Af hverju væri árás á Sýrland gagnslaus?

Nú ætla ég að miða við þá fyrirhuguðu árás sem Obama talar um, þ.e. takmörkuð 2-3 dagar, einungis loftárásir, einungis ráðist á hernaðar-skotmörk o.s.frv. Engin innrás í boði - ekkert "no fly zone" né "safe zone."

Ég er ekki hissa á því að Repúblikanar sem vilja "innrás" séu "unimpressed" eins og t.d. Mc Cain.

 

Sýrlandsher mun hafa fengið yfrið nægan tíma til að undirbúa sig!

Nú er búð að ræða hugsanlega árás í tvær vikur.

Eftir ákvörðun Obama að vísa ávörðun til þingsins, bætist a.m.k. við vika. 

Þannig að Sýrlandsher fær a.m.k. 3 vikur til undirbúnings, áður en árásirnar hefjast - í fyrsta lagi.

  • Punkturinn er sá, að ef á þeim tíma Sýrlandsher verður ekki búinn að koma mikilvægum hergögnum, sem herinn hefur ekki efni á að missa, í öruggt skjól.
  • Þá er herinn eingöngu skipaður imbum sem ekkert erindi hafa til þess að hafa menn til umráða.

En þ.e. í reynd mjög einfalt, að forða hergögnum frá hugsanlegum árásum - - sama trixið og t.d Hamas beitir á Gaza svæðinu, eða Hesbollah í Líbanon.

Að staðsetja þ.s. þeir mega ekki missa, undir íbúðablokkum, í bílakjöllurum slíkra.

Það má einnig, taka neðstu hæð slíkra bygginga yfir, ef vantar bílakjallara.

  • En þ.e. öruggt að þó ekki sé nema vegna pólit. ástæðna, þá mun ekki vera ráðist á skotmörk, þ.s. verulegar líkur eru á mannfalli óbreyttra borgara.
  • Þetta getur her Sýrlands notfært sér, tja eins og Hamas gerir á Gaza.

Obama administration struggles to build case for Syria strikes

Ég er ekki hissa á því ef Obama mun ganga illa að sannfæra bandar. þingið, en málið er - að það eru líkur á því að menn eins og Mc Cain sem vilja miklu harðari aðgerðir gegn Assad, sjái að sú takmarkaða árás sem Obama vill framkvæma - er gersamlega gagnslaus.

Þá meina ég, frá forsendum þeim sem Mc Cain horfir á málið út frá þ.e. "regime change."

Eða a.m.k. gera nægilega mikið, til að breyta verulega vígstöðunni andstæðingum Assads í vil.

Það virðist afskaplega ólíklegt að þessar takmörkuðu árásir, nái að hafa einhver umtalsverð áhrif á vígstöðuna.

  • Og á hinum kantinum, munu vinstri sinnar innan Demókrata flokksins, vera andvígir slíkri árás í prinsippinu, alveg burtséð frá því - hvort hún hafi einhver áhrif á vígstöðuna eða ekki.

Málið getur því lent milli tveggja elda þ.e. annars vegar gengur það hvergi nærri nægilega langt skv. haukum eins og Mc Cain, á hinn bóginn taka vinstri sinnarnir innan Demókrata flokksins ekki í mál að gera nokkra árás yfirleitt.

Milli þessara fylkinga, gæti niðurstaðan orðið að málið fellur! Eins og átti sér stað fyrir viku á breska þinginu.

Ef það gerist, gæti Hollande forseti Frakklands litið frekar aulalega út.

France’s François Hollande takes risk backing action on Syria

 

Ef Obama ætlar sér að hafa áhrif á hegðan ríkisstjórnar Assads, með loftárásum!

Mun þurfa að staðsetja heilan flota skipa við strönd Sýrlands í langan tíma. En það má hugsa sér að Obama hóti því - að héðan í frá muni ætíð koma loftárás. Ef þ.e. beitt efnavopnum, látum vera hver bar akkúrat ábyrgð á þeirri árás en það getur vel verið að Sýrlandsher hafi framkv. hana.

Ef Obama gerði þetta, að staðsetja 24kl.st. vakt nægs flugflota nægilega nærri Sýrlandi, til þess að árás væri unnt að framkvæma með örfárra klukkustunda fyrirvara - héðan í frá.

Þá væri vel hugsanlegt, að þannig geti Obama haft áhrif á hegðan Sýrlandsstjórnar.

Hindrað frekari notkun efnavopna af hálfu Sýrlandsstjórnar.

Fælt með öðrum orðum, Sýrlandsstjórn frá því að beita efnavopnum.

En þá hefur Sýrlandsher vart nægan tíma til að koma mikilvægum búnaði í skjól.

--------------------------------

En ef þessi árás er bara "one off" verði fælingaráhrif líklega engin - - þvert á móti. Eftir allan þennan tíma, þegar loks árásin er framkvæmd - - eftir að Sýrlandsher hefur haft nægan tíma til að koma mikilvægasta búnaðinum í öruggt skjól. 

Þá gæti allt eins slík "one off" árás sannfært Assad um það, að það væri algerlega óhætt. Að beita efnavopnum, því hann treysti sér til að lifa með afleiðingunum.

Segjum að Assad geri síðan ekki neitt af slíku tagi í nokkurn tíma. Obama kallar flotann heim aftur. Þá í líklega í annað sinn, mundi ríkisstj. Obama vera sein aftur til viðbragða, aftur taka 2 - 3 vikur þar til e-h gerðist, og aftur væri árásin líklega jafn áhrifalítil.

 

Niðurstaða

Það kemur í ljós. En mig grunar að Obama sé einungis að þessu. Til að friðþægja aðila á Bandar. þingi og utan Bandar. sem hafa verið að krefjast aðgerða gegn Sýrlandi. Hann sé að gera það minnsta sem hann í vissum skilningi, kemst upp með.

Hann hafi í reynd ekki áhuga á nýju stríði.

Ætli að humma þá kröfu af sér.

Kannski dugar honum að málið falli á þinginu.

T.d. krefst Tyrkland þess að vesturveldin a.m.k. safni liði við landamæri Sýrlands, og hóti innrás, beiti á meðan liðsafnaðinum stendur stöðugum loftárásum til að lama her Sýrlandsstj. - ásamt hótun um innrás ef Assad segir ekki af sér:  ‘Vulnerable’ Turkey attacks US stance on Syria

Erdokan telur viðbrögð Vesturveldanna langt í frá fullnægjandi.

Ég segi það á móti, Edokan hefur nægilega sterkan her, til að geta sjálfur tekið málið að sér.

Hann vill að aðrir taki áhættuna og kostnaðinn!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Hvað ætti Jens Stoltenberg að gera ef Bandar Bush myndi senda 100 eða 1000 "Breivika" (snar geðveika menn sem eiga að vera á stofnun) frá moskunni í Stokkhólmi og gera þá út þaðan? Ætti hann að beita norsku lögreglunni og norska hernum gegn þeim eða ætti hann að leyfa þeim að slátra saklausum borgurum á götum úti eða ætti hann bara að segja strax af sér og leyfa þeim að taka við stjórn Noregs.

Ef þú veist ekki hver Bandar Bush er þá skellir þú honum bara í Google leitarvélina en þú veist alveg örugglega alveg hver hann er?

Þetta er bara smá pæling ekki mjög djúpt en bara svona reyna að heimfæra þetta yfir á okkar heimshluta. Kannski ekki gott dæmi en þú veist hvað ég á við. 

Davíð, 6.9.2013 kl. 02:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mynd Nobel Peace Prize Winner

Ef einhverjir reynast sannir að sök um eitutvopnaárásina, sem mun hafa drepið 157+ manns, er þá ekki réttast að draga þá fyrir Alþjóða-stríðsglæpadómstólinn? Til hvers er hann, ef ekki til þess? Er betra að drepa einhverja saklausa í þessum "refsileiðangri"? Og þorir Obama að lýsa því yfir, að ekki sé ætlunin að steypa stjórn Assads?

Jón Valur Jensson, 6.9.2013 kl. 10:49

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

... eiturvopnaárásina !

Jón Valur Jensson, 6.9.2013 kl. 10:50

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er rétt að til þess er hann einmitt að taka fyrir mál af slíku tagi sbr. málarekstur gegn einstaklingum frá fyrrum Júgóslavíu eftir að stríðum þar var lokið.

Jamm, ef þ.e. e-h hugmynd að baki slíkri árás, þá virðist það vera hugmyndin "refsing" - en "regime change" þarf miklu meira umstang, líklega ekkert minna en innrás. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.9.2013 kl. 10:54

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Af hverju væri árás á Sýrland til gagns? Réttlætanleg og mannúðleg rök óskast.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.9.2013 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 34
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 284
  • Frá upphafi: 847425

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 280
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband