Seðlabanki Evrópu telur hagvöxt nær öruggan á seinni helming ársins!

Það er áhugaverð spurning hvort sá hagvöxtur sem mælst hefur í sumar á evrusvæði, er fyrst og fremst vegna góðrar sumarvertíðar í ferðamennsku. En það er alveg hugsanlegt.

Seðlabanki Evrópu sjálfur bendir á, að árstíðabundin sveifla hafi verið öflugari í ár en áður var búist við, vegna þess hve sumarið var góðviðrasamt víða á meginlandi Evrópu.

En eigi að síður, áréttar spá sína um hagvöxt á seinni hluta þessa árs. 

Að hans mati, séu skýrar vísbendingar um - viðsnúning.

En á móti varar hann við því, að sá vöxtur verði mjög hægur. 

Og að auki, séu enn til staðar veruleg hætta á óvæntri slæmri atburðarás.

Þó að mati "ECB" sé líklegra talið að það verði áframhald á þeim vexti sem átti sér stað í sumar.

------------------------------------------

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 5 September 2013

  1. Following six quarters of negative output growth, euro area real GDP rose, quarter on quarter, by 0.3% in the second quarter of 2013.
  2. This increase is partly explained by transitory effects related to weather conditions in the first half of this year.
  3. "Since then, survey-based confidence indicators up to August have improved further from low levels, overall confirming our previous expectations of a gradual recovery in economic activity. Looking ahead to the remainder of the year and to 2014, in line with our baseline scenario,"
  4. "output is expected to recover at a slow pace, in particular owing to a gradual improvement in domestic demand supported by the accommodative monetary policy stance."
  5. "Euro area economic activity should, in addition, benefit from a gradual strengthening of external demand for exports. "
  6. "Furthermore, the overall improvements in financial markets seen since last summer appear to be gradually working their way through to the real economy, as should the progress made in fiscal consolidation."
  7. "In addition, real incomes have benefited recently from generally lower inflation."
  • "This being said, unemployment in the euro area remains high, and the necessary balance sheet adjustments in the public and private sectors will continue to weigh on economic activity."

------------------------------------------

Eina leiðin til að vera viss - - er að fylgjast með og sjá hvað gerist.

Á sl. ári spáðu þeir svipaðri þróun, þá rættist það ekki.

En - kannski í ár.

En þessi bjartsýni sem þeir vísa til, þá eru þeir að tala um kannanir unnar skv. spurningum beint til stjórnenda fyrirtækja, getur alveg reynst á sandi byggð.

Þó hitt geti einnig verið - að hún sé það ekki.

Að auki hefur dregið úr svartsýni neitenda, a.m.k. í sbr. v. sl. ár.

Sú mikla paník sem var á sl. ári, er ekki til staðar í ár.

En ef e-h hefur gleymt hvað þá gerðist, þá viðheldur enn loforð Mario Draghi frá sl. ári, um kaup á ríkisbréfum landa í vanda án takmarkana - - enn trausti.

Þó það loforð sé háð því skilyrði að viðkomandi land óski aðstoðar til björgunarsjóðs ESB og samþykki að opna sitt ríkisbókhald og ekki síst - bindandi skilyrði í reynd björgunarprógramm.

Nema að í þessu tilviki væri það fjármagnað af Seðlabanka Evrópu.

Þá fram að þessu hefur ekki reynt á það loforð, þ.s. markaðir hafa fram að þessu sæst á að vera rólegir, út á það loforð eitt og sér - án þess að í reynd vita 100% fyrir víst, hvernig það mundi reynast í framkvæmd.

  • Þetta er vert að hafa í huga!
  • En markaðir virðast gjarnan hreyfast fyrir tilstuðlan - hópsálfræði.
  • Það virðist sem að "mood" eða tilfinning geti breiðst út, menn orðið bjartsýnir, og síðan skyndilega geti það sveiflast til baka. Má líkja þessu við múgsálfræði.

Jafnvel má hugsa sér, að ekkert meir þurfi til - - en það að menn voru það svartsýnir á sl. ári, að þegar loforð Daghi á sl. ári tók af aðalhræðsluna - þá varð eins og bylgjuhreyfing til baka, frá hyldýpis svartsýni yfir í töluverða bjartsýni.

Það er reyndar magnað hve markaðir hafa síðan hækkað mikið, þrátt fyrir að hagvöxtur í Bandaríkjunum sé enn að mælast ekki hærri en 1,7% skv. síðustu mælingu.

Og Evr. er ekki að gera meira en að komast úr mínus yfir í rétt ofan við núll.

Þeir voru búnir að hækka mikið, mánuðina meðan Evr. var enn í samfelldum samdrætti, þannig séð að það má vera - - að þeir séu nú með frekari hækkunum að bregðast við tíðindum um það að mælanlegur vöxtur sé að mælast í fyrsta sinn í 6 ársfjórðunga.

  • Spurningin er - af hverju þeir hafa hækkað svo mikið?
  • Meira að segja "ECB" varar við of mikilli bjartsýni og talar um "moderate" vöxt, sem er sá frasi sem þeir nota til að lísa mjög hægum vexti þ.e. á bilinu 0-0,5%. 

------------------------------------------

Mig grunar enn að það hægi á aftur í haust. Spurning hvoru megin við núllið það endar.

En ég árétta að hagvöxtur í heiminum hefur fram að þessu verið undir væntingum, þ.e. einnig í Asíu. Þó það sé uppsveifla nú á bandar. húsnæðismarkaði. Allt í einu eru eignir farnar að seljast.

Og það getur verið, að það leiði til neysluaukningar í framtíðinni, jafnvel á næstu mánuðum. Það hefur a.m.k. ekki enn gerst.

Draghi benti á að enn sé mikill niðurskurður í gangi í Evrópu - - svo er áhugavert.

Að enn er að draga úr lánveitingum til fyrirtækja í Evrópu.

  • "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -2.8% in July, compared with -2.3% in June."

Svo samdrátturinn í útlánum til fyrirtækja - er að aukast.

Ekki minnka.

  • "Annual growth in M3 decreased further in July to 2.2%, from 2.4% in June."

Það er aftur að hægja á aukningu peningamagns.

  • "M3 growth continued to be mainly supported by net capital inflows into the euro area..."

Sem eiginlega bendir til þess að öll peningamagns aukningin - komi að utan.

------------------------------------------

Mér finnst þetta undirstrika þá túlkun, að um sumarsveiflu hafi verið að ræða, en frekari samdráttur í útlánum til atvinnulífs - - er samdráttar vísbending.

Og peningamagns þróun virðist a.m.k. ekki vera að gefa vísbendingu um - aukningu umsvifa.

 

Niðurstaða

Mér finnst líklegt að evrusvæði sé ca. að nálgast stöðnun. En það má vera að það geti við og við mælst örlítill vöxtur - einstaka ársfjórðung. En líklegt sé að heilt yfir sé Evrópa við núll mörk. "ECB" spáir 1% vexti á nk. ári, það finnst mér persónulega - ólíklegt.

En þ.e. hugsanlegt að Evrópa sé u.þ.b. að ljúka sínu megin samdráttarskeiði.

En stöðnunarskeiðið sé að hefjast.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 278
  • Frá upphafi: 847419

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 275
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband