Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Rússland ætlar ekki að gefa Sýrland eftir - punktur!

Nick Butler hjá Financial Times vakti athygli á nýjum viðskiptasamningi ríkisstjórnar Assads við rússneskt gasvinnslufyrirtæki, um þróun á gaslindum undan strönd Sýrlands. Er samningurinn til næstu 25 ára.

Það er óhætt að segja að í þessu felist - skilaboð frá Putin.

En það þarf ekki að velkjast um það nokkrum vafa, að fyrirtækinu er beitt þarna fyrir vagn rússneskra stjórnvalda.

Russia advances into the Mediterranean

Gas claims for the Tamar Gas fields in the Eastern Mediterranean.

Ég hef verið að velta fyrir mér um nokkurn tíma, af hverju Rússar hanga svo stíft á ríkisstjórn Assads?

Eins og sjá má á mynd að ofan, hefur þegar fundist gas í lögsögu Ísraels og Kýpur. En setlögin sem gasið er til staðar. Ná yfir mun stærra svæði. Og sjálfsagt eru líkur á gasi innan lögsagna Líbanons og Sýrlands.

Stærsti einstaki gasfundurinn til þessa, lindin sem fengið hefur nafnið "Leviathan" innan lögsögu Ísraels. Og ein og sér líklega dugar fyrir innlendar þarfir Ísraela næstu áratugina.

Hefur líklega - - gefið aðilum innan rússneskra orkufyrirtækja - aukið munnvatnsrennsli.

Allir þessir fundir eru mjög nýlegir, þ.e. "Leviathan" 2010. "Aphrodite" svæðið sama ár. Smærri fundir, árin milli 2000 og 2010. Einungis Ísrael hefur hafið einhverja umtalsverða vinnslu.

Milliríkjadeilur standa Kýpur fyrir þrifum, en þó það virðist ekki sanngjarnt - - hafa Tyrkir aðstoðað Kýpur-Tyrki við það verk, að heimta hlutdeild í "Aphrodite" svæðinu. Þó það sé æði langt frá ströndum tyrkneska hluta Kýpur.

Líbanon er of sundurleitt. Til þess að geta drifið af stað slík risaverkefni. Rússar virðast nú sjá ákveðið tækifæri í Sýrlandi - - þ.s. þeir ásamt Írönum eiga ríkisstjórn Sýrlands.

  • Rússar gætu einnig verið vel í sveit settir, að víkka út sín áhrif til Kýpur. Hver veit.
  • Þeir hafa töluverða reynslu af viðskiptum við Kýpur Grikki, eins og þekkt er. T.d. töpuðu rússneskir aðilar umtalsverðu fé á kýpv. bankakreppunni.
  • Rússar gætu vel verið færir um að ná samkomulagi við Erdokan forsætisráðherra Tyrklands, það má vel vera að Rússar séu í rólegheitum þegar að ræða málin, svo unnt verði að nýta einnig  "Aphrodite" í friði fyrir milliríkjadeilum.

Því má auðvitað ekki gleyma að mjög hörð valdabarátta er uppi um áhrif á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs - sem nefnist "the Levant" á ensku.

T.d. er mjög merkileg frétt á BBC: Saudi Arabia 'to give Lebanon army $3bn grant'. Það er óhætt að segja - að það sé áhugavert. Að á sama tíma, kemur fram tilkynning þess efnis. Að Saudi Arabía ætli að dæla 3ma.$ í líbanska stjórnarherinn.

En stjórnarher Líbanon hefur síðan í borgarastríðinu á 8. - 9. áratugnum, verið lítið meira en "armed faction" þ.e. einn vopnaður hópur innan Líbanons af mörgum. Ekki sá öflugasti - einu sinni.

Hesbollah tvímælalaust síðan Ísraelar kvöddu lið sitt heim í lok 9. áratugarins, hefur verið öflugasta vopnaða fylkingin innan Líbanon. Öflugari en her Líbanons.

  • Það er engin leið í dag að sjá hver mun hafa betur í þessu - valdatafli.

Þ.e. Rússland og Íran. Eða Saudi Arabía, ásamt bandamönnum við Persaflóa - og volgum stuðningi sumra vesturlanda a.m.k.

---------------------------------

En rússneskt gas-ævintýri á svæðinu. Getur sannarlega styrkt áhrif Rússlands. Rússland bersýnilega, sér hag sínum borgið af samvinnunni við Íran. Hún sé hentug rússneskum hagsmunum.

En Rússland horfir enn á heiminn með sama hætti nákvæmilega - og evr. stórveldi gerðu á 19. öld.

Gamli stórveldaleikurinn, snerist ávallt um þá hugsun - - að tap þitt er minn gróði. Minn gróði er þitt tap. Allt sem á þessu ári hefur gerst í samskiptum Rússa við vesturlönd, sýnir mjög vel að þessi gamla hugsun lifir enn góðu lífi meðal rússneskra ráðamanna.

Rússar hafa alltaf verið - tækifærissinnar dauðans.

 

Niðurstaða

Ef þ.e. eitthvert svæði í heiminum þ.s. klassísk 19. aldar stíls stórvelda pólitík er í fullum gangi. Þá er það svæðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Núna eru keppinautarnir Rússland + Íran, og á móti er Saudi Arabía - er virðist í leiðtogahlutverki í andstöðu við Rússa og Írani. Á meðan hafa vesturlönd meir skipað "aukahlutverk" - Frakkar og Bretar verið litlir með spilarar Saudi Arabíu.

Bandaríkin ákveðið - að því er best verður séð - að mestu halda sig til hlés. Eins og Rick Butler bendir á, séu Rússar að stinga sér inn í það "power vacuum" sem undanhald Bandaríkjanna hafi myndað. 

Það séu Saudi Arabar einnig að leitast við að gera.

Þetta er einmitt þ.s. sögulega klassískt séð á sér stað, að þegar stórveldi dregur úr áhrifum sínum á tilteknu svæði. Þá fara smærri leikendur að bítast um það svæði.

Að sjálfsögðu eru Rússar og Saudar, smærri leikendur en Bandaríkin. Þó að þessa stundina meti stjórnvöld Bandaríkjanna eigin stöðu þannig, að rétt sé að - forðast djúpa þátttöku í þeim átökum sem nú séu í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs.

  • Málið er, að fyrir Bandaríkin er líklega mikilvægara að fókusa á hafsvæðið nærri ströndum Kína, þ.s. Kína er í vaxandi mæli að anda ofan í hálsmálin á bandamönnum Bandaríkjanna. 
Heimsveldi verður að horfa hnattrænt á eigin stöðu. Og getur þurft að velja og hafna, eins og í þessu tilviki.

 

Kv.


Kosningaloforð geta verið þung byrði

Nú sjálfsagt ætla margir að ég ætli að tala um frægt loforð Framsóknarflokksins. Það má sjálfsagt margt um það fræga á Íslandi loforð segja - - en víðar en á Íslandi er lofað fyrir kosningar.

Það sem ég er að tala um er frægt loforð François Hollande - - nefnilega um 75% skattinn á ríka!

Það vill svo til, að það var að falla nýr dómur fyrir æðsta dómstig Frakklands. Og skv. þeim dómi, stenst ný útfærsla ríkisstjórnar Hollande á þeim fræga skatti, frönsku stjórnarskrána.

En fyrri tilraun var fellt einmitt af þeim sama dómstól, því eins og skatturinn var þá útfærður, taldist hann brjóta stjórnarskrá Frakklands.

Constitutional council approves Hollande’s 75% tax on high earners

  1. "In its revamped form, employers will have to pay 50 per cent income tax on the portion of salaries they pay above €1m – other taxes and social charges will bring the effective rate up to 75 per cent."
  2. "The tax, capped at 5 per cent of a company’s revenues, will apply for incomes paid this year and in 2014, before lapsing in 2015." 

Best að halda til haga að ein milljón evrur skv. gengi Seðlabanka er: 159.340.000 kr.

Deilt með 12, gerir þetta: 13.278.000 kr.

Skv. því verða eftir ca. bout skitnar 5.818.000 kr. eftir skatt.

Þannig séð, get ég alveg skilið vissan skort á samúð meðal almennra launþega.

  • Eftir alt rifrildið innan Frakklands, mótmæli fótbolta-stjarna m.a., frægs leikara, og margra annarra - málið verið eitt helsta hitamálið innan Frakklands.
  • Þá mun skatturinn gilda fyrir laun greidd 2013 og 2014. Til þess að það virki - - hlýtur fyrirkomulagið í Frakklandi að vera eins og það var einu sinni á Íslandi, þ.e. eftir á skattur. 

Sjálfsagt er þetta mál þannig vaxið - - að Hollande gat ekki mögulega bakkað með það.

Sjálfsagt stendur hann við það að láta hann gilda þessi 2 ár þ.e. fyrir skatt þessa árs og þess næsta, síðan ekki söguna meir.

 

Skaðar þessi skattur Frakkland?

Á þessari stundi veit það ekki nokkur maður. En tölur um það liggja ekki enn fyrir.

En meint áhrif, eiga að felast í flótta hæfra einstaklinga frá Frakklandi.

Að fyrirtæki fjárfesti síður - o.s.frv.

-----------------------

Persónulega held ég ekki að þessi skattur sé ekki neitt höfuðatriði - - hið raunverulega vandamáls fransks atvinnulífs er allt annað.

  1. Launakostnaður per vinnustund er hærri í Frakklandi en í samkeppnislöndum.
  2. Á sama tíma, hafa frönsk fyrirtæki glatað samkeppnisforskoti sem þau áður höfðu á öðrum sviðum.
  3. Líklega er skattlagning á atvinnulíf - einnig í hærra lagi miðað við samkeppnislönd.
  4. Það má vel vera, að franskt stjórnkerfi, hafi hlaðið ívið of miklum frumskógi laga og reglugerða sem einnig að auki, íþyngi.

Hollande er og verður undir miklum þrýstingi í gegnum sína forsetatíð, út af þessum atriðum.

Því að í Frakklandi er mikið og vaxandi atvinnuleysi.

Allar tölur sína að franskt atvinnulíf er í hnignun - - meira að segja er útflutningur í hnignun. Önnur Evrópulönd, hafa verið að auka útflutning. En ekki Frakkland.

Frakkland er ekki einu sinni samkeppnisfært samanborið við Spán.

Það er komin víð gjá milli Frakklands og Þýskalands hvað samkeppnishæfni varðar.

Vandamál Hollande er, að hann virðist varfærinn að eðlisfari, hræddur við mistök. En það er góð spurning, hvort að rás atburða muni ekki knýja hann til þess að taka til hendinni - - því meðan mál versna stöðugt.

Þá eru ekki hefðbundnu hægri flokkarnir að græða fylgi - - heldur þeir sem eru lengra til hægri. En meginstraums hægrið.

Það eru þeir sem eru lengra til hægri en meginstraumurinn, sem gætu náð völdum - næst. Ef Hollande bregst!

  • Hollande þarf að muna eftir því að hann er með framtíð Frakklands í höndum sér!

 

Niðurstaða

Eins og ég skil deiluna um 75% skattinn í Frakklandi í samhengi við vandamál fransks atvinnulífs. Þá sé þetta stormur í vatnsglasi. Hin eiginlegu vandamál eru miklu stærri. Deilan sé þá einna helst, að beina sjónum Frakka frá því sem raunverulega þarf að takast á við.

Þ.e. þann grunn vanda að franskt atvinnulíf er ósamkeppnisfært.

Það getur vart orðið hagvöxtur í Frakklandi fyrr en þ.e. lagað.

Ef Hollande bregst bogalistin, verðu það líklega "Front Nationale" sem næst mun stjórna, með Marine Le Pen sem forseta Frakklands.

Það gæti orðið áhugavert! En spurning hvort það verður, of áhugavert?

 

Kv.


Sérkennileg frétt á RÚV af grískum harmleik!

Sérkennilegi hlutinn kemur bersýnilega til fyrir handvömm fréttamanns. En fréttin var lesin í kvöldfréttum RÚV á laugardag. Síðan má sjá hana og orðalagið sem vakti furðu á vef RÚV: Neyðarástand vegna mengunar í Grikklandi.

"Magn koltvísýrings er langt yfir hættumörkum og nú þegar hefur unglingsstúlka látið lífið vegna koltvísýringseitrunar."

Þetta varð til þess að ég framkvæmdi netleit, þar til ég fann líklegan uppruna þessarar fréttar, þ.e. eftirfarandi frétt frá 2. des sl.: Girl dies in Greece after inhaling makeshift heater fumes.

"A 13-year-old Serbian girl died after inhaling carbon monoxide fumes from a stove used to heat the home she shared with her unemployed mother in northern Greece, a police source said."

Þetta passar einnig við mína grunn þekkingu á lífeðlisfræði - - nefnilega, að þ.e. aldrei talað um CO2 eitrun. 

Heldur ef það gerist, t.d. að einhver sofnar út frá gas loga í lokuðu rými og lætur lífið, en gas brennur yfirleitt án þess að kolmónoxíð myndist, þá er talað um að viðkomandi látist af súrefnisskorti.

Aftur á móti þegar um ófullkominn bruna er að ræða, sem getur vel átt sér stað, þegar verið er að brenna viði inni í vistaverum, og samtímis eru gluggar lokaðir til að halda hita á þeim sem eru innan veggja - - þá getur CO eða komlónoxíð hlaðist upp í loftinu.

Og eins og þekkt er, þá binst CO sterkar við blóðrauða en súrefni - - þannig að í reynd þarf ekki mjög mikið magn af CO í hlutfalli heildarmagns af lofti í lokuðu rými, til þess að kolmónoxíðið hindri súrefnisupptöku.

Þá er að sjálfsögðu ávallt talað um, að viðkomandi hafi látist af kolmónoxíðeitrun.

Það kemur skýrt fram í fréttinni frá Grikklandi að aumingja stúlkan lést af þannig eitrun.

--------------------------------

Síðan fann ég aðra frétt frá Grikklandi: Emergency measures unveiled to combat smog over Greek cities.

" A set of emergency measures were announced on Thursday by the government to combat the smog from fireplaces that appeared over a number of Greek cities over the past few days and poses a threat to public health."

"Health warnings from numerous experts prompted the government to issue a new set of guidelines, which were published in the Government Gazette yesterday, for days when the concentration of particulate matter suspended in the air exceeds 150 micrograms per cubic meter."

  • Ég hef nefnilega einnig grun um að fréttamaður RÚV hafi haft þessa frétt til hliðsjónar.

En þar er rætt um mengunarský sbr. "smog" og vaxandi svifryksmengun "particulates" - - > einhvern veginn hefur þá fréttamaðurinn, sem líklega var að vinna að fréttinni í nokkrum flýti.

Og að auki einungis mátt hafa hana af tiltekinni lengd, bögglað saman hugtökunum "carbon monoxide" þannig að það varð að kolmónoxíði, og "smog" ásamt heilsuviðvörun grískra yfirvalda til sinna borgara þannig að úr varð setningin í frétt RÚV: "Magn koltvísýrings er langt yfir hættumörkum."

 

Það sem fréttamaðurinn var að bögglast við að koma til skila er raunverulegur harmleikur!

Það er mikið af fólki í Grikklandi, sem ekki hefur efni á "rafmagni." Þannig að lokað hefur verið fyrir af rafmagnsveitunni á staðnum.

Þ.s. ekki er heitt vatn, þíðir það að samtímis hafa íbúar ekki rafmagnslýsingu og hitun.

Þ.s. þ.e. vetur í Grikklandi, og það getur verið kalt meira að segja í Aþenu. Þá er fólk að berjast við að halda á sér hita veikum mætti, hvernig sem það getur.

Og eins og litla fréttin að ofan lýsir - - þá geta harmleikir gerst.

  • Ein beisk staðreynd er sú, að loftmengun í grískum borgum hefur aukist mikið, bæði mistur sbr. "smog" og mæld svifryksmengun.

Greek economic crisis leads to air pollution crisis

"The researchers, led by Constantinos Sioutas of the USC Viterbi School of Engineering, show that the concentration of fine air particles in one of Greece's economically hardest hit areas has risen 30 percent since the financial crisis began, leading to potential long-term health effects."

Þetta sést úr gervihnöttum að auki. 

Af öðrum fréttum sem ég hef séð, þá hefur ólöglegt skógarhögg aukist mikið - - en fátækir sem hafa ekki efni á rafmagni líklega hafa ekki efni á að kaupa eldivið. Svo þeir sækja sér hann, hvert sem þeir geta.

Líklega verður Grikkland í lok kreppunnar, mun berangurslegra en það var fyrir kreppu.

Þetta þíðir auðvitað aukna hættu á uppblæstri! Vandamál sem við þekkjum hérlendis. Og skriðuföllum, þegar jarðvegur í hlíðum verður lausari í sér - og það mun einhvertíma rigna.

Það eiga eftir að verða margar tragedíur reikna ég með í framtíðinni, vegna aukinnar hættu á skriðum úr hlíðum í Grikklandi á næstu árum.

 

Niðurstaða

Lestur um ástandið á Grikklandi er eitt af því sem sannfærir mann enn betur um það. Hvað við eigum gott. Að búa á Íslandi eftir allt saman. Þar sem rafmagn kostar almennt séð tugum prósentum minna en í Evrópu - til heimilisnota. Þannig að mun flr. hafa efni á rafmagni. Og að auki, að húshitun treystir ekki víðast hvar hérlendis á rafmagn. Og húshitun er enn - enn, hlutfallslega ódýrari hérlendis en víðast hvar í Evrópu.

Þetta tvennt eru óskapleg hlunnyndi fyrir Íslendinga.

Og merkilegt hve margir taka lítið eftir því.

 

Kv.


Vaxtakrafa fyrir 10 ára bandarísk ríkisbréf fer upp fyrir 3%

Sjálfsagt eru ekki allir með á nótum með það - hvað þetta merkir. En vaxtakrafan hefur sl. 2 ár verið umtalsvert lægri en þetta á bandar. ríkisbréfum. Botni náði hún um sumarið 2011 þegar virtist virkilega hrikta undir stoðum samstarfs um evru.

Með öðrum orðum - - þegar menn óttast að allt sé að fara til fjandans, kaupa menn bandar. ríkisbréf!

Þannig að hækkun á markaði á föstudag í 3,04% sýnir - nýja tiltrú fjárfesta á framtíðinni!

Mikil bjartsýni virðist ríkja fyrir næsta ár, þ.s. fastlega er reiknað með hagvexti upp á rúm 3%.

Sem flúttar nokkuð vel við vaxtakröfu upp á 3% - ekki satt?

Að auki hefur "US Federal Reserve" lofað að halda vöxtum á bilinu 0-0,25% lengur en hingað til, sjá: Federal Reverve FOMC statement 19. December 2013

"The Committee now anticipates, based on its assessment of these factors, that it likely will be appropriate to maintain the current target range for the federal funds rate well past the time that the unemployment rate declines below 6-1/2 percent, especially if projected inflation continues to run below the Committee's 2 percent longer-run goal."

Það er sem sagt reiknað með því að US FED muni smá draga úr prentun á næsta ári, þar til henni er lokið nærri lokum nk. árs.

En síðan að últra lágir vextir verði áfram - líklega 2 ár til viðbótar.

Þessar væntingar hafa örugglega einnig áhrif á vaxtakröfu fyrir bandar. ríkisbréf!

 

Ætli að Bandaríkjaþingi takist að kippa teppinu undan þessu?

En ennþá stefnir í nýtt drama vegna svokallaðs skuldaþaks. Margir telja að skuldaþaksdeilur sl. árs, hafi skapað nægilegt efnahagstjón til þess, að halda hagvexti sl. árs vel innan við 3%.

En óvissan hafi dregið þrótt úr neyslu - þrótt úr fjárfestingum - þrótt úr áhættusækni almennt.

Það er þegar bandar. þingið kemur saman eftir jóla- og nýársfrí í janúar 2014. Sem að má reikna með því að þær deilur fari í gang. 

Deilur á bandar.þingi hafa reyndar upp á síðkastið verið minna í heimsfjölmiðlum - en árin 2 þar á undan. En ég hef ekki heyrt neitt sem bendir til þess, að allt hafi fallið í ljúfa löð milli fylkinga.

En rétt er að rifja upp að í upphafi þessa árs var einnig töluverð bjartsýni um horfur ársins!

Hver veit - - kannski að Repúblikanar og Demókratar muni nú loks ná sátt í upphafi nk. árs, svo að annað ár þurfi ekki að fara í súginn eins og það sem nú er að líða hjá.

Og kannski mun kreppan sem virðist voma yfir í Kína, þá og þegar, ekki koma á nk. ári.

Þannig að 2014 verði ár bjartsýni - og gróanda í efnahagslífi heimsins.

 

Niðurstaða

Það er áhugavert að skoða vaxtakröfu ríkja sem talin eru traust. Það er áhugavert að krafan á 10 ára ríkisbréf Japans er bara 0,72%. Fyrir 10 ára Svissnesk bréf 1,09%. 1,95% fyrir 10 ára þýsk ríkisbréf. 2,01 fyrir 10 ára dönsk. 3,08 fyrir 10 ára bresk.

Þetta er langt í frá tæmandi listi. Í tilviki landa sem þykja traust - þ.s. væntingar um líkur á greiðsluþroti eru afskaplega litlar. Þá hafa þær væntingar líklega sára lítil áhrif á vaxtakröfuna.

Heldur líklegar markist hún af væntingum um framtíðar verðbólgu. Það getur því verið að markaðurinn sé að spá meðalverðbólgu í kringum 3% bæði í Bandar. og Bretlandi. En miklu lægri í Japan. Og í kringum 2% í N-Evrópu.

 

Kv.


Siemens ætlar að hefja framleiðslu á íhlutum fyrir gas túrbínur með prentun!

Svokallað "Additive manufacturing" hefur verið í hraðri þróun undanfarið. Þ.e. að framleiða hluti í vélar og tæki - - með prent tækni. Það er einmitt magnað - finnst mér - að Siemens virðist hafa tekist. Að leysa þau vandamál sem tengjast því. Að framleiða íhluti fyrir gas túrbínur. Sem eins og gefur að skilja. Starfa undir miklu álagi og við mikið hitastig.

Sjá áhugavert kynningarmyndskeið frá Siemens!

3D printing becomes a solid reality

3D printing reshapes the factory floor

Sérfræðingar Siemns telja að framleiðsla íhluta með prentun geti verið sérstaklega gagnleg nálgun. En þá er hugmyndin, að framleiða - - varahluti með þessari tækni. 

Sem geti falið í sér umtalsverðan sparnað fyrir mörg fyrirtæki, með því að draga úr þörf fyrir að sitja með mikið magn varahluta á lager - - sem kannski verða notaðir eða ekki.

Þess í stað, þegar pöntun fyrir varahlut berist, sé hluturinn framleiddur. 

  • "Siemens will next month start printing spare parts for gas turbines,...The German electronics and engineering group will use 3D printing to speed up repairs and cut costs."
  • "In certain cases, the time taken to repair damage in turbine burners will be cut from 44 weeks to just four."
Ég var einmitt að velta fyrir mér hvernig væri mögulegt að prenta hluti úr málmum.
  • "The laser beam hits the bed of metal powder, releasing high energy in the form of heat and melting the metal, layer by layer. The metal then cools relatively quickly into a solid shape"
Nicolas Vortmeyer hjá Simens bendir á það að 3D-prentarar séu hægir. Það taki langan tíma að smíða hvern part. Það sé engin stærðarhagkvæmni til staðar í ferlinu. Líklega verði áfram hagkvæmara að fjölda framleiða með hefðbundnum aðferðum, hluti sem þörf sé fyrir í miklu magni.
  • "One of the challenges is the time it takes to print a part. “It’s quite a lengthy process. We have slow build-up rates and there is almost no economy of scale,” said Nicolas Vortmeyer, chief technology officer at Siemens’ power generation division. "
  • "“You can make one part in, say, 10 hours. If you have an individual part it’s economical but if you have 10,000 parts to make, milling or casting is probably better."

Enn fremur kemur fram hjá Financial Times, að General Electric stefni að því að framleiða aflúrtök fyrir nýja gerð þotuhreyfla frá 2016. Sparnaðurinn á að vera mikill.

  • "A 3D printed fuel nozzle has five times the lifespan of the traditionally manufactured product and weighs 75 per cent lighter, according to Greg Morris of GE Aviation’s additive development centre."
  • "Rival UK aerospace company Rolls-Royce last month said it planned to use 3D printing to produce components for its jet engines"

Ef þetta er rétt að prentað aflúrtak fyrir þotuhreyfla geti verið þetta miklu meir skilvirk, þá skil ég vel af hverju GE ætlar að standa í þessu.

  • Þetta er kannski einnig vísbending um það fyrir hvað 3D-prentun verði einna helst notuð.

Það er til framleiðslu á frekar dýrum hlutum sem þarf ekki að framleiða í miklu magni, vegna þess að þrátt fyrir allt virðist tæknin ekki enn komin á það stig, að vera ódýr - heldur sé hún enn dýrari en fjöldaframleiðsla. Ef um er að ræða framleiðslu á miklu fjölda.

En fyrir fyrirtæki sem ætla sér að framleiða lítið magn af sérhönnuðum eða dýrum hlutum - - þá getur 3D-prentun verið alger bylting.

3D-prentarar verði þó líklega til staðar á verksmiðju gólfinu. En til þess að þeir taki yfir heiminn, skipti út eldri framleiðsluaðferðum. Þurfi að takast að láta 3D-prentara vinna verulega hraðar.

Kannski tekst það eftir nokkur ár. En þessi tækni er enn ung!

 

Niðurstaða

Ég hef í gegnum árin lesið mikið af vísindaskáldsögum. Ein af framtíðarhugmyndum sem ég hef oft séð. Er hugmyndin um tæki - - sem getur framleitt nánast allt á milli himins og jarðar. Og fólk í framtíðinni lætur framleiða fyror síg þ.s. það langar í þá stundina.

3D-prentun á enn mörg ár í það að geta framleitt allt milli himins og jarðar í sama tækinu. Það kannski aldrei verður. En hver veit, kannski verður í framtíðinni á hverju heimili 3D-prentari sem framleiðir eftir þörfum gagnlega hluti til heimilisnota. T.d. föt.

 

Kv.


Hræðsla innan fjármálageirans í Kína!

Innan um jákvæðar fréttir um aukna bjartsýni um hagvöxt í Bandaríkjunum, að "US Federal Reserve" hafi loks hafið sitt "taper" þ.e. þá aðgerð að smá minnka prentun; hafa borist fréttir um vaxandi spennu innan fjármálakerfis Kína.

Seðlabanki Kína er þegar búinn að bregðast við, með því að dæla neyðarlánum inn í bankakerfið.

Og það getur verið, að sú aðgerð muni duga! 

Þ.s. þetta er ef til vill þó skýr vísbending um, er að kínverska hagkerfið sé farið að spenna bogann afskaplega hátt.

Það geti verið að nálgast þann punkt, ef þ.e. ekki þegar komið af honum, að snögglega geti átt stað einhvers konar - - krass atburður!

 

Hvað var að gerast?

Það sem hefur verið í gangi sl. tvær vikur, er hröð hækkun á vöxtum - - á millibankamarkaði innan Kína.

Það þíðir, að bankar voru í hratt vaxandi mæli - - hræddir um að lána hverjum öðrum fé.

Það sem slíkt er - - > Er augljóst hættumerki.

  1. Fyrir tveim vikum, kostaði það banka að fá skammtíma peningalán á kínv. millibankamarkaðinum -  -> 4,3%. Sem er reyndar afskaplega mikið.
  2. En sl. föstudag, rauk vaxtakrafan upp í 7,6%.
  • Skv. sömu frétt, lækkaði vaxtakrafan á millibankamarkaðinum í Kína á mánudag í 5,57%.
  • Í annarri frétt Reuters: Shanghai shares halt 9-day losing streak, large financials rebound. Kemur fram, að aðgerð Seðlabanka Kína, leiddi til þess að verðfall undanfarinna daga á verðbréfamarkaðinum í Shanghæ, snerist við og verð bréfa hækkaði. 
  • Skv. þriðju frétt Reuters, virðist í upphafi dags á mánudag, millibankavaxtakrafan hafa hækkað í 9,8%. Áður en fréttir bárust af aðgerðum Seðlabanka Kína: Asia shares inch ahead, China money rates spike anew.

Það sem þetta virðist sýna, er að kínv. einka-hagkerfið sé orðið afskaplega viðkvæmt.

En skuldir hagkerfisins eru komnar yfir 200%. Stærsti hluti skuldir annarra aðila en ríkisins og hins opinbera. Líklega er í dag mikið af mjög skuldsettum fyrirtækjum.

Þ.e. ekkert sérstaklega óvenjulegt hagsögulega séð, að efnahagslegur uppgangur í ríkjum sé brokkgengur, vegna þess að atvinnulífið á endanum - - þenji bogann of hátt.

Þannig að - - krass atburður verði fyrir rest. Slíkir atburðir eru ekkert endilega slæmir, en öll vel stæð hagkerfi í dag hafa gengið í gegnum margar kreppur. 

Þ.s. kreppur gera fyrir hagkerfi, er að þurrka út "ofurskuldsett" fyrirtæki sem hafa veðjað of hátt. Fjárhagslegt tap er vanalega mikið, en oftast nær - - veldur það engum langtímaerfiðleikum.

Skuldug fyrirtæki verða gjaldþrota, fjármálakerfið þá afskrifar skuldir gjaldþrota fyrirtækja,  við taka önnur minna skuldsett fyrirtæki. Eftir snöggt krass, hefst hagvöxtur að nýju - - líklega innan 2. ára frá upphafi krass.

Þannig eru kreppur sögulega séð í hagkerfum sem eru í vexti!

Bandaríkin gengu í gegnum margar slíkar skammtímakreppur, á leið sinni til velmegunar frá því að efnahagsleg uppbygging þar hófst á fyrri hl. 19. aldar.

  • Það virðist afskaplega líklegt - að Kína sé nálægt slíkum "kreppupunkti."


Bendi á skemmtilega frétt er sýnir áhyggjur kínv. stjv. af ástandinu!

China presses media to tone down cash crunch story

"Chinese propaganda officials have ordered financial journalists and some media outlets to tone down their coverage of a liquidity crunch in the interbank market,..."

Mér finnst þetta sérstaklega skemmtilegt "touch" hjá kínv. yfirvöldum.

Og ég er viss að það hafi akkúrat - - þveröfug áhrif.

Að auka á hræðsluna! Því af hverju annars væru yfirvöld að þessu? En vegna þess, að full ástæða sé til að hræðast hið undirliggjandi ástand? Eða þannig þykir mér líklegt að margir muni hugsa.

Það verður því áhugavert að halda áfram að fylgjast með fréttum frá Kína.

 

Niðurstaða

Kína gæti verið stóra efnahags fréttin á næsta ári. En kínverska hagkerfið virðist sýna augljós hættumerki. Sem benda til þess að krass atburður geti átt sér stað - - þá og þegar. Í dag er kínverska hagkerfið það stórt innan heimshagkerfisins. Það þegar orðið það mikilvægur þáttur í eftirspurn innan heimshagkerfisins. Að krass þar - - og kreppa. Þó svo að líklegast standi sú kreppa ekki mjög lengi. Þ.e. líklega ekki lengur en 2-3 ár. Þ.e. dæmigerð kreppulengd fyrir hagkerfi í vexti, séð frá hagsögunni. Þá mundi það eigi síður koma sér illa fyrir heimshagkerfið - miðað við þá stöðu sem vesturlönd enn eru í.

 

Kv.


Franska ríkinu gengur ekki vel að minnka atvinnuleysi ungs fólks

Mjög áhugaverð umfjöllun Wall Street Journal: France Tries Subsidizing Jobs for Youth—Again. Frakkland er eitt af þeim Evrópulöndum sem hafa tvískiptan vinnumarkað. Þ.e. til staðar er nokkurs konar "elíta" af fólki í öruggum störfum. Sem mjög erfitt er að reka. Sem hafa mikil réttindi.

Síðan er það fólkið í "skammtímastörfum" þ.e. skv. 6 mánaða reglunni.

Sífellt vaxandi hópur er fastur í því fari. Meðan að smám saman fækkar í hinum hópnum.

6 mánaða hópurinn, hefur eins og gefur að skilja einungis ráðningu til 6 mánaða í senn. Þarf síðan að fá nýjan samning. Sem er upp og ofan hvort að fæst. En getur vel verið að fáist.

Þessi hópur hefur ekkert starfsöryggi - yfirleitt lægri laun oft svo um munar - og að auki gjarnan til mikilla muna lakari réttindi.

  • Í núverandi kreppu, hefur þó fjölgað í þriðja hópnum, þ.e. þeim sem hafa ekki einu sinni skammtímastarf. Með öðrum orðum, ekkert starf og litla möguleika á því að fá starf yfirleitt.

  • Eins og sést á myndinni að ofan - - endurtekur Frakkland reglulega sama leikinn, þ.e. prógrömm þ.s. franska ríkið borgar að verulegu leiti fyrirtækjum fyrir það að ráða ungt fólk til vinnu.

Galli við slíkt prógramm, er það - - að líklega ráða fyrirtæki þá sem þau hvort sem er hefðu ráðið. En nú borgar ríkið stórum hluta þau laun.

Þau hafa eftir allt saman ekki hvatningu til að ráða aðra en þá, sem þau telja helst hafa gagn fyrir.

  • Nú stendur til af hálfu ríkisstjórnar Hollande, að læra af fyrri "prógrömmum" og leitast við að komast framhjá því vandamáli, þannig að fólk sem á raunverulega erfitt með að fá vinnu - - fái starf í gegnum aðstoð ríkisins.
-----------------------------------------
  1. "the government plans to spend €5.3 billion by the end of 2014 to subsidize more than one million jobs across different age groups,...
  2. "...mainly at nonprofit organizations."
  3. "Paris says 85,000 youth jobs have already been created since late spring. "

-----------------------------------------

Ég verð að segja eins og er, að ég er afskaplega skeptískur á slíka nálgun á það að búa til störf.

Dæmi í frétt WSJ er tekið af ungri konu sem fær starf á elliheimili, þó svo hún hafi ekki hina minnstu þekkingu né reynslu á slíku starfi.

  • En ég stórfellt efa að slík störf endist lengur, en peningagjöfin frá ríkinu - - endist.

Fyrir utan að líklega eru öll störf slíkra stofnana borguð a.m.k. óbeint af ríkinu eða því opinbera, en hér á Íslandi eru einnig sambærilegar stofnanir reknar alveg sjálfstæðar, en með þjónustusamning við ríkið eða nærstatt sveitafélag. 

Það sé með öðrum orðum ekki framtíð í því að útrýma atvinnuleysi ungs fólks, með því að ríkið búi til störf fyrir það!

 

Niðurstaða

Til að undirstrika að líklega er ekki framtíð í þessari aðferðafræði Hollande forseta. Þá bendi ég á að á 3. ársfjórðungi var Frakkland í 0,1% efnahagssamdrætti. Ef maður skoðar trend innan franks atvinnulífs. Er hnignun alls staðar í augsýn - í samhengi samdráttar innan einkahagkerfisins. Þarfar franska ríkisins fyrir að hægja á skuldasöfnun. Fyrir það að endurreisa vöxt innan franska einkahagkerfisins. Sé bersýnilega ekki framtíð í reddingum af þessu tagi.

 

Kv.


Kjarasamningar virðast bæta verulega kaupmátt lægri launa!

Það þarf að hugsa þetta í samhengi við útspil ríkisstjórnarinnar. En fyrir utan 9.750kr. hækkun lægstu launa. Kemur frá ríkisstjórninni, að efri mörk neðsta skattþreps eru hækkuð í 290þ.kr. úr 256þ.kr.

Útspil ríkisstjórnarinnar skiptir umtalsverðu máli fyrir láglaunaða, því það þíðir að þeir lenda síður í skattþrepi 2. Þegar þeir taka - - aukavinnu.

Skattkerfið letur þá síður láglaunaða, til að bæta við sig vinnu - til þess að hafa það ívið betra.

Auðvitað skiptir lækkun skatthlutfalls miðþreps úr 25,8% í 25,3% máli. Þó líklega í krónum talið fyrir hvern og einn, munar líklega ekki mikið ef yfirvinnan fer einhverja þúsund kalla upp í miðþrep.

Sjálfsagt hefðu margir kosið að persónuafslátturinn væri hækkaður - - sem ríkisstjórnin hafnaði.

En á móti er ASÍ einungis að bjóða 12 mánaða kjarasamninga!

Þetta er því útspil er getur komið síðar!

  • 2,8% kauphækkun síðan yfir línuna!


Fyrir bragðið munu kjarasamningarnir óhjákvæmilega auka verðbólgu!

Það er einfaldlega vegna þess að þar með hækka kjarasamningarnir - - launakostnað fyrirtækja.

Þegar kemur að þjónustufyrirtækjum og verslunum, þá eru það tekjur af sölu þjónustu eða varnings, sem greiða fyrir launahækkanir.

Þess vegna fer almenn kauphækkun alltaf í verðlag! 

Á hinn bóginn er prósentuhækkunin ekki það há, að líklega fer verðbólgan ekki í aukningu umfram ca. 2% ofan á núverandi verðbólgu. 

Það er, gæti náð 5% ca. er sveiflan toppar.

Það þíðir að lán landsmanna hækka!

  • Þetta er ástæða þess að ég talaði fyrir því, að farin yrði önnur leið við kjarasamninga, en sú - - að hækka laun!

En þ.e. vel hægt að auka kaupmátt án kauphækkana.

  1. Skattbreyting ríkisstjórnarinnar er ein leið.
  2. Aðgerð Framsóknarflokksins í skuldamálum heimila er önnur.
  3. Síðan má nefna hækkun persónuafsláttar.
  4. Lækkun á virðisaukaskatti.
  5. Jafnvel hækkun á gengi krónunnar!

Ég velti fyrir mér af hverju verkalýðshreyfingin - - er svo áfram um að beita þeirri leið, sem veldur ávallt gersamlega óhjákvæmilega aukningu verðbólgu?

Er það vegna þess, að ASÍ rekur lífeyrissjóði - - og er kannski meir umhugað um að láta verðtrygginguna, hækka þær upphæðir sem reknar eru innan þess sjóðakerfis?

En að bæta kjör launamanna?

----------------------------

Auðvitað eru allar aðferðir til að bæta kjör - - háðar þeirri takmörkun!

Að raunverulega séu til peningar fyrir þeirri kjarabót!

Skiptir þá engu hvaða aðferð er beitt!

  • En gengishækkun getur einungis að sjálfsögðu staðist - - ef þ.e. aukning gjaldeyristekna fyrir henni. En þá gæti hún alveg gengið! En mundi krefjast þess, að rekin væri "fastgengisstefna."

En gengishækkun, öfugt við kauphækkanir - - lækkar verðbólgu!

Þetta virkar alveg öfugt við - - gengisfall!

 

Niðurstaða

Ég vona að fyrir næstu kjarasamninga. Verði mögulegt að koma inn aukinni skynsemi. Svo að kjarabót raunverulega geti virkað alfarið án verðbólgu. En tæknilega séð er ekkert ómögulegt við það. Svo fremi auðvitað að til sé peningur í formi aukinna gjaldeyristekna. En sú frumforsenda þarf ætíð að vera til staðar á Íslandi, ef kjarabætur yfirleitt eiga að ganga upp - - án kollsteypu.

 

Kv.


Lánshæfi Evrópusambandsins lækkað!

Þetta er ákvörðun Standards&Poors, að lækka lánshæfi stofnana ESB úr "AAA" í "AA+" þ.e. um eitt þrep. Þó þetta líklega muni pirra einhverja, er þetta sennilega rökrétt ákvörðun. Enda eru nú miklar fjárhagslegar skuldbindingar í rekstri á vegum stofnana ESB. En á sama tíma, fer skuldsetning eiganda þeirra stofnana þ.e. aðildarríkjanna sjálfra, stöðugt versnandi. Á sama tíma hefur jafnt og þétt fækkað þeim aðildarríkjum er hafa lánshæfi upp á hæsta stig þ.e. "AAA."

Það sé með öðrum orðum, hin versnandi staða eigenda ESB, sem sé að bitna á trúverðugleika lánshæfis ESB.

Og á sem hliðarafurð versnandi stöðu eigendanna, minnkandi vilji aðildarríkjanna til að standa að baki þeim kostnaði, sem hefur hlaðist upp - - vegna fyrri ákvarðana aðildarríkjanna sjálfra, að fela stofnunum ESB sívaxandi og gjarnan sífellt meir krefjandi hlutverk.

-------------------------------------

Long-Term Rating On EU Supranational Lowered To 'AA+'; Outlook Stable 

S&P cuts EU's AAA rating, European officials dismiss move

S&P strips EU of triple A rating

S&P Lowers EU Credit Rating

S&P cuts EU long-term rating to AA+

  • "Rationale: The downgrade reflects our view of the overall weaker creditworthiness of the EU's 28 member states. We believe the financial profile of the EU has deteriorated, and that cohesion among EU members has lessened."
  • ""In our view, EU budgetary negotiations have become more contentious, signaling what we consider to be rising risks to the support of the EU from some member states.""
  • "S&P said cohesion among EU members had lessened and that some might baulk at funding the EU budget on a pro-rata basis."
  • "S&P has had a negative outlook on the EU since January 2012 and has since cut its ratings on members France, Italy, Spain, Malta, Slovenia, Cyprus and The Netherlands."
  • "The EU is not a sovereign but it can borrow in its own name. As of this month, it had outstanding loans of 56 billion euros ($76.5 billion), according to S&P."
  • "The credit-rating agency said its downgrade of The Netherlands last month left the EU with six 'AAA'-rated members."
  • "Since 2007, revenues contributed by 'AAA'-rated sovereigns as a proportion of total EU revenues nearly halved to 31.6 percent, it added."

-------------------------------------

Ég tel að það séu algerlega gild rök, að lækka lánshæfi stofnana ESB um einn flokk, í ljósi þess að einungis 6 aðildarríki þess hafa nú - - "AAA" lánshæfi, þannig að einungis 31,6% skatttekna þess koma frá þeim aðildarlöndum sem hafa mest traust.

Sjálfsagt eru mótbárur Ollie Rehn réttar, að það séu litlar líkur á því að ekki verðið staðið við allar skuldbindingar.

Og örugglega rétt að auki, að ávallt hafi stofnanir ESB fengið sitt skattfé greitt á réttum tíma, fram að þessu.

En aðilar eins og S&P miða ekki lánshæfi einungis út frá því hvað hefur gerst fram til dagsins í dag, heldur einnig út frá mati þeirra á því - - hvað líklegt sé að gerist í framtíðinni, og að auki hvað sé sennilegt eða jafnvel mögulegt að gerist í framtíðinni.

Að auki tel ég að það séu gild rök, að aukin harka í deilum milli aðildarríkjanna um fjárlög ESB, séu varúðarmerki og hugsanlegt hættumerki.

S&P meira að segja bendir á þ.s. raunhæfan möguleika að aðildarríkjum geti fækkað á næstu árum, þar með þeim fækkað sem standa undir skuldbindingum stofnana ESB. Þó þeir séu ekki endilega að halda því sterkt fram að slíkt sé líkleg útkoma. Eru þeir að benda á að það sé nægilega líklegt til að vera orðið að þætti sem vert sé að íhuga.

 

Niðurstaða

Þessi lækkun á lánshæfi Evrópusambandsins, þíðir ekki að það sé í gjaldþrotshættu. Þarna sé um að ræða ábendingu um það. Að meðal staða meðlimaríkjanna hafi versnað á sl. árum. Þau með öðrum orðum séu ekki lengur eins fjárhagslega sterk og áður. 

Það er ekkert órökrétt við það að versnandi staða eigenda sé endurspegluð í mati á þeirri stofnun eða þeim stofnunum sem sé eða séu í þeirra eigu. Þannig t.d. lækkaði lánshæfi Landsvirkjunar er lánshæfi ísl. ríkisins féll harkalega um árið þó að tekjustaða LV og því greiðslugeta hafi ekkert vernsað við hrunið er varð hér á landi - staða eigandans samt réð mati á lánshæfi LV. 

Með sama hætti, þegar einstök aðildarlönd hafa lækkað í lánshæfi, hefur það einnig haft neikvæð áhrif á lánshæfi sjálfstæðra rekstrareininga í þeirra eigu eins og t.d. ríkisjárnbrauta, póstfyrirtækja og annarra slíkra sjálfstætt rekinna þjónustueininga.

Þannig séð er ákvörðun starfsmanna S&P ekkert órökrétt eða óeðlileg í því samhengi.

 

Kv.


Pútín ætlar að náða Khodorkovsky!

Fyrir þá sem ekki muna eftir Mikhail Khodorkovsky þá var hann aðaleigandi stórs rússneks olíufélags er hét Yukos. Það félag var leyst upp, eignum þess skipt upp milli félaga sem stjórnvöldum þ.e. Pútin voru meir þóknanleg. Á sínum tíma var þetta talið best rekna rússneska fyrirtækið. Og var fram að þeim tíma í hröðum vexti.

Putin Says He Will Pardon Jailed Tycoon Khodorkovsky

En Mikhail Khodorkovsky varð það á að styðja með fjárframlögum flokka stjórnarandstæðinga, með svipuðum hætti og fyrirtæki á vesturlöndum gjarnan skipta sér þannig með óbeinum hætti af pólitík.

Í augum Pútín var þetta ófyrirgefanlegt, varð til þess að Pútín skipulagði herförina gegn Khodorkovsky sem lyktaði með því að fyrirtæki hans var tekið til gjaldþrotaskipta, þó það væri þá fjárhagslega sterkt - - en rússnesk stjv. virðast alltaf geta hagað því hvernig reglum er beitt eftir vild til að búa til þá niðurstöðu sem er fyrirfram ákveðin.

Síðan var hann sjálfur dæmdur í fangelsi til langs tíma, í reynd virðast slíkur dómar litlu máli skipta í Rússlandi, þ.s. rússnesk stjv. virðast alltaf geta lengt þá með því að koma fram með nýjar "meintar" sakir, og rússneskir dómstólar eins og í tíð Sovétríkjanna virðast fylgja skipunum frá stjv. um dómsniðurstöðu - - þó formlega séu dómstólar sjálfstæðir, skv. lögum sé það þannig.

En einhvern veginn virðist það litlu máli skipta hvað lögin akkúrat segja eða reglugerðir!

Valdið virðist aðal atriðið - - þeir sem fara með völdin virðast ætíð geta fengið það fram sem þeir vilja.

 

Tímasetningin er áhugaverð!

Konurnar tvær í Pussy Riot hafa einnig verið náðaðar skv. mjög nýlegum fréttum. Síðan á nú að náða Kodorkovsky einnig. 

Áhugavert að íhuga þetta í samhengi við fyrirhugaða vetrarólympíuleika í Sochi. En undanfarið virðist að hreyfing sé að skapast á þá stefnu - - að leiðtogar vesturlanda hundsi leikana "persónulega" þó svo að íþróttamennirnir mæti.

En forseti Þýskalands hefur sagst ekki muna mæta. Margir stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa kvatt Angelu Merkel, til að taka þá ákvörðun - - að mæta ekki til Sochi þegar leikarnir verða settir. Obama og Biden, hafa þegar sagst ekki munu mæta á setningu leikanna. Það hefur Hollande einnig ákveðið.

Það hefur fyrst og fremst táknræna merkingu, ef leiðtogar landanna mæta ekki á setningarathöfn vetrarólympíuleikanna.

En það getur vart verið annað en að Rússland sjái það sem snuprun.

-----------------------------

Síðan má velta fyrir sér hvort að Pútín sé ekki að tjá það, að hann sé - - fastur í sessi. Þannig að  Khodorkovsky sé ekki lengur hættulegur fyrir hann.

Það getur einmitt gefið þau skilaboð, að völd Pútins séu traust!

Pútín hafi valdið - - hafi efni á því að sýna miskunn!

Hann sé Tsar!

 

Niðurstaða

Það eru þær tveir meginhliðar sem ég sé á ákvörðun Pútíns, að náða Khodorkovsky. Hann sýni fram á að hann hafi valdið. Sé traustur og öruggur í sessi, stafi engin hætta af Khodorkovsky. Út frá þeim sjónarhóli sé náðun Khodorkovsky ákveðin tjáning á því valdi - að Pútín sé nútíma Tsar.

Á hinn bóginn geti verið að Pútín vilji bæta ímynd sína, nú þegar vaxandi hreyfing er í gangi meðal leiðtoga vesturlanda að hundsa persónulega fyrirhugaða vetrarólympíuleika í Sochi. En Pútín og Rússum gremst örugglega slík hjáseta. 

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband