Allsherjar fjármagnsflótti hlýtur að hefjast mjög fljótlega frá Grikklandi

Fundur fjármálaráðherra Grikklands með fjármálaráðherrum aðildarríkja ESB - skv. fréttum, leystist upp í harkalegar deilur og gagnkvæmar ásakanir:

Greece bailout talks collapse in acrimony

Meeting Over Greek Debt Ends in Acrimony

Vandamál ríkisstjórnar Grikklands - er sú algera samstaða ríkisstjórna "allra annarra aðildarríkja ESB" um að hafna megin kröfu grísku ríkisstjórnarinnar.

Fjármálaráðherrar hinna aðildarríkjanna - allir með tölu, settu þ.s. skilyrði, áður en frekar væri rætt um skuldamál Grikklands - - að svokallað björgunarprógramm væri endurnýjað.

En það felur þá í sér, enn frekari "neyðarlán" nú þegar skuldastaða landsins mælist ca. 177%, og því má sennilega treysta að þá endurtaki sig -kröfur um frekari niðurskurð, að sjálfsögðu yrði þá ríkisstjórn undir forsæti Syriza flokksins, að endurvekja þá sölu eigna gríska ríkisins sem til stóð, hætta við aðgerðir þ.s. laun ríkisstarfsmanna voru hækkuð aftur eftir að hafa verið lækkuð, einnig lágmarkslaun, sem og reknir ríkisstarfsmenn - endurráðnir.

  1. Þetta væri alger -niðurlæging- fyrir Syriza flokkinn.
  2. Grískir kjósendur, hefðu sennilega - gengið inn í stjórnarráðið í Grikklandi, um leið og sú niðurlæging hefði spurst út.
  • og fjármálaráðherrar ESB, voru einungis að tala um - afskaplega litlar breytingar á lánapakkanum, einhverja lengingu - en engar tilslakanir að öðru leiti.

Gjáin milli krafna grískra kjósenda - og kosningaloforða Syrisa.

Og þess sem aðildarríkin hafi verið tilbúin að ræða - hafi verið of víð.

Áhugavert er að í síðustu viku - veitti Seðlabanki Evrópu, seðlabanka Grikklands - úttektarheimild upp á all 65ma.€ - - til neyðarfjármögnunar grískra banka.

Svokallað E.L.A - "emergency liquidity assistance."

Ég reikna með því, að "ECB" hafi viljað gefa grísku ríkisstjórninni - tíma til þess að semja við aðildarríkin.

En kannski reiknaði stjórn "ECB" með meiri sáttahug milli aðila - - en eins og mál líta nú út, er gjáin afskaplega víð - heldur betur.

 

Grikkland gekk af fundi með - úrslitakosti yfir höfði sér

"The eurozone gave Athens until Wednesday night to reverse course." - Jeroen Dijsselbloem...said...: “We can use this week, but that’s about it,” - “There was a very strong opionion across the eurogroup that the next step has to come from the Greek authorities,

  • "...the bailout is set to expire on February 28."

"The urgency of Greece’s financial situation was underscored on Monday by a report from JPMorgan Chase indicating the Greek banks are losing deposits at the rate of 2 billion euros a week. If that pace continues for the next 14 weeks, the banks will not have enough reserves on hand to issue new loans, according to the report."

Ég reikna með því ef tíminn sem Dijsselbloem gaf er látinn renna út, af grískum yfirvöldum  - - þá verði veruleg aukning í þessum peningaflótta per viku.

Þá eru þessir 65ma. sem "ECB" hefur veitt í "ELA" heimildir, eina lánsféð sem grísk stjórnvöld - geta hugsanlega nálgast.

En þó tæknilega sé það fjármagn - - einungis til þess að lána grísku bönkunum "lausafé" þá ætti gríska ríkið að geta látið bankana "kaupa ríkisbréf" og seðlabankinn ætti þá að geta látið bankana fá - lausafé til að kaupa þau.

  • Þetta getur gefið gríska ríkinu nokkurn tíma.
  • Svo fremi, sem höftum sé komið á.
  • En annars gætu 65 ma. hæglega streymt út á nokkrum vikum, og þá þessi heimild verið tæmd.
  • Gríska ríkið hefur enga tryggingu fyrir því að "ECB" muni stækka þá heimild.

Hugsanlega getur gríska ríkið þannig haldið sér á floti - - út þetta ár.

Svo fremi að -smygl á peningum úr Grikklandi- sé ekki það rosalegt, að lausafjársjóðir tæmist þrátt fyrir höft.

En spilling er landlæg í Grikklandi - ég get vel séð fyrir mér, tollverði líta í hina áttina, gegn smávegis þóknun.

Það sé því alls óvíst - - að þessi aðferð mundi nýtast Grikklandi nema í nokkra mánuði.

Síðan auðvitað getur Grikkland farið út úr evrunni sem fyrst.

  • En í annan stað, hefur Syriza -lofað að halda Grikkjum innan evrunnar.
  • Og á hinn bóginn, lofað að gera allt sem flokkurinn getur til að semja um skuldir Grikklands - - svo mig grunar að tíminn yrði notaður í það.

Svo fremi auðvitað - að aðildarríkin halda sér ekki einfaldlega við sína afstöðu.

Og þrjóskan taki við.

 

Niðurstaða

Mér skilst að það þurfi 2/3 meirihluta í stjórn Seðlabanka Evrópu, til þess að -afnema heimild gríska Seðlabankans til "ELA".- Sú útkoma er ekki endilega algerlega útilokuð, hafandi í huga að Grikkland - virðist hafa mætt einróma samstöðu ráðherra aðildarríkjanna á fundinum á mánudag.

Þannig að gríska ríkið getur ekki endilega algerlega treyst á að halda þessum ofan-nefndu 65 milljörðum.

En ef hún hefur það fé - áfram. Þá virðist vera til staðar möguleg leið fyrir gríska ríkið, til þess að hugsanlega forða greiðsluþroti - - út þetta ár.

Þrátt fyrir að útlit sé fyrir - - áframhaldandi deilur milli Grikklands og aðildarríkjanna næstu mánuði.

En eins og ég benti á að ofan, þá tel ég að Grikkland verði að setja höft upp án tafar, ef gríska ríkið lætur úrslitakosti formanns fjármálaráðherra aðildarríkjanna - - renna út.

Annars gætu þessir 65 milljarðar streymt úr landi, jafnvel einungis á fáeinum vikum. Ekki má gleyma því, að þar með - - skuldar gríska ríkið "seðlabankakerfi evrusvæðis." Það fé lendir á aðildarríkjunum væntanlega einnig - - ef gríska ríkið neytar að borga.

  • Það gæti aukið líkur verulega á því, að seðlabanki Grikklands missi "ELA."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 847115

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband