Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Forseti Kýpur segir að höft verði afnumin í janúar 2014

Erlendar fréttir um losun hafta, urðu til þess að ég náði mér í áfangaskýrslu AGS um Kýpur. Það sem ég er að velta fyrir mér, er áhættan sem Kýpur hugsanlega eða líklega er að taka. En eftirfarandi texta má finna á bls. 8. í 1. áfangaskýrslu AGS um Kýpur.

  • Eins og sjá má, hefur orðið umtalsvert útflæði innistæðna á þessu ári.
  • Og maður veltir fyrir sér, hvað gerist - ef höft eru losuð alfarið.
  • En höftin voru milduð töluvert fyrr á árinu, vegna þess að annars hefði hagkerfið farið í hættulega djúpa dýfu.
  • Til að milda kreppuna, voru heimildir víkkaðar til fyrirtækja og almennings. Þannig að þær eru ekki tiltakanlega þröngar lengur.
En í staðinn, hafa þeir hleypt aftur af stað - fjármagnsflótta! Eins og sjá má!
  1. As confidence has not materialized, deposit outflows have continued, straining liquidity in parts of the banking system.
  2. The easing of administrative restrictions, while necessary to forestall economic paralysis, allowed steady deposit outflows. 
  3. Without a return of confidence, fresh inflows have not materialized. 
  4. Consequently, as of August 21, net outflows reached close to €8 billion or about 12.6 percent of the deposit base since end-March, excluding the conversion of Laiki and BoC deposits into equity in April and May. 
  5. Of these outflows, 60 percent correspond to non-residents, largely concentrated among uninsured deposits. 
  6. Outflows from domestic entities represent about 11 percent of their deposit base, with commercial banks more affected than the coops. 
  7. Foreign banks have lost about 15 percent of their deposits, but have more recently experienced new inflows and a stabilization of deposit trends following their exemption from restrictions. (útibú erlendra banka njóta eðlilega meira trausts)
  • Outflows have been largely financed through own funds, including liquid asset disposals, while about 20 percent of outflows have been used to pay loans within the sa me bank, with no impact on liquidity. 

Með öðrum orðum, 80% af útstreyminu er fjármagnað með lausafé.

Þannig að lausafé bankanna minnkar í takt við útstreymið. Bankar fara á hausinn, ef lausafé verður uppurið.

  • Til að setja útstreymi frá mars til 21. ágúst í samhengi upp á 8ma.€.
  • Þá er neyðarlán þ.s. samþykkt var að veita Kýpur, 10ma.€. Sem hljóðar upp á 60% af þjóðarframleiðslu Kýpur. En þjóðarframleiðslan er kringum 18ma.€ - skilst mér.
Svo þetta eru mjög verulegar fjárhæðir sem eru að streyma út.

Mér finnst afskaplega ólíklegt að það gangi að lána Kýpur meira fé, til að halda bönkunum á floti.
  • Skv. efnahagsspá AGS verður samdráttur 9% á þessu ári, en 4% 2014.
  • Síðan hefst hagvöxtur að nýju 2015.

Það verður áhugavert að fylgjast með því, hvort að þær spár koma til að standast betur, en sambærilegar spár fyrir Grikkland. Sem reyndust eins og menn ættu muna, víðsfjarri raunveruleikanum.

  • Atvinnuleysi 19,5%
  • Aukning um 11,5% síðan kreppan hófst.

"Risks remain substantial and tilted to the downside. On the domestic front, confidence in the banking sector is yet to be restored. Moreover, the extent of the impact of the banking crisis on households and corporates, as well as on vital service sectors of the economy, could be larger than anticipated. These could result in a deeper and mo re prolonged recession, as well as in weaker long-run growth, with dramatic consequences for debt sustainability. On the external front, continued economic weakness in the EU could damp en demand for Cypriot exports. On the upside, tourism service exports could benefi t from political turmoil in comp eting destinations and stronger non-EU demand (e.g. China and Russia). Developm ent of the gas sector could also provide an upside to investment and growth over the longer term. "

Vandinn er kannski ekki síst sá, að þ.e. svo stutt síðan að kreppan hófst.

Að þ.e. ekki enn komið almennilega fram, hve alvarlegt tjón hefur í reynd orðið á hinum ýmsu þáttum efnahagslífsins.

Sem væntanlega þíðir, að spár - beri með sér umtalsverða óvissu.

 

Niðurstaða

Verður það algert "disaster" að losa um höft í janúar 2014? Góð spurning!

Ég held að það fari mjög mikið eftir - ytra umhverfinu. 

Ef þ.e. raunverulega í gangi mildur viðsnúningur til hagvaxtar á evrusvæði, og ef á sama tíma kreppan í S-Evr. er í rénun, og ef að auki kreppan á Kýpur reynist mun mildari - en margir óttuðust. Ekki síst, engin ný evrukrísa á sér stað þennan vetur.

En þetta ætti að koma í ljós í vetur, þ.e. hvort að hagvöxtur á evrusvæði er mældist á 2. ársfjórðungi þessa árs, heldur áfram. Eða hvort að sá nemur aftur staðar. Og jafnvel samdráttur snýr til baka fyrir lok árs. Það komi í ljós, að mildari samdráttur á Kýpur sl. sumar var einnig vegna góðrar sumarvertíðar sbr. að þeir hafi fengið ferðamenn sem annars hefðu farið til Egyptalands. Grætt á vandræðunum í Egyptalandi.

Ætli ályktun mín sé ekki sú - að þetta verði "hugrökk ákvörðun."

Ef hún verður tekin. 

 

Kv.


Verkfræðiafrek: Tókst að rétta risaskipið Costa Concordia við!

Sjálfsagt eru margir búnir að gleyma því er risaskipið Costa Concordia fórst við smáeyna Giglio meðfram strönd Ítalíu. Þegar skipið sigldi of nærri landi, og tók niðri - þannig að stór rifa rifnaði á byrðing neðan sjólínu. Síðan endaði skipið á hliðinni uppi í landsteinum, þegar stjórnendur í örvæntingu sigldu nánast upp í fjöru. Áður en skipið mundi sökkva. 32 fórust eigi að síður. Skipið hefur legið á hliðinni í fjörunni í rúmt ár.

Glæsilegt skip - fyrir óhappið

File:Costa Concordia 2.JPG

En það er engin smásmíði - eða var:

Class & type:Concordia-class cruise ship
Tonnage:114,137 GT
Length:290.20 m (952 ft 1 in) (overall)
247.4 m (811 ft 8 in) (between perpendiculars)
Beam:35.50 m (116 ft 6 in)
Draught:8.20 m (26 ft 11 in)
Depth:14.18 m (46 ft 6 in)
Decks:13
Installed power:6 × Wärtsilä 12V46C
76,640 kW (102,780 hp) (combined)
Propulsion:Diesel-electric; two shafts
Alstom propulsion motors (2 × 21 MW)
Two fixed pitch propellers
Speed:19.6 knots (36 km/h; 23 mph) (service)
23 knots (43 km/h; 26 mph) (maximum)
Capacity:3,780 passengers
Crew:1,100

Það lítur öllu verr út í dag! Skipið snýr sömu hlið að og á myndinni fyrir ofan!

Sjá Spiegel: Costa Concordia Successfully Raised

The operation lasted a total of 19 hours to lift the 290-meter-long...

Þetta er víst erfiðasta aðgerð sinnar tegundar sem nokkru sinni hefur verið reynd, en aldrei hefur áður þetta stórt skip verið rétt við og enn fremur, aldrei skip sem er þetta mikið skemmt.

Fyrir aðgerðina, voru miklar vangaveltur um það, hvort skipið mundi hanga saman.

En hafa ber í huga að skrokkurinn var fullur af sjó, sem þíddi að mikið reyndi á hann - þegar verið var að rétta skipið við.

Og menn virkilega óttuðust þann möguleika, að skipið mundi - rifna í sundur.

Sjá frétt Spiegel:  Colossal Shipwreck Ready for Salvage

Sjá mynd tekin áður en hafist var handa!

On the night of January 13, 2012, barely six-and-a-half years after the Costa...

Það er alltaf ákveðin óvissa - þegar verið er að framkvæma e-h, sem aldrei áður hefur verið framkvæmt.

Stálkaplarnir sem strengdir voru utan um skrokkinn, vógu einir sér yfir þúsund tonn.

Tjakkarnir sem notaðir voru við verkið, höfðu afl upp á 14.200 tonn.

Það tók heilt ár að undirbúa verkið, þ.s. eftir allt saman. Þurfti að koma miklum búnaði fyrir. Og sá þurfti mjög traustar undirstöður.

Þetta hefur virkilega ekki verið ódýrt.

--------------------------------

Það er alltaf ánægjulegt að sjá, þegar erfiðu verkefni er aflokið. Og sá sem stjórnaði hópnum, sem vann verkið - - er kominn með stórt handtrikk á sinn feril.

Mynd tekin áður en verkið hófst: "The man in charge is Captain Nicholas Sloane a 52-year-old "salvage master" from South Africa."

In order to salvage the ship, it must be hauled upright in an extremely complex...Eða eins og Sloane sjálfur sagði - - að þetta væri langsamlega erfiðasta björgunarverkefni, sem hann hefði tekist á við.

Hann varaði við því, að vegna þess hve skrokkurinn hefði líklega veikst mikið það ár sem hann hefur hangið á skerinu, þá líklega hefði menn einungis - þetta eina tækifæri til að láta verkið heppnast.

Og allt gekk eins og í sögu!

Sem er eins og hlutir eiga að ganga fyrir sig - ekki satt?

 

Niðurstaða

Nicholas Sloane er greinilega einn af þessum mönnum, sem kallaðir eru "karlar í krapinu" einstaklingar sem taka að sér erfið verkefni, þ.s. þeir þurfa að taka til hendinni. Þ.s. ekki er komist hjá því að reyni á taugar. Þ.s. ekki er fyrirfram unnt að vera algerlega viss. Hvort verkið muni heppnast eins og til stendur. Þrátt fyrir alla hina vönduðu forvinnu.

Hann á lof skilið fyrir þessa velheppnuðu björgun.

Þó Costa Concordia muni fara til niðurrifs.

Þá hefur samt sem áður verið bjargað verðmætum.

Að auki, ef skipið hefði liðast í sundur á strandstað. 

Hefði því fylgt mengun! Sennilega töluverð.

 

Kv.


Efnavopnaárásin í Sýrlandi var gerð með eldflaug með sérsmíðuðum sprengjuoddi, skv. skýrslu sérfræðinga SÞ!

Þessi skýrsla í sjálfu sér sannar ekki án nokkurs vafa að það hafi verið sýrlensk stjórnvöld sem framkvæmdu efnavopnaárásina í Ghouta í Sýrlandi. En hún a.m.k. sýnir fram á með óhyggjandi hætti. Að því er best verður séð. Hverskonar vopn akkúrat voru notuð.

United Nations Mission to Investigate Allegations of the Use of Chemical Weapons in the Syrian Arab Republic - Report on the Alleged Use of Chemical Weapons in the Ghouta Area of Damascus on 21 August 2013

Þeir fundu leifar af tveim týpum af sprengjum, sem bornar eru af eldflaugum.

Annars vegar 333mm. eldflaug - sem skv. erlendum fréttum getur borið 50-60 l. af eiturgasi, í sérsmíðuðum sprengjuoddi.

Og hins vegar töluvert smærri, 140mm. eldflaug, sem rúmar mun minna af eitri.

Stærri týpan, sé það þung að henni sé vanalega skotið af skotpalli, sem komið hefur verið fyrir á farartæki, t.d. óbrynvörðum trukki.

140mm. týpan, gæti verið nægilega meðfærileg. Til þess að fámennur herflokkur sbr. "platoon" gæti borið búnaðinn, og sett hann upp.

Sjálfsagt er ekkert útilokað að slíkur búnaður, hvort sem um er að ræða, trukka sem geta skotið eldflaugum eða smærri týpurnar, hafi getað fallið í hendur uppreisnarmanna.

Þegar einstakar herstöðvar hafa fallið í hendur uppreisnarmanna.

  • "According to Ake Sellstrom, the head of the UN investigating mission, these weapons were professionally made."
  • "Diplomats believe they, therefore, bear none of the characteristics of improvised weapons that might have been made by the opposition." 

Þannig að - þó svo að leifarnar af sprengjunum, sýni að þetta séu "vel smíðaðar" sprengjur, þá eitt og sér sannar það ekki nokkurn hlut.

Á hinn bóginn, má vera að ein vísbending sé "damning" en þ.e.:

"Calculations from the UN inspectors provide azimuth information for two of the rockets, which indicate the attack was fired from the northwest and therefore came from government controlled-areas."

Þeir töldu sig af ummerkjum, geta reiknað út - úr ca. hvaða átt tveim af sprengjunum var skotið.

Sem gefi vísbendingu um það, að a.m.k. þeim tveim - hafi verið skotið frá yfirráðasvæði stjórnarhersins.

----------------------------------

A.m.k. úr þessu, munu líklega deyja samsæriskenningar, af því tagi. Sem halda því fram að árásin sé sviðsett. Að engin árás hafi í reynd farið fram.

Enginn mun efast um, að árás hafi átt sér stað.

En enn virðist vera mögulegt að rífast um það - hver framdi árásirnar.

Þó það verði að segja sem svo - - að líkur virðast hníga í átt að stjórnarhernum.

Sem sannarlega býr yfir tækninni - - og ekki síst, hefur sérþjálfaðar liðssveitir sem kunna að beita þessum vopnum.

 

Niðurstaða

Mestar líkur virðast á því að stjórnarher Sýrlands hafi í raun og veru, framkvæmt hinar umdeildu efnavopnaárásir. Þar sem hann er í langsamlega bestu aðstöðunni, til þess að framkvæma slíka tegund af árás. Sannarlega á nóg af vopnum af þessu tagi. Hefur að auki til umráða sérþjálfaða hópa hermanna - er kunna á þetta. Fyrir utan, að starfsmenn SÞ telja að tvær sprengjur hafi líklega skv. vísbendingum á vettvangi, verið skotið frá yfirráðasvæði stjórnarhersins.

Á hinn bóginn, er þannig séð ekki unnt að útiloka að uppreisnarmenn. Eigi slíkar eldflaugar jafnvel skotpallana einnig. Eftir að hafa tekið herstöðvar áður í eigu stjórnarhersins. 

Þ.e. þó líklegt, að stjórnarherinn. Hafi lagt áherslu á. Að forða slíkum vopnum, er ljóst var að stefndi í að tiltekin herstöð mundi falla. Eða á að eyðileggja þau, ef ekki var unnt að nema þau á brott.

  • Miðað við þetta - virðist þrýstingurinn sem Sýrlandsstjórn hefur verið beitt, réttlætanlegur.
  • Ef tekst að afvopna Sýrland hvað þessa týpu vopna áhrærir, þá a.m.k. er það sigur fyrir, bann alþjóðasamfélagsins á notkun efnavopna.

Óvíst er þó, að nokkur verði nokkru sinni ákærður!

Og, áfram heldur borgarastríðið. Þó Sýrland sé svipt efnavopnum.

Og miklu mun fleiri hafa fram að þessu fallið fyrir tilstuðlan venjulegra vopna.

 

Kv.


Ríki heims fagna samkomulagi um Sýrland!

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með deilunni um efnavopn Sýrlands. Hvort að Sýrlandsher raunverulega - er sekur um þá efnavopnaárás, sem var upphafspunktur. Skiptir sennilega úr þessu engu máli.

  1. En Bandaríkin, Frakkland og Bretland. Gengu á lagið - með hótun um árás. Og það virðist líta svo út, að það geti tekist - að losna við þau vopn. Sem hlýtur að einhverju leiti veikja stöðu Sýrlands.
  2. Það er auðvitað algerlega óvíst ennþá, hvort að áætlunin um - eyðingu vopna Sýrlandshers, getur gengið upp á einungis 9 mánuðum. En afskaplega líklegt virðist mér, að tafir geti átt sér stað. Og þá þarf ekki að vera, að stjv. Sýrlands séu vísvitandi. Að valda töfum. Einfaldlega sá vandi, að þ.e. styrjöld. Þ.e. óvíst hvar átakalínur munu liggja - akkúrat. Þegar verkefnið gengur fram.
  3. Eitt er þó öruggt, að þ.s. þetta er hugmynd stjórnvalda Rússlands. Hafa þau sett eigin ímynd að veði, þau munu því beita Assad þrýstingi. Svo hann standi við samkomulag stórveldanna. Þannig að líklega mun Assad það gera. Það má segja að - túlkun hans sé vísbending, sbr. frétt Reuters þ.s. fram kemur, að hann fagnar þessu sem sigri:  Assad government hails 'victory' in arms deal, troops attack
  4. Að einu leiti hefur hann rétt fyrir sér, en meðan að eyðing efnavopnanna fer fram, þá er a.m.k. ekki líklegt, að gerðar verði árásir á Sýrland. Þannig séð, hefur Assad tekist með aðstoð Rússa, að forða þeirri útkomu. Að einhverju marki getur það skoðast sem sigur fyrir Assad. Þannig að það sé ekki út í hött, að hann þakki Rússum fyrir - veitta aðstoð.
  • Sem náttúrulega beinir sjónum að næsta punkti.
  • Sem er sá, að þó svo að mikill hávaði hafi orðið út af tiltekinni efnavopnaárás, er sú sorglega staðreynd, að langsamlega flest fórnarlömb stríðsins hafa beðið bana af völdum hefðbundinna vopna.
  • Á meðan að eyðing efnavopnanna gengur fram, mun stríðið halda áfram, og því mannfall óbreyttra borgara.


Obama sagði frá bréfaskriftum við forseta Írans!

Obama upbeat on Iran nuclear talks after contacting Rouhani

Obama - "The Iranians should not view the past two weeks of Syrian crisis diplomacy as a sign that “we won’t strike Iran”, Mr Obama said in an interview with ABC. “On the other hand, what they should draw from this lesson is that there is the potential of resolving these issues diplomatically.”"

Obama ímyndar sér, að hann geti beitt svipuðum aðferðum á Íran, og virðast hafa virkað gegn Assad.

  1. Íran er náttúrulega dálítið - stærri fiskur. Ekki því eins auðvelt að draga að landi.
  2. Síðan er Íran ekki nærri því eins klofið land, eins og Sýrland - sbr. þar er ekki borgarastyrjöld. Sú andstaða sem hefur gosið þar upp öðru hvoru. Virðist ekki nein raunveruleg ógn við stjórnvöld landsins.
  3. Stjórnvöld Írans eru því í mun sterkari samningsstöðu. Ekki heldur gleyma því, hve óskaplega fjöllótt land Íran er. En innrás í Íran. Væri hrein martröð. Þar sem úir og grúir af náttúrulegum varnarlínum, í öllum þessu fjallagörðum og fjallaskörðum. 

http://www.worldofmaps.net/uploads/pics/topographische_karte_iran.jpg

  • Það er held ég algerlega ljóst. Að Íranir munu ekki gefa kjarnorkuprógramm sitt eftir. Nema gegn einhverju bitastæðu á móti.
  • Og ég efa, að þeir sætti sig einungis við, endalok viðskiptabanns. Þeir muni vilja eitthvað meira. 

Þeir muna náttúrulega eftir því, þegar vesturveldin og Arabaríkin, studdu styrjöld Saddams gegn Íran, eftir að það stríð hófst með árás Saddam Hussains.

Það er örugglega enn mjög veruleg biturð, sem situr í Írönum - enda misstu þeir lauslega áætlað eitthvað yfir milljón manns, í þeim átökum.

Menn tala gjarnan um ógnina frá Íran - aðstoð Írana við hryðjuverkahópa.

En þeim var gerður afskaplega slæmur óleikur - þegar vesturveldin studdu árásarstríð Saddams.

Þeir hafa ástæðu til þess að vera reiðir.

Þeir vilja alveg örugglega einhverja "tryggingu" sem hald er í, svo að landið sé "öruggt" í framtíðinni.

Eftir allt saman eru megin rökin fyrir því að eiga kjarnavopn, öryggið sem þau veita. Ef Íran getur fengið sambærilegt öryggi án slíkra vopna.

Þá er það kannski - möguleiki. Að Íran gefi prógrammið eftir.

  • Ég er þá að tala um einhverskonar formlegt samkomulag, sem Arabaríkin líklega verða að fá að taka þátt, þ.s. deilurnar eru settar niður.
  • Svo aðilarnir hætti þeim leik sem hefur staðið yfir nú í 30 ár. Að styðja öfgahópa hvort sem það eru öfgasinnaðir shíta eða öfgasinnaðir súnnítar.
  • Þetta er að skapa - stigmagnandi átök. Ekki síst, fjölgar stöðugt vopnuðum öfgamönnum á Miðausturlandasvæðinu. 


Niðurstaða

Obama virðist ætla að sleppa frá Sýrlandsmálinu, án þess að tapa andlitinu. Að auki sleppur hann við stríð. En hann virðist mér vera ákaflega tregur til þess að taka áhættu. Sbr. hernaðarlist hans, sem einkennst hefur af notkun ómannaðra loftfara af margvíslegu tagi.

Putin, er sá sennilega sem mest græðir á þessari deilu. En honum tókst að hindra árás Bandaríkjamanna á Sýrland. Bandamann Rússlands í Miðausturlöndum. Það getur vart annað en styrkt orðstír Rússa á því svæði.

Meira að segja stjórnvöld Írans, hafa tekið þann pól í hæðina. Að fagna samkomulaginu. Það gerðu einnig stjórnvöld Kína. Þannig, að einhvern veginn - sameinast allir, a.m.k. út á við, í þeim fögnuði.

Næst ætlar Obama að ræða við Írani. Þar er miklu erfiðari þúfa og stærri. Ólíklegt virðist mér að Obama fái Írani til að lúffa með sitt kjarnorkuprógramm. En ég tel að uppruna þess, megi skilja með því öryggisleysi sem líklega sé til staðar í Íran. 

En margir virðast búnir að gleyma stuðningi Vesturveldanna, við árásarstríð Saddam Hussains á sínum tíma. Yfir milljón Íranir létu lífið. Það stríð skiptir örugglega enn miklu máli í augum Írana.

Ég er ekki viss því, að Obama sé að skilja málið með réttum hætti þegar hann - áminnir Írani um það. Að hann sé ekki búinn að taka það alfarið af borðinu - möguleikann, að Bandaríkin geri árásir á Íran. Til þess að stöðva eða hægja á kjarnorkuprógrammi Írans.

Margir telja að Sýrlandsmálið sýni - að hótun um árás. Skipti máli.

En ég held að Íranir séu miklu mun minna hræddir. En Sýrlendingar við slíka árás.

Mynni líka á, að Íranir héldu út í nærri áratug gegn Saddam, þrátt fyrir yfir milljón manns féllu.

Ég held nefnilega, að Íranir séu aðeins öðruvísi þenkjandi en Sýrlendingar, slíkar hótanir minni þá á ógnina - sem þeir skynja af Vesturveldunum.

Geri þá minna líklega til að gefa eftir!

  • Miklu mun árangursríkara, væri - gulrótarleiðin!
  1. Enda er það fjölmargt sem Bandaríkin geta boðið Íran, í formi gulróta.
  2. Og það getur verið, ein hér - önnur þar - ein gulrót fyrir hvert skref. 

Kv.

Sýrlandsstjórn hefur ca. 9 mánuði til að eyða efnavopnum sínum skv. samkomulagi Rússlands og Bandaríkjanna!

Þetta kom einnig fram í hádegisfréttum RÚV. Skv. erlendum fjölmiðlum felur samkomulagið í sér eyðingu efnavopna Sýrlands áður en fyrra helming ársins 2014 er lokið þ.e. ca. innan nk. 9 mánuða. Það er ekki ekki sérdeilis ríflegur tími, ef þ.e. rétt að efnavopnabirgðir Sýrlandshers séu varðveittar á 50-60 stöðum í landinu. Höfum í huga að sumar herstöðvarnar sem taldar eru að hafa innihaldið efnavopn, eru á átakasvæðum. Þó auðvitað sé hugsanlegt að Sýrlandsher hafi flutt birgðir til - sem voru í mestri hættu á að falla í hendur uppreisnarmanna. Hugsanlegt er að einhverjar efnavopnabirgðir hafi fallið í hendur uppreisnarmanna:

US and Russia reach Syria weapons agreement

U.S., Russia Agree on Syrian Plan

U.S., Russia agree to deal on Syria chemical weapons

"Under the terms of the agreement, Syria must submit to the international community within one week a comprehensive list of its stockpile." - "Initial on-site inspection by the Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons, the international regulatory body, must be complete by November." - "There must then be “complete elimination of all chemical weapons material and equipment in the first half of 2014.”"

  1. Sýrlandsstjórn hefur viku til að gera grein fyrir efnavopnum sínum.
  2. Vottun eftirlitsmanna SÞ á þeim birgðum Sýrlandshers, verður að vera lokið fyrir lok nóvember nk. 
  3. Sýrland fær 9. mánuði til að eyða efnavopnabirgðum sínum.
  • Ef Assad hlýðir ekki stórveldunum, mun Öryggisráðið taka ákvörðun um aðgerðir á grundvelli 7. kafla stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
  • 7. kaflinn heimilar SÞ aðgerðir gegn ríkjum sem ógna heimsfriði, eina skiptið sem aðgerðir fóru fram á þeim grundvelli, var þegar SÞ ákvað að beita sér gegn innrás N-Kóreu í S-Kóreu 1949. En þá gerðu Stalín og Maó þá reginskyssu, að ganga út af fundi Öryggisráðsins, þannig að þeir voru ekki viðstaddir til að beita neitunarvaldi - gegn ályktun Vesturveldanna um stríðsaðgerðir gegn innrás N-Kóreu. Þetta hefur aldrei síðan endurtekið sig - Rússland og Kína lærðu af þeim mistökum og síðan hafa ætíð beitt neitunarvaldi, þannig að aðgerðir hafa ekki verið síðan á grundvelli 7. kaflans.
  • Það er því sérstakt óneitanlega að Rússar hafi opnað á þann möguleika, að samþykkja fyrir sitt leiti, að heimila "hugsanlega" aðgerðir gegn Sýrlandi á grundvelli 7. kafla stofnsáttmála SÞ. 
Kína virðist ekki þátttakandi í þessu samkomulagi - það er alveg hugsanlegt að Kína ákveði að beita neitunarvaldi. En Kína hefur nú í nokkur skipti beitt neitunarvaldi gegn ályktunum innan Öryggisráðsins þegar álykta hefur átt gegn Sýrlandsstjórn.
  • Ég er ekki viss um það, hvaða hagsmuna Kína er að gæta þarna. Sumir hafa talað um það, að Kína finnist það skapa slæm fordæmi, að leyfa aðgerðir vegna innanlandsátaka í landi, þ.s. eftir allt saman séu innan Kína svæði þ.e. Synkiang þ.s. svokallað Úhígúr fólk byggir og Tíbet þ.s. eru Tíbetar; en Kínverjar hafa fótum troðið réttindi þessara hópa - verið að Kínverjasvæða heimkynni þeirra. Á þeim svæðum hafa öðru hvoru brotist út átök vegna mótmæla íbúa.
  • Annar möguleiki er að Kína virðist geta skapast óheppilegt fordæmi vegna N-Kóreu, sem Kína hafur fram að þessu varið gegn 3-ríkjum. Sama hvað hefur á gengið innan N-Kóreu. Einnig varið innan Öryggisráðsins með ráðum og dáð.
  • Þriðji möguleikinn - sem mér finnst áhugaverður. Er að Kína sé þarna að gera "Íran" greiða. Fókus Kína sé á Íran - í reynd. En Íran á mikla olíu. Viðskiptabann vesturvelda gegn Íran hefur þrengt mjög valkosti Írana. Íran hefur lagt mikla áherslu á að styðja Sýrlandsstjórn. Sem er einn af örfáum bandamönnum Írans í heiminum. Það mundi veikja stöðu Írans ef Sýrlandsstjórn mundi falla. Spurning hvort að Kína sé að fiska eftir samkomulagi við Íran í tengslum við hugsanleg framtíðar olíuviðskipti við Íran. En fræðilega geta Kínverjar keypt alla olíu Írana, með Júönum. Þannig fullkomlega farið framhjá dollarahagkerfinu. Og viðskiptabanninu.
  • Sem sagt - fiskurinn sem á að hala inn, sé Íran.

Punkturinn er sá, að þó svo að Rússland og Bandaríkin hafi náð samkomulagi sín á milli.

Þíðir það ekki endilega að leiðin sé greið um mitt næsta ár, ef Öryggisráðið hyggst taka ákvörðun um aðgerðir gegn Sýrlandi.

 

Niðurstaða

Nú þegar Bandaríkin hafa náð Rússlandi að einhverju leiti "um borð" (þó svo að Rússar hafi ekki skuldbundið sig til að samþykkja aðgerðir gegn Sýrlandi á grundvelli 7. kafla stofnsáttmála SÞ - einungis ekki útilokað slíkt fyrirfram) - verður forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum Kínverja í framhaldinu. En þ.e. ekki alveg kýrskýrt af hverju Kínverjar hafa talið sig hafa hag af því að koma í veg fyrir að Öryggisráðið hafi hingað til getað samþykkt aðgerðir gegn Sýrlandi, einnig hefur kína komið í veg fyrir samþykkt harðra ályktana um fordæmingu á Sýrlandi."

Ég velti upp 3-hugsanlegum möguleikum að ofan. Það er jafnvel hugsanlegt, að öll 3 sjónarmiðin liggi að baki. Ef Kína er að velta fyrir sér "að hala inn Íran" þá er ekki víst að það snúist einungis um olíu - kannski dreymir Kínverja um eigin herstöðvar við Persaflóa. Svo þeir eins og Bandaríkin geti - verði færir um að hafa eigin her á svæðinu til að tryggja öryggi flutninga á olíu. Það gæti jafnvel inniborið "öryggistryggingu" fyrir Íran.

Þetta eru hreinar vangaveltur - "speculation." 

En mér finnst þetta geta allt komið til greina.

En það væri óvarlegt að vanmeta metnað Kínverja!

 

Kv.


Verður ný heimskreppa?

Ég rakst á mjög áhugaverða grein eftir Daniel Gros - Emerging Markets’ Euro Nemesis. Það sem er merkilegt við hana, er að hann telur, að samræmdar niðurskurðaraðgerðir innan evrusvæðis. Sé ástæða þess, að kreppt hefur að hjá löndum eins og Indlandi og Brasilíu, jafnvel hægt á Kína.

Hann telur ekki að þetta snúist um dollarinn - - að allt í einu standi fyrir dyrum að dregið sé úr prentun.

Heldur sé vandinn sá, að samdráttarstefnan á evrusvæði hefur minnkað mjög mikið eftirspurn í löndum evrusvæðis - - > Sem hafi leitt til stórminnkaðs innflutnings til landa evrusvæðis frá 3-löndum.

Á þessu hafi hagvaxtarlönd Asíu tapað!

  1. " The real culprit is the euro."
  2. "Quantitative easing in the US cannot have been behind these large swings in global current-account balances, because America’s external deficit has not changed significantly in recent years."
  3. "...US, and its recent economic revival has been accompanied by an expansion of both exports and imports. The impact of the various rounds of quantitative easing on emerging markets (and on the rest of the world) has thus been approximately neutral."

Hann bendir á, að löndin í N-Evrópu hafi ekki dregið úr sínum viðskipta-afgangi, þannig að viðsnúningur viðskipta-jöfnuðar þjóða S-Evr. úr halla í lítinn plús - hafi leitt til þess að Evrópa í dag hafi stærsta jákvæða viðskiptajöfnuðinn á plánetunni.

Þetta hafi eingöngu gerst fyrir tilverknað, lífskjaralækkunar þjóða S-Evr. sem hafi stórfellt minnkað neyslu, með öðrum orðum - í gegnum samræmdar niðurskurðaaðgerðir þær sem þjóðir S-Evr. hafi verið knúnar til.

  1. "But austerity in Europe has had a profound impact on the eurozone’s current account, which has swung from a deficit of almost $100 billion in 2008 to a surplus of almost $300 billion this year."
  2. "This extraordinary swing of almost $400 billion in the eurozone’s current-account balance did not result from a “competitive devaluation”; the euro has remained strong."
  3. "The cause of this state of affairs, in one word, is austerity. Weak demand in Europe is the real reason why emerging markets’ current accounts deteriorated (and, with the exception of China, swung into deficit)."

Hann viðurkennir, að það sé vel hugsanlegt að aðgerðir Seðlabanka Bandar. hafi - komið atburðarásinni af stað. En undirliggjandi vandi sem þá hafi afhjúpast, hafi orðið til vegna aðgerða Evrópuþjóða.

Menn hafa oft talað um hættuna á "competitive devaluation" en þær aðgerðir sem evrusinnar í Evr. hafa haldið á lofti í staðinn, þ.e. - innri verðhjöðnun. 

Kalla fram ekki ósvipuð áhrif, þ.e. að lífskjör séu lækkuð - viðskiptajöfnuður sé lagaður til - að lokum, að samkeppnishæfni batni. Þ.e. ef aðgerðir halda áfram nægilega lengi.

Nú, ef þetta hefur að mörgu leiti svipuð áhrif og gengislækkun, nema að þ.e. ekki verðbólgu-aukning. Af hverju, ættu þær aðgerðir þá ekki að kalla á mótaðgerðir - landa sem eru mikilvægir keppinautar? Og verða því fyrir tjóni?

Eins og, ef það mundi fara af stað keppni í gengisfellingum?

Asíuþjóðirnar séu líklegri þó að bregðast við, með gengislækkunum en eftirspurnarminnkandi verðhjöðnunaraðgerðum - sbr. fall gjaldmiðils Indlands undanfarnar vikur milli 25-30%.

Kína gæti með svipuðum hætti, þrýst niður gengi síns gjaldmiðils. 

Spurning hvort að þá verði framkvæmdar - - enn frekari launalækkanir í Evrópu?

Menn verði komnir í keppni - - niður.

Ef engin þjóð tekur upp kyndilinn - - til að lyfta upp hnattrænni eftirspurn, hljóti slík þróun að fela í sér "vandræði."

  • "As capital withdraws from emerging markets, these countries soon will be forced to adopt their own austerity measures and run current-account surpluses, much like the eurozone periphery today."
  • "But who will then be able – and willing – to run deficits?"
  1. "Two of the world’s three largest economies come to mind: China, given the strength of its balance sheet, and the eurozone, given the euro’s status as a reserve currency."
  2. "But both appear committed to running large surpluses (indeed, the two largest in the world)."
  3. "This implies that, unless the US resumes its role as consumer of last resort, the latest bout of financial-market jitters will weaken the global economy again. And any global recovery promises to be unbalanced – that is, if it materializes at all."

 

Niðurstaða

Mér virðist Daniel Gros staðfesta þ.s. mig hefur grunað í 2 ár a.m.k., að útflutningsdrifin stefna ESB geti ekki mögulega gengið upp.

Það vanti einfaldlega inn í heimshagkerfið - - nægilega eftirspurn. Til að taka við því, er Evrusvæði sem heild. Gerir tilraun til að vera Þýskaland! Með stóran hagstæðan viðskiptajöfnuð eins og Þýskaland.

Eins og Keynes benti á fyrir áratugum síðan, er viðskiptagróði síst minna orsakavaldur ójafnvægis í heims hagkerfinu, heldur en viðskiptahalli.

Bandaríkin geta ekki mögulega orðið, kaupendur fyrir alla þessa eftirspurn.

Og eins og ég hef margbent á, Kína ætlar sér ekki að taka við hlutverki Evrópu, að vera með "nettó" innflutning. 

Svo heimshagkerfið gangi upp.

Með Asíu og Evrópu í keppni við það, að viðhalda hagstæðum viðskiptajöfnuði - samtímis.

Þá sé til staðar vaxandi spenna - sem geti framkallað nýja heimskreppu.

 

Kv.


Ef á að senda eftirlitsmenn til Sýrlands - þá þurfa þeir öfluga vernd!

Það blasir við, en vitað er að Sýrlandsher staðsetur efnavopn í herstöðvum sýrlenska hersins, á nokkrum stöðum í landinu. Ekki vitað akkúrat hvaða herstöðvum, né hve mörgum þeirra. Þetta flækir töluvert málið - en ljóst er að sérhver eftirlitsmaður þarf þrælvopnaða sveit manna sér til verndar. Og ekki síst, þarf hann ásamt sínum mönnum, að vera búin tækjum með góða brynvörn!

 

Það vill svo til að Ísraelar eiga líklega öflugasta tæki sinnar tegundar í heimi hér!

File:Flickr - Israel Defense Forces - 13th Battalion of the Golani Brigade Holds Drill at Golan Heights (8).jpg

Þetta er liðsflutningafarartækið Namer sem byggt er á sama undirvagni, og aðal skriðdreki ísraelska hersins Merkava III.

File:MerkavaMk4 ZE001m.jpg

Að stórum hluta er þetta Merkava án turns, en Namer eru ekki breyttir Merkava drekar, heldur tæki sem eru framleidd ný - sem liðsflutningafarartækið Namer.

Fyrir þá sem hafa gaman af vélum og tækjum, er vélin sem knýr þetta farartæki 1200 hestafla V12 dísil, framleidd af Teledyne-Continental, kölluð AVDS-1790-9AR:

Type:Bore:Stroke:Displacement:
90 degree four-stroke V12
5.75 in (146.05 mm)
5.75 in (146.05 mm)
1791.7 cu in (29.36 L)

Enda er farartækið heil 60 tonn, svo veitir ekki af töluverðu afli.

Þetta er þ.s. er merkilegt við Namer, að hann er ca. álíka þungur og Merkava dreki er, þó svo að turninn sem vegur á milli 15-20 tonn, sé ekki lengur fyrir hendi.

Skýring liggur m.a. í mikilli aukningu á undirvagnsbrynvörn.

Sem líklega gerir Namer að öruggasta farartæki í heimi, þegar menn eru að velta fyrir sér því - að ferðast um óróasvæði þ.s. búast má við: Jarðsprengjum, RPG, skothríð með sprengivörpum eða fallbyssum, eða jafnvel beitingu skriðdrekaflauga.

En að öðru leiti er brynvörn Namer hin sama og Merkava skriðdrekinn hefur, þ.e. mjög þykk og öflug framvörn, þynnri til hliða og að aftan eins og venja er. Líklega er þó hliðarvörn Namer einnig aukin, en ég efa að öll 15-20 tonnin hafi farið í aukningu botn brynvarnar eingöngu.

  • En ég held að það sé enginn vafi á því, að Namer er öruggasta og best brynvarða liðsflutningafarartæki í heimi.

Eitthvað kosta þessi herlegheit - Ísraelar bjóða þá til sölu, en hingað til hafa kaupendur engir verið utan landamæra Ísraels.

Enda fáir sem áhuga hafa á liðsflutningafarartæki sem kostar ca. álíka mikið og "main battle tank."

En, ef öryggið er fyrir öllu?

Í Namer geta 12 setið, ásamt ökumanni - stjórnanda eða "commander" og "gunner" er það allt 15.

-------------------------------------

Það er auðvitað punkturinn, að nefna það - að eftirlitsmenn þurfa vernd.

Að án verndar sem dugar, geta þeir látið lífið. 

En það þarf vart að efa, að einhver hópanna sem eru að berjast innan Sýrlands, getur hugsað sér að drepa einhvern þeirra.

Í erlendum fréttaskýringum, er jafnvel talað um - þörf fyrir nokkuð þúsund manns, í allt. Til að verja eftirlitsmennina.

Því verr sem þeir verða tækjum búnir, því fleiri þeirra verða - vegnir.

  • Þá er spurning hvort þ.e. of dýrt, að fjárfesta í því tæki sem Ísraelar hafa þróað, svo þeir geti verið sæmilega öruggir verið með sína hermenn, þegar þeir fara um svæði andstæðinga Ísraels.
  • Það má segja, að Namer sé - sérþróað einmitt fyrir Miðausturlönd. 

 

Niðurstaða

Yfirleitt eru liðsflutningatæki mun léttari en þungir skriðdrekar þ.e. á bilinu 10-30 tonn. Tæki á bilinu 20-30 tonn eru yfirleitt á skriðbeltum. Meðan að tæki innan við 20 tonn vanalega eru á hjólum, gjarnan 6 - 8 hjól á 3. til 4. öxlum. Það er einmitt dæmigert að þau hafi sæti fyrir 11. vopnaða hermenn.

Vandi er að þá eru þau mun minna brynvarin en Namer. Á móti miklu ódýrari.

Yfirleitt eiga herir mun fleiri slík tæki en skriðdreka. Oftast nær valið til þess að halda kostnaði í skefjum, að kaupa tæki sem eru mun ódýrari en skriðdrekar - þ.e. smærri og mun léttari.

Ísraelar hafa á hinn bóginn, valið að hafa sína hermenn - jafnvel enn betur varða. En þá sem ferðast um á þeirra skriðdrekum. Þ.s. Namer er mun betur varinn fyrir jarðsprengjum, en Merkava drekinn.

Áhugavert val - en fyrir bragðið er mannfall þeirra yfirleitt ákaflega lítið. En þetta er ekki fyrsta sinn sem þeir búa til liðsflutningatæki á grunni skriðdreka, áður hafa þeir notað sambærilegt tæki á grunni eldri skriðdreka sem þeir áður notuðu. En Namer er mun betur varið en þessi eldri tæki.

  • Spurning hvort þ.e. þá ekki þess virði, að fá Ísraela til að selja nokkur stykki af þessu tæki?

---------------------------------------

Hvað segja erlendar fréttir um Sýrlandsmálið? Skv. fréttum kvöldsins, er fyrirhugað tveggja daga samningafundur á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Þar á að semja um tilhögun eftirlits með efnavopnum Sýrlands og auðvitað - hvaða skilyrði á akkúrat að setja. 

Fyrri dagurinn verður á morgun, sá seinni á nk. föstudag. Það verður forvitnilegt að fylgjast með fréttum á morgun og hinn.

 

Kv.


Sýrland viðurkennir efnavopneign, segist samþykkja eftirlit aðila á vegum SÞ með efnavopnabirgðum sínum

Skv. tilkynningu sýrlenskra stjórnvalda, óska þau nú eftir aðild að alþjóðlegum sáttmála um efnavopn, sá bannar ekki ríkjum beint að eiga efnavopn, en bannar notkun þeirra í stríði, og að auki aðildarríki sáttmálans verða að gera lýðum ljóst - hvað þau eiga af efnavopnum.

Ég þekki ekki hvort sáttmálinn felur í sér kvöð um eftirlit óháðra aðila með þeim birgðum. 

En skv. erlendum fjölmiðlum, ætla stjv. Sýrlands að bjóða eftirlitsaðilum frá SÞ, Rússlandi og ónefndum 3. ríkjum. Að skoða efnavopnageymslur sýrl. hersins.

Og að auki, lofa sýrl. stjv. að hætta frekari framleiðslu efnavopna.

En skv. þessu, felur þetta ekki í sér - loforð um það, að eyða efnavopnum.

Enda bannar sáttmálinn um efnavopn - eins og ég sagði - ekki beint, efnavopnaeign.

Russia’s Syria plan hits diplomatic obstacles

Syria vows to give up chemical weapons, no deal yet at U.N.

Syria Admits It Has Chemical Weapons

 

Ekki ólíklegt að Rússar hefi beitt stjórnvöl Sýrlands þrístingi!

En stj. Sýrl. geta örugglega ekki verið án - vopnasendinga Rússa. Engin leið að vita hverju Rússar kunna að hafa hótað.

En þ.e. a.m.k. allt eins líklegt - að ákvörðun Assads sé vegna þrýstings Rússa.

Eins og að sú ákvörðun sé v. ótta við loftárásir Bandaríkjanna.

  • Deilur virðast nú um ályktun sem Frakkar og Bretar voru að semja, þ.s. þess er krafist að Sýrlandsstjórn, afhenti efnavopn sín. Og láti eyða þeim, tja - eins og var gert við efnavopn Saddams Hussain, eftir fyrra Persaflóa stríð Bandar. og Íraks. Þ.s. her Saddams var hrakinn frá Kuvait. Að auki segir í því uppkasti, að stjv. Sýrlands séu sek um mannskæða efnavopnaárás þá sem deilt hefur verið um, þess krafist að þeir seku séu dregnir fyrir Stríðsglæpadómstól SÞ, og ekki síst - sett inn tilvísun á 7. gr. stofnsáttmála SÞ sem heimilar hernaðaraðgerðir gegn ríki sem ógnar heimsfriði, með öðrum orðum - að ef stjv. Sýrland fara ekki í einu og öllu eftir þeirri ályktun, myndi Sþ veita fulla heimild til hernaðaraðgerða gegn Sýrlandi á grunni 7. greinarinnar. Bendi fólki á, að sú grein hefur einungis eitt skipti verið notuð - þ.e. stríðið í Kóreu 1949-53.
  • Þannig séð má segja, að þarna séu Bandar. og Frakkland - að ganga á lagið.
  • Líkur virtust á því, að Rússar myndu beita - neitunarvaldi innan Öryggisráðsins gegn slíkri ályktun.
Það virðast einhverskonar samningaviðræður í gangi milli Frakka + Bandar. og Rússa.

Það virðist að Rússar vilji ganga skemur, þ.e. setja innsigli á efnavopnageymslur sýrl. hersins og tryggja að eftirlitsmenn SÞ og annarra aðila séu reglulega að fylgjast með því, að þær vopnabyrgðir séu óhreyfðar.

Að auki hafna þeir því að ályktað sé um það, hver er sekur um hina umdeildu efnavopnaárás. Og ekki síst, mjög líklega hafna því - að veita heimild á grundvelli 7. greinar Stofnsáttmála Sþ.

 

Þessi óvænti samningsvilji Sýrlandsstjórnar - getur dregið úr líkum þess að Bandaríkjaþing samþykki að veita Obama heimild til að gera árás á Sýrland!

"Amid opinion polls showing weak public backing for US intervention in Syria, there were new signs that the administration’s support in Congress was also fracturing. Among the senators who said on Tuesday they would oppose the strikes were Mitch McConnell, the leading Republican in the Senate, and Ed Markey, the Massachusetts Democrat who only recently won Mr Kerry’s old Senate seat."

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu máli.

En einn möguleiki getur verið sá, að Rússar og Sýrlendingar - ætli sér að hafa áhrif á innanlandspólitík í Bandaríkjunum.

Enda sína allar skoðanakannanir mikla andstöðu almennings í Bandar. gegn nýju stríði í múslimalandi.

Deilur um nýja ályktun SÞ, gætu tekið marga daga.

Á meðan, ættu umræður um hugsanlega árás, að hefjast mjög fljótlega. En Bandaríkjaþing koma saman úr sumarfríi sl. mánudag. 

Kæmi mér ekki á óvart ef þingleg umræða hefst í þessari viku.

Á sama tíma verða líklega deilur Rússa og Bandar. + Frakklands, í fullum gangi í Öryggisráðinu.

Ef þingið segir - Nei. Áður en þ.e. komin niðurstaða í Öryggisráðinu.

Væri samningsstaða Bandar. veikluð. Bandaríkin mundu missa "andlit" en Rússar græða að sama skapi.

 

Niðurstaða

Hið nýja útspil Sýrlands líklega að undirlagi Rússa. Sem verður að segja að eru "slóttugir" andskotar. Gerir stöðu deilunnar um efnavopn Sýrlands áhugaverðari en áður. En þetta er í fyrsta sinn sem stjv. Sýrlands formlega viðurkenna efnavopnaeign. Þ.e. alveg öruggt, að stjv. Sýrlands hafa engan áhuga á því - að láta þau vopn af hendi. En það getur vel verið, að ásættanlegt sé fyrir þau. Að efnavopnageymslurnar verði settar undir eftirlit óháðra aðila og innsiglaðar.

Slíkir eftirlitsmenn geta alltaf verið reknir - síðar. Og innsiglin rofin.

Það má vera, að Rússar bandamenn Sýrlands, hafi meiri áhyggjur af hugsanlegri loftárás Bandar. á Sýrland, en stjv. Sýrlands sjálfs - ekki síst vegna flotastöðvar Rússa á strönd Sýrlands. Eini aðgangur Rússa að Miðjarðarhafi. 

En þeir ef til vill óttast, að slík árás hleypi af stað dóminói. Fyrsta skrefið í því að Bandar. stingi sér á bólakaf í átökin í Sýrlandi. 

Ekki má heldur gleyma því, að ef ekkert verður af árás Bandar., eftir allan hávaðann í kringum málið, t.d. eftir atkvæðagreiðslu á Bandar.þingi - - og síðan verður sú leið sem Rússar vilja fara. Ofan á.

Þá mun Rússland hafa unnið sig á - í áliti. Meðan Bandaríkin munu hafa tapað og Frakkland einnig sbr. "gain face - loose face."

Rétt að fylgjast áfram með fréttum!

Ps: Eins og kom fram í morgunfréttum hefur Obama ákveðið að formlega setja árás á Sýrland í frest. Sem líklega þíðir að afgreiðsla þingsins á Capitol Hill Washington er einnig frestað:

US and Russia head for UN over Syria 

 

Kv. 


Evrópa valkostanna - Europe ala carte

Það hefur lengi verið í gangi innan Evrópu, innan samstarfs Evrópuþjóða, grunn deila. Hún snýst um það grundvallaratriði hvort samstarf Evrópuþjóða er samstarf þjóðríkja eða hvort það á að stefna í þá átt að "afnema þjóðríkin."

Seinni leiðina mætti kalla "samræmingarstefnu" eða þá "Evrópa eitt sambandsríki hugmyndin".

Megin kenning samræmingarsinna eða stuðningsmanna "eins sameiginlegs ríkis" er það að "þjóðríkið sé úrelt form" og að "eitt samræmt ríki sá framtíðin."

Að auki hefur verið því haldið fram, að "ein Evrópa" sé sterkari Evrópa - þá efnahagslega sbr. að aukin samræming sé góð efnahagslega og ekki síður, að "ein Evrópa" sé eina leiðin til að tryggja sjálfstæð áhrif Evrópu út á við - - að auki blandast inn í þetta gjarnan "andúð á Bandaríkjunum" en einn draumurinn virðist sá að Evrópa geti myndað "mótvægi við Bandaríkin."

Það heyrist gjarnan að auki tal um það, að þjóðræknis-stefna eða þjóðernishyggja sé "vond" og gjarnan vísað í öfgafull form þjóðernishyggju, gjarnan þá íjað að því að hver sá sem aðhyllist þjóðernishyggju sé einhvers konar öfgamaður eða manneskja.

Þetta líkist því með hvaða hætti svokallaðir "athei-istar" fjalla gjarnan um trú.

  • En í grunninn er hugmyndin um starfsarf þjóðríkja langt langt í frá því að vera öfgastefna.
  • Þvert á móti er hún ákaflega hófsöm í eðli sínu.
  • Og að sjálfsögðu felur það ekki í sér, einhverskonar andstöðu við aðrar þjóðir.
  1. Eftir allt saman er einungis verið að deila um það, hvert á að vera form samstarfs Evrópuþjóða -
  2. og hins vegar, endanlegt markmið þess.
  • Það sé ákaflega "disingenious" ef maður notar enskan frasa, að skilgreina þá sem eru áhugasamir um annars konar form samstarfs Evrópuþjóða, en það sem byggist út frá hugmynd samræmingarsinna, eða þeirra sem hafa áhuga á að Evrópa stefni á sambandsríkishugmyndina.
  • "Andstæðinga Evrópu" - einfaldlega vegna þess, hve afskaplega ósanngjarnt það er.
  • Eitt áhugavert atriði er í þessu, að þeir sem vilja sveigjanleika og frelsi valkosta fyrir þjóðir, eru gjarnan ekki "and Ameríkusinnaðir" þó það séu undantekningar á því og því ekkert sérstaklega að sækjast eftir því að "Evrópa verði mótvægi við Bandaríkin" og að auki virðist mér að "áhugasamir um viðhald þjóðríkismódelsins í Evrópu" séu minna stressaðir yfir því - að Evrópa sé smám saman að verða áhrifaminni í heiminum.

Hérna er áhugaverð Wiki-síða: Multi-speed Europe

  • Það er reyndar áhugavert, hvernig andúð á Bandaríkjunum hefur fléttast inn í hugmyndir fjölda þeirra, sem vilja þróa Evrópu - sem eina heild.
  • Það er samt alls ekki svo, að allir þeir sem eru áhugasamir um "eina samræmda Evrópu" séu andstæðingar Bandaríkjanna. Þeir eru samt merkilega margir.

Það hefur því skapast það ástand, að töluverður hópur á vinstri væng stjórnmála innan Evrópu, hafa gerst áhangendur "eins ríkis hugmyndarinnar" um Evrópu.

En það er einnig töluverður hópur á mið-hægri væng stjórnmála í Evrópu, sem einnig eru stuðningsmenn þeirrar hugmyndar, en þá er afstaða þeirra ekki "and amerísk" - frekar að menn samþykki þá afstöðu, að "ein samræmd Evrópa" sé efnahagslega sterkari Evrópa.

  1. Vandamálið með seinni þáttinn, er sá að það er í reynd ekki stutt af reynslunni, sú grunn hugmynd - - að það sé efnahagslegur styrkleiki, af frekari samræmingu.
  2. En mótbára þeirra sem telja að aukinn efnahagslegur styrkleiki felist í aukinni samræmingu, er m.a. sú að útskýra lélegan efnahagslegan árangur ESB tja - sl. 30 ár eða svo. Á því, að samræming hafi ekki enn skilað sér, því hún hafi ekki enn - gengið nægilega langt til að skila sér að fullu.
  • Þannig að þó svo að "innri markaðurinn" hafi ekki skilað auknum hagvexti - en ef maður ber saman aðildarríki ESB sleppir út þeim ríkjum sem gengu inn á 10. áratugnum þá virðist ekki að hagvöxtur sé mælanlega meiri.
  • Sama um áratuginn eftir þann 10, þ.e. '00-'10, að þvert á móti er efnahaglegur árangur sömu landa að meðaltali lakari áratuginn eftir upptöku evru, en áratuginn á undan, var þó árangur áratugarins á undan talinn slakur.

Þetta stöðvar samt ekki þá sem trúa því að "aukin samræming" feli í sér "framtíðar efnahagslegan styrkleika."

En það einkennir þeirra hugmyndir, að þ.e. alltaf betra í framtíðinni - svo fremi að hugmyndir þeirra eru samþykktar, og prógrammið heldur áfram. Til aukinnar samræmingar. 

Og ef það gengur ekki, er það alltaf útskýrt með því, að enn séu útistandandi atriði sem ekki hafa verið samræmd, yfirleitt unnt að benda á fjölda þeirra. Eða, einhverjum utanaðkomandi þáttum kennt um.

 

Spurning hvað framtíðin ber í skauti sér!

Ég ber töluverðar vonir við viðræður Bandaríkjanna og ESB um fríverslun. En draumur þeirra sem vilja að samstarf þjóða sé á grunni þjóðríkis, er m.a. sá að fríverslun milli ríkja feli í sér sífellt flr. ríki.

"Ala carte" hugmyndin felur í sér þá grunn hugmynd, að þjóðir eigi að geta valið úr.

Ekki skuli steypa í eitt mót.

  1. Þannig séð er hugmyndin um evru, ekki andstæð þeirri leið, en þ.e. andstætt gunnhugmyndinni um valkosti, að það sé "nauðung" eða skilda að taka upp evru.
  2. Það væri einnig algerlega í samræmi við það að halda öllu opnu, að það væru fleiri en einn stór gjaldmiðill, t.d. að það væri suður gjaldmiðill og norður gjaldmiðill.
  3. Það mætti einnig hugsa sér, 2-ríki þ.e. að til væri S-ríkið og N-ríkið.
  4. Eða að sumar þjóðir séu í sameiginlegri landbúnaðarstefnu, og sumar ekki.
  5. Sumar í sameiginlegri fiskveiðistefnu og sumar ekki. 
  6. Sumar taki þátt í varnarsamstarfi vestrænna þjóða - sumar ekki.
  • En ekki síst, unnt væri að hætta í einhverjum þætti samstarfs t.d. sameiginlegu landbúnaðarstefnunni, án þess að það mundi fela í sér uppsögn, annarra samstarfsþátta eða einhvers annars samstarfsþátt.

Það þarf samt einhverjar samræmdar reglur!

Þar beinast vonir mínar að fríverslunarviðræðum ESB og Bandaríkjanna.

  • En draumurinn í dós væri sá, að upp úr því komi samræmdar reglur sem væru millilending milli regluverks ESB og hugmynda Bandaríkjanna, sem m.a. NAFTA samstarfið einkennist af.
  • Ég bendi á að Obama tók vel í þá hugmynd, kom fram í fréttum um daginn, að þjóðir sem standa utan ESB, en tilheyri Evrópu - fái einhvers konar aðgang að viðræðuferli ESB og Bandaríkjanna.
  • Þó það geti verið að andstaða ESB komi til, þá sé ég a.m.k. það að velvilji Bandaríkjanna gagnvart fríverslun, sbr. þá staðreynd að þeir hafa staðið þétt að baki alþjóða fríverslun fram að þessu, og það væri augljóslega hagkvæmt að allar þjóðir v. N-Atlantshaf gerist hluti af slíku fríverslunarsvæði; geti leitt til þess að 3-þjóðir fái að vera með.

Kannski ekki strax.

En kannski aðild að svæðinu eftir að það hefur verið myndað.

Og ESB og Bandaríkin hafa komið sér saman um samræmdar reglur.

Þannig að í staðinn fyrir EES og NAFTA komi nýtt fríverslunarsvæði sem mætti kalla "Trans Atlantic Free Trade Are" eða TAFTA.

------------------------------------

Innan þessa heildarsvæðis, geta síðan verið aðrir klúbbar.

Ef fylgt er "ala carte" módelinu, gæti það verið um einstaka þætti - einn eða tveir samræmdir gjaldmiðlar, samræmd landbúnaðarstefna einar eða tvær slíkar, sameiginleg sjávarútvegsstefna einar eða tvær.

Það væri þannig séð ekkert endilega andstætt því módeli, að sum lönd ákveði að mynda sameiginlegt Evrópuríki, eða eins og ég sagði, þau væru 2. Suður vs. Norður.

 

Niðurstaða

Það sem ég vil er "sveigjanleika." Þjóðir hafi valkosti. Sú besta framtíð sem ég sé fyrir mér. Væri að til staðar sé "grunn fríverslunarsvæði." Í því væru allar þjóðir v. N-Atlantshaf. Það væri tiltekinn regluverks grunnur. 

Síðan ef einhverjar þjóðir vilja annað, hafa dýpra samstarf um vissa þætt, eða mynda sambandsríki. Væri það þeirra mál. Og ekkert að því, ef þær þjóðir kjósa svo.

Ég bendi að auki á það, að þjóðirnar í N-Ameríku eru eins og á við um Ísland og Íslendinga, upprunnar frá Evrópu.

Ísland er þannig séð, fyrsta afkvæmi Evrópu. Fyrsta landið sem byggðist Evrópumönnum, er leituðu nýrra landa í Vestur-átt. Með því að sigla yfir hafið.

Rökin um evrópskan uppruna Íslendinga eiga allt eins við íbúa N-Ameríku. Þannig séð, er það því ákaflega eðlilegt - að líta á þjóðirnar við N-Atlantshaf. Sem eina menningarlega heild.

Samstarf þessara þjóða hefur nú staðið yfir í 70 ár, þ.e. samstarf um varnir og margíslegt samstarf á sviði menningar. Það væri ágætt, að víkka þetta yfir í samstarf á sviði efnahagsmála.

Ég er eiginlega á móti því að skilgreina Evrópu í einhvers konar andstöðu við Bandaríkin.

Það sem sameini okkur íbúa N-Atlantshafs sé meira, stærra, mikilvægara - en þ.s. sundri okkur.

Þeir þættir sem séu sameiginlegir séu mikilvægari.

Í reynd sé full ástæða að líta svo á, að Vesturlönd sem heild. Þurfi að vinna saman. Til að tryggja áhrif sín. Hnattrænt.

 

Kv.


Hefði Ísland sloppið við innflutningshöft - innan evru?

Sjálfsagt hljómar þessi spurning eins og eitthvert helvítis kjaftæði í augum áhugamanna um upptöku evru. En þetta er ekki kjaftæði. Einn óvefengjanlegur árangur sem hefur náðst síðan 1959 er innflutningshöft voru afnumin, eftir að þau höfðu staðið yfir síðan 1946, og gengið fellt 30%.

Er að það hefur tekist með "gengisfallandi" krónu að viðhalda frelsi í innflutningi á Íslandi.

Þetta er í reynd ekki - lítill árangur.

En Ísland flytur meira en 90% af neysluvarningi inn, fyrir utan matvæli.

Ég hvet fólk til að líta í kringum sig innan íbúða sinna, sér það eitthvað sem er framleitt á Íslandi "made in Iceland" - er ekki allt innflutt þ.e.: húsgögn, teppi, ljós, innréttingar, heimilistæki, lagnir í veggjum, fötin sem þið gangið í og eigið, leikföng barnanna - svona má lengi telja.

Ég get einnig nefnt lyf, já þ.e. lyfjaframleiðsla á Íslandi, en í flestum tilvikum eru nær öll efnin sem þarf í lyfin, innflutt - má líkja þessu því við "samsetningarverksmiðjur."

  • Þetta þíðir að Ísland þarf alltaf að eiga nægt fjármagn - til að tryggja öryggi fyrir innflutning.
  • Eða til vara, nægt lánstraust - en málið snýst um traust.
  • Að erlendir birgjar, þeir sem selja verslunum og fyrirtækjum það sem þær þurfa, treysti íslenskum aðilum fyrir reikningsviðskiptum.

Til þess að það geti gengið - - þarf annað af tvennu, næga gjaldeyriseign.

Eða að landið hafi nægilegt lánstraust.

  • Innan annars gjaldmiðils er það "lánstraustið" sem er lykilatriðið.
  • En annan gjaldmiðil þarf alltaf að kaupa, einhver þarf að sjá um það - - svo þ.e. lánstraust ríkisins, sem er þá ákaflega mikilvægt atriði.
  • Nema auðvitað að við viðhöfum áfram "gjaldeyrissjóðs fyrirkomulag" - - þ.e. vel mögulegt.

 
Ég sé enga ástæðu af hverju bankarnir hefðu ekki risið og síðan hrunið með mjög svipuðum hætti innan evru!

En hröð stækkun þeirra var stórum hluta fjármögnuð með lánsfé í evrum - ég bendi fólki á það að þeir aðilar sem mestu fé töpuðu á ísl. bönkunum voru þýskir bankar, sem lána í evrum.

En stækkun ísl. bankanna, fór fram með ofurskuldsettum yfirtökum þ.e. fjármagnað með lánsfé. Þetta var lánsfé í evrum, dollurum, pundum, jenum gjarnan í bland. Með evrur þó frekar ríkjandi.

Og ég sé síðan enga ástæðu þess, af hverju þeir ættu ekki hafa hrunið á svipuðum tíma.

  • Ég ætla að nota evru sem viðmið - fyrst að svo margir eru áhugasamir um hana.

Hugmynd flestra virðist vera sú að í evru þurfum við ekki gjaldeyrisvarasjóð - margir vilja meina að það sé sparnaður, en um það má reyndar rífast en Olíusjóður Norðmanna er gjaldeyrissjóður hann er einfaldlega nægilega stór til þess að rentur af því fé duga fyrir kostnaði af því að eiga og reka hann og gott betur.

Það er því vel mögulegt að reka gjaldeyrissvarasjóð sem stendur undir sér!

Hann þarf að vera nægilega stór! Snillingar geta reiknað út þá lágmarksstærð.

  • En málið er, að í reynd þá í staðinn - - verður fjármagn í umferð, að gjaldeyrisvarasjóði.

 Í staðinn fyrir að liggja í sjóði, er þá gjaldeyririnn í umferð. Og notaður í daglegum viðskiptum, laun eru þá greidd í gjaldeyri o.s.frv.

-------------------------------------------

En málið er að sama regla gildir áfram - - að nægur gjaldeyrir þarf að vera til staðar svo að útlendingar treysti innlendum aðilum fyrir reikningsviðskiptum.

Viðskiptahalli hefur því sömu afleiðingar og áður, að þegar það er halli þ.e. Ísland flytur meir inn af verðmætum en nemur gróða Íslands af utanríkisviðskiptum.

Þá minnkar gjaldeyrir - - í þessu tilviki, í stað þess að gjaldeyrissjóður minnkar eins og þegar við erum með sjóð og krónu, þá minnkar gjaldeyrir í umferð.

  • En munið að evrur þarf að kaupa - sannarlega er krónum og skipt út, og Seðlabankinn gerir það frítt, en þ.e. bara í eitt skipti.
  • Ef eftir þann dag, skapast nettó fjármagnsútstreymi frá Íslandi.
  • Þarf Ísland að kaupa evrur til að viðhalda peningamagni í umferð.

Þessi einhver er ríkið - - svo innan evru "ef á að viðhalda viðskiptafrelsi gagnvart útlöndum" er lánstraust ríkisins hið krítíska atriði.

Það þíðir að ef lánstraust ríkisins hrynur einhverra hluta vegna, og á sama tíma er viðskiptahalli sem illa gengur að vinna á, getur það vel mögulega gerst - - að Ísland neyðist til að taka upp innflutningshöft, innan evru.

  • Það er einmitt málið, að við bankahrunið - hrundi einnig lánstraust ísl. ríkisins, og sem þíðir að það hefði ekki getað keypt sér evrur til vara á mörkuðum, verið því algerlega háð vilja "Seðlabanka Evrópu" til að heimila ísl. ríkinu að skuldsetja sig upp fyrir rjáfur - - sem sbr. Írland hann hefði að sjálfsögðu ekki heimilað. En Írlandi var þrýst inn í "björgunarprógramm" sennilega ekki síst, vegna þess að Seðlabanki Evrópu vildi ekki taka áhættuna á sig af rekstrarvanda Írlands sem skapaðist eftir að fjármálakreppan þar hófst. En greiðsluþrot Írlands hefði þá þítt stórfellt fjárhagslegt tap fyrir Seðlabankakerfi Evrópu, ef Írland hefði fengið áfram að skuldsetja sig í gegnum Seðlabankakerfið án takmarkana. Í stað þess að það var sett á neyðarlán, og svokallað "björgunarprógramm."
  • En málið er einnig að aðildarríkin eru eigendur Seðlabankans/seðlabankanna, tap sem skellur á seðlabankakerfinu, líklega lendir á þeim fyrir rest. Mun heppilegra fyrir aðildarríkin, að það land í vanda - - færi sig yfir í "björgunarprógramm" þ.s. tryggt er að öll áhættan tengd skuldsetningu er á því aðildarlandi sem er í efnahagsvanda.

Aðferðin er sú sem sagt innan evru, að ríkið kaupir evrur í gegnum Seðlabankann sem eftir upptöku evru, starfar sem útibú Seðlabanka Evrópu á Íslandi.

Þá lætur ríkið Seðlabankanum í té skuldabréf á ríkið, og Seðlabankinn selur það skuldabréf til seðlabanka í öðru aðildarlandi evru sem einnig er starfseining innan Seðlabanka Evrópu, og fær þá evrur í staðinn - - á móti á sá Seðlabanki, starfseining innan Seðlabanka Evrópu, skuld á ríkissjóð Ísl.

Þetta getur virkað í dálítinn tíma - - að ríkið fjármagnar viðskiptahalla með eigin skuldsetningu, en augljóslega einungis um tíma.

Á einhverjum enda, ókyrrast aðilar, hætta að treysta ríkinu fyrir lánsfé!

Og ríkið hættir að geta keypt evrur, og ef þá enn er viðskiptahalli - - þá tekst ríkinu ekki að hindra minnkun peningamagns í umferð.

Fræðilega er í þessu engin stopp atburður - - annar en ástand peningaþurrðar!

Þá hætta erlendir birgjar að selja landinu þ.e. innlendum aðilum, nema út á "staðgreiðslu."

Það sem þá gerist er að, það mun þurfa að taka upp stýringu á innflutningi til að tryggja a.m.k. að brýnar nauðsynjar séu til - - verslanir með neysluvörur myndu mæta afgangi, og gætu orðið frekar tómlegar.

  • Nema að ríkið óski aðstoðar til björgunarsjóðs evrusvæðis - - og samþykki "austerity program" sambærilegt því sem aðildarríki evru í vandræðum eru stödd í. 
  • En þá mun sjóðurinn eða nánar tiltekið setja Íslandi mjög ströng skilyrði, líklega um beinar launalækkanir og niðurskurð - - en innan evru væru beinar launalækkanir eina leiðin, til að afnema viðskiptahalla. Slíkt "austerity program" gæti tekið nokkur ár sbr. "program" Írland og Grikklands.


Atburðarásin væri þá eftirfarandi:

  1. Bankarnir hrynja eins og þeir gerðu, við það glatar ísl. ríkið lánstrausti - munið að það var viðskiptahalli fyrir hrun.
  2. Ca. við upphaf árs 2008 var landsframleiðsla á Íslandi per haus um 58þ.$. Vorið 2009 var hún sögð 37þ.$ per haus. Þarna á milli munar 40%. Mig rámar í frétt ca. í febrúar 2008 þ.s. spáð var að þjóðarframleiðsla per haus næði 60þ.$ fyrir lok 2008. Nefni þetta til gamans.
  3. Augljóst við svo svakalega minnkun þjóðartekna en, hlutfallið væri ekki minna mælt í evrum, þá hefði skapast ójafnvægi í utanríkisviðskiptum landsins, sem líklega hefði verið "heimsmet."
  4. Ég sé ekki að mögulega hefði ísl. ríkið getað fjármagnað slíkan halla, ekki af þessari stærðargráðu - - það sé ekki hinn minnsti möguleiki að Seðlabankakerfið Evrópu hefði verið til í að heimila skuldsetningu ísl. ríkisins á slíkri stærðargráðu og auk þessa, vaxandi á ógnarhraða.
  • Ef við ímyndum okkur að Ísland hefði hafnað neyðarláni - - tja, þá hefði fjármagn í umferð minnkað, þangað til að of lítið hefði verið til staðar.
  • Og erlendir birgjar hefðu ókyrrst. Krafist staðgreiðslu.
  • Innflutningshöft hefðu þá verið óhjákvæmileg.

Hin leiðin væri "björgunarprógramm! - - en þá er spurningin hvort ísl. ríkið hefði með nægum hraða getað pínt niður laun á Íslandi?

En hafið í huga 40% minnkun þjóðartekna, þegar mælt er við gjaldmiðil - - sem virðislækkaði ekki stórt.

Að auki, munið að landið fékk á sig verulega auknar skuldir.

Við erum því að tala um a.m.k. ekki smærri lífskjaraskerðingu en þá er varð við hrunið er gengið féll 50%. 

Reynd virðist mér 50% gengisfelling alveg passa við það áfall, þ.e. 40% minnkun þjóðartekna miðað við dollar, og aukna skuldsetningu þjóðarbúsins. En hún kallar á viðbótar lækkun lífskjara.

  • Það er möguleiki að "austerity program" fyrir Ísland, hefði falið í sér "innflutningshöft." 
  • En aðildarríkin hefðu líklega leitast við að áætla hve mikla skuldsetningu ríkið hefði mögulega getað borið, miðað út frá líkum þess að það geti greitt til baka.
  • Ef þau hefðu litið svo á að 50% launalækkun væri ekki möguleg segjum innan 2-ára, hún mundi taka t.d. 4 ár eða 6 jafnvel, þá væri um það að ræða - - að lána ísl. ríkinu fyrir stórfelldum viðskiptahalla, minnkandi þó - og því augljóst upphæðir sem aldrei væri unnt að endurgreiða.
  • Þau gætu hafa komist að þeirri niðurstöðu - - að slík skuldsetning væri ófær, þ.e. þau myndu tapa fé á slíku prógrammi - og neitað að sætta sig við það fyrirfram augljósa tap.
  • Og neitað að fjármagna þann viðskiptahalla - -þannig að landið endaði þá í "austerity program" eins og Kýpur + höft á fjármagn + höft á innflutning.


Niðurstaða

Vandi Íslands er alltaf hinn sami - í reynd er hann það áfram, ef við tökum upp annan gjaldmiðil.

Getum kallað þetta "debit" vs. "kredit" en allt innflutt er "debit" megin og það eru laun einnig, ásamt rekstri ríkis og stofnana - - þ.s. er "kredit" megin er síðan allur ágóði af utanríkisviðskiptum.

"Kredit" þarf að standa undir öllu "debit." 

Getum hugsað þetta sem Ísland.hf.

Auk þess er mjög fátt sem er "debit" megin - en við erum að tala um 3 megingreinar sem halda okkur uppi, ferðamennska - sjávarútvegir og orkufrek stóryðja.

Þetta leiðir til þess að það er í reynd töluvert stórt trix að viðhalda fullu frelsi á utanríkisviðskipti, eða með öðrum orðum - frjálsan innflutning, á Íslandi.

Til að gera vandann - áhugaverðan. Bætist við að megingreinarnar 3 eru allar ákaflega sveiflukenndar.

------------------------------------

Það leiðir til þess, að Ísland þannig séð er eins og maður sem gengur eftir reipi.

Jafnvægið þarf að vera alveg "hárfínt."

Ísland hefur ákaflega takmarkaða getu til að fjármagna viðskiptahalla.

  • En það að taka upp annan gjaldmiðil, er ekki sama ástand og t.d. fylki í Bandaríkjunum býr við, sem tilheyrir þjóðríkinu Bandaríkin.
  • Innan kerfisins í Bandar. er töluvert af millifærslum t.d. "federal" atvinnuleysisbætur, "federal" kerfi sem aldraðir hafa rétt á þ.e. "MedicAid" og "MedicCare."
  • Fátæk svæði þau sem hafa mikið atvinnuleysi eða hátt hlutfall af öldruðum, njóta því verulegra millifærsla í gegnum sameiginlega skatta allra Bandar. 

Ísland innan evru þarf algerlega sjálft að standa undir sér - - þ.e. Danmörk borgar ekki fyrir uppihald atvinnulausra eða löndin sameiginlega, þau borga ekki heldur fyrir innflutning okkar þ.e. okkar neyslu, þar af síður borga þær okkar skuldir.

  • Þess vegna er grunnvandi Íslands sem ég kalla "debit" vs. "kredit" í reynd sá hinn sami, og þegar við erum með krónu.

Sú aðferð að hafa gjaldeyrisvarasjóð og gengisfallandi krónu, hefur a.m.k. síðan 1959 skilað nær algerlega hindranalausum innflutningi - - einungis skamman tíma eftir bankahrunið sem erlendir birgjar heimtuðu staðgreiðsluviðskipti.

En þeir róuðust - - mér finnst líklegt að gengisfallið um 50% sem leiddi það fram að viðskiptahalli sá sem var fyrir hrun, var leiðréttur yfir í afgang -> hafi haft e-h með það að gera.

En gengislækkunin sá um að minnka innflutning um það sem þurfti, einnig með teknu tilliti til falls þjóðartekna - þ.s. falls þeirra mælt við dollar upp á ca. 40% þegar 93% af fjármálakerfinu hrundi á einni viku.

  • En innflutningar og þar með lífskjör, hefðu þurft að minnka jafn mikið.

--------------------------------------

Þeir sem halda að evran hefði varið lífskjör, virðast haldnir þeim misskilningi - að það hafi verið krónan sem tók þau. En þ.s. virðist lítt kynnt er að þjóðarframleiðsla landsins minnkaði mjög mikið við bankahrunið. En þetta sést þegar maður skoðar andvirði hennar miðað við t.d. dollar. En minnkunin virðist mun minni, þegar þetta er skoðað miðað við krónur - en þær minnkuðu sjálfar.

Bankahrunið leiddi fram það ástand. Að það var ekki lengur til tekjur í þjóðarbúinu fyrir þeim lífskjörum sem voru fyrir hrun, þau urðu a.m.k. að lækka um 40% miðað við dollar v. minnkunar þjóðartekna á mann um ca. þá prósentu. 

En auk þess bættust á þjóðarbúið skuldir - erlendar skuldir.

Þær er ekki unnt að greiða nema að lækka lífskjör um það fé sem þarf, til að greiða vaxtagjöld og afborganir.

Gengisfallið var alveg áreiðanlega um þá stærð - sem til þurfti. Svo hagkerfið gæti staðið undir erlendum skuldum, ekki orðið greiðsluþrota. Og tryggt áfram, frjálsan innflutning.

  • Ég er alls ekki að halda því fram - - að ekki sé mögulegt fyrir Ísland að taka upp annan gjaldmiðil
  1. En það gerir ekki Ísland stöðugt.
  2. Það tekur ekki af okkur þennan "debit" vs. "kredit" vanda.
  • Það þarf þá að glíma við hann, með öðrum hætti en "gengisfallandi" krónu. 

Það þarf þá virka handstýringu á viðskiptajöfnuðinum - - þá meina ég, að fyrirfram þarf að vera frágengið, með samkomulagi sem t.d. gæti farið í þjóðaratkvæðagreiðslu, að stýra í staðinn með "launalækkunum."

Þær þurfa þá alveg örugglega að vera eins tíðar, og tja gengisfellingar hafa verið í gegnum árin.

En Ísland er jafn óstöðugt eftir sem áður.

En hugsanlega getum við haft í staðinn, stöðugan gjaldmiðil. Ef við látum laun í staðinn, taka óstöðugleikann. Kannski yrðu þá vextir lægri á lánum, a.m.k. að einhverju leiti.

Ég er samt ekki viss að þeir lækki mjög mikið, þ.s. áframhaldandi óstöðugleiki framtíðartekna Íslendinga, myndi líklega leiða fram - áfram háa vexti.

Háir vextir á lánsfé, geta einfaldlega verið kostnaðurinn við það að búa hér, tja eins og t.d. kostar meir að búa á afskekktum svæðum úti á landi en t.d. í Reykjavík, kosti meir að búa á Íslandi en t.d. í mun stöðugra hagkerfi eins og Danmörku. 

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 65
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 417
  • Frá upphafi: 847058

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband