Markaðir meta 80% líkur á gjaldþroti Venesúela

Ég skrifaði ekki fyrir löngu um vandræði Venesúela, en þá var "CDS" eða "Credid Default Swap" sem mælir kostnað við það að - - tryggja skuldabréf Venesúela gegn greiðsluþroti; í 3.776 punktum: Hrun yfirvofandi í Venesúela? Skuldatryggingaálag landsins tæp 38%, á Íslandi fór það hæst í rúmlega 11%

 

Fyrirsögnin stendur fyrir sínu, og er sannarlega rétt:

This Chart Makes It Look Like It's All Over In Venezuela

venezuelan cds skitch

  • Já þið tókuð rétt eftir - - "CDS" í rúmlega 5.000 punktum.

Það þíðir, að ef ríkið í Venesúela vill fá 100 USD að láni, fær það minna en 50 USD.

Rúmlega helmingur fer nú í - - tryggingarkostnað gegn áhættu lánveitenda gegn greiðsluþroti.

Ricardo Hausmann - skrifaði grein í Financial Times: Venezuela’s economic collapse owes a debt to China

  1. Málið sem hann vekur athygli á, er spurning um tugi milljarða USD í skuld Venesúela við Kína.
  2. En hann segir að meðferð á þeim lánveitingum hafi verið vægt sagt sérkennileg, þ.e. "vegna þess að lánið var kallað -fjármögnun- en ekki lán var það aldrei formlega tekið fyrir af þingi landsins." Þannig að ríkið fékk aldrei formlega heimild til að skuldsetja landið upp á tugi ma. USD gagnvart Kína.
  3. Það bættist einnig við, að það var notað sem afsökun, að ekki væri greitt af þessu með -fé ríkisins- en Kína fékk greiðslur í formi "olíu frá ríkisolíufélagi Venesúela."
  4. Sem hefur þau hliðaráhrif þá, að þá minnka heildartekjur Venesúela af olíu, er þær í vaxandi mæli fara beint til Kína. Sem þá þ.s. ríkið virðist ekki hafa minnkað eyðslu sína, bætti þess í stað við - - hallarekstur þess.
  5. Verðbólga sé nú yfir 60% vegna þess, að ríkið sé að prenta stöðugt fé til þess að loka þeirri holu. Sem virkar að sjálfsögðu eins vel og í Zimbambve.
  1. Þetta fé virðist hafa farið í einhverja hýt, því þó klippt hafi verið á borða vegna framkvæmda sem sagt hafi verið að til stæði, t.d. nýjar járnbrautir. Hafi verið hætt við þær allar saman. Ekki sé því unnt sð sjá í nokkru - í hvað þeir peningar fóru.
  2. Eins og þessir peningar hafi horfið ofan í gjá. Grunur um spillingu.
  • Til viðbótar nefndi hann - - að verslanir eru víðast hvar, tómar - því að gengisskráning er langt frá raunverulegu gengi.
  • Ríkið hafi tekið þær flestar yfir, þannig að þetta virki eins og í "Sovét" að selt sé út um bakdyr fyrir "Dollara."
  • Og það séu langar biðraðir eftir mat.

Hvað ætli að gerist með skuldir Venesúela við Kína?

Rökrétt séð, stefnir í greiðsluþrot Venesúela gagnvart þeim skuldum.

En verður kannski afleiðingin - - allt, allt önnur?

Ég sá athugasemd - - sem lagði það til, að Kína mundi "de facto" þá eiga Venesúela.

 

Niðurstaða

Að öllu óbreyttu virðist stefna í ægilegt hrikalegt hrun í Venesúela. Verðbólga er þegar nærri því að vera óðaverðbólga. Ef ekkert stórt breytist í stefnunni, þá líklega endar hún sem ein af hinum klassísku hrikalegu dæmum um óðaverðbólgu þ.s. bólgan mældist í þúsundum jafnvel milljónum prósenta. Og allt sparifé almennings hverfur.

Það virðist líklegt að aðilar nátengdir stjórnarflokknum, hafi stilið stórfé.

Getur meir en verið, að í dag sé lítið annað í gangi innan stjórnarflokksins, en - - ræningjaræði.

Svo leggi hópur á flótta er allt sé hrunið, eftir að hafa falið fé á erlendum bankareikningum.

  • Nema það verði svo að Kína eignist landið upp í skuld.

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ah, Venezúela, þar sem Hugo gamli Chavez bókstaflega keypti atkvæði af fátækari íbúum landsins fyrir olíupeninga.

Þetta var þannig að hann lét þjóðnýta auðlindirnar einmitt í þeim tilgangi.  Þannig fékk hann blá-fátæka bændur sem bjuggu lengst inní regnskóginum með sér, meðal annars.  Þeir eru ekkert fáir.  Og þeir voru mjög ódýrir samherjar, flestir til í þetta af einskærri öfund.

Ég held ekki að gaurinn sem tók við hafi gert neitt annað.  En enginn hér á landi vill heyra á það minnst.  Þetta voru allt bófar, eru enn.  Þeir voru æðandi um á spánnýjum jeppum eftir að þeir komust til valda, allir.  Í Þriðja heims ríki.

Já, þetta er á leiðinni beint á hausinn.  Sem er nokkuð gott fyrir auðlindaauðugt ríki.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.1.2015 kl. 21:11

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ásgrímur, þér finnst væntanlega að olíuauðurinn hefði átt að renna áfram í vasa erlendra olífélaga og innlendra leppa þeirra?

Að byggja upp velferðarkerfi er ekki það sama og að "kaupa fátæka fólkið". Ég hef aldrei séð nein gögn sem styðja það að Chavez hafi verið popúlisti, þótt andstæðingar hans hafi haldið því fram. Andstæðingar sem, b.t.w. reyndu bæði ítrekað að steypa honum af stóli, grafa undan ríkinu pólitískt og efnahagslega og spilla fyrir Chavez og félögum.

Einar, ég veit að annars vegar var Chavez ekki óskeikull og það gekk ekki allt sem skyldi í efnahagsmálum, sérstaklega ekki að byggja upp sjálfbæran efnahag (óháðan olíu) - en hins vegar var það því sumpart um að kenna, að margt var eyðilagt fyrir honum, bæði af erlendum öflum og innlendum, og bæði með ofbeldi, undirferli og áróðri.

Og þeir eru enn við sama heygarðshornið, og eftir að aðgerðin "sig sem stúdenta og efna til uppþota" mistókst hjá þeim í fyrra, búa þeir til vöruskort. Heildsalar kippa völdum vörum af markaði, og þegar það eru samantekin ráð geta þeir gert það hraðar en stjórnvöld (eða aðrir heildsalar) ná að bregðast við. Sjá t.d.:

In Venezuela, Opposition-Linked Firm Hoards Millions of Goods

Massive Stockpile of Hoarded Goods Uncovered in Venezuela

More Evidence of Destabilization Plots Revealed in Venezuela

...þetta eru nýjar fréttir, ekki gamlar.

Sáuð þið annars fréttina um daginn, að sítrónur væru uppseldar á Íslandi? Það fyrsta sem mér datt í hug var að stjjórnarandstaðan væri komin með ávaxtainnflytjendur á sitt band!

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 22:14

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn, vöruskortur er rökrétt afleiðing af ástandinu í landinu, og örugglega hefur ekkert með "samsæri að gera."

    • En hafðu í huga, að landið er að senda sífellt meira magn af olíu til Kína, án þess að fá greitt fyrir hana.

    • Sem gefur stöðugt undan þeim tekjum er - - standa undir lífskjörum í landinu.

    • Þíðir líka að sífellt minna er aflögu af gjaldeyri - til að kaupa fyrir varning inn í landið, til að selja í verslunum í landinu til amanna nota.

    • Í þessu ástandi, ætti gengið gjaldmiðilsins rökrétt - - að falla stórt.

    • En genginu er haldið föstu, og samtímis eru höft á útstreymi á gjaldeyri. Skiljanlega í því samhengi.

    • En rökrétt afleiðings þessa er einmitt - - vöruskortur. Þegar eftirspurnin er meiri eftir varningi, en nemur þeim gjaldeyri sem landið á aflögu, til að kaupa fyrir varning til að fylla hyllur verslana.

      • Kaupmátturinn í landinu er í reynd falsaður - - þ.e. hærri en landið á gjaldeyri til að kaupa varning fyrir.

      • Vegna þess að gengið er of hátt skráð, þá er meiri eftirspurn eftir varningi en gjaldeyrir er til staðar fyrir - - til að kaupa fyrir varning inn í landið.

      Útkoman rökrétt er - - tómar verslanir.

      Þetta er sjálfleysanlegt með einni stórri gengisfellingu, því þá hverfur bilið milli eftirspurnar innan landsins og þess gjaldeyrir sem landið raunverulega á til - - til þess að kaupa fyrir varning inn í landið.

      Sem þíðir að vöruskorturinn hverfur.

      ---------------------

      Þessir hlekkir sem þú vísar til, hljómar eins og "Gróa á Leiti" sögur þ.e. orðrómur.

      En í ástandi sem þessu, þá líklega geysar orðrómur þvers og kruss.

        • Ég á fastlega von á greiðsluþroti landsins fremur fljótlega. Og það verði raunverulegt hrun stjórnar landsins.

        • Veit ekki hversu slæmt þetta verður, en mér virðist borgarastríð a.m.k. hugsanlegt, miðað við bitra afstöðu fylkinganna í landinu.

        • Hungursneyð jafnvel hugsanleg.

        Ég held þetta verði versta hrun lands sem sést hefur í áratugi.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 21.1.2015 kl. 23:05

        4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Vésteinn, hvað annars heldur þú að stjórnarflokkurinn hafi gert við þá milljarða tugi Dollara, sem landið skuldar nú Kína?

        En ef marka má frásögnina sem ég vitna til, þá er eins og féð hafi gufað upp. Engin þeirra framkvæmda er átti að hrinda í verk, hafi farið af stað.

        Grunur minn um stórþjófnað á opinberu fé.

        Það geti verið skollið á ræningjaræði, flokksmenn séu að stinga undan fé áður en hrunið skellur yfir.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 21.1.2015 kl. 23:11

        5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

        Er frétt "orðrómur" þegar opinber fréttastöð birtir hana og þa fylgir henni mynd af varaforsetanum á staðnum??

        Það getur vel verið að Venezuela komist í kröggur fljótlega. Ef það er, þá er það a.m.k. öðrum þræði vegna þess að heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið pressað niður með handafli. Ég ætla ekki að fara í getsakir um gripdeildir. Spilling er mikil í Venezúela - arfleifð fyrri stjórnar, sömu afla og berjast við að komast til valda aftur - og ekki á vísan að róa.

        Ég skil annars alveg að stjórnarandstaðan sé súr yfir því að bólivaristar ónýti forréttindi hennar.

        Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 23:19

        6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Heimsmarkaðsverð hefur lækkað af því að olíuframleiðsla var að vaxa hraðar en nemur vexti eftirspurnar - - þú getur kennt um framleiðslunni í Bandaríkjunum.

        Það getur vel verið að ef stjórnin er orðin virkilega örvæntingarfull - að þá sé hún sjálf farin að ala á orðrómi.

        Mér virðist þú bera of mikið blak af stjórninni, en mér virðist þetta hennar klúður að langsamlega mestu leiti. Og afar grunsamlegt hvernig tugir ma. dollara geta hafa gufað upp. Vísbending um hugsanlega alvarlega spillingu, ásamt gríðarlegum þjófnaði á opinberu fé.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 21.1.2015 kl. 23:46

        7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

        Það er rétt að framleiðslan í Bandaríkjunum á sinn þátt í lækkuninni, en það á pólitísk ákvörðun Sáda líka. Henni er einkum beint gegn Rússum, Írönum og Venezúelamönnum. Þeir hafa leikið þennan leik áður.

        Ég hef ekki forsendur til að dæma eða sýkna ríkisstjórn Venezúela í þessu meinta spillingarmáli, en mér þykir þú bera of mikið blak af óvildarmönnum hennar. Chavez og Maduro hafa gert sín mistök, en stjórnarandstaðan hefur marg, margreynt að grafa undan þeim og steypa þeim með ýmsum leiðum - þú átt að vita þetta - og hafa svifist einskis. Velferðin sem bólivaristar hafa þó megnað að byggja upp yrði höggvin hratt niður ef hægrielítan kæmist aftur að kjtkötlunum sem þeim finnst þeir hafa "rétt" til, því máttu trúa.

        Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 23:59

        8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Mér virðist Saudar hafa afsalað sér hlutverki svokallaðs "swing producer" til Bandaríkjanna - nú verði það framleiðsla á olíu úr leirsteinsjarðlögum sem sjái um að tempra heimsmarkaðsverð, þannig að dragi úr framleiðslu þegar verðið verður lægra en svo að framleiðsla borgi sig síðan vaxi hún er verð hækkað að nýju.

         

        Ég held það sé mjög vafasamt að kenna andstæðingum ríkisstjórnar um stöðu mála í landi, þegar stjórn hefur verið svo lengi við völd sem sú vinstri stjórn sem er við völd hefur þar verið - enda þá hafa andstæðingarnir ekki setið á valdastólum á meðan.

         

        Ríkisstjórnir reyna alltaf -ef þær telja sig geta- að kenna um sínum andstæðingum, en menn mega ekki taka það of alvarlega, það þarf ekki að vera meir en - pólitískt ryk þyrlað upp til að rugla almenning.

         

        Til samanburðar, þá er það örugglega svo að stjórn Davíðs og Dóra, bar mjög mikla ábyrgð á svokölluðu hruni hér, stjórn er sat 3-kjörtímabil - - þ.e. sanngjörn túlkun, ekki pólitísk. Samt hafa hérlendir stuðningsmenn stefnu þeirrar stjórnar, haldið áfram alveg fram á þennan dag - að afneita ábyrgð.

         

        Ég hugsa að það sama eigi við um stöðu mála í Venesúela, að stjórnin hafi setið of lengi, til þess að nokkur sanngyrni sé í að kenna andstæðingum hennar um - - það sé frekar tilraun hennar til að rugla almenning í ríminu. Og kannski að einlægir stuðningsmenn hennar séu einnig í sambærilegri afneitun um hennar ábyrgð á ástandinu, eins og hérlendir stuðningsmenn stefnu stjórnar DO og HÁ enn í dag afneita ábyrgð.

        Menn mega ekki vera blindir stuðningsmenn.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 22.1.2015 kl. 01:30

        9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

        Ég er ekki blindur stuðningsmaður, ef þú ert að segja það.

        En eins og umræðan er hér á vesturlöndum gæti það litið þannig út, þegar maður tekur ekki þátt í að bera út róg og níð um Chavez og félaga heldur reynir að hafa fæturna á jörðinni. Hér á Vesturlöndum helst mönnum uppi að tala um Chavez sem "einræðisherra" og kalla stjórnina hans "herforingjastjórn". Menn endurtaka svo bara lygina nógu oft og þegar venezúelska stjórnarandstaðan gerir enn eina valdaránstilraunina, og kallar sig "stúdenta", þá trúir almenningur á Vesturlöndum því að þarna sé harðstjórnað brjóta lýðræðisöfl á bak aftur.

        Og stjórnvöld hafa ekki verið við völd í fjölmiðlaheiminum í Venezuela, þar sem allir stóru fjölmiðlarnir eru á móti þeim. Athugaðu nefnilega að heilt á litið hefur borgarastéttinni verið ýtt frá (sumum) kjötkötlunum í Venezuela, en hún er þarna ennþá, ólm í að komast aftur að, og finnst það sjálfsagður réttur sinn að sitja ein að þeim eins og var fram til 1999. Og svífst einskis til að svo megi verða. Þeir hafa ekki bara beitt ofbeldi, m.a. skotvopnum, heldur eru þeir líka svo bíræfnir að láta eins og það séu þeir sem er skotið á. Lygin fer eins og eldur í sinu um vestræna fjölmiðla, sem eru á bandi vestrænna hagsmuna eins og venezúelska borgarastéttin, en þegar gögnin eru lögð fram og lygin hrakin, þá þegja fjölmiðlarnir. Þetta er líka áróðursstríð.

        Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 09:07

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Apríl 2024
        S M Þ M F F L
          1 2 3 4 5 6
        7 8 9 10 11 12 13
        14 15 16 17 18 19 20
        21 22 23 24 25 26 27
        28 29 30        

        Eldri færslur

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (19.4.): 0
        • Sl. sólarhring: 6
        • Sl. viku: 757
        • Frá upphafi: 0

        Annað

        • Innlit í dag: 0
        • Innlit sl. viku: 693
        • Gestir í dag: 0
        • IP-tölur í dag: 0

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband