Gćti Podemos flokkurinn komist til valda á Spáni í ţingkosningum nk. vetur?

Podemos "viđ getum" flokkurinn kom fram á sjónarsviđiđ fyrir rétt rúmu ári, og hefur risiđ hratt í könnunum, mćlist sl. hálft hár á bilinu 20 - 28%. Í sumum könnunum mćlist Podemos stćrstur - í öđrum, nćst stćrstur.

Í kjölfar sigurs Syriza flokksins í Grikklandi, er ekki furđulegt ađ fólk íhugi hugsanlega valdatöku Podemos.

Ţessi könnun var birt í El País ţann 8. febrúar 2015: New Metroscopia Poll Confirms Podemos Lead And Collapse In Support For Spanish Socialist Party

metroscopia-febrero-2015-graph

  1. Eins og sést ţá hefur sósíalistaflokkurinn heldur betur fariđ halloka undanfarna mánuđi - fylgiđ í frjálsu falli, komiđ niđur í 18,3% - ţrátt fyrir stjórnarandstöđu.
  2. Stjórnarflokkurinn Partito Popular meginhćgriflokkur Spánar, í ţessari könnun er -nćst stćrstur- á eftir Podemos. Eins og sést, hefur hans fylgi einnig minnkađ töluvert síđan Podemos kom fram á sjónarsviđiđ.

Í áhugaverđri umfjöllun Financial Times: Podemos’ populist surge

Koma fram áhugaverđar upplýsingar um ţađ hvernig Pablo Iglesias leiđtogi Podemos, stjórnmálafrćđingur ađ mennt - hagar málflutningi sínum.

En hann virđist ekki leyna ţví, ađ hann stefni ađ völdum - hann virđist hafa greint spćnskt samfélag ţannig, ađ einna best sé ađ halda á lofti "gagnrýni á pólitíska spillingu" en Partito Popular flokkur Mariano Rajoy forsćtisráđherra - hefur ţurft ađ glíma viđ mjög harkalegt hneyxli innan flokksins, spilling sem tengist fjármögnun kosningabaráttu flokksins fyrir ţingkosningarnar síđustu - spillingarrannsókn yfirvalda hafi leitt til handtöku mikilvćgra flokksmeđlima hef ekki fylgst međ málinu um nokkurn tíma svo ég er ekki viss hovrt dómar hafa falliđ - - en t.d. fyrrum fjármálastjóri flokksins viđurkenndi sekt opinberlega, án ţess ţó ađ innvikla formann flokksins forsćtisráđherrann í ţá spillingu, en ţ.e. óhćtt ađ segja ađ marga á Spáni gruni ađ Rajoy hljóti ađ hafa veriđ málin kunnug - ţrátt fyrir neitun hans, og ađ flokksmeđlimir sem hafa játađ sekt hafi ekki blandađ honum í máliđ.

Miđađ viđ mál -Hönnu Birnu- hér á Íslandi, ţá ţetta mál á allt öđrum skala.

Ađ auki höfđar hann til - almennrar óánćgju međ gríđarlegt atvinnuleysi - og kröpp kjör fjölmargra á Spáni sem hafa séđ sin kjör versna síđan kreppan hófst.

Ţó ađ hagvöxtur mćlist á Spáni, atvinnuleysi hafi minnkađ smávegis - er ţađ mjög sennilega enn ţađ mikiđ, ađ ólíklegt sé ađ aukin eftirspurn eftir vinnuafli sé farin ađ leiđa til launahćkkana. Međ öđrum orđum, ađ almenningur sjái ekki góđćri í sínum kjörum.

  • Áhuga vekur hjá mér - - ţjóđernissinnuđ ummćli, sem virđast kalkúleruđ til ţess, ađ fá hćgri sinnađa óanćgju hópa til ađ kjósa Podemos.
  • Gćti skýrt af hverju fylgi beggja stóru flokkanna virđist minnka samtímis, ađ Podemos sé ađ takast ađ ná óánćgđum frá báđum fylkingum.

"And, as the rally last month showed, Mr Iglesias is more than ready to appropriate political language that has traditionally been anathema to the European left. In his speech, he referred repeatedly to the patria, or fatherland, and his pride in Spain."

Hann virđist međ öđrum orđum vera ađ gera tilraun til ţess ađ ná öllum 3-megin óánćgjuhópunum:

  1. Ţeim sem eru óánćgđir međ pólitíska spillingu.
  2. Ţeim sem eru óánćgđir međ kreppu og atvinnuleysi.
  3. Og ţeim sem finnst -of mikil völd vera ađ fćrast til Brussel.-

En hver hann raunverulega er - ţessi Pablo Iglesias.

Má sennilega ráđa betur af nýlegri mynd - sem tekin var í Grikklandsheimsókn.

Alexis Tsipras Pablo Iglesias

Hans helstu samstarfsmenn, virđast vera ađdáendur flokka frekar langt til vinstri, ţar á međal Chawez í Venesúela - ţó ađ í ljósi ţess hruns sem blasi nú viđ ţví landi, sé sennilega ekki snjallt ađ halda slíkum tengslum nú á lofti.

Fćstir virđast telja ađ Pablo Iglesias sé líklegur til valda - - en hver veit.

Eitt er ađ sjá mótmćla flokk viđ völd í Grikkland - - Spánn er allt annađ dćmi.

Evrópulöndin greinilega telja óhćtt ađ vera ruddaleg viđ ríkisstjórn - - Syriza.

Efa ađ framkoman vćri alveg eins harkaleg - - ef Pablo Iglesias nćđi kjöri.

 

Niđurstađa

Kosningabaráttan á Spáni nk. haust getur orđiđ áhugaverđ, í ljósi ţess ađ hinn nýi -sennilega vinstri flokkur- Podemos, hefur veriđ ađ mćlast annađ hvort stćrstur eđa nćst stćrstur í könnunum sl. hálft ár eđa svo. Áhugavert ađ samtímis og sá flokkur hefur aukiđ fylgi sitt, hafi fylgi bćđi Sósíalistaflokks Spánar og hćgri flokks forsćtisráđherra Spánar - skroppiđ saman. Ţađ getur veriđ vísbending ţess, ađ -plott Pablo Iglesias- ađ ađ haga málflutningi sínum međ ţeim hćtti, ađ höfđa allt í senn til ţeirra sem eru: óánćgđir međ pólitíska spillingu, óánćgđir međ atvinnuleysi og kröpp kjör, og ekki síst ţeirra sem séu óánćgđir međ flutning valda til Brussel - - sé ađ virka, a.m.k. ađ hluta.

Vart ţarf ađ taka fram, ađ Pablo Iglesias - er ákaflega fámáll um ţađ, hvađ Podemos mun gera ef hann kemst til valda.

Međ öđrum orđum, virđist nálgun hans vísvitandi popúlísk.

 

Kv.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband