Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Seðlabanki Evrópu telur hagvöxt nær öruggan á seinni helming ársins!

Það er áhugaverð spurning hvort sá hagvöxtur sem mælst hefur í sumar á evrusvæði, er fyrst og fremst vegna góðrar sumarvertíðar í ferðamennsku. En það er alveg hugsanlegt.

Seðlabanki Evrópu sjálfur bendir á, að árstíðabundin sveifla hafi verið öflugari í ár en áður var búist við, vegna þess hve sumarið var góðviðrasamt víða á meginlandi Evrópu.

En eigi að síður, áréttar spá sína um hagvöxt á seinni hluta þessa árs. 

Að hans mati, séu skýrar vísbendingar um - viðsnúning.

En á móti varar hann við því, að sá vöxtur verði mjög hægur. 

Og að auki, séu enn til staðar veruleg hætta á óvæntri slæmri atburðarás.

Þó að mati "ECB" sé líklegra talið að það verði áframhald á þeim vexti sem átti sér stað í sumar.

------------------------------------------

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 5 September 2013

  1. Following six quarters of negative output growth, euro area real GDP rose, quarter on quarter, by 0.3% in the second quarter of 2013.
  2. This increase is partly explained by transitory effects related to weather conditions in the first half of this year.
  3. "Since then, survey-based confidence indicators up to August have improved further from low levels, overall confirming our previous expectations of a gradual recovery in economic activity. Looking ahead to the remainder of the year and to 2014, in line with our baseline scenario,"
  4. "output is expected to recover at a slow pace, in particular owing to a gradual improvement in domestic demand supported by the accommodative monetary policy stance."
  5. "Euro area economic activity should, in addition, benefit from a gradual strengthening of external demand for exports. "
  6. "Furthermore, the overall improvements in financial markets seen since last summer appear to be gradually working their way through to the real economy, as should the progress made in fiscal consolidation."
  7. "In addition, real incomes have benefited recently from generally lower inflation."
  • "This being said, unemployment in the euro area remains high, and the necessary balance sheet adjustments in the public and private sectors will continue to weigh on economic activity."

------------------------------------------

Eina leiðin til að vera viss - - er að fylgjast með og sjá hvað gerist.

Á sl. ári spáðu þeir svipaðri þróun, þá rættist það ekki.

En - kannski í ár.

En þessi bjartsýni sem þeir vísa til, þá eru þeir að tala um kannanir unnar skv. spurningum beint til stjórnenda fyrirtækja, getur alveg reynst á sandi byggð.

Þó hitt geti einnig verið - að hún sé það ekki.

Að auki hefur dregið úr svartsýni neitenda, a.m.k. í sbr. v. sl. ár.

Sú mikla paník sem var á sl. ári, er ekki til staðar í ár.

En ef e-h hefur gleymt hvað þá gerðist, þá viðheldur enn loforð Mario Draghi frá sl. ári, um kaup á ríkisbréfum landa í vanda án takmarkana - - enn trausti.

Þó það loforð sé háð því skilyrði að viðkomandi land óski aðstoðar til björgunarsjóðs ESB og samþykki að opna sitt ríkisbókhald og ekki síst - bindandi skilyrði í reynd björgunarprógramm.

Nema að í þessu tilviki væri það fjármagnað af Seðlabanka Evrópu.

Þá fram að þessu hefur ekki reynt á það loforð, þ.s. markaðir hafa fram að þessu sæst á að vera rólegir, út á það loforð eitt og sér - án þess að í reynd vita 100% fyrir víst, hvernig það mundi reynast í framkvæmd.

  • Þetta er vert að hafa í huga!
  • En markaðir virðast gjarnan hreyfast fyrir tilstuðlan - hópsálfræði.
  • Það virðist sem að "mood" eða tilfinning geti breiðst út, menn orðið bjartsýnir, og síðan skyndilega geti það sveiflast til baka. Má líkja þessu við múgsálfræði.

Jafnvel má hugsa sér, að ekkert meir þurfi til - - en það að menn voru það svartsýnir á sl. ári, að þegar loforð Daghi á sl. ári tók af aðalhræðsluna - þá varð eins og bylgjuhreyfing til baka, frá hyldýpis svartsýni yfir í töluverða bjartsýni.

Það er reyndar magnað hve markaðir hafa síðan hækkað mikið, þrátt fyrir að hagvöxtur í Bandaríkjunum sé enn að mælast ekki hærri en 1,7% skv. síðustu mælingu.

Og Evr. er ekki að gera meira en að komast úr mínus yfir í rétt ofan við núll.

Þeir voru búnir að hækka mikið, mánuðina meðan Evr. var enn í samfelldum samdrætti, þannig séð að það má vera - - að þeir séu nú með frekari hækkunum að bregðast við tíðindum um það að mælanlegur vöxtur sé að mælast í fyrsta sinn í 6 ársfjórðunga.

  • Spurningin er - af hverju þeir hafa hækkað svo mikið?
  • Meira að segja "ECB" varar við of mikilli bjartsýni og talar um "moderate" vöxt, sem er sá frasi sem þeir nota til að lísa mjög hægum vexti þ.e. á bilinu 0-0,5%. 

------------------------------------------

Mig grunar enn að það hægi á aftur í haust. Spurning hvoru megin við núllið það endar.

En ég árétta að hagvöxtur í heiminum hefur fram að þessu verið undir væntingum, þ.e. einnig í Asíu. Þó það sé uppsveifla nú á bandar. húsnæðismarkaði. Allt í einu eru eignir farnar að seljast.

Og það getur verið, að það leiði til neysluaukningar í framtíðinni, jafnvel á næstu mánuðum. Það hefur a.m.k. ekki enn gerst.

Draghi benti á að enn sé mikill niðurskurður í gangi í Evrópu - - svo er áhugavert.

Að enn er að draga úr lánveitingum til fyrirtækja í Evrópu.

  • "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -2.8% in July, compared with -2.3% in June."

Svo samdrátturinn í útlánum til fyrirtækja - er að aukast.

Ekki minnka.

  • "Annual growth in M3 decreased further in July to 2.2%, from 2.4% in June."

Það er aftur að hægja á aukningu peningamagns.

  • "M3 growth continued to be mainly supported by net capital inflows into the euro area..."

Sem eiginlega bendir til þess að öll peningamagns aukningin - komi að utan.

------------------------------------------

Mér finnst þetta undirstrika þá túlkun, að um sumarsveiflu hafi verið að ræða, en frekari samdráttur í útlánum til atvinnulífs - - er samdráttar vísbending.

Og peningamagns þróun virðist a.m.k. ekki vera að gefa vísbendingu um - aukningu umsvifa.

 

Niðurstaða

Mér finnst líklegt að evrusvæði sé ca. að nálgast stöðnun. En það má vera að það geti við og við mælst örlítill vöxtur - einstaka ársfjórðung. En líklegt sé að heilt yfir sé Evrópa við núll mörk. "ECB" spáir 1% vexti á nk. ári, það finnst mér persónulega - ólíklegt.

En þ.e. hugsanlegt að Evrópa sé u.þ.b. að ljúka sínu megin samdráttarskeiði.

En stöðnunarskeiðið sé að hefjast.

 

Kv.


Kínverska flutningaskipið Yong Sheng mun klára pólsiglingu sína nk. mánudag!

Ferð 19.000 tonna flutningaskipsins Yong Sheng frá hafnarborginni Dalian á strönd Kína til Rotterdam hefur vakið nokkra athygli. En skipið er við það að ljúka siglingunni - væntanlegt til Rotterdam nk. mánudag.

"Barring any last-minute mishaps, the 19,000 tonne vessel operated by China’s Cosco shipping group is expected to reach her final destination – the Dutch port of Rotterdam – as early as Monday, just 21 days after she left Busan, South Korea, fully laden."

  • Skv. því mun skipið hafa náð að klára siglinguna á 21 degi miðað við brottför frá S-kóreönsku borginni Pusan! 
"“This sea route will offer our clients more convenience and choice, while allowing us to save time, lower costs and reduce emissions,” Ma Zehua, Cosco chairman, said at his company’s results briefing late last month."

Mynd tekin úr frétt Mail Online

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/pole_voyage.jpg

Sjá einnig:

First Chinese cargo ship nears end of Northeast Passage transit

A brave new world in a melting Arctic

Gert var ráð fyrir að siglingin mundi taka 33 daga!

Í stað 48, þ.e. auðvitað áhugavert að skipið hafi náð því á 21 degi frá Pusan til Rotterdam.

Atburður sem átti stað meðan að Yong Sheng var á siglingu, var ráðist á systurskip þess í Súes skurðinum, þ.e. einhverjir bófar skutu RPG á það í miðjum skurðinum, sjá You tube:

Systurskipið varð fyrir óverulegu tjóni, en þetta setur Íshafsleiðina í áhugavert samhengi, þegar róstur í Miðausturlöndum fara vaxandi, þ.e. upplausn í Egyptalandi sbr. myndbandið, og að auki eru sjóræningjar á Indlandshafi.

Þú ert a.m.k. gersamlega öruggur fyrir morðárásum - - það eina sem þú þarft að fást við, eru íshröngl og kuldinn. Þó svo að jafnvel í þá 2 mánuði sem skipaleiðin er opin, hættan af tjóni á skipi sé einhver - - þá a.m.k. skjóta ísjakar ekki á þig.

  • Spurning hvernig þetta kemur út í kostnaði við tryggingar!
  • En sá hluti, getur verið lykilþátturinn!

Það hefur verið hröð aukning í ferðum skipa þ.e. á Íshafsleiðinni:

China's voyage of discovery to cross the less frozen north

"Russian authorities said last week they had already granted permission for more than 370 ships to sail the route this year. In 2012, only 46 ships sailed the entire length of the passage from Europe to Asia, while in 2010 only four vessels made the voyage."

Þessar tölur blikna þó miðað við fjölfarnar skipaleiðir - - en einn ágætur Rússi var þó bjartsýnn.

"Valentin Davydants, captain of Russia’s Atomflot fleet of nuclear-powered icebreakers, estimates that 15million tonnes of cargo will use the full route by 2021."

Ekki skal segja - - ágætur Norðmaður var verulega svatsýnni!

"'You might see some oil and gas leave Russia – but I think the day that container ships will choose to use the northern sea route for economic reasons is quite a long way off,' said one of Norway’s biggest shipowners."

Spurning hvort þekkir þetta betur - - yfirmaður ísbrjótaflota Rússa.

Eða norskur skipaeigandi.

Þó það geti tekið a.m.k. 10 ár til viðbótar áður en þetta verður fjölfarin siglingaleið, sumir segja a.m.k.. 20 en hver veit, kannski hefur Rússinn rétt fyrir sér.

Þá er ekki of snemmt að fara að pæla í því hvar hugsanlega má staðsetja ný hafnarmannvirki!

Það er því full ástæða að fagna áhuga Bremenports á Finnafirði!

 

Niðurstaða

Mjór er mikils vísir er stundum sagt. Yong Sheng er ekki merkilegt skip, dæmigert stórt gámaskip. Ekki risaskip. En þarna tekur skipafélagið Cosco Shipping áhættu. En stundum er það einmitt þ.s. þarf að gera. Til að koma hlutum af stað.

Það virðist standa til að bjóða upp á þessa leið sem valkost, fyrir þá sem vilja fljótari siglingu.

Auðvitað einungis á þeim árstíma sem sú leið er opin. 

Ég er alveg viss að þetta er einungis upphafið á einhverju miklu mun stærra.

Hvort að risahöfn verður hérlendis í Finnafirði, þarf ekki að vera. 

En ef það gerist, væru jákvæð áhrif á Ísland - dramatísk: 

Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?

 

Kv.


Af hverju væri árás á Sýrland gagnslaus?

Nú ætla ég að miða við þá fyrirhuguðu árás sem Obama talar um, þ.e. takmörkuð 2-3 dagar, einungis loftárásir, einungis ráðist á hernaðar-skotmörk o.s.frv. Engin innrás í boði - ekkert "no fly zone" né "safe zone."

Ég er ekki hissa á því að Repúblikanar sem vilja "innrás" séu "unimpressed" eins og t.d. Mc Cain.

 

Sýrlandsher mun hafa fengið yfrið nægan tíma til að undirbúa sig!

Nú er búð að ræða hugsanlega árás í tvær vikur.

Eftir ákvörðun Obama að vísa ávörðun til þingsins, bætist a.m.k. við vika. 

Þannig að Sýrlandsher fær a.m.k. 3 vikur til undirbúnings, áður en árásirnar hefjast - í fyrsta lagi.

  • Punkturinn er sá, að ef á þeim tíma Sýrlandsher verður ekki búinn að koma mikilvægum hergögnum, sem herinn hefur ekki efni á að missa, í öruggt skjól.
  • Þá er herinn eingöngu skipaður imbum sem ekkert erindi hafa til þess að hafa menn til umráða.

En þ.e. í reynd mjög einfalt, að forða hergögnum frá hugsanlegum árásum - - sama trixið og t.d Hamas beitir á Gaza svæðinu, eða Hesbollah í Líbanon.

Að staðsetja þ.s. þeir mega ekki missa, undir íbúðablokkum, í bílakjöllurum slíkra.

Það má einnig, taka neðstu hæð slíkra bygginga yfir, ef vantar bílakjallara.

  • En þ.e. öruggt að þó ekki sé nema vegna pólit. ástæðna, þá mun ekki vera ráðist á skotmörk, þ.s. verulegar líkur eru á mannfalli óbreyttra borgara.
  • Þetta getur her Sýrlands notfært sér, tja eins og Hamas gerir á Gaza.

Obama administration struggles to build case for Syria strikes

Ég er ekki hissa á því ef Obama mun ganga illa að sannfæra bandar. þingið, en málið er - að það eru líkur á því að menn eins og Mc Cain sem vilja miklu harðari aðgerðir gegn Assad, sjái að sú takmarkaða árás sem Obama vill framkvæma - er gersamlega gagnslaus.

Þá meina ég, frá forsendum þeim sem Mc Cain horfir á málið út frá þ.e. "regime change."

Eða a.m.k. gera nægilega mikið, til að breyta verulega vígstöðunni andstæðingum Assads í vil.

Það virðist afskaplega ólíklegt að þessar takmörkuðu árásir, nái að hafa einhver umtalsverð áhrif á vígstöðuna.

  • Og á hinum kantinum, munu vinstri sinnar innan Demókrata flokksins, vera andvígir slíkri árás í prinsippinu, alveg burtséð frá því - hvort hún hafi einhver áhrif á vígstöðuna eða ekki.

Málið getur því lent milli tveggja elda þ.e. annars vegar gengur það hvergi nærri nægilega langt skv. haukum eins og Mc Cain, á hinn bóginn taka vinstri sinnarnir innan Demókrata flokksins ekki í mál að gera nokkra árás yfirleitt.

Milli þessara fylkinga, gæti niðurstaðan orðið að málið fellur! Eins og átti sér stað fyrir viku á breska þinginu.

Ef það gerist, gæti Hollande forseti Frakklands litið frekar aulalega út.

France’s François Hollande takes risk backing action on Syria

 

Ef Obama ætlar sér að hafa áhrif á hegðan ríkisstjórnar Assads, með loftárásum!

Mun þurfa að staðsetja heilan flota skipa við strönd Sýrlands í langan tíma. En það má hugsa sér að Obama hóti því - að héðan í frá muni ætíð koma loftárás. Ef þ.e. beitt efnavopnum, látum vera hver bar akkúrat ábyrgð á þeirri árás en það getur vel verið að Sýrlandsher hafi framkv. hana.

Ef Obama gerði þetta, að staðsetja 24kl.st. vakt nægs flugflota nægilega nærri Sýrlandi, til þess að árás væri unnt að framkvæma með örfárra klukkustunda fyrirvara - héðan í frá.

Þá væri vel hugsanlegt, að þannig geti Obama haft áhrif á hegðan Sýrlandsstjórnar.

Hindrað frekari notkun efnavopna af hálfu Sýrlandsstjórnar.

Fælt með öðrum orðum, Sýrlandsstjórn frá því að beita efnavopnum.

En þá hefur Sýrlandsher vart nægan tíma til að koma mikilvægum búnaði í skjól.

--------------------------------

En ef þessi árás er bara "one off" verði fælingaráhrif líklega engin - - þvert á móti. Eftir allan þennan tíma, þegar loks árásin er framkvæmd - - eftir að Sýrlandsher hefur haft nægan tíma til að koma mikilvægasta búnaðinum í öruggt skjól. 

Þá gæti allt eins slík "one off" árás sannfært Assad um það, að það væri algerlega óhætt. Að beita efnavopnum, því hann treysti sér til að lifa með afleiðingunum.

Segjum að Assad geri síðan ekki neitt af slíku tagi í nokkurn tíma. Obama kallar flotann heim aftur. Þá í líklega í annað sinn, mundi ríkisstj. Obama vera sein aftur til viðbragða, aftur taka 2 - 3 vikur þar til e-h gerðist, og aftur væri árásin líklega jafn áhrifalítil.

 

Niðurstaða

Það kemur í ljós. En mig grunar að Obama sé einungis að þessu. Til að friðþægja aðila á Bandar. þingi og utan Bandar. sem hafa verið að krefjast aðgerða gegn Sýrlandi. Hann sé að gera það minnsta sem hann í vissum skilningi, kemst upp með.

Hann hafi í reynd ekki áhuga á nýju stríði.

Ætli að humma þá kröfu af sér.

Kannski dugar honum að málið falli á þinginu.

T.d. krefst Tyrkland þess að vesturveldin a.m.k. safni liði við landamæri Sýrlands, og hóti innrás, beiti á meðan liðsafnaðinum stendur stöðugum loftárásum til að lama her Sýrlandsstj. - ásamt hótun um innrás ef Assad segir ekki af sér:  ‘Vulnerable’ Turkey attacks US stance on Syria

Erdokan telur viðbrögð Vesturveldanna langt í frá fullnægjandi.

Ég segi það á móti, Edokan hefur nægilega sterkan her, til að geta sjálfur tekið málið að sér.

Hann vill að aðrir taki áhættuna og kostnaðinn!

 

Kv.


Grænorkubylting Angelu Merkelar orðin að skaðræðisskrímsli

Það er mjög áhugaverð gagnrýni í Der Spiegel, og ég fæ ekki betur séð en að stjórn Angelu Merkel sé að nálgast málið með eins heimskulegum hætti og hugsast getur.

Vandinn sem birtist almenningi er hæsta orkuverð í Evrópu, en þ.s. verra er - síhækkandi.

Það er farið að valda verulegum vandamálum!

Þetta kemur verst við fátæka - sem eiga í vaxandi vanda við það að kynda eigin hús eða íbúðir.

Og þ.s. verðin munu hækka frekar í framtíðinni - stefni í alvarlegan vanda, líklega.

 

Germany's Energy Poverty: How Electricity Became a Luxury Good

"Consumer advocates and aid organizations say the breaking point has already been reached. Today, more than 300,000 households a year are seeing their power shut off because of unpaid bills. Caritas and other charity groups call it "energy poverty.""

"When Stefan Becker of the Berlin office of the Catholic charity Caritas makes a house call, he likes to bring along a few energy-saving bulbs. Many residents still use old light bulbs, which consume a lot of electricity but are cheaper than newer bulbs. "People here have to decide between spending money on an expensive energy-saving bulb or a hot meal," says Becker. In other words, saving energy is well and good -- but only if people can afford it."

  • "In the near future, an average three-person household will spend about €90 a month for electricity. That's about twice as much as in 2000.
  • Miðað við gengi dagsins, 14.350kr.
  • Eða 172.292 á ári.
  • "According to a current study for the federal government, electricity will cost up to 40 cents a kilowatt-hour by 2020, a 40-percent increase over today's prices."

Vandinn er ekki síst hvernig styrktarkerfið er byggt upp, en þ.e. sett gjald á raforku sem er framleitt með hefðbundnum aðferðum, síðan er það notað til að tryggja tiltekið fast verð til framleiðenda.

Það virkar þá þannig, að hver sá sem setur upp vindmyllu hvort sem hún er stór eða lítil, eða sólarhlöður.

Er tryggt fast verð fyrir rafmagnið - og orkuveiturnar í Þýskalandi verða að kaupa það, burtséð frá því hvort þ.e. þörf fyrir það tiltekna rafmagn akkúrat þá stundina á þeim stað eða ekki.

Þetta tryggða verð, þarf síðan að endurskoða reglulega af embættismönnum, vegna stöðugra kostnaðarhækkana innan kerfisins - - en til að viðhalda hraðanum á uppbyggingunni, er verðið sett upp þannig að alltaf sé gróði af því að setja upp vindmyllu eða sólarhlöðu.

Þetta auðvitað skapar þessa stöðugu kostnaðarhækkanir:

  1. Hvatningin er ekki til skilvirkni, þ.s. þú færð meir eftir því sem þú framleiðir meir, þá viltu framleiða sem mest og byggja upp sem hraðast flr. myllur eða sólarhlöður.
  2. Og þ.s. veiturnar verða að kaupa rafmagnið, þá er verið að setja upp stöðvar og sólarhlöður algerlega burtséð frá því, hvort þ.e. hagkvæmt fyrir kerfið í heild eða ekki.
  3. Síðan má ekki gleyma kostnaðinum af öllum rafstrengjunum sem þá þarf, til að tengja við orkukerfið fjölda framleiðenda sem eru fjarri þeim svæðum, þ.s. orkuþörfin er mest.
  4. Ekki síst, stórfellt hefur dregið úr áreiðanleika orkukerfisins - þ.e. stöðugt verður erfiðara að fást við orkutoppana sem koma þegar t.d. er sólríkt eða þegar nóg er af vindi víða, og orkulægðirnar t.d. þegar fer saman að þ.e. skýjað og lygnt. Þá þarf að keyra dísilrafstöðvar og jafnvel kolaver.

Það framkallar áhugaverðan vanda - þann að losun CO2 frá orkukerfinu hefur aukist!

  1. "While the amount of electricity from renewable energy rose by 10.2 percent in 2012, the first year of the new energy policy,..."
  2. "...the amount of electricity generated in hard coal and brown coal plants also increased by 5 percent each. "
  3. "As a result, German CO2 emissions actually increased by 2 percent in 2012."

Svo á brjálæðið eftir að versna um helming - vegna þess að ríkisstjórn Þýskalands, ætlar sér með óskaplegum kostnaði - að láta reisa mikinn fjölda risavindmylla úti á hafi.

Ásamt gríðarlegum rafstrengjum hundruð km. löngum.

Og þá stendur til að tryggja fjárfestum - - enga áhættu!

" By 2020, offshore wind turbines are expected to generate up to 10 gigawatts of electricity, theoretically as much as eight nuclear power plants. To attract investors, the government has created the best possible subsidy conditions, so that operators will be paid 19 cents per kilowatt-hour of offshore electricity, or about 50 percent more than from land-based wind farms. The government has also assumed the liability risk for the wind farm operators. If anything goes wrong, taxpayers will bear the cost. "

En þegar hvatningunni - - engin kostnaðaráhætta.

Er bætt ofan á hvatninguna - - tryggður gróði.

Þá er ljóst að hreint byggingarbrjálæði hefst!

Kostnaðurinn við rafmagnið frá veitunum úti á hafi, er áætlaður töluvert hærri - en þó frá dýru vindmyllunum uppi á landi.

"Experts believe that because of the more challenging conditions, the power offshore wind turbines generate will be consistently two to three times as expensive as on land. Although the wind blows more consistently at sea, this comes far from offsetting the higher costs."

Ég held að það hljóti að vera hafin stórfelld uppreisn gegn hratt hækkandi orkuverði, löngu fyrir 2020. 

 

Niðurstaða

Það er ekki furða að gagnrýnin verði sífellt háværari. Þ.e. þó komin upp hugmynd að hugsanlegri lausn. Sem er að taka upp sænska kerfið. Sem er miklu mun einfaldara í rekstri. Og inniheldur ekki slíka áhættusama hvata, sem styrkjakerfi Angelu Merkelar gerir.

Skv. Spiegel gengur rekstur sænsku veitanna miklu betur og orkuverð til notenda er ekki að hækka með nærri því sambærilegum hætti.

Það er spurning hvað gerist - - en þeir stóru aðilar sem reisa vindmyllur, líklega hafa hag af því að viðhalda núverandi "sukk" kerfi.

Þ.s. það tryggir þeim - - öruggan gróða. Og þ.s. betra er frá þeirra sjónarhóli, vaxandi.

Þegar óeðlilegt ástand er búið til - - er alltaf hætta á pólitískri spillingu. 

Og þá ekki síst þegar stjarnfræðilega upphæðir eru í spilum.

En svona getur þetta ekki gengið - ég held að það sé algerlega ljóst.

Að auki grunar mig, að óskynsamlegt sé að ætla að loka kjarnorkuverunum þetta hratt, þ.e. einungis á einum áratug að ætla að láta svo stórt hagkerfið sem það þýska, skipta út 1/3 af sinni raforkuframleiðslu á það stuttum tíma.

Bæta a.m.k. 10 árum við, jafnvel 20. En á 20 árum ættu nýrri kjarnaofnarnir ná því að klára nokkurn veginn endingartíma sinn.

  • Og ég hef ekki enn nefnt, að þ.e. ekki einungis hætta á vaxandi "orkufátækt" eins og Spiegel kallar þetta - - heldur er það góð spurning.
  • Hvaða áhrif hratt hækkandi orkuverð hefur á samkeppnishæfni þýsks iðnaðar.

 

Kv.


Áhugaverð niðurstaða könnunar á skoðunum Þjóðverja m.a. á evrunni!

Þetta er aðili sem kallast "Open-Europe" sem er breskur áhugahópur eða "think tank" um málefni Evrópusambandsins. En hópurinn stóð fyrir skoðanakönnun í Þýskalandi þar sem könnuð voru viðhorf Þjóðverja til ýmissa þátta tengd Evrópusambandinu, og evrunni.

En ekki síst verð ég að segja - að afstaða þýsks almennings til skuldakreppunnar.

Vekur ugg!

Press release

 

Í kynningu eru helstu niðurstöður kynntar:

Mér finnst merkilegt að meirihluti svarenda sé á þeirri skoðun að rétt sé að smætta evrusvæði niður í hóp ríkja sem séu tiltölulega lík Þýskalandi.

Þannig séð, hefði evran líklega aldrei átt að innihalda S-Evrópulöndin, eða að það hefði átt að hafa 2-gjaldmiðla. Annan í N-Evr. en hinn í S-Evr.

Á hinn bóginn, líst mér alls ekki á þá leið sem þetta bendir til að stuðningur sé vaxandi fyrir innan Þýskalands, nefnilega þeirri leið - - að slaka ekkert á.

Þá meina ég, ekki neitt - - láta þau lönd hrekjast út sem ekki þola álagið.

En þá afstöðu má sjá út úr frekari svörum!

-------------------------------------

  • When asked about Germany’s future membership of the euro,
  1. 55% of voters said they agreed “Germany should keep the euro but membership should be restricted to a select group of more similar countries”,
  2. while only 34% disagreed with this option.
  • Reverting to the D-mark is only backed by one-third of voters (32%) versus 60% opposing it, with a similar breakdown on the option of breaking up the euro completely (30% tend to agree, 59% tend to disagree).
  • 46% said the euro shouldn’t be saved “at any cost”, while 42% said it should. 
  • 42% said they agree the euro is now threatening the European project – only marginally lower than those who say it does not (45%).

-------------------------------------

Þetta er þ.s. á ég á við, en þarna má sjá óskaplega harða afstöðu gagnvart löndum í vanda. Samúð eiginlega nær engin.

  1. Engin frekari lán til ríkja í vanda.
  2. Engar eftirgjafir á skuldum.
  3. Engin sameiginleg bankaábyrgð.
  4. Engin sameiginleg ábyrgð á skuldum ríkja.
  5. Og ekki síst - - alls, alls ekki veita frekari peninga til aðstoðar ríkjum í vanda, nema að kosið sé um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er ótrúleg afstaða - - en það hefur komið fram í Der Spiegel nýlega, að Þýskaland hefur í reynd grætt stórfellt á efnahagsvanda þeim sem nú er til staðar sbr: Crisis Has Saved Germany 40 Billion Euros. En í þeirri grein kemur fram að á móti vaxtasparnaði upp á 41ma.€ kemur 599milljón evra kostnaður sem er heildaráætlaður kostnaður Þýskalands af öllu björgunarsjóðakerfinu fram að þessu, með öðrum orðum að hagnaðurinn sé 68 faldur kostnaðurinn.

Einhvern veginn kemst þetta ekki til skila í Þýskalandi, þar virðist almenningur halda að Þýskaland hafi orðið fyrir miklum kostnaði af vanda Evr. landa í S-Evr. og víðar.

Fjölmiðlaumræðan í Þýskalandi hlýtur að hafa gefið þessa óskaplega skökku mynd, að Þýskaland sé að ausa fé hægri og vinstri, þegar ekki ein evra og þá meina ég virkilega ekki ein, hefur fram að þessu verið gefin eftir.

Ef slík stefna nær fram að ganga, skv. tóni svarenda - - þá yrði stefna næstu ríkisstjórnar enn harðari ef e-h er. Harka Merkelar nýtur bersýnilega almenns stuðning.

Og þá einfaldlega gerist það sem svarendur töluðu um sem ídeal evrusvæðið, að löndum fækkar.

En vandinn er þá, að þá verður fjöldi landa gjaldþrota - - og þ.e. ekkert sem þá verður hægt að gera, til að forða því að við slíka útkomu falli mjög mikill kostnaður á þýska skattgreiðendur.

Með því að gefa eftir hluta skulda - - væri í reynd verið að spara skattgreiðendum fé, til lengri tíma litið.

Því gjaldþrot þ.s. annars líklega verður útkoman í staðinn, verður þá mun dýrara - þ.s. þá mun minna verði greitt til baka; að flestum líkindum.

------------------------------------- 

  • Just over half (52%) don’t want the next government to commit to further loans for crisis-hit eurozone members (35% tend to agree); 
  • 57% said the next government should not have the mandate to forgive some debt owed by Southern eurozone countries (31% tend to agree);
  • 56% of voters said the next government would not have the mandate to sign up to a joint backstop for banks (29% agreed),
  • while 64% and seven in ten (70%) respectively, said the same of debt pooling via eurobonds and fiscal transfers.  
  • Almost two-thirds (65%) said the next Chancellor would only have the mandate to sign up to more money going to other eurozone countries if a referendum was held.    

------------------------------------- 

Þessi afstaða tónar við þá hörðu afstöðu gegn ríkjum í vanda og til þeirra fátækari innan ESB, sem virðist koma fram í svörunum fyrir ofan.

Einungis vilji til að setja á einhvers konar sameiginlegt eftirlit með því að ríki standi við viðmið um ríkishalla, þ.s. lönd væru skilduð til niðurskurðar - burtséð frá því hverjar afleiðingar þess væru innan viðkomandi lands.

Eiginlega segir þetta, að þýskur almenningur styður hinn svokallaða - "Stability Pact" sem eiginlega er ekkert annað en, að auka stórfellt á eftirlit með því að aðildarlönd fylgi viðmiðum um halla á sama tíma, og það var þrengt að því hve mikinn halla má hafa, og að auki reglur um það hve hratt þarf að lækka skuldir ef þær fara yfir sett viðmið - einnig hert.

Þetta er gríðarlega "pro cyclical" form af efnahagsstefnu.

------------------------------------- 

‘Political union’ is only supported if it means stronger budget controls:

  • Just over half of voters (52%) support turning the eurozone into a “political union, with stronger central budget controls” (34% don’t.)
  • However, when “political union” is defined as including “fiscal transfers”, this majority is reversed with 55% of Germans being against and only 30% supportive.    

-------------------------------------  

 

Hvað segir þetta okkur um framtíðar ríkisstjórn Þýskalands?

Miðað við ofangreind viðhorf, verða bjartsýnismenn um framtíð evrunnar og lausn á vanda aðildarríkja ESB í skuldavanda - - fyrir vonbrigðum.

Því skv. þessu er engin von til þess að næsta ríkisstjórn samþykki sameiginlega ábyrgð á skuldum, umfram þ.s. þegar orðið er.

Það sama gildir um bankasambandið, að þá verður það einungis - - sameiginlegt bankaeftirlit. 

Eins og skv. hugmyndum Merkelar - - er sameiginleg hagstjórn einungis aukið eftirlit ásamt því að unnt er að beita ríki sem brjóta reglur refsingum, þegar kemur að ríkishalla og skuldastöðu fram reglur.

Það séu engar eða afskaplega litlar á því, að næsta ríkisstj. samþykki að auka á sameiginleg fjárlög stofnana ESB svo unnt sé að veita aðildarlöndum í vanda - - beina aðstoð frá skattfé aðildarlanda, sem sagt - ekkert evrópskt "Marshall plan."

Og ekki síst, þýskur almenningur algerlega á móti því að gefa eftir skuldir landa í vanda, auk þess andvígur því að lána þeim ríkjum meira fé - - skv. þeirri afstöðu verður nk. ríkisstjórn ákaflega líklega mjög hörð í afstöðu sinni til þeirra sömu þátta.

 

Niðurstaða

Ef marka má ofangreinda könnun á viðhorfum þýskra kjósenda. Verða bjartsýnismenn innan ESB og evrusvæðis, fyrir vonbrigðum með næstu ríkisstjórn Þýskalands.

Það verði ekki af þeirri losun, sem vonast var eftir.

Þvert á móti miðað við ofangreind viðhorf krystallist í afstöðu nk. ríkisstjórnar, verður hún enn harðari - stífari og enn síður eftirgefanleg.

Ef það verður útkoman, þá líst mér ekki á framtíð Evrópu.

Slík stefna mundi leiða nokkuð örugglega tel ég til fjöldagreiðsluþrota aðildarlanda í efnahagsvanda. 

Líkur á nýrri fjármála- og bankakreppu, einnig myndu magnast. Ef mörkuðum verður ljós að afstaða nýrrar stjórnar er þetta eitilhörð.

 

Kv.


Stefnir í framhald á últrahægum hagvexti á evrusvæði?

4. mánuðinn í röð heldur áfram uppsveifla svokallaðrar "pöntunarstjóravísitölu" þ.s. mælt er aukning eða minnkun pantana til helstu iðnfyrirtækja í Evrópusambands-aðildarríkjunum. Löndum þ.s. pantanir eru í aukningu hefur fjölgað - þannig að einungis Frakkland og Grikkland mælast enn í samdrætti í pöntunum til iðnfyrirtækja.

Ofan við 50 er aukning - neðan við 50 er samdráttur

Markit Eurozone Manufacturing PMI

Countries ranked by Manufacturing PMI ® : Aug.

  1. Netherlands 53.5 27 - month high
  2. Austria 52.0 18 - month high
  3. Ireland 52.0 9 - month high
  4. Germany 51.8 (flash 52.0 ) 25 - month high
  5. Italy 51.3 2 7 - month high
  6. Spain 51.1 29 - month high
  7. France 49.7 (flash 49.7 ) Unchanged
  8. Greec e 48.7 44 - month high

Það sem er áhugavert við þetta - er að hvergi er í reynd um kröftuga aukningu að ræða, meira að segja í Hollandi. En hollensk stjv. hljóta samt að gleðjast. Því Holland er búið að vera í efnahagssamdrætti nú í tæpt ár samfellt. 

Áhugavert að Frakkland er eina landið í samanburðarhópnum, þ.s. ekki mælist aukning milli mánaða.

Grikkland mælist enn í samdrætti, þó sá sé ekki mikill - en rétt að árétta að sá kemur ofan á samdrátt áranna á undan. Einhverntíma hlaut að hægja á honum a.m.k.

"Growth rates for production, new orders and new export business all accelerated to the fastest since May 2011, with back - to - back increases also signalled for each of these variables." 

Bestu tölur fyrir útflutning og aukningu pantana í iðnaði síðan í máí 2011.

"All of these nations also reported higher levels of new export business, with rates of increase hitting 28 - month highs in Italy and the Netherlands, a 32 - month record in Spain and a 29 - month high in Austria. German exports rose fo llowing five months of decline, while the rate of growth in Ireland held broadly steady at July’s seven - month peak."

Einungis í Frakklandi og Grikklandi var samdráttur í útflutningi, í öllum hinum löndunum í samanburðarhópnum var aukning í útflutningi í ágúst, þar af bestu tölur í rúm 2 ár á Ítalíu, Spáni, Hollandi og Austurríki.

Eins og ég sagði þó áðan, aukningin þó besta í þetta langan tíma, getur samt ekki talist - kröftug.

"Employment remained a weak point for the manufacturing sector in August, with job losses recorded for the nineteenth straight month. The pace of reduction was slightly faster than in July – mainly due to steeper rates of decline in Germany, Italy and Spain – but still weaker than the average for the current sequence of job shedding . Only Ireland reported an increase in staffing levels."

Áhugavert að störfum hélt samt áfram að fækka í iðnaði fyrir utan Írland. Fyrirtæki að leggja áherslu á það að auka skilvirkni - - sem væntanlega þíðir, að auka vinnuframlag hvers starfsmanns.

"Jobless recovery" eins og þ.e. kallað á ensku.

 

Niðurstaða

Þessar tölur ef pöntunarstjóravísitala fyrir þjónustugreinar sömu landa mun einnig mælast í sambærilegri aukningu, er þá "consistent" við mjög - mjög hægan hagvöxt á evrusvæði. Það er að sjálfsögðu ekki gleðiefni fyrir atvinnulausa. Því störfum er enn að fækka. Síðan þarf töluvert kröftugan hagvöxt í nokkur ár samfellt. Ef atvinnuleysi á að minnka að einhverju ráði. En það virðist harla ólíklegt að muni gerast.

Síðan að þó verið geti að evrusvæði nái að halda sér í últrahægum hagvexti, þá fylgir því ekki einungis áframhaldandi atvinnuleysi ca. í núverandi tölum, heldur að auki það að ólíklegt virðist að aðildarríki evrusvæðis, nálist það að vera fær um að standa undir sinum skuldum.

En þó svo að það hafi hægt á skuldaaukningu flestra landa, hefur hún ekki stöðvast. Og líklega dugar ekki hagvöxtur á bilinu 0,1-0,5% til að stöðva þá aukningu skulda.

Þannig að ef ekki næst að skapa kröftugari vöxt en þetta, þá mun ekki viðsnúningurinn sem nú er í gangi, duga til að forða fjölda aðildarlanda frá líklegu greiðsluþroti.

Fyrir utan, að ef það verður ekki nein umtalsverð fækkun atvinnulausra, þá heldur óánægja almennings enn að magnast. 

 

Kv.


Hvað er hægt að gera til að losa hnútinn í Sýrlandi?

Eins og ég skil málið, þá er Sýrland í dag leiksoppur stærri átaka Írana sem standa fyrir shíta og Saudi Araba ásamt súnní múslíma furstadæmunum við Persaflóa. Og þau átök má rekja alla leið aftur á írönsku byltinguna 1979, þegar Khomeini erkiklerkur og íslamistahreyfing hans steypti Shah Resa Palevi, og hans ógnarstjórn - er hafði stuðning Bandaríkjanna. Íran var þá hluti af bandalagakerfi Bandaríkjanna, og uppbygging herja keisarans af Íran var með bandarískum og breskum vopnum. Og Íran mikilvægur hlekkur í þeirri keðju bandalaga sem Bandaríkin höfðu upp byggt.

Íranska byltingin varð frekar fljótt andbandarísk - sjálfsagt vegna þess haturs sem hafði upp byggst, eftir áralangan stuðning þeirra við hina "brútal" ógnarstjórn keisarans af Íran.

Og það krystallaðist er bandaríska sendiráðið í Teheran var tekið yfir af æstum múg, og sendiráðsfólki haldið í gíslingu í rúmt ár.

Síðan hófst Íran-Írak stríðið í 22. sept. 1980 þegar gíslakrísan var enn í gangi, en bandar. gíslunum var ekki skilað fyrr en 20. jan. 1981. Stríðinu lauk síðan í ágúst 1988.

  • Það er ekki síst stríð Íraks og Íran, sem má segja að marki upphaf þess leynistríðs sem ég er að tala um, en það er óhætt að segja að mjög stæk óvinátta milli Írans erkiklerkanna og ríkja súnní músima, þeirra sem voru og enn eru hluti af bandalagakerfi Bandaríkjanna, hafi þá hafist af fullum krafti.
  • En þau studdu Saddam Hussain og íraska herinn með fjárframlögum og vopnum, og Bandaríkin gerðu það að einhverju leiti einnig þ.e. fjárframlög en Saddam virðist aldrei hafa notað bandar. vopn, kosið í staðinn að nota ódýrari sovésk vopn.
  • En á þessum árum var kalda stríðið enn í gangi, og það sérkennilega ástand skapaðist sem ég held að sé einstakur atburður í Kalda Stríðinu, að bæði Sovétríkin og Bandaríkin, sáu hag af því að styðja sama ríkið - Saddam með vissum hætti gat spilað á bæði, tekið peninga beggja. En leikið sinn eigin leik. Þetta var örugglega hans besta tímabil.

Fyrir rest fékk Saddam sjálfur nóg af stríðinu við Íran, og eftir mjög harðar orustur lokamánuði þess, þ.s. her hans náði að vinna töluverða sigra á írönskum herjum - - bauð hann frið.

Og stríðinu lauk það ár lauslega áætlað eftir að yfir milljón hafði fallið.

-------------------------------------

En það má segja að alla tíð síðan, hefur verið stöðug mjög stæk óvinátta milli Írans og Persaflóa arabanna.

Og það eru engar ýkjur, að hvor aðilinn - gerir sítt ýtrasta til að vinna hinum aðilanum mein.

Þó ekki séu herir landanna að berjast með formlegum hætti.

Sem dæmi get ég nefnt, að fyrir 2. árum réðst hópur skæruliða inn fyrir landamæri Saudi Arabíu, frá Yemen, og það tók her Saudi Arabíu rúmt hálft ár að hrekja skæruliðana heim aftur - - þessi hópur var studdur af írönskum flugumönnum, og vopnasendingum.

Þetta er bara eitt lítið dæmi um það "tit for tat" sem verið hefur í gangi, og örugglega er fjöldi atburða sem fjölmiðlar hafa ekki hina minnstu hugmynd um.

  • Það er ofureinföldun að segja - Bandaríkjamenn að baki þessu öllu.
  • En óvinátta Persaflóa Arabanna og Írans er mjög raunveruleg.
  • Þetta leynistríð er ég algerlega viss, að lifir sínu eigin lífi - - kannski ekki alveg í upphafi, en þ.e. löngu liðin sú tíð, að það eitt að Bandaríkin legðu af afskipti sín af svæðinu myndi binda enda á þau átök. 
  1. Bandalagakerfi Bandaríkjanna er ekki alveg sambærilegt við "COMECON/Warsaw Pact" Sovétríkjanna.
  2. Bandalagsríki Bandaríkjanna, eru ólíkleg með áberandi hætti skaða bandar. hagsmuni, en þau hafa samt sem áður a.m.k. sum hver, töluverða hæfni til þess að standa í eigin aðgerðum, og hafa sjálfstæð áhrif.
  3. Og áhrifin eru ekki endilega á einn veg, heldur beita gjarnan bandalagaríki Bandaríkjanna, Bandaríkin sjálf þrýstingi - og leitast við að hafa áhrif innan bandar. stjórnmála, á töku ákvarðana innan Bandaríkjanna sjálfra.
  4. Þetta séu sem sagt - mun flóknari samskipti, en það "top down" fyrirkomulag sem Sovétríkin höfðu.

-------------------------------------

Eins og ég skil þetta, eru það nú bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu, sem eru sjálfir nú í ökumanns sætinu, í átökum Írana við Persaflóa Arabana.

Og Persaflóa Arabarnir og Ísrael, eru að leitast við að þrýsta frekar "reluctant" ríkisstjórn Obama, til að stinga sér á bólakaf inn í - - enn ein átökin í Mið-Austurlöndum.

En bandamennirnir vilji að Bandaríkin leggi íranska byltingaríkið í rúst, meðan að það er óhætt að segja - - séð út frá stöðu Bandaríkjanna sjálfra.

Er langt í frá augljóst að það sé snjallt fyrir Bandaríkin, að fylgja hagsmunum bandamanna sinna í málinu.

  • Miðað við erfiða skuldastöðu Bandaríkjanna, og slakan hagvöxt - sem má ekki við miklum áföllum.
  • Þá virðist mér að enn eitt stríðið, frekari stríðsskuldir, séu áhætta sem séu ekki þess virði.
  • En því má ekki gleyma, að stríð við Íran - mundi örugglega endurræsa heimskreppuna, vegna áhrifa á olíuverð af stríði við Persaflóa á þeim skala.
  • Og þá verða Bandar. komin í efnahagskreppu, á sama tíma og mjög kostnaðarsamt stríð, væri að sökka þeim á auknum hraða í átt að hættumörkum - skuldalega séð.

Takið eftir á mynd hve óskaplega fjöllótt land Íran er!

Teheran er á hásléttunni ofan við miðju nær Kaspíahafi!

 

http://www.worldofmaps.net/uploads/pics/topographische_karte_iran.jpg

En er unnt að stöðva þessa keðjuverkun í átt að allsherjar stríði?

Það hugsa ég. En til þess þurfa þeir deiluaðilar sem leiða þá deilu, að setjast niður og ræða formlega saman.

Þ.e. Bandaríkin + Persaflóa-arabarnir + Íran.

Þetta eru megin persónurnar og leikendurnir.

Það væri ekki nauðsynlegt að bjóða Kína og Rússlandi að því samningsborði.

Og jafna ágreininginn - - áður en sá ágreiningur sökkvir Mið Austurlöndum í allsherjar blóðbað.

Kína og Rússland, eru einungis tækifærissinnar - sjá hugsanlega brauðmola fyrir sig.

-------------------------------------

  1. Það þarf að binda enda á viðskiptabannið sem Íran hefur verið undir, síðan ca. 1979.
  2. Aðilarnir þ.e. Íran - Persaflóa-arabaríkin, þurfa að hætta að leitast við að grafa undan ríkisstjórnum hverra annarra, heima fyrir. Og hætta að styðja skemmdarverkastarfsemi, innan landa hvers annars.
  3. Og Bandaríkin, þurfa að hætta aðgerðum, ætlað að grafa undan ríkisstjórn Írans.
  4. Íran þarf að hætta vopnasendingum til hópa eins og Hesbollah, og flr.
  5. Ekki síst, hætta að beita Íran þvingunum vegna kjarnorkuáætlunar Írana.

En málið er, að ég tel að Íranar séu að því fyrst og fremst, vegna öryggisleysis sem þeir finna fyrir. En ekkert kjarnorkuveldi hefur orðið fyrir innrás.

Ef löndin koma sér saman um að hætta formlegri óvináttu, grunar mig að Íranar muni ekki framleiða kjarnorkuvopn - þegar öryggisleysið hverfur. Kjarnorkuprógramm kostar mikið.

Íranskur almenningur muni beita stjórnvöld heima fyrir nægum þrístingi, til þess að þau noti þá það fjármagn til að bæta aðstæður almennings, í stað þess að smíða kjarnorkuvopn - - þegar réttlætingin um ógn að utan hverfur.

Þó það sé ekki 100% öruggt, tel ég hvort sem er, verði írönsku kjarnorkuveldi ekki forðað, ef þ.e. raunverulegur vilji Írans að verða kjarnorkuveldi.

A.m.k. verði Íran sem kjarnorkuveldi, mun minna hættulegt, eftir að bundinn hefur verið endir á það ógnarástand  óvináttu, og átaka milli fylkinga sem verið hefur í gangi alla tíð síðan 1980.

Íranskt kjarnorkuveldi, yrði hættulegt fyrir alvöru, ef það næði að sprengja fyrstu sprengjuna, eftir að formlegt stríð væri hafið. Þ.e. ekki það óraunhæf hugmynd, þ.s. Íran væri alls - alls ekki auðvelt heim að sækja. Sjá - - kort af Íran að ofan.

  • Það þyrfti að sjálfsögðu að vera hluti af samkomulaginu um frið milli aðilanna, afskiptum af Sýrlandi væri hætt af öllum aðilum þ.e. Íran, Persaflóa-Arabar, og Bandaríkin.  
Þá fyrst verður friður í Sýrlandi einnig mögulegur!


Niðurstaða

Er einhver von til þess að viti verði komið fyrir deiluaðila í Mið-Austurlöndum, áður en það dæmi er keyrt alla leið inn í styrjöld. Sem gæti haft mjög verulega hnattrænar afleiðingar?

Á þessari stundi virðist vonin ekki sterk. En svo lengi hefur hatur aðila fengið að gerjast, þ.e. í 30 ár. Að haturs-vírusinn hefur náð að skjóta djúpum rótum. 

Fjöldi á báða bóga, geta ekki séð annað en mótaðilann í öðru en mjög dökkum og ákaflega neikvæðum litum.

Það eru mjög margir á báða bóga, sem vilja að átökin endi í stríði. Vaxandi fjöldi því miður.

 

Kv.


Obama frestar árás á Sýrland - leggur málið fyrir þingið!

Obama tók þá óvæntu ákvörðun á laugardag að fresta aðgerðum gegn Sýrlandi, hefur ákveðið að sækjast eftir samþykki bandaríska þingsins fyrir árás á Sýrland. Það virðist vera stefnubreyting, en fram að þessu virtist allt líta út fyrir að Obama ætlaði sér að framkvæma þá árás - án þess að óska heimildar þingsins.

En einungis þingið má formlega lýsa yfir stríði, en fjöldi forseta Bandaríkjanna - hafa eigi að síður farið framhjá þinginu. Tekið sér það vald, að gera árásir án stríðsyfirlýsingar á einstök lönd. Sem talin hafa verið ógn við Bandaríkin af ýmsum ástæðum.

Ekki er vitað akkúrat hvað Obama gengur til - - með þessu óvænta útspili.

En áhugavert er að muna að David Cameron forsætisráðherra Bretlands, tapaði sambærilegri atkvæðagreiðslu í breska þinginu fyrir tveim dögum, sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti í augum flestra erlendra fréttaskýrenda, sem áttu von á því að ríkisstjórn með öruggan meirihluta mundi keyra það mál í gegn.

En 30 þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn landsins í málinu, og þar með gegn leiðtoga eigin flokks.

Má því velta fyrir sér hvort Obama tekur sambærilega áhættu, en það eru a.m.k. sumir þingmenn Demókrata líklega andvígir árás, og þ.e. alls ekki öruggt að allir þingmenn Repúblikana styðji að ráðist sé á Sýrland.

Obama - "I have decided that the United States should take military action against Syrian regime targets," - "While I believe I have the authority to carry out this military action without specific congressional authorization, I know that the country will be stronger if we take this course, and our actions will be even more effective. We should have this debate, because the issues are too big for business as usual."

Obama delays strike against Syria to seek Congress approval

Obama seeks approval for Syria strikes

Obama to Seek Congressional Vote on Syria Strike

 

Einn möguleiki er að Obama sé að nota þingið sem "cover" fyrir að hætta við árás!

En það hefur komið fram að öflug andstaða er meðal bandarísks almennings, við frekari stríðsþátttöku í múslimalöndum.

Og einn möguleikinn er, að Obama sé að vísa málinu til þingsins - - því hann viti að það muni fella málið. 

Og það líti skár út fyrir hann að hans mati, að málið deyi með þeim hætti - - en að hann hætti við árás sjálfur.

""In consultation with the president, we expect the House to consider a measure the week of September 9," said John Boehner, the top U.S. Republican and speaker of the House of Representatives. "This provides the president time to make his case to Congress and the American people.""

Það er auðvitað annar möguleiki, en fram hefur komið fram í öðrum fréttum erlendra fjölmiðla, að aðilar á vegum SÞ sem tóku vettvangssýni í Sýrlandi, þeirra niðurstöður ættu að liggja fyrir innan tveggja vikna.

Obama ætli sér að vinna málið í krafti þeirra niðurstaðna.

---------------------------

Obama mun sækja sameiginlegan fund Norðurlandanna í Svíþjóð í næstu viku þ.s. m.a. forsætisráðherra Íslands verður, síðan síðar í næstu viku mun hann mæta á G20 fund helstu leiðtoga heimsins.

Það er því einn möguleiki til viðbótar, að Obama ætli að afla stuðnings við aðgerðir Bandaríkjanna meðal leiðtoga heims, áður en þeim er hrint úr vör.

Sjálfsagt verða fyrirhugaðar aðgerðir gegn Sýrlandi megin viðfangsefnið á fundi Obama með leiðtogum Norðurlanda, síðan meðal helstu leiðtoga heims á G20.

  • Þegar hann hafi safnað yfirlýsingum um stuðning.
  • Komi til kasta þingsins í Bandaríkjunum, og ef þingið samþykkir þá - - líti Obama sterkur út.

 
Niðurstaða

Það virðist a.m.k. eitt fullkomlega öruggt. Að árásin verður ekki gerð fyrir 9. sept. nk. því þá kemur bandaríska þingið úr sumarleyfi. Og þ.e. ekki fyrr en þann dag, sem það þá tekur ákvörðun um röð mála. Akkúrat hvaða dag t.d. það tekur fyrir þá spurningu hvort það styður árás á Sýrland eða ekki.

Engin leið fyrirfram að spá um niðurstöðu bandar. þingsins.

Kannski nú í komandi viku ætlar Obama að safna liði meðal leiðtoga ríkja heims, sýna fram á að árás á eignir stjórnarhers Sýrlands, hafi víðtækan stuðning.

Það má vel vera, að ef hann fær góðan hljómgrunn á G20 og á fundinum með forsætisráðherrum Norðurlanda, þá auki það lýkur á samþykki bandar. þingsins, en að auki geri Obama það auðveldar um vik, að kveða niður andstöðu við slíkar aðgerðir - heima fyrir.

Hver veit, það verður forvitnilegt að fylgjast með fréttum nk. viku!

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband