Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
19.2.2013 | 00:35
Reiknað með að Frakkland komi undir þrýsting!
Þetta kemur til af því að skv. fréttum þá mun Framkvæmdastjórn ESB birta nk. föstudag spá sína um framvindu efnahagsmála í einstökum aðildarríkjum, ásamt spá um stöðu reksturs einstakra ríkissjóða. Frakkland er þegar búið að viðurkenna, að yfirlíst markmið um lækkun halla. Munu ekki nást sbr.: Low growth forces Hollande retreat. En það kemur til vegna þess, að spá ríkisstjórnar Frakklands um framvindu efnahagsmála er augljóst ekki að standast - og er það sennilega nokkuð víð gjá milli.
- Það getur því verið nokkuð forvitnilegt að sjá, hvað Framkvæmdastjórn ESB telur framvindu efnahagsmála líklega vera, og að auki hve mikill hún telur halla franska ríkisins verða í ár.
- Útlit er fyrir að franska ríkið ætlist til þess, að samt verði ekki farið fram á við Frakka að frekar verði skorið niður - til að ná fyrirhuguðu viðmiði.
- En það er einnig atriði sem áhugavert verður að fylgjast með, hvort Framkvæmdastjórnin mun krefjast - frekari niðurskurðar. Eða hvort að frönsk stjv. ná að fá fram vægari meðferð.
Sem setur í skemmtilegt samhengi, að á þriðjudag 19/2 mun Hollande koma í opinbera heimsókn til Grikklands, þ.s. reiknað er með því - að Hollande muni leggja ríkt á við grísk stjv. að standa við undirrituð markmið m.a. um niðurskurð: Hollande wrestles with austerity demands.
"Jörg Asmussen, German member of the European Central Banks executive board, left no doubt about what he thought last week. (I) believe personally that it is particularly important that France reduces its deficit below 3 per cent this year, he said, adding that France and Germany have a particular responsibility to set an example to the rest of the eurozone."
Ljóst um viðhorf fulltrúa Þýskalands í stjórn Seðlabanka Evrópu.
En þetta er auðvitað punktur - að sama skuli gilda um alla.
Fyrst að löndin 2, þ.e. Frakkland og Þýskaland séu að krefja ríki í vanda um niðurskurð og launalækkanir, þá líti það ekki sérlega vel út - ef þau sjálf neita að beita sig því sama.
Þetta má kalla "sanngirnisrök" - á hinn bóginn, er óvíst að þetta sé hagfræðilega snjallt.
En niðurskurður Frakka, auðvitað bætist ofan á niðurskurðaraðgerðir í S-Evrópu. Og þá enn frekar minnkar eftirspurn innan Evrusvæðis.
Sem meðan að einkahagkerfið er klárt skv. hagtölum ekki í vexti, myndi að líkum auka á samdrátt enn frekar.
Aftur á hinn bóginn, ef Frakkar bersýnilega eru að láta aðrar reglur gilda um sig - þá getur það minnkað enn frekar vilja ríkisstjórna í S-Evrópu. Að fylgja kröfum Frakka og Þjóðverja.
Niðurstaða
Þó staða Frakkland sé áhugaverð, þar sem sterkar vísbendingar eru um samdrátt. Þá verður einnig áhugavert að sjá spá Framkvæmdastjórnarinnar um framvindu mála fyrir önnur aðildarríki. Ekki síst Þýskaland, sem var með enn meiri samdrátt á síðustu 3. mánuðum 2012 þ.e. -0,6% en Frakkland eða -0,3%.
En spennan verður ekki einungis um það, hvort Frakkland hangir ofan við 0% þetta ár, heldur ekki síður hvort það mun eiga við sjálft Þýskaland.
Ég þykist nokkuð viss um að Frakkland verður með samdrátt. Kannski ekki meiri en á bilinu 0,5-1%. Jafnvel, á bilinu 0,2-0,6%. En ekki er síður áhugavert - hvort að Þýskaland verður einnig togað niður af kreppunni á evrusvæði.
Þá vegna samdráttar í útflutningi til S-Evr. landa. Sem hafa verið mikilvægir markaðir fyrir bæði löndin þ.e. Frakkland og Þýskaland.
Kv.
18.2.2013 | 00:03
Einungis einn af hverjum þrem Bretum vill áframhaldandi aðild að ESB!
Sá þessa frétt á vef Financial Times, sjá: Only one in three wants UK to stay in EU. En könnunin er á vegum samstarfsfyrirtækis FT. Þannig að ég á von á því að hún hafi verið vandlega unnin.
Þátttakendur í FT Harris Poll, 2.114 fullveðja einstaklingar. Framkvæmd milli 29. janúar og 6. febrúar sl.
----------------------------------------------------
Niðurstöður
- 50% myndu kjósa, að Bretland fari úr ESB.
- 33% myndu kjósa, að Bretland verði áfram meðlimur.
- 17% myndu kjósa hvorugan kostinn.
- 50% styðja að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram.
- 21% eru á móti þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild.
Þeir sem völdu að Bretland myndi fara, voru spurðir nánar.
- 12% af þeim sögðust örugglega skipta um skoðun, ef Bretland nær fram sínum markmiðum í samningum við ESB.
- 47% þeirra sögðu, að það væri hugsanlegt að þeir myndu skipta um skoðun, ef Bretland nær markmiðum sínum í samningum við ESB.
- 41% þeirra sögðu, að það væri af og frá að niðustaða samninga, hefði áhrif á þeirra skoðun.
Önnur áhugaverð svör:
- 45% svarenda telja að Bretland græði nettó á aðild.
- 34% telja að svo sé ekki.
- 86% óttast, að verið geti að óvissan um aðildina skaði hagkerfið.
- einungis 31% telja að breska hagkerfið væri veikara utan ESB.
- "Harris (Poll) found that voters ranked the EU at only 14th in a list of 15 priorities for the UK, with healthcare, education and economic growth in the first three slots."
----------------------------------------------------
Niðurstaða
Miðað við þessa útkomu. Þá virðist blasa við. Að þeir sem vilja að Bretland verði áfram í ESB. Muni leitast við að magna upp hræðsluna við afleiðingar þess, að ef Bretland fer. En miðað við svör virðist ótti vera ein hugsanleg leið til að hafa áhrif á kjósendur. Hin leiðin verði, að tala upp hverja þá niðurstöðu sem verður. Af útkomu saminga ríkisstjórnar Bretlands við aðildarríkin. En eins og sést af könnuninni. Þá er töluverður hluti Nei-ara til í að skipta um skoðun. Ef þeir sannfærast um ágæti samkomulags.
Eitt er þó ljóst að annarsvegar er niðurstaðan eftir 3 ár ekki fyrirfram gefin, og hinsvegar að þeir sem vilja að Bretland verði áfram meðlimur að ESB - eiga á brattann að sækja miðað við núverandi afstöðu almennings í Bretlandi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2013 | 22:30
Landsfundur VG getur orðið forvitnilegur!
Það virðast flestir fjölmiðlamenn reikna með því að Katrín Jakobsdóttir taki við sem formaður. En er það líkleg útkoma? Ég mynni fólk á að Framsóknarflokkurinn stóð frammi fyrir sambærilegri stöðu haustið 2008, að vera kominn niður í milli 5-6% í skoðanakönnunum. Það var haldinn auka landsfundur í janúar 2009. Og mjög stórar breytingar gerðar á forystu flokksins.
Svo ég set fram þá spurningu: verður stór eða lítil breyting?
Ég bendi á, að breytingin á Framsókn á sínum tíma. Skóp í framhaldinu nýja fylgisstöðu. Þó að niðurstaða kosninga 2009 hafi ekki verið "brillíant" sögulega séð miðað við eldri sögu flokksins. Voru þau þó miklu mun hagstæðari. En útlit haustsins á undan benti til.
Mér finnst þetta ekki vera neitt "absúrd" samanburður, að fræðilega geti VG endurtekið þennan árangur, svo fremi að breytingin á forystunni sé nægilega stór!
Ég er að tala þá um, að enginn af þeim sem hafa verið ráðherrar í núverandi ríkisstjórn, verði áfram í forystu flokksins. Það verði skipt út, annaðhvort nærri eins rækilega og gert var í Framsókn, eða eins rækilega?
-------------------------------
Eða verður einungis "kosmetísk" breyting? Varaformaður tekur við af formanni. Og Katrín gerir tilraun til að koma fram með flokk sinn, eins og hann sé orðinn - nýr og endurnýjaður.
Þó ekkert annað hafi breyst.
Ef það verður útkoman, þá efa ég að kjósendur verði sérlega "impóneraðir" - að ef einhver fylgisuppsveifla á sér stað, verði sú lítil.
VG endi kannski með á bilinu 6-8%. Jafnvel minna.
-------------------------------
Ef aftur á móti VG geri stóra breytingu - jafnvel yfirgefi stjórnarsamstarfið fyrir kosningar. Nokkurs konar minnihluta starfsstjórn - með mjög takmarkað umboð sitji fram að kosningum. Kannski Samfylking ein.
Öll forystan verði endurnýjuð - nýir ferskari vindar umleiki flokkinn fram að kosningum.
Þá má vera, að VG nái fylgi svipuðu á við fylgi Framsóknar í kosningunum 2009.
- Ég hvet fólk til að leggja orð í belg - og segja hvað þið haldið að muni gerast.
- Hver er spá ykkar um fylgi VG? Í þeirri sviðsmynd sem þið teljið líklega?
Niðurstaða
Frétt helgarinnar er án nokkurs vafa, tilkynning Steingríms J. að hann ætli ekki að vera formaður Vinstri Grænna lengur. Ég tók eftir orðum hans, í frétt RÚV. En þar talaði hann um "endurnýjun forystunnar."
Sem getur þitt, að hann hafi meint afsögn sína eina. En einnig, að hann hafi meinað - mun stærri breytingu á forystu VG.
Hver verður útkoman. Verður spennandi. En að mínu viti, hafandi í huga nýlega sögu Framsóknarflokksins, sem var í svipaðri stöðu haustið 2008 og VG virðist nú í vera.
Þá blasir við, hafandi í huga árangurinn sem varð innan Framsóknarflokksins af stóru byltingunni í flokknum, að það sé líklega einnig til staðar tækifæri fyrir VG. Í því að gera sem mesta breytingu og sem víðtækasta á forystunni.
Jafnvel svo, að VG geti náð fram vopnum sínum með eins öflugum hætti, og átti við Framsókn í kosningunum vorið 2009.
- Það verður áhugavert að sjá svör lesenda, um það hvað þið haldið!
Ps: Katrín ætlar að bjóða sig fram. Ég er efins að varaformaður sl. 10 ára auk þess ráðherra í núverandi ríkisstjórn, geti komið fram sem ferskur andi í ísl. stjórnmál sem formaður.
- En einn möguleiki er að VG sé á leið í þá endurtekningu vegferðar Framsóknar, að eftir að Dóri hætti voru tíð formannskipti. En Dóri einmitt fór frá og varaformaður Jón Sig. tók við. Og það dugði ekki til að lyfta flokknum fyrir þær kosningar. Og flokkurinn hélt áfram að dala - þvert á móti kjörtímabilið á eftir.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2013 kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2013 | 20:37
Magnað sjónarspil í Rússlandi! Loftsteinn springur yfir borg!
Þetta er ekki síst magnað vegna þess, að slíkir atburðir geta verið á svo víðum stærðarskala. Sambærilegur atburður átti sér síðast stað á Jörðinni 1908 yfir Tunguska. Þegar loftsteinn eða halastjarna sprakk yfir Tunguska, sprenging sem orsakaði eyðileggingu á svæði 2.150 ferkílómetrar að stærð. Til að setja það í annað samhengi. Cirka sambærilegt að umfangi og dygði til að leggja í auðn eina af stærri milljónaborgum Jarðar. Atburður sem getur því drepið milljónir manna í einu vetfangi.
Sprengingin felldi tugi milljóna trjáa, áætlað að sprengikrafturinn hafi verið á bilinu 10-15 megatonn. Eða margfaldur kraftur Hiroshima eða Nagasaki sprengnanna.
Enginn fórst, en ef loftsteinninn sem sprakk nú yfir Rússlandi, hefði verið sambærilega stór. Þá væri vart nokkur til frásagnar af þeim atburði í Chelyabinsk.
Horfið á vídeóið. Og ímyndið ykkur stærðarskala Tunguska sprengingarinnar, til samanburðar. Þá hefðu ekki rúður brotnað - bara. Heldur eins og í myndum gerðar af ímynduðum kjarnorkusprengingum, veggur af lofti hefði þeytt byggingum niður í radíus að umfangi 30-40 km. Líklega dugað til að ekkert hefði staðið eftir af Chelyabinsk.
Sjá - Tunguska atburðurinn.
Meteor Explosion in Russia Hurts Hundreds of People: Reports
'Significant Thermal Explosion': Meteorite Strike in Russia Injures Almost 1,000
Meteor strike injures hundreds in central Russia
Russian meteor will teach us about future bigger hits
Það er ekki af ástæðulausu að vísindamenn hafa talað reglulega fyrir því, að eitthvað sé gert til að bregðast við þessari hættu.
Fræðilega er það hægt, sbr:
TOP 10 WAYS TO STOP AN ASTEROID
En engin þessara leiða er auðveld í framkvæmd - auk þess, að rétta tæknin þarf að vera fyrir hendi. Þannig að slíkt sé yfirleitt framkvæmanlegt.
Ekkert er unnt að gera, ef viðkomandi hlutur er ekki uppgötvaður með a.m.k. hálfs til eins árs fyrirvara.
Síðan er mjög erfitt að áætla með vissu, hvort hlutur sé að stefna á Jörðina. Þegar sá er enn þetta langt frá. En mjög lítil stefnubreyting dugar til að hluturinn hittir ekki. Ef sá er enn t.d. milljón km. frá Jörðu.
Þess vegna fræðilega getur dugað t.d. að lýsa á viðkomandi hlut, með gígantískum laser á braut um Jörðu - svo maður nefni dæmi. Sem sennilega yrði að vera kjarnorkuknúinn. Því orkan þarf að vera svo mikil. En ef ein hlið er hituð, getur uppgufunin út í geyminn ein og sér dugað, ef hluturinn er enn milljón km. í burtu eða meir.
Sennilega væri risalaser minna pólitískt erfiður, en t.d. batterí af eldflaugum í geimstöð á sporbaug umhverfis Jörðu, hlaðnar kjarnasprengjum.
Tölvuteiknuð mynd af geimkanna knúinn af sólarsegli!
Og risalaser getur þess á milli, gert margt gagnlegt. T.d. knúið geimför frá braut Jarðar, með því að lýsa á sólarsegl. Þau mættu vera lengra í burtu. T.d. á leið til Mars. Laserinn væri þá mótorinn staðsettur á sporbaug yfir Jörðu. En geimfarið hefði ekkert eldsneyti. Enga eldflaugahreyfla. Nema þau för sem ættu að lenda. Einnig gætu þetta verið geimkannar, á leið héðan hvert sem er - eiginlega.
Þetta er ein af hinum vinsælu framtíðarhugmyndum. Að sameina í einu tæki, varnarkerfi Jarðar og leið til að senda með hagkvæmum hætti geimkanna eða geimför, um Sólkerfið. Væri mjög skilvirkt.
Niðurstaða
Sprengingin yfir hinni Rússnesku borg. Minnir okkur á að mennirnir eru enn fjarska litlir gagnvart náttúrunni. En geimurinn getur hvenær sem er, orsakað atburði sem geta eitt hér öllu lífi. Eða þá einungis einstökum borgum. Eða siðmenningu mannsins.
Það er vel mögulegt að verja Jörðina gagnvart þeirri vá. Ég lýsi einni hugmynd. Þeirri sem mér persónulega líst best á.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 16.2.2013 kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tvær fréttir:
- Fitch Rating hefur hækkað lánshæfi Íslands úr BBB- í BBB.
- Skv. Eurostat er mældur efnahagssamdráttur á evrusvæði, 4. ársfjórðung 2012 0,6%. Mesta fall síðan 1. ársfjórðung 2009. Þegar atburðarásin vegna falls Lehmans bankans var í fullum gangi.
Sjá Reuters um ákvörðun Fitch Rating: Fitch raises Iceland's long-term foreign currency issuer default rating
Röksemdafærsla Fitch:
- "The Icelandic economy has displayed the ability to adjust and recover at a time when many countries with close links to Europe have stumbled in the face of adverse developments in the eurozone. The economy grew by a little over 2% in 2012, notwithstanding continued progress with deleveraging economy-wide. Macroeconomic imbalances have corrected and inflation and unemployment have continued to fall."
- "Iceland has continued to make progress with fiscal consolidation following its successful completion of a three-year IMF-supported rescue programme in August 2011. Fitch estimates that the general government realised a primary surplus of 2.8% of GDP in 2012, its first since 2007, and a headline deficit of 2.6% of GDP. Our forecasts suggest that with primary surpluses set to rise to 4.5% of GDP by 2015, general government balance should be in sight by 2016."
- "In contrast to near rating peers Ireland ('BBB+') and Spain ('BBB'), Iceland's general government debt/GDP peaked at 101% of GDP in 2011 and now appears to be set on a downward trajectory, falling to an estimated 96% of GDP in 2012. Fitch's base case sees debt/GDP falling to 69% by 2021. Net public debt at 65% of GDP in 2012 is markedly lower than gross debt due to large government deposits. This also contrasts with Ireland (109% of GDP) and Spain (81% of GDP). Renewed access to international capital markets has allowed Iceland to prepay 55% of its liabilities to the IMF and the Nordic countries."
- "Risks of contingent liabilities migrating from the banking sector to the sovereign's balance sheet have receded significantly following the favourable legal judgement on Icesave in January 2013 that could have added up to 19% of GDP to public debt in a worst case scenario. Meanwhile, progress in domestic debt restructuring has been reflected by continued falls in commercial banks' non-performing loans from a peak of 18% in 2010 to 9% by end-2012. Nonetheless, banks remain vulnerable to the lifting of capital controls, while the financial position of the sovereign-owned Housing Finance Fund (HFF) is steadily deteriorating and will need to be addressed over the medium term."
- "Little progress has been made with lifting capital controls and EUR2.3bn of non-resident ISK holdings remain 'locked in'. However, Fitch estimates that the legal framework for lifting capital controls will be extended beyond the previously envisaged expiry at end-2013, thereby reducing the risk of a disorderly unwinding of the controls. Fitch acknowledges that Iceland's exit from capital controls will be a lengthy process, given the underlying risks to macroeconomic stability, fiscal financing and the newly restructured commercial banks' deposit base. However, the longer capital controls remain in place, the greater the risk that they will slow recovery and potentially lead to asset price bubbles in other areas of the economy."
- "Iceland's rating is underpinned by high income per capita levels and by measures of governance, human development and ease of doing business which are more akin to 'AAA'-rated countries. Rich natural resources, a young population and robust pension assets further support the rating."
- Ríkisstjórnin má eiga það. Að hún raunverulega hefur skorið töluvert niður útgjöld.
Á hinn bóginn hefur aðferðin verið gölluð þ.e. skera jafnt á alla liði þ.e. þvert yfir - ár eftir ár eftir ár eftir ár. Afleiðingin af slíkum niðurskurði, getur verið stór reikningur síðar.
Eins og sést á ástandi bygginga Landspítala sem virðast ekki hafa fengið nærri því nægilegt viðhald sl. 4 ár, að auki hefur ekki verið nægt fé til endurnýjunar tækja o.s.frv. Eins og fram hefur komið undanfarið, virðist ástand mála nærri brún hruns innan heilbrigðiskerfisins.
Sennilega vita sérfræðingar Fitch ekki af þessu. En í ástandi húseigna ríkisins getur legið mjög stór bakreikningur ef skortur á viðhaldi hefur endurtekið sig, einnig þvert yfir kerfið - eins og niðurskurðurinn.
- Vandi við flatann niðurskurð, er sá að hann er yfirleitt ekki raunveruleg útgjaldaminnkun til lengri tíma litið. En er þó ásættanleg bráðaaðgerð þegar áfall kemur. En þá einungis til að vinna tíma, svo raunverulegur niðurskurður geti farið fram.
Raunveruleg útgjaldastaða ríkissjóðs litið fram til næstu ára. Getur því verið umtalsvert lakari en áætlanir ísl. stjórnvalda, sem þeir virðast hafa til hliðsjónar þegar þeir meta ástandið hérna.
------------------------------
Hagvöxtur sl. 4 ár hefur verið vegna gengisfalls krónunnar sbr. aukningu ferðamanna. En einnig vegna hagstæðra aðstæðna í hafinu þ.e. góð loðnuveiði og ekki má gleyma makrílnum. Sem hefur gengið hingað í vaxandi mæli þessi ár. Mjög heppilegt að fá nýja verðmæta afurð.
Ríkisstjórnin fékk þannig séð lottóvinning frá móður náttúru.
Ég þannig séð, kvarta ekki - því annars hefði ástandið verið töluvert lakara.
Á hinn bóginn. Er erfitt að sjá að unnt sé að treysta á slíka lottóvinninga áfram. En makrílinn getur bæði farið sem komið, loðna er mjög sveiflukennd einnig eins og við þekkjum, sem skammlífar tegundir alltaf eru þ.e. lifir 2 ár hrygnir og deyr, ef fá seiði komast á legg eitt skiptið er sá árangur miklu minni og veiði þá kannski tugum prósentum minni þegar sá árgangur hrygnir.
- Það er megin galli ríkisstjórnarinnar. Að hafa ekki komið af stað neinni framtíðaruppbyggingu. Landið er statt núna. Í gamla klassíska hagkerfinu þ.e. fiskveiði. Ríkisstj. hefur ekkert gert til að hefja okkur aftur úr því fari.
- En það hagkerfi er mjög sveiflukennt. Eins og ber að skilja, þegar einstakir stofnar geta sveiflast í veiði um prósentu tugi milli einstakra ára.
------------------------------
Starfsmenn Fitch réttilega benda á að sigurinn í Icesave skiptir miklu máli.
------------------------------
Samanburður Fitch á stöðu Ísland vs. Spánar vs. Írlands. Er áhugaverður. En skv. honum virðist staða ríkissjóðs Íslands vera ívið skárri.
Skuldastaða 2021 69% telja þeir líklegt. Sem þíðir þá væntanlega að skuldalega ættum við að uppfylla skilyrðin um evruna rétt fyrir 2025.
Eða innan næstu 12 ára.
Ég held að það sé mögulegt að lækka þessar skuldir enn hraðar - - en það mun krefjast þess að takist að hefja kröftuga atvinnu-uppbyggingu.
En það á að stefna helst að því að skuldir fari niður fyrir 40%.
En ég bendi á að 60% staða er langt í frá örugg sbr. þ.s. kom fyrir Spán. En spænska ríkið skuldaði rétt innan við 60% v. upphaf árs 2009. En síðan hefur sigið hratt á ógæfuhliðina.
Þegar Ísland lenti í hruninu voru skuldir mjög nærri 20%.
- Óstöðugt hagkerfi - - þarf sennilega á því að halda, að ríkisskuldir séu mjög lágar.
- En Ísland getur tekið mjög snöggar djúpar dýfur, og þá getur afgangur af ríkisrekstri mjög snögglega orðið að stórum halla. Þannig, að mjög brýnt er að hafa fremur drjúgt borð fyrir báru.
------------------------------
Starfsmenn réttilega benda á að höftin feli í sér hættu á bólumyndun. Það er hætta sem þarf að taka á. Ein hættan er ekki síst vegna lífeyrissjóðanna. Sem geta ekki fjárfesta allt það fé sem þeir fá frá greiðslum launþega.
Sú hugmynd er uppi, að tímabundið lækka iðgjöld um helming. Bæta þannig hag launamanna í nær tíma. En meðan að lífeyrissjóðir geta hvort eð er ekki komið peningunum í lóg með hagkvæmum hætti. Þá eru lífeyrisþegar ekki að tapa nokkru skv. þeirri aðgerð.
En þeirri mótbáru hefur verið fleygt fram - að lækkun iðgjalda úr 12% í 6% skerði réttindi. En það stenst ekki. Meðan að sjóðirnir ráða ekki við að koma umframfénu í hagkvæmar fjárfestingar. Þess í stað, fer dæmum fjölgandi þ.s. sjóðirnir eru að kaupa upp hlutabréf - eignir. Hækka verð þeirra, án þess að vísbendingar séu um það að þær hækkanir séu í samræmi við hagþróun eða stöðu þeirra fyrirtækja sem við á.
Klár vísbending um hugsanlega bóluþróun í startholum. Þetta er fræðilega unnt að stöðva með lækkun iðgjalda - - meðan höftin eru enn til staðar. En ef sú bóla springur - verður tjón sjóðanna algerlega örugglega, mjög umtalsvert.
Um leið og þau hafa verið losuð, lágmarks jafnvægi komist á annað fjármagnsstreymi. Má ef til vill heimila sjóðunum, að senda fé úr landi - til að fjárfesta það.
- En peningar sjóðanna mega ekki flæða út samtímis og aðrir peningar eru að fara, því þá myndi gengið lækka enn meir. Það getur þítt, að höft verði að vera á sjóðina um eitt extra ár.
Kreppa á evrusvæði!
Euro-Area Economy Shrinks Most Since Depths of Recession
Eurozone economy falls short of forecasts
Eurozone recession hits Germany hard
Skv. fréttum er samdráttur sá er mældist á 4. ársfjórðungi 2012. Ívið meiri en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. T.d. virðist Þýskaland hafa dregist saman um 0,6%. Frakkland um 0,3%.
Það er töluvert meiri samdráttur en sama tímabil 2011 er Þýska hagkerfið skrapp saman um 0,3% en síðan reis aftur um 0,1% 1. fjórðung 2012. Svo það má setja spurningamerki við það, hvort líklegt sé að Þýskaland hefji sig upp í 0,1% í plús eftir svo stóran skell síðustu 3 mánuði 2012?
- Þetta getur nefnilega verið vísbending þess, að kreppan sé verri á evrusvæði. En sérfræðingar stofnana ESB hafa talið.
Það þarf því að fylgjast mjög vel með því hvað kemur út úr tölum fyrir 1. fjórðung 2013.
En ef Þýskaland segjum mælist með -0,2 þá er það skv. reglum Framkvæmdastj. ESB komið í kreppu.
Það væri sama sveifla milli tímabila og Q4 2011 vs. Q1 2012.
Niðurstaða
Það er mikilvægt að lánstraust Íslands fer batnandi. En sú staða sýnir einnig. Að það er tækifæri til staðar til að lyfta þeirri stöðu enn frekar.
Við vitum að ríkisstjórnin gerði nánast ekki neitt til að lyfta hagvexti. Þannig, að útkoma hagkerfisins er þrátt fyrir ríkisstjórnina - ekki hennar vegna.
Hún má hún eiga, að hún a.m.k. skaðaði ekki þá litlu uppsveiflu sem verið hefur í gangi. En lágmarkið er að ef þú ert ekki að gera gagn - - að a.m.k. ekki vinna tjón.
Kannski stóðst hún það lágmark. En kannski ekki.
- En ég tel að nýir stjórnendur verði þegar í byrjun, að láta framkvæma úttekt á húseignum ríkisins. Til að komast að því hvort það er falinn kostnaður af völdum viðhaldsleysis á flr. byggingum en húseignum ríkisspítalanna.
- Að auki má vera að falinn kostnaður vegna dráttar á endurnýjun nauðsynlegs búnaðar megi finna stað víðar en á spítölunum.
Best að álykta ekki fyrirfram um líklega stöðu þessara þátta.
------------------------------
Kreppan á 4. fjórðungi 2012 er verulega dýpri en hún var á 4. fjórðungi 2011. Hagkerfi evrusvæðis náði að klóra sig í mjög smáan hagvöxt 1. fjórðung 2012. Eiginlega kyrrstaða. En 1. fjórðung 2013 virðist mér síður líklegt að sú útkoma verði endurtekin.
Lakari útkoma 4. fjórðungs 2012 getur því gefið vísbendingu þess efnis. Að evrusvæðis kreppan fari versnandi - eins og ég hef talið líklegra en ekki.
Tölur fyrir 1. fjórðung þessa árs koma þó líklega ekki fram fyrr en rétt eftir mánaðamót febrúar/mars.
Þó munu óháðar niðurstöður liggja fyrir fyrr. Og gefa vísbendingar.
Ég held að evrusvæði verði í samdrætti hvern einasta fjórðung þessa árs. Það verði ekki viðsnúningur seinni hluta ársins - eins og Seðlabanki Evrópu heldur fram annað árið í röð. En sama spá fyrir sl. ár stóðst ekki, en Seðlabanki Evr. hefur ekki gefist upp á að reikna með því að stefnan gangi upp.
Kv.
13.2.2013 | 23:03
Fríverslun milli Bandaríkjanna og ESB?
Það sem vekur athygli mína í lesningu umfjöllunar heimsfjölmiðla um hugmyndir Obama forseta og Barroso Framkvæmdastjóra ESB, er hve lágir tollarnir eru sem eru nú innan heimskerfisins.
Ath. Ísland nýtur að sjálfsögðu einnig þessara tolla skv. "Most favoured nation status" reglunni, sem er ein meginregla Heimsviðskiptastofnunarinnar - sjá: Trade without discrimination
"Under the WTO agreements, countries cannot normally discriminate between their trading partners. Grant someone a special favour (such as a lower customs duty rate for one of their products) and you have to do the same for all other WTO members."
Þetta er mjög mikilvæg regla, en "WTO" er ætlað að stuðla að stöðugt frjálsari heimsviðskiptum.
Þessi regla er eitt aðalvopnið í því skyni.
Þannig að ljóst er, að við Íslendingar njótum sömu kjara gagnvart Bandaríkjunum og ESB, og þau veita hvoru öðru sbr:
"Rocky road lies ahead in trade pact talks
The tariffs between the two partners are actually low, averaging only about 4 per cent, according to the European Commission, the EUs executive arm."
Takið eftir, meðaltoll-álagning um 4%. Sennilega á þetta við iðnaðarvörur.
Þetta er bakgrunnurinn, þegar EES sleppir, þegar EFTA sleppir, þegar ESB sleppir.
Skv. reglunni, hafa þá Kínverjar - Japanir - S-Kóreubúar; einnig þessi sömu réttindi. Í reynd allir meðlimir Heimsviðskiptastofnunarinnar.
- Gott að hafa þessar straðreyndir í huga - þegar menn básúna það að Ísland eigi allt undir því að vera meðlimur að EES, kannski átti það við fyrir löngu síðan, en ekki lengur.
- Að sama skapi, er það ekki krítískt að ganga í ESB.
- Tek fram að ég er ekki að leggja til uppsögn EES. Einungis að benda á, að þróun heims viðskipta hefur minnkað mikilvægi þeirra samninga.
- Að auki mun Evrópa hafa mjög lélegan hagvöxt næstu áratugina. Lélegri en önnur svæði.
Þessu tilraun til að skapa fríverslun þessara tveggja aðila. Getur því verið mjög mikilvæg! Ef af þessu verður!
Ef Bandaríkjunum og ESB tekst að samræma viðmið þ.e. reglur um öryggi matvæla, staðla, og reglur um viðskipti almennt.
Þá líklega verða þær reglur mjög ríkjandi í heimsviðskiptum þaðan í frá.
En það getur þó reynst þrautinni þyngra.
Bandaríkin framleiða mikið af matvælum sem eru genabreitt. Samtímis því að Evrópa setur slíkum matvælum mjög strangar skorður.
En samtímis, er erfitt að sjá að slíkur samningur geti komist í gegnum Bandaríkjaþing. Ef bandar. matvælaframleiðsla fær engin umtalsverð aukin verslunarfrýðindi innan Evrópu.
Bandaríkin og ESB hafa tekist mjög harkalega á um þessar reglur, innan Heimsviðskiptastofnunarinnar, þ.e. bæði reglur um genabreytt matvæli og reglur sem takmarka aðgang fyrir kjöt sem er frá hormónabættum gripum.
Að sjálfsögðu yrði þá Evrópa að heimila bandarísk heimilistæki, sem í dag eru útilokuð hérlendis skv. reglum EES.
--------------------
EFTA á að leita eftir aðgangi að slíku svæði ef það verður til. Ég sé enga ástæðu af hverju Bandaríkin t.d. ættu að hafna slíkri málaleitan. Að auki, liggur beint við að önnur NAFTA lönd einnig gangi í það.
Ég sé það fyrir mér að þær reglur sem Bandaríkin og ESB hafa mótað sameiginlega, myndu þá gilda sem "template" þ.e. aðrir gangi inn í það regluverk. Ekki yrði um nýja samninga.
Á hinn bóginn, sé ég ekki Bandaríkin samþykkja annað en að sameiginlegt regluverk verði léttara, en þ.s. ESB viðhefur innan sambandsins. Þannig að slíkt svæði yrði þá með léttara regluverki en nú er innan ESB og EES.
En Bandaríkjaþing myndi ekki samþykkja, að viðskipti innan Bandaríkjanna verði heft í mjög íþyngjandi lagaramma.
Það atriði getur þó einnig reynst þrautinn þyngra.
En líklega verður það mótun hins sameiginlega regluramma - - sem verður langsamlega erfiðastur.
En ESB og Bandaríkin hafa um langt árabil nú, verið mjög á öndverðum meiði um mikilvæg atriði.
Barroso - ""These negotiations are not about compromising the health of our consumers for commercial gains," Mr. Barroso said. "We will not negotiate changes that we do not want of the basic rules, on either side, be it on hormones or on GMOs.""
Framkvæmdastjórnin gefur sér 2 ár til að ná þessum samningi - það verður mjög forvitnilegt.
En afstaða Barroso getur vart annað þítt, en að hafnað sé tilslökun vegna meginþáttar bandar. landbúnaðarframleiðslu - en nánast allt korn í dag innan Bandar. er erfðabreytt.
Fyrri tilraunir beggja aðila hafa hingað til strandað, vegna deilna sem ekki hafa reynst vera leysanlegar.
Niðurstaða
Obama ætlar sér stóra hluti í utanríkismálum. En afstaða ESB til landbúnaðarafurða. Getur reynst útiloka samkomulag. En ég á erfitt með að sjá það að þingmenn kornbeltis Bandaríkjanna samþykki samkomulag. Sem útilokar bandarísk korn frá markaði Evrópu. Sama um kjötframleiðslusvæðin.
Hingað til hefur strandað ávallt á landbúnaðarafurðum.
En ef af verður. Þá getur þetta orðið upphaf að miklu stærra. Það er sameiginlegu verslunarsvæði N-Atlantshafsþjóða.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.2.2013 kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2013 | 21:22
Að ætla sér að laga stöðu heimila er ekki popúlismi!
Það sjálfsagt ætti engum að koma á óvart. Að menn séu þegar farnir að rísa upp og fordæma hugmyndir sem fram komu á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Þar er sett fram almenn stefnumörkun um "leiðréttingu skulda heimila" - "afnám vísitölu" og "lækkunar skulda ríkisins."
Eyjan vakti í dag athygli á gagnrýni Jóns Steinssonar: Grein Jóns Steinssonar á Eyjunni.
Þar tekur Jón að sér hlutverk svokallaðs "strámanns."
Þ.e. sú tegund gagnrýni, að afflytja þær hugmyndir sem verið er að kasta rýrð á, og síðan gera gys að þeirri skrumskælingu.
- Málið er, að ályktunin er þannig séð listi yfir það sem þarf að gera.
- Á sama tíma er ekki útskýrt akkúrat hvernig.
- Hugmyndir um það eru í mótun.
Það þíðir þó að sjálfsögðu ekki að ekkert sé unnt að gera!
Hérna er hugmynd sem ég koma á framfæri á þinginu:
----------------
Tillaga að leið til þess að afskrifa lán fólks í vanda:
1. Ríkið stofni umsýslustofnun til þess að taka yfir og afskrifa húsnæðislán fólks í vanda, eða felur Íbúðalánasjóði þetta nýja hlutverk. Samkvæmt sérlögum um úrræðið fær viðkomandi stofnun rétt til að gera eignarnám í láni einstaklings, sem skv. skriflegum samningi milli þess einstaklings og viðkomandi stofnunar sú stofnun hefur fengið beiðni um að yfirtaka.
2. Einstaklingar leita sjálfir til viðkomandi stofnunar, og sækja um úrræðið.
3. Úrræðið felst í því, að viðkomandi stofnun kaupir lán viðkomandi af þeim banka sem á viðkomandi lán og afskrifar síðan réttur til þess að grípa til eignarnáms er einungis til vara. Skapa stofnuninni styrkari samningsstöðu.
4. Skv. samningi milli viðkomandi stofnunar og viðkomandi einstaklings, þess skuld stofnunin hefur samþykkt að taka yfir; þá afsalar einstaklingurinn á móti fasteign eða íbúð sinni til eignar yfir til viðkomandi stofnunar.
5. Viðkomandi einstaklingur þrátt fyrir það býr enn í viðkomandi fasteign eða íbúð skv. samningi milli viðkomandi og viðkomandi stofnunar, gegnt leigu sem er tekjutengd þess gætt að viðkomandi hrapi ekki niður í skilgreind fátækramörk.
6. Samningur milli stofnunar og viðkomandi einstaklings hafi 10 ára gildistíma. Má íhuga lengri eða skemmri.
7. Þegar gildistími rennur út fær viðkomandi einstaklingur 3 valkosti. A)Að kaupa aftur sína fyrri eign gegnt nýju láni. B)Leigja áfram en gegnt markaðsleigu. C)Flytja úr sinni fyrri eign.
8. Úrræðið stendur til boða í 1 ár.
ã» Ég tel að 10 ár sé nægur tími til þess, að stjórnvöldum verði mögulegt að framkalla efnahagslegan viðsnúning yfir það tímabil, þannig að lífskjör sem og húsnæðisverð líklega verði hagstæðara að því tímabili loknu.
ã» Þá á ég við, að þegar eign er seld aftur, verði það gegnt hærra söluverði en kaupverð eignar 10 árum áður.
ã» Að taka yfir húseign gegnt því að taka yfir lán til þess að afskrifa það, lágmarkar áhættu ríkisins. En úrræðinu mun fylgja kostnaður.
ã» Sá kostnaður lágmarkast að auki eftir því hve vel gengur að framkalla efnahagslegan viðsnúning yfir hið 10 ára tímabil.
Virðingarfyllst, Einar Björn Bjarnason
----------------
Þessi tillaga verður skoðuð af framkvæmdastjórn flokksins, skv. þeim loforðum sem ég fékk. Hef ekki hugmynd hvort henni verður beitt - en hugsa má ýmsar útfærslur.
Síðan er það áhugavert viðtal við Júlíus Sólnes frá 2010: Breyta vísitölunni - Sjá Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes
- 1200 milljarða skuldir heimila. 20% lækkun kosti ríkið um 300 milljarða er sagt.
- En þær skuldir eru almennt a.m.k. til 25 - 40 ára.
- Það dreifir álaginu á lækkun skulda yfir línuna á mörg ár.
- Getur lækkun styrkt eignasafn sjóðanna?
- Hann telur ástandið svipað og þegar launavísitalan var tekin af í mikilli verðbólgu á miðjum 9. áratugnum, lán hækkuðu en laun stóðu í stað, allt var vitlaust í þjóðfélaginu, svokallaður Sigtúns hópur varð til, Ögmundur Jónasson var einn helsti talsmaður hans.
- Hreyfingar launþega hafi þá stutt hugmyndir Sigtúns hópsins - á endanum var lánskjara vísitölunni breytt 1989 og hún endurreiknuð, lán lækkuðu miðað við reikning skv. eldri vísitölu og sátt náðist í þjóðfélaginu.
- Það hefði verið mjög sniðugt að taka aftur upp sömu vísitölu og tók gildi 1989 t.d haustið 2008 þ.s. laun hafa staðið í stað, eða lækkað síðan kreppan skall á - komið sér vel fyrir lántakendur. Því miður var ekkert gert.
- Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ríkið hefði rétt til að breita vísitölunni, og það skapaðist því ekki skaðabótaréttur á ríkið þó lán lækkuðu vegna breytinga á vísitölunni. Ríkið ætti að íhuga þetta að hans mati!
Þetta er fræðilegur möguleiki eins og Júlíus Sólnes benti á. Má hugsa sér að endurreikna vísitöluna afturvirkt eins og gert var 1989 miðað við einhverja breytta forsendu.
Það kostar ekki ríkið "krónu."
- Spurning hvort unnt sé t.d. að fjarlægja úr vísitölunni, hækkanir gjalda á vegum ríkis og sveitarfélaga.
- Má hugsanlega rökstyðja, að það sé ósanngjarnt að skuldir heimila hækki vegna hallarekstrar ríkisins og/eða sveitafélaga.
- Vísitalan skuli einkum miðuð við þróun verðlags neysluvara.
- Þó er spurning - góð spurning, frá hvaða tíma skal reikna.
Svo er einn mjög stór galli á hugmyndinni um upptöku evru?
Mun taka mjög langan tíma - en líklega tekur a.m.k. 15 ár að ná skuldastöðu ríkisins í viðundandi horf, lengur ef ílla gengur að ná fram aukningu gjaldeyristekna.
Að auki verður nauðsynlegt að taka niður gjaldeyrishöft, en ERM II aðild er ekki möguleg fyrr en höft hafa verið afnumin. Og öll markmið um stöðugleika þ.e. lág verðbólga, lágir vextir að auki en þeir mega ekki vera nema lítið eitt hærri en í þeim löndum þ.s. þeir eru lægstir.
Það er þannig séð áhugavert þegar menn segja lága vexti ómögulega innan krónu. En hvernig gengur það upp, þegar viðkomandi segja á sama tíma. Að við eigum að taka upp evru?
En að sjálfsögðu er króna gjaldmiðill alveg fram að skiptum. Og því þarf að ná fram lágu vöxtunum meðan hún er enn til staðar. Sem og lágu verðbólgunni. Og þeim stöðugleika sem til þarf.
Þannig að ég skynja ákveðna mótsögn í þessum málflutningi. Því ef lág verðbólga - lágir vextir - stöðugleiki; er allt saman ekki mögulegt innan krónu. Þá hvernig getum við tekið upp evru?
En menn geta treyst því algerlega að við fáum enga eftirgjöf skilyrða.
-----------------------
Eitt enn. En skv. reglum þarf að viðhalda tengingu við evru í 2 ár þ.e. gengið má ekki sveiflast einu sinni 1% frá evrunni á því tímabili.
Ég velti fyrir mér, hvað gerist ef það verður stór hagsveifla á þeim tveim árum?
Mun Ísland geta mögulega varið tengingu, gegn markaðinum, ef markaðurinn kemst að þeirri niðurstöðu að tengingin sé fallin?
Mig grunar að það sé ekki mögulegt. Fræðilega getur Ísland fengið lán frá ECB á slíkum tímapunkti, en ég held að það myndi einungis þíða skuldsetningu okkar og að tengingin myndi samt falla.
- Það sem til þarf held ég er stór eignasjóður - nægilega stór til þess að stór hagsveifla á röngum tíma, raskar ekki trúverðugleika Íslands.
- Bendi á að norski olíusjóðurinn er ekkert annað en stór gjaldeyrissjóður. Sá tryggir stöðugleika norsku krónunnar. Því markaðurinn er alveg salla rólegur ef verður stór sveifla á verði olíu á heimsmörkuðum. Veit vel að Noregur á nægan pening. Engin hætta á snöggum vandræðum.
- Ísl. stöðugleikasjóður þarf ekki endilega að vera svo rosalega stór. En t.d. 3 ár af viðskiptahalla, ef við ættum fyrir þrem árum af halla, þá held ég að það myndi duga. Til að viðhalda trúverðugleika þó það skelli á snögg kreppa.
- Það tekur sennilega a.m.k. 10 ár að safna slíkum sjóði. Evra vart innan nk. 20 ára, hef ég ítrekað sagt a.m.k. síðan 2010.
Þannig að það er ekki raunverulegur valkostur sem Árni Páll stöðugt staglast á, að taka upp evru.
Spurning við hvern - ásökunin um popúlisma raunverulega á?
Niðurstaða
Málið er að hinn raunverulegi popúlismi er sú fullyrðing að við getum gengið í ESB og tekið upp evru. Svona eins og það gerist næstum því daginn eftir. Þegar sannleikurinn er sá að það er í reynd enginn - þá meina ég alls enginn raunverulegur valkostur við ísl. krónu næstu 15-20 árin a.m.k.
En þessi sannleikur mun ekki koma í veg fyrir að við sem aðhyllumst þann realisma að krónan sé hér áfram um langan aldur enn, og viljum því einbeita okkur á að auka stöðugleika krónukerfis; munum fá á okkur statt og stöðugt mánuðina fram að kosningum ásökunina um popúlisma.
Eitt af því sem verður að glíma við - eru skuldir heimila. Ef það á að geta skapast ný þjóðarsátt um stöðugleika á Íslandi. Það er raunveruleiki er ekki verður umflúinn.
Sumir vilja ekki sjá heiminn eins og hann er - virðist mér.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.2.2013 kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er framhald af umræðunni um kosti og galla Íslands. Ég held áfram með umfjöllun um smæðarvanda Íslands, sjá fyrri umfjöllun: Um eflingu Íslands þrátt fyrir andstreymi!. En sá vandi hefur fleiri afleiðingar en þær er ég nefndi í minni fyrri grein. Að mörgu leiti má líkja Íslandi við sveitafélög í milljónaþjóðfélögum. En í borgum af sambærilegri fjölmenni og Ísland. Má víða um heim finna stað sambærilega þætti - þ.e. frekar fámennur hópur sem stjórnar, sem þekkist vel innbyrðis. Atvinnulíf byggt upp af frekar fáum þáttum, og hinir fáu stóru atvinnurekendur gjarnan einnig með veruleg pólitísk ítök.
Við kynntumst spillingarhættunni sem þessu getur fylgt á sl. áratug, þegar þ.s. mætti kalla "division of the spoils" einkenndi einkavæðingar ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar.
En allra síðustu árin, höfum við komist í tæri við annan veikleika, þ.e. okkar stofnanir vegna smæðar samfélagsins eru veikar á svellinu gagnvart stjórnvöldum; þegar þau leitast við að keyra fram mál í sterkri andstöðu jafnvel við meirihluta almennings.
Samtímis því að veikir fjölmiðlar, reynast lítt til fallnir til þess að leiða upplýsta gagnrýna samfélagsumræðu. Sá veikleiki var einnig til staðar er spillingin reið húsum.
Ein hugsanleg leið til þess að bæta ástandið - getur fallist í vissum þætti beins lýðræðis!
Ég er að hugsa um 65. gr. tillögu Stjórnlagaráðs, sbr:
Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.
Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.
Fyrir utan að rétt er að miða við 15% í stað 10%. Þá er ég á því að þessi grein sé ágæt.
Og ég er að meina, að Framsóknarflokkurinn ætti að gera tillögu um. Að þessi grein verði færð yfir í gömlu stjórnarskrána.
Þannig sé staðið við stefnu flokksins um - "aukið lýðræði."
Ég geri ekki athugasemd við það, að t.d. Alþingi hafi rétt til þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslur sem einnig verði lagalega bindandi. Finnst það fínt - einnig.
-------------------------
Ég vil í reynd ekki ganga lengra til beins lýðræðis en það, að veita almenningi "STÖÐVUNARVALD."
En ég held það sé mikilvægur þáttur í því að:
- Draga úr göllum smæðarinnar -
- Og leiða þess í stað fram kosti hennar.
- Ég tel að þetta muni minnka til muna spillingarhættu!
Það kemur til þannig, að þegar þjóðin hefur stöðvunarvald. Þá er ekki eins þægilegt lengur fyrir spillta stjórnmálamenn - að endurtaka sbr. "Division of the spoils" er átti sér stað í tíð DO og HÁ. Þjóðin getur þá gripið inn í - þegar kemur að ákvörðunum sem krefjast lagabreytinga.
En ekki síður, að þegar áhrifamenn innan viðskiptalífsins vita af því, að þjóðin hefur þetta vald. Þá einnig vita þeir, að mun síður sé unnt að tryggja sérhagsmuni fárra ríkra í gegnum spillta stjórnmálamenn. Þá hafi þeir sig síður fram við það að beita sér með slíkum hætti.
- Ekki síst minnka þá hættu að afdrifaríkar ákvarðanir séu teknar í almennri andstöðu.
Við verðum að muna, að við erum einnig að hugsa um framtíðina. Það er tækifæri í dag fyrir lok þessa þings. Að ná þessu atriði fram. Við getum ekki vitað að næsta þing bjóði upp á eins gott tækifæri til þess.
Nú er það enn í fersku minni, hvernig ríkisstjórnin kom fram við þjóðina, hennar hagsmuni.
En ekki gleyma heldur því, að stjórnmálamenn geta gerst handbendi erlends valds, og þá getur þjóðin stöðvað þær aðfarir. Þetta getur skipt miklu máli í framtíðinni.
- Ég held að þetta stuðli að meiri sátt í samfélaginu.
Vegna þess einmitt, að minna auðvelt verður að keyra mál fram í almennri andstöðu. Þá leiði það fram að leitast verði við að upplýsa og sannfæra. Þannig að mál fari fram í betri sátt.
Svo ekki verði þjóðaratkvæðagreiðsla gegn málinu.
Málið er, að þegar búið er að taka út ókostina. Ættu kostirnir að vera eftir!
Það að Ísland er lítið. Einnig þíðir að auðvelt er að taka ákvarðanir. Við getum vegið og metið þætti með hraði. Því fljótlegt er að ná í alla, sem til staðar eru og hafa þekkingu.
Það þíðir þá væntanlega einnig, að stjv. ættu að geta unnið mjög vel með atvinnulífinu - í sókn þess eftir frekari framförum.
Atvinnulífið á gott með að ná tengslum við ráðamenn, og öfugt.
Það eru einnig jákvæðar hliðar á því.
-------------------------
Við þurfum þó að taka á "KENNITÖLUFLAKKI": sú hugmynd sem ég hef nokkrum sinnum nefnt, er að per hver 10 ár verði aðila heimilt að verða gjaldþrota einu sinni án sérstakra vandræða, en annað gjaldþrot innan hvers 10 ára tímabils. Leiði til viðurlaga!
Það gæti t.d. verið 3. ára svipting rétti til þess, að eiga eða reka fyrirtæki. Fyrir fyrsta brot. Síðan t.d. 6 ára svipting. Ef viðkomandi brýtur 10 ára regluna einhvertíma seinna.
Ég vil ekki setja reglu sem er of "íþyngjandi" og þannig hindra nýsköpun eða heilbrigða áhættusækni.
Heldur eingöngu taka á svindlinu.
-------------------------
Auk þess vil ég, að sett sé í lög, að einungis megi greiða arð skv. því hver arður af rekstri raunverulega er áður en greitt eru skattar og gjöld.
En arðgreiðslur eru komnar langt út fyrir allt meðalhóf á seinni árum.
Eiginlega orðnar form spillingar sbr. græðgivæðing.
-------------------------
- En ég tel að það sé mikilvægur þáttur í því, að byggja Ísland upp.
- Að viðskiptalífið njóti trausts.
- Ekki síður en stjórnmálin.
Aukið traust almennings, getur skapað mjög margvísleg jákvæð hliðaráhrif - ekki síst bætt samskipti milli atvinnulífs og verkalýðshreyfingar, sem og stjv. og verkalýðshreyfingar.
En samvinna þessara aðila verður í framtíðinni mikilvægt atriði.
Niðurstaða
Við viljum öll leiða fram það góða þjóðfélag sem okkur dreymir um að Ísland sé. Og ég held að það virkilega sé mögulegt. Að sjálfsögðu skiptir aukin velmegun miklu. En einnig það að skapa traust og sátt innan samfélagsins. Það er milli stjórnvalda og almennings. En einnig milli almennings og atvinnulífs.
Í þeirri miklu uppbyggingu sem þarf á Íslandi. Verður traust samvinna aðila vinnumarkaðarins ásamt velvilja almennings. Mikilvægt atriði.
Kv.
10.2.2013 | 21:23
Um eflingu Íslands þrátt fyrir andstreymi!
Skv. áskorun frá Frosta Sigurjóns, ætla ég aðeins að fjalla um kosti og galla Íslands. Eins og við þekkjum þá er Ísland örríki - ath. ekki smáríki - í Norður Atlantshafi. Mitt á milli Evrópu og N-Ameríku. Örríki er mun réttara en lýsingin smáríki, því þjóðin er innan við milljón manns.
Að Ísland er örríki er mjög vanmetið af Íslendingum sjálfum. En okkur finnst mjög gaman að bera okkur við Norðurlandaþjóðir. En sem dæmi eru Íslendingar 17 falt fámennari en t.d. Danir. Þó er Danmörk talin smáþjóð. Það er gríðarlegur munur á þjóð sem er rúmlega 5 milljón eða þjóð sem er rúmlega 300 þúsund.
Eitt atriði sem vert er að muna - er fjarlægð Íslands og fámenni?
Valdi kort sem sýnir NV-Evrópu. En þ.e. hentugt vegna þess hve mikið þessa dagana er hugsað til Evrópu. Það sem er vert að skoða er hve miklu nær löndin sem við berum okkur gjarnan við, eru kjarnalöndum Evrópu. Og þar með fjölmennasta hluta álfunnar.
Þetta skiptir mjög miklu máli - því flutningskostnaður til og frá Íslandi er miklu meiri en t.d. frá Írlandi til og frá kjarnalöndum Evrópu.
Það kemur tvennt til.
- Fjarlægð er meiri, en skip og flugvélar brenna eldsneyti, að auki þurfa hvor tveggja viðhald. Því kostar ávallt meir að flytja varning því lengri sem vegalengdir eru.
- Hitt er fámennið hér - en það má vera að skipti meira máli. En það hefur þá afleiðingu að flutningsmagn er minna. En þ.e. stærðarhagkvæmni í flutningum sem öðru. Að auki hefur umfang pantana áhrif á verð frá byrgjum. Þannig að Íslendingar tapa hvort tveggja á því að fá óhagstæðari verð frá byrgjum því pantanir eru smærri, og einnig á því að hingað er flutt með smærri og minna hagkvæmum skipum, sem og flugvélum. Því magnið er of lítið til að stærri flutningatæki beri sig. Auk þess að sennilegt er að fákeppni gæti á flutningum til og frá landinu, því fámennið þíðir einnig að auki að fáir aðilar þrífast til að þjóna þessum litla markaði.
- Þessir tveir þættir víxlverka, og til samans valda öllum rekstri á Íslandi meiri kostnaði, þegar kemur að því að kaupa aðföng erlendis frá en einnig kostnaði þegar vara er flutt út á markað - leiðir til minni hagnaðar og dregur úr getu atvinnulífs til að greiða laun.
- Ríkið tapar einnig, því minni hagnaður einnig þíðir minni skatttekjur og því einnig lægri laun hjá ríkinu.
- Ekki má gleyma að flutningskostnaður einnig leggst á innfluttar neysluvörur, sem eru um 90% neysluvarnings hér fyrir utan matvæli - þannig að ofan á lægri laun en annrs væri unnt að greiða tapar almenningur einnig lífskjörum út á dýrari vörur.
Margir gagnrýna svokallaða "láglaunastefnu" hérlendis - en ég hef veitt því athygli, að margir af þeim einstaklingum virðast ekki gera sér grein fyrir ofangreindum vanda íslenskrar atvinnustarfsemi í samanburði við lönd sem eru A)Mun fjölmennari og B)mun nær mörkuðum - en Ísland.
Ég ætla ekki að fullyrða akkúrat hvaða prósentu launamunar fyrir sbr. störf miðað við t.d. Svíþjóð þetta útskýrir - - en ég er þess fullviss. Að þetta skýrir töluvert háa prósentu þess launamunar.
Er eitthvað sem getur þessu breytt? Ef Ísland myndi komast í þungamiðju heimsflutninga. Þá yrði gjörbylting. Þó svo að fjarlægðir yrðu áfram þær sömu. Ef það myndi fara svo að Ísland yrði miðstöð fyrir svokallaðar "umskipunarhafnir" þá myndi flutningsmagn í gegnum landið aukast gríðarlega mikið. sem myndi þíða að mun fleiri aðilar myndu hafa áhuga á að sigla hingað eða fljúga hingað til að flytja varning. Sem sagt - aukin samkeppni. Síðan myndi stórfellt aukið magn í flutningum einnig lækka verulega kostnað við flutninga vegna noktunar á mun hagkvæmari flutningatækjum sem þá myndu borga sig. Þá myndi það forskot sem t.d. Norðurlönd hafa á Ísland vegna flutningskostnaðar í samhengi Evrópumarkaðar, minnka mikið.
- Þetta er væri fyrir okkur ekki síður stór hagnaður fyrir okkur ef tilkoma þessara hafna ætti sér stað, en það að þá myndu skapast í landinu störf og tekjur af sjálfum höfnunum og annarri starfsemi.
- Það er engin tilviljun að sögulega séð, hafa ríkustu svæðin mjög oft verið þau, sem verða þungamiðjur heimsverslunar. Meðan þau sem eru fjarri þeim þungamiðjum, eru mun fátækari.
Þrátt fyrir þennan stóra ágalla hefur Íslendingum vegnað vel!
Þetta á sérstaklega við í samanburði við aðrar dvergþjóðir í heiminum sem eru eylönd. En þau eru vanalega miklu mun fátækari en Ísland og Íslendingar. Jafnvel miðað við Evrópu eru Íslendingar engir aukvisar þ.e. þjóðarframleiðsla per haus ca. svipuð og Danmerkur. Töluvert lægri en Svíþjóðar. Þó eru laun verulega lægri en í Danmörku - sem stórum hluta eins og útskýrt skýrist af ofangreindu.
- Við vitum mjög vel hverju við eigum þetta að þakka - þ.e. fiskimiðum og orkuauðlindum.
En fjarlægðarkostnaður vs. smæð landsins þ.e. agnarlítill heimamarkaður auk þess að hérlendis er lítið úrval jarðefna.
Gerir það að verkum, að mjög fátt annað borgar sig að framleiða hérlendis, en:
- Sjávarafurðir: Við framleiðum fiskflök og annað úr afurðum hafsins, vegna þess að þær er að fá úr sjónum í kringum landið.
- Orkufrekur iðnaður: Við framleiðum ál, málmblendi, kýsilmálm - sem sagt, nýtum orkuna. Löðum framleiðendur hingað þrátt fyrir fjarlægð okkar frá mörkuðum og fákeppni í flutningum. Með því að bjóða nægilega lágt orkuverð svo þeir hafi áhuga á að vera hér - þrátt fyrir þá ágalla. Eitthvað þarf að vera lágt á móti til að bæta upp það óhagræði - höfum valið að það sé verðið á orkunni.
Það eru margir á Íslandi sem skilja ekki þann sannleik - að lága orkuverðið er forsenda þess að slík framleiðsla komi hingað; og skapi störf.
Íslendingar myndu tapa miklu meir en myndi nema gróða þeirra af því, að hækka mun verulega verðlag á orku, því myndi landið verða ósamkeppnisfært.
Við erum að keppa við Bandaríkin, þ.s. verðlag á rafmagni er ca. 1/4 af því sem er í Evrópu.
Að nota einungis verðlag í Evrópu sem sbr. er því mjög villandi.
Við fáum einungis starfsemi hingað, ef verðlagið er enn lægra en í Bandaríkjunum.
Í reynd hefur mikil lækkun á orkuverði í Bandaríkjunum sl. 6 ár, þrengt að okkur. En sú lækkun stafar að gríðarlegri aukningu í gasvinnslu þar - þannig að gasverð er í dag ca. 1/3 sbr. þá.
Er eitthvað sem getur þessu breytt? Við getum ekki stýrt orkuverði í Bandaríkjunum. Né afurðaverði á heimsmörkuðum.
- En, við samt sem áður, getum tekið upp markvissa stefnumörkun um uppbyggingu iðnaðar hérlendis.
- Til skamms tíma, er ágætt að fá flr. kýsilmálmverksmiðjur og annað af því tagi sem nýtir beint orkuna.
- En til lengri tíma, þyrfti að byggja upp framhaldsvinnslu úr því áli sem er hér framleitt.
Við getum ekki stýrt orkuverði í Bandaríkjunum eða annars staðar, né verðlaginu fyrir hrá-ál. En við getum sjálf, ákveðið að framleiða hluti úr áli.
Það væri leið til þess, að auka mjög framleiðsluverðmætið - skapa hátæknistörf sem veita hærri laun, og einnig að skapa hér þekkingu.
Slík atvinnuuppbyggingarstefna eða iðnaðarstefna, þarf að vera langtíma sbr. stefna S-Kóreu. Sem á rúmlega 30 árum hefur gert S-Kóreu að ríku samfélagi.
Við getum vel gert eitthvað svipað. Þ.e. byggt upp starfsemi í kringum núverandi stóryðju. Jafnvel, hugsað uppbyggingu iðnaðarsvæðis í samhengi nýrrar stóryðjuuppbyggingar.
Hugbúnaðarstarfsemi!
Það er líklega sú starfsemi hérlendis sem minnst verður fyrir búsifjum vegna fjarlægðarkostnaðar og fámennis. Þó eins og í orkufreka iðanaðinum er um ramman reip að draga vegna samkeppni. En það eru ekki nema nærri hver einasta rýk þróuð þjóð í heiminum að leitast við að byggja upp hugbúnað og hátækniiðnað. Við höfum að sjálfsögðu ekki nærri eins mikið fjármagn og milljónaþjóðir.
Við eigum kannski ekki beint að reikna með því að sigra heiminn - - á hinn bóginn. Má samt vera að í slíkri uppbyggingu liggi tækfæri fyrir höfuðborgarsvæðið.
En Frosti vill meina að höfuðborgarsvæðið hafi sumt fram yfir aðra staði, hér sé mjög fljótlegt að eiga viðskipti, þægilegt að hafa samkipti, í reynd stutt á milli aðila.
Tja, hafandi í huga að í borginni er þéttasta net menntastofnana á landinu. Þá er langsamlega mesti þéttleiki þekkingar hérlendis, akkúrat hér á höfuðborgarsvæðinu.
Er eitthvað sem getur þessu breytt? Aftur getur markviss stefnumörkun skipt máli. En ef lykilatriði í uppbyggingu iðnaðar er að samhliða byggja upp verkmenntaskóla.
Þá á það einnig við, að hátæknigreinar á háskólastigi þarf stórfellt að efla.
Uppbygging mannauðs
Þetta líklega þarf að vera rauður þráður í allri uppbyggingunni - en það er ekki síður að efla mannauðinn að efla "verkmenntun" en það er að efla menntun á háskólastigi í tæknigreinum.
- En þegar við erum að tala um "háskólanám" þá er ekki allt slíkt, jafn verðmætt.
- Það sem okkar fjármagn er takmarkað.
- Verðum við að fókusa okkar krafta.
- Ef við ætlum að auka framleiðslugreinar.
- Þarf að efla verkmenntun.
- Ef við ætlum að efla hátækniiðnað.
- Þarf að efla tæknimenntun og rannsóknir á háskólastigi á því sviði.
Við eflingu iðnskóla, þá finnst mér að iðnnám eigi að hefjast strax í t.d. 13. ára bekk. Þannig að mögulegt sé fyrir þá sem bóknám síður hentar. Að fókusa á iðnmenntun þá þegar. Það þíddi ekki að bóknám hætti alfarið. En því yrði þrengri stakkur sniðinn.
Hentugast að þetta yrði gert innan grunnskólanna. Sem myndi þíða stórfellda aukningu smíðakennslu.
Til þess þarf að verja að sjálfsögðu umtalsverðu fjármagni.
--------------------------------
- Vegna þess að það er þröngt í búi núna.
- Er kannski ástæða til þess, að draga verulega úr því hvað við framleiðum mikið af háskólanemum, í öðrum greinum en þeim sem stuðla beint að gjaldeyrisöflun. Fyrir utan tilteknar mjög nauðsynlegar þjónustugreinar.
Ég er að stinga upp á því - að taka kannski af fjárlögum greinar t.d.:
- félagsvísindagreinar nærri því eins og þær leggja sig,
- trúarkennslu,
- lögfræði,
- viðskiptafræði.
Þær greinar verði háðar þá skólagjöldum!
En kostað til náms í verkfræðigreinum og öðrum hátæknigreinum, auk greina er tengjast lækningum og menntun.
- Má hugsa þetta sem tímabundið ástand.
Auðvitað yrði óskaplegt ramakvein, sérstaklega v. þess að þetta eru mjög fjölmennar greinar, sem ég sting þarna upp á að - gera í reynd nærri óframkvæmanlegt fyrir fólk að sækja í um nokkurra ára skeið.
Það yrði a.m.k. mjög mikil fækkun stúdenta í þær greinar.
Form af stýringu stúdenta í nám!
Með þessu myndu allir sem geta, fara í þær greinar sem kostaðar verða áfram.
Sem myndi þíða verulega aukningu á framboði á nýútskrifuðum tæknifræðingum af öll tagi, sem og læknum - hjúkrunarfólki, einnig kennurum.
Það er einnig ákveðinn tilgangur í því, að stýra fólki í þessar greinar - svo fyrirtæki sem vilja efla sig í tæknigeiranum hafi nóg af útskrifuðu fólki, ný útskrifaðir læknar og hjúkrunarfólk komi í stað þeirra sem ætla að hætta á næstunni, nóg verði af kennurum.
--------------------------------
Það sem ég er að tala um er að nám á Íslandi verði í mun meira mæli en áður, fókusað í þá átt sem þjónar eflingu útflutningsgreina.
Til þess að það sé mögulegt, þyrfti þá að minnka kennslumagn a.m.k. að einhverju leiti á sviðum, sem eru minna bráðnauðsynleg.
Niðurstaða
Eins og ég útskýrði að ofan. Þá búa Íslendingar við töluvert mótstreymi. Vegna smæðar þjóðarinnar og vegna fjarlægðar landsins frá öðrum löndum. Þeir tveir þættir að stórum hluta skýra tiltölulega lág laun hér samanborið við umfang þjóðarframleiðslu. Sem margir hafa réttilega bent á - en haldið að sé að kenna einhverri "láglaunastefnu."
Þrátt fyrir þetta hefur okkur vegnað vel í samanburði við mjög margar þjóðir. En núverandi vandi skapar þrýsting á okkur, um að gera enn betur.
Þær skuldir sem landið hefur lent í vegna óskaplegra gallaðrar hagstjórnar á sl. áratug og vegna framferðis stórra aðila í atvinnulífinu sem keyrðu landið um koll ofan í mistök stjórnvalda þess tíma. Skapa nýjan þrísting á okkur að standa okkur enn betur en áður í atvinnuuppbyggingu.
Og ég tel að það sé mögulegt - að gera betur. En þeir möguleikar verði ekki skapaðir nema með "markvissri stefnumótun" sem að auki verði framfylgt "yfir eitthvert verulegt árabil."
En við þurfum að átta okkur á því, að ný uppbygging getur tekið 15 - 20 ár að skila sér að fullu. Tja eins og það tók 30 ár fyrir S-Kóreu og Japan einnig, að ná sér almennilega á strik.
Þeim löndum tókst það. Ég held að við eigum að taka okkur þeirra uppbyggingu sem fyrirmynd. Hvað er að því að sækja sér fyrirmyndir til annarra landa? Þó það séu ekki Evrópulönd?
Kv.
8.2.2013 | 23:53
Getum við losað höftin og lækkað lánin SAMTÍMIS?
Það er í reynd mögulegt. Í gær kom ég fram með hugmynd sem ég hef áður rætt, þ.e. 2010: Hvernig björgum við húseigendum í vanda?. Ég fékk þá mótbáru að sú hugmynd geri ekkert fyrir þann stóra hóp sem stóð alltaf í skilum, fór að í engu óvarlega með nokkrum augljósum hætti, á í dag ekkert í sinni fasteign eða lítið. Eins og allir þekkja þá glataði ríkisstjórnin stóra tækifærinu til að "leiðrétta" lánin, en þegar hún tók við vorið 2009 var ekki enn búið að færa lánin yfir frá þrotabúunum til nýju bankana. Að auki voru allir nýju bankarnir í eigu ríkisins.
Í dag vegna breytni ríkisstjórnarinnar - eru færir valkostir til þess að leiðrétta, ekki ýkja margir.
En einn þeirra tengist einmitt, afléttingu hafta.
Og í grunninn er sú leið AFSKAPLEGA EINFÖLD Í FRAMKVÆMD.
- Ég vona að allir átti sig á því að ekki er til sú leið til losunar hafta - - sem ekki kostar almenning mikið.
- Spurningin sé einungis - hvaða leið sé minnst slæm. Engin er beint góð.
- Kostnaður verður alltaf ca. sá sami, meginmunur milli leiða liggur í dreifingu kostnaðar milli hópa.
Mín skoðun er að minnst slæma leiðin sé þessi!
- Hin fræga vísitala sem hækkar lánin er fryst - en Alþingi getur ákveðið það. Þetta þarf að gera áður en höft eru losuð. Frysting vari í 2 ár - (valkostur að hafa frystingu varanlega).
- Höft eru síðan losuð og það alfarið þegar búið er að frysta vísitöluna.
- Af hverju 2 ár. Síðast þegar gengið féll stórt, þá var verðbólgan búin á útmánuðum 2010. Ef einhver man svo langt aftur þegar núgildandi kjarasamningar voru gerðir apr. ca. 2010 þá var verðbólga komin í 2%. En hélst þar mjög stutt. Því v. kjarasamninga fór hún aftur upp í 6%.
Hver ber kostnaðinn?:
- Kostnaður dreifist á alla þ.e. vegna frystingar raunlækka lán að sama marki og nemur lækkun krónunnar, eignir lífeyrissjóða einnig sem leiðir til skerðingar bóta að svipuðu marki, laun lækka að sjálfsögðu í takt við lækkun krónunnar - - en ekki síst, þeir fjárfestar sem færa peninga úr landi þeir tapa, ekki allir því sama þ.s. þeir fyrstu er færa sig eru á hagstæðasta genginu en síðan sífellt minna hagstætt. Svo þeir fá einnig slurk af tapinu.
- Auðvitað, þ.s. lánin falla að sama marki og laun er engin röskun á stöðu milli launa og lána.
- Það er þetta sem gerir þessa leið að mínu viti "skásta" þ.e. dreifing tapsins á alla aðila.
- Þ.e. enginn aðili - ber allt tapið.
- Með þessu eru fjárfestar á leið úr landi, ekki varðir tapi né allur kostnaðurinn settur á almenning.
En græða skuldarar þá ekki neitt?
Það er unnt að hækka laun t.d. um 10% t.d. hálfu ári áður en frysting er afnumin.
Ath. krónan líklega undirskýtur - þ.e. lækkar um hríð töluvert mikið jafnvel allt að 50%, en síðan réttir við sér aftur.
Ætti að ná aftur jafnvægi á bilinu 10-15% neðan við núverandi gengi. Sú staða ætti að liggja fyrir fremur fljótlega þ.e. innan sama árs og höftin eru afnumin. Sú gengishækkun á ný, ætti að lækka verðbólguna fremur hratt.
Í reynd - - verði það fjárfestar á leið úr landi sem taka megnið af skellinum.
Með einni 10% hækkun, þ.e. í eitt skipti og aldrei aftur svo há hækkun í einu, má framkalla nettó gróða fyrir launafólk af heildar dæminu. Þannig að lánin verði ívið lægri miðað við launatekjur.
Þ.e. einnig valkostur að sleppa slíkri launahækkun - og treysta einungis á að launahækkanir framtíðar, bæti stöðu skuldugra launamanna. Leggja höfuðáherslu á að ná sem fyrst fram lágri verðbólgu. En 10% hækkunin óhjákvæmilega seinkar e-h því að hún fari niður alla leið í ca. 2%.
Þ.e. einnig sjónarmið að slík hækkun myndi færa til lífskjör frá öldruðum yfir til launamanna - en milli launamanna og aldraðra er í reynd ákveðin togstreita um skiptingu kjara þ.e. þjóðarkökunnar.
Ég hallast reyndar að því, að þjóðfélagið hafi meiri hagsmuni af því að bæta kjör barnafjölskylda, og þannig - í reynd kjör 2-ja kynslóða. Þ.e. barnanna einnig.
Hvað væri verra? Leiðin að verja fjármagnið tjóni?
Að sjálfsögðu verður þetta ekki kynnt þannig -> að við ætlum að lágmarka tjón fjármagnseigenda.
Til standi að launamenn taki kostnaðinn allan - í annað sinn.
- Verjendur fjármagnsins, munu halda því fram að ofangreind leið sé sú versta fyrir launamenn - því þeir fá yfir sig launaskerðingu vegna gengisfalls og vegna verðbólgu.
- Þeir munu aldrei verja hana þannig, að hún komi ekki til greina vegna þess að hún sé slæm fyrir eigendur fjármagns.
- Einnig verður notuð sú röksemd, að verið sé að skerða kjör ellilífeyrisþega. Tja, alveg eins og sagt var des. 2008 er hafnað var að frysta vísitöluna strax í kjölfar hrunsins. Sem þannig séð er rétt, en þá fá þeir sömu skerðingu og launamenn. Sem er ekki ósanngjarnt.
- Að auki skerðast kjör annarra þeirra innlendra sem byggja kjör sín á fjármagnseign - um það ca. sama og kjör launamanna.
- Málið er, að sú leið sem þá þarf að fara - - kostar launamenn mun meir. En þá væru þeir með kostnaðinn allan. Fjármagnið varið.
- Líklegasta leiðin er sú, að aflandskrónum er breytt í lán. Hugmynd sem sumir Sjálfstæðismenn hafa rætt, þ.e. að ríkið semji við eigendur aflandskróna um að breyta aflandskrónum í skuld á ríkið t.d. til 20 eða 25 ára: En það þíddi þá lífskjaraskerðingu launamanna yfir sama tímabil. Því á meðan ríkið væri að greiða þyrfti það að viðhafa aukna skatta á launafólk. En að sjálfsögðu væru þá þeir skattar ekki lagðir á fyrirtæki. Ath. skerðing yfir mun lengra tímabil. Að auki líklega meir skorið niður af þjónustukerfi við almenning en annars verður gert.
- Síðan væru höftin losuð, án þess að frysta vísitölu. Þó svo að gengissveifla yrði þá líklega veruelga minni en í ofangreindri sviðsmynd. Þá færi aftur allur kostnaðinn á launafólk en einkum skuldara. 2-högg sem sagt.
Mér finnst líklegast að eftirfarandi flokkar vilji fara þessa leið þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Björt Framtíð. En mín skoðun er að þessir 3 flokkar séu vörsluflokkar fjármagnseigenda.
----------------------------------
Það getur kostað umtalsverða baráttu, að fá þá leið í gegn sem ég nefni að ofan.
Niðurstaða
Ef höftin eru losuð með því að frysta vísitöluna. Lækkar allt í krónum; laun, lífeyrir, eignir fjármagnseigenda, sem og eignir fjárfesta sem vilja úr landi.
Þannig séð minnkar heildar-rúmmál fjármagns í landinu miðað við gjaldeyristekjur. Sem gerir hlutfallið í leiðinni milli peninga innan landsins og gjaldeyristekjur - > sjálfbærara.
Þó svo að þetta leiði til skerðingar allra - þá sé sá jöfnuður að skipta kostnaðinum á alla hópa. Í stað þess að velja einn hóp úr og láta hann bera allan kostnaðinn. Sem gerir þessa leið einna minnst ósanngjarna af þeim leiðum sem völ er á.
Hvað sem sagt verður, þá sé þessi leið mun minna kostnaðarsöm fyrir launamenn - en það að skuldsetja þjóðina fyrir aflandskrónum. Svo ég taki dæmi um mögulega aðra leið.
- Fræðilega er í leiðinni unnt að afnema verðtryggingu fyrir fullt og allt.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar