Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Samningur Kýpur og Rússlands, sem heimilar rússneskum herskipum að nota hafnir á Kýpur, vekur athygli

Rússland hefur verið í seinni tíð, að því að best verður séð, að -kaupa sér bandamenn innan ESB." En í síðustu viku var Pútín staddur í Ungverjalandi þ.s. hann skrifaði undir samning um að reisa kjarnorkuver þar í landi, 80% fjármagnað af Rússlandi sjálfu.

Í þessari viku - - semur Pútín við Kýpur um formlegar heimildir fyrir rússnesk herskið að nota kýpverskar hafnir. Tveim dögum fyrr, samþykkti Rússland að lækka vexti á 2,5 milljarða Evra láni sem það hefur veitt Kýpur úr 4,5% í 2,5%.

  • Það má lesa úr þessu þá -hugsanlegu hótun- að ef ESB aðildarríki gera frekari tilraun til þess, að herða aðgerðir gegn Rússlandi - - þá muni Rússland geta klofið samstöðu ESB.
  • Síðan er auðvitað áhugavert að Rússland hafi þessar heimildir á Kýpur, en forsætisráðherra Kýpur - sagði í rússneskum fjölmiðlum, að samningurinn fæli einnig í sér veitingu lendingarheimildar fyrir rússneskar herflugvélar.

Þ.e. auðvitað gagnlegt fyrir Rússland, ef herskip og herflugvélar mega staldra við á Kýpur - til að taka eldsneyti, hvíla áhafnir, afla vista.

Það auki nýtni þeirra fyrir Rússa, geri þeim mögulegt að fara víðar um, þ.e. lengir úthaldsstíma herskipa Rússa á Miðjarðarhafssvæðinu, sama ætti að gilda um þær herflugvélar sem fá að lenda þarna. Þó það sé allt sagt vera "for humanitarian purposes."

Þó að þetta sé sagt einungis "humanitarian" þá mundi ekki koma mér sérdeilis á óvart, ef þessi skip eða flugvélar, nota þessa aðstöðu til þess að auka úthald!

Russia and Cyprus sign military deal for Mediterranean ports

Cyprus to give access to its ports, airstrips to Russian military

Why Russia and Cyprus are getting cozy again

Russia secures military deal to use Cyprus' ports despite EU concerns

http://www.nationsonline.org/maps/cyprus_map.jpg

Skv. Russia Today - þá er samningurinn eingöngu endurnýjun á fyrirkomulagi sem Rússland hafi haft um árabil, ekkert nýtt í þessu.

Aðrar fréttir staðfesta að rússnesk herskip hafi áður notað hafnir á Kýpur - en skv. þeim fréttum, þá sé skv. nýja samningnum þau samskipti -skilgreind með ákveðnari hætti- en áður hafi verið óformlegri.

Skv. utanríkisráðherra Kýpur: Ioannis Kasoulides -

  1. "The question of facilities we are talking about are facilities of purely humanitarian nature and not facilities of military nature. And they will not involve the Andreas Papandreou military airbase of Cyprus."
  2. "It’s about the evacuation of Russian citizens in case of a war in the Middle East, in the same way that Cyprus has a number of agreements with other countries for the same purpose,”
  3. "The minister explained that the present Cypriot agreement for military cooperation with Russia covered the procurement of spare parts and the maintenance of arms that have been purchased by Cyprus from Russia."
  4. "He said an agreement is needed to continue this cooperation.  He explained that this was an agreement that existed for years, that expired last December and needed renewal."
  5. "Kasoulides explained that Cyprus needed such agreement with Russia because an embargo prevents his country from acquiring arms except from France or Russia."

Skv. þessu, er frétt -RT- rétt, að verið sé að endurnýja fyrra samkomulag.

Þ.s. sé þá nýtt í þessu, sé breytingin sem gerð hafi verið á lánaskilmálum, láns Rússlands til Kýpur.

Áhugaverð staða einnig í ljósi þess, að -Bretar hafa enn tvær herstöðvar á eynni, og milli 2000 og 3000 hermenn þar.

 

Niðurstaða

Það virðist a.m.k. hugsanlegt að í ljósi nýlegra samninga milli Rússlands og Unverjalands annars vegar og hins vegar Kýpur. Sé Rússland búið -fyrirfram- hugsanlega að tryggja sér -neitunarvald- a.m.k. tveggja aðildarlanda ESB. Næst ef stefnir í ákvörðun innan ESB um frekari hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, eða einhverjar aðrar aðgerðir beint gegn Rússlandi vegna deilna við Rússland um Úkraínu.

Þó samningurinn sé sagður vera eingöngu "for humanitarian purposes" þá mundi það ekki koma mér sérdeilis á óvart - að rússnesk herskip og herflugvélar komi reglulega við á Kýpur, mun oftar en unnt verði að útskýra með þeim hætti. En -eins og ég benti á að ofan- ef herskip og herflugvélar mega koma þarna við, til þess að hvíla áhafnir, taka eldsneyti, endurnýja vistir - þá auðvitað mundi það auka úthald þeirra á Miðjarðarhafssvæðinu.

Sem gæti orðið liður í að efla hernaðar umsvif Rússa við Miðjarðarhaf.

 

Kv.


Neikvæð ávöxtun á 5-ára ríkisbréf Þýskalands

Mér skilst að Þýskaland sé nú 3-aðildarland evru að selja 5-ára ríkisbréf á neikvæðri ávöxtun, en skv. fréttum keyptu fjárfestar útboð þýska ríkissjóðsins á skuldabréfum á -0,08%. Umfjöllun erlendra fjölmiðla, segir að nú séu ríkisbréf á neikvæðum vöxtum - - sá flokkur skulda-bréfa þeirra sala er í hvað hröðustum vexti.

Áður hafa Finnland - og - Frakkland selt 5-ára bréf á neikvæðri ávöxtun,

  1. Greinendur benda á að nú sé Seðlabanki Evrópu, með -0,2% vexti á innlánsreikningum sínum. Það reki banka til þess að gera eitthvað annað við það fé, en að varðveita það tímabundið á þeim reikningum. Mér skilst, að vonast hafi verið til þess, að þetta mundi reka bankana til að - > Auka útlán. En það má vera, að þeir séu sá aðili, sem séu nú að keyra upp eftirspurn eftir ríkisbréfum á neikvæðri ávöxtun. En sbr. kaupin á þýsku bréfunum, sé -0,08 skárra en -0,2. En það segir auðvitað mjög áhugaverða sögu um stöðu mála í Evrópu - - ef bankar í stað þess að veita aukin lán, eru að velja að bjóða ríkisbréf niður í neikvæða ávöxtun.
  2. Önnur skýring er sú, að það sé stór hreyfing fjárfesta yfir í ríkisbréf traustustu aðildarlanda evru - þessa dagana. Vegna fyrirhugaðrar prentunar Seðlabanka Evrópu - er mun hefjast á næstunni. Þessi lækkun sé því -speculative- og fjárfestar reikni með því, að þegar prentunaraðgerð "ECB" er hafin, geti þeir losað sig við bréfin á hagstæðara verði - - > Og grætt á viðskiptunum þrátt fyrir allt.

Ekki ætla ég að kveða upp úr um það - hvort er líklegri skýring.

Eða hvort að - hvort tveggja geti verið í gangi.

  • En ég velti t.d. fyrir mér, hvort að fjárfestar mundu ekki fyrst og fremst kaupa skammtímabréf, þ.e. 6-mánaða og 12-mánaða, ef þeir væru að veðja á -snöggan gróða.
  • Þau eru víst einnig á neikvæðri ávöxtun.
  • Hvert væri "rationale" þess sem kaupir 5-ára bréf á neikvæðri ávöxtun?

 

Niðurstaða

Það er óneitanlega mjög sérstak ástand í gangi á ríkisbréfa markaði innan Evrópu, þegar nærri helmingur aðildarlanda evru nú er að selja bréf á neikvæðum vöxtum - þ.e. að kaupendur borga með þeim, greiða seljendum fyrir heiðurinn af því að eiga þau.

Þ.e. óneitanlega sérstakt, ef útgáfa skuldabréfa er farin að vera -tekjulind.-

Það má líka nefna til viðbótar því sem ég tek fram að ofan, að hugsanleg skýring til viðbótar -geti legið í veðmáli fjárfesta um tímabil verðhjöðnunar í Evrópu framundan.

Þá gæti þetta verið - flótti yfir í tiltölulegt öryggi ríkisbréfa eignar. Sem þá ef til vill skýri, af hverju bankar kjósa frekar ríkisbréfa eign á neikvæðri ávöxtun en að veita frekari útlán. Og að fjárfestar - telji ríkisbréf á neikvæðri ávöxtun, betri kost en t.d. að kaupa hlutabréf evr. fyrirtækja.

  • Lesendur mega alveg tjá sig um það - hvað þeir telja líklegustu skýringuna!

 

Kv.


Eystrasaltlandið Litháen hefur ákveðið að taka að nýju upp - almenna herþjónustu

Skv. Wikipedia - Lithuania - eru íbúar landsins 2,9 milljónir talsins. 84% þeirra teljast til kynþátts Litháa, en 6,6% af pólskum ættum, 5,8% af rússneskum. Skv. því er hlutfall Rússnesk ættaðra minnst í Litháen af Eystrasaltlöndum.

Í Eystlandi er hlutfall rússnesk ættaðra, 24,8% á móti 69,1% af kynþætti Eysta.

Í Lettlandi eru sömu hlutföll, 26,9% vs. 62,1%.

Þeim röddum fer fjölgandi sem vara við þeim möguleika, að stjórnvöld Rússlands - geti beitt hinum rússneska minnihluta fyrir vagn sinn, til þess að grafa undan sjálfstæði Eystrasalt landanna.

Litháen virðist fyrst þeirra að bregðast við, vaxandi ótta við stefnu stjórnvalda Rússlands - með því að hefja að nýju "almenna herþjónustu."

Þó eru rússn. ættaðir þar í landi tiltölulega fáir.

Skv. Wikipedia hefur herinn 15þ. liðsmenn, síðan eru ca. 5þ. landamæraverðir.

Lithuania reinstates military conscription for young men

En með endur-upptöku almennrar herþjónustu má sennilega reikna með fjölgun.

Her landsins virðist ekki eiga neina skriðdreka - lítið af þungavopnum.

Flugherinn virðist ekki eiga neinar orrustuvélar, heldur landið háð loftvörnum á vegum NATO.

http://media.maps.com/magellan/Images/lithuaniarap.gif

Fljótt á litið virðist þetta ekki her sem getur mikið

"The plan announced on Tuesday — which is subject to approval by Lithuania’s parliament — would see 3,000-3,500 young people called up each year." - "Suspended in 2009, the military draft will be reintroduced for five years for men aged between 19 and 26..."

Augljóst virðist að þessi her hefur enga burði til að verjast - innrás í landið. Miklu mun veikari sem dæmi, heldur en her Úkraínu.

Sennilega vegna skorts á fjármagni - enda landið fátækt, og auðvitað hefur efnahagskreppan þar gert illt verra sem skall á 2008.

  1. En það gagn sem ég sé í því að þjálfa unga Litháa í notkun vopna. Og í því að starfa sem liðsheild með öðrum vopnuðum einstaklingum.
  2. Virðist mér fyrst og fremst liggja í - hugsanlegum skæruhernaði. Ef landið væri hernumið.

En kjarni íbúa landsins með "herþjálfun" væri augljós grunnur að - andspyrnuhreyfingu í stíl við þá sem var til staðar í Evrópu í Seinna Stríði.

Slíkir hópar gætu starfað í landinu, valdið hersetuliði tjóni og öðrum vandræðum, þar til landið væri frelsað að nýju - ef til átaka af þessu tagi mundi koma.

 

Niðurstaða

Veikleiki hers Litháen er sennilega ekkert einsdæmi í löndunum þrem. Þessi lönd eru því sennilega nær algerlega háð aðstoð annarra NATO landa, ef til hernaðarátaka mundi koma. Sennilega gera yfirvöld í þeim sér grein fyrir að þeirra herir séu ekki raunverulega færir um að verja löndin.

Á hinn bóginn - - í því hugsanlega tilviki að hefjast mundu skærur við rússneska minnihlutann í þeim löndum. Og sá hópur er hæfi vopnaða andstöðu nyti aðstoðar Rússlands. Þannig að ekki verið verið að tala um - - innrás. Þá ættu þessir herir sennilega nokkra möguleika til að fást við átök af því tagi. En ef maður ímyndar sér að rússn. stjv. ætluðu að halda því fram að skæruliðar væru eingöngu að nota hergögn fáanleg innan landanna, þá mundi það vera of -gegnsætt- ef þeir færu að beita rússn. smíðuðum skriðdrekum. Svo að takmarkaður vopnabúnaður þessara herja - þarf ekki að leiða til vonlausrar stöðu þeirra ef átök af slíku tagi mundu hefjast. Eins og sumir óttast!

 

Kv.


Af hverju er afskaplega ólíklegt að Kína geri tilraun til þess að leggja dollarakerfið í rúst!

Nýlega fjallaði ég um dollarasvæðið í: Mér finnst alltaf jafn sérkennileg hin hægri sinnaða umræða innan Bandaríkjanna - sem heldur því fram að Bandaríkin séu stödd í nær óleysanlegum skuldavanda.

Þar benti ég á að ríkisþrot Bandaríkjanna er eiginlega algerlega ómögulegt.

Með öðrum orðum, eins og dollarakerfið virkar, sé það öldungis útilokað.

Ég fékk athugasemd þ.s. sett var upp ímynduð sviðsmynd þess eðlis, að Kína í samstarfi við Rússland, mundi skipuleggja aðför að Dollarakerfinu.

Leitast við að ýta honum til hliðar, og virðisfella stórfellt.

Af einhverjum óskilanlegum ástæðum, virðast fylgismenn þessarar hugmyndar, ímynda sér - - að ef Kína í bandalagi við "ónefndar þjóðir" mundi stórfellt virðisfella Dollarinn, að þá mundi það leiða til harkalegrar hnignunar Bandaríkjanna, og endaloka þeirra risaveldis stöðu í dag!

Það virðist mér einmitt samnefnari slíkra hugmynda - - draumurinn um endalok veldis Bandaríkjanna!

 

I. Því fer afskaplega fjarri, að það mundi þjóna hagsmunum Kína, að gengi Dollars mundi lækka, og það mikið

Þ.s. menn þurfa að átta sig á, er að Bandaríkin eru ekki ein í því að halda uppi því alþjóða viðskiptakerfi sem þau ásamt tilteknum lykil-löndum í Evrópu, ásamt Japan - Ástralíu - Canada o.flr. löndum, í sameiningu reistu á stall!

Viðskiptakerfið er í reynd hluti af, bandalagakerfi Bandaríkjanna. Og aðildarlönd þess, græða af mörgu leiti á því - þó svo það sé rétt að gróði Bandaríkjanna sé meiri, þegar tekið er tillit til þess, að þau eiga kjarna viðskiptagjaldmiðil þess kerfis, Dollarann.

Þá er gróði hinna landanna - til staðar. Og sá gróði er raunverulegur.

Sá hagnaður, gerir þau lönd að stuðningsaðilum þess kerfis, ásamt Bandaríkjunum.

  1. Bandaríkjamenn hafa verið mjög snjallir í því, að fá lönd til þess að starfa innan þessa viðskiptakerfis.
  2. Og þar með, gera þau háð því með margvíslegum hætti, og í gegnum það - að leiða fram það ástand, að þau sjái einnig hag í því að -styðja við kerfið.
  3. Það er ekki síst fyrir tilverknað þess, að þátttökuþjóðir "einnig græða á þátttöku í því" og um það eru fjölmörg dæmi, sbr. Japan, S-Kórea, Malasía - svo nokkur séu nefnd.

Kína er einmitt - - "case in point."

  • Takið eftir því, hvernig Bandaríkin hafa hleyft Kína inn í viðskiptakerfið, heimilað aðild Kína að "Heims-viðskiptastofnuninni" og gert Kína háð Bandaríkja-markaði.
  • Það eru nefnilega margir sem misskilja sambandið, en það að Kína framleiðir mikið af ódýrum varningi, sem Bandaríkin kaupa fyrir - Dollara. Þíðir að Kína er háð Bandaríkjunum - ekki öfugt.
  1. Gríðarlega mikið af framleiðslustörfum innan Kína, eru háð Bandaríkjamarkaði.
  2. Og þau framleiðslustörf eru háð -sterkum kaupmætti Bandaríkjamanna.

Það þíðir - - að Kína hefur mjög mikla hagsmuni af því, að Dollarinn haldi styrk sínum.

Í þeirri ímynduðu sviðsmynd, að kínv. stjv. í einhverju brjálæðis kasti mundu taka sig til að gera tilraun til þess að lækka dollarinn í virði - - og ímyndum okkur að það mundi takast.

Þá blasir við, að ef Dollarinn lækkar og það mikið, að þá verður hrun í eftirspurn innan Bandaríkjanna.

Það mundi leiða til, gríðarlegs atvinnuleysis innan Kína, á þeim svæðum þ.s. megin útflutnings fyrirtækin er að finna.

Að sjálfsögðu yrði við það - mjög verulegur efnahagssamdráttur í Kína.

Ég bendi fólki á, að eitt af því sem valdaflokkurinn í Kína óttast, er einmitt - kreppa og fjölda atvinnuleysi. Valdaflokkurinn í Kína, hefur varið gríðarlegum upphæðum af eigin gjaldmiðli í svokallaðan "stimulus" einmitt til þess að forða því að fjölda atvinnuleysi mundi skapast, þegar -heims kreppa skall á 2008.

Valdaflokkurinn óttast nefnilega, að fjölda atvinnuleysi geti leytt til uppþota, en sá flokkur þekkir vel sögu Kína, sem markast af afskaplega fjölmennum uppreisnum er verða þar við og við, þau skipti sem Kína hefur lent í alvarlegri kreppu.

Svo þarf að nefna, að útflutnings-iðnaðurinn, mun beita áhrifum sínum innan valdaflokksins, og sá iðnaður er sennilega líklegur að beita sér gegn - sérhverri tilraun sem getur grafið undan "kaupgleði" Bandaríkjamanna á kínverskum vörum.

 

II. Því fari afskapleg fjarri, að hugsanleg stór gengislækkun dollars væri ógn við stórveldis stöðu Bandaríkjanna, þaðan af síður að slík lækkun gæti leitt Bandaríkin í þrot

  1. Menn þurfa auðvitað að muna eftir því, að skuldir bandaríska alríkisins eru í Dollar. Það þíðir að sjálfsögðu að þær virðislækka einnig - ef Dollarinn mundi virðislækka. Ég sé því ekki með hvaða hætti hugsanleg lækkun Dollars mundi augljóst leiða til óleysanlegra skuldavandræða bandaríska alríkisins.
  2. Verða þá Bandaríkin í vandræðum með að fjármagna flotann og herinn? Af hverju? Hermenn og sjóliðar, fá greitt laun í Dollurum. Ef Dollarinn lækkar, þá lækkar sá launakostnaður samtímis.
  3. Svo smíða Bandaríkin sín herskip sjálf, og flest sín hergögn önnur. Það þíðir, að sá tækjabúnaður er þar með einnig innan Dollarakerfisins. Gengislækkun Dollars, mundi þá tryggja að sá kostnaður mundi einnig lækka - samhliða. En laun starfsmanna þeirra fyrirtækja eru þá einnig í Dollurum, sá launakostnaður fylgist þá að niður.

Allt innflutt eðlilega hækkar - - en tölvubúnaður sá sem notaður er af herbúnaði, er yfirleitt sérhæfður. Og smíðaður innan Bandaríkjanna.

Ég bendi fólki að auki á, að "heims kreppan" á sínum tíma, kom ekki í veg fyrir að Bandaríkin viðhéldu sínum flotastyrk. Og sú kreppa stóð allt fram að þeim tíma er þátttaka þeirra í Seinna Stríði hófst, og þá kom ekkert í veg fyrir - að Bandaríkin vígvæddust fyrir stríð.

Ég held að menn þurfi ekki að hafa nokkrar hinar minnstu áhyggjur af því. Að ímynduð stórfelld gengislækkun Dollars mundi leiða til svakalegrar hnignunar herveldis Bandar.

  1. Margir virðast hafa gleymt því, að allt fram á 7. áratuginn, voru Bandaríkin mjög mikil útflutningsþjóð. Bandarískar vörur voru hvarvetna á heimilum.
  2. Síðan breyttist það, þegar bandaríkin fóru í vaxandi mæli að flytja inn ódýrari tæknivarning fyrst frá Evrópu, síðan frá Japan - svo frá S-Kóreu, o.s.frv.
  3. Ég tel þetta hafa verið vísvitandi stefnu Bandaríkjanna, það að heimila "bandalagsþjóðum sínum að græða á viðskiptum við eigið land." Það batt þær þjóðir og Bandaríkin nánar saman. Ekki síst - vegna hagsmunatengslanna sem skópust.
  4. Og Bandaríkin hafa haldið þessu áfram - að gera þjóð eftir þjóð, háða Bandaríkjamarkaði.
  • Ef dollarinn lækkar stórt, þá verða einnig þau áhrif, að bandarísk útflutningsfyrirtæki verða þá - ákaflega samkeppnisfær.
  • Hið minnsta við þjóðir - þeirra gjaldmiðlar mundu ekki "fylgja Dollarinum niður."

En þ.e. t.d. erfitt að sjá fyrir sér annað en t.d. evran mundi fylgja nokkuð vel dollaralækkun, þ.s. Evrópa yrði líklega einnig í kreppu í slíkri ímyndaðri sviðsmynd.

En í slíkri ímyndaðri sviðsmynd, mundi líklega gjaldmiðill Kína - hækka hratt gagnvart Dollar og Evru, þar af leiðandi. Og það einnig hafa áhrif á samkeppnis umhverfi innan þeirra landa, sem hefðu í þeirri ímynduðu sviðsmynd, ákveðið að nota gjaldmiðil Kína í viðskiptum sín á milli.

 

III. Stór Dollaralækkun -ef hún væri framkvæmanleg- væri sennilega heimskreppuvaldur

Að sjálfsögðu þiddi það - stóran efnahags samdrátt í Bandaríkunum einnig, ef neysla mundi minnka stórfellt. Höggið mundi ekki bara lenda á Kína. Valda kreppu þar. Heldur einnig kreppu í Evrópu sbr. ábendinguna að ofan, og auðvitað einnig í Asíu, og örugglega í S-Ameríku og Afríku.

Samdráttur í neyslu yrði einnig í Evrópu - það högg mundi einnig lenda á Kína. Við erum í reynd að tala um þá brjálæðis aðgerð - - > Að vísvitandi búa til heims kreppu á skala við þá sem var á 4. áratugnum.

  • Það má alveg fastlega reikna með því, að við þetta mundu samskipti svokallaðra Vesturlanda við Kína, snarversna. Og hverja þá þjóð sem mundi taka þátt í slíku - plotti.
  • Þær þjóðir sem mundu skipuleggja slíkt plott, yrðu sennilega að búa til -lokað viðskiptakerfi sín á milli.
  • Annars yrðu þeirra fyrirtæki undir miklu -samkeppnisálagi.
  • Ef viðskipti yrðu áfram -opin.
  • Þ.s. ef þau notuðust í sameiningu við gjaldmiðil Kína, er mundi í slíkri sviðsmynd snarhækka gagnvart megin gjaldmiðli Evrópu og Dollar. Þá mundi eðlilega skapast mjög hagstæð samekppnisskilyrði fyrir evr. og bandar. fyrirtæki á þeirra markaði - - > Þá yrðu það fyrirtæki í þeim löndum er notuðust v. gjaldmiðil Kína. Er yrðu með háan kostnað, og þróun sl. 30 ára mundi snúast við, þ.e. sú þróun að störf færist til Asíu. Þess í stað færðust þau til Bandar. og Evrópu. Og Evrópa og Bandar. mundu þá safna auð í gjaldmiðli Kína. Allt kerfið mundi þá virka - - í öfuga átt.
  • Nema, ef löndin sem mundu taka þátt í plottinu með Kína, mundu setja upp "lokað viðskiptakerfi sín á milli."

Ef það væri lokað viðskiptakerfi!

Þá værum við að tala einnig um sviðsmyndina - - Kalda Stríð 2.

En síðast var það að til voru lönd sem voru með sinn eigin lokaða viðskiptaklúbb, sem var í andstöðu við svokölluð Vesturveldi, þá var það í Kalda-stríðinu.

Á hinn bóginn, ef þau velja -opið viðskiptakerfi áfram- þá eins og ég sagði "snýst allt við" en menn verða að muna, að Kína hefur vísvitandi haldið gengi síns gjaldmiðils lágu, þ.e. auðvitað til þess að skapa útflutningi aukið samkeppnisforskot - ekki bara lág laun.

Þ.e. rökrétt, að ef Kína mundi skapa það ástand að þeirra gjaldmiðill væri í staðinn "hár" miðað við Dollar og Evru - - þá mundi það ástand bitna á samkeppnishæfni fyrirtækja þar, sem og auðvitað fyrirtækja í hverju því landi, sem mundi starfa með þann gjaldmiðil í viðskiptatengslum við Kína.

  • Svo þá gætu Bandar. og Evr. leikið sama leikinn og Kína undanfarin ár, að framleiða varning á hagstæðu verði - - viðhafa hagstæðu viðskiptasambandi við Kína, og þau lönd sem mundu nota gjaldmiðil Kína - - > Í þeirri sviðsmynd, að Kína mundi framkvæma þá aðgerð -segjum að hún heppnist- að lækka til muna Dollar, og ég tel næsta öruggt að Evran mundi í slíku samhengi fylgjast að Dollarnum.

Kína hefur ekkert elfst með neinum göldrum - - þetta hefur verið, lág laun, og, lágt gengi.

Svo ef það verða "lág laun í Evr. og Bandar." og "lággengi" þá auðvitað rökrétt séð, mundu það verða evr. og bandar. framleiðslufyrirtæki er mundu "sækja á" þau kínv. og einnig fyrirtæki í þeim löndum, er mundu nota kínv. gjaldmiðilinn í slíkri sviðsmynd.

 

IV. Aftur á móti er ég algerlega viss um, að Kína hafi ekki nokkurn hinn minnsta áhuga á því að stefna að endalokum Dollarakerfisins!

Menn mega ekki láta það glepja sig, að Kína sé að efla veldi sitt. Sé að reisa sér margvíslegar fjölþjóða stofnanir, ætlað að - auka áhrif Kína. Og að þær séu að mörgu leiti í samkeppni við aðrar sambærilegar slíkar.

  1. Ég tel að Kína hafi fyrst og fremst áhuga á, að auka áhrif sín, innan núverandi kerfis.
  2. Kína græði alltof, alltof mikið á því að viðhalda því, til þess að það sé í nokkru raunhæft, að Kína vilji leggja núverandi alþjóða kerfi í Rúst.
  3. Sama gildi um "háa Dollarinn" að Kína græðir alltof, alltof mikið á því að Dollarinn sé lár - - til þess að vilja lækka hann.
  4. Með því, að byggja upp margvíslega stofnanir sem styðja við áhrif Kína, þá vex vigt Kína - innan núverandi alþjóða kerfis.
  • Kína sé mun frekar, að byggja upp þrýsting - um að fá Vesturlönd til að fallast á að breyta atkvæðahlutföllum innan ríkjandi stofnana.
  • En með því að gera þann möguleika trúverðugan, að Kína sé fært um að ógna þeim stofnunum, þá um leið - vex þungi þess þrýstings Kína, að Vesturlönd gefi að einhverju verulegu leiti upp völdin innan þeirra.
  • Kína á einnig eftir, að efla frekar neyslu innan Kína - svo að hlutfall neysluhagkerfisins í Kína vaxi í hlutfalli við útflutningshagkerfið. Og þar með, einnig að Kína geti eins og Bandaríkin hafa gert, í vaxandi mæli - gert lönd háð innanlandsmarkaði Kína. Og þar með, eins og Bandaríkin, byggt upp sitt "soft power."

Eftir því sem kínverska hagkerfið færist upp þróunarstigann, neysluhluti hagkerfis þeirra vex - þá mun sífellt fjölga þeim þjóðum sem eiga mest viðskipti sín við Kína.

Þetta tel ég miklu mun líklegra - - en snögga byltingu.

Það er, hæga þróun!

Ég held þetta sé réttari lýsing á stefnu yfirvalda í Kína. Heldur en þær hugmyndir, að Kína sé líklegt að standa fyrir - byltingu innan heimskerfisins.

Stefna þeirra sé - - varfærin. Þeir sem ráða þar - - séu afar ólíklegir til þess, að taka stórfellda áhættu af því tagi, sem þeir sem eru með vangaveltur um að Kína steypi viðskiptakerfi Bandaríkjanna og Vesturlanda innan fárra ára - ímynda sér.

 

Niðurstaða

Ég tel að því fari afskaplega fjarri að þeir aðilar sem stjórna Kína séu byltingarsinnar. Flestir þar við völd nú, virðast mjög tengdir inn í viðskiptalíf Kína. Og það síðasta sem viðskiptalíf Kína vill - - er einhver ævintýrastefna er mundi skapa heimskreppu.

Þátttaka Kína í núverandi heims viðskiptakerfi, hefur skapað mörgum innan viðskiptalífs Kína gríðarlegan auð. Og verulegur hluti af þeim auð, hefur síðan seytlað upp til valdaelítunnar í kringum valdaflokk Kína.

Og gert valdaflokkinn, þar með -"hooked on Dollar wealth."

Mun líklegra er, en að Kína leitist við að lækka Dollarinn, er að Kína leitist við - að hækka hann. En sterkur Dollar þíðir, enn meiri Dollara-auð til útflutningsfyrirtækjanna í Kína, og þar með enn meira Dollara-auð inn í valdakerfið í flokknum.

Það hafi verið snilldar bragð af Bandaríkjunum, og Vesturveldum - að fá Kína sem fulla meðlimi að "Heims Viðskiptastofnuninni" og þar með viðskiptakerfi því sem Vesturveldi hafa búið til.

  1. Ég get í raun og veru, ekki ímyndað mér þá sviðsmynd skapast, að Kína skipti um skoðun hvað þetta varðar.
  2. Nema að einhver önnur stór krísa, skapi algert rof í samskiptum Vesturvelda við Kína.

Það sé algerlega öruggt, að engar líkur séu á þannig rofi, vegna deilu Rússlands við Vesturveldi.

Kína hafi engan áhuga á að fórna sínum viðskiðtagróða fyrir hagsmuni Rússlands.

 

Kv.


Er Pútín að kaupa atkvæði Ungverjalands innan ESB?

Styrr stendur þessa dagana um gríðarlega kostnaðarsaman samning milli Ungverjalands og Rússlands, sem gengið var formlega frá í sl. viku er Pútín kom í opinbera heimsókn til landsins, þ.s. forsætisráðherra landsins Victor Orban tók við honum með kostum og kynjum - - > sá samningur er um nýtt kjarnorkuver.

Hungary-Russia nuclear power deal faces Brussels roadblock

http://eng.news.kremlin.ru/media/events/photos/big/41d4429e4f1e0a42107e.jpeg

Kjarnorkutækni, er ein af svokölluðum "legacy" þáttum frá dögum Kalda-stríðsins, en á tímum þess þróuðu Sovétríkin sín eigin -vatnskæld kjarnorkuver- og mér finnst afar, afar líklegt. Eða, ég geri ráð fyrir að sú tækni sem boðin er í dag til Ungverjalands, sé á grunni kjarnorkutækni "Sovétríkjanna" með einhverjum tæknilegum umbótum.

  • En mér finnst afar sennilegt að Rússland sé fært um að smíða slík kjarnorkuver, byggð á tæknilega uppfærðri sovéskri tækni.
  • Algerlega innan -Rúbblu svæðisins- þá meina ég, án þess að þurfa að kaupa hluta búnaðarins frá 3-löndum fyrir erlendan gjaldeyri.
  1. Þá sé ekkert mál fyrir Pútín, að lofa 80% fjármögnun á verkefninu - - og bjóða hagstæð "rúbblu" lán til Ungverjalands, til langs tíma - geri ég ráð fyrir.
  2. Hafið í huga, að rússneskir bankar eru allir í ríkiseigu í dag, þannig að það að taka stórt lán af Rússlandi, örugglega þíðir það nákvæmlega sama og að taka stórt lán af Kína þ.s. bankar eru einnig allir í ríkiseigu.
  3. Það er örugglega unnt að treysta því að það sama gildi um lán frá Rússlandi og lán frá Kína, að meðferð þeirra sé -meginhluta í hendi stjórnvalda. Þó þau séu "veitt af bönkum" þá sé ákvörðun um veitingu viðkomandi lána til "erlends lands" mjög sennilega tekin innan "stjórnkerfis landsins" ekki í reynd - innan þeirra banka er formlega veita þau lán.
  4. Það þíði, að með þessu - sé Victor Orban að veita Pútín "tak á Ungverjalandi." En ef síðar meir, ef koma stjórnvöld t.d. sbr. Úkrínu - - sem ekki sem vilja gera eitthvað sem Rússland metur gegn sínum hagsmunum; þá skapi slíkt risalán stjv. Rússlands tækifæri til þess að beita slík stjv. þrýstingi. Tja - sambærilegan við þann þrýsting sem Úkraína var beitt meðan Viktor Yanukovych var við völd, það bætist við það ástand - að rúmlega helmingur heildarviðskipta Ungverjalands er við Rússland. Sem þá bíður upp á þann möguleika að Rússland beiti sambærilegum þvingunum á slík framtíðar stjv. Unverjalands, sbr. viðskiptahótanir og hótanir tengd lánum, sem Viktor Yanukovych var beittur á sínum tíma - - til þess að fá hann að skipta um stefnu í mikilvægu atriði er sneri að utanríkismálum, þ.e. hvort ætti að semja við ESB eða nánari viðskiptatengsl við Rússland. Ég tel að það hafi verið sá þrýstingur sem hleypti af stað þeirri þjóðernis-sinnuðu bylgju innan Úkraínu er á endanum leiddi til falls Viktor Yanukovych.
  5. Victor Orban hefur þá stefnu, að vingast við Rússland - og efla frekar viðskipti við landið. Eins og fram kemur í frétt, þá þegar sér Rússland Ungverjalandi fyrir 80% af innfluttri olíu, og 60% af gasi. Með öðrum orðum, erum við þegar að tala um -vel yfir 50% heildar-orkunotkungar landsins sem Rússland veitir- og með því að reisa 1200MW kjarnorkuver -hafandi í huga Rússalánið- þá verði landið fyrir bragðið ef e-h er, enn háðara Rússlandi.

Það sem ég velti fyrir mér - er hvort að með þessu sé Pútín að kaupa atkvæði Ungverjalands innan stofnana ESB?

En mig grunar að lánið sé í Rúbblum, þó ég hafi ekki tékkað á því sérstaklega þ.s. það kom ekki fram í þessari frétt - þá er það alveg rökrétt hafandi í huga takmarkað magn af erlendum gjaldeyri í Rússlandi.

Að veita lán í Rúbbum -væri á hinn bóginn- alveg áhættulaust fyrir Rússland.

Og ef Unverjaland hefur næg Rússlandsviðskipti - getur Ungverjaland útvegað sér nægileg af Rúbblum.

Ef svo er, að Pútín með þessu tryggi sér atkvæði Unverjalands innan stofnana ESB, þegar mikilvæg mál fyrir Rússland eru til umfjöllunar í þeim stofnunum.

Þá snúast þessi viðskipti um miklu mun meira - en bara orkumál, eða viðskipti milli Ungverjalands og Rússlands.

  1. Þetta er þá þáttur "divide and rule" tilraun stjórnvalda Rússlands.
  2. Bein atlaga að því, að veikja getu ESB til þess að beita sér gegn rússneskum hagsmunum, ef þ.e. mat meirihluta aðildarríkja ESB, að Rússland sé að skaða hagsmuni V-Evrópu landa.

Eins og fram kemur í frétt - - eru samkeppnis yfirvöld í Evrópu að skoða málið.

Einnig er EURATOM að rannsaka gerninginn.

Báðar þessar ESB stofnanir þurfa að samþykkja gerninginn, en hvor um sig hefur vald til þess - að hafna honum.

En tæknilega væri unnt að breyta einhverju mikilvægu atriði í samningnum, og síðan leggja hann að nýju fram.

Ég hugsa að þær stofnanir -í ljósi hins stór pólitíska þátts- að það sé líklega ekki tilviljun að þessi samningur komi nú fram - - > Og að Rússland sé á sama tíma í deilu við ESB og meirihluta aðildarríkja ESB um Úkraínu - - > Að þær stofnanir líklega leiti að afsökun til þess að drepa þennan samning, á sama tíma eru þær bundnar af reglum og lögum ESB, og verða þá að finna því stað í þeim lögum og reglum, ef þær ætla að beita "neitunarvaldi." - - > Þá auðvitað hefur Ungverjaland þann möguleika að vísa málinu til Evrópudómstólsins, og einnig, gæti Rússland boðið nýjan samning um kjarnorkuverið með einhverju mikilvægu atriði breyttu.

Ég held það væri afskaplega barnaleg afstaða að líta svo á - að samningur Rússlands við Victor Orban um nýtt kjarnorkuver í Ungverjalandi, snúist eingöngu um orkumál innan Unverjalands.

Þetta sé þvert á móti sennilega stórpólitísku gerningur!

 

Niðurstaða

Eins og fram kemur, þá grunar mig að miklu meira hangi á spýtunni þegar kemur að samningi Pútins við Orban forsætisráðherra Unverjalands, um smíði nýs risa-kjarnorkuvers í Ungverjalandi - - en bara orkumál innan Unverjalands. Það þurfi að hafa það samhengi í huga, sem er deila flestra aðildarríkja ESB við Rússland sem stendur yfir í dag. Mig grunar að með slíkri risafjárfestingu og líklega hagstæðum lánasamningi, sé Rússland beinlínis að tryggja sér atkvæði Ungverjalands innan stofnana ESB þegar kemur að málum sem varða Rússland. Þannig veiki Pútín getu ESB til þess að standa uppi í hárinu á Rússlandi, með því að tryggja sér -sennilega- neitunarvald Ungverjalands.

  • Ég hugsa samt að ef deilan við Rússland harðnar verulega til viðbótar.
  • Muni meirihluti aðildarríkja ESB, ekki láta neitunarvald Ungverjalands, stöðva sig.

Það muni þó leiða til þess - að ákvörðun um frekari aðgerðir gegn Rússlandi.

Gæti orðið að taka - utan við stofnanir ESB.

Eins og þegar Bretland beitti neitunarvaldi gegn svokölluðum "stöðugleika sáttmála" að þá fóru aðildarríkin á svig við neitunarvald Bretlands - - með því að stofna til þess sáttmála "utan við stofnanir ESB."

Það mundi samt auka verulega flækjustig ákvarðana um frekari refsiaðgerðir á Rússland - eða einhverjar aðrar aðgerðir gegn Rússlandi.

Ef í framtíðinni þurfi að standa í því að hrinda þeim í verk, með sambærilegum hætti, og til "stöðugleika sáttmálans" var stofnað.

 

Kv.


Er Maduro forseti Venesúela að stefna að einræði?

Þetta eru spurningar sem umfjallanir nokkurra erlendra fjölmiðla varpa fram, í kjölfar handtöku borgarstjóra Caracas, Antonio Ledezma - en sá er nú á sínu öðru kjörtímabili sem borgarstjóri höfuðborgar landsins, og hefur allan tímann verið yfirlýstur stjórnarandstæðingur.

Seint á síðastliðnu ári var annar -vinsæll stjórnarandstöðuleiðtogi einnig handtekinn- María Corina, ákæra formlega birt í desember - skv. henni var Corina sakaður um ráðabrugg um að ráða Maduro forseta af dögum.

Þriðji stjórnarandstöðuleiðtoginn, Leopoldo López, var handtekinn einnig á sl. ári, í kjölfar fjölmennra mótmælaaðgerða er fóru úr böndum og 43 létu lífið - - og hefur verið í haldi síðan í fangelsi á vegum hersins.

  • Með handtöku Ledezma - - eru 3-þekktustu og vinsælustu stjórnarandstæðingarniar í haldi samtímis.

Ef marka má Maduro - er Ledezma sekur um heldur betur ekkert smáræði, þ.e. ráðabrugg um byltingu þ.s. koma við sögu að sögn Maduro leyniþjónusta og her Kólumbíu, og auðvitað leyniþjónusta og her Bandaríkjanna - - á auglýsing sem Ledezma lét birta nýverið í þekktu stjórnarandstöðublaði að hafa verið "call to arms."

  • Maduro virðist kalla alla stjórnarandstæðinga fasista.

Maduro - “Every fascist has his day,” - “I have heard them saying that this is a lie, this is a show,” - “Because the United States gave the order, you have to mock the accusation, it must be trivialized. This is serious.”

  • Ef marka má ásakanir gegn Corina og López, eru þeir einnig handbendi erlendra ríkja - - sem ef marka má Maduro, eru stöðugt að grafa undan stjórn landsins.
  • Ef marka má Maduro, er allt sem miður hefir farið í landinu, að kenna samsræri óvinveittra erlendra ríkja, í bland við samsæri einka-aðila innan Kólumbíu.

En, einnig í sl. viku, var stærsta matvörukeðja landsins í einkaeigu - tekin yfir af ríkinu, stjórnendur hennar hnrepptir í varðhald: Venezuelan supermarket owner fights state takeover

En skv. Maduro, er óvinveittum einka-aðilum kennt um langar biðraðir í landinu eftir brýnustu nauðsynjum - skv. yfirvöldum voru stjórnendur, Dia Dia, keðjunnar - sekir um að safna birgðum af brýnum nauðsynjum og þannig halda þeim frá fólkinu.

Dæmi um kvað ég á við þegar ég segi - langar biðraðir!

Sjá eldri umfjallanir:

Markaðir meta 80% líkur á gjaldþroti Venesúela

Hrun yfirvofandi í Venesúela?

Sjá fréttir um handtöku borgarstjóra Caracas sl. fimmtudag:

Venezuela's Arrest Of Caracas Mayor Sign Of Broader Crackdown

Mayor’s Arrest on Sedition Charges Deepens Sense of Crisis in Venezuela

Venezuela charges Caracas mayor Ledezma over 'conspiracy'

Sliding toward dictatorship

The end of Chavez's socialist dream in Venezuela

 

 

Ég tel að þessar handtökur séu á hæsta máta grunsamlegar

Skv. nýlegum skoðanakönnunum, mælist Maduro einungis með 20% fylgi, það má alveg halda því fram - að hann sé vísvitandi að beita stjórnvaldi, til þess að lama stjórnarandstöðuna - - svo hann nái endurkjöri þrátt fyrir hratt dalandi vinsældir.

En efnahagsásandið er virkilega -graf alvarlegt- í janúar var skuldatryggingaálag landsins komið í vel rúma 5.000 punkta þ.e. 50% áhættuálag á skuldir Venesúela. En sennilega hefur ekkert landa farið eins illa út úr - olíuverðs lækkunum sl. 10 mánaða og Venesúela - - margir óttast greiðslufall landsins í október þegar stór gjalddagi er framundan.

Eins og sést á mynd að ofan, er gríðarlegur vöruskortur í landinu, og virkilega langar biðraðir í þær fáu verslanir þ.s. enn er eitthvað á boðstólum.

Verðbólga, er sú hæsta í heimi, þetta er víst -raunverulega satt.

Landið hefur tekið tugi milljarða dollara í lán frá Kína á allra síðustu árum - - en ekki nokkur maður veit í hvað það fé hefur farið, en skv. frásögn sem ég sá nýlega, þá hefur engin af þeim framkvæmdum sem til stóð að hrinda í verk fyrir það fé - komist í verk. - Mig grunar einfaldlega það allra versta, að innanbúðar menn í flokknum, séu að maka krókinn.

  • En þessi skuld getur mjög vel skýrt matarskortinn, vegna þess að Kínverjum er greitt með -olíu- ekki með beinum fjárútlátum af skattfé.
  • En það auðvitað þíðir, að þá er minna eftir af gjaldeyristekjum - - til innflutnings.
  • Og einnig, minna eftir af gjaldeyristekjum - - til að greiða af öðrum erlendum skuldum.
  • Og þegar allt í einu olíuverð -hrinur um helming- en Kínverjar halda áfram að fá sitt.

Þá skellur eðlilega á alvarlegur vöruskortur.

Og greiðsluvandræði blasa við, þegar kemur að öðrum erlendum skuldum.

  1. Í ljósi ástandsins, þá er afar freystandi á álykta, að það sé líklega rétt - að Maduro sé að handtaka stjórnarandstöðuleiðtoga, að ásakanir séu -tilbúningur- og hann síðan beiti ríkisfjölmiðlum landsins til þess að dreifa þeim.
  2. Ég er einnig viss um, að hann er að handtaka bakara fyrir smið, þegar hann tekur yfir verslanir - með ásökunum um misferli.
  3. Þegar mér virðist gegnsætt, að vöruskortinn megi rekja til ákvarðana stjórnarflokksins, um lántökur frá Kína - - og enginn veit hvað orðið hefur af því fé.

Að einhverju leiti má líkja þessu kannski við, handtöku á Navalny í Rússlandi, þekktasti stjórnarandstæðingur Rússlands - sennilega - sem dæmdur hefur verið fyrir misferli innan einkafyrirtæki sem hann starfaði fyrir um hríð. Mér finnst þær ásakanir afar grunsamlegar.

 

Ég óttast borgarastríð í Venesúela!

En mér virðist augljóst, að ef Maduro tekst að vinna kosningarnar sem fram eiga að fara fram nk. vetur, með því að -skipulega handtaka vinsæla stjórnarandstöðuleiðtoga- og stinga þeim bak við lás og slá.

En með sí versnandi lífskjörum - og versnandi vöruskorti - og hækkandi verðbólgu.

Þá eru þau lífskjör sem stjórnin byggði upp á sl. áratug, nú hrunin. Stuðningur við stjórnina virðist mjög saman skroppinn.

Samtímis -eðlilegt miðað við þannig aðstæður- vex fylgi landsmanna við gagnrýnendur.

Ef almenn skoðun verður sú, að nk. kosningar - - verði nokkurs konar svindl. Það verði algeng upplifun - - að Maduro leyfi ekki andstöðunni, að koma sér á framfæri með eðlilegum lýðræðislegum leiðum.

Þá gætu átökin í landinu smám saman færst yfir í - vopnuð átök.

Fylkingarnar í landinu, gætu farið að berjast á strætum og torgum, og skógum, með vopnum.

 

Niðurstaða

Mér virðist Maduro vera að beita bolabrögðum á stjórnarandstöðuna. En ég kaupi það ekki, að erlent ráðabrugg standi að baki. Að sjálfsögðu var gerð tilraun á sínum tíma í tíð Bush forseta. En það þíði ekki að slíkar tilraunir séu í gangi í dag.

Líklega sé stjórnin - að veifa ásökunum um "erlent ráðabrugg" til að eyða gagnrýni.

Olíuverð hafi lækkað, vegna aukinnar olíuframleiðslu í Bandaríkjunum - það sé af og frá, að Bandaríkin hafi verið að framleiða olíu -til þess að koma Rússlandi og Venesúela á kaldan klakann.

Heldur virðist mér blasa við, að vandræði Rússlands annars vegar og Venesúela hins vegar, séu bersýnilega stjórnvöldum beggja landa að kenna - - en í báðum tilvikum sé um að ræða flokka sem hafa verið við völd í langan tíma, þ.e. meira en 20 ár. Í báðum tilvikum hafa verulega miklar breytingar á stjórn landsins, og á skipan efnahagsmála - farið fram.

Það áhugaverða er, að bæði stjórnvöldin hafa - ríkisvætt hátt hlutfall atvinnulífs.

En á sama tíma, fæ ég ekki betur séð, en að í báðum tilvikum hafi stjórnvöldum mistekist að -fjölga stoðum undir þeirra hagkerfum. En 70% gjaldeyristekna Rússlands koma frá olíu og gasi - í tilviki Venesúela er hlutfallið 90%.

Til samanburðar við Ísland - - er sjávarútvegur nú kominn niður í ca. 33%.

  1. Það að vera með hagkerfi svo gríðarlega háð olíu og gasi.
  2. Þíðir auðvitað, að útflutningstekjur eru mjög viðkvæmar fyrir sveiflum á verðlagi á alþjóða mörkuðum á þeim afurðum.
  • Það má líkja ástandi þessara landa - við það hvernig mál voru á Íslandi, meðan að útflutningstekjur af sjávarútvegi voru meira en 50% gjaldeyristekna.
  • En þá þurfti gengi krónunnar, ávalt að síga mjög fljótlega, ef tekjustaða sjávarútvegs versnaði.
  • Muna einnig, að Ísland hefur lent í sambærilegu ástandi vöruskorts og Venesúela glýmir við í dag - svokallað haftatímabil.

Mér virðist blasa við - að stjórnarflokkur Venesúela hafi einfaldlega gersamlega klúðrað efnahagslegir uppbyggingu landsins.

Fókusinn virðist hafa verið á að -endurdreifa auðnum- á sama tíma sbr. þá stöðu að 90% gjaldeyristekna komi frá olíu og gasi, hafi augljóst ekki tekist - - að reisa frekari stoðir undir "lífskjör landsmanna."

En þ.e. ekki nóg - - > Að bara endurdreifa.

Það þarf einnig - - > Að byggja upp hagkerfið.

Þannig styrkja stoðirnar undir kjörum almennings.

 

Kv.


Aðildarríki evrusvæðis og Grikkland ákveða að fresta deilunni um skuldamál Grikklands - um 4 mánuði

Mér virðist þetta niðurstaðan af útkomu föstudagsins - í henni virðast felast umtalsverðar eftirgjafir ríkisstjórnar Syrisa flokksins, þ.e. Syriza flokkurinn samþykkir að uppfylla skilyrði þess björgunarprógramms sem nú er að ljúka - - og samtímis sækir um framlengingu á björgun um 4 mánuði. Var sú lending samþykkt af aðildarríkjunum.

"The Greek finance minister, Yanis Varoufakis, arrives for Friday's meeting with Eurozone finance ministers. Credit John Thys/Agence France-Presse — Getty Images"

  • Skv. samkomulaginu hafa aðildarríki evrusvæðis 4-viðbótar mánuði til þess að semja um málefni Grikklands, við hin nýju stjórnvöld Grikklands.
  • Samkomulagið virðist fela í sér, að stjórn Syriza flokksins - tekur til baka aðgerðir sem framkvæmdar voru strax og flokkurinn komst til valda, svo sem að taka til baka lækkanir launa opinberra starfsmanna, taka til baka brottrekstur nokkurs fjölda þeirra, hækkun lágmarkslauna þ.e. taka aftur lækkun þeirra - - svo nokkur atriði séu nefnd.
  • Að auki lofar Syriza flokkurinn, að framkvæma ekkert "einhliða" sem ógnar stöðu björgunarprógramms Grikklands - þá 4. mánuði sem aðildarríkin samþykktu að framlengja.

Það má því líta á niðurstöðuna sem - vopnahlé!

Ef ekki endilega - formlega uppgjöf!

Greece Reaches Accord With European Officials to Extend Bailout

Greeks and eurozone agree bailout extension

Í því felst þó sú "uppgjöf" að samþykkja að ljúka núverandi björgun, uppfylla öll skilirðin, sem líklega ofan í þ.s. ég nefndi að ofan - þíðir væntanlega, sú sala ríkiseigna sem Syriza flokkurinn var á móti.

"Greece will not receive any of a €7 billion installment from the bailout until it has carried out all remaining reforms required by creditors, some of which Mr. Tsipras had pledged to roll back."

Akkúrat, og það hanga 7 milljarðar á spýtunni - síðasta útborgunin á björgunarpakkanum sem er að renna út!

Það virðist samt ekki - að Grikkland hafi náð engu fram!

  1. Aðildarríkin virðast hafa samþykkt, að opna umræðuna um skuldamál Grikklands.
  2. Hvað það akkúrat þíðir - á eftir að koma í ljós, en sú umræða, þær viðræður, hafa nú 4 mánuði.

Bendi ykkur á áhugaverða skoðun:

Greek Debt Is Vastly Overstated, an Investor Tells the World

 

Niðurstaða

Aðildarríki evrusvæðis eina ferðina enn, labba með mál Grikklands fram á blábrún og enn eina ferðina, á 11-stundu kjósa að - ganga ekki fram af þeirri brún. Það verður áhugaverð að fylgjast með umræðunni um skuldir Grikklands meðan að á samningum stendur. En margir eiga eftir að þurfa að klifra niður af þeim tindum sem þeir settu sinn málflutning upp á.

 

Kv.


Gæti Podemos flokkurinn komist til valda á Spáni í þingkosningum nk. vetur?

Podemos "við getum" flokkurinn kom fram á sjónarsviðið fyrir rétt rúmu ári, og hefur risið hratt í könnunum, mælist sl. hálft hár á bilinu 20 - 28%. Í sumum könnunum mælist Podemos stærstur - í öðrum, næst stærstur.

Í kjölfar sigurs Syriza flokksins í Grikklandi, er ekki furðulegt að fólk íhugi hugsanlega valdatöku Podemos.

Þessi könnun var birt í El País þann 8. febrúar 2015: New Metroscopia Poll Confirms Podemos Lead And Collapse In Support For Spanish Socialist Party

metroscopia-febrero-2015-graph

  1. Eins og sést þá hefur sósíalistaflokkurinn heldur betur farið halloka undanfarna mánuði - fylgið í frjálsu falli, komið niður í 18,3% - þrátt fyrir stjórnarandstöðu.
  2. Stjórnarflokkurinn Partito Popular meginhægriflokkur Spánar, í þessari könnun er -næst stærstur- á eftir Podemos. Eins og sést, hefur hans fylgi einnig minnkað töluvert síðan Podemos kom fram á sjónarsviðið.

Í áhugaverðri umfjöllun Financial Times: Podemos’ populist surge

Koma fram áhugaverðar upplýsingar um það hvernig Pablo Iglesias leiðtogi Podemos, stjórnmálafræðingur að mennt - hagar málflutningi sínum.

En hann virðist ekki leyna því, að hann stefni að völdum - hann virðist hafa greint spænskt samfélag þannig, að einna best sé að halda á lofti "gagnrýni á pólitíska spillingu" en Partito Popular flokkur Mariano Rajoy forsætisráðherra - hefur þurft að glíma við mjög harkalegt hneyxli innan flokksins, spilling sem tengist fjármögnun kosningabaráttu flokksins fyrir þingkosningarnar síðustu - spillingarrannsókn yfirvalda hafi leitt til handtöku mikilvægra flokksmeðlima hef ekki fylgst með málinu um nokkurn tíma svo ég er ekki viss hovrt dómar hafa fallið - - en t.d. fyrrum fjármálastjóri flokksins viðurkenndi sekt opinberlega, án þess þó að innvikla formann flokksins forsætisráðherrann í þá spillingu, en þ.e. óhætt að segja að marga á Spáni gruni að Rajoy hljóti að hafa verið málin kunnug - þrátt fyrir neitun hans, og að flokksmeðlimir sem hafa játað sekt hafi ekki blandað honum í málið.

Miðað við mál -Hönnu Birnu- hér á Íslandi, þá þetta mál á allt öðrum skala.

Að auki höfðar hann til - almennrar óánægju með gríðarlegt atvinnuleysi - og kröpp kjör fjölmargra á Spáni sem hafa séð sin kjör versna síðan kreppan hófst.

Þó að hagvöxtur mælist á Spáni, atvinnuleysi hafi minnkað smávegis - er það mjög sennilega enn það mikið, að ólíklegt sé að aukin eftirspurn eftir vinnuafli sé farin að leiða til launahækkana. Með öðrum orðum, að almenningur sjái ekki góðæri í sínum kjörum.

  • Áhuga vekur hjá mér - - þjóðernissinnuð ummæli, sem virðast kalkúleruð til þess, að fá hægri sinnaða óanægju hópa til að kjósa Podemos.
  • Gæti skýrt af hverju fylgi beggja stóru flokkanna virðist minnka samtímis, að Podemos sé að takast að ná óánægðum frá báðum fylkingum.

"And, as the rally last month showed, Mr Iglesias is more than ready to appropriate political language that has traditionally been anathema to the European left. In his speech, he referred repeatedly to the patria, or fatherland, and his pride in Spain."

Hann virðist með öðrum orðum vera að gera tilraun til þess að ná öllum 3-megin óánægjuhópunum:

  1. Þeim sem eru óánægðir með pólitíska spillingu.
  2. Þeim sem eru óánægðir með kreppu og atvinnuleysi.
  3. Og þeim sem finnst -of mikil völd vera að færast til Brussel.-

En hver hann raunverulega er - þessi Pablo Iglesias.

Má sennilega ráða betur af nýlegri mynd - sem tekin var í Grikklandsheimsókn.

Alexis Tsipras Pablo Iglesias

Hans helstu samstarfsmenn, virðast vera aðdáendur flokka frekar langt til vinstri, þar á meðal Chawez í Venesúela - þó að í ljósi þess hruns sem blasi nú við því landi, sé sennilega ekki snjallt að halda slíkum tengslum nú á lofti.

Fæstir virðast telja að Pablo Iglesias sé líklegur til valda - - en hver veit.

Eitt er að sjá mótmæla flokk við völd í Grikkland - - Spánn er allt annað dæmi.

Evrópulöndin greinilega telja óhætt að vera ruddaleg við ríkisstjórn - - Syriza.

Efa að framkoman væri alveg eins harkaleg - - ef Pablo Iglesias næði kjöri.

 

Niðurstaða

Kosningabaráttan á Spáni nk. haust getur orðið áhugaverð, í ljósi þess að hinn nýi -sennilega vinstri flokkur- Podemos, hefur verið að mælast annað hvort stærstur eða næst stærstur í könnunum sl. hálft ár eða svo. Áhugavert að samtímis og sá flokkur hefur aukið fylgi sitt, hafi fylgi bæði Sósíalistaflokks Spánar og hægri flokks forsætisráðherra Spánar - skroppið saman. Það getur verið vísbending þess, að -plott Pablo Iglesias- að að haga málflutningi sínum með þeim hætti, að höfða allt í senn til þeirra sem eru: óánægðir með pólitíska spillingu, óánægðir með atvinnuleysi og kröpp kjör, og ekki síst þeirra sem séu óánægðir með flutning valda til Brussel - - sé að virka, a.m.k. að hluta.

Vart þarf að taka fram, að Pablo Iglesias - er ákaflega fámáll um það, hvað Podemos mun gera ef hann kemst til valda.

Með öðrum orðum, virðist nálgun hans vísvitandi popúlísk.

 

Kv.


Spurning hvað gerist næst í stríðinu í Úkraínu eftir að Úkraínuher gaf eftir bæinn Debaltseve

Úkraínuher virðist hafa hörfað skipulega - skv. viðtölum við hermenn. Þá bárust skipanir með stuttum fyrirvara, ekki nema 10 mínútna. Til þess að tryggja að her andstæðinga bærist engin njósn. Aðgerðin hófst um miðja nótt í niðamyrkri. Flutningabílum hafði verið safnað saman nærri útjaðri bæjarins. Ekið var yfir tún og akra í stað þess að aka eftir veginum, vegna þess að talið var að undir veginum væru jarðsprengjur.

Key Ukraine Town Under Rebel Control

Mynd BBC kvá sýna hluta af liðsflutningunum

Ukrainian servicemen near Artemivsk after leaving area around Debaltseve - 18 February 2015

Skipulagið hafi verið þannig, að óbrynvarðir liðsflutningabílar hafi verið í miðju lestarinnar, með þyngri brynvarin tæki á beltum og hjólum meðfram jöðrum - til að veita flutningabílunum það skjól sem hægt var að veita þeim.

Flutningalestin hafi þó fljótlega lent í skothríð, að sögn hermanna hafi verið skotið á hana af -skriðdrekum - af sprengjuvörpum - og - af vélbyssum. Nokkuð mannfall hafi orðið, nokkur fjöldi liðslutningabíla verið eyðilagður - - - en þó hafi megnið af liðinu komist undan.

Eins og sést á kortinu - ráða Úkraínumenn ca. helmingi héraðanna, Luhansk og Donetsk

http://news.bbcimg.co.uk/media/images/80980000/gif/_80980240_ukraine_ceasefire_lines_12.02.2015_624map.gif

Fall Debaltseve sannarlega hernaðar-ósigur fyrir Úkraínuher - á móti sárabót að ná megninu af varnarliði bæjarins þaðan

Mér virðist að fall bæjarins ætti að taka af allan vafa - ef einhver var enn í nokkrum slíkum, að Úkraínher er ekki að stríða við - - einhverja "rag tag" uppreisnarmenn.

Heldur vel þjálfaðan - vel vopnum búinn - og ekki síst, vel skipulagðan her.

Takið t.d. eftir -taktík- sem kom í ljós í viðtölum við hermenn frá Debaltseve!

"When we entered Debaltseve, there were about 350 in our battalion. About 200 got out alive,...” - “...they changed their tactics, and sent in subversive groups disguised as Ukrainian soldiers, who systematically sought out to kill our officers,...” - “They urged us to surrender, claiming our commanders and [Ukrainian president] Petro Poroshenko had betrayed us.”

Þ.s. þessi frásögn sýnir - - er skipulagður sálfræðihernaður.

Og einnig vekur þessi -flugumanna taktík- athygli.

Þ.s. þarf að hafa í huga, er að Úkraínuher - þó vopnabúnaður hans sé ekki nýr, heldur frá dögum Kalda-Stríðsins, þá er ekki nein rosaleg gjá þar á milli og þess búnaðar sem Rússar nota í dag.

Megin munurinn á búnaði Rússa, og þeim sem Úkraínumenn hafa, er að Rússar hafa varið mun meira fé til þess, að endurnýja sínar vígvélar -tæknilega- þ.e. betri tölvur, betri miðunarbúnaður, nýrri radsjár o.s.frv.

En sjálfar byssurnar eru mikið til þær sömu - T62 skriðdrekar Úkraínuhers, eru með sömu vopn og nýlegir skriðdrekar Rússa.

  • Þegar þú ert í vörn, þá jafnast töluvert út þessi munur.
  • Ég á mjög erfitt með að trúa öðru en því, að sá rússneski her sem setið hafi um Debaltseve, hafi orðið fyrir verulegu manntjóni.

Þó að fjölmiðlar - - tali um "her uppreisnarmanna."

Er ég hættur að trúa því - - að þetta sé "uppreisnarher" skipaður megni til A-Úkraínumönnum.

Farinn að hallast að því - - að þetta sé raunverulega rússneskur her, eins og Úkraínumenn segja frá.

  1. Það kemur til vegna þess, að -uppreisnin hófst sl. vor og það tekur tíma að búa til her úr engu. Þó svo að meðal þeirra sé einhverjir fyrrum hermenn, og þeir geti rænt vopnageymslur sem þeir komast í. Þá leiðir það til þess, að slíkur her - - er ekki með "vel þjálfað lið" og "vopnabúnaður er þá einhver grautur" og "sennilega eru flestir lítt reyndir af bardögum bæði liðsmenn og foringjar.
  2. Það kom einmitt í ljós, þegar her Úkraínu lét til skarar skríða sl. sumar, að þá vann hann fremur auðvelda sigra - - framan af. Þ.e. algerlega rökrétt, ef mótherjarnir eru slíkir "rag tag" uppreisnarmenn. Og þegar komið var fram í ágúst, var her Úkraínu kominn að borgarhliðum borganna Luhansk og Donetsk - - umsátur var að hefjast. Það virtist skammt þess að bíða að uppreisnin yrði bæld niður.
  3. En þá allt í einu gerist mjög snögg breyting og það á nokkrum klukkutímum - - eins og að nýtt herlið komi til sögunnar. Og það herlið, breytir vígsstöðunni þannig að þaðan í frá - - er her Úkraínu í vörn frekar en hitt. Og eins og við sjáum nú, þegar kemur til "stórrar orustu" þá er það Úkraínuher sem verður að hörfa. Nefni einnig, sókn hers andstæðinga Úkraínuhers í sl. mánuði - - eftir hverja orrustu þurfti Úkraínuher að hörfa.
  4. Hvað segir það ykkur? Það sé eiinfaldlega ekki minnsti möguleiki, að uppreisnarmenn hafi möndlað slíkan her samann. Við sáum hvernig uppreisnarherinn var - - sl. sumar. Sá var sigraður - - síðan tekur annar her yfir sviðið. Eiginlega kemur ekkert annað til greina, en að sá her - sé her rússneska lýðveldisins.
  5. Þetta sé því nákvæmlega eins og Úkraínumenn segja frá, að þeir séu að berjast við rússneska innrás.

Það kemur að sjálfsögðu ekki á óvart - að eftir að rússneski herinn er mættur.

Þá neyðist her Úkraínu að hörfa - eftir hverja orrustu.

Tal Pútíns þess efnis - að Úkraínumenn séu að berjast við þá sem áður voru verkamenn og kolanámumenn, sé þá eins og hvert annað grín.

Hvað gerist næst - - er þá spurning um það.

Hvort Pútín telur sig vera búinn að ná fram markmiðum sínum með þessum átökum.

Þetta sé deila milli Úkraínu og Pútíns - - uppreisn sé hluti af leiktjöldum.

 

Niðurstaða

Sumir fjölmiðlar telja að ósigur Úkraínuhers sé áfall fyrir Poroshenko. Það er það að sjálfsögðu að einhverju leiti. Á móti kemur að þ.e. ákveðinn árangur að þrátt fyrir allt, að ná liðinu frá Debaltseve. Þeir hermenn geta þá barist einhvern annan dag.

Þ.s. þessi átök sýna - er að sá her sem nú ræður ríkjum handan víglínunnar í A-Úkraínu, ber ekki nokkra hina minnstu virðingu fyrir vopnahléi.

Að sjálfsögðu er stórorrusta - svakalegt vopnahlésbrot. Hártogun að halda því fram, að Debaltseve hafi verið undanskilinn vopnahléssamkomulaginu.

Mér virðist einfaldlega að ákveðið hafi verið að taka bæinn, vegna þess að menn töldu að þeir mundu komast upp með það.

Svo verður að koma í ljós, hvort að Pútín metur það áhættunnar virði - - að senda her andstæðinga Úkraínumanna, skipanir um að - - sækja fram að nýju.

Hann mun þá að sjálfsögðu - láta strengjabrúður sínar, svokallaða foringja uppreisnarmanna, gefa þær skipanir - opinberlega.

Opinberlega, á Pútín engan hlut að máli, opinberlega eru hendur Pútíns hreinar, þó þær séu nú þegar ataðar blóði þúsunda.

 

Kv.


Atburðarás í Úkraínu getur svipað til atburða í fyrrum Júgóslavíu, þegar tilraunir Evrópu til sátta voru gagnslausar með öllu, uns Bandaríkin mættu á svæðið

Ef einhver man svo langt þá var annar Demókrati í Hvíta Húsinu, Bill Clinton. Sá var einnig lítt áhugasamur um beina þátttöku Bandaríkjanna í styrrjaldar átökum - - annað en sá er tók við af honum, Bush.

  • En það vekur athygli mína - atburðarás í kringum tilraunir Þjóðverja og Frakka, í samtölum við stjórnvöld í Rússlandi - - að hafa áhrif á bardaga um bæinn -> Debaltseve.

Þetta minnir mig einmitt á atburði úr stríðum í fyrrum Júgóslavíu, þegar einmitt Þjóðverjar og Frakkar - ítrekað gerðu tilraunir til að beita fortölum.

Það sem þeim tilraunum - fylgdu aldrei neinar tennur eða hótanir af nokkru tagi, þá leiddu stríðandi fylkingar þær tilraunir að mestu hjá sér - þó nokkrum sinnum væri fundað og frá þeim fundum kæmu -innantómar yfirlýsingar.-

  • En einmitt á þriðjudag - - hafa flakkað slatti af akkúrat -innantómum yfirlýsingum.-

Battle for Debaltseve Continues

Ukraine rebels claim control of most of Debaltseve

Dæmi um innantómar yfirlýsingar!

Hafið í huga, að eins og í fyrrum Júgóslavíu - - eru menn að "tala" meðan að "mannlegur harmleikur er sannarlega í gangi."

En skv. fréttum hörnuðu bardagar um -Debaltseve- á þriðjudag, og virðast fréttir benda til þess að barist sé í bænum sjálfum - klassísk átök þ.s. barist er húsi úr húsi, herbergi úr herbergi, þ.s. ein fylkingin getur ráðið einni hæð önnur næstu hæð o.s.frv.

Greinilega bitrir og misskunnarlausir bardagar í gangi - mannfall beggja fylkinga örugglega mikið, en þ.e. alltaf mikið í þannig átökum.

Og hvað síðan gera Þýskaland og Frakkland á meðan?

Tala um málið auðvitað - hverju öðru getum við reiknað með?

  1. "On Tuesday evening, the UN Security Council unanimously approved a resolution, proposed by Russia, calling on all the parties in eastern Ukraine to stop the fighting and to back the ceasefire agreement reached in Minsk last week." - - þetta er auðvitað klassísk innantóm yfirlýsing. Rússar leggja hana fram, og sýna "sáttatón" út á við litið. En yfirlýsing án aðgerða er innantómt orðagjálfur.
  2. Á meðan hafa Frakkar og Þjóðverjar setið á fundi með fulltrúum Rússlands í Kíev, og rætt verið fram og aftur, hvernig á að koma -eftirlitsmönnum OECD til Debaltseve.- "Late Monday, Chancellor Angela Merkel of Germany spoke by phone with the Russian and Ukrainian presidents and issued a statement saying the three had agreed to “concrete measures” to allow observers from the Organization for Security and Cooperation in Europe into Debaltseve." - "Yet, by late Tuesday the organization said a working group of Russian and Ukrainian military officers set up to coordinate the truce had failed to agree on providing access to Debaltseve, bringing the talks back to where they were before the presidents’ phone call the day before."

Ég hugsa að það henti Rússum ákaflega vel - - að gefa innantómar yfirlýsingar um frið.

Meðan að -sá her sem þeir vopna og sennilega að verulegu leiti manna- á í hörðum átökum, sennilega með verulegu mannfalli, en virðist líklegur til þess að ná innan fárra daga því takmarki að hernema Debaltseve.

Þetta svipar dálítið til hegðunar Milozevic forsætisráðherra Serbíu - - þegar átökin í fyrrum Júgóslavíu stóðu yfir, en þá voru sveitir "Serba" sem ekki voru "formlega" undir stjórn Milozevic - en bersýnilega studdar þó af hans stjórn, og vopnaðar a.m.k. að einhverju verulegu leiti af stjórn Milozevic - - > Að stríða bæði við Króata og við Bosníu Múslima.

Meðan að sveitir -Serba voru í sókn- gekk aldrei neitt, sama hve oft var fundað og mikið gefið út af yfirlísingum - - > Að stöðva átök.

Gríðarleg hervirki voru unnin á báða bóga - - en verst þó af hálfu sveita Serba í Bosníu.

  1. Það bendir margt til þess, að það sé einmitt að verða "mannlegur harmleikur" á umtalsverðum skala í bænum -Debaltseve.
  2. Þegar hefur það einu sinni gerst, að morð hafi verið framin á hermönnum Úkraínuhers - en nokkur hundruð virðast hafa verið drepnir í eitt skipti þegar bær féll, sennilega eftir að hann féll.
  3. Ef það verða fjöldamorð á hermönnum, á bilinu 6 - 8 þúsund. Eftir að Debaltseve fellur - - þá verður allt stjörnuvitlaust í Úkraínu.

Meðan sitja þjóðir Evrópu hjá - alveg eins máttlausar nú, og þegar átök voru í fyrrum Júgóslavíu.

 

Niðurstaða

Spurning hvaða áhrif það hefði á átökin í Úkraínu - ef varnarlið 6 - 8þ. er stærstum hluta drepið, í bardögum og einnig eftir bardaga? Mig grunar að slík "morð" mundi binda að fullu endi á alla möguleika til þess að leita sátta - - með samningum. Það yrði gersamlega óhugsandi fyrir stjórnvöld í Úkraínu - - að skrifa undir nokkur vopnahlé þaðan í frá. Fyrr en stríðinu er lokið með annað hvort algerum sigri eða ósigri. Svo miklar yrðu æsingar meðal Úkraínumanna.

Ef menn vilja tryggja það að átökin haldi áfram algerlega örugglega - - þá verða á nk. dögum framin morð á þessum hermönnum.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband