Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Markaðir meta 80% líkur á gjaldþroti Venesúela

Ég skrifaði ekki fyrir löngu um vandræði Venesúela, en þá var "CDS" eða "Credid Default Swap" sem mælir kostnað við það að - - tryggja skuldabréf Venesúela gegn greiðsluþroti; í 3.776 punktum: Hrun yfirvofandi í Venesúela? Skuldatryggingaálag landsins tæp 38%, á Íslandi fór það hæst í rúmlega 11%

 

Fyrirsögnin stendur fyrir sínu, og er sannarlega rétt:

This Chart Makes It Look Like It's All Over In Venezuela

venezuelan cds skitch

  • Já þið tókuð rétt eftir - - "CDS" í rúmlega 5.000 punktum.

Það þíðir, að ef ríkið í Venesúela vill fá 100 USD að láni, fær það minna en 50 USD.

Rúmlega helmingur fer nú í - - tryggingarkostnað gegn áhættu lánveitenda gegn greiðsluþroti.

Ricardo Hausmann - skrifaði grein í Financial Times: Venezuela’s economic collapse owes a debt to China

  1. Málið sem hann vekur athygli á, er spurning um tugi milljarða USD í skuld Venesúela við Kína.
  2. En hann segir að meðferð á þeim lánveitingum hafi verið vægt sagt sérkennileg, þ.e. "vegna þess að lánið var kallað -fjármögnun- en ekki lán var það aldrei formlega tekið fyrir af þingi landsins." Þannig að ríkið fékk aldrei formlega heimild til að skuldsetja landið upp á tugi ma. USD gagnvart Kína.
  3. Það bættist einnig við, að það var notað sem afsökun, að ekki væri greitt af þessu með -fé ríkisins- en Kína fékk greiðslur í formi "olíu frá ríkisolíufélagi Venesúela."
  4. Sem hefur þau hliðaráhrif þá, að þá minnka heildartekjur Venesúela af olíu, er þær í vaxandi mæli fara beint til Kína. Sem þá þ.s. ríkið virðist ekki hafa minnkað eyðslu sína, bætti þess í stað við - - hallarekstur þess.
  5. Verðbólga sé nú yfir 60% vegna þess, að ríkið sé að prenta stöðugt fé til þess að loka þeirri holu. Sem virkar að sjálfsögðu eins vel og í Zimbambve.
  1. Þetta fé virðist hafa farið í einhverja hýt, því þó klippt hafi verið á borða vegna framkvæmda sem sagt hafi verið að til stæði, t.d. nýjar járnbrautir. Hafi verið hætt við þær allar saman. Ekki sé því unnt sð sjá í nokkru - í hvað þeir peningar fóru.
  2. Eins og þessir peningar hafi horfið ofan í gjá. Grunur um spillingu.
  • Til viðbótar nefndi hann - - að verslanir eru víðast hvar, tómar - því að gengisskráning er langt frá raunverulegu gengi.
  • Ríkið hafi tekið þær flestar yfir, þannig að þetta virki eins og í "Sovét" að selt sé út um bakdyr fyrir "Dollara."
  • Og það séu langar biðraðir eftir mat.

Hvað ætli að gerist með skuldir Venesúela við Kína?

Rökrétt séð, stefnir í greiðsluþrot Venesúela gagnvart þeim skuldum.

En verður kannski afleiðingin - - allt, allt önnur?

Ég sá athugasemd - - sem lagði það til, að Kína mundi "de facto" þá eiga Venesúela.

 

Niðurstaða

Að öllu óbreyttu virðist stefna í ægilegt hrikalegt hrun í Venesúela. Verðbólga er þegar nærri því að vera óðaverðbólga. Ef ekkert stórt breytist í stefnunni, þá líklega endar hún sem ein af hinum klassísku hrikalegu dæmum um óðaverðbólgu þ.s. bólgan mældist í þúsundum jafnvel milljónum prósenta. Og allt sparifé almennings hverfur.

Það virðist líklegt að aðilar nátengdir stjórnarflokknum, hafi stilið stórfé.

Getur meir en verið, að í dag sé lítið annað í gangi innan stjórnarflokksins, en - - ræningjaræði.

Svo leggi hópur á flótta er allt sé hrunið, eftir að hafa falið fé á erlendum bankareikningum.

  • Nema það verði svo að Kína eignist landið upp í skuld.

 

 

Kv.


Lönd sem eru umtalsvert efnahagslega háð Rússlandi - virðast fylgja Rússlandi niður í kreppu

Þetta má lesa úr spá "Þróunarbanka Evrópu" - en í henni má sjá 2-megin trend. Það er, ef maður skoðar lönd er áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Þá skiptast þau gróflega í 3-hópa.

  1. Þau sem eru efnahagslega háð Rússlandi - - í kreppu ásamt Rússlandi.
  2. Þau sem eru orðin efnahagslega háð Kína - - hagvöxtur.
  3. Þau sem eru efnahagslega háð Evrópu og Vesturlöndum - - hægari hagvöxtur.

Í grófum drággum, eru löndin í hagvexti sem ekki eru lengur verulega efnahagslega háð Rússlandi.

En þau lönd sem enn eru verulega efnahagslega háð Rússlandi, í mis hröðum samdrætti eða stöðnun.

Ég lita rauð þau lönd sem eru efnahagslega háð Rússlandi.

Blá þau lönd sem eru orðin efnahagslega háð Kína.

Brún lönd þ.s. efnahagsleg áhrif Rússa fara hratt þverrandi, efnahagsleg annarra landa  eru að taka yfir þ.e. Kína eða Vesturlanda.

 
 ActualCurrentCurrentEBRD Forecast in September 2014EBRD Forecast in September 2014Real GDP Growth
 2013201420152015Change Sept.-Jan.
Central Europe and the Baltic states     
Croatia-0.9-0.50.50.50.0
Estonia1.61.72.22.5-0.3
Hungary1.53.22.42.20.2
Latvia4.22.53.03.7-0.7
Lithuania3.32.93.23.4-0.2
Poland1.73.23.03.3-0.3
Slovak Republic1.42.42.63.0-0.4
Slovenia-1.02.71.61.00.6
Average*1.52.82.62.8-0.2
South-eastern Europe     
Albania1.41.52.52.50.0
Bosnia and Herzegovina2.50.92.72.70.0
Bulgaria1.11.50.82.0-1.2
Cyprus-5.4-2.10.70.00.7
FYR Macedonia2.73.83.53.00.5
Kosovo3.42.53.53.50.0
Montenegro3.31.33.02.50.5
Romania3.52.62.82.80.0
Serbia2.6-2.00.52.0-1.5
Average*2.81.72.22.6-0.4
Eastern Europe and the Caucasus     
Armenia3.53.00.03.5-3.5
Azerbaijan5.72.81.53.0-1.5
Belarus1.01.5-1.50.5-2.0
Georgia3.35.04.24.00.2
Moldova9.43.00.04.0-4.0
Ukraine0.0-7.5-5.0-3.0-2.0
Average*1.8-2.6-2.3-0.5-1.8
Turkey4.12.93.03.2-0.2
Russia1.30.4-4.8-0.2-4.6
Central Asia     
Kazakhstan6.04.31.55.1-3.6
Kyrgyz Republic10.53.63.24.8-1.6
Mongolia11.76.03.55.5-2.0
Tajikistan7.46.74.44.40.0
Turkmenistan10.210.29.710.0-0.3
Uzbekistan8.08.07.87.60.2
Average*7.15.63.56.0-2.5
Southern and Eastern Mediterranean     
Egypt2.12.23.83.20.6
Jordan2.83.13.74.1-0.4
Morocco4.42.44.64.7-0.1
Tunisia2.42.33.04.2-1.2
Average2.72.33.93.70.2
Average EBRD region (incl Cyprus)*2.31.6-0.31.7-2.0
Average_commodity exporters*2.01.0-3.80.5-4.3
Average_commodity importers2.62.12.42.7-0.3

 

  1. Mér finnst áhugaverður gríðarlega hraður hagvöxtur í Turkmenistan.
  2. Og Uzbekistan.

En þetta eru 2-lönd þ.s. Kína er með gríðarlegar fjárfestingar í gangi í gas- og olíuvinnslu, sem í leiðslum til að flytja olíuna og gasið til Kína.

  • Það getur bent til þess að Rússland hafi það sem valkost, að halla sér að Kína.
  • Fá kínverskar fjárfestingar, eins og þessi 2-lönd, og þar með mun hraðari hagvöxt.
  1. En ég bendi á móti á verðið sem þau lönd greiða fyrir þær fjárfestingar.
  2. Að tilheyra mjög sennilega, áhrifasvæði Kína.

Ég held að fyrir þessi 2-lönd þá upplifi íbúarnir þ.s. góð skipti, að tilheyra -áhrifasvæði Kína- nú í stað þess að áður tilheyra -áhrifasvæði Rússlands.-

En gætu Rússar hugsað sér það sama hlutskipti - - að tilheyra -áhrifasvæði Kína?

Það mundi þíða "junior status" gagnvart Kína, að það væri Kína og kínversk stjórnvöld, er mundu ráða langsamlega mestu í þeim samskiptum, þ.e. ráða stefnunni í megin atriðum.

Mig grunar að fyrir Uzbekistan og Turkmenistan, þá upplifi þjóðirnar það ekki sem óþægilega reynslu, að - - verða fylgiríki Kína.

En Rússland sem hefur verið stórveldi - - gæti fundist það erfitt, að búa við það að -önnur þjóð segi þeim fyrir verkum.-

 

Niðurstaða

Mér virðist mega lesa úr hagþróun fyrrum aðildarríkja Sovétríkjanna, hratt hrignandi efnahagsleg áhrif Rússlands.

Þau munu - þverra nú enn hraðar, vegna refsiaðgerða Vesturvelda.

  • Menn tala gjarnan um það, að Rússlandi sé að viðhalda sjálfstæðri utanríkisstefnu.
  • Mér virðist að framtíð slíkrar "sjálfstæðrar utanríkisstefnu" sé miklum erfiðleikum bundnir.

Ég hef nefnt það áður - - að mér virðist Rússland standa frammi fyrir svipuðum vanda og Pólland stóð frammi fyrir á 18. öld.

En fyrir lok hennar, hafði Rússland og Prússland, skipt Póllandi á milli sín.

Mér virðist augljóst, að Rússland stendur með svipuðum hætti frammi fyrir - - tveim mun sterkari öflum þ.e. Vesturveldi á V-landamærum, og Kína á A-landamærum.

Og ég er afskaplega efins að Rússland, sé fært um að viðhalda sjálfstæðri utanríkisstefnu gagnvart þeim báðum.

Rússland geti einungis valið - - í hvora átt það hallar sér. Það er að verða annað af tvennu - fylgiríki Kína, eða, fylgiríki Vesturvelda.

Það geti ekki verið, 3-afl þarna á milli. Það hafi ekki það afl sem til þurfi, til þess að skapa sér þá "sjálfstæðu tilvist." Er það stendur frammi fyrir tveim mun sterkari öflum, á sitt hvorum landamærunum - - er augljóslega toga í Rússland úr sinni hvorri áttinni.

 

Kv.


Stjórnarher Úkraínu segist aftur hafa tekið rústir flugvallarins við Donetsk borg

Undanfarna daga virðast hafa gosið upp harðir bardagar við Donetsk flugvöll, að sögn uppreisnarmanna í svokölluðu "Donetsk People's Republic" þá tóku þeir flugvallar rústirnar sl. föstudag. Ef marka má frásagnir úkraínska stjórnarhersins, voru liðsmenn hans við leyfarnar af flugvelli Donetsk borgar, undir miklum þrýstingi - - og mátti lesa úr orðum þeirra að þeir hafi neyðst til að hörfa a.m.k. frá hluta flugvallarsvæðisins.

Sl. föstudag birtust eftir allt saman myndir í rússneskum fjölmiðlum, sem virtust teknar á svæði - - þá undir stjórn uppreisnarmanna.

Síðan virðist að stjórnarherinn, hafi endurskipulagt sitt lið - - og hafið gagnsókn, og að sögn hafa þeir aftur náð sinni fyrri vígstöðu við leyfarnar af Donetsk flugvelli.

Ukrainian troops retake most of Donetsk airport from rebels

 

Þar er einmitt málið, að þarna er allt meira eða minna í rúst

An aerial footage shot by a drone shows an outline of an airplane in the snow at the Sergey Prokofiev International Airport damaged by shelling during fighting between pro-Russian separatists and Ukrainian government forces, in Donetsk, eastern Ukraine, seen in this still image taken from a January 15, 2015 handout video by Army. REUTERS/Army.SOS/Handout via Reuters

 

Greinilega þar sem flugvélar lögðu upp að megin byggingunni

https://news-images.vice.com/images/2015/01/17/untitled-article-1421531185-body-image-1421531214.png?resize=1000:*

Þetta hefur einhverntíma verið flugvél!

http://g4.delphi.lv/images/pix/520x360/3787a493/airportdonetskdonetsk-peoples-republic-ukraina-45075498.jpg

Gæti verið leyfar af flugskýli

http://www.sundaytimes.lk/140914/uploads/ukraine1.jpg

Það er einmitt málið - eins og myndirnar sýna að einhverju leiti. Að Donetsk völlur er í dag vart meira en rústir - - sem virðast hafa öðlast táknræna merkingu.

En ég sé ekki mikinn tilgang endilega í því fyrir stjórnarherinn, að halda vellinum áfram.

Hann sé það -skemmdur- að það mundi taka sennilega meiriháttar aðgerð, sem líklega uppreisnarmenn eru ekki færir um.

Að gera hann starfhæfan að nýju.

Það sé ólíklegt að hætta stafi af því, að eftirláta hann uppreisnarmönnum.

 

Niðurstaða

Stundum þegar tveir aðilar - berjast um sama blettinn. Þá kemur upp einhver þrjóska - sem leiðir þá til að berjast um þann sama blett. Miklu mun lengur en raunveruleg ástæða er til.

Í upphafi var Donetsk völlur sennilega mikilvægur - - þ.e. fyrir Úkraínher að koma í veg fyrir að hann væri notaður af uppreisnarmönnum.

En mér virðist stig eyðileggingar á Donetsk velli orðið slíkt, að líklega þurfi ekki lengur að óttast, að völlurinn yrði notaður í nokkurri bráð.

Nú séu menn sennilega að halda honum - - meir þrjóskunnar vegna.

  • Ef Úkraínuher vill, getur hann grafið stórar sprengjur undir flugbrautum - - sprengt síðan risa gíga í brautirnar.
  • Þannig að það mundi ekki vera unnt að laga þær nema með stórfeldum jarðvinnslutækjum.
  • Allar byggingar virðast ónýtar gersamlega, og alveg örugglega öll tæki.

 

Kv.


Er vopnahléið í A-Úkraínu á enda? Skv. yfirlýsingu "Donetsk People's Republic" hefur her uppreisnarmanna hafið nýja stórsókn gegn her Kíev stjórnarinnar

Fréttir virðast óljósar, en skv. frétt NYTimes, segjast uppreisnarmenn í svokölluðu "Donetsk People's Republic" hafa tekið flugvöll Donetsk borgar, sem hafði fram að þessu verið á valdi hers Kíev stjórnarinnar.

Og ef marka má yfirlísingu Zakharchenko, skipaðs leiðtoga uppreisnarstjórnarinnar á umráðasvæði uppreisnarmanna í Donetsk héraði - - þá er þetta upphafið að nýrri sókn gegn her Kíev stjórnarinnar.

Markmiðið sé að - - hrekja stjórnarherinn út úr héraðinu.

Russian-Backed Rebels Claim to Have Control of Strategic Donetsk Airport

Mr. Zakharchenko - “They are on territory which they do not control and will never be under their control,” - “We will go further, to Slavyansk, to Kramatorsk, and so on,

Fighting rages at airport, new Ukraine peace talks elusive

"They (the separatists) launched a full storm from this morning. We have wounded on our side. There is hot combat going on there and the tension and the situation there is the worst I have seen," - "As night fell, the Kiev military said fighting was still going on and the military situation was constantly changing."

Fox news - Ukraine separatists claim victory in battle for Donetsk airport

"Russian-backed separatists announced Thursday they had captured the shattered remains of the Donetsk airport terminal in eastern Ukraine and plan to claw back more territory,"

Horfið á videó af Donetsk flugvelli og næsta nágrenni, það sýnir gríðarlega eyðileggingu eftir að uppreisnarmenn og stjórnarherinn hafa barist um völlinn - mánuðum saman:

Drone footage shows scale of destruction

Fyrir einhverja sem ekki vilja trúa fréttum vestrænna fjölmiðla - frétt Russia Today: E. Ukrainian rebels say they now control Donetsk airport

Sú frétt heldur fram töluvert annarri sögu -höfð eftir uppreisnarmönnum- að stjórnarherinn hafi hafið átökin og uppreisnarmenn í sjálfsvörn ráðist fram og tekið vallarsvæðið og hrakið stjórnarherinn á flótta.

  • Það er ekki sérlega óvenjulegt í átökum að stríðandi fylkingar segi afar ólíkt frá.

A burned plane at Donetsk airport. (RIA Novosti / Gennady Dubovoy)

A burned plane at Donetsk airport. (RIA Novosti / Gennady Dubovoy)

 

Ef þetta er rétt að stríðið sé hafið að nýju

Þá að sjálfsögðu mun sá atburður magna verulega spennuna milli Vesturvelda og Rússlands - - að lágmarki verða refsiaðgerðir líklega hertar.

Spurning hvort að NATO hefji - vopnasendingar til stjórnarhers Úkraínu, sem glýmir við þann vanda - - að hafa eingöngu vopn sem eru frá tíð Sovétríkjanna þ.e. "úrelt."

Það hefur áður komið fram í vestrænni pressu, að uppreisnarmenn - virðast betur vopnaðir en stjórnarherinn síðan - seinni part sl. sumars.

Talið víst að það hafi verið vopnasendingar frá Rússlandi.

Þ.s. engin leið sé að þeir hafi náð betri vopnum frá stjórnarhernum.

  • Marga grunar að bílalestir sem að sögn rússneskra stjv. - - fluttu hjálpargögn.
  • Hafi flutt uppreisnarmönnum vopn, en það annars er merkileg tilviljun -svo meir sé ekki sagt- að skömmu eftir að þær bílalestir komu til A-Úkraínu, hófu uppreisnarmenn öfluga gagnsókn, sem og virtist þeim allt í einu vegna betur gegn stjórnarhernum - er áður þeir höfðu verið í nauðvörn.

Of merkileg tilviljun - - segi ég. Bílalestirnar hljóta að hafa verið með þau vopn í farteskinu, auk matvæla og annars búnaðar - - en tjöld og viðlegubúnaður, matur - gagnast einnig herjum. Þegar stríðið er á hreyfingu, þurfa hermennirnir eðlilega að nota tjöld, svefnpoka og annan viðlegubúnað - ásamt mat, sárabindum og lyfjum.

Eins og ég benti á -þegar bílalestirnr umræddu voru í umræðunni- þá var ekkert sem blaðamenn sáu er þeir opnuðu nokkra bíla, sem ekki gat verið hluti af sendingu til herja uppreisnarmanna - - þó þeir hafi ekki séð vopn í þeim bílum er þeir opnuðu, opnuðu þeir bara fáa bíla. Vopn er einng unnt að fela í kössum merktir -sárabindi, lyf, viðlegubúnaður.

 

Niðurstaða

Ef marka má frétt NYTImes og FoxNews hafa uppreisnarmenn í Donetsk, að eigin sögn, hafið nýja sókn gegn stjórnarher Kíev stjórnarinnar í Donetsk héraði með það markmið að hrekja lið stjórnvalda í Kíev út úr Donetsk héraði.

Það væntanlega kemur fram í fréttum á laugardag, hvort þetta er rétt - eða fréttin er röng. En skv. frétt Reuters, eru harðir bardagar í gangi við flugvöll Donetsk, herstaðan sé stöðugt að breytast.

Það getur þítt t.d. að stjórnarherinn sé að hörfa skipulega undan hörðum árásum uppreisnarmanna - getur því alveg verið staðfesting þess, að uppreisnarmenn hafi hafið nýja stórsókn, eins og þeir skv. NYTimes og FoxNews segjast hafa.

---------------------------

PS: Frásagnir uppreisnarmanna í Donetsk virðast hafa verið a.m.k. ýktar, en ef marka má fréttir laugardags, þá standa bardagar enn yfir um flugvöll Donetsk borgar á laugardag; sem passar ekki alveg við fullyrðingar uppreisnarmanna að þeir hafi tekið hann á föstudag.

Á hinn bóginn má vera, að báðir aðilar ráði hluta af svæðinu. Uppreisnarmenn hafi náð vallarsvæðinu að hluta, en stjórnarher verjist síðan enn á öðrum hlutum svæðisins.

Fighting rages anew at Ukraine airport, three soldiers killed

Og umtalsvert ýktari virðist yfirlýsing Zakharchenko leiðtoga uppreisnarmanna í Donetsk, þess efnis - að nú væri hafin framsókn uppreisnarhersins í Donetsk gegn stjórnarher Úkraínu, og stefnt væri að því að hrekja hann úr Donetsk héraði.

 

Kv.


Það má reikna með verðhjöðnun í Sviss, eftir ca. 17% gengishækkun Frankans gagnvart Evru

Sá atburður sem vakti mesta athygli í efnahagstíðindum fimmtudagsins, var án efa ákvörðun Seðlabanka Sviss - að hætta að tengja svissneska frankann við evruna.

Eins og sjá á myndinni að neðan, varð töluvert dugleg gengishreyfing á frankanum þá þegar í kjölfarið að tíðindin spurðust út.

Mér skilst að frankinn hafi hækkað um tíma allt að 40% miðað við evruna, en síðan fljótlega á eftir - seig hann aftur, og endaði ca. tæp 17% ofar gengi dagsins á undan á móti evru.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/evra_vs_franki.jpg

Af hverju ætli að seðlabanki Sviss hafi hætt við tengingu frankans við evru?

Flestir virðast þeirrar skoðunar, að Seðlabanki Sviss hafi séð sæng sína út breidda. Nú þegar við virðist blasa, að Seðlabanki Evrópu - - er við það að hefja fulla seðlaprentun.

Reyndar vilja sumir meina að Seðlabanki Sviss, hafi verið varaður við - af einhverjum innanbúðar í Seðlabanka Evrópu.

Að ákvörðun liggi með öðrum orðum þegar fyrir innan veggja "ECB."

Surprise Move by Swiss Central Bank Underscores Global Uncertainty

Market confidence in Swiss monetary policy has been dealt a blow

  • Til þess að verja gengi frankans á móti evru sl. 3-ár. Hefur Seðlabanki Sviss, orðið að kaupa ógrynni af evrum.
  • Það þíðir auðvitað að hann verður fyrir nokkru gengistapi.
  • Á hinn bóginn, þegar prentun "ECB" hefst, mundi Seðlabanki Sviss hafa orðið að bæta ríflega í þessi kaup, ef hann hefði ætlað að verja tenginguna áfram.

Það þíðir auðvitað að evrufjallið - - ca. 75% af þjóðarframleiðslu Sviss nú þegar. Hefði áfram stækkað, og þá töluvert af meiri hraða en áður.

Punkturinn er auðvitað sá, að Seðlabanki Sviss ætlaði aldrei aðgerðinni, að vera varanleg.

Og að tapið hefði augljóslega orðið - - mun stærra seinna!

En um leið og "ECB" hefur prentun - - má reikna með frekara gengisrisi frankans við evruna.

Ef Svissneski Seðlabankinn hefði haldið kaupum áfram - - hefði hann tapað ekki einungis meira fé vegna þess að evrueignin hefði verið stærri, heldur einnig vegna þess að þá hefði gengissveiflan einnig orðið stærri.

  • Það er kannski hinn punkturinn á að losa þetta núna.

Að hann vilji frekar að gengissveifla Frankans við evruna - - dreifist yfir tímabil.

En að sú sveifla komi öll á einum degi.

 

Af hverju verðhjöðnun í Sviss?

  1. Sviss flytur mikið inn af varningi frá evrulöndum, og sá varningur - - mun lækka verulega í verði í verslunum í Sviss.
  2. Síðan verður framleiðsla Sviss á varningi sem seldur er til aðildarlanda evru, minna samkeppnisfær um verð - - þannig að reikna má með því að svissnesk útflutningsfyrirtæki, dragi úr fjárfestingum á næstunni - sem getur haft neikvæð áhrif á verð á vissum eignum, og að auki þau leitist við að "lækka laun."
  3. Svo má ekki gleyma því - - að áhrif olíuverðs lækkana eru enn að seitla í gegnum hagkerfið í Sviss, eins og annars staða. Bætast verðhjöðnunar áhrif af gengishækkun frankans, ofan á þau áhrif.

Sviss gæti því orðið áhugaverð tilraunastofa - - í áhrifum verðhjöðnunar innan hagkerfis.

En þeirri skoðun hefur verið haldið á lofti af sumum hópum - - að verðhjöðnun sé jákvæð ekki neikvæð.

Þá hreinlega vil ég ætla, að sú reinsluathugun fari nú fram nk. mánuði og ár í Sviss.

 

 

Niðurstaða

Sennilega á svissneski frankinn eftir að stíga mun meir gagnvart evru en einungis þau tæp 17% sem hann reis miðað við evru á fimmtudag. En um leið og Seðlabanki Evrópu hefur prentun. Þá ætti frekara gengissig evrunnar við svissneska frankanna að ega sér stað.

Þá eins og ég sagði, gæti Sviss orðið áhugaverð tilraunastofa í rauntíma, um áhrif verðhjöðnunar innan hagkerfis.

 

Kv.


Hvað ætli að gengisfellingin verði stór síðar á árinu?

Ég er búinn að velta þessu fyrir mér, síðan að samningar voru gerðir við kennara um kringum 30% launahækkanir. En þá þegar blasti við mér, að þeir samningar mundu geta orðið öðrum stéttarfélögum - hvatning til þess að "einnig krefjast launahækkana í 2-stafa prósentu tölu."

Nú nýverið hefur lokið samningum við lækna, um launahækkanir sem skv. fréttum eru á þessu ári rétt undir 30%, en síðan bætast við frekari hækkanir á nk. ári, og að auki - ef tilteknar skipulagsbreytingar fara fram, bætast enn frekari hækkanir við. Með öðrum orðum, hljómaði þetta í mín eyru sem e-h sem gat nálgast 40%.

Ég man eftir skemmtilegum orðum samningamanns ríkisins - - þess efnis, að "báðir aðilar hafi slegið af kröfum sínum."

Mér fannst þau orð merkileg, því þá veltir maður fyrir sér - hverjar voru kröfur lækna?

Sjá einnig eldri skrif:

Mun leiðréttingin fara forgörðum?

Mér fannst áhugaverð skilaboð Seðlabankastjóra, að ef launahækkanir verða umfram 3,5% þá verði sennilega vaxtahækkun

Stefnir Ísland í átt að stórri gengisfellingu - eins og svo oft áður?

Eins og ég hef bent á nokkrum sinnum áður - getur launaleiðrétting eingöngu staðist - ef aðrar stéttir launamanna samþykkja að fara ekki fram á sambærilegar hækkanir

En því miður bendir flest til þess, að skriðan hafi farið af stað, og að hún sé að nálgast - óstöðvandi ferð.

 

En núna er ríkið búið að samþykkja 3-samninga, þ.e. við kennara, við lækna, og við skurðlækna - um launahækkanir um og yfir 30%

Ég bendi ykkur á að lesa viðtal við framkvæmdastjóra "Starfsgreinasambandsins":

Verkalýðshreyfingin býr sig undir átök

"Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir."

Akkúrat - nákvæmlega þ.s. ég óttaðist er í býgerð. En samningar við "Starfsgreinasambandið" eru lausir á næstunni - og miðað við umtal, má reikna með kröfugerð upp á 2-ja stafa prósentu tölu.

Síðan að farið verði í verkfall - - en ég reikna fastlega með verkfalli.

En ríkið er þegar búið að ganga í gegnum verkföll lækna og kennara - - > Hafandi í huga að "Starfsgreinasambandið" hefur orðið vitni að ríkinu "kikna í hnjánum" eftir að verkföll kennara og lækna voru búin að standa yfir um nokkurn tíma.

Þá held ég að því megi treysta - - > Að "Starfsgreinasambandið" muni fara í verkfall, í trausti þess - að sagan endurtaki sig. Og ríkið kikni einnig í hnjánum gagnvart þeim.

-----------------

Ég á von á því að "ASÍ" muni bíða með sínar verkfalls aðgerðir, þar til niðurstaða úr kjaradeilu ríkisins við "Starfsgreinasambandið" liggur fyrir.

Nú, ef ríkið kiknar í hnjánum gagnvart "því" þá efa ég ekki að "ASÍ" muni fara einnig fram á 2-ja stafa prósentuhækkanir, og treysta á að ríkið einnig kikni í hnjánum þegar allsherjar verkfall "ASÍ" verður hafið.

  • Eftir að ríkið hefur kiknað í hnjánum undan kennurum, og læknum - nú þegar.
  • Þá á ég fastlega von á því, að það einnig kikni í hnjánum í hin skiptin.

 

Ég er ekki alltaf sammála Þorsteini Víglundss:

Mesta ógn á vinnumarkaði um áratugaskeið - En það blasir við, að augljóst er rétt - að það stefnir í gengislækkun síðar á árinu.

  1. Þ.s. ég óttast þó mest, er að ríkisstjórnin sé að fórna möguleikanum á því að losa höft fyrir lok kjörtímabilsins.
  2. En besta tækifærið var á þessu ári, með verðbólgu komna niður í ekki neitt. En með 30% samningum yfir línuna, þá auðvitað gýs aftur verðbólgan og óstöðugleikinn fram að nýju.
  3. Og það tækifæri sem fólst í þeim stöðugleika sem er þessa stundina, verður þá horfið.
  • En mér virðist af "lélegum hagvexti sl. árs" en skv. desember niðurstöðu Hagstofu - Landsframleiðslan jókst minna en nam vexti þjóðarútgjalda - var hagvöxtur fyrstu 9. mánaða 2014 einungis 0,5%.
  • Að líklega séu höftin að - - halda aftur af hagvexti.
  • Fyrirtæki séu ekki að fjárfesta, meðan sú óvissa er enn til staðar.

Það mundi þá leiða til - áframhaldandi hagvaxtardoða út kjörtímabilið.

Úrslit kosninga yrðu þá vart hagfelld fyrir stjórnarflokkana 2017.

 

Niðurstaða

Það getur ekki verið annað en að verkalýðsforingjar skilji það mæta vel. Að ef 30% gengur yfir línuna þá leiði það til gengisfalls. Þannig að þegar þeir segja - að ekki sé annað en sanngjarnt að þeirra fólk fái einnig 30%. Þá séu þeir í reynd - - að knýja fram gengisfellingu vísvitandi.

Það sé sennilega til þess, að viðhalda hlutfallslegum stöðugleika milli kjarahópa.

Þ.e. að sneið eins af þjóðarkökunni minnki ekki hlutfallslega borið saman við sneið næsta hóps.

En með því að pína fram 30% hækkun fyrir alla, þá séu launamenn raunverulega að "lækka laun þeirra sérfræðihópa" er hafa fengið 30% - jafnvel gott betur - aftur niður, þannig að sú leiðrétting launa þeirra sérfræðihópa sem fram fór - sé þannig eyðilögð.

Eins og ég sagði í upphafi, þá getur ekki launaleiðrétting tekist - nema að almennir launamenn sætti sig á að fá minna í prósentum talið.

  • Svo má ekki gleyma því, að ef kennurum og læknum er alvara með það að flytja úr landi, ef laun þeirra hækka ekki -verulega.
  • Þá reikna ég með þeim landflótta þeirra, í kjölfar gengislækkunar og þeirrar verðbólgu sem kemur í kjölfarið á henni.

Því neyðarástandi nk. vetur í skólakerfinu landsins, sem og í heilbrigðiskerfinu.

 

Kv.


Langsamlega flest fórnarlömb róttækra íslamista eru aðrir múslimar

Málið er að sú sýn sem sumir hafa, að árásum róttækra Íslamista sé einna helst beint gegn Vesturlöndum, borgurum Vesturlanda - - stenst ekki ef menn veita einhverja athygli aðförum róttækra Íslamista í Afríku og í Mið-Austurlöndum.

Ágætt er að rifja t.d. upp, að "al-Qaeda" í tíð Bush forseta, var þátttakandi í borgarastríðinu innan Íraks, og beindi þá árásum sínum - ekki síður gegn íröskum shítum en bandarískum hermönnum. Ekki ósennilegt að "al-Qaeda" í Írak, hafi á þeim árum drepið þúsundir íraskra shíta.

Á síðari tímum, þá hefur framrás "ISIS" leitt til sannarlega "drápa á kristnum" - "að kirkjur hafa verið brenndar" - en á sama tíma, hefur "ISIS" stökkt á flótta sennilega hátt á annað milljón manns innan Íraks. Flestir þeirra - shítar.

Þeir hafa einnig ráðist gegn Kúrdum, og í reynd hverjum þeim - sem ekki hefur viljað lúta þeirra skilgreiningu á Íslam.

  • Svo eru það hryðjuverkasamtökin Boko-Haram.

 

10.000 manns létust 2014 í Nígeríu, vegna árása Boko Haram

Nigeria decries muted response to Boko Haram outrages

Extremist attacks not just in France but in Nigeria and Yemen too

Meðan að Evrópa var harmi slegin vegna atburðanna í Frakklandi, þ.s. tveir Íslamistar myrtu 17 manns -- þá hugsanlega dóu vegna aðgerðar Boko Haram allt að 2.000 manns.

Þeir réðust á bæ eða borg á jaðri Chad vatns, Baga - þetta er á landamærum við Kamerún. Tölur um fallna og særða virðast mjög á reiki - en þarna var víst fjölþjóða herstöð, skipuð nígerískum hermönnum og hermönnum nokkurra Afríkuþjóða, undir umsjón SÞ.

Boko Haram tók samt bæinn og herstöðina, stökkti hermönnunum á flótta, fjöldi íbúa flúði í ofboði - síðan tóku við dagar fjöldamorða á götum Baga.

Skv. stjv. Nígeríu, þá vilja þau ekki viðurkenna að flr. kringum 200 hafi farist. En marga grunar að þau vilji draga úr - leyna eigin manntjóni, og því tjóni sem Boko Haram hafi valdið.

  1. Þetta er sennilega í engu minna hættuleg hreyfing, heldur en ISIS.
  2. En á sama tíma og þúsundir farast ár hvert vegna Boko Haram, þá virðist ótrúlega lítið um athygli Vestrænna fjölmiðla á þessu svæði.

Skýringin liggur sennilega í því, að - - > Olían í Nígeríu er við strönd landsins.

Þ.s. Boko Haram herjar, er engin olía - í nyrstu héröðum landsins.

Og þau héröð eru einnig bláfátæk.

---------------------

Á meðan hefur "ISIS" náð á sitt vald, nokkrum fjölda olíulinda. Og ógnar -ef framrás ISIS heldur áfram- frekari olíusvæðum.

  • Vesturlönd hafa enga hagsmuni að verja í NA-Nígeríu.

 

 

Niðurstaða

Ef einhver vissi ekki að heimurinn snýst um olíu og peninga, þá sér sá það ef sá veitir því athygli að gríðarleg fjöldamorð hafa verið í gangi í NA-Nígeríu. Án þess að heimsfjölmiðlarnir þeysi inn á svæðið með risa-fyrirsagnir á lofti, og myndir berist um heiminn vítt af líkum fallinna.

Þau fjöldamorð eiga sér stað á fátæku svæði þ.s. enga olíu er að finna, né nokkra aðra auðuga auðlind.

Meðan að athygli Vestrænna fjölmiðla hefur sannarlega verið á atferli ISIS, en til samanburðar þá ógnar ISIS löndum þ.s. er að finna gríðarlegar olíulindir. Þau samtök hafa einnig drepið mikinn fjölda fólks - - en meðan að Vesturlönd hafa tekið sig saman um að ráðast að "ISIS."

Er hætta á að löng bið verði eftir sambærilegum aðgerðum af hálfu Vesturlanda í NA-Nígeríu.

 

Kv.


Er Assad af Sýrlandi með leynilegt kjarnorkuprógramm?

Der Spiegel fjallaði um þetta, tjáði heiminum þá niðurstöðu sína. Að innan Sýrlands einungis 2km. frá landamærum við Lýbanon, nærri stað sem nefnist Qusayr. Væri líklega leynileg kjarnorkurannsóknarstöð á vegum ríkisstjórnar Sýrlands.

Evidence Points to Syrian Push for Nuclear Weapons

Ég ætla samt að vara fólk við því að taka þessa frétt of hátíðlega - - ég hugsa að réttast sé að túlka þetta, sem - - mögulega kjarnorkurannsóknarstöð.

For years, it was thought that Israel had destroyed Syria's nuclear weapons...

  1. Hið minnsta, sé þarna til staðar, neðanjarðar byrgi af óþekktri stærð með a.m.k. þrem inngöngum.
  2. Það sé varið af sveitum á vegum Assad, og sveitum á vegum Hesbollah. Hve Hesbollah virðist nátengt þessum stað, er áhugavert.
  3. En 2013 voru harðir bardagar um þetta svæði, en varnarlið "herstöðvarinnar" eða "kjarnorkurannsóknarstöðvarinnar" hélt velli - samanstóð af sveitum Hesbollah og sveitum úr stjórnarher Sýrlands.
  • Þetta þíði, að þarna sé hið allra minnsta, stórt neðanjarðar byrgi - sem sé mikilvægt að verja, í augum bæði Hesbollah og stjórnarliða í Sýrlandi.
  • Sem bendi til þess, að starfsemin sem þar fer fram, sé í einhverjum skilningi - - mikilvæg.

This image purports to show the site where a well has been dug. The well...

Það að Assad geti verið að reka leynilega neðanjarðar kjarnorkurannsóknarstöð - - er ekki endilega ótrúverðugt. Þar sem eftir allt saman, eru ekki mjög mörg ár síðan, að Ísraelar sprengdu í loft upp - þ.s. síðar kom í ljós að var leynilegt kjarnorkuver á lokametrum í smíði. En þetta var niðurstaða starfsmanna IAEA.

"But the clearest proof that it is a nuclear facility comes from radio traffic recently intercepted by a network of spies. A voice identified as belonging to a high-ranking Hezbollah functionary can be heard referring to the "atomic factory" and mentions Qusayr. The Hezbollah man is clearly familiar with the site. And he frequently provides telephone updates to a particularly important man: Ibrahim Othman, the head of the Syrian Atomic Energy Commission."

Áhugavert að ef svo er að þarna er virkilega leynileg kjarnorkurannsóknarstöð, jafnvel staður til að "auðga úran." Og það virðist að ekki einungis Hesbollah tengist þessu fyrir utan tenginguna við sýrl. stjv. - heldur einnig "byltingavörður Írans."

Þá gæti þessi stöð - - allt eins verið liður í írönsku kjarnorkuprógrammi.

Eða að Sýrlandsstj. og írönsk stjv. séu með nána samvinnu í tengslum við kjarnorkurannsóknir.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilega að fylgjast með því. Hvort að uppljóstrun Der Spiegel, kemur einhverju af stað. En Spegillinn þýski rekur raunverulega rannsóknar blaðamennsku.

Ég skal alls ekki segja að við Qusayr geti ekki verið kjarnorkurannsóknarstöð niðurgrafin í skotheldu byrgi. Hafandi í huga að Ísraelar eyðilögðu sýrlenska kjarnorkustöð 2007. Þá má vera að sýrlandsstj. hafi dregið sömu ályktun og Íranar virðast hafa. Að eina leiðin sé að halda uppi kjarnorkurannsóknum í sprengju heldum neðanjarðar byrgjum.


Kv.


Stjórnendur Rússlands tala um nýja iðnvæðingu með það markmið að skipta út innflutningi fyrir innlenda framleiðslu

Það er áhugavert í þessu samhengi að rifja upp herforingjastjórnina í Brasilíu sem sat frá 1964 er brasilíski herinn tók völdin í klassískri herforingjabyltingu - til 1984. Þetta var hvort tveggja - afskaplega hægri sinnuð stjón, og þjóðernissinnuð.

Með það í huga, er áhugavert að bera saman iðnvæðingarprógramm brasilísku herforingjanna og þær hugmyndir sem hafa skotið rótum í Rússlandi - um nýja iðnvæðingu.

En brasilíska iðnvæðingin - var einmitt klassísk "import substitution" þ.e. að A)Beita tollvernd, og B)Lágu gengi - - > Til þess að skapa forsendur fyrir iðnvæðingu, með áherslu á framleiðslu neysluvarnings.

Þá er ég að tala um; útvörp, sjónvörp, ísskápa, þvottavélar, hin klassísku nútíma heimilistæki með öðrum orðum -heimilistölvur voru ekki til- og bifreiðar.

By the early 1960s, domestic industry supplied 95% of Mexico’s and 98% of Brazil’s consumer goods. Between 1950 and 1980, Latin America’s industrial output went up six times, keeping well ahead of population growth. Infant mortality fell from 107 per 1,000 live births in 1960 to 69 per 1,000 in 1980, [and] life expectancy rose from 52 to 64 years. In the mid-1950s, Latin America’s economies were growing faster than those of the industrialized West.

Brazilian military government

Import substitution industrialization

 

Á 8. áratugnum litu málin fljótt á litið vel út

Á þeim árum var gjarnan talað um - brasilíska kraftaverkið. En undiir lok áratugarins voru öll löndin í A-Ameríku ásamt Mexíkó, er fylgt höfðu þessari línu - komin í alvarleg efnahagsvandræði. Hin svokallaða, suður ameríska kreppa. Sem stóð eiginlega nær allan 9. áratuginn. Hún endaði ekki fyrr en flest löndin voru búin að fá skuldir endurskipulagðar.

  1. Ég held að sjálf grunn hugmyndin, að byggja upp iðnað innan þess er voru að mestu lokuð hagkerfi fyrir samkeppni að utan; hafi verið brengluð.
  2. En þó að iðnaðurinn byggðist hratt upp - framleiðsla væri hafin með ríkisstyrkjum, hagstæðum lánum - og öflugri tollvernd.
  3. Þá virðist samkeppnisumhverfi það sem iðnaðurinn starfaði í - hafa verið óskilvirkt. Og lítt hvetja til -nýunga- eða þess að fyrtækin bættu vörugæði. Eða lækkuðu verð.
  4. Fyrir utan að það virðist lítt hafa hvatt til þess að þau sjálf væru rekin með skilvirkni sem leiðarljós.

Þegar iðnaðurinn var að byggjast upp - var hagvöxtur hraður um tíma.

Munum að hagvöxtur var einnig hraður í Sovét - meðan að iðnvæðing var í gangi.

Mér skilst að það hafi einnig verið mikið um "crony capitalism" þ.e. að aðilar tengdir inn í herforingjastjórnina - fengu úthlutuðum styrkjum, og ódýrum lánum - til að hefja rekstur.

Slíkir hafi siðan beitt áhrifum sínum innan stjórnarinnar - til þess að hindra uppbyggingu samkeppnisumhverfis.

  • Á seinni hluta 8. áratugarins kom í ljós að varningurinn var ósamkeppnisfær - - sá útflutningur sem síðar átti að skapa jákvæðan viðskiptajöfnuð, varð því aldrei.
  • Það byggðist upp stöðugt vaxandi viðskiptahalli brasilíska hagkerfisins, þegar fyrirtækin keyptu íhluti að utan - - án þess að útflutningur byggðist upp á móti.
  • Brasilía gat einungis boðið sína klassísku hrávöru á móti.

Flest af þessum fyrirtækjum lögðu upp laupana í kreppunni á 9. áratugnum.

 

Til samanburðar er áhugavert að íhuga Japan

Japan byggði upp iðnað sinn einni að baki -tollvernd. En ég tel að lykilmunurinn sé sá, að japanska iðnvæðingin sem hófst af krafti undir lok 6. áratugarins - - > Hafi verið útflutningsdrifin frá upphafi.

  • Þetta var stefna ríkisstjórna Japans eftir stríð.
  • Fókusinn var sem sagt alltaf á að fyrirtækin kepptu á mörkuðum í öðrum löndum.

Þau nutu þá þess að hafa - varðan heimamarkað. En vegna þess að þau - störfuðu einnig á alþjóða markaði.

Þá hafi stóru japönsku risafyrirtækin er upp byggðust - orðið skilvirk.

Þau hafi ekki komist upp með annað en að hafa í boði varning er stóðst samanburð í verðum og gæðum.

Meira að segja, þá náðu þau árangri í skilvirkni, er gaf þeim um tíma - samkeppnisforskot.

 

 

Niðurstaða

Hvort ætli að Rússland sé líklegra að líkjast Brasilíu hægri sinnuðu og þjóðernissinnuðu herforingjanna? Eða Japan áranna eftir 1950?

Mig grunar að Rússland endurtaki Brasilíu.

Það kemur til; 1)Hugsunin að baki þeirri iðnvæðingu sem nú er rætt um, virðist afskaplega svipuð og hugsun var að baki brasilísku iðnvæðingunni, 2)Stjórnarfarið í Rússlandi er til muna líkara stjórnarfari í Brasilíu 8. áratugarins, en stjórnarfari Japans á 6. og 7. áratugnum, 3)þegar er til staðar fyrirferðar mikill hópur auðugra "kapítalista" í Rússlandi sem eru bæði "ríkistengdir" og "flokkstengdir" sem líklegir eru til þess að fara fyrir slíkri iðnvæðingartilraun, 4)þá séu líkur á að "crony capitalism" brasilísku iðnvæðingarinnar endurtaki sig einnig í Rússlandi, 5) að þeir ríkistengdu og flokkstengdu aðilar sem þá fari fyrir iðnvæðingunni notfæri sér tengsl innan kerfisins eins og gerðist í Brasilíu til þess - að takmarka samkeppnisumhverfi innan Rússlands.

Þannig að líklega fari eins, að upp rísi fyrirtæki sem sannarlega framleiði neysluvörur - en sá varningur verði einnig eins og útkoman varð í Brasilíu - ósamkeppnisfær við erlendan varning, einungis fær um að halda velli meðan að Rússlands markaðurinn helst lokaður.

Á endanum skapi sú iðnvæðing líklega - - engan nettó arð fyrir samfélagið, né hagkerfið.

Fyrir einhverja rest - - verði iðnaðurinn líklega einnig, eins og í Brasilíu, að myllusteini fyrir hagkerfið og þjóðfélagið.

  1. Það er áhugavert að íhuga hrunið í S-Ameríku, og hrunið sem síðar varð í A-Evrópu.
  2. En bæði "import substitution" iðnvæðingin og "ríkisrekstrar-iðnvæðing" A-Evrópu, hrundi fyrir rest.
  3. Í báðum tilvikum, var það skortur á skilvirkni - er á enda leiddi til hruns.
  • En mig grunar að einkarekstur "per se" sé ekki endilega skilvirkari en ríkisrekstur, ef um er að ræða "einökunarstöðu"/"fákeppnisumhverfi" - - > Það sé sjálft samkeppnisumhverfið sem leiði fram skilvirkni.
  • Megnið af iðnaðinum í S-Ameríku var eftir allt saman, einkarekinn. En í fákeppnisumhverfi eða einokunarstöðu.

 

Kv.


Evrasíubandalag Pútíns getur verið í alvarlegum vanda

Las áhugaverða greiningu Financial Times, en þar er vakin athygli á nokkrum áhugaverðum þáttum sem ekki hafa farið hátt í fjölmiðlum: Dangers of isolation.

  • Vandinn virðist stafa af - - mótrefsiaðgerðum Pútíns gegn Vesturveldum.
  • Þann 1/1 2015, tók tollabandalag aðildarlanda Evrasíubandalagsins formlega til starfa.

Eða, þannig áttu hluti að ganga fyrir sig.

En deilur virðast hafa sprottið upp milli Rússlands og Hvít-Rússlands, og Kasakstan.

Þær virðast koma til vegna mótrefsiaðgerða Pútíns á Vesturveldi - nánar tiltekið, bann Pútíns við innflutningi Vestrænna vara til Rússlands.

  1. En bæði Hvít-Rússland, og Kasakstan - hafa neitað að taka þátt í þeim viðskiptabannsaðgerðum.
  2. Þannig að vestrænar vörur streyma mótstöðulaust inn í þau lönd, og frá og með 1/1 hefðu Vestrænar vörur því -vegna niðurfellingar landamæraeftirlits sem átti að ganga fyrir sig milli aðildarlanda Evrasíubandalagsins- streymt viðstöðulaust inn fyrir landamæri Rússlands, í gegnum Hvít-Rússland eða Kasakstan.
  3. Út af þessu, virðist að stjórnvöld Rússlands hafi fyrirskipað landamæraeftirlit við landamæri Rússlands við Hvít-Rússland og Kasakstan.
  4. Og þau virðast hafa svarað líku-líkt, þannig að landamæraeftirlit fer nú fram eins og að ekkert viðskiptasamstarf sé í gildi milli landanna.
  • Að auki hafa leiðtogar Hvít-Rússlands, og Kasakstan - þverneitað að taka afstöðu gegn Úkraínu, með öðrum orðum - neitað að taka afstöðu með Rússlandi í deilu Rússlands við Vesturveldi og stjórnvöld Úkraínu.

Ef þessu fram heldur, gæti Evrasíusamstarf það sem Pútín sá fyrir sem viðskiptabandalag Rússlands og nágrannalanda Rússlands - - fljótlega orðið að engu.

Höfum í huga, að deilan við Vesturveldi, spratt upp - - þegar Pútín gerði tilraun til þess að fá Úkraínu inn í Evrasíubandalagið - - > Beitti forseta Úkraínu þrýstingi, þ.e. efnahagslegum refsiaðgerðum - stig vaxandi, samtímis að hann bauð milljarða dollara í efnahagsaðstoð ef forseti Úkraínu mundi skrifa undir; og hætta þar með við þann samning sem hann hafði varið 7 árum í að semja um við ESB.

Nú gæti þessi deila Rússlands og Vesturvelda, sem Hvít-Rússland og Kasakstan, meginlönd Evrasíusamstarfsins fyrir utan Rússland - hafa neitað að taka þátt í, og einnig neitað að styðja málstað Rússlands í nokkru í þeirri deilu - - > Leitt til endaloka þess samstarfs.

Þar eð, ef Pútín lætur ekki undan, semur við Vesturveldi.

  1. Þá sé Rússland í hættu á að enda uppi frekar vinafátt, ef deilan heldur áfram.
  2. Eins og virðist, að Hvít-Rússland og Kasakstan halda sig við þá afstöðu, að neita að styðja Rússland í þeirri deilu, og því - neita að taka þátt í refsiaðgerðum Rússlands gegn Vesturveldum.
  • Hluti af þessu er náttúrulega, að nærri 50% gengislækkun Rúbblunnar, kemur mjög við kauninn á Hvít-Rússlandi, sem hefur átt ca. helming allra utanríkisviðskipta við Rússland.
  • En þá er andvirði þeirra viðskipta allt í einu - - lækkað einnig um helming.
  • Þetta bitnar einnig á löndum, sem hafa treyst á fé sem fólk er vinnur í Rússlandi, sendir heim.
  • Þau laun eru þá einnig - - helmingi minna virði.

Önnur lönd eins og A-héröð Úkraínu, Moldavía, Armenía - sem einnig hafa mikil viðskipti við Rússland.

Munu örugglega einnig vera að finna fyrir því, að virði Rússlands viðskipta er allt í einu helmingi lægra, miðað við aðra gjaldmiðla.

Þetta t.d. þíðir það, að vægi Rússlands viðskipta er sennilega ekki lengur 50/50 móti öðrum viðskiptum Hvít-Rússlands, frekar 25/75.

Þá skilst af hverju - - Lukashenko forseti Hvít-Rússlands, vill alls ekki taka þátt í refsiaðgerðum Rússlands við Vesturlönd.

 

Niðurstaða

Deilan við Vesturlönd gæti verið að leiða til þess, að sú uppbygging viðskiptaumhverfis fyrir Rússland, sem Pútín hefur verið að gera tilraun til að byggja upp í nokkur ár samfellt - - fari fljótlega út um þúfur.

Ef sú tilraun Rússlands að byggja upp viðskiptasamband við næstu lönd, hrynur.

Meðan að refsiaðgerðir Vesturvelda tryggja að Rússland fær ekki aðgang að alþjóðlegri fjármögnun.

Þá getur stefnt í umtalsverða efnahagslega einangrun Rússlands.

Og það gæti leitt til þess að kreppan umrædda sem hafin er í Rússlandi þetta ár, verði ekki til skamms tíma. Nema að Pútín gefist upp.

------------------

En gjaldeyrisstaða Rússlands er miklu mun verri en lítur út fljótt á litið: The only cure for what plagues Russia.

Anders Aslund - útskýrir að Rússland hafi í reynd einungis gjaldeyrissjóð upp á 202ma.USD. Ekki 400ma.USD eins og oft er sagt. Málið sé að einungis helmingurinn sé lausafé. Hitt sé bundið í eignum sem ekki séu auðleysanlegar:

"The official reserves include the two sovereign wealth funds, the National Wealth Fund ($82bn) and the Reserve Fund ($89bn), which are held by the finance ministry and spoken for."

Í ljósi þess að Seðlabanki Rússlands hefur lofað að tryggja greiðslur 120ma.USD á þessu ári í formi skulda ríkisfyrirtækja.

Í ljósi þess að svipað fé streymdi út úr Rússlandi á sl. ári, af völdum fjármagnsflótta. Og annað eins gæti streymt út á þessu ári, ef fjármagnsflótti er ekki stöðvaður t.d. með höft á streymi fjármagns úr landi.

Þá gæti Rússland staðið fyrir greiðsluþroti innan 2-ja ára. Í ljósi 600ma.USD heildar skulda rússn. ríkisfyrirtækja.

------------------

Ég sannast sagna sé ekki hvernig Rússland snýr sig út úr þessari klemmu nema á 2-mögulega vegu:

  1. Gefast upp fyrir Vesturveldum, láta undan helstu kröfum þeirra.
  2. Eða, gerast leppríki Kína. En fjármögnun frá Kína mundi án efa, fela það í sér. En undir kringumstæðum þeim sem Rússland er í. Mundi Kína örugglega ekki veita slíka fjármögnun nema gegnt því, að fá raunverulegt tangarhald á Rússlandi.

Í hvorugu tilvikinu er Rússland sjálfstætt stórveldi.

Ef Pútín leitast við að feta 3-leið, þá muni Rússland síga stöðugt dýpra inn í efnahagskreppu, lífskjör almennings dala ár frá ári.

Mér virðist Pútín hafa komið sér í næstum því algerlega -fyrir hann- óvinnandi stöðu.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband