Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Danir eru í forvitnilegri stöðu með sína tengingu við evru, eftir að Svissland hætti að tengja svissneska Frankann

Það er rétt að muna, að Danir hafa haldið krónunni sinni fast-tengdri við -þýska markið og síðan evruna- í 30 ár. Það stafar af því að Danmörk fúnkerar nánast sem hluti af hagkerfi Þýskalands.

En eftir að Sviss afskrifaði sína tengingu við Evruna, viku áður en Seðlabanki Evrópu hóf stóra prentunaraðgerð.

Þá hefur tenging dönsku krónunnar lent undir miklu meiri þrýstingi en áður.

Danish activism expands monetary policy

  1. Til þess að enginn sé í nokkrum vafa, þá ef Danir gefast upp á tengingunni, þá mun gengi dönsku krónunnar rísa gagnvart evrunni.
  2. En prentunaraðgerð Seðlabanka Evrópu, hefur einmitt þau áhrif - að stuðla að gengislækkun evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
  3. Ef danska krónan hækkaði -verulega- miðað við evru, sem hún líklega mundi gera. Yrði það mikið áfall fyrir -danska hagkerfið. Því að danskar vörur yrðu þá verulega dýrari til -meginkaupenda danskra vara- sem eru -sennilega einna helst- Þjóðverjar.
  4. Þetta gæti stuðlað að, samdrætti í Danmörku og atvinnuleysi - og að auki mjög líklega, verðhjöðnun. En líklega mundu kaupendur á evrusvæði draga úr kaupum á dönskum vörum.
  • Tæknilega gæti Danmörk, endurtekið þá -verðhjöðnunarleið- sem S-Evrópa hefur verið knúin til að feta, þ.e. að -lækka laun í Danmörku sérstaklega hjá framleiðendum danskra vara- svo að þeir -framleiðendur- mundu geta lækkað vörurnar á móts við gengishækkunina. Og þannig haldið markaðshlutdeild.
  • En það mundi að sjálfsögðu þá, leiða yfir Danmörku verulega mikla verðhjöðnun.
  • Sem gæti verið hættulegt fyrir "marga" sem skulda í dönskum krónum. En þess ber að gæta að danskir húsnæðiseigendur eru þeir skuldsettustu í ESB.

Þetta auðvitað setur í samhengi það - hve Seðlabanki Danmerkur er til í að ganga langt.

Til þess að verja nú tenginguna, þrátt fyrir að "ECB" hafi hafið prentun.

"On Tuesday, the Danish central bank revealed it had spent DKr106.5bn ($16.4bn) in defending the peg in January..." - "Although January’s purchases swelled its foreign-exchange reserves to a record DKr564bn, that is only about 30 per cent of Denmark’s GDP compared with about 80 per cent of Swiss GDP for the SNB’s balance sheet."

Akkúrat - danski Seðlabankinn -fyrir utan -0,5 vexti á innlánsreikningum sínum- hefur keypt mikið magn af evrum.

Og hann virðist enn geta viðhaldið kaupum um nokkurt skeið, hafandi í huga að Seðlabannki Sviss gafst upp - - er evrueign nam ca. 80% af þjóðarframleiðslu Sviss.

Á hinn bóginn, ef danski Seðlabankinn þarf að kaupa áfram svipað magn og í janúar - mundi eignarhlutfall miðað við þjóðarframleiðslu fara í liðlega 40% eftir 2 mánuði.

Annan hvern mánuð mundi það hlutfall hækka liðlega 10% af þjóðarframleiðslu.

  • Og Seðlabanki Evrópu - - hefur lofað að prenta í 2-ár.
  • Og ekki síst, að prenta áfram að 2-árum liðnum, ef verðbólgumarkmið er ekki enn í augsýn.
  • Miðað við þetta, væri eignarhlutfall danska Seðlabankans orðið 80-90% af þjóðarframleiðslu, eftir - - 10 mánuði eða þar um bil.
  • Skv. því, virðist mér full ástæða til að efast um að danski Seðlabankinn, geti varið gengi krónunnar við evru - - gegn prentun "ECB."

Spurningin er þá, hvernig stórir aðilar innan Danmerkur bregðast við - - t.d. lífeyrissjóðir. En hafa ber í huga, að þegar Seðlabanki Sviss hætti við tengingu Frankans, þá gaf hann enga aðvörun heldur tilkynnti að óvænt - sem þíddi að mjög margir á markaði voru gripnir með buxurnar á hælunum - margir töpuðu miklu fé. Dönsku sjóðirnir, gætu ákveðið að líkur séu á því að danski Seðlabankinn taki svipaða ákvörðun innan við ár héðan í frá, og að sjóðirnir bregðist því við því ástandi, og verji sína hagsmuni - - með því að "kaupa krónur."

Það mundi auðvitað leiða til þess - - að danski Seðlabankinn yrði að auka kaupin og það verulega. Sem líklega mundi leiða það fram sem sjóðirnir óttast. Að tengingin bresti.

 

Niðurstaða

Samanborið við okkur er vandi Dana lúxus vandi, þ.e. að hér er enn mikið fé fast í landinu að baki hafta. Ljóst að kostnaður við haftalosun er mjög mikill.

Fyrir bragðið - finnst mér merkilegt að læknar og kennarar hafi verið að gera langtíma kjarasamninga. En það virðist nánast fela í sér það veðmál þeirra stétta - - að höftin séu ekki á leið niður á þessu kjörtímabili.

Kannski er það rétt hjá þeim.

--------------------

Mig grunar að danski Seðlabankinn muni verða undir fyrir rest, með sama hætti og Seðlabanki Sviss á endanum gafst upp við það verkefni, að verja gengi Frankans við evruna.

Þegar "ECB" hefur hafið prentun, sé einfaldlega við of sterkt afl að eiga - Seðlabanki Danmerkur geti einfaldlega ekki til lengdar keppt við getu "ECB" til að prenta evrur, og því til að stuðla að frekari lækkun gengis hennar.

 

Kv.


Ég mundi styðja -hernaðaraðstoð NATO við Úkraínu- er þeirrar skoðunar að líklegra sé að slík aðstoð mundi leiða til friðar, en frekari ófriðar

Vandamálið sem blasir við -eins og mér virðist staðan- er sú að -uppreisnarmenn eru í sókn. Og viðbrögð þeirra benda ekki til þess, að þeir séu í "sáttahug." En OECD hefur kvartað yfir því, að uppreisnarmenn á síðustu fundum - hafi virst lítt áhugasamir um að ræða leiðir til að stöðva núverandi átök.

  1. Ef út í það er farið, er það ekki órökrétt afstaða, ef þeir telja að þeir séu líklegir til að vinna sigra á næstunni gagnvart stjórnarher Úkraínu.
  2. Sá sem telur sig vera að vinna, eða geta unnið - - sá vill ekki binda endi á átök.

Og þar kemur einmitt að punkti mínum, varðandi hugsanlega aðstoð NATO!

  • Að hún ætti að beinast að því, að klippa sem mest á -sóknarmátt uppreisnarmanna!
  • Svo þeir -aftur- missi trúna á að geta sigrað með hernaðarátökum.

T.d. hefur verið bent í umræðunni, á að -sendingar af skriðdreka-eldflaugum. Mundu gera framrás þ.s. skriðdrekar og aðrir bryndrekar eru notaðir, mun kostnaðarsamari fyrir þann, sem breitir slíkjum tækjum.

En þau eru gjarnan notuð -eðlilega er menn vilja brjótast í gegnum varnarlínur.

En þetta er þ.s. virðist einna helst rætt, að veita stjórnarher Úkraínu - varnarvopn af slíku tagi.

 

Þetta er auðvitað klassískt vandamál, að til þess að vilji skapist fyrir alvöru friðarviðræður, þarf gjarnan að hafa myndast - stríðsþreyta!

Með öðrum orðum, að báðir aðilar séu ca. jafn úrkula vonar um að geta sigrast á hinum. Meðan að annar hvor aðilinn, eða jafnvel báðir - telja að sigur sé mögulegur í gegnum beitingu vopna.

Sé nánast engin von um friðarsamkomulag.

  1. Megin mótbáran - - virðist óttinn að átök versni enn frekar, ef NATO fer að senda vopn til Úkraínu.
  2. Að það þróist nokkurs konar -tit for tat- þ.s. NATO og Rússland, sendi báðum aðilum vopn, og stríðsgæfan sveiflist til og frá, og stríðið smám saman magnist út um allt landið.
  • Veikleiki þessarar kenningar er sá, að stríðsátök geta einnig magnast, ef annar aðilinn er á undanhaldi - - en berst samt um hæl og hnakka frá vígi til vígis.
  • Ef sá aðili er stjórnarher Úkraínu - þá væri freystandi fyrir uppreisnarmenn, að láta kné fylgja kviði, ef þeir telja sig áfram geta unnið - - og láta þá ekki -endilega- staðar nem við landamæri Donetsk í Suðri og Vestri.
  • Þá gætu átök borist til S-Úkraínu. Eða jafnvel í Norður.
  • Þó svo að NATO sendi engin vopn.

Ef átök berast út fyrir Donetsk og Luhansk héröð með þeim hætti, mundi sennilega flóttamannastraumur magnast verulega.

  • Síðan er rétt að benda á, að Rússland er ekki nándar nærri eins sterkt, og Sovétríkin voru í Kalda-stríðinu.
  • Margt bendir til þess, að Rússland standi frammi fyrir mögulegu greiðsluþroti á árinu 2016, ef olíuverð haldast lág út það ár.
  • Punkturinn er sá - - að Rússland hafi sennilega ekki fjárhagslegt bolmagn, til þess að fara langt með -tit for tat- keppni við NATO - - > Ef stríðið þróaðist yfir í "proxy war" við Rússland.

Ef Rússland færi í slíka keppni í vopnasendingum - þá þarf að hafa í huga, að vopn og annað sem herir þurfa - > Er ekki ókeypis.

Stríð kostar peninga, þó svo að til séu drjúgar birgðir gamalla vopna, þá mundu þau ekki duga til, ef -NATO færi að senda nútímavopn- heldur yrði þá Rússland, að senda -nýrri og kostnaðarsamari vopnakerfi- til að sá her sem þeir væru að styðja héldist sem lengst samkeppnisfær.

  • Þetta er atriði vert að hafa í huga - - að NATO ætti við þessar aðstæður.
  • Að geta fremur auðveldlega - - unnið slíkt -tit for tat.

Það sem ég held að mundi gerast, er að Pútín mundi segja uppreisnarmönnum, að semja um frið við stjórnvöld í Kíev, er hann sægi að NATO væri full alvara með að mæta stuðningi Rússlands við uppreisnarmenn, með því sama!

Með vissum hætti er ég að segja, að það sé töluvert "blöff" í stefnu Pútíns þessa stundina, hann viti mæta vel að hann geti ekki unnið sigur, ef NATO beitir sér að fullu.

Hans markmið hafi alltaf verið, að ná eins langt og hann kemst.

Þegar hann sjái að hann komist ekki lengra, þá muni sjálfur beita sér fyrir viðræðum, og sjá til þess að þær skili árangri.

 

Niðurstaða

Ég er að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því, að Pútín hafi nánast alfarið fulla stjórn á rás atburða í A-Úkraínu. Tel það líklegra en ekki, þ.s. uppreisnarmenn eigi alla sína tilvist undir Pútín og stuðningi hans.

Að auki geri ég ráð fyrir því, að Pútín sé ekki "brjálaður" heldur "cold calculating." Hann sé allan tímann að leitast við að - - hagræða málefnum Úkraínu Rússlandi í hag.

Hans megináhersla virðist á að - - tryggja að Úkraína verði ekki meðlimur að NATO.

Svo virðist einnig að - - hann sé farinn að líta ESB aðild svipuðum augum og NATO aðild.

  • Á hinn bóginn, sé ég ekki að þegar kemur að íbúum Úkraínu, þar með talið íbúum A-Úkraínu. Að aðild að ESB og NATO væri sérstakt skaðræði fyrir þá.
  • En augljósa ábendingin er Þýskaland sjálft, sem bæði er NATO meðlimur og ESB meðlimur, en samt með mikil viðskipti við Rússland.
  • Með öðrum orðum, sé ég enga augljósa ástæðu þess, að hagsmunir íbúa A-Úkraínu skaðist við það, að landið sem heild mundi renna inn í - Vesturlönd.

Þetta snúist allt um sýn Pútíns, á það - - hvað sé slæmt fyrir Rússland.

Á hinn bóginn, er ég reyndar ósammála Pútín, að Rússlandi sé hætta búin af því, ef Úkraína rennur inn í ESB, og jafnvel NATO að auki.

  1. En Pútín virðist ákveðinn þeirrar skoðunar, að það þurfi allt að gera, til að forða NATO og ESB aðild Úkraínu.
  2. Þ.s. ég sé ekki að sú útkoma að landið lendi Vesturlandamegin, mundi skaða hagsmuni íbúa Úkraínu -burtséð frá því hvar þeir búa- þá lít ég svo á, að Pútín hafi búið þessa uppreisn til.
  3. Hún hefði ekki orðið, án hans afskipta - vil ég meina.
  4. Og hann geti endað hana, hvenær sem er.

Til þess að sannfæra Rússland, að einmitt að binda á hana endi.

Þurfi að -auka kostnað Rússland við það að styðja uppreisnarmenn áfram.

Það geri NATO með því, að senda vopn til stjórnarhers Úkraínu. Svo að Rússland sjái fljótlega sæng sína upp breidda.

Þá muni Pútin segja uppreisnarmönnum að semja aftur um vopnahlé. Og þá gæti Pútín birst sem "sáttasemjari" og látið sem að - friður hafi allan tímann verið hans áhersla.

 

Kv.


Ég held að Steingrímur J. - hafi selt Arionbanka og Íslandsbanka, á röngum tíma

Það er gjarnan vanmetið - - að tímasetningar skipta máli. En þegar Steingrímur J. seldi Arionbanka og Íslandsbanka til skilanefnda Kb Banka og Glitnis - sumarið 2009. Þá var Ísland statt í dýpsta kafla kreppunnar sem skall á landinu, í kjölfar hrunsins.

Það voru út af fyrir sig - skiljanleg markmið að baki sölunni:

  1. Ríkið slapp við 250ma.kr. eiginfjárinnspýtingu í bankana 2-er þeir voru afhentir skildanefndunum tveim.
  2. Og ekki síst, að fjármagna kaup á lánapakka fyrir báða banka, upp á líklega töluvert hærri upphæð.

Ríkið auðvitað munar um það hvort það skuldar 5-600ma.kr. meir, eða minna.

Á móti kemur, að sala í -dýpsta hluta kreppunnar- augljóst framkallar verulega lægra söluverð, en t.d. af sömu bankar hefðu verið seldir sumarið 2011.

Síðan virtist allt málið unnið í "miklum flýti" þ.e. ríkisstjórnin tók við um vorið, búið var að ganga frá sölunni ca. 2-mánuðum síðar. Höfum í huga, að Svavars samningurinn "alræmdi" sýndi okkur "hvað það getur verið dýrt að semja um mikilvægt mál í miklum flýti."

 

Hvað ef Arionbanki og Íslandsbanki hefðu verið seldir í júlí 2011?

  1. Það hefði þítt, að ríkið hefði komið öllum 3-bönkunum í rekstur samtímis, með "fjármögnun" og auk þess "kaupum á lánapökkum."
  2. Því hefði fylgt sá "stóri kostur" a.m.k. út frá hagsmunum "skuldara" að ríkið hefði getað "samræmt aðgerðir um meðferð skulda almennings sem og fyrirtækja."
  3. Það hefði unnist tími - til að eyða óvissu um gæði lánasafna.
  4. Það hefði verið unnt að "framkvæma samræmda lána-afskrift" ef vilji hefði verið fyrir hendi.
  • Auðvitað hefði ríkið - - yfir þetta tímabil, skuldað þann viðbótar kostnað, er hefði aukið verulega á skuldir ríkisins - á meðan.
  • En það hefði ekki endilega þurft að "hækka vaxtagjöld ríkisins" því - ríkið ætti að hafa verið mögulegt, að ganga þannig frá skuldabréfum að "greiðslur mundu ekki hefjast fyrr en eftir júlí 2011 t.d."
  • Nú, ef sala bankanna gengur síðan fram, áður en það gerist - - og það núllar út þau skuldabréf. Þá hefði tæknilega verið unnt að ganga þannig frá málum, að ríkið í reynd - - borgaði ekki krónu fyrir.
  • Þá meina ég, að aldrei hefðu peninga skipst um hendur. Ríkið hefði "afhend skuldabréf" síðan við sölu "væru þau rifin."

Kostir við að selja 2011 eru margir, t.d. að eftir er búið að eyða óvissu um gæði lánapakka, þá er sú óvissa ekki lengur - - að lækka söluverð.

Síðan auðvitað - - eru engir utanaðkomandi sem "hirða hagnað til sýn" af endurmati lánapakkanna, sem hefði þá farið fram á meðan að ríkið átti þá.

Ef samræmd "niðurfærsla lána hefði farið fram skv. hugmynd Framsóknarfl. um 20%" þá væri 2011 meir en ár liðið síðan þeirri aðgerð var lokið. Og áhrifa þeirrar aðgerðar væri því farið að gæta innan efnahagslífsins.

2011 var óvissa í efnahagslífinu einnig miklu mun minni en sumarið 2009. Traust á hagkerfinu hafði styrkst til muna - menn óttuðust ekki lengur, yfirvofandi gjaldþrot.

  1. Þetta hefur auðvitað allt áhrif á söluverð, þ.e. minni óvissa í efnahagsmálum, bætt traust, sýnilegar vísbendingar - að hagvöxtur sé að hefjast að nýju.
  2. Einnig, að búið er að rýna í gegnum lánasöfnin og síja út slæmu lánin.

Það sem ég er að meina, er að - - > Söluverð hefði getað verið mun hagstæðara 2011.

Jafnvel þó að "20% leiðrétting lána hefði farið fram" -sem gæti tæknilega hafað lækkað söluverð með því að minnka virði lánasafna- þá vegur á móti - - > Bætt gæði lánasafna og mun minni óvissa um efnahagsmál - bætt til muna traust miðað við 2009.

 

Niðurstaða

Hin eiginlegu mistök Steingríms J. - geta legið í því, að flýta sér við það verk, að losa ríkið við Íslandsbanka og Arionbanka. En mig grunar, að til muna hagstæðara hefði verið fyrir alla landsmenn. Ef salan hefði þvert á móti, farið fram 2-árum síðar.

En bankastofnanir eru mjög háðar almennu efnahagsástandi, sem hefur mikil áhrif á gæði lánasafna, sem og eftirspurn eftir lánsfé. Skárra efnahagsástand - bætt traust á hagkerfinu - mun minni ótti um framtíðina miðað við 2009; allt þýðir hærra verð.

Sama þíðir, að hafa tekið tíma í að eyða óvissunni um gæði lánasafna. Ekki síst, að samræma meðferð skuldamála almennings og fyrirtækja - yfir þessi 2 ár þ.e. 2009 - 2011.

Ríkisstjórnin var í "paník" andrúmslofti vorið og sumarið 2009. Í slíku samhengi, er varasamt að taka "stórar afdrifaríkar ákvarðanir" - - sbr. Svavars samningurinn alræmdi.

Ef menn eru að flýta sér um of, er hætt við "dýrum mistökum." Sbr. að færa yfir til bankanna, lánasöfn er innihéldu "gengistryggð lán" sem fljótlega síðar voru dæmd ólögleg.

Ef menn hefðu afgreitt þessi mál á "lengri tíma" þá hefði verið unnt að forða flestum þessara mistaka, og mig grunar að sú biturð sem varð eftir í samfélaginu vegna skuldamála - það hefði stórum hluta verið unnt að komast hjá henni.

 

Kv.


Vangaveltur um grískt gjaldþrot hratt vaxandi, eftir að fjármálaráðherra Grikklands hafnaði endurnýjun svokallaðrar "björgunar Grikklands"

Björgunarprógramm Grikklands rennut út í lok febrúar - þannig að ef grísk stjórnvöld endurnýja ekki það prógramm, þá fá þau ekki meira "lánsfé." Þessari spurningu standa stjv. Grikklands frammi fyrir, svokallað Þríeyki átti að koma í heimsókn á næstu dögum. Og þá stóð til að fara yfir stöðu Grikklands, og áætla hve mikið af viðbótar lánsfé Grikkland þyrfti.

Áhugavert að íhuga að Grikkland skuldar þegar um 177%. Svipað og er síðast var skorið af skuldum landsins.

Og að hingað til, hefur Grikklandi verið lánað, til þess að -endurfjármagna í reynd þá erlendu banka sem höfðu lánað Grikklandi fé."

Margir hafa bent á þetta, að ef Grikkland hefði orðið gjaldþrota árum fyrr - - hefðu löndin sem eiga þá banka, þurft að sjálf - - redda þeim.

Vilja meina, að ósanngjarnt sé að leggja þann kaleik á grísk bök!

Yanis Varoufakis - sjá mynd

Greece will no longer deal with ‘troika’, Yanis Varoufakis says

Hann er nýskipaður fjármálaráðherra Grikklands, þekktur bloggari skilst mér, að auki hefur komið fram - að hann ætlar að blogga áfram þó hann verði einnig ráðherra.

Hann hefur sem sagt, lýst því yfir - - að björgunarprógramm Grikklands verði ekki endurnýjað fyrir mánaðamót febrúar/mars.

Þannig að þá rennur það prógramm út. Grikkland fær ekki frekara lánsfé.

  1. Þá er einungis spurning um tíma, hvenær Grikkland verður greiðsluþrota.
  2. Það er gjarnan sagt, líklega í maí/júní nk. Eða júní nk.

Eurozone alarm grows over Greek bailout brinkmanship

Margir spá algeru "kaosi" á Grikklandi, ef það keyrir fram af bjargbrúninni?

 

Verður kaos í Grikklandi ef það fer í þrot?

Augljósa svarið er - - já það getur orðið, en nei - - það þarf ekki verða.

  1. Augljóslega mun Grikkland þurfa að setja upp gjaldeyrishöft, nokkru áður. Annars mun stefna í of mikinn peningaflótta frá Grikklandi - - þegar nær dregur og aðilar verða sannfærðir um það að virkilega stefni í þrot.
  2. Síðan mun þurfa að "drögmuvæða hagkerfið" þ.e. skipta öllum innistæðum og lánum yfir í drögmur innan fjármálakerfis Grikklands. Þá getur seðlabankinn tryggt að bankarnir rúlli ekki.
  3. Þá getur ríkið borgað laun, haldið uppi þjónustu, borgarð bætur til fatlaðra og aldraðra sem og þeirra sem eru atvinnulausir.
  • Það væri óheppilegt af ríkinu að reka sig með "halla" því þá safnar það nýjum skuldum, eða eykur verðbólgu með prentun.
  • En gríska ríkið hefur náð -rekstrarafgangi- sem einfaldar málið. Nema auðvitað að stjórnin auki svo mikið eyðslu að afgangurinn verði að halla.
  • Augljóslega mun dragman gengisfalla - þangað til að nægur afgangur myndast í gjaldeyrisflæði, til þess að landið eigi fyrir innflutningi.
  • Þá eins og hér, ætti ekki að þurfa "innflutningshöft" en verið getur -eins og hér rétt eftir hrun- að erlendir aðilar muni heimta staðgreiðslu, þannig að vandræði verði með innflutning einhverja hríð í kjölfarið.
  • En nægilega lágt gengi, ætti fyrir einhverja rest, að endurreisa normal ástand í tengslum við innflutning.

Það þarf ekki að verða - óðaverðbólga. Nema að ríkisstjórnin hegði sér ákaflega óskynsamlega - - þ.e. viðhafi launahækkanir langt út fyrir þ.s. gengur upp, og auki eyðslu ríkisins langt út fyrir tekjurammann.

Með einhverri lágmarks skynsemi í hagstjórn - ætti verðbólga -eins og hér eftir hrun- smám saman að deyja út, hverfa á ca. 2-árum.

Varðandi hagvöxt eða ekki, þá auðvitað ætti Grikkland að verða mjög hagstætt fyrir ferðamennsku, þannig að eins og hér hefur verið eftir hrun og stórt gengisfall, ætti að verða sæmilega góð fjölgun ferðamanna - - og fjölgun starfa í þeirri grein.

Það þíðir ekki endilega að Grikkland verði að tígur hagkerfi - - en Grikkland hefur "mjög slakan útflutning" mér skilst ekki nema ca. 23% af heildarhagkerfinu, þegar hann er t.d. rétt rúmlega helmingur hér.

  1. Ég á eiginlega hvorki von á því, að Grikklandi gangi svakalega vel.
  2. Né því, að Grikklandi gangi svakalega illa.
  • Þegar öldur lægja - - geti menn sest niður og farið að ræða hvað Grikkland getur raunverulega borgað.
  • En þá ætti staðan - hver hún raunverulega er - að birtast smám saman.

Ég hugsa ekki að Grikkland leiði til - endaloka evrunnar.

Á hinn bóginn, getur brotthvarf Grikklands - aukið þrýsting á aðildarlönd evru, að taka meir tillit til "skuldugu landanna" svo flr. velji ekki "grísku leiðina."

Brotthvarf Grikkland - gæti þá leitt til þess, að umræðan um skuldamál, komist upp úr núverandi fari, og menn fari að ræða "skulda-afskriftir" af einhverri alvöru.

 

Niðurstaða

Líkur á greiðslufalli Grikklands virðast hratt vaxandi. Dómsdagspár fljúga gjarnan nú um sali - þær sem beinast að Grikklandi, gjarnan spá gríðarlegu hruni í Grikklandi í kjölfarið. Síðan gjarnan halda þeir sem eru andvígur evru, að brotthvarf Grikkland geti leitt til endaloka hennar - jafnvel.

Ef til vill er líklegasta útkoman - hvorugt. Það er, að hvorki verði meiriháttar kaos í Grikklandi, né innan evru - ef Grikkland herfur út.

Brotthvarf Grikklands, gæti þó sett þrýsting á lönd í N-Evrópu sem eiga mikið til skuldir S-Evrópulanda, að afskrifa þær skuldir a.m.k. að hluta.

En brotthvarf Grikklands, gæti skapað þá freystingu að fara eins að, ef sýn aðila er sú að Grikklandi hafi tekist að forða meiriháttar vandræðum. Sé a.m.k. ekki verra statt.

Umræðan um skuldir landanna í S-Evrópu, gæti þá opnast upp á gátt.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 847106

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 435
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband