár er hugsanlegt að Rússland verði greiðsluþrota. Sem ekki tekur tillit til stríðskostnaðar.
  • Það þíðir, að verið getur að Evrópa og Bandaríkin, þurfi ekki að verja Úkraínu lengi gegn ásælni Rússlands Pútíns.
  • Ef Úkaína fái hernaðar aðstoð, þá hafi Rússland ekki úthald nema í 2 eða hugsanlega 3 ár, áður en Rússland verði sjálft gjaldþrota og geta Rússlands til þess að halda þessu stríði uppi - - hrynur.

Þá hættir einnig Rússland að vera ógn við Evrópu. Líklega hrynur þá einnig núverandi rússneskt ríkisvald, og tímabil innri átaka í Rússlandi sjálfu tekur við.

Meðan Rússland velur að sýna nágrönnum sínum yfirgang, sé - veikt Rússland, rofið af innanlandsátökum - skárri útkoma fyrir Evrópu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Smá leiðrétting

Efri tvær myndirnar eru af dregnum fallbyssum sem eiga ekkert skilt við myndina frá Rauða torginu.

Neðsta myndin er svo af Stalín orgelum.

Úkraina var full af svona vopnum strax frá stofnun,þessi apparöt skiftu hundruðum á svæðinu.

Nú stendur svolítið upp á þig að skýra fyrir okkur hvernig þú sérð að þessi tæki eru rússnesk, að öðru leiti en því að nánast öll tækin báðu megin víglínunnar eru rússnesk.

Borgþór Jónsson, 14.2.2015 kl. 16:54

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér sást yfir að það er á einum stað talað um sjálfkeyrandi fallbyssu.

Þegar Rauða hernum var skift kom í hlut Úkrainu 638 stk af sjálfkeyrandi fallbyssum af gerðinni 2S1 Gvozdika.

6500 skriðdrekar, mest T 60 og T72  þar voru einnig um 270 T84 sem voru framleiddir í A Úkrainu.Mest af þessu var í bágu ástanndi en örugglega hafa skriðdrekarnir skift hundruðum sem hægt var að nota.

7000 brynvarin farartæki. 

Að auki fylgdu 443 fallstykki ásmt ýmsum búnaði.

Að auki var allur útbúnaður fyrir tæplega 800.000 manna her.

Það hefur á engum tímapunkti verið skortur á vopnum í Úkrainu,hvorugu megin víglínunnar.

Það sem hrjáir stjórnarherinn er skortur á bardagavilja,þar vilja í raun engir berjast nema sjálfboðaliðar í nasistasveitunum þremur.

Til gamans má geta að í skoðanakönnun sem gerð var í sambandi við herútkall Kiev á 100.000 nýliðum að 27% manna á aldrinum 18-25 ára vildi ganga í herinn.

Við lokadagsetningu herútkallsins höfðu innan við 10% boðaðra gefið sig fram

Það er þetta sem hrjáir úkrainska herinn ásamt liðhlaupi og skorti á bardagavilja.

Borgþór Jónsson, 14.2.2015 kl. 17:51

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Það er aldeilis reynt að koma inn þeirri lygi að þetta sé Rússneskur her þarna, rétt eins og stjórnaher Úkraínu búi alls ekki yfir neinum Rússneskuvopnum, eða allt fyrir áróðurinn, þar sem að passað er svona sérstaklega vel upp á að gefa ekki um lengd og breidd eða nein hnit.

Það sem er aðalatrið núna hjá Stjórnvöldum í Bandaríkjunum er að reyna blekkja og ljúga að fólk að Rússar hafi gert árás, sjá hérna : US Senator Admits Being Duped Over Photos of 'Russian Invasion' in Ukraine http://sputniknews.com/us/20150213/1018223594.html#ixzz3RkF5MSHQ

"In an interview with Gromadske.TV, Markian Lubkivsky, the adviser to the head of the SBU (the Ukrainian version of the CIA) stated there are NO RUSSIAN TROOPS ON UKRANIAN SOIL! This unexpected announcement came as he fumbled with reporters' questions on the subject. (Ukraine 2nd Day of Heavy Fighting | Kiev Shells Sports Facility Killing Children and ADMITS NO RUSSIAN TROOPS PRESENT http://www.opednews.com/articles/1/Ukraine-2nd-Day-of-Heavy-F-by-George-Eliason-Atrocities_Congress_Genocide_Holocaust-141107-203.html)

Ukraine chief of staff ‘thwarts Western allegations’ by admitting no combat with Russian troops

Ukraine Chief Of Staff Admits No Russian Troops In Ukraine http://world-defense.com/threads/ukraine-chief-of-staff-admits-no-russian-troops-in-ukraine.1045/#ixzz3RkI0bgBK

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.2.2015 kl. 18:34

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hér er ágætis grein sem þú skalt lesa Einar.  http://globaleconomicanalysis.blogspot.com/2015/02/senator-inhofe-sponsors-ukraine.html

Hún fjallar um myndir sem lagðar voru fyrir bandaríska þingið sem sönnunargögn fyrir innrás rússa

Það tók einhverja amatöra nokkrar klukkustundir að finna út að myndirnar voru falsaðar.

Ef þetta hefði verið einhver almenn myndasýning hefði þetta svo sem ekki gert mikið til,en tilgangurinn með þessu var að fá þingið til að samþykkja að senda "lethal Weapons" til Úkrainu.

Ég hef áður bent þér á og sýnt þér að myndirnar af BUK loftvarnavagninum sem sýndur var sem sönnunargögn  í sambandi við MH 17 voru líka falsaðar.

Biden hefur marg sagt að þeir hafi "tons of evidense" fyrir innrás rússa í Úkrainu.

Þessir menn eru greinilega krónískir lygarar.

Hversvegna þurfa þeir að leggja fram fölsuð sönnunargögnn aftur og aftur máli sínu til stuðnings.

Það versta af öllu er samt að stóru fjölmiðlarnir geta ekkert um þetta,allavega hef ég ekki séð það ennþá.

Að ljúga að þinginu hlýtur samt að vera svolítið stórt mál eða hvað.

Þetta rennir stoðum undir það sem mig hefur grunað um langt skeið að bandarísk stjórnvöld séu að breitast í fasíska klíku þar sem stjórnvöld herinn og fjölmiðlar hafa runnið samman í eina sæng með stórfyrirtækjunum.

Líkurnar á að myndirnar sem þú ert að sýna séu ófalsaðar eru minna en 50% og textinn sem fylgir þeim er nánast örugglega lýgi

Mér finnst alveg merkilegt að þó þessir stríðsglæpamenn séu staðnir að verki í hverju stríðinu á fætur öðru að ljúga að þér í grundvallaratriðum,þá trúir þú þeim alltaf þegar þeir ljúga að þér næst.

Borgþór Jónsson, 14.2.2015 kl. 19:09

5 identicon

Hér hefur þú svo frásagnir þorpsbúa sem eru að upplifa stríðið þarna:  

18+ Ukraine, Donetsk: Shelling Kills 2 Civilians in Kirovsky Dist. 21.01.2015 (English Subtitles) https://www.youtube.com/watch?v=-RGNXhI9WLA   

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.2.2015 kl. 19:50

6 identicon

18+ Ukraine, Donetsk: Shelling Kills 2 Civilians in Kirovsky Dist. 21.01.2015 (English Subtitles)

https://www.youtube.com/watch?v=Xa3fcsc4alY

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.2.2015 kl. 19:56

7 identicon

"The US Senate Arms Service committee is on the defensive after it’s emerged that members of the Ukraine parliament presented them with 7-year-old pictures showing a current Russian 'military presence' in the region. As Congress pushed for more military action, the photo’s were being used as a justification of force on the part of the US." https://www.youtube.com/watch?v=3RzRBKNfoyA&feature=youtu.be

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.2.2015 kl. 23:32

8 Smámynd: Snorri Hansson

Þú skifar greinina klukkan tæplega tvö á laugardegi. Flutningar og vopnahlé var framkvæmt að því virðist um kvöldið eins og um var samið.

Snorri Hansson, 15.2.2015 kl. 04:02

9 identicon

Einar Björn
Það þarf að koma fram hjá þér að þessar myndir eru frá "Digital Globe satellite company" og að Geoffrey Pyatt karlinn sá um að koma þeim á framfæri á Twitter.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847116

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband