Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
28.2.2013 | 23:49
Dýpri kreppa á Spáni - 22% Þjóðverja í láglaunastörfum!
Það er að koma í ljós að kreppan á sl. ári, á Spáni. Var dýpri en stjórnvöld Spáðu fyrir um. Og ég er virkilega ekki hissa.
Annað áhugavert, er að svipað hlutfall Þjóðverja er í láglaunastörfum, og á við um Breta. Vekur nokkra athygli. En Þýskaland er eitt þeirra landa sem ekki hafa nokkur opinber lágmarkslaun. Sem leiðir til þess ástands, að laun fyrir störf þ.s. ekki er krafist sérstakrar hæfni. Eru lág meira að segja á íslenskan mælikvarða.
Það má ganga svo langt sem að líkja þessu við bandarískt ástand, vegna þess að til Þýskalands er nú mikið aðstreymi fólks í örvæntingarfullri atvinnuleit.
Og vinnuveitendur, virðast hagnýta sér það ástand - til að íta kjörum enn lengra niður.
Mettaprekstur spænskra fyrirtækja á sl. ári!
Spain suffers worst corporate slide of crisis
- It has been the worst year for corporate earnings in Spain since the crisis began,
- Earnings have collapsed in Spain for domestically focused businesses, which reflects a sharp fall in domestic GDP.
- "The flurry of earnings reports came as new data revealed that the Spanish economy contracted at a faster pace than previously thought late last year."
- "In a sign of the continuing weakness in the countrys credit-starved economy, output fell 0.8 per cent in the last three months of 2012 the sharpest quarterly drop in more than three years Spains national statistics office said."
Taprekstur spænskra fyrirtækja sá mesti á sl. ári, síðan kreppan hófst.
Sá samdráttur sé einkum vegna hnignunar eftirspurnar innan hagkerfisins á Spáni, sem einnig sé sú mesta mæld síðan kreppan hófst.
Mesta ársfjórðungsfall spænska hagkerfisins, er ekki beint vísbending um þann viðsnúning - sem spænsk stjv. halda fram að verði seinni part þessa árs.
Það kemur einnig fram, að mörg þeirra fyrirtækja sem skiluðu miklu tapi á sl. ári, telja að þetta ár verði mun skárra.
Ég verð að segja, að þ.e. ekkert augljóst - sem bendir til slíkrar útkomu.
"Everyone is saying we have seen the worst, and the second half is going to be better, but there are few signs of this. We have heard this before, said Ignacio Méndez Terroso, head of strategy at Mirabaud in Spain."
Dickensískar vinnuaðstæður innan Þýskalands, vekja áhyggjur!
Germanys work conditions spark concern
Við erum að tala um mánaðalaun fyrir fulla vinnu, sem jafnvel eru lægri en 1000 evrur, eða 165þ.kr./mán.
Það eru til þetta lág laun á Íslandi. En það virðist vera að lygilega margir séu nærri þessu launabili, á þýska vinnumarkaðinum.
Á sama tíma, séu laun oft mjög góð innan starfsgreina þ.s. eftirspurn er næg eftir vinnuafli - og krafist er tiltekinnar lágmarksþekkingar.
Með öðrum orðum - - virkilega mjög vítt launabil.
Sjá Eurostat: One out of six employees in the EU27 was a low-wage earner in 2010
Þessar tölur því miður eru ekki glænýjar - og sýna ekki það kaupmáttarhrap sem átt hefur sér stað nýverið.
- En eins og sjá má, þá er 22,2% á vinnumarkaði innan Þýskalands, á launum sem eru 2/3 lægri en meðallaun!
- Til sbr. er einungis 2,5% vinnuafls á svo hlutfallslega lélegum kjörum sama ár í Svíþjóð.
- Annar sbr., að sama hlutfall er 22,1% í Bretlandi. Skv. því er launabil, svipað í Bretlandi og í Þýskalandi.
- 6,7% er hlutfallið á Íslandi 2010.
Launamunur er þannig séð mikið minni á Íslandi - þó svo að mjög líklega séu meðallaun nokkuð lægri hér
"Sabrina Decker was earning 1,100 a month in a German call-centre, but then her employer forced her on to a new contract paying 40 cents per processed call, rather than an hourly wage. Although she works 12 days on and two off, she now takes home less than 1,000 a month."
"Ralf Brücher, for example, is unhappy as a security guard earning 7.38 an hour..." sbr. 1217kr./klst.
Fólk sem vinnur í óöruggum hlutastörfum - sé jafnvel á enn lakari kjörum en þetta.
Og það sé hratt vaxandi fjöldi - eftir því sem innstreymi örvæntingafullra í vinnuleit vex.
Niðurstaða
Það er að koma fram sem mig grunaði, að kreppan innan spænska hagkerfisins, er töluvert verri. En það sem spænsk stjórnvöld halda fram.
Og líklega á það sama við um spár spænskra stjv. um viðsnúning seinni helming þessa árs, að þeim spám sé rétt að taka með drjúgum fyrirvara.
-------------------------
Áhugvert er hve rosalega hátt hlutfall fólks á þýskum vinnumarkaði er í störfum sem borga minna en 2/3 af meðallaunum.
Áhugavert í því samhengi, að við erum að tala um taxta sambærilega við lægstu laun sem þekkjast hér, og jafnvel enn lakari en það.
Fyrir þá sem eru í hlutastörfum eða að starfa sem verktakar.
- Spurning þó, hvort Þýskaland sé einfaldlega undan þróuninni - þ.e. að lækkun launakjara sé í farvatninu, víðsvegar um álfuna.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.3.2013 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2013 | 20:12
Beppe Grillo nokkurs konar Jón Gnarr Ítalíu?
Það merkilega við niðurstöður kosninganna á Ítalíu um daginn. Er að mótmæla- og grínhreyfingin "Movimento 5 Stelle / M5S" eða 5. Stjörnu Hreyfingin. Er allt í einu orðin að stærsta stjórnmálaflokki Ítalíu með 25% atkvæða. Beppe Grillo, er þekktur háðfugl á Ítalíu, og einnig þekktasti bloggari Ítalíu. Og einkenndist baráttan skilst mér, af stöðugu gríni og spaugi á kostnað - "hinna spilltu gömlu flokka"?
Eitthvað kemur slík tegund af gagnrýni manni kunnuglega fyrir sjónir.
Eitt af því sem hreyfingin neitar, er að koma fram í sjónvarpi. Sem sagt, engin sjónvarpsviðtöl.
En líklega kemur þetta til vegna þess, að ítalskar sjónvarpsstöðvar hafa víst bannað Grillo aðgang, eftir skefjalausa gagnrýni hans á innlenda stjórnmálamenn í gegnum árin. Kannski ekki síst vegna áhrifa sjónvarpsstöðva í eigu Berlusconi. Samstaða félaga í hreyfingunni með sínum formanni.
Þeir sem allt í einu eru komnir á þing fyrir hreyfinguna, eru ósamstæður hópur - fólks sem hingað til hefur ekki verið þekkt í þjóðlífinu á Ítalíu.
Hreyfingin er kennd við 5 megin stefnumál:
- Auðlindin vatn í eigu ríkisins.
- Fólk geti ferðast milli staða með sjálfbærum hætti.
- Þróun.
- Internet væðingu.
- Umhverfismál.
Spurning sem brennur á vörum margra - er hvort 5 Stjörnuhreyfingin, geti hugsað sér þátttöku óbeint eða beint, í stjórnarsamstarfi!
En fræðilega getur hún myndað meirihluta með vinstrifylkingu Bersani. En viðbrögð Grillo. Virðast slá töluvert á þær vonir, sbr:
"Writing on his blog, Mr Grillo...criticised Pier Luigi Bersani, leader of the Democrats, as the talking dead, describing him as a political stalker who has been making indecent proposals to the Five Star Movement for days, instead of resigning as anyone else would have done in his position."
Hugsanlega er Grillo að vísa til þess sannleiks, að kosningaúrslitin eru í reynd töluvert áfall fyrir vinstrifylkinguna, þ.s. hún fékk töluvert færri atkvæði en í kosningunum á undan.
"The Democrats lost 3.5m votes compared with the last elections in 2008 and only narrowly defeated Mr Berlusconi who lost an even larger share of the electorate as Italians voiced their anger at the entire political establishment."
Grillo getur einnig verið að meina, að Bersani sé hluti af "gömlu klíkunni" og henni hafi verið úthýst af kjósendum.
Þó slík afstaða sé ekki sérstaklega hjálpleg núna - þegar 5 Stjörnuhreyfingin, hefur nú þau þingsæti sem upp á vantar. Svo fræðilega sé unnt að mynda starfandi þingmeirihluta.
- Einn möguleikinn er sá - að 5 Stjörnuhreyfingin brotni upp, eins og Borgarahreyfingin íslenska gerði, enda margir af þingmönnum ekki að því virðist, með margt annað sameiginlegt. En hatur á gömlu flokkunum og gömlu stjórnmálamönnunum.
"Mr Grillos intervention stirred an angry online response from many of his supporters who argued that if the Five Star Movement were to drive its agenda of political cost-cutting and anti-austerity measures through parliament as Mr Grillo also said he wanted to do then it had to take the logical first step of getting a centre-led government into office."
"Others backed Mr Grillo, saying the outcome would anyway be an unpopular and dysfunctional grand coalition between Mr Bersani and Mr Berlusconi, which would eventually collapse, leading to fresh elections and total victory for their movement."
Sú hugmynd, þ.e. samstarf vinstri og hægri, þ.e. Bersani og Berlusconi, er uppástunga gamla bragðarefsins - að mynda stjórn með takmarkað umboð til að koma fram tilteknum málum, í samstarfi beggja flokka.
"Analysts noted that an obscure Senate rule would allow the Five-Star Movement lawmakers to stay out of the room during a confidence vote allowing a government to be installed. Mr. Grillo has said he is interested in supporting legislative proposals on a case-by-case basis, so there would be room for convergence on some points."
Þetta er áhugaverð regla, að þingmenn 5 Stjörnuhreyfingarinnar, geti yfirgefið salinn - meðan greidd eru atkvæði um stuðning við nýja ríkisstjórn.
Sem virðist hugmynd, um að koma vinstrifylkingunni til valda.
""If there are convergences on the program, I could vote in favor of a Bersani government," Serenella Fuksia, a newly elected Five-Star senator from the Marches region, said in another radio interview Wednesday. "We're not in parliament to waste time," she added."
Það virðist því hugsanlegt - að klofningur verði í þingliði 5 Stjörnuhreyfingarinnar.
Eitt virðist ljóst - að enn er ekki ástæða til að bóka, aðrar þingkosningar. Sem öruggan atburð.
Aðrar kosningar geta endurræst evrukrísuna!
Markaðurinn er líklega að bíða og sjá, hvað gerist á næstu dögum. Þ.e. hvort útlit er fyrir myndun stjórnar eða ekki. Þannig að mjög neikvæð áhrif komi ekki fram strax. Þó reyndar sé þegar búið að vera nokkuð verðfall. Er það þó ekki enn, neitt óskaplega mikið.
En eitt sem menn óttast er eftirfarandi:
- "The great fear is that the European Central Bank (ECB) will find it impossible to prop up the Italian bond market under its Outright Monetary Transactions (OMT) scheme if there is no coalition in Rome willing or able to comply with the tough conditions imposed by the EU at Berlins behest. Europes rescue strategy could start to unravel.
- Andrew Roberts, credit chief at RBS, said: What has happened in these elections is of seismic importance.
- The ECB rescue depends on countries doing what they are told. That has now been torn asunder by domestic politics in Italy.
- The big risk is that markets will start to doubt the credibility of the ECBs pledge."
Ástæða þess að evrukrísan datt niður á sl. ári - er loforð Seðlabanka Evrusvæðis um kaup á ríkisbréfum ríkja í vanda - gegnt tilteknum skilyrðum.
- En þar er einmitt hnífurinn í kúnni, að slík björgun er skilyrt.
- Og líklegt að "ECB" verði ekki kleyft að bjarga Ítalíu - - ef hún sekkur í pólitíska ringulreið!
Ítalía er það stór biti innan evrunnar - - að stjórnleysi þar, er mjög hættulegt ástand.
Niðurstaða
Ástand mála á Ítalíu er orðið spennandi. Og full ástæða til að fylgjast mjög náið með fréttum þaðan á næstu dögum. Enda Ítalía algert lykilland innan evru. Evran líklega ekki fær um að hafa það af, án Ítalíu.
Kv.
26.2.2013 | 19:30
Framsóknarflokkur í lykilstöðu íslenskra stjórnmála á ný!
Þetta virðist blasa við eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, þar sem tekin var svo einörð afstaða í aðildarmálinu. Að samstarf við aðildarsinnaða flokka virðist ekki raunhæfur möguleiki.
Það gefur Framsóknarflokknum óvænt - pálmann í höndina.
Því þar með er Framsóknarflokkurinn kominn með sína gömlu stöðu, að vera ráðandi afl í íslenskum stjórnmálum.
Ég á við, að það er Framsóknarflokkurinn sem skv. þessu, ræður því hvort þ.e. vinstristjórn eftir kosningar eða hægri.
Aðildarsinnar munu mjög líklega ekki geta myndað starfhæfan meirihluta án Framsóknar - og á sama tíma, virðist Sjálfstæðisflokkur skv. ályktun landsfundandar í reynd hafna öðrum samstarfsmöguleikum.
Áhugaverð eru viðbrögð Össurar:
"Einangrunarhyggja Sjálfstæðisflokksins eru athyglisverð í ljósi þess að Framsókn hefur tekið mun mildari afstöðu. Hún vill líka ljúka viðræðum og leyfa þjóðinni að kjósa, svo fremi meirihluti þjóðarinnar samþykki framhald þeirra í þjóðaratkvæði. Það er því Sjálfstæðisflokkurinn einn sem hefur einangrað sig kyrfilega frá Evrópu um leið og formaðurinn tók enn eitt flipp-floppið varðandi evruna."
Mér finnst klárt mega lesa úr þeim orðum, að Össur geti gleypt kröfu Framsóknarflokksins, um 2-falda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þó svo að áður hafi Samfóar ávallt hafnað því, að láta fyrst framkvæma þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja þjóðarinnar - til þess að standa í aðildarviðræðum í fyrsta lagi.
Þetta er ekki furðulegt - - því vegna þess hve kyrfilega Sjálfst.fl. lokar þar með á hugsanlegt stjórnarsamstarf með aðildarsinnuðum flokkum; þá er ekkert um annað að ræða fyrir forsvarsmenn Samfóa, en að mæta þeim kröfum sem Framsókn setur fram.
Sjálfst.fl. hefur stórfellt styrkt samningsstöðu Framsóknarflokksins.
Meðan að á sama tíma, hann hefur veikt sína eigin.
Í framhaldinu, veikist einnig til muna samningsstaða Samfylkingar sem og annarra aðildarsinnaðra flokka.
En aðildarmálið er mál 1, 2 og 3 hjá þeim flokkum. Miðað við afstöðu Sjálfst.fl. og líkleg kosningaúrslit.
Er Framsókn eini hugsanlega möguleikinn - - þannig að það er þá ekki val um annað, en að mæta kröfum Framsóknarmanna!
Sjá niðurstöður glænýrrar könnunar MMR!
"814 einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára tóku þátt í könnuninni og tóku 78 prósent afstöðu."
- Framsóknarflokkurinn næst stærstur.
- Samfylking dottin niður í að vera 4. stærst.
- 28,1% skv. þessu myndu kjósa BF + Samfylkingu, sem miðað kosningafylgi Samfó 2009 sem var 29,8% þíðir að 1,7% vantar upp á sameiginlegt fylgi þeirra flokka. Með klofnun aðildarsinna í flr. flokka, virðist ekki eiga sér stað nein fjölgun aðildarsinna.
- Áhugaverð, léleg fylgisstaða Sjálfstæðisflokks.
Þetta er þó dagana fyrir landsfundi VG og Sjálfst.fl. um sl. helgi.
Verið getur að þeir hafi haft e-h jákvæð áhrif á þá flokka fylgislega séð.
Niðurstaða
Mér virðist að skv. nýjustu tíðindum. Geti Framsóknarmenn horft mjög bjartsýnir til næstu kosninga. Staðan hefur ekki verið þetta sterk - síðan í tíð Steingríms Hermannssonar. Þegar Framsókn gat horft hvort sem var til hægri eða vinstri. Það er þ.s. felst í því að vera miðjuflokkur. Að flokkar til hægri eða vinstri koma hvort tveggja í senn til greina í augum Framsóknarmanna.
Sigmundur Davíð, á að sjálfsögðu að ræða við Sjálfstæðisfl. og aðildarsinnaða flokka eftir kosningar.
Enda felst hámörkun samningsstöðu flokksins í því, að leiða fram keppni hinna flokkanna um að fá Framsókn til liðs við sig.
Ef rétt er haldið á spilum, á flokkurinn að geta komið í gegn - öllum stefnumálum sínum.
---------------------
Taka sér nægan tíma í stjórnarmyndun.
Semja mjög ítarlegan stjórnarsáttmála, þ.s. allt er neglt niður.
Það er engu að treysta - nema það standi svart á hvítu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2013 kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2013 | 21:43
Verstu hugsanlegu kosningaúrslitin á Ítalíu?
Ef marka má fréttir. Hefur vinstrifylking Bersani einungis 1% forskot á hægrifylkingu Berlusconi í neðri deild ítalska þingsins. Sem dugar, ef það verða úrslitin, til að mynda ráðandi meirihluta þar. En "vondu fréttirnar" eru í efri deild. Þar sem hægrifylking Berlusconi virðist hafa flest atkvæði. En þó ekki meirihluta. Samtímis hefur vinstrifylkingin og miðjuflokkur Mario Monti. Ekki nægilega mörg sæti til að það dugi til meirihluta. Heldur, myndar mótmælaflokkur Grillo vegg á milli meginfylkinganna.
Fræðilega getur flokkur Grillo myndað meirihluta með hvort sem er, vinstrifylkingunni eða hægrifylkingunni.
En flokkur Grillo, sem virðist nokkuð svipa til grínframboðs Jóns Gnarr, er skipað óþekktu fólki. Sem áður hefur ekki komið nærri stjórnmálum. Og málflutningur, snýst m.a. um almennt frat á þá flokka sem fyrir eru. Það virðist ekki talið raunhæfur valkostur. Að mótmælaframboð Grillo myndi starfhæfan meirihluta með annarri hvorri fylkingunni. Á sama tíma, hefur Bersani og Monti, hvor um sig, áður lýst yfir að ekki komi til greina að vinna með Berlusconi.
Italy braces for a second election
Huge protest vote pushes Italy towards deadlock
Þess vegna, hallast menn að því - að það verði aðrar þingkosningar í ár!
Það er óhætt að segja að Mario Monti hafi verið hafnað af kjósendum, með ca. 10,5% í neðri deild en 9,2% í efri.
Flokkar andvígir niðurskurðarstefnu þeirri sem hann stóð fyrir þ.e. framboð Grillo og hægrifylking Berlusconi. Fá samanlagt rúmlega 50% atkvæða.
Ef marka má tölur, þegar búið er að telja 2/3 atkvæða.
"In the Senate the picture was different. The latest projection from RAI state television showed Berlusconi's bloc winning 112 Senate seats, the center-left 105 and Grillo 64, with Monti languishing on only 20 after a failed campaign which never took off. The Senate majority is 158."
----------------------------
Ef þessi úrslit eru staðfest snemma í fyrramálið.
Getur orðið verulegt verðfall á mörkuðum í Evrópu.
En það að Ítalía akkúrat núna, falli í pólitískt kaos - er ekki þ.s. menn vildu sjá.
Sú ógn sem af slíkri ringulreið getur stafað fyrir efnahagsmál Evrópu og fyrir evruna sérstaklega, er augljós.
- Þetta getur startað evrukrísunni aftur.
Niðurstaða
Ef kosningaúrslitin sem virðast blasa við, þegar 2/3 atkvæða hafa verið talin; verða staðfest. Virðist stefna í ringulreið innan pólitíska kerfisins á Ítalíu. Ef formaður vinstrifylkingar Bersani og forsvarsmaður miðjuflokka Monti, meina þ.s. þeir áður hafa sagt. Að ekki komi til greina að vinna með Berlusconi. Þá virðast aðrar þingkosningar blasa við Ítalíu.
Bersani hefur áður tjáð sig einnig um þann möguleika, að Berlusconi fái flest atkvæði í eftir deild. Og þá svaraði hann því þannig, að þá yrði kosið aftur.
Væntanlega þó, þegar úrslit verða ljós. Kemur til kasta forseta Ítalíu. Eins og var á sl. ári, að forseti Grikklands reyndi að fá formenn flokkanna til að semja. En eins og margir ættu að muna, þá fóru fram aðrar þingkosningar nokkrum vikum síðar.
Ef Bersani meinar þ.s. hann hefur áður sagt, um að hafna samstarfi með Berlusconi. En það virðist eini fræðilega starfhæfi meirihlutinn. Þá væntanlega virkilega verða 2-þingkosningar á Ítalíu í ár.
Þekki ekki hve langur tími þarf að líða á milli. Getur verið 3 mánuðir. Sem getur þítt. Að engin starfandi ríkisstjórn verði á Ítalíu a.m.k. fyrstu 6 mánuði þessa árs.
- Ég ætla ekki að fullyrða að þetta mál muni starfa evrukrísunni á ný.
- En ef það verða 2-kosningar. Þá virkilega sýnist mér það vera stórt rugg á málum.
----------------------------------
Endanleg úrslit:
"In the Senate, or upper house, the centre-left will take 119 seats, the centre-right 117, the Five-Star Movement 54 and Mr Montis alliance 18"
158 þarf til að mynda meirihluta í Öldungadeildinni. Horug meginfylkinga því fær um að mynda stjórn. Nema fræðilega - báðar saman, þ.e. vinstrifylking + hægrifylking.
"The Five-Star Movement will hold 108 seats in the lower house, compared with 340 for the Democrat-led centre-left bloc, 124 for the centre-right and 45 for Mr Montis pro-reform centrists."
Vinstrifylking með meirihluta í fulltrúadeild. En vöntun á meirihluta í báðum deildum, skapar pólitíska pattstöðu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2013 kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þrælastríðinu afnámu Bandaríkin gríðarlega stór rangindi. Það kostaði stríð og miklar fórnir, því þeir sem á sínum tíma nutu arðsins af þrælavinnuaflinu. Gátu ekki hugsað sér að sjá af þeim lífsstíl sem 4 milljónir þræla sköffuðu þeim.
Ísland stendur ekki frammi fyrir þetta viðfangsmikilli breytingu, frekar snýst þetta um draum landsmanna um betra líf!
Draumurinn um betra líf má segja að hafi rekið þessa þjóð áfram sl. 100 ár. Upp úr sárri fátækt, þegar fólk raunverulega átti ekki neitt. Hér voru hreysahverfi ekki ólíkt því sem lengi hefur tíðkast í S-Ameríku, svokölluð "braggahverfi" sem hurfu ekki fyrr en á 8. áratugnum.
Það er eiginlega fyrst á 8. áratugnum, sem má segja að Íslendingar stígi yfir þröskuldinn, að vera fremur fátæk þjóð, í að vera með betur stæðum þjóðum í okkar heimi.
Við förum úr "middle income" í "high income."
Höfum haldist þar síðan.
Og þrátt fyrir síðustu áföll, erum við enn í hóp hinna svokölluðu ríku þjóða.
Vandinn er ekki draumurinn um betra líf, heldur viss skortur á þolinmæði!
Ég bendi á fiskeldi og loðdýraeldi - - sem á sínum tíma var hrint af stokkum, með umtalsvert miklum látum. Einnig, hátækni-iðnað.
Í dag, eru hér rekin vel rekin loðdýrabú og vel reknar fiskeldisstöðvar. Hér eru einnig, áhugaverð hátæknifyrirtæki.
Það er sannleikurinn, að uppbyggingin á sínum tíma, var ekki til einskis.
- Vandinn er óþolinmæðin.
- En sannleikurinn er sá, að uppbygging á nýjum greinum er ekki spretthlaup, heldur langhlaup.
Í dag, hika margir við að taka ný djörf skref til uppbyggingaráttar, því menn óttast slíkar endurtekningar
Menn sjá uppbygginguna á sínum tíma sem mistök - - en sú sýn var örugglega ein af ástæðum þess, af hverju kringum 2000, var farið í stærsta bramboltið af öllum bramboltum.
Þá stefnu að gera Ísland að bankalandi.
Alltaf er það "draumurinn um betra líf" sem rekur okkur áfram.
Um tíma leit út, að draumurinn myndi rætast með hraði.
En í staðinn var þetta "sandkastali allra sandkastala."
Ef við Íslendingar getum lært að uppbygging er langhlaup, er okkur allir vegir færir!
Þetta virðist ekki flókinn eða erfiður punktur, en þetta hefur verið vandinn við uppbyggingardrauma okkar síðan ca. 9. áratugnum.
Við förum af stað í of mikilli hvatvísi, eins og að uppbyggingin eigi að vera spretthlaup.
Í stað þess, að hafa þá þolinmæði sem þarf til að skilja, að allt sem er nýtt. Þarf fyrst að slíta barnskónum. Síðan, þarf að koma reynsla sem lærist einungis smám saman.
Ekki fyrr en grein nær ákveðnum lágmarksþroska, fer hún þaðan í frá að skila verulegum arði.
- Oft er sagt að þetta lærdómstímabil, sé fyrstu 15-20 árin eða svo.
Ég held að mikið sé til í því - en nú rúmlega 20 árum eftir loðdýra- og fiskeldisævintýrið. Eru báðar greinarnar að gera mjög góða hluti.
Loðdýrabúin að selja fyrir metverð. Fiskeldið á ný að eflast með hraði. En nú á grunni áunninnar þekkingar. Hér eru til virkilega góð tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki.
-----------------------
Okkur vantar, að smíða úr álinu sem hér er framleitt.
Með öðrum orðum, bæta við einni framleiðslugrein.
Og það væri ágætt, að sú uppbygging myndi fara fram af skynsemi.
Samtímis þarf að efla iðnnám - ég er að tala um að rétt sé að miða við það, að stefna um uppbyggingu í dag, á áliðnaði.
Sé búin að skila sér eftir 15-20 ár, þá sé greinin komin á legg. Búin að ná þroska.
Verði þaðan í frá - einn fóturinn enn undir okkar lífskjörum.
Við eigum að sækja fram á öllum sviðum!
Íslendingar eiga að gera staðið jafnfætis hverjum sem er, að þessum tíma afloknum.
En næstu 15-20 ár, ættu að vera samfellt uppbyggingarferli. Ekki stutt átak í 4 ár, heldur samfellt langhlaup.
Þar sem öllum tækjum okkar er beitt til þess, að skapa meiri auð í landinu.
Þ.s. skólakerfið, aðlagað þannig - að börnin hafi þá þekkingu sem atvinnulífið þarf á að halda.
- Þ.e. við þurfum að efla verkmenntun í samhengi við eflingu áliðnaðar.
- Við þurfum að efla tæknimenntun, í samhengi við frekari uppbyggingu hátækniiðnaðar og hugbúnaðariðanaðar.
- Og svo efling loðdýraræktar og fiskeldis geti að auki gengið fyrir sig, þarf skólakerfið einnig að skaffa fólk með þá þekkingu sem til þarf.
Samfellt uppbygging - ekki átaksverkefni. Eins og hinir óþolinmóðu seinni tímar hafa ítt úr vör.
-----------------------
Áður fyrr var hugtakið "Sígandi lukka" notað - hann afi minn Friðbjörn Guðbrandsson notaði það gjarnan. Og meinti það þannig, að sækja fram af varfærni en þó samt í þeirri meiningu, að sækja fram.
Hann var maður, sem verkstjóri reisti hátt hlutfall þeirra húsa í Reykjavík, í þeim hverfum. Sem þakin eru skeljasandi. T.d. Teygana mikið til.
Mjög áræðinn maður, en samt ávallt á sama tíma - gætinn.
Allt gekk því upp fyrir rest sem hann tók sér fyrir hendur.
- Þetta er þ.s. við þurfum að gera - sækja fram, af áræðni, en þó af forsjálni.
- Við eigum ekki að draga rangann lærdóm af uppbyggingu hátækniiðnaðar - hugbúnaðariðnaðar - loðdýraræktar eða fiskeldis. Að þetta sé tilgangslaust.
- Heldur þann rétta, að uppbygging tekur tíma - nýr rekstur skilar ekki arði að ráði, fyrr en viðkomandi grein, er komin yfir barnasjúkdómana.
Niðurstaða
Ég tek undir eitt sem Vinstri Grænir segja. Sem er það. Að þetta snúist um framtíðina. Hvernig land við viljum skilja eftir handa börnunum okkar og barnabörnum. VG-ar hugsar þó aðeins með öðrum hætti, en það sem ég meina.
Ég á við, að við eigum að stefna að því að landið gefi af sér þau lífskjör. Sem okkur í dag dreymir um að börnin okkar komi til með að njóta.
Það felur í sér töluvert aðra nálgun að atvinnuuppbyggingu, ásamt landnýtingu. En VG-ar hafa í huga.
Um það þarf þó ekki að efast, að VG-ar hafa fullan rétt á sínu sjónarmiði. Það er vissulega valkostur, að leggja fyrst og fremst áherslu á að "varðveita það sem er." Það er þá valkostur, að börnin okkar hafi töluvert lægri lífskjör en þau geta annars haft. Þ.e. sannarlega einn valkosturinn, að ákveða það fyrir börnin okkar, að við höfum þegar nóg. Við eigum að vera sátt við það sem við höfum.
-------------------------------
Ég held að það sé unnt að feta millileið. Varfærinnar uppbyggingar. Sem nýtir auðlyndir landsins. Án þess að eyðileggja þær. Með öðrum orðum - forsjál uppbygging.
Kv.
24.2.2013 | 01:40
Leiðir sannfæringin "krónan er ónýt" til kröfunnar um einhliða upptöku annars gjaldmiðils?
Það gaus töluvert upp í vikunni umræðan um krónuna vs. evruna. Og að sjálfsögðu, risu menn upp eina ferðina enn. Með hina dæmigerðu fullyrðingu. Að hún sé fullkomlega ónýt. Og Ísland dæmt til endalauss óstöðugleika ef hún er ekki afnumin eins fljótt og auðið er.
- Það sem ég velti fyrir mér er það, hvort þeir aðildarsinnar sem telja krónuna fullkomlega ónýta og óferjandi.
- Hafa í reynd klárað það í huga sér, hvað það akkúrat þíðir? Ef þetta er rétt hjá þeim!
Ég ámynni fólk, að skv. reglum um evruna, þarf að ná eftirfarandi árangri!
- Verðbólga skal ekki vera hærri en 1,5% umfram verðbólgu þeirra 3. aðildarlanda evru, sem hafa lægsta mælda verðbólgu.
- Halli á ríkisrekstri, ekki umfram 3% af þjóðarframleiðslu fjárlagaárið á undan.
- Vaxtagjöld ríkisins, í útboðum nýrra skuldabréfa, skulu ekki vera umfram það að vera 2% ofan við meðalvaxtagjöld útgefinna ríkisbréfa þeirra 3. meðlimalanda evru, sem hafa hvað best lánstraust á mörkuðum.
- Skuldir viðkomandi ríkis skulu ekki vera umfram 60%.
- Og ekki síst, að gjaldmiðill viðkomandi lands, skal vera tengdur við evruna. Í 2 ár samfellt. Og þó svo að Seðlabanki Evrópu verji tiltekin vikmörk, þ.e. +/-15%, þá þarf viðkomandi land að hafa tekist að halda sér hjálparlaust í tengingu yfir þetta tímabil, án þess sem kallað er að "umtalsverð spenna" hafi verið um þá tengingu. Hún þarf með öðrum orðum, að vera stöðug.
Það myndi þíða, að ef t.d. Ísland þyrfti að verja tenginguna með örvæntingarfullum aðferðum, þá væri það fall.
Vanalega þegar ríki hafa gengið inn í evru, hafa þau einungis gengið inn í ERM II, á lokametrunum. Eftir að hafa varið töluverðu árabili, til þess að ná fram þeim stöðugleika sem er krafist - - ath, innan síns gjaldmiðils.
Til þess að sýna fram á stöðugleika tengingu, hafa þau vanalega sjálf tekið upp á því, að viðhalda þrengri vikmörkum við evruna t.d. +/-3%.
Og vanalega haft þau vikmörk í gildi um einhvern tíma, áður en þau ákveða að "taka lokaprófið."
Að vera 2 ár innan ERM II.
Það sem ég óska eftir skýrum svörum um? Er hvort stöðugleiki innan krónu er mögulegur eða ekki?
Augljóst er, að skv. reglum ESB. Þá er aðferðin sem í gildi er sú. Að land sem vill inn í evru. Þarf að ná fram ofangreindum stöðugleika markmiðum. Innan síns gjaldmiðils.
- Það dugar ekki - að taka prófið, ef þarf að treysta á stuðning Seðlabanka Evrópu.
- Því það er sjálfkrafa fall!
- Það dugar ekki heldur, að taka prófið. Ef það þarf að taka lán frá Seðlabanka Evrópu, til að fjármagna einhvers konar nauðvörn, til að forða því að krónan falli að vikmörkum Seðlabanka Evrópu.
- En það einnig væri fall.
Ekki gleyma, ofangreindu verðbólgumarkmiði - markmiði um vaxtastig. Sem þarf að ná fram innan eigin gjaldmiðils.
-----------------------------------
Punkturinn er sá - að ef það er ekki mögulegt að:
- Ná fram lágum vöxtum innan krónu.
- Ná fram lágri verðbólgu innan krónu.
- Ná fram stöðugri tengingu án utanaðkomandi aðstoðar við annan gjaldmiðil - innan krónu.
- Þá er ofangreind vegferð einfaldlega ekki fær!
Hvað er þá eina leiðin, ef menn meina virkilega það að krónan sé ónýt fullkomlega?
Einhliða upptaka annars gjaldmiðils. Það er þá eina svarið.
- Ég hef tekið eftir því, að aðildarsinnar hafna einhliða upptöku.
- Sem annaðhvort þíðir:
- Þeir stórfellt íkja þegar þeir tala um það hve fullkomlega vonlaus að þeirra mati krónan er.
- Eða, þeir hafa ekki klárað það til enda, hvað sú hugsun þíðir.
Niðurstaða
Ég velti fyrir mér hvort krafan um einhliða upptöku annar gjaldmiðils eigi eftir að verða hávær á nk. kjörtímabili. En þeir sem virkilega eru sannfærðir um það. Að tilvist krónunnar verði að taka enda sem allra - allra fyrst. Því þeir telja hana stærstu ástæðu óstöðugleika hérlendis. Landið dæmt til þess að vera í stöðugum vandræðum svo lengi sem hún er hér í gildi.
Þeir ættu rökrétt að komast að þeirri niðurstöðu.
Að einhliða upptaka sé eina leiðin.
Kv.
22.2.2013 | 23:06
Ný hagspá ESB þegar úrelt?
Ég velti þessu fyrir mér vegna þess, að framvinda Frakklands fyrstu mánuði þessa árs. Passar þegar afskaplega ílla við hina glænýju hagspá sem Framkvæmdastjórnin kynnti til sögunnar á föstudag. Sjá hvað ég meina:
Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að Frakkland, sé aftur eins og sl. ári. Að hegða sér með svipuðum hætti og hagkerfi Þýskalands.
Það er, ef við förum akkúrat eitt ár aftur í tímann. Þá hafði bæði Frakkland og Þýskaland, fengið á sig mældan samdrátt síðustu 3. mánuði 2011.
En síðan sneru bæði hagkerfin við, fyrstu 3. mánuði 2012.
Bæði með lítinn en samt jákvæðan hagvöxt.
Á sl. ári tókst Frakklandi að klára árið, eiginlega akkúrat á 0%.
- En aftur á móti, ef við skoðum síðustu 3. mánuði sl. árs, og síðan skýrar vísbendingar um fyrstu 3. mánuði þessa.
- Þá er farin að birtast allt - allt önnur saga. Þ.e. skv. fyrstu vísbendingum óháðs aðila sem birtir reglulega kannanir, þ.e. MARKIT, þá er Þýskaland greinilega að endurtaka sl. ár. Með viðsnúningi yfir til vaxtar fyrstu 3. mánuði þessa árs.
- En Frakkland - - það aftur á móti. Virðist stefna í þveröfuga átt!
- Allt bendir til, að Frakkland sé á leið inn í samdrátt á þessu ári.
- Alls ekki hagvöxt.
Ég skrifaði um þetta um daginn:
Frakkland ekki lengur kjarnaríki? Frakkland að bræða úr sér?
Einnig í janúar:
- Þær vísbendingar sem fram komu í janúar!
- Virðast nú staðfestar í febrúar.
- 2. mánuði í röð, mælist klár samdráttur frönsku atvinnulífi.
- En smávægilegur, þó raunverulegur, uppgangur í atvinnulífinu í Þýskalandi.
Fleiri vísbendingar eru fram komnar - sjá:
France asks Brussels for budget pass
"Frances finance minister has asked Brussels to give his government an extra year to meet EU-mandated budget deficit targets, saying it would not be appropriate to take additional austerity measures this year in the midst of a deepening recession."
Takið eftir þessu - franski fjármálaráðherrann, er formlega farinn að væla í Brussel, um að fá 1 extra ár. Til að koma fjárlagahalla niður í löggilt 3% hámark.
Skv. opinberum tölum, stefnir sá í 3,7%,
En þ.s. þær tölur gera ráð fyrir að hagkerfið sé ofan við "0", þá er þetta líklega vanmat. Þ.s. Frakkland verður örugglega í samdrætti - miðað við vísbendingar um framvindu mála þegar fram komnar!
Það áhugaverða við beiðnina er sú, að hingað til hafa 3 lönd fengið slíka framlengingu - þ.e. Spánn og Portúgal 1. extra ár, og Grikkland 2. extra ár.
Þó að fjármálaráðherrann segi það ekki beinum orðum, að Frakkland sé í kreppu, heldur tali almennt um kreppu í Evrópu.
Þá er beiðnin sjálf - augljós viðurkenning þess.
Að Frakkland er í vandræðum.
Þetta býður upp á augljósan samanburð milli Frakklands og þeirra landa, ekki satt?
Niðurstaða
Spá Framkvæmdastjórnarinnar er um samdrátt á evrusvæði þetta ár. Í stað fyrri spár um smávægilegan vöxt. En eins og í fyrra, heldur hún því þó fram að vöxtur muni hefjast á lokamánuðum. Athygli vekur einnig, lág spá um samdrátt í Grikklandi. En ég bendi á að hingað til hafa opinberar spár stofnana ESB ávallt stórfellt vanmetið grísku kreppuna. T.d. rámar mig í svipaðar spá tölur fyrir sl. ár, sem endaði í 7% samdrætti er þar um bil. Að sjálfsögðu trúi ég ekki að Grikkland snúi við í vöxt á næsta ári.
------------------------
Á hinn bóginn, er það Frakkland sem ég vek sérstaklega athygli á. En á sl. ári sveiflaðist það svipað og Þýskaland gerði einnig 2011 og 2012. En þ.e. eins og að breyting hafi átt sér stað sl. haust.
Og sterkar vísbendingar eru nú uppi um það, að Frakkland sé nú í snarpri dýfu ofan í frekar djúpa kreppu. Sbr. að vísbendingar um samdrátt í tölum Markit, eru verri heldur en tölur fyrir Spán og Ítalíu.
Ég vitna beint í sérfræðing Markit um túlkun þeirra vísbendinga:
"Following on from the news that GDP contracted -0.3% in the final quarter of 2012, PMI composite output data suggest that the first quarter is shaping up to be the worst since Q1 2009. The broad-based weakness across manufacturing and services leaves scant room for optimism, with a range of indicators from new orders, backlogs, employment and output prices all residing at depressed levels."
Hann nefnir enga spátölu fyrir 1. fjórðung 2013. En bendir á að vísbendingarnar séu verulega dekkri en útkoma mánaðanna 3. á undan. Ekki síst, samanburður hans við tímabilið fyrir 4. árum mitt í sjálfri Lehmans krísunni.
Það er mjög alvarleg villa í spá Framkvæmdastjórnarinnar, að veita ekki því athygli að Frakkland er að hegða sér allt - allt öðruvísi í ár. En á sl. ári.
En Framkvæmdastjórnin spáir, eins og að þetta ár verði nokkurn veginn eins og það sl.
Eða nánar tiltekið - svipað því og hún spáði á fyrri hl. sl. árs, að sl. ár yrði.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.2.2013 kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2013 | 23:59
Frakkland ekki lengur kjarnaríki? Frakkland að bræða úr sér?
Það er merkilegur hlutur í gangi núna. Samkvæmt nýjustu upplýsingum um þróun efnahagsmála í Evrópusambandinu. Nefnilega, að Frakkland og Þýskaland virðast vera að sigla sitt í hverja áttina. Það hefur lengi verið talað um kjarnaríkin 2. Frakkland og Þýskaland. En nú virðist Frakkland ekki lengur tilheyra hinum Norðrinu - heldur suðrinu. Ef miðað er við hagþróun.
- Þýskaland virðist skv. fyrstu tölum þessa árs, ætla að rétta við sér á 1. ársfjórðungi, eins og það gerði á 1. fjórðungi 2012.
- En, Frakkland aftur á móti, virðist vera að sökkva í djúpa kreppu. Með samdráttartölur, sem verður að segjast, að eru ljótari en þær sem nú sjást stað á Spáni eða á Ítalíu. Nálgast tölur, sem maður sér á Grikklandi. Frakkland að bræða úr sér?
Sjá - MARKIT Pöntunarstjóra vísitölu!
Fyrirtækið Markit hefur birt bráðabirgðatölur fyrir febrúar, sem gefa fyrstu vísbendingu um þann mánuð.
Yfir 50 er aukning, undir 50 er samdráttur!
- France Composite Output Index(1) drops to 42.3 (42.7 in January), 47-month low
- France Services Activity Index(2) falls to 42.7 (43.6 in January), 48-month low
- France Manufacturing PMI(3) climbs to 43.6 (42.9 in January), 2-month high
- France Manufacturing Output Index(4) rises to 41.2 (40.8 in January), 2-month high
- Samanlögð vísitala, gefur að pantanir hafi dregist saman í frönsku atvinnulífi um 7,3%. Ath. það er samdráttur ofan á samdrátt janúar.
- Pantanir á sviði þjónustugreina, dragast saman um 7,3% í febrúar.
- Pantanir innan framleiðslugreina, dragast saman um 6,4%. Sem er samt smávegis minnkun í samdrætti pantana miðað við janúar.
- Mæling á iðnframleiðslu, gefur vísbendingu um 8,8% samdrátt í febrúar, þó það sé örlítil minnkun í samdrætti miðað við janúar. Þá er hvort tveggja skelfilegar tölur.
Þetta er skýr vísbending um hratt dýpkandi kreppu. Frakkland var í kröftugum samdrætti síðustu 3. mánuði sl. árs, en fyrstu 3 mánuðir þessa árs. Skv. þessum tölum, eru verstu 3. mánuðir sem mælast síðan, Lehmans krísan var í hámarki fyrir 4 árum.
Stefnir í mjög alvarlegt ástand í Frakklandi. Miðað við þetta.
- Germany Composite Output Index(1) at 52.7 (54.4 in January), 2-month low.
- Germany Services Activity Index(2) at 54.1 (55.7 in January), 2-month low.
- Germany Manufacturing PMI(3) at 50.1 (49.8 in January), 12-month high.
- Germany Manufacturing Output Index(4) at 50.2 (51.9 in January), 2-month low.
- Samanlögð vísitala iðnaðar og þjónustu, gefur aukningu pantana í atvinnulífinu í Þýskalandi um 2,7%. Sem er örlítil minni aukning skv. fyrstu vísbendingum fyrir febrúar en í janúar. En skv. þessu, ef mars verður svipaður. Þá er útlit fyrir að Þýskalandi sé að takast að endurtaka það sem gerðist 2012. Að mældur samdráttur síðustu 3. mánuði 2011, snerist yfir í smávægilegan hagvöxt. Fyrstu 3. mánuðina á eftir þ.e. fyrstu 3. mánuði 2012. Þetta virðist ætla að gefa jákvæðan hagvöxt upp á t.d. 0,2-0,3% á móti 0,6% samdrætti mánuðina 3. á undan. Sem verður að segjast, að er kröftugur viðsnúningur.
- Aukning pantana innan þjónustugreina, er upp á 4,1% skv. þessum bráðabirgðatölum. Örlítið minni aukning en í janúar. En þó ágætar fréttir fyrir þýskt atvinnulíf. Greinileg bjartsýni meðal þýskra neitenda. Engin kreppustemming í Þýskalandi.
- Aukning pantana innan iðngreina, er nánast mælanleg þ.e. 0,1%. Þó betra en í janúar. En skv. þessu er það klárt, að það er neysla sem er að halda uppi þýska hagkerfinu þessa stundina. En iðnframleiðsla eðlilega finnur fyrir kreppunni í Evrópu vegna samdráttar sölu til annarra landa innan Evrópu. Meðan að innlendir neytendur virðast a.m.k. enn vera bjartsýnir.
- Bráðabirgðamæling fyrir iðnframleiðslu, einnig mælir mjög smávægilega aukningu þ.e. 0,2%.
- Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 47.3 (48.6 in January). Two-month low.
- Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 47.3 (48.6 in January). Three-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI(3) at 47.8 (47.9 in January). Two-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 47.5 (48.7 in January). Two-month low.
- Aukning á samdrætti í atvinnulífinu á evrusvæði, samdráttur mælist 2,7% í febrúar skv. sameinaðri vísitölu pantana.
- Samdráttur í pöntunum innan þjónustugreina á evrusvæði, mælist 2,7% þrátt fyrir kröftuga aukningu í Þýskalandi.
- Samdráttur í pöntunum á sviði iðnframleiðslu, mælist 2,2% skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum, sem er nánast sama mæling og fyrir janúar.
- Samdráttur iðnframleiðslu á evrusvæði, mælist skv. bráðabirgðaútkomu, 2,5%. Nokkru meiri samdráttur en í janúar.
Skv. þessum niðurstöðum sé líklega samdráttur á evrusvæði samt örlítið minni en síðustu 3. mánuði sl. árs, eitthvað á bilinu 0,3% líklega skv. hagfræðingi á vegum Markit.
Það getur verið, að viðsnúningurinn í Þýskalandi sé að vigta inn.
Áhugavert er að koma með samanburð Markit frá janúar, þar sem aðildarlöndum evrusvæðis er raðað upp, takið eftir stöðu Frakklands í janúar í samanburðinum, síðan íhugið nýju tölurnar að ofan:
Countries ranked by Manufacturing PMI® (Jan.)
- Ireland 50.3 9-month low
- Netherlands 50.2 4-month high
- Germany 49.8 11-month high
- Austria 48.6 2-month high
- Italy 47.8 10-month high
- Spain 46.1 19-month high
- France 42.9 4-month low
- Greece 41.7 2-month high
Takið eftir, að það þarf að seilast svo langt að koma með samanburð við Grikkland, til að sjá verri tölur yfir samdrátt. En þær sem nú sjást stað í Frakklandi.
Það er eins og atvinnulífið í Frakklandi, sé hreinlega að bræða úr sér!
Menn eru að tala um - ógn vegna hugsanlegs sigurs Berlusconi á Ítalíu.
En kosið verður á Ítalíu nk. sunnudag!
En ef ég væri hagfræðingur í Framkvæmdastjórn ESB - væri ég að svitna yfir stöðu Frakklands.
Niðurstaða
Það er eitthvað alvarlegt að gerast í franska atvinnulífinu. En miðað við þá stöðu sem fram kemur í vísbendingum um pantanir. Þá er til staðar mjög kröftugur samdráttur í Frakklandi. Og sá er mældur töluvert verri, en samdráttur innan atvinnulífs á Spáni eða Ítalíu. Í reynd, eru tölur fyrir franskt atvinnulíf. Mun nær samdráttartölum fyrir Gískt atvinnulíf.
Þannig, að Frakkland er ekki einungis að skilja sig frá Þýskalandi.
Það er einnig að skilja sig frá Spáni og Ítalíu.
Miðað við þetta, getur vart þess verið lengi að bíða. Að markaðir fari að ókyrrast vegna Frakklands sjálfs.
Það eru mjög alvarleg tíðindi. Vegna þess, að þetta er næst stærsta hagkerfið innan evru. Með öðrum orðum, ber næst mesta ábyrgð innan kerfisins á skuldbindingum sem þar er að finna.
Svo þ.e. virkilega alvarlegt mál, að svo virðist vera að Frakkland sé við það að steyta á skeri.
Kv.
21.2.2013 | 00:09
Bréf bandarísks forstjóra til fransks ráðherra vekur athygli!
Það er óhætt að segja að bréf forstjóra Titan International, Maurice Taylor, sem kvá hafa viðurnefnið "The Grizz" vegna samningatækni sinnar, hafi vakið athygli. En það sem málið snýst um. Er að Mitchelin fyrirtækið. Ætlar að loka stærstu verksmiðju sinni í Frakklandi. Ég reikna með því, að það sé vegna þess að hún sé rekin með tapi, og Michelin hafi ekki séð neina færa útleið aðra. Bréf Taylor er svar hans til Arnaud Montebourg, ráðherra iðnaðarmála í Frakklandi, sem hafði nokkru áður sent formlega beiðni til Titan International. Um það að það fyrirtæki myndi taka yfir verksmiðju Mitchelin í Amiens.
U.S. Executive Assails Unions in France, Causing Furor :"In January, Mr. Montebourg tried to entice Titan back to the negotiating table, saying he hoped unions would put some water in their wine, that managers put some wine in their water, and that Titan would drink the wine and the water of both and reach an accord.
But last month, as union workers protested en masse at the Amiens site, with a large police presence, Goodyear told workers it would close the plant and cut its French work force by 39 percent."
Það virðist að Titan International, hafi verið að velta þessari verksmiðju fyrir sér um nokkurn tíma. Á sama tíma, af fréttum að dæma, hafa stéttafélögin í Amiens klárt verið andvíg þeirri yfirtöku.
Á sama tíma, mótmæla þau hástöfum því, að Mitchelin, skuli ætla að leggja hana niður.
Þess utan, af því sem verður séð - þá hefur ákvörðun Mitchelin einnig aðdraganda. Og fyrirtækið hafi gert ítrekaðar tilraunir til að semja við stéttafélögin, um leiðir til að snúa tapinu við. En ekki náð fram samkomulagi, sem stjórn Mitchelin taldi ásættanlega.
Sem leiði fram þá ákvörðun að þess í stað - loka alfarið í Amiens.
Ef marka má bréfið - er virkilega mikið að í Amiens verksmiðjunni.
Takið eftir samanburðinum sem hann gerir við þær aðstæður sem sambærileg fyrirtæki í Kína búa við, og því hvað Taylor spáir fyrir um framtíð framleiðslu á dekkjum í Frakklandi.
Það er einmitt þessi samkeppni frá Kína - - sem ég tel vera hina raunverulegu ástæðu þess, að það er í dag kreppa í Evrópu. Það má rífast um það hvort sú samkeppni er ósanngjörn eða ekki. En tollar í dag milli Evrópu og Kína eru mjög lágir á iðnvarning.
Það liggur beint í því viðskiptakerfi sem búið hefur verið til - - að annaðhvort mun framleiðslustarfsemi flytjast frá löndum eins og Frakklandi, eða að lönd eins og Frakkland verða að gefa mjög mikið eftir af þeim þægindastandard, sem verkamenn hafa í gegnum árið knúið fram í gegnum kjarasamninga.
Í slíkri samkeppni geta miklu hærri laun og samtímis, miklu styttri vinnudagur - ekki gengið upp.
Sjá sjálft bréfið:
U.S. CEO to France: How Stupid Do You Think We Are?
---------------------------------------
Dear Mr. Montebourg:
I have just returned to the United States from Australia where I have been for the past few weeks on business; therefore, my apologies for answering your letter dated 31 January 2013.
I appreciate your thinking that your Ministry is protecting industrial activities and jobs in France. I and Titan have a 40-year history of buying closed factories and companies, losing millions of dollars and turning them around to create a good business, paying good wages. Goodyear tried for over four years to save part of the Amiens jobs that are some of the highest paid, but the French unions and French government did nothing but talk.
I have visited the factory a couple of times. The French workforce gets paid high wages but works only three hours. They get one hour for breaks and lunch, talk for three, and work for three. I told this to the French union workers to their faces. They told me thats the French way!
The Chinese are shipping tires into France - really all over Europe - and yet you do nothing. In five years, Michelin wont be able to produce tire in France. France will lose its industrial business because government is more government.
Sir, your letter states you want Titan to start a discussion. How stupid do you think we are? Titan is the one with money and talent to produce tires. What does the crazy union have? It has the French government. The French farmer wants cheap tire. He does not care if the tires are from China or India and governments are subsidizing them. Your government doesnt care either. Were French!
The US government is not much better than the French. Titan had to pay millions to Washington lawyers to sue the Chinese tire companies because of their subsidizing. Titan won. The government collects the duties. We dont get the duties, the government does.
Titan is going to buy a Chinese tire company or an Indian one, pay less than one Euro per hour and ship all the tires France needs. You can keep the so-called workers. Titan has no interest in the Amien North factory.
Best regards,
Maurice M. Taylor, Jr.
Chairman and CEO
---------------------------------------
Þetta er hreint magnað bréf - þó það sé mjög ódyplómatískt.
Þá er þarna settur fram bitur sannleikurinn.
Ég er á því, að lífskjör á vesturlöndum muni óhjákvæmilega falla vegna samkeppninnar við lönd eins og Kína og Indland, sem og önnur Asíulönd.
Það verður að muna að heildarmannfjöldi í löndum við N-Atlantshaf, er innan við 1. milljarður.
Samanlagt eru Kína + Indland nærri 2 og hálfur milljarður. Ef við bætum við öðrum löndum SA-Asíu.
Er þetta 3 milljarðar manna.
Allur þessi fjöldi er í löndum sem eru að iðnvæðast í vaxandi mæli.
- Það þíðir óskapleg aukning samkeppni frá öllum þessum aragrúa verkamanna í þessum löndum!
Það er engin leið til þess - að svo "monumental" breyting, hafi ekki mjög afdrifarík áhrif.
Kreppan sem nú er - tel ég vera, upphaf þess falls lífskjara á vesturlöndum.
Sem í reynd var skrifað þannig séð í skýin, um leið og þessi þróun fór af stað af krafti.
- Verkamenn í Frakklandi fyrir rest, munu þurfa að vinna fullan vinnudag, eins og foreldrar þeirra gerðu, og það á örugglega ekki hærri launum - en þau er foreldrar þeirra fengu.
- Kannski að það fari svo langt aftur, að við munum vera að tala um tekjur afa þeirra og ömmu.
Sósíalistar eru svo óheppnir að það er í þeirra tíð, sem þetta er loks að fara að gerast.
Ég á von á því að mikill samdráttur sé framundan í Frakklandi - tími uppgjörs eftir mörg ár af því að lifa um efni fram, sé kominn.
Sá tími verði ekki tími hamingju, og ég á von á því að Frakkland fyrir rest. Verði land í vanda.
Spurning einungis hvort það gerist á þessu eða næsta ári.
Niðurstaða
Ég er viss um það að Frakkland á framundan mjög erfið ár, þau hin næstu. Þau ár vegna þeirra menningar Frakka að fara í mjög fjölmennar mótmælaaðgerðir vegna lítilla tilefna. Munu örugglega ekki síst einkennast af gríðarlega fjölmennum mótmælum. Tja, má vera að þau verði í stíl við þau mótmæli sem voru '68 vorið fræga.
Hver veit. Það má vera að næsti forseti Frakklands. Verði Marine Le Pen.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2013 | 23:47
Getur Berlusconi unnið næstkomandi sunnudag?
Svarið er einfalt - Já. En þar kemur margt til. Þetta snýst ekki bara um það að Berlusconi er mjög góður í því að reka kosningaherferðir. Heldur, kemur einnig til að hann er heppinn - ekki bara heppinn, heldur mjög svo. Það kemur þannig til sú heppni, að helsti andstæðingurinn. Sá sem lengi hefur litið út fyrir að vera nær öruggur með sigur. Hans flokkur er nú hamlaður af alvarlegu hneykslismáli.
Skv. síðustu skoðanakönnunum - hefur vinstrifylgin Bersani enn að meðaltali um 5% forskot.
En kannanir undanfarið benda til þess, að fylgi vinstrifylkingarinnar sé á niðurleið.
Á sama tíma, er hneykslið vatn á myllu mótmæla flokks náunga sem heitir Grillo, og það má vel vera að þeir vinstrimenn sem séu að yfirgefa vinstrifylkinguna. Séu að ganga til liðs við hann.
Útkoman getur því í reynd verið frekar á þá leið, að Bersani tapi kosningunni yfir til Berlusconi.
Hvaða hneyksli er þetta?
Þetta snýst um elsta banka í heimi, þ.e. Monte dei Paschi í borginni Síena, sem rambar nú á barmi gjaldþrots. Og borgarstjórn Síena, virðist djúpt innvikluð í hneykslið tengt falli bankans. Og þar fer flokkur Bersani með völd.
Þó Bersani beri enga ábyrgð beint, þá virðist þetta skaða ímynd vinstrifylkingarinnar, sem nokkurs konar tiltölulega "heiðarlegur" valkostur.
-----------------------------
Það er mjög mikil heppni fyrir Berlusconi, að þetta mál virðist vera að blossa upp af sífellt meiri krafti - einmitt þegar kosningabaráttan er á fullum gangi.
Þó má vel vera, að fjölmiðlar þeir sem eru í eigu Berlusconi sjálfs, séu að gera sitt besta - til að magna upp málið í augum kjósenda.
Þetta er samt hvalreki fyrir hann.
Óttinn við Berlusconi er farinn að valda skjálfta í Berlín!
Tja Merkel kvá algerlega fyrirlíta Berlusconi - þannig að með Berlusconi mun aftur vera frost á milli Berlínar og Rómar. Der Spiegel: Berlin Warns Italians against Berlusconi
German Finance Minister Wolfgang Schäuble...in an interview with the Italian newsmagazine l'Espresso late last week... "Silvio Berlusconi may be an effective campaign strategist," ... "But my advice to the Italians is not to make the same mistake again by re-electing him."
"German Foreign Minister Guido Westerwelle told the center-left Süddeutsche Zeitung - "We are of course not a party in the Italian campaign," "But whoever ends up forming the next government, we are emphatic that (Rome's) pro-European path and necessary reforms are continued."
Þó Westerwelle tali undir rós, þá er ljóst að vegna þess, að Berlusconi hefur með mjög áberandi hætti, beint kosningaherferð sinni gegn, niðurskurðarstefnu ríkisstjórnar Mario Monti á sl. ári; að hann er að segjast vonast eftir því að einhver annar en gamli bragðarefurinn nái kjöri.
Síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar má engar kannanir birta!
Ítalía er eitt af ríkjum Evrópu með þessa reglu. Þannig að síðustu kannanir sem heimilt var að opinbera, komu fram fyrir tveim vikum.
Það verður nú kosið um næstu helgi. Engin leið að vita hvort að áfram hefur fjarað undan vinstrifylkingunni hans Bersani. Eða hvort að honum hefur tekist að ná vopnum sínum, lokadagana.
Kosningin getur því farið þannig að Berlusconi vinni meirihluta í neðri deild ítalska þingsins, þ.e. nauman meirihluta.
Á hinn bóginn, þ.s. flestir fréttaskýrendur eru sammála um. Að nær útilokað sé að hann sigri í efri deildinni, sem eins og Öldungadeild Bandaríkjaþings eru fulltrúar einstakra héraða. Þannig að þá þarf að vinna í hverju héraði fyrir sig. Til að ná þar meirihluta.
Og vegna þess, að bæði Mario Monti sem fræðilega myndi hafa fylgi er dygði í því tilviki til að mynda meirihluta samsteypustjórn, og Bersani. Hafa algerlega hafnað samstarfi við Berlusconi.
Reyndar hefur Bersani sagt e-h á þá leið, að þá verði kosið aftur.
Þá getur Ítalía staðið frammi fyrir 2-földum kosningum með 3-mánaða millibili. Eins og Grikkland gekk í gegnum á sl. ári.
Og á meðan, ríki pólitískt kaos.
- Ótti manna er augljós - að slík útkoma myndi starta evrukrísunni aftur!
Niðurstaða
Sannarlega má einnig vera, að vinstrifylking Bersani sigri með nokkrum yfirburðum. En a.m.k. 1/3 ítalskra kjósenda er enn óákveðinn, eða var það fyrir tveim vikum. En eins og staðan var þegar lokakannanirnar komu fram. Virtist vera að fjara undan vinstrifylkingunni, vegna tjónsins sem hún hefur orðið fyrir af völdum hneykslismáls tengt elsta banka í heimi, í borg undir stjórn flokks Bersanis.
Flokkur Grillo, sem hefur risið upp sem allsherjar mótmælaflokkur gegn spillingu í bankakerfinu - innan pólitíska kerfisins, og einnig sem hróp hluta almennings gegn hnignandi lífskjörum. Yrði sannarlega sigurvegari kosninganna. En sá flokkur virtist í síðustu könnunum, vera á siglingu. Sennilega einna helst að græða á tilteknu hneykslismáli.
Ef flokkur Grillo tekur nægilega mikið fylgi af vinstrifylkingu Bersani - en flokkur Grillo virðist alls ekki höfða til líklegra kjósenda hægri fylkingar Berlusconi; þá getur vel farið þannig að Berlusconi vinni nauman sigur í neðri deild ítalska þingsins.
Sem líklega þíðir pólitískt kaos á Ítalíu. Þ.s. hinir flokkarnir hafa gefið út. Að þeir neita að vinna með Berlusconi. Margir óttast, að slík útkoma geti startað evrukrísunni á ný.
- Fylgjast með á sunnudaginn nk.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar