Sýrland viðurkennir efnavopneign, segist samþykkja eftirlit aðila á vegum SÞ með efnavopnabirgðum sínum

Skv. tilkynningu sýrlenskra stjórnvalda, óska þau nú eftir aðild að alþjóðlegum sáttmála um efnavopn, sá bannar ekki ríkjum beint að eiga efnavopn, en bannar notkun þeirra í stríði, og að auki aðildarríki sáttmálans verða að gera lýðum ljóst - hvað þau eiga af efnavopnum.

Ég þekki ekki hvort sáttmálinn felur í sér kvöð um eftirlit óháðra aðila með þeim birgðum. 

En skv. erlendum fjölmiðlum, ætla stjv. Sýrlands að bjóða eftirlitsaðilum frá SÞ, Rússlandi og ónefndum 3. ríkjum. Að skoða efnavopnageymslur sýrl. hersins.

Og að auki, lofa sýrl. stjv. að hætta frekari framleiðslu efnavopna.

En skv. þessu, felur þetta ekki í sér - loforð um það, að eyða efnavopnum.

Enda bannar sáttmálinn um efnavopn - eins og ég sagði - ekki beint, efnavopnaeign.

Russia’s Syria plan hits diplomatic obstacles

Syria vows to give up chemical weapons, no deal yet at U.N.

Syria Admits It Has Chemical Weapons

 

Ekki ólíklegt að Rússar hefi beitt stjórnvöl Sýrlands þrístingi!

En stj. Sýrl. geta örugglega ekki verið án - vopnasendinga Rússa. Engin leið að vita hverju Rússar kunna að hafa hótað.

En þ.e. a.m.k. allt eins líklegt - að ákvörðun Assads sé vegna þrýstings Rússa.

Eins og að sú ákvörðun sé v. ótta við loftárásir Bandaríkjanna.

  • Deilur virðast nú um ályktun sem Frakkar og Bretar voru að semja, þ.s. þess er krafist að Sýrlandsstjórn, afhenti efnavopn sín. Og láti eyða þeim, tja - eins og var gert við efnavopn Saddams Hussain, eftir fyrra Persaflóa stríð Bandar. og Íraks. Þ.s. her Saddams var hrakinn frá Kuvait. Að auki segir í því uppkasti, að stjv. Sýrlands séu sek um mannskæða efnavopnaárás þá sem deilt hefur verið um, þess krafist að þeir seku séu dregnir fyrir Stríðsglæpadómstól SÞ, og ekki síst - sett inn tilvísun á 7. gr. stofnsáttmála SÞ sem heimilar hernaðaraðgerðir gegn ríki sem ógnar heimsfriði, með öðrum orðum - að ef stjv. Sýrland fara ekki í einu og öllu eftir þeirri ályktun, myndi Sþ veita fulla heimild til hernaðaraðgerða gegn Sýrlandi á grunni 7. greinarinnar. Bendi fólki á, að sú grein hefur einungis eitt skipti verið notuð - þ.e. stríðið í Kóreu 1949-53.
  • Þannig séð má segja, að þarna séu Bandar. og Frakkland - að ganga á lagið.
  • Líkur virtust á því, að Rússar myndu beita - neitunarvaldi innan Öryggisráðsins gegn slíkri ályktun.
Það virðast einhverskonar samningaviðræður í gangi milli Frakka + Bandar. og Rússa.

Það virðist að Rússar vilji ganga skemur, þ.e. setja innsigli á efnavopnageymslur sýrl. hersins og tryggja að eftirlitsmenn SÞ og annarra aðila séu reglulega að fylgjast með því, að þær vopnabyrgðir séu óhreyfðar.

Að auki hafna þeir því að ályktað sé um það, hver er sekur um hina umdeildu efnavopnaárás. Og ekki síst, mjög líklega hafna því - að veita heimild á grundvelli 7. greinar Stofnsáttmála Sþ.

 

Þessi óvænti samningsvilji Sýrlandsstjórnar - getur dregið úr líkum þess að Bandaríkjaþing samþykki að veita Obama heimild til að gera árás á Sýrland!

"Amid opinion polls showing weak public backing for US intervention in Syria, there were new signs that the administration’s support in Congress was also fracturing. Among the senators who said on Tuesday they would oppose the strikes were Mitch McConnell, the leading Republican in the Senate, and Ed Markey, the Massachusetts Democrat who only recently won Mr Kerry’s old Senate seat."

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu máli.

En einn möguleiki getur verið sá, að Rússar og Sýrlendingar - ætli sér að hafa áhrif á innanlandspólitík í Bandaríkjunum.

Enda sína allar skoðanakannanir mikla andstöðu almennings í Bandar. gegn nýju stríði í múslimalandi.

Deilur um nýja ályktun SÞ, gætu tekið marga daga.

Á meðan, ættu umræður um hugsanlega árás, að hefjast mjög fljótlega. En Bandaríkjaþing koma saman úr sumarfríi sl. mánudag. 

Kæmi mér ekki á óvart ef þingleg umræða hefst í þessari viku.

Á sama tíma verða líklega deilur Rússa og Bandar. + Frakklands, í fullum gangi í Öryggisráðinu.

Ef þingið segir - Nei. Áður en þ.e. komin niðurstaða í Öryggisráðinu.

Væri samningsstaða Bandar. veikluð. Bandaríkin mundu missa "andlit" en Rússar græða að sama skapi.

 

Niðurstaða

Hið nýja útspil Sýrlands líklega að undirlagi Rússa. Sem verður að segja að eru "slóttugir" andskotar. Gerir stöðu deilunnar um efnavopn Sýrlands áhugaverðari en áður. En þetta er í fyrsta sinn sem stjv. Sýrlands formlega viðurkenna efnavopnaeign. Þ.e. alveg öruggt, að stjv. Sýrlands hafa engan áhuga á því - að láta þau vopn af hendi. En það getur vel verið, að ásættanlegt sé fyrir þau. Að efnavopnageymslurnar verði settar undir eftirlit óháðra aðila og innsiglaðar.

Slíkir eftirlitsmenn geta alltaf verið reknir - síðar. Og innsiglin rofin.

Það má vera, að Rússar bandamenn Sýrlands, hafi meiri áhyggjur af hugsanlegri loftárás Bandar. á Sýrland, en stjv. Sýrlands sjálfs - ekki síst vegna flotastöðvar Rússa á strönd Sýrlands. Eini aðgangur Rússa að Miðjarðarhafi. 

En þeir ef til vill óttast, að slík árás hleypi af stað dóminói. Fyrsta skrefið í því að Bandar. stingi sér á bólakaf í átökin í Sýrlandi. 

Ekki má heldur gleyma því, að ef ekkert verður af árás Bandar., eftir allan hávaðann í kringum málið, t.d. eftir atkvæðagreiðslu á Bandar.þingi - - og síðan verður sú leið sem Rússar vilja fara. Ofan á.

Þá mun Rússland hafa unnið sig á - í áliti. Meðan Bandaríkin munu hafa tapað og Frakkland einnig sbr. "gain face - loose face."

Rétt að fylgjast áfram með fréttum!

Ps: Eins og kom fram í morgunfréttum hefur Obama ákveðið að formlega setja árás á Sýrland í frest. Sem líklega þíðir að afgreiðsla þingsins á Capitol Hill Washington er einnig frestað:

US and Russia head for UN over Syria 

 

Kv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta virðist mér svakalega fjarstæðukennt. En Rússar hafa líklega ekki nægilegt "power projection capability" til að gera slíka árás, það fjarri eigin landamærum. Þeir ráða algerlega við nágrannalönd sín fyrir utan Kína. En Saudi Arabía er það öflug sjálf, að líklega t.d. á hún betri flugher en Rússar sjálfir hafa. Og landher þeirra er virkilega þrælvopnaður. Með breskum Challenger skriðdrekum - sem ekki eru neitt lakari en M1 dreki Bandar. Og vestrænum vopnakerfum af margvíslegu tagi. Að auki, líklega er her þeirra ágætlega þjálfaður - en ekki skortir Sauda peninga til þess, að kosta dýra herþjálfun.

http://www.fas.org/programs/ssp/man/militarysumsfolder/saudiarabia.html

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.9.2013 kl. 10:45

3 identicon

Sæll Einar Björn

Ég veit það ekki en hvað finnst þér um þessar fréttir, eða: "UN rights council says Syria gas attack videos, photos fake: Russia" http://www.presstv.ir/detail/2013/09/10/323066/un-says-syria-attack-videos-fake-russia/

"Judge Napolitano: Obama could be considered a war criminal if US attacks Syria"
http://foxnews.com/politics/2013/09/09/judge-napolitano-obama-could-be-considered-war-criminal-if-us-attacks-syria/#ixzz2ea9peoa2

"US, Russia war possible if Obama strikes Syria: Mark Glenn"
http://www.presstv.ir/detail/2013/09/09/322925/us-russia-war-if-obama-strikes-syria/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 11:36

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég mundi nú bíða eftir því að einhver 3-aðili annar en Rússar, staðfesti þá niðurstöðu - en Rússar eru ekki hlutlausir fremur en Ameríkanar eða Frakkar.

Afskaplega fjarstæðukennt, að árás á Sýrland geti endað í stríði milli Bandar. og Rússl. En það getur leitt til stríðs Bandar. og Írans.

Napolitano má auðvitað hafa þá skoðun, en fram að þessu hefur ekki verið litið á slíkar árásir - þ.e. á hernaðarskotmörk, sem mannréttindabrot eða brot gegn mannkyni.

Einar Björn Bjarnason, 11.9.2013 kl. 12:36

5 identicon

Einar Björn

Þetta er nú bara svona með vestræna fjölmiðla, það hafa verið fréttir af því í öðrum fjölmiðlum að Kínverjar séu þarna á leiðinni: China Sends 1000 Marines To Syrian Coast, Russia Sends More Warships (Video) http://beforeitsnews.com/middle-east/2013/09/china-sends-1000-marines-to-syrian-coast-russia-sends-more-warships-video-2454142.html

Chinese, Russian warships and Marines heading to Syrian waters  http://www.examiner.com/article/chinese-russian-warships-and-marines-heading-to-syrian-waters

Dangerous Crossroads: Will China send its Warships to Syrian Coast? http://www.globalresearch.ca/dangerous-crossroads-will-china-send-its-warships-to-syrian-coast/5348963

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 15:12

6 Smámynd: Ómar Gíslason

Þing Bandaríkjanna verður að samþykkja að hægt verður að gera árás á Sýrland til þess eins að forsetinn hafi einhver vopn í höndunum, annars er hætt á að þetta dettur upp fyrir. Ef t.d. þingið veitir ekki þessa heimild, mun ekki Sýrland hugsa: „við þurfum ekkert að afhenda neitt".

Hætt er á því að önnur ríki farið að nota þessa aðferð á sína þegna þar sem þeir sjá að alþjóðasamfélagið gerir ekkert.

Ómar Gíslason, 11.9.2013 kl. 16:01

7 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Rétt hjá þér Einar Björn með að það virðast vera einhverskonar samningaviðræður í gangi milli Frakka + Bandar. og Rússa, en það er eins og stjórn Obama og fjölmiðlar í bandar. sé á því að fara í stríð. 

 Ray McGovern: Well, the problem of course is getting into what they call the mainstream media. The media is drumbeating for the war just as before Iraq. And they don’t want to hear that the evidence is very very flimsy. They don’t want to hear that people within the CIA – senior people, with great access to this information – assure us, the veterans, that there’s no conclusive evidence that Assad ordered those chemical incidents on August 21. They don’t want to hear that. They want to process beyond that and just deal with what we must do. Now, you don’t assume those things – you need proof of them.(http://rt.com/op-edge/us-syria-cia-fabrication-620/)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 20:44

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að kanar séu með heila flotadeild með a.m.k. einu stóru flugmóðurskipi, það þíðir að með í för eru beitiskip sennilega tvö, tundurspillar líklega fleir en tveir, freigátur líklega slatti af þeim og örugglega kafbátar að auki - ásamt byrgðaskipum og viðgerðarskipum.

Ég efa að þeir fari á taugum yfir einu kínv. skipi eða því að fjölgað hafi í rússn. flotanum á svæðinu um eitt skip.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.9.2013 kl. 23:00

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, hafðu í huga að þegar er búið að drepa milli 80-100þ. manns með mjög venkulegum byssum og sprengjum? Og fátt bendir til annars en að önnur 80-100þ. manns muni falla næstu 2 árin, og síðan áfram. Þetta er gríðarlega mannskætt innanlandsstríð.

Mér finnst því áhugavert, að nú eru menn að segja - stríðsglæpur. Eftir atburð sem drap líklega 1000. Í ljósi þess að áður hafa fallið 80-100 faldur sá fjöldi, með öðrum vopnum. Og þetta háværa umtal um stríðsglæpi. Var ekki fyrir hendi.

Mér finnst vera dálítill tvískinnungur í þessu. En mér virðist þú jafn dauður hvort sem þ.e. með napalm - en vart getur það verið þægilegt að brenna til bana, eða sprengjubrot/byssukúla grandar þér. Þeir sem falla fyrir sprengjuflísum eða kúlum, deyja ekki endilega samstundis - heldur kveljast hægt og rólega, þ.e. allt eins líklegt. Fer eftir hvernig þú særist, og hvort þ.e. hjálp á næstu gröum eða ekki, en í innanlandsstríði er slík aðstoð gjarnan ekki fyrir hendi.

Málið með efnavopn, er að þau voru ekki bönnuð vegna þess að þau eru hræðilegri en önnur vopn, heldur vegna þess, að þau voru "more nuisance than they were worth" þ.e. í Fyrri Styrjöld, drápu þau gjarnan eigin hermenn þ.s. gasið barst með vindi og ef áttinn breyttist, drap það þína menn.

Þeim var ekki beinn í Seinni Styrjöld, v. þess að menn væru svo miklu manneskjulegri í því stríði, þvert á móti hafa aldrei í mannsynssögunni fleiri og alvarlegri grimmdarverk verið framin.

Ef þessi vopn hefðu ekki verið "more nuisance than they were worth" hefði þeim verið beitt - treystu því.

Þetta er ástæða þess að bannið hefur haldið.

Þetta með það, að það sé hræðiegra að drepa fólk með gasi, tja - virkilega?

Er þú sem sagt ekki stríðsglæpamaður ef þú drepur 80þ. almenna borgara, en verður það um leið - og þú drepur 1000 með gasi?

Sérðu ekki hvað þetta er órökrétt?

Auðvitað - ef Assad fer að sáldra gasi út um allt land, drepandi þúsundir í hvert skipti. Þá væri það, sannarlega nýtt. Og merki um það, að stjórnvöld Sýrlands væru komin í þjóðarmorðs stellingar.

Þá væri málið farið að líta út eins og Rúvanda. Þjóðir heimsins yrðu að bregðast við slíku.

  • Punkturinn er ekki, mað hvaða hætti þjóðarmorð væri framkvæmt.
  • Heldur, óháð því hvaða vopnum er beitt - skipulega er verið að myrða óbreitta borgara, til þess að útrýma tilteknum hópi eða hópum. 
-------------------------------
Hafðu í huga, að allar aðgerðir til að stöðva þetta stríð - með hernaðaraðgerðum, krefjast "innrásar." 
 
Lofthernaður dugar ekki. Og það getur leitti til, skæruhernaðar gegn "innrásarliðinu" en þetta er klofið land. Sumir munu fagna því en aðrir berjast gegn því. Og það er hætt við því, að utanaðkomandi öfl - muni styðja við það skærustríð.
 
Þetta er vandinn, að auki - getur slíkt skærustríð breiðst út til nágrannalanda. Þ.s. skæruliðar væru líklegir að flakka milli landamæra að vild. Sem skapar þá freystingu fyrir innrásarliðið, að gera slíkt hið sama. En t.d. er ekki ólíklegt að Íran og Hesbollah haldi áfram að styðja Assad, þó svo að lið hans hefði verið hrakið upp í fjöllin. Og væri orðið að skæruliðum.
 
Það er langt í frá augljóst, að slík innrás - bindi enda á blóðsúthellingar, jafnvel ekki öruggt að hún mundi draga úr þeim.
 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.9.2013 kl. 23:24

10 Smámynd: Ómar Gíslason

Í GlobalPost undir fyrirsögn Congress debates Syria: Now what? sem ritað er 4. sept. 2013 segir:

“Well, yeah, it is. It is, senator,” Kerry conceded. “Is the Congress of the United States ready to pay for 30 days of 30,000 airstrikes to take out … and is there a legal justification for doing that?” he asked. (Here's a full transcript.)

 Síðan segir Kerry:

“So let me be clear,” Kerry said, “We don't believe we are going to war in the classic sense of taking American troops and America to war.”

Ómar Gíslason, 12.9.2013 kl. 01:38

11 Smámynd: Ómar Gíslason

Hér getið þið séð hvar þingið hugsanlega stendur http://www.washingtonpost.com/wp-srv/special/politics/where-lawmakers-stand-on-syria/ Ef þetta verður að veruleika þá mun þingið hafna þessu.

Ómar Gíslason, 12.9.2013 kl. 01:41

12 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Já, þetta er áhugavert og þegar menn tala um - stríðsglæpi.

Það er spurning með þessar fréttir?

"However, an unconfirmed report on Tuesday states that five military generals have met with Obama and told him that he will be “arrested and charged with Treason for attempting to provide aid and comfort to our enemies, namely the al-Qaeda affiliate al-Nusra Front in Syria.”  Since late August, Obama has been pushing the international community and Congress to approve U.S. military action in Syria as a result of Syrian president Bashar al-Assad’s alleged use of chemical weapons which reportedly killed more than 1,400 people. The Obama regime has not proven that Assad was responsible for the attack.  Assad claimed in an interview with ABC’s Charlie Rose that his soldiers were the victims of a chemical weapons attack. Obama has indicated support for the Syrian rebels, who have committed numerous atrocities of their own and contain members of Al Qaeda and other terrorist groups."( http://beforeitsnews.com/obama-birthplace-controversy/2013/09/report-has-military-finally-confronted-obama-5-generals-threaten-obama-with-arrest-2466676.html)

Sjá einnig fréttir frá því í gær: CIA Begins Delivering Arms to Syrian Rebels

"...and the CIA has now begun delivering lethal weapons and combat vehicles to rebel factions in hope of turning the tide of the conflict in favor of more nominally pro-US factions. The US has been threatening the move for months, and has been engaged in intensive training of rebel fighters in neighboring Jordan. The fighters have reportedly begun to cross into Syria, with an eye on attacking the capital city of Damascus..."( http://news.antiwar.com/2013/09/11/cia-begins-delivering-arms-to-syrian-rebels/)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 11:19

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ehem, þetta er ekki alveg sanngjörn framsetning. En uppreisnarmenn eru ekki - einn hópur,heldur margir hópar.

Þú getur verið viss um að Obama er ekki að senda vopn til al-Qaeda. Heldur er líklegur viðtakandi, hinn svokallaði "Frjálsi her Sýrlands." Fjölmennasta einstaka hreyfingin skilst mér.

Þetta er áætlaður styrkur mismunandi hópa:

------------------------------

Stjórnarsinnar:

Syria Syrian Armed Forces: 178,000 (inc navy and air force) (by Aug 2013)[16]

Syria General Security Directorate: 8,000[16]

Syria Shabiha militiamen: 10,000 fighters[17]

Syria National Defense Force: 80,000 soldiers[18]

Syria al-Abbas brigade: 10,000 fighters[19]

Syria Jaysh al-Sha'bi: 50,000[20]

Iran: 150 military advisors [21]

Leb.tif Hezbollah: 1,500[22]–5,000[23] fighters

----------------------------------

Uppreisnarmenn:

Syria Free Syrian Army: 50,000[4] - 80,000[24]

Syria Syrian Islamic Liberation Front: 37,000[4] (by May 2013)

Syrian Islamic Front: 13,000[4] (by May 2013)

Al-Nusra Front: 6,000[4] (by June 2013)

Foreign Mujahideen: 10,000 (by August 2013)[25] 15,000 fighte

---------------------------

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.9.2013 kl. 12:38

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já Ómar, ef áætlun Rússa gengur eftir, þá líklega verður ekki af neinni árás.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.9.2013 kl. 12:39

15 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Þessi frjálsi her Sýrlands (eða Free Syrian Army) er tengdur eða sameinaður við Al- Qaeda, er reyndar hérna ríkisstjórn hans Obama hefur verið að styðja. Hjá ríkjastjórn Obama þykir það bara flott að styðja mannætur FSA og Al-Qaeda gegn her Sýrlands.

 

FSA Terrorist Abu Saqqar Eats the Heart of a Syrian Soldier after Ripping it Out (Warning: 18+)

FSA Cannibalism: terrorists eat heart of a dead Syrian soldier in the name of freedom

FSA Battalions Merge with al-Qaeda in Damascus and Aleppo

FSA/al-Qaeda Terrorists Target Aleppo Christians via Mortar Rounds

Al Qaeda clashes with FSA and killed Army Commander

FSA/Al Qaeda terrorist trap fails, after Hezbollah Fighters counter attack and kill the terrorists

CNN's Ivan Watson: FSA Fighters are Either Joining al-Qaeda or Hiding in Turkey

Syrian Arab Army soldiers capture FSA/Al Qaeda terrorists found in a rat hole

FSA Alqaeda Terrorists execute 28 Syrian prisoners

FSA rebel speaks out against Jabhat al Nusra

Oldest Synagogue in Damascus Looted by Al Qaeda FSA

SYRIA - Al Qaeda Kill Top FSA Commander & Look To Set Up FALSE-FLAG-ISTAN

Syrian Government Supporters are Primary Targets of FSA's Wahhabi al-Qaeda Terror in Syria

terrorist FSA Battalions Merge with al Qaeda in Damascus and Aleppo

Warning 18+: FSA Al Qaeda 'Jabhit Al Nasra' Brigade killing Syrian civilians

Syria - Al Qaeda Terrorists fighting with FSA Terrorists regarding FLAG display.

FSA/Al Qaeda Terrorist Fails To Fire RPG And Syrian Arab Army Tank Terminates Group Of Terrorists

FSA/Al Qaeda Terrorists Fleeing After Failing Attack On A Syrian Arab Army Brigade

FSA/Al Qaeda Terrorist Tank Destroyed By Hezbollah Anti-Tank Missile

3 FSA/Al Qaeda terrorists terminated by the Syrian Arab Army in Harasta

+18 Al Qaeda FSA Carries Out Another Chemical Experiment on Drinking Water

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 17:28

16 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er alveg rétt hjá þér Einar að það er tvísinnisháttur í þessu að vilja refsa fyrir að nota gas og drepa 1000 en horfa ekki á þá stríðsglæpi sem búið er að gera þjóðinni og drepa 80 þúsund. Síðan er hluti af þjóðinni komin í flóttamannabúðir til næstu ríkja.

Gallinn við að þetta eru margir og sundurleitir hópar í Sýrlandi sem síðan jafnvel er að berjast innbyrðis. Lofthernaður ein og sér mun ekki hafa koma að gangi án mjög öflugs og sterkan landher til að skakka leikinn. Bæði Sádar og Ísrael hafa yfir að ráða öflugum her og ég væri ekki undrandi ef upp kæmi her frá Miðausturlöndin.´

Sé það núna að létt olían er búin að hækka mikið í verði og $ hefur fallið mikið í dag. Þannig að markaðurinn býðst við að BN Þingið samþykkir tillögur forsetans. Enda hafa þungaviktarmenn í báðum flokkum talað um að styðja forsetann.

Ómar Gíslason, 12.9.2013 kl. 18:17

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, það er verið að mistúlka tilvik þ.s. hóparnir gerðu "temporary alliance" fyrir tilteknar orustur, það hafa einnig verið gerðar tilraunir til að samræma aðgerðir hópanna í stærra samhengi, í baráttunni við stjórnarherinn. Þ.e. ekkert undarlegt, að það sé haldin slík athöfn - til að innsigla "committment" aðila með opinberum hætti, fyrir bardagann. Það er ekki síst gert, til að senda skilaboð til - eigin liðsmanna en einnig fyrir móral þeirra. Og auðvitað að auki skilaboð til andstæðinganna, að þeir mæti samræmdum aðgerðum. Í von að skaða þeirra "móral."

En aftur á móti er vitað að innan "Frjálsa sýrl. hersins" er mikil andstaða við samvinnu, við öfamennina í al-Qaeda. 

En menn hafa unnið samt með þeim skv. lögmálinu - óvinur óvinar míns, er vinur minn. Spenna á milli þessara tveggja hópa fer vaxandi.

Það hafa einnig verið stöku bardara þeirra á milli. Nei, "Frjálsi sýrl. herinn" er ekki al-Qaeda. 

Atvikið þ.s. framið var mannát, er tilvik er lýsir því hatri sem gríðarleg manndráp hafa framkallað, en það hafa nærri 100þ. manns fallið. Slíkt skilur eftir ör á sálinni, kallar fram hluti sem aldrei mundu gerast við venjulegar aðstæður - fólk framkvæmir "extreme" hluti. Þegar hatrið virkilega nær til þess.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.9.2013 kl. 23:49

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, tja - ef það verður safnað liði eins og er Bush eldri undirbjó að hrekja Saddam frá Kuvæt. Þ.e. ekki bara bandar. her heldur einnig frá Arabaríkjunum.

Vandinn við þetta, er að ef þetta verður gert. Að þá getur hækkun olíuverðs -valdið nýrri heimskreppu. Bandar. fara þá aftur í vaxandi hallarekstur með sinn ríkissjóð.

En á sama tíma, ætla þau í enn eitt kostnaðarsama stríðið. Ég kaupi ekki, að þau leggi í slíkt - við þessar tilteknu aðstæður.

En hættan virðist klár, að skuldastaða bandar. ríkisins versni verulega til viðbótar, og það kalli síðan á mjög harkalegan niðurskurð hernaðarútgjalda - að loknu stríði.

Þá gæti umfang bandar. umsvifa hnattrænt - minnkað verulega.

  • Svo ekki síst, er alls ekki víst - að það stríð hætti eins þægilega fljótt, og fyrra stríðið v. Saddam.
  • Hættan er þvert á móti, að við taki langvarandi skærustríð - jafnvel svo að Íran, haldi áfram að leika "spoiler" með því að styðja ítök róttækra shíta á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 
  • Mér virðist það alveg raunhæfur möguleiki, en þetta er í vaxandi mæli að verða að trúar-átökum, shíta vs. súnníta. Ef snúnnítaherir mæta á vettvang, virðist mér - líkur á að það aukist streymi róttækra shíta frá t.d. Írak og Líbanon, inn á svæðið. Til að taka þátt í átökum, við súnníta. Jafnvel alla leið frá Íran.

-------------------------

Þetta er ástæða þess, að ég á ekki von á því að Bandar. geri þetta.

Þau hafi stærri hagsmuni af því, að gæta að sér varðandi efnahagsmál, halda uppsöfnun skulda í skefjum, og tryggja að það komi ekki önnur heimskreppa - á næstunni.

Ekki síst, að tryggja að þau þurfi ekki að skera mjög mikið á hernaðarsviðinu.

  • Punktur, að mikilvægara sé fyrir þau að viðhalda hnattrænum áhrifum.
  • Þau hafi efni á því, að tapa að einhverju leiti, svæðisbundið - áhrifum í Miðausturlöndum.
  • Þátttaka í þessu stríði, sé einfaldlega of áhættusöm.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2013 kl. 00:04

19 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Það bendir allt til þess að þessar FSA mannætur starfi með Al-Queda þarna. Talandi um mistúlka tilvik,  þá hefur CNN, BBC og fleiri séð vel til þess að falsa fréttir og líka búið þær til í öllum þessum áróðri svo að farið verði í stríð sem fyrst ("Syria Danny" and His Many Staged Interviews). Nú og svo hafa þessir atburðir núna síðast eitthvað verið sviðsettir til gera hlutina verri (Syrian Children Kidnapped By Rebels Identified As Gas Victims By Obama Administration (Video). Sjá einnig : UN rights council says Syria gas attack videos, photos fake: Russia 

Ég er ekki frá því sem Ray McGovern fyrrum starfsm. CIA segir, að þeir (bandar.) muni reyna eitt svona false flag –tilfelli í viðbót fljótlega og eftir afhendingu efnavopna, og kenna stjórn og her Sýrlands um allt saman (Ex-CIA analyst predicts ‘false flag’ attack on US destroyers off Syria coast).

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 09:30

21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn - þú ert of sannfærður um sakleysi Assads. Ekki fara að teygja þig sífellt í fjarsæðukenndari skýringar - því þú ert svo viss, að sú einfalda skýring að Assad eða Sýrl. herinn hafi raunverulega gert þetta, sé alls ekki sönn.

Það er algerlega mögulegt og samtímis hugsanlegt, að þetta sé virkilega þeirra sök - sjálfra. Eins og ég hef bent þér á, gerast mistök í striðum - þ.e. einnig möguleiki, að þeir hafi visvitandi framkv. þann verknað, og séu eins og kallað er að "deny"ja dæminu, því þeir vita að engin leið er að sanna sökina á þá.

Þ.e. líka mögulegt að einhver á vegum uppreisnarmanna sé sekur.

Ég er að vara þig við þessari - sannfæringu.

-----------------------

Þ.e. rétt að það var ráðist á svæði alavíta - hvort að þessi saga um það, að þetta séu börn þaðan er sönn eða lýgi, er engin leið um að dæma.

Hvort tveggja getur verið sannleikur mála, að sá sem talar í vídeóinu sé að segja sannleikan eða að ljúga. 

  • En lýgi er beitt sem vopni í öllum stríðum.
  • Þá átt helst aldrei að gera ráð fyrir því, að sannleikurinn sé sagður í slíku - videói.

Það þarf, utanaðkomandi staðfestingu, helst algerlega óskildur aðili - - annars er ekki unnt að samþykkja slík gögn - heldur er einugis rétt að flokka þau, sem -> Óviss.

-----------------------

En vertu ekki með þetta "outrage" yfir árásinni, á byggðir Alavíta.

Þ.e. búið að drepa tugi þúsunda - súnníta, þ.e. af þeim hluta íbúa landsins.

Slíkar hemdarárásir, eru einmitt dæmigerðar fyrir slík blóðug borgarastríð.

  • Auðvitað - talar stjórnin um, hryðjuverkamenn. Þ.e. hennar áróður.
  • En hvort þeir eru hryðjuverkamenn, eða frelsishetjur, fer alveg eftir því hvort á málið er horft, frá hlið súnníta sem eru meirihluti íbúa eða Alavíta. Sem styðja Assad. 

Þú ættir ekki að vera þetta fljótur, að samþykkja - frásagnir, stjórnarinna.

En stjórnarsinnar, hafa nú orðið mjög mikið blóð á samviskunni. Eftir dráp á tugum þúsunda óbreittra borgara.

Hún er ekki falleg ógnarstjórnin, sem þeir halda uppi. Í engu betri en tja, Pinochet í Chile á sínum tíma, og svokallað skítugt stríð hans.

"Það bendir allt til þess að þessar FSA mannætur starfi með Al-Queda þarna."

Það hefur yfrið nægu hatri verið sáð, með morðum á tugum þúsunda af borgurum landsins, af stjórnarher landsins.

Hafðu í huga að þessi stjórnarher, hefur áður myrt tugi þúsunda. Gert fyrir rúmlega 30 árum - er uppreisn meðal meirihluta súnníta var barin niður af hörku.

Þegar um 80þ. manns hafa verið drepin, er hatrið orðið svo stækt - - að slíkir atburðir, geta gerst.

Það nægir að sá einhver, hafi misst nokkra ættingja í árásum stjórnarhersins, til þess að sá hafi nægilegt hatur. Til að það sé hugsanlegt að sá, grípi til slíks ógnaverknaðar.

--------------------------

"Hvað finns þér um þessa "banvænu aðstoð" bandr. já og þessa U beygju sem bandr. tóku? "

Mér sýnist þetta ekki trúverðugt.

En það væri gersamlega órökrétt af Bandar. að senda hergögn til þess hóps.

Hvað sem segja má um Obama, er hann ekki fífl, eins og margir hægri menn í Bandar. halda fram.

Haft eftir einhverjum ónefndum embættismanni, slík frétt getur of auðveldlega verið tilbúin.

En þessi frétt er frá Washington Post upphaflega, og þessi þýska síða endurflytur hana. Með öðrum orðum, er þetta sama fréttin.

  • Ég tek ekki svona fréttir trúlegar, nema það komi til, óháður aðili sem kemst að sömu niðurstöðu í gegnum aðra heimildamenn.
Ósennilegt!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.9.2013 kl. 02:21

22 identicon

Hérna fyrir neðan er ný frétt:

A Belgian teacher and an Italian journalist held captive by Obama-backed Syrian rebels have blown the whistle on what Human Rights Watch, a front group for the United States Department of State, said was “compelling evidence” that the Assad government gassed its people. The two freed hostages have indicated that Obama-backed Syrian rebels were behind the chemical weapon atrocity...."(Obama's Syrian Rebel Hostages Blow Whistle, Human Rights Watch Faked Evidence).

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 02:29

23 identicon

Nú ekki er Obama og stjórn hans saklaus, því að McCain fullyrðir að þeir standi í því flytja vopn til uppreisnarmanna: John McCain Admits CIA ‘flying plane after plane full of weapons’ to Syria sjá einnig "The CIA Begins Weapon Delivery to Some Syrian Rebels"

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 03:04

24 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það hefur verið vitað lengi að Obama hefur heimilað CIA að dreifa vopnum til valdra hópa.

Vitnisburður Pierre Piccinin da Prata er mjög áhugaverður, sérstaklega vegna þess að hann styður í uppreisnarmenn, þ.e. hinn svokallaða Frjálsa her sbr. ummæli: "...but the FSA which consists of people who look to establish democracy."

Han virðist vilja að vesturlönd styðji "FSA."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.9.2013 kl. 14:23

25 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Þessi vitnisburður segir reyndar eitthvað, eða: "... The two freed hostages have indicated that Obama-backed Syrian rebels were behind the chemical weapon atrocity..."

"Pierre Piccinin de Prata: I don’t think that Bashar Al-Assad and the Syrian government are to blame for the chemical attack in Al-Ghouta"(http://rt.com/op-edge/syria-chemical-attack-assad-hostage-822/)

Þú veist það eins og ég að hann Obama vill ekki semja um eitthvað opnahlé milli uppreisnarmanna og stjórnar Sýrlands, heldur er aðal áherslan lögð á, að fólk eigi að trú þessum sögusögnum(sem við höfum ekki séð) um að sarin gas hafi verið notað til þess eins fá alþjóðasamfélagið í hefndaraðgerðir.

Það er reyndar vitað til þess að fólk hafi EKKI látist eftir að hafa meðhöndlað og/eða komið við þetta fólk smitað af þessu sarin gasi, og það bendir reyndar til þess að sarin gas hafi ekki verið notað þarna (It's Official: Obama's Al Qaeda Rebels Used Chemical Weapons In Syria). 

Þetta fólk eða FSA segist styðja lýðræði?: Head of Syrian Rebels Calls for Terrorist Attacks On America

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 19:36

26 identicon

leiðr. átti að vera vopnahlé , eða ".. Obama vill ekki semja um eitthvað vopnahlé milli uppreisnarmanna og stjórnar Sýrlands.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 19:38

27 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég sé ekki að Obama geti framkallað vopnahlé þó hann vildi. En eftir 80þ. eru látnir jafnvel 100þ.. Er hatrið það mikið. Að það eitt er farið að - drífa átökin áfram.

Það þyrfti sennilega fjölmennar sveitir friðargæsluliða, sem hluti af samkomulagi milli hópanna í landinu.

Síðan einhverskonar samkomulag um valdaskipti. En það gengur eiginlega ekki, að minnihlutastjórn kúgi meirihlutann.

----------------

En fyrst áður en þ.e. mögulegt, þarf að binda enda á átök þeirra aðila, sem dæla vopnum til aðila. En það eru ekki einungis kanar sjálfir, heldur Arabaríkin v. Persaflóa, síðan á hinn kanntinn Rússland og Íran.

Það þarf þá eiginlega að fá Íran til að hætta stuðningi við ógnarstjórnina í Sýrlandi. Rússa einnig.

Á sama tíma, að fá Arabana til að hætta sínum vopnasendingum. Og ekki síst, binda enda á viðskitpabannið gagnvart Íran. En þ.e. hluti af þessari deilu allri. Og auðvitað, semja einhverskonar lendingu á deilunni um hugsanleg kjarnorkuvopn Írana.

Fyrst þarf að binda enda á átök Írana og Kana, ásamt bandamönnum Kana í Mið-Austurlöndum.

Áður en mögulegt verður að binda enda á stríðið í Sýrlandi.

  • Þetta getur tekið mörg ár.
  • Og þá geta mörg hundruð þúsund legið í valnum.
  • Þetta stríð óttast ég, að sé enn statt í fyrstu köflunum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.9.2013 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 143
  • Sl. sólarhring: 149
  • Sl. viku: 416
  • Frá upphafi: 847638

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 411
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband