Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
29.11.2013 | 23:53
Húsnæðiskreppan í Hollandi dregur niður lánshæfismat Hollands!
Þetta er kreppa sem hefur ekki verið mjög áberandi í heimsfjölmiðlum, en sl. ár hefur geisað húsnæðiskreppa eftir að hollenska húsnæðisbólan sprakk á sl. ári. Húsnæðisskuldir Hollendinga eru þær mestu á öllu evrusvæði þegar miðað er við hlutfall af tekjum húsnæðiseigenda, innan ESB skulda einungis danskir húsnæðiseigendur hærra hlutfall miðað við tekjur.
Í Danrmörku eru einnig sambærileg vandamál farin að ágerast.
Skv. Eurostat er hlutfallið 250,34 sjá hlekk: - hér.
Þetta hlutfall hefur líklega hækkað síðan 2012 en það vanalega gerist, er húsnæðiskreppa ágerist.
Agency Strips Netherlands' AAA Rating
Netherlands Loses Triple-A Rating, Spain Outlook Raised
S&P downgrades Netherlands credit rating
FT.com/Lex - Eurozone: Dutch carnage
Skv. Lex hjá Financial Times, eru húsnæðisskuldir í hollandi 110% af þjóðarframleiðslu Hollands, meðan að ríkið skuldi rúmlega 70%.
Verðfall hefur ekki verið óskaplegt fram að þessu, eða 20% frá því er það hófst á sl. ári.
Afleiðingarnar eru auðvitað hinar klassísku - þ.e. að hrun er í neyslu.
Störfum í verslun og öðrum greinum tengdum innlendri þjónustu, fækkar.
Það sem bjargar Hollandi frá djúpum samdrætti eins og þeim sem Spánn hefur gengið í gegnum, er að hollenska útflutningshagkerfið er miklu mun sterkara hlutfallslega en það spænska.
En þetta þíðir þó að næsti áratugur í Hollandi verður erfiður fyrir almenning, sjálfsagt - svokallaður tíndur áratugur. Það muni taka fólk tíma að lækka skuldir - skuldadagarnir séu komnir.
Og á meðan, verði neysla áfram í lægð - sem mun halda niðri hagvexti í hollandi jafnvel út þennan áratug.
Sem leiði til þess að ástand mjög nærri því að kallast stöðnun muni ríkja í Hollandi. Holland getur þannig séð líkst mjög Japan næstu ár - - en Japan einnig hefur sterkt útflutningshagkerfi.
Sennilega er hollenska útfl. hagkerfið þar sterkt, að það muni líklega ná að viðhalda örlitlum hagvexti næstu árin, þrátt fyrir hallærið hjá almenningi í Hollandi á næstu árum.
Veislan er sem sagt - búin!
- Standards&Poors lækkaði lánshæfið um eitt prik úr "AAA" í "AA+" með stöðugum horfum.
Að sjálfsögðu voru lélegar hagvaxtarforsendur næstu ára, forsendur þeirrar lækkunar.
Niðurstaða
Einnig kemur fram að Spánn var færður upp í stöðugar horfur, eftir að hafa mælst með örlítinn hagvöxt á 3. ársfjórðungi. Telja starfsm. S&P að Spáni muni takast að ná fram smávægilegum hagvexti á nk. ári, og telja þeir þann viðsnúning næga ástæðu til að meta horfurnar stöðugar. Matið fyrir Spán "BBB-" stöðugar horfur. Að auki voru horfur fyrir Kýpur metnar upp í "B-" stöðugar. Þannig að starfsm. S&P meta að stjv. Kýpur séu á réttri leið með vanda Kýpur.
En ákvörðunin varðandi lánshæfi Hollands þíðir, að nú eru einungis Þýskaland, Finnland og Lúxembúrg með "AAA" lánshæfi.
Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með hollensku húsnæðiskreppunni.
Kv.
Það er áhugavert að eitt af því fyrsta sem ný ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að gera - - er að storka einmitt ríkisstjórnum S-Kóreu og Japans, auk þess auðvitað þeirra megin bandamanni, Bandaríkjunum.
Þetta er sjálfsagt söguleg tilviljun - - en nú eru við völd í löndunum þrem; ríkisstjórnir sem eru ákaflega þjóðernissinnaðar.
Spurning hvort það magnar hættu á því, að deilur þjóðanna magnist upp í eitthvað hættulegt?
Á mynd Wall Street Journal má sjá hið yfirlýsta flugöryggissvæði Kínverja!
- Innan þess eru Leodo sem S-Kórea telur sig eiga, bæði efnahagslögsögu í kringum og lofthelgi, stjv. S-Kóreu virðast líkleg til að verja sitt "claim" gegn "counter claim" Kína.
- Síðan er það röð af smáeyjum og skerjum sem Japanir kalla Senkaku en Kínverjar Diaoyu. Þar telja Japanir sig eiga allan rétt þ.e. lögsögu í kring, lofthelgi og umráðarétt á landi. Japanir eru þar með stöð á einnig smáeyjunni.
Hvað er þetta Leodo?
Skv. Wikipedia er þetta klettur undir sjávarmáli, þ.e. á fjöru er þetta 4 metra undir yfirborðinu. Enska heitið er Socotra Rock.
Á Íslandi mundi þetta vera kallað - boði. En sker er alltaf ofansjávar a.m.k. á fjöru - sjór brýtur þá yfir.
Skv. Hafréttarsáttmálanum er ekki mögulegt að nota boða sem aldrei sést ofan sjávar sem lögsögu-mörk.
S-Kórea hefur aftur á móti reist pall --> Sjá mynd. Eins og sjá má er þar þyrlupallur. Þarna er víst veðurathugunarstöð og vísindastöð.
Augljóst er að tilgangurinn er að tryggja sér örlítið stærri lögsögu, Kínverjar að sjálfsögðu hafa engan áhuga á að viðurkenna "claim" S-Kóreu.
Hið minnsta er neðansjávarkletturinn eða boðinn Leodo, nær S-Kóreu.
En þ.e. þó ekki sennilegt, að það skipti miklu máli í augum Kínverja, en þeir muna það alveg örugglega að gervöll Kórea þ.e. bæði Suður og Norður, voru hérað í Kína, þegar svokölluð Quing ætt réð ríkjum. Síðasta keisaraveldi Kína.
Þá auðvitað áttu þeir allan flóann þarna á milli, en Kórea er eins og skagi út úr Kína, eins og sjá má á mynd.
Kínverjar virðast hafa tilhneigð til að líta svo á, að þeirra "claim" skipti alltaf meira máli, ef þ.e. eldra. Í þessu tilviki geta þeir þó ekki breitt sögunni. Enda S-Kórea það öflugt ríki að það verður ekki lagt auðveldlega undir Kína. S-Kórea er mjög hernaðarlega sterk, þ.e. öflugur landher.
Senkaku eyjar eða Diaoyu!
Ég held að þetta sé sínu hættulegri deila. En ég á mjög erfitt með að sjá S-Kóreu og Kína fara í stríð út af boða, sem aldrei kemst nær sjávarmáli en 4 metra.
Þarna kemur ekki síst - erfið saga Kína og Japans. En Japan er auðvitað að mörgu leiti sjálfu sér verst, en Japanir hafa aldrei gengið nándar nærri því eins langt og t.d. Þjóðverjar í því að biðjast afsökunar á hegðun sinni í Seinna Stríði. En það eru engar ýkjur að japanskir hermenn, urðu valdir að dauða margra milljóna kínverskra borgara. Sérstaklega er alræmdur atburður sem svokallað "Rape of Nanking." Sem var þá höfuðborg Kína, undir stjórn Kuomintang flokksins. Eitthvað um 3 milljón Kínverja er sögð hafa verið drepin - hreinlega myrt í þeirri borg. Þ.e. mjög grimmilegu "sack" eins og þ.e. kallað, er borgin féll, atburður sem virðist hafa verið eins grimmur og slíkir atburðir verstir hafa verið í forsögu fyrri alda. Þ.e. þegar her tekur borg og nánast gersamlega eyðir öllu kviku þar innan.
Vegna þess að Japanir þykja ekki nægilega sakbitnir út af þessu, og öðrum grimmdarverkum frömdum í öðrum Asíulöndum. Hefur allt fram á þennan dag, verið ákveðin undirliggjandi andúð á Japönum í Asíu.
Þó þetta sé almennt í dag komið undir yfirborðið, gleymt í mynni yngri kynslóða víða hvar í Asíu. Þá hefur minningunni verið haldið mjög vakandi innan Kína.
Það má vera að kínverski kommúnistaflokkurinn sé að einhverju leiti að notfæra sér þetta gamla hatur.
Það væri ekki í fyrsta sinn - - Senkaku Islands.
Það er magnað að hugsa til þess, að hugsanlega fari Kína og Japan í stríð út af eyjum, sem eru smærri að heildarflatarmáli heldur en Vestmannaeyjaklasinn.
Eins og sést eru Ryukyu eyjar sem koma í beinu framhaldi af Japan eyjaklasanum ekki langt undan.
Þær hafa tilheyrt Japan um langan aldur. En Senkaku komst í hendur Japana eftir ósigur Kína gagnvart Japan í stríði 1895. Þá tók Japan einnig Tævan.
Í dag ræður Japan ekki Tævan, en heldur enn Senkaku eyjum.
- Ég held að stóri punkturinn sé tvímælalaust sá; að Senkaku eyjar, Ryukyu eyjar og síðan Tævan.
- Mynda nokkurs konar varnarlínu á hafinu.
Ef kemur til stríðs, og Japan ræður enn yfir Senkaku, og ef maður ímyndar sér að Tævan sé þátttakandi og ekki vinveitt Kína.
Þá tæknilega séð, væri hægt fyrir flota landanna, að setja nánast - - hafnbann á Kína.
Filippseyjar eru síðan rétt fyrir sunnan.
- Eins og sést á Kortinu fyrir neðan, er Kína í reynd ákaflega aflokað - -af þessum eyjaklösum.
- Líklega er þ.s. kínv. yfirvöld vilja, er að rjúfa skarð í þennan múr.
Ef Kína nær Senkaku, þá væri Kína búið að rjúfa skarð í "Múrinn."
Það má sjá á eftirfarandi fréttaskýringu Reuters, að Kína hugsar þetta einmitt svona:
Special Report: China's navy breaks out to the high seas
Þetta er örugglega af hverju einnig, Kína leggur svo mikla áherslu á að "einangra Tævan" - en ef Kína getur náð Tævan undir sig, þá mundu landsstöðvar þar geta haldið sjóherjum hugsanlegra andstæðinga í góðri fjarlægð, þannig að kínv. flotinn hefði örugga sjóleið út á Kyrrahaf.
- Fyrsta skrefið sé að ná Senkaku!
- Og að sjálfsögðu vita Japanir af "strategísku" mikilvægi smáeyjanna, sem er akkúrat af hverju, Japanir vilja hanga á þeim.
- Það er einmitt hætta, að eftir því sem Kína þrýstir fastar á - eflir sinn flota meir.
- Því stærra mun Kína voma í augum Japana sem ógn, og því þeir halda fastar í þessar smáeyjar.
Ef Japan er óvinveitt, en segjum Tævan er ekki - þá yrðu kínv. siglingar að fylgja strönd Kína, og síðan út á haf vestan megin við Tævan.
Japan mundi geta haldið uppi langri varnarlínu alla leið að Tævan.
Ég bendi ykkur á að taka eftir því hvar á kortinu Spratly eyjar eru!
Það er nefnilega ein deilan enn - - þar deilir Kína við Víetnam, Filippseyjar, Indónesíu og Malasíu.
Takið eftir því hve fjarri þær eyjar eru Kína - - en þó þykist Kína eiga þær.
Og Kína hefur verið að beita þessi ríki að mörgu leiti sambærilegum þrístingi, þ.e. siglir eigin herskipum um eyjarnar reglulega, mótmælir reglulega siglingum flota hinna landanna um sama svæði.
- En það má alveg sjá þarna vinkil út frá öryggi siglingaleiða, þ.e. kínv. stöðvar þar gætu hugsanlega auðveldað Kína að tryggja öryggi eigin siglinga um það svæði. En nær allir olíuflutningar til Kína, fara í gegnum indónesísku sundin þar lengra í Suður.
En þrístingur Kínverja, er að ýta einnig þessum ríkum til að efla sinn herstyrk.
Mér virðist raunverulega hætta á því að Kína endurtaki mistök keisarans af Þýskalandi!
En eftir að Bismark var endanlega rekinn af Vilhjálmi keisara 1890, urðu mikilvægar breytingar á þýskri utanríkisstefnu. En Bismark hafði tekist að einangra Frakkland, tekist að viðhalda vinsamlegum samskiptum við Bretland, og hann gerði sér far um að tryggja að Austurríki og Rússland færu ekki í hár saman. Þannig tókst honum að viðhalda friði milli stórveldanna í Evrópu um nokkurn árafjöld.
En keisaranum, tókst að sannfæra á nokkrum árum Frakka og Breta um að mynda bandalag gegn Þýskalandi, um 1900 var búið að mynda bandalag milli Breta - Frakka og Rússa, meðan að á móti hafði Þýskaland einungis keisaradæmi Austurríkis og Ungverjalands.
1895 hófst umfangsmikil flotauppbygging Þýskalands, stefnan var að ná að byggja upp flota sem væri a.m.k. álíka sterkur og sá breski. Bretar gátu ekki annað en séð það sem ógn.
Á skömmum tíma í kjölfarið, var búið að myndast vinskapur með hinum gömlu erkifjendum, Bretum og Frökkum.
- Hættan virðist augljóslega sú, að hin - ég verð að segja - fremur ódýplómatíska nálgun Kína að deilum við nágranna lönd sín, á sama tíma og Kína er augljóslega að efla herstyrk sinn hröðum skrefum.
- Sannfæri nágranna löndin um að mynda bandalag, gegn Kína.
- Augljósi bandamaður þeirra er þá auðvitað Bandaríkin.
- Kína gæti mjög auðveldlega haft allt aðra nálgun á þessi mál, en Kína væri í lófa lagið að bjóða margvíslegar gulrætur til ríkjanna í kring, í skiptum fyrir að þau mundu veita Kína réttindi í tilteknum eyjaklösum.
- Það gæti falið í sér, frekari opnun á viðskipti fyrirtækja í þeim tilteknu löndum innan Kína, það gæti falið í sér - tilboð um fjárfestingar, jafnvel sérréttindi til fyrirtækja frá þeim tilteknu löndum. En slíkur séraðgangur að Kína, gæti orðið töluvert verðmætur!
Hafandi í huga hve öflugar gulrætur Kína getur boðið.
Þá botna ég alls ekki í því, af hverju Kína beitir ekki þessu "soft power approach."
En ég er algerlega viss, að sú aðferð mundi virka miklu mun betur. Kína gæti þá hugsanlega notfært sér undirliggjandi gamlan illvilja innan Asíu gegn Japan, og einangrað Japan - og jafnvel Bandaríkin frá SA-Asíu.
En til þess þyrfti utanríkisstefnu sambærilega við þá er Bismark rak á sínum tíma. Í Kína virðist engan Bismark að sjá, a.m.k. ekki í valdastól.
Niðurstaða
Ég velti fyrir mér hvort að hin nýja stefna valdaflokksins í Kína, sé vísbending þess að kínv. kommúnistaflokkurinn, ætli sér að beita fyrir sig - - "þjóðrembu" gambýttnum.
En það hefur áður gerst, að ríkisstjórnir ákveða að ýta undir neikvætt form þjóðernishyggju - þ.e. þjóðrembu.
En takið eftir orðalagi í tali talsmanns stjórnvalda Kína: China sends fighter jets into disputed air space
Bandaríkin sendu tvær sprengjuvélar í langflug, lá flugleiðin í gegnum hið ný skilgreinda flugöryggissvæði Kína, þess ytri mörk með þeim hætti Bandaríkin þar með sína fram á að þau hundsi.
Að auki hafa talsmenn bandar. stjv. líst það svæði "provocative." Sem það sannarlega er. Og auðvitað embættismenn og ríkisstj. Japans og S-Kóreu, sent Kína formlegar kvartanir.
Japan and the US should carefully reflect upon and immediately correct their mistakes, - They should stop their irresponsible accusations against China and refrain from remarks and actions that harm regional stability.
Umkvartanir Bandar. og aðgerðir, sbr. flug tveggja sprengjuvéla - eru sem sagt að skaða svæðisbundið jafnvægi.
Þetta virðist gefa vísbendingu um það hvernig Kína stjórn ætlar að fjalla heima fyrir um deilur tengdar Senkaku og yfirlýstu flugöryggissvæði, þ.e. kínv. stjv. blásaklaus að fást við yfirgang erlendra ríkja á yfirráða svæði Kína.
Nálgun sem virðist hönnuð til að æsa upp kínverska þjóðrembu.
En þetta tónar einnig við árin fyrir Fyrra Stríð, en eftir því sem deilur Frakka og Þjóðverja mögnuðust eftir 1890, þá stigmögnuðust einnig þjóðernis æsingar þeirra á milli - - hatur milli þjóðanna varð smám saman mjög ofstækisfullt.
Ég velti fyrir mér hvort deilur Japana og Kínverja muni fylgja sambærilegum farveg?
Hvort við séum nú stödd ca. í 1895 þegar enn voru 18 ár í allsherjar stríð milli Frakka og Þjóðverja. Þannig að á komandi árum munum við horfa á sambærilega uppbyggingu á spennu, milli Kínverja og Japana. Ásamt mikilli hernaðar uppbyggingu og upphleðslu spennu!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2013 | 23:47
Berlusconi sparkað út af ítalska þinginu!
Spurning hvort það er ekki loks kominn "hættu tími" hjá Silvio Berlusconi, 78 ára? En Efri Deild ítalska þingsins hefur nú loks samþykkt með atkvæðagreiðslu, að svipta hann þingsæti sínu. Þetta þíðir, að þar með er hann einnig sviptur þinghelgi. Og getur því setið af sér dóm - er hann fékk á sig fyrr á árinu.
Hinn langi armur réttvísinnar er ærið lengi búinn að vera leita eftir því að ná í hnakkadrambið á karlinum, og er það ekki fyrr en nú - - að það virðist loks vera að takast.
Berlusconi Loses Italian Senate Seat
- Eitt og annað hefur gengið á í ár, ekki síst - að flokkur Berlusconi klofnaði. Er hann gerði tilraun til að fella ríkisstjórnina. Og knýja fram þingkosningar. Það hefði frestað um marga mánuði þeim möguleika, að þingið væri fært um að - svipta Berlusconi sínu þingsæti.
- Fjöldi þingmanna, klauf sig frá og þar með framkvæmdastjóri flokks hans, einstaklingur sem hafði lengi verið vikapiltur Berlusconi sbr. "protege" en, ákvað þess í stað að leiða uppreisn hluta þingflokks, flokks Berlusconi. Það áhugaverða er, að þeir voru nægilega margir - - til þess að verja ríkisstjórnina falli.
- Þeir hafa síðan stofnað nýjan hægri flokk, sem styður ríkisstjórnina. En þessi atburðarás leiddi til þess, að Berlusconi missti öll áhrif innan hennar - - og með uppreisn stórs hluta þingflokks, þá endanlega virðist Berlusconi hafa tapað af möguleikanum á því, að koma í veg fyrir að hann væri rekinn af þingi, og þar með sviptur þinghelgi. Svo hann gæti setið af sér dóminn.
- Berlusconi hefur síðan endurvakið, sinn gamla hægri flokk - "Forza Italia" sem mætti þíða sem "Áfram Ítalía." En sá flokkur sem klofnaði, var myndaður fyrir fj. ára, með samruna flokka á hægri væng stjórnmála, þar á meðal "Forza Italia" hins eldri. Berlusconi leiddi þá bandalags myndun, og sá flokkur var þegar best gekk, stórveldi í ítalskri pólitík.
- Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist síðan, en einhver mun þurfa að taka við "Forza Italia" meðan hann má ekki skipta sér a.m.k. með formlegum hætti af stjórnmálum.
- Einn möguleiki er "dóttir" hans.
Vegna hás aldurs, var hann dæmdur einungis til - þjónustu við almenning. Það á að taka eitt ár.
Síðan skv. ítölskum lögum, má hann ekki skipta sér formlega af stjórnmálum - í 2 ár til viðbótar.
Þannig að skv. því verður hann frá í 3-ár, að algeru lágmarki.
Margt getur gerst á þrem árum, jafnvel þó hann komi dóttur sinni í stól formanns "Forza Italia." En eftir 3 ár verður hann 79, þ.e. góð spurning hve lengi hann getur haldið áfram - vegna aldurs?
En það má þó reikna með einu, að honum sé í nöp við það, að enda sinn pólitíska feril með þessum hætti, þ.e. vera rekinn af þingi til að sitja af sér dóm, vera síðan bannaður í 2 ár til viðbótar.
Það reki hann til að koma aftur, þó það mundi ekki vera til nokkurs annars, en að búa til - - annars konar endi á sinn feril. En akkúrat þennan.
Það muni með öðrum orðum snúast um persónulegan heiður, þ.e. eins og hann skilur hann.
Niðurstaða
Þó að Berlusconi hafi verið rekinn af þingi, og verði síðan bannaður frá stjórnmálum í 3 ár. Þá grunar mig að hann ætli sér nýja innkomu eftir það. Þó það væri ekki nema til þess eins, að enda sinn feril með öðrum hætti - - að hætta svo snautlega sé ef til vill eitthvað sem hann getur ekki afborið.
Hann muni finna sig knúinn til að koma inn eina ferðina enn, þó það væri ekki til nokkurs annars en að búa til önnur endalok.
Kv.
26.11.2013 | 23:50
Hættuleg upphleðsla spennu við strendur Kína?
Það hefur vakið mikla athygli ákvörðun sem ný ríkisstjórn Kína tók sl. sunnudag, um svokallað "flugöryggis-svæði" - - flugvélar sem fljúga inn í það þurfa að tilkynna sig. Eða eiga á hættu óskilgreindar varnaraðgerðir Kína. Vandinn er að hluti af þessu svæði er ekki hluti af viðurkenndri lofthelgi Kína - heldur falla inn í þetta "flugöryggissvæði" 2-umdeild svæði annað sem Japan telur sig ráða yfir og hefur gert síðan 1895, svokallaðar Senkaku eyjar ef maður nota japanska nafnið á þeim skerjum og boðum, og Leodo eyja sem S-Kórea telur sig eiga, og eins og á við um Japan, viðheldur gæslu herskipa og herflugvéla.
Senkaku Islands - sambærilegt við Vestmannaeyjaklasann.
"China's Defense Ministry said Saturday that the Chinese military would take "defensive emergency measures" against aircraft that didn't obey the rules in the new zone. It didn't specify what those measures would be."
Þetta virðist fljótt á litið - - leikur að eldinum!
Ekki fylgir sögunni - akkúrat hvað þær aðgerðir mundu vera, tæknilega getur það verið allt frá þvi að hervélar skipa flugvélum að breyta um stefnu - yfir í að þær neyði þær til að lenda á kínv. flugvelli þ.s. áhöfn væri handtekin - jafnvel yfir í að vél væri skotin niður.
Qin Gang, a Chinese Foreign Ministry spokesman - "It was written very clearly in the announcement. With regard to the question you've asked, the Chinese side will make an appropriate response according to the different circumstances and the threat level that it might face."
Allt í óvissu með öðrum orðum!
- Það sem hættulegt er við þetta, er að Japan hefur engan áhuga á því, að samþykkja að lofthelgin í kringum Senkaku eyjar, tilheyri Kína.
- Og má reikna fastlega með því, að japanskar hervélar og herskip, muni halda áfram - að stugga við bæði umferð kínv. skipa og flugvéla.
- Fram að þessu hefur S-Kórea ekki verið beitt alveg sama þrístingi og Japan, en nú virðist standa til að herða skrúfurnar í þá átt einnig -- það þíðir örugglega að einnig í kringum Leodo verður stöðug hætta á spennu, en þess má vænta að S-kóreskar hervélar muni gæta þeirrar lofthelgi sem S-Kórea telur sig eiga.
Svæðið sem Kína hefur tekið sér sést á mynd frá Wall Street Journal!
U.S. Directly Challenges China's Air Defense Zone
Auðvitað eru þessar eyjar og sker, boðar - nærri ströndum Kína. Og þ.e. augljóst, að erlendir herir skuli hafa bækistöðvar á þeim - er ákaflega óhentugt fyrir Kína.
Nú þegar Kína er að efla her sinn og flota, en hernaðarbækistöðvar þetta nærri strönd lands, er augljós ógn við það - - eða þannig hljóta hernaðaryfirvöld Kína að líta á málið.
Og þ.e. augljóst að Kína vill þessi svæði aftur.
En ég stórfellt efa - að sú aðferð er Kína beitir sé líkleg til árangurs, þ.e. nálgast málið með "hrokann" á lofti - - fullyrða að eyjarnar tilheyri Kína.
Hafa ekki áhuga á að semja um málið, þess í stað - ítrekað heimta að þeim sé skilað.
Og þegar löndin sem ráða yfir þeim hafna þeirri kröfu, er þrístingurinn aukinn - - og nú tilkynnt að lofthelgin í kring, einnig tilheyri Kína.
Og hótun látin fylgja með - - sem má túlka sem hótun um að vélar verði skotnar niður.
Kína getur nánast ekki mögulega betur tryggt en akkúrat með þeirri nálgun, að Japanir annars vegar og S-Kóreubúar hins vegar - - > þybbist við.
Bæði löndin eru fyrir sitt leiti að efla sína heri - land, flug og flota.
- Þessi þróun minnir mann í vaxandi mæli á Evrópu fyrir Fyrra Stríð.
- En þá var það Þýskaland er var vaxandi veldi, er ógnaði þeim sem fyrir voru.
Niðurstaða
Það sem er ógnvekjandi við þetta, er að með aðgerð sinni hefur Kína líklega umtalsvert aukið líkur á því - að óvænt geti brotist út stríð í Asíu. En þegar akkúrat það ástand er til staðar sem nú er komið, að fleira en eitt land þykist eiga sama landsvæði og í þetta skipti einnig lofthelgi, og bæði senda reglulega eigin herskip og flugvélar á svæðið.
Er það nánast fullkomin uppskrift að - - slysaskoti. Sem í þessu tilviki gæti leitt til stríðs.
En skv. fréttum hafa löndin ekki sambærilega "rauða" línu beint á milli höfuðsstöðva, eins og Moskva og Washington höfðu í Kalda Stríðinu, og var oft beitt til að hindra einmitt að stríð mundi hefjast - óvart.
Þá er akkúrat sú hætta fyrir hendi, að yfirvöld verði sein að bregðast við - og mannfall geti barasta verið orðið all nokkuð, áður en æðstu yfirmenn geta stoppað dæmið.
Ef t.d. kínv. skipum hefði verið sökkt, flugvélar skotnar niður - eða bæði kínv. og japönsk, flugvélar einnig skotnar niður - - æsingar yrðu gríðarlegar í kjölfarið.
Það gæti orðið æði erfitt þá að kæla ástandið. Svo þetta virðist mér leikurinn að eldinum.
- Kína á að sjálfsögðu að semja við Japan og S-Kóreu, ef menn hegða sér skynsamlega, getur þetta orðið að viðskiptum.
Að ætla sér að nálgast þetta með þeim hætti, er virðist nú stefnt að - virðist mér nett geggjun, verð ég að segja.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.11.2013 kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2013 | 02:11
ESB gæti tekið fyrsta skrefið í því að hólfa Internetið í sundur!
Financial Times segir frá umsögn Framkvæmdastjórnar ESB um svokallaðan "safe harbour" samning sem er í gangi milli Bandaríkjanna og ESB. En sá hefur heimilað bandarískum internet fyrirtækjum, viðstöðulaust gagnaflæði um notendur vefja þeirra er búa í aðildarlöndum ESB.
Vandinn eru njósnir NSA að sjálfsögðu sem setja þetta samkomulag í uppnám!
EU accuses US of improperly trawling citizens online data
- "A European Commission review of the safe harbour pact that allows US technology groups such as Google, Facebook and Microsoft to operate in Europe without EU oversight will conclude that Washington has improperly forced US companies to hand over European customers data."
- "It also says that breaches of the data deal have given US tech companies a competitive advantage over European rivals."
- The personal data of EU citizens sent to the US under the safe harbour may be accessed and further processed by US authorities in a way incompatible with the grounds on which the data was originally collected, - The commission has the authority . . . to suspend or revoke the safe harbour decision if the scheme no longer provides an adequate level of protection,
Eins og fréttaskýrandi FT bendir á, þá séu líkur á því að þessi skýrsla sé upphafið að því ferli, sem lyktar í því að ESB segi upp "safe harbour" samningnum við Bandaríkin.
En það má þó búast við því, að fyrst verði gerðar tilraunir til þess að fá Bandaríkin til að breyta lögum um NSA og um meðferð sérstaklega upplýsinga um þegna aðildarlanda ESB.
Rétt er að benda á, að nýlega kynnti Dilma Roussef forseti Brasilíu um það, að hún ætlaði að leggja frumvarp fyrir brasilíska þingið, þ.s. bandar. internet fyrirtæki væru skilduð til að varðveita gögn um brasilíska þegna innan Brasilíu.
Ef ESB slær af þennan "safe harbour" samning, þá sé líklegt að bandar. internet fyrirtæki verði knúin til þess - að setja upp sjálfstæðar starfseiningar innan ESB, einhvers staðar.
Sem mundi auka þeirra kostnað og draga úr skilvirkni þeirra.
Auðvitað má velta því fyrir sér - hvort þeim geti verið í hag að flytja starfsemi sína, t.d. til Írlands eða Bretlands.
Færa hana alfarið frá Bandaríkjunum jafnvel - - en það mundi auðvitað þíða að þá þyrftu þau að hafa sjálfstæðar einingar innan Bandar. þ.s. bandar. yfirvöld séu sennilega ekki líkleg að vera mjög eftirgefanleg um það, að draga úr eftirliti sbr. njósnir um internetið.
- Þetta er þ.s. margir óttast.
- Að njósnir NSA leiði til svokallaðrar Balkaniseríngar Internetsins.
- Að einstök lönd taki sig til, og heimti að gögn um eigin þegna séu varðveitt í því landi.
Sennilega geta þó einungis stór lönd, heimtað slíkt - - og búist við því að stóru Internet fyrirtækin raunverulega láti verða af því, að setja upp "sjoppu" þar í landi.
Fyrir smærri lönd þíddi þá slík krafa líklega, að þegnar þeirra landa yrðu af þeirri Internet þjónustu er þau bandar. fyrirtæki veita.
Spurning hvort innlend fyrirtæki í þeim löndum geti þá hafið sambærilega þjónustu fyrir eigin þegna?
Eða kannski ekki?
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu ferli eftir að það virðist formlega hafið innan ESB. En ef ESB ríður á vaðið, þá mun það líklega hafa mun stærri áhrif - en aðgerð Brasiilíu er kynnt var fyrir nokkrum vikum.
Þá gætu önnur stór lönd farið í sambærilegar aðgerðir, t.d. Japan - Indónesía - Rússland, auðvitað hefur Kína lengi haft sitt eigið Internet kerfi bakvið sinn Kína múr.
Síðan má vera, að smærri lönd myndi bandalög sín á milli um slíkan rekstur - sameiginlega. Hver veit, kannski koma Afríku lönd S-Sahara sér saman um það, með milligöngu hins svokallaða "Afríku Sambands."
Njósnir NSA gæti virkilega leitt til þess að internetið hætti að vera þetta galopna fyrirbæri, þ.s. allt flæðir út um allt viðstöðulaust alfarið án hindrana.
Heldur verði það eins og margt annað, með landamæri þ.s. starfsemi innan lýtur misjöfnum reglum, og gögn flæði ekki endilega viðstöðulaust milli landamæra.
Kv.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2013 | 16:15
Hvað ætli að gerist í Íran - eftir 6 velda bráðabirgða samkomulagið í kjarnorkumálum?
Það er einmitt málið að samkomulag Írans við veldin 6 er einungis til bráðabirgða. Þess vegna er ég hissa á því, að Íran skv. því samkomulagi mun gefa eftir birgðir af auðguðu úran, auðgað upp í 20% sem mér skilst að sé tiltölulega auðvelt að nota til sprengjugerðar - þær birgðir þarf þá væntanlega að afhenda eða eyðileggja undir eftirliti, innan þeirra 6 mánaða.
"European Union foreign policy chief Catherine Ashton (3rd L) delivers a statement during a ceremony next to British Foreign Secretary William Hague, Germany's Foreign Minister Guido Westerwelle, Iranian Foreign Minister Mohammad Javad Zarif, Chinese Foreign Minister Wang Yi, U.S. Secretary of State John Kerry, Russia's Foreign Minister Sergei Lavrov and French Foreign Minister Laurent Fabius (L-R) at the United Nations in Geneva November 24, 2013."
Samkomulagið virðist ekki kveða á um að þungavatns kjarnorkuver í smíðum, en sem er nærri því klárað, verði eyðilagt þ.e. jafnað við jörðu. Einungis að verkið verði stöðva, og eftirlits sveitir fái að fylgjast með því að verkið sé ekki hafið.
Samkomulagið kveður ekki heldur á um að, geta Írana til að auðga úran sé eyðilögð, skilvindurnar sem notaðar eru til þess verða enn á sínum stað, þannig að tæknilega geta Íranir enn auðgað úran upp í 20%, búið til nýjar birgðir. Þannig að ef Íranir afhenda birgðirnar af 20% úrani þá hefur hugsanleg sprengjugerð verið tafin kannski um einhver ár. Þannig séð - er það áfangi frá sjónarhóli vesturvelda.
En margir munu fordæma það að kjarnorkuverið í Arak sé ekki eyðilagt, eða að skilvindurnar séu það ekki - þ.e. Ísraela, Saudi Arabar og bandamenn þeirra, og auðvitað hægi menn á Bandaríkjaþingi.
Svo er það góð spurning - hvort Rouhani forseti Írans, geti framfylgt samkomulaginu heima fyrir.
En það er alls ekki víst að hann geti, þó svo að Al Khamenei hafi samþykkt fyrir sitt leiti þetta samkomulag, Rouhani hefi tekist að fá hann "um borð" og hann er með titilinn "The surpreme leader" þá er hann langt í frá eins "supreme" og Komenei var á sínum tíma - - og Byltingavörðurinn, sem er nokkurs konar ríki í ríkinu, hliðstæður her við hliðina á hinum venjulega her Írans - einnig hliðstæður flugher og floti - ekki síst eigin hergagnaverksmiðjur - andstaða hans er líkleg að verða einbeitt.
- Svikari - er sennilega eitt það kurteisasta, sem þeir munu kalla Rouhani.
Six powers reach nuclear deal with Iran
Six powers clinch breakthrough deal curbing Iran's nuclear activity
Major Powers Reach Deal With Iran To Freeze Nuclear Program
Samkomulagið mun sennilega færa upp á yfirborðið þá valdabaráttu er geisar innan Írans
Innan Írans eru 3-megin fylkingar: Klerkarnir, Byltingavörðurinn, og, Hófsamir.
Höfum í huga að "hófsamir" eru það í írönsku samhengi.
Byltingavörðurinn, virðist mér nánast "þjóðernisfasísk hreyfing" þó gætir í henni verulegs trúarofsa einnig, þetta var hreyfing er varð öflug í stríði Írans við Írak Saddams Hussain, en eins og þekkt er þá gengu milljónir Írana til liðs við baráttuna gegn innrásinni undir hvatningu Khomenei og margir mættu mjög ílla búnir vopnum.
Sambærilegt við atburðarás í Sovétríkjum Stalíns, er hermenn voru sendir í Stalingrad gegn Þjóðverjum með einungis 3 skothylki og ekki allir fengu byssu, var þá ætlað að taka upp slíka af föllnum félaga.
Margir skipulögðu sig undir merkjum Byltingavarðarins er þá var ný hreyfing. Vörðurinn síðan mótaðist þeim átökum, vegna eðlis árása á þeirra vegum - þ.e. Fyrsta Stríðs "human wave" var mannfall gríðarlegt, og auðvitað - heiður hinna föllnu, það megi ekki svíkja hann, vanhelga þeirra fórn - mótar auðvitað afstöðu Varðarins í dag.
Þú ert í verðinum frá vöggu til grafar, þeirra fylgi er langsamlega mest meðal fátækra landsmanna sem líklega hafa hvort sem er ekki séð marga brauðmola í bættum kjörum, en vörðurinn eins og þekkt er með "íslamískar" andstöðuhreyfingar - veitir meðlimum: menntun, heilsugæslu, og í tilviki Varðarins mjög gjarnan einnig það eina starf er þú hefur á lífsleiðinni í tilviki fátækra verkamanna í borgum.
Við erum því virkilega að tala um að milljónir Írana fylgi Verðinum - þeirra samkennd/samsömun er líklega nærri því fullkomin, það eru engar ýkjur að hann sé nánast "hliðstætt" ríki við hlið íranska ríkisins sjálfs.
- Það er því raunveruleg hætta á því, grunar mig, að Vörðurinn taki völdin!
- En hann er mjög einart andstæður nokkurri eftirgjöf gagnvart vesturveldum.
- Það sérstaka er, að - klerkarnir hafa verið í einhvers konar "sáttahlutverki" milli hinna tveggja fylkinganna.
- Formlega séð, eru klerkarnir efstir á valdapýramídanum, en í raun og veru - - veit enginn utan Írans, hvort klerkarnir eða Vörðurinn er valdameiri.
Ég á von á því, að nú fari í gang æsileg valdabarátta, sem engin leið er að vita fyrirfram hvernig lyktar
Eitt er þó öruggt, að klerkarnir munu í lengstu lög, vilja forðast þá útkomu - að Byltingavörðurinn komist til valda, sem þíddi að klerkum væri þá ítt til hliðar sem valdaaðila.
En þetta er það öflug hreyfing, að ég sé ekki að það sé mögulegt að fara með Vörðinn með sama hætti, og tja Bræðralag Múslíma í Egyptalandi, þ.e. of vel vopnum búnir - of skipulagðir og of fjölmennir.
Það þíddi líklega annaðhvort: Borgarastríð - eða að Vörðurinn nái völdum, og íti bæði klerkum og svokölluðum hófsömum til hliðar.
- Klerkarnir muni því leitast við að sigla milli skers og báru, láta svokallaða "hófsama" um það að kljást við Vörðinn, meðan að klerkarnir muni gæta þess - að verða ekki það nákomnir samkonulaginu, að þeir geti ekki með góðu móti bakkað.
- Það er eitt og annað sem getur gerst, jafnvel að Rouhani verði myrtur.
En ef Byltingavörðurinn, er á leiðinni að verða yfirsterkari í valdataflinu, þá líklegra söðla klerkarnir um - og Rouhani verður ekki beint drepinn heldur gerður valdalaus.
Auðvitað þíddi það að þessi tilraun til samkomulags - hefði mistekist.
Og í þeirri sviðsmynd, væri valdastaða klerkanna líklega það veikt, þó þeir héldu enn formlegri valdastöðu - að í reynd væri Vörðurinn orðinn nær allsráðandi.
Þetta er þ.s. margir vanmeta - - hve öflugur Byltingavörðurinn er.
En þ.e. rétt að svokölluð frjálslynd öfl njóta fylgis í borgunum, en flr. Íranir búa enn þann dag utan stærstu borganna, en búa innan þeirra.
Íran er enn í dag merkilega mikið dreifbýlt, og þ.e. þar sem Vörðurinn nýtur mikils fylgis. Hann er einnig sterkur í borgunum, hjá fátækari hluta íbúa.
Frjálslynd öfl eru því ekki einu sinni óskorað sterkust í borgunum, þau njóta fylgis menntaðra - millistéttar gjarnan þ.s. til er af henni, og hlutfalls klerka. Muna, frjálslynd í írönsku samhengi.
Líklega sé eini möguleikinn á því að samkomulagið náist fram - - að Vörðurinn undir þrýstingi Klerka sem líklega hafa sannfærst um að það sé nauðsynlegt, en þeir finna örugglega persónulega fyrir refsiaðgerðunum þ.s. þeir eru forréttindastétt er sem nýtur velferðar umfram meðaltal landsmanna, sættist á það að hvað annars gerist verði slæmt fyrir írönsku þjóðina.
En á móti, þ.e. sannarlega rétt að viðskiptabannið sverfur nú harkalega að Íran, en þ.s. megnið af fylgi Varðarins er meðal fátækari hluta landsmanna, finna þeir ekki með sama hætti fyrir því og hinir hóparnir - kjör fólks sem enn þann dag í dag margt hver lifir klassísku "subsidence" breytast ekki.
En millistéttin sannarlega finnur fyrir því, og verkamenn í borgum og líklega klerkarnir þ.s. þeir njóta forréttinda kjara. Þetta getur því orðið spurning um það, hvort þéttbýlið eða dreifbýlið er sterkara og hve langt klerkarnir eru til í að ganga til að verja sín efnahagslegu forréttindi vs. þá áhættu að Byltingavörðurinn geti lagt til atlögu að völdum þeirra og er vel hugsanlegt að hafi betur.
En vegna þess að refsiaðgerðirnar séu virkilega farnar að sverfa að efnahag Írans, þá hafi skapast þetta bandalag milli klerka og svokallaðra hófsamra - - en það geti verið að Vörðurinn sé er á reynir sterkari en báðir hóparnir samanlagt, spurning þó hvort hinir hóparnir geta höfðað til hluta fylgismanna Varðarins t.d. fátækra verkamanna í borgum, klofið hann jafnvel.
Eitt virðist öruggt - - að stórfelld átök séu framundan um framtíðar stefnuna innan Írans.
Niðurstaða
Það er a.m.k. hugsanlegt að samkomulagið haldi, andstöðunni innan Íran takist ekki að stöðva málið, að það sama eigi við um andstöðu hægri afla á Bandaríkjaþingi - - eftir allt saman, halda Íranir enn skilvindunum, þó samkomulagið feli ekki í sér viðurkenningu vesturveldanna á rétti Írans til að auðga úran, þá er það hálft skref á móti og í þeim viðræðum sem síðar meir fara þá fram, ef þetta bráðabirgðasamkomulag heldur, þá munu Íranir halda fast í þann rétt að auðga úran.
Enda stendur hvergi í alþjóða lögum að ríkjum heims sé ekki heimilt að auðga úran, í alþjóða sáttmálanum um kjarnorkumál - er einungis bannað að stefna að því leynt og ljóst að verða kjarnorkuveldi, þó það sé svo að núverandi kjarnorkuveldi séu þannig séð "heimiluð" þá bannar sá sáttmáli flr. ríkjum að verða að eða stefna að því að verða að kjarnorkuveldum - - þannig að er t.d. Indland formlega lýsti sig kjarnorkuveldi fyrir ekki mjög mörgum árum, þá tæknilega braut Indland alþjóðalög. Prógramm Írana er einungis brot, ef það stefnir að kjarnorkuvopnum, sem er ákaflega erfitt að sanna - jafnvel þó prógrammið virðist meira en þörf er á.
En í alvöru talað, þó Íranir hafi augað úran langt umfram þörf, ef um er að ræða eingöngu auðgun í friðsamlegum tilgangi, þá eitt og sér er það ekki endanleg sönnun þess að Íran ætli að verða kjarnorkuveldi.
En það eitt að birgðirnar séu til, felur í sér fælingu, það að geta smíðað kjarnasprengju hvenær sem er, þó viðkomandi hafi ekki gert slíkt - - það getur hafa verið tilgangur Írana, að öðlast þá tilteknu stöðu.
Þess vegna er mjög áhugavert, að Íranir skuli hafa gefið það eftir, að halda í þær birgðir - - þ.e. líka þess vegna, sem mig grunar að það geti verið að Rouhani muni ekki geta framfylgt samkomulaginu heima fyrir.
En Íranir - margir eru gjarnir á að gleyma lentu - í mjög blóðugri innrás er Saddam Hussain réðst á Íran, það stríð var stutt af vesturveldum, það stríð var einnig stutt af Saudi Aröbum og Persaflóa Aröbum, og ekki síst - vestræn ríki, vestrænir fjölmiðlar, létu hjá líða að gagnrýna beitingu Saddam Hussain á efnavopnum gegn írönskum herjum.
Þ.e. því ástæða til þess af hverju Íranir vilja hafa þ.s. möguleika, að smíða kjarnorkuvopn.
Að öðlast þá getu, að hafa það sem valkost að smíða þau með skömmum fyrirvara, er áfangi út af fyrir sig, og eins og ég benti á - veitir fælingarmátt. Þá er sprengjan ekki smíðuð endilega nema ráðist sé á Íran. Árás þíði að Íran verði kjarnorkuveldi. En áframhaldandi friður, geti allt eins þítt að aldrei verði af því.
Bendi á, að Japan hefur áratugum saman nú, átt nægilega birgðir af "fissile" plutóni mér skilst yfir þúsund tonn, sem unnt er að smíða mörg hundruð kjarnasprengjur úr, þó aldrei hafi Japan smíðað sprengju svo vitað sé til, þá getur Japan alveg örugglega búið þær til með "vikna" fyrirvara. Átt flr. hundruð eftir tvö eða þrjú ár þaðan í frá að fyrirmæli um smíði þeirra séu gefin.
Eins og Íran, hefur Japan þróað eldflaugar sem sannað er að geti flutt gervihnetti á sporbaug um Jörðu, en það þíðir að báðar þjóðir geta tæknilega séð smíðað "ICBM" þ.e. "Intercontinental Ballistic Missile."
Þetta auðvitað breytir valdahlutföllum í Mið-Austurlöndum, ef Íran verður - ósnertanlegt.
Það þíðir ekki að Íran ætli að leggja öll Mið-Austurlönd undir sig, en það þíðir að Íran hefur þá aukið frelsi í utanríkismálum, getur beitt sér án þess að eiga árás á hættu.
Þ.e. kannski áhættan sem Íranir taka, ef þeir láta hvort tveggja af hendi, "fissile" úranið og skilvindurnar, þá hefur Íran ekki lengur þann "fælingarmátt" og á því rökrétt séð, það meira á hættu að ráðist verði hugsanlega á landið.
Þetta verður auðvitað boðskapur Byltingavarðarins, að vesturveldum sé ekki treystandi - en þau eftir allt saman studdu stríð Saddams gegn Íran á sínum tíma, það sé eingöngu til þess að gera Íran varnarlaust að nýju, sem Vesturveldin séu yfir höfuð að þessu.
Síðan verði valtað yfir Íran, ég á því von á mjög miklum átökum um stefnuna innan Írans á næstu vikum, ég á reyndar ekki von á því að Bandaríkin ætli að gera innrás í Íran.
En þessi hræðsla að vesturveldin séu óvinveitt, er raunveruleg innan Írans - og eins og ég bendi á, ekki sögulega séð ástæðulaus.
En þ.e. ekki spurning um það hvað er raunverulega satt og rétt, heldur hvað er trúað að sé satt og rétt.
Sú "impression" að vesturveldin séu óvinveitt, getur vel orðið yfirsterkari, og sú þróun sem verið hefur í gangi í Mið-Austurlöndum í átt að vaxandi spennu og stríðshættu, heldur þá áfram - og sennilega þá verður slíkt stríð ekki umflúið.
Slíkt stríð gæti startað annarri heimskreppu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.11.2013 | 14:38
Ítalía lykilland evrunnar?
Ég set upp spurningarmerki, en málið er að ég vil meina að Seðlabanki Evrópu "verði" að fókusa á Ítalíu í fyrsta lagi, síðan Spán og Portúgal; síðan komi röðin að löndum eins og Þýskalandi - - sem margir mundu álykta að væri augljóslega mikilvægara.
Stærsta og ríkasta hagkerfið, með öflugasta atvinnulífið - - hljóti að vera mikilvægast. Þannig mundu sennilega flestir álykta, og finnast annað undarlegt.
- En ég er að horfa á annan þátt, annan vinkil, þ.e. - - hvaða lönd skulda mest?
- Hvaða lönd eru líklegust að hrekjast úr evrunni?
- Og ekki síst, hvað gerist ef þau hrekjast út!
Röksemdirnar eru einfaldar:
- Margir telja að evran geti ekki lifað af, brottfall Ítalíu.
- Ef líkur eru á því að Ítalía hrekist út úr evru.
- Ef þær fara vaxandi?
- Þá er eðlilegt að Seðlabanki Evrópu fókusi á þarfir - Ítalíu.
Seðlabankinn verði að fókusa á - - > Ógnir.
Ítalía sé ógn við evruna - - ekki Þýskaland, þó Þýskaland sé að sumu leiti mikilvægara.
Svipað má rökstyðja í tengslum við Spán, 4 stærsta hagkerfi evrusvæðis, meðan Ítalía er það 3. stærsta, skuldir Ítalíu eru verulega stærri - - en gjaldþrot Spánar væri einnig ógn við tilvist evrunnar.
En málið er að ég tel samt réttara að fókusa meir á Ítalíu - því að Ítalía sé líklegri að ákveða að fara út úr evru heldur en Spánn!
Þar kemur til hvernig ástandið á Ítalíu akkúrat er - ríkissjóður Ítalíu er rekinn með rekstrarafgangi ólíkt því hvernig ástandið á Spáni er. Þetta er afgangur áður en tekið er tillit til kostnaðar af skuldbindingum, svokallaður frumjöfnuður fjárlaga. Sá rekstrarafgangur dugar ekki fyrir vaxtagjöldum, þess vegna hækka skuldir Ítalíu þessa stundina - en þetta þíðir að ítalska ríkið er ekki háð eins og t.d. Grikkland hefur verið - fjármögnun utan að frá til að fjármagna rekstur ríkissjóðs og innlendar skuldbindingar eins og bótagreiðslur. Þetta auðveldar Ítalíu að fara.
Síðan er skuldastaða almennings á Ítalíu tiltölulega lítil, tja hlutfallslega er hún miklu minni en í fj. ríkja í N-Evrópu. Þar er ekki húsnæðisskuldakreppa. Neysla almennings hefur verið að skreppa saman, vegna ótta um stöðu atvinnumála og vaxandi atvinnuleysis.
Og bankakerfið er tiltölulega lítið, Ítalía ólíkt mörgum löndum í Evrópu -> er ekki með ofvaxið bankakerfi. Vegna þess að það er ekki húsnæðisskuldakreppa, er ekki í gangi á Ítalíu sambærilegt verðhrun húsnæðiseigna eins og t.d. á Spáni og hefur dunið yfir Írland. Þannig að eignir ítölsku bankanna eru ekki eins slæmar, og eignir t.d. spænskra banka eða írskra.
- Vandi Ítalíu fyrir utan skuldastöðu ríkisins sjálfs, sem er ofvaxin - - > er erfið staða atvinnulífs.
- Það leiðir fram þá kreppu sem er á Ítalíu.
-------------------------------
Veikleiki ítölsku bankanna, er sennilega einna helst tengdur því hve þeir eiga mikið af ítölskum ríkisbréfum, gjaldþrot ítalska ríkisins ef það verður gæti orðið mjög stórt fjárhagslegt högg fyrir þá.
Síðan í öðru lagi, eiga þeir á hættu að tapa verulegu fé á lánum til ítalskra fyrirtækja.
Ítalska hagkerfið á mikið af góðum fyrirtækjum, sem geta "tæknilega séð" rétt hratt úr sér, ef Ítalía verður snögglega mun samkeppnishæfari en áður - við erum að tala um kostnað per vinnustund.
Kostnaður per vinnustund hefur ekkert lækkað enn á Ítalíu, það hafa orðið lækkanir á Spáni, Grikklandi, Portúgal og Írlandi. En ekki á Ítalíu.
Vinnumarkaðurinn á Ítalíu virkilega virðist niðurnjörvaður í reglur og réttindi, sem leiða til þess að þrátt fyrir atvinnuleysi - þá skapast ekki nægur þrístingur til lækkunar launa.
Meir en milljón störf hafa tapast á Ítalíu, innan framleiðsluhagkerfisins síðan 2000. En í fjölda tilvika, hafa ítölsk iðnfyrirtæki flutt mikilvæga þætti framleiðslu úr landi, þó lokasamsetning fari gjarnan enn fram á Ítalíu.
Það þíðir að hefðbundnu iðnaðarsvæðin á Ítalíu eru í alvarlegri hnignun, og sú hnignun er stöðug og versnandi - - ég sé ekki að Ítalía geti framkallað viðsnúning án þess að laun lækki. Og slíkar lækkanir hafa ekki gerst enn.
Það virðist fjarskalega ólíklegt, að sundurleit og veik ríkisstjórn Ítalíu geti knúið fram mikilvægar breytingar, til þess að brjóta upp þær hindranir sem til staðar eru á ítalska vinnumarkaðinum.
- Meðan að gengisfelling mundi virka á stundinni.
- Málið er nefnilega að, vandi Ítalíu er af því tagi sem klassískt séð væri leystur með einni slíkri.
- Ef Ítalía hefði ekki kastað lírunni, hefði gengi lírunnar fallið, og hnignun iðnhéraðanna hefði stöðvast, og því fækkun starfa.
- Sennilega væri viðsnúningur þeirra svæða löngu hafinn.
Því verður ekki neitað að gengisfelling þíddi kjaraskerðingu, það eru mjög margir sem segja að kjör verði að verja hvað sem það kostar!
Vandinn er sá að Ítalía er á ósjálfbærum kúrs, þau kjör sem menn eru að verja, eru því ekki - verjanleg ef svo heldur áfram. Gengisfelling sem sannarlega hefði lækkað kjör, hefði í staðinn endurreist "sjálfbæran kúrs" sem þíddi að í stað þess að hnigna væri atvinnulífið í vexti - störfum færi fjölgandi og atvinnuleysi væri miklu mun minna. Ríkið væri líklega komið í það stóran rekstrarafgang að það ætti fyrir skuldum.
Vandinn er einmitt sá, að menn horfa ekki á "efnahagslega sjálfbærni" heldur þröngt á kjör einstakra hópa - í stað þess að horfa á málið í víðara samhengi.
Verkalýðshreyfingin á Íslandi er alveg eins slæm hvað þetta varðar.
Italy seeks 12bn from selling stakes in state-controlled groups
Ég rakst á þessa áhugaverðu frétt - - en þar kemur fram að ítalska ríkið ætlar að kaupa sér tíma með sölu á eignarhlut í nokkrum fjölda ríkisfyrirtækja.
"Italy aims to raise as much as 12bn by selling small stakes in eight state-controlled companies including energy giant ENI as it faces pressure from Brussels to reduce the second-highest level of debt in the eurozone."
Takið eftir, að ítalska ríkið er ekki að selja fyrirtækin - heldur að bjóða einkaaðilum að eignast hlutfall af eign ríkisins.
Þetta er því ákaflega varfærin nálgun - - skemmtilegt að bera þetta saman við kröfu "þrenningarinnar" svokölluðu gagnvart Grikklandi sem er hagkerfi ca. 1/8 að stærð ítalska hagkerfisins, um sölu á ríkisiegna að andvirði 50ma..
Það var algerlega út í hött, hefði leitt til verðhruns þeirra eigna - fremur augljóslega. Ég skil ekki af hverju, það þó virtist þeim aðilum ekki augljóst.
Sjálfsagt getur ítalska ríkið vel selt þessi bréf á þolanlegu verði, þannig komið í veg fyrir að ríkisskuldir Ítalíu sem í dag standa á ca. 133% fari á næsta ári að nálgast 140%.
Í staðinn verður Ítalía líklega við árslok 2014 á svipuðum slóðum og nú, þ.e. ca. 130%.
- Það er hugsanlegt að ítalska ríkið geti síðan aftur keypt sér tíma með annarri varfærinni sölu á ríkiseignum.
- Þannig þreyi ítalska ríkið góuna og þorrann, í von um að kraftaverk bjargi hagkerfinu frá áframhaldandi hnignun og vexti atvinnuleysis.
Það má vera að með þessum hætti takist ríkisstjórn Enrico Letta að halda út kjörtímabilið.
Spurning þó hvert atvinnustigið á Ítalíu þá verður?
Á einhverjum punkti verður búið að selja - auðseljanlegar eignir, þær sem mest verð fæst fyrir.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvaða kúrs samfélagsumræðan á Ítalíu tekur á meðan. En síðast er ég sá könnun var fylgi vs. andstaða við evruna nálægt 50/50 mörkum. Ef Ítalía mundi fara út úr evru, þá mundi atvinnulífið rétta við sér - hefðbundin iðnsvæði mundu eflast á ný, aftur verða blómleg eins og áður. Fyrirtækjanetið sem hefur verið á iðnsvæðunum, ná fyrra þrótti að nýju. Í stað þess að vera smám saman að holast upp og hverfa.
Það er því rökrétt fyrir hefðbundnu iðnsvæðin á N-Ítalíu, að styðja brotthvarf út úr evrunni.
Þ.e. því kannski ekki furðulegt að svokallað Norðurbandalag hægri manna, sé stór flokkur á þeim svæðum.
Það er hið minnsta hugsanlegt að við næstu þingkosningar geti myndast meirihluti gegn vist Ítalíu innan evru.
- Yrði Ítalía gjaldþrota?
Já og nei, meir en helmingur skulda Ítalíu er í eigu ítalskra aðila og það hlutfall fer hækkandi. Við upptöku "nýrrar líru" mundi ítalska ríkið um leið, skipta stórum hluta skulda sinna yfir í lírur.
Ítölsku bankarnir mundu líklega ekki rúlla. En um leið og gengið lækkaði, og framleiðslan mundi aftur geta tekið kipp, mundu líklega lán fyrirtækja verða traustari en áður. Þ.e. ekki húsnæðiskreppa á Ítalíu, ekki einu sinni lán almennings ættu að hækka - en þeim væri þá einnig breitt í lírur.
-------------------------------
Ég hugsa að ítalska ríkinu mundi duga að semja við erlenda eigendur skulda, um lengingu og greiðslufrest - - ekki væri þörf á höfuðstóls lækkunum.
Meira að segja gæti verið að ítalska ríkið mundi bjóða þeim, að tapa engu fé - þ.e. vextir lána mundu hækka t.d. á seinni hluta greiðslutíma, til að bæta þeim upp tjón á fyrri hl.
Nauðasamningar ættu að vera fljótir að ganga fyrir sig.
- En það væri góð spurning hvaða boðaföll samt verða innan evrunnar á meðan, ef allt í einu Ítalía væri farin?
- Flestir telja að evran mundi ekki þola þetta, fjármálakerfið innan hennar færi alveg í steik.
- En þ.e. kannski unnt að bjarga því með nægilega mikilli prentun.
Óvissan um stöðu skuldanna sem aðrir en aðilar á Ítalíu eiga, mundi geta skapað verulegt umrót meðan sú óvissa um stöðu þeirra skulda stendur yfir, þangað til að hefur verið samið.
En kannski getur evran þrátt fyrir allt haft það af ef Ítalía fer!
-------------------------------
En vegna þess að Ítalía sé sennilega líklegasta ríkið til að sjá sér hag af því að fara, og vegna þess að þ.e. hið minnsta ekki fyrirfram ljóst að evrusvæðið geti haft það af ef 3. stærsta hagkerfið innan svæðisins fer; þá sé rökrétt af Mario Draghi og Seðlabanka Evrópu - að fókusa peningastefnuna á þarfir Ítalíu, frekar en þarfir Þýskalands.
Það verður áhugavert að fylgjast með deilum um peningastefnuna innan evrusvæðis á nk. ári, en um þann þátt virðist líklegast að mest verði deilt.
Eftir því sem S-Evrópa líklega sekkur dýpra í verðhjöðnun, og vaxandi atvinnuleysi og skuldir.
Kv.
22.11.2013 | 00:42
Er nýtt samdráttarskeið að hefjast á evrusvæði?
Það eru komnar vísbendingar í tölum MARKIT sem birtir reglulega svokallaða "pöntunarstjóravísitölu" helstu -iðn, sem og þjónustufyrirtækja á evrusvæði. Sérfræðingar MARKIT greina þessar tölur eftir ríkjum, en birta einnig heildartölu fyrir evrusvæði allt.
Það er nefnilega áhugavert að stefnan í tölum MARKIT hefur verið til aukningar að mestu samfellt síðan ca. í apríl sl. En nú annan mánuðinn í röð, má sjá vísbendingar um hugsanlegt nýtt trend í hina áttina.
Auðvitað er ekki unnt að vera viss að þróun tveggja mánaða í röð sé nýtt trend - - en þ.e. samt ástæða að ætla að slíkt geti verið í gangi.
En ég bendi á óvenjulága mælingu á verðbólgu á evrusvæði nýverið, en það getur bent til þess að hagkerfið sé á leiðinni í einhvers konar svefn ástand - jafnvel samdrátt.
Og að auki skv. mjög nýlegum tölum um vöxt á evrusvæði á 3. fjórðungi var vöxtur einungis 0,1% meðan hann mældist 0,4% á 2. fjórðungi - - er var fyrsti fjórðungurinn þá í töluverðan tíma er sýndi hagvöxt.
Tölur hærri en 50 aukning - - tölur lægri en 50 samdráttur!
- Eurozone PMI Composite Output Index (1) at 51.5 ( 51.9 in Octo ber ). Three - month low.
- Eurozone Services PMI Activity Index (2) at 50.9 ( 51.6 in October ). Three - month low.
- Eurozone Manufacturing PMI (3) at 51. 5 ( 51.3 in October ). 29 - month high.
- Eurozone Manufacturing PMI Output Index (4) at 52. 8 ( 52.9 in October ). Two - month low.
Eins og þið sjáið er þetta mjög mild sveifla, þarna dregur úr aukningu milli mánaða örlítið.
Heildartalan "composite" sýnir samlagningu pöntunarstjóra vísitölum fyrir iðnframleiðslu og þjónustu.
Þarna mælist enn smávegis aukning í pöntunum til iðnfyrirtækja, en af greiningu MARKIT sést - að þar er um pantanir erlendis frá að ræða. Ekki innan evrusvæðis.
Tölurnar sýni að heildar-eftirspurn innan evrusvæðis sé - - > aftur komin í niðursveiflu.
Ef það væri ekki fyrir töluverða aukningu erlendra pantana, væri líklega einnig niðursveifla í pöntunum til iðnfyrirtækja.
Þ.s. þetta sýnir er að nýleg vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu var - hárrétt.
- "Williamson , Chief Economist at Markit said: Some encouragement must be gleaned from the PMI signalling expansion of the eurozone economy for a fifth successive month in November, but the average reading over the fourth quarter so far is signalling a very modest 0.2% expansion of GDP across the region, and it looks like momentum is being lost again.
- "Attention will also be focused on the signs that deflationary forces may be gathering. Prices charged for goods and services fell at a faster rate in November, despite firmsâ input costs rising at the steepest clip for over a year."
Það er sérstaklega uggvænlegt að fyrirtækin séu að neyðast til að lækka verð hraðar en áður, á sama tíma og verðþróun á aðföngum var óhagstæð.
Það þíðir að hagnaður þeirra hefur þá minnkað eða jafnvel horfið.
Við slíkar aðstæður fara þau ekki að ráða nýtt fólk.
- Þýskaland sker sig þó úr - - eina landið þ.s. tölur eru enn í hækkunarferli, segir hagfræðingur MARKIT.
Áhugavert að sjá muninn á Frakklandi og Þýskalandi!
- Germany Composite Outp ut Index (1) at 54.3 ( 53.2 in Octo ber ) , 10 - month high.
- Germany Services Activity Index (2) at 54.5 ( 52.9 in Octo ber ), 9 - month high.
- Germany Manufacturing PMI (3) at 52.5 ( 51.7 in Octo ber ), 2 9 - month high.
- Germany Manufacturing Output Index ( 4) at 54.0 (53.6 in October ), 3 - month high
- France Composite Output Index (1) f alls to 48.5 ( 50.5 in October ), 5 - month low.
- France Services Activity Index (2) drops to 48.8 ( 50.9 in October ), 4 - month low.
- France Manufacturing Output Index ( 3 ) slips to 47.2 ( 49.0 in October ), 6 - month low.
- France Manufacturing PMI ( 4 ) fa lls to 47.8 ( 49.1 in October), 6 - month low.
Tölurnar í Frakklandi komnar aftur yfir í samdrátt.
Meðan að enn er uppsveifla í þýsku tölunum.
Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Hollande, en það getur þítt að Frakkland lendi í mældum efnahagssamdrætti á 4. ársfjórðungi, eftir að hafa mælst í 0,1% samdrætti á 3. fjórðungi, sem mundi þíða að skv. reglum ESB væri Frakkland aftur komið í samdráttarskeið.
Frakkland stóð sig þá lakar en Spánn þ.s. mældist 0,1% vöxtur. En ef aftur er að hægja á - á evrusvæði. Þá getur vel verið að Spánn muni mælast í samdrætti á síðustu 3. mánuðum ársins.
Niðurstaða
Það getur verið að vangaveltur mínar frá því sl. sumar, þegar ég varpaði fram þeirri tilgátu að vöxturinn sem mældist á evrusvæði 0,4% apríl, máí og júní - væri einungis skammtímasveifla, séu að rætast. Ég var með vangaveltur um nýlegar launahækkanir í Þýskalandi þ.s. aukning í eftirspurn virtist langmest innan Þýskalands. En fékk ábendingu á móti, að þetta gæti einnig passað við góða sumarvertíð. Ef við segjum að líklegri skýring sé - sumarvertíð. Þá er það alveg rökrétt að aftur mundi hægja verulega á vexti fjórðunginn á eftir. Það að vöxtur 3. fjórðungs var einungis 0,1% virtist þá þegar staðfesta grun minn um skammtíma sveiflu.
Og nú tölur MARKIT - geta gefið til kynna að grunur minn um samdrátt lokamánuði ársins, geti einnig ræst.
Þá kemur því kannski ekki á óvart, að verðbólga sé að hrynja saman í október. En það getur tónað við það ástand - - að hagkerfið sé við það að nálgast svefn ástand.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort að tilgátan um samdrátt lokamánuði ársins - rætist einnig.
Mældur hagvöxtur á evrusvæði á 2. ársfjórðungi 2013
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.11.2013 kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2013 | 00:17
Vangaveltur um neikvæða vexti Seðlabanka Evrópu á innlánsreikningum, valda smávegis lækkun evrunnar
Það eru bersýnilega vaxandi væntingar uppi um að Mario Draghi yfirmaður Seðlabanka Evrópu muni grípa til frekari aðgerða, til þess að hindra þróun í átt að verðhjöðnun á evrusvæði. Einn möguleiki er "QE" þ.e. kaup prógramm Seðlabanka Evrópu í stíl við sambærileg á vegum "US Federal Reserve" - "Bank of England" og Japansbanka; fjármögnuð með prentun.
ECB Said to Consider Minus 0.1 Percent Deposit Rate
German Notes Advance as ECB Said to Mull Negative Deposit Rate
En vægari aðgerð er sú, að leggja á neikvæða vexti, á innlánsreikninga Seðlabanka Evrópu.
Þ.e. á þá reikninga sem evr. bankastofnanir eiga í "ECB" til að letja þá í því atferli að varðveita stórar fjárhæðir þar í öruggu skjóli - - en hagkerfum eigin landa til einskis gagns.
Hugmyndin er að slíkir neikvæðir vexti, neyði banka til að - nota það fé til einhvers.
- Reyndar held ég, miðað við núverandi aðstæður á evrusvæði, sé langlíklegast að S-evr. bankar mundu bregðast við, með því að kaupa enn - enn meir af ríkisbréfum eigin landa.
- Frekar en að, bjóða upp á aukin útlán - - > Sem eru þau áhrif sem menn dreymir um að af verði.
En eins og ég sagði frá í gær: Hið vanheilaga samband banka og ríkissjóða hefur ágerst á evrusvæði síðan 2012
Virðast bankar í S-Evr. að vera bregðast við óvissuástandinu innan eigin hagkerfa, með því að - - kaupa, kaupa og kaupa - ríkisbréf eigin landa.
En vandinn í S-Evr. er að eignaverð er líklegt að lækka, þannig að líklega sé ekki góður "bissness" að bjóða upp á lán með veðum t.d. í húseignum þessa stundina.
Atvinnulíf sé megni til enn í hnignun - fyrir utan einhverja aukningu í útflutningi sérstaklega á Spáni. Almenningur einnig skuldi mikið - nema á Ítalíu einna helst. En þar í staðinn er hnignun í atvinnulífinu alls staðar í augsýn. Aukning í útflutningi virðist ekki duga til þess að koma heildarhagkerfinu af stað.
- Málið sé að almennt í þeim löndum sé ekki að sjá mikinn gróða í því að auka útlán hvorki til almennings né til fyrirtækja á næstunni.
- Skársti kosturinn sé líklega því -> enn meiri ríkisbréf.
- 10 ára spönsk og ítölsk eru þessa stundina á kringum 4% vöxtum á markaði.
- Meðan að Seðlabankainn býður 0,25% stýrivexti.
- Virðist það besti "díllinn" líklega í boði fyrir þessa banka, að kaupa enn meir af ríkisbréfum.
Þetta sé líklega af hverju bankar í löndum eins og Spáni, Portúgal, Ítalíu og Írland - hafi verið að auka mjög á ríkisbréfaeign sína síðan veturinn 2011.
Í þeirri óvissu sem sé til staðar í atvinnulífinu, sé þetta skársti kosturinn af slæmum.
----------------------------
Þess vegna væri miklu betra að hefja "QE" eins og einn bankaráðsmanna innan Seðlabanka Evrópu ræddi sem möguleika um daginn sbr:
Stutt í að Seðlabanki Evrópu fari að prenta? Skv. EUROSTAT mældist hagvöxtur einungis 0,1%
Það sem þetta sýnir þó er að mikil umræða er í gangi innan Bankaráðs Seðlabanka Evrópu, og sitt sýnist hverjum.
Sjálfsagt styðja einhverjir "QE" kannski Peter Praet, en ýmsir aðrir líklega vilja fara þá vægari leið að setja neikvæða vexti á innlánsreikningana - - svo er þriðji hópurinn sem fulltrúa Þýskalands í broddi fylkingar sem vill alls - alls ekki, fara lengra í þá átt að losa um peningastefnuna.
Eins og ég sagði um daginn - getur næsta vaxtaákvörðun verið áhugaverð.
Niðurstaða
Ég held ekki að það muni skila árangri að setja neikvæða vexti á innlánsreikninga Seðlabanka Evrópu, vegna þess að ég tel að það trend að bankar í S-Evr. kaupi eins og óðir ríkisbréf eigin landa, muni þá einfaldlega ágerast enn frekar.
Þeir með öðrum orðum, muni ekki auka útlán - ekki heldur lækka vexti á lán til að auka eftirspurn; með öðrum orðum, stíflan innan bankakerfis S-Evr. muni ekki losna við þá aðgerð.
Og þróun yfir í verðhjöðnun muni þá halda áfram af sama krafti!
Þannig að ef Draghi tekur þá tilteknu ákvörðun í desember, þá mun hann líklega standa frammi fyrir fyrstu vísbendingum um gagnsleysi þeirrar ákvörðunar í byrjun janúar.
Þá kannski frestast "prentun" með "QE" einfaldlega um mánuð.
En ég sé ekki að prentun verði umflúin á evrusvæði - mikið lengur.
Kemur í ljós - - kannski gerist hann róttækur þegar í desember í stað þess að neyðast til þess síðar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta virðist niðurstaða Deutche Bank, en þetta má sjá í mynd er finna má í þeirra nýjustu ársskýrslu. En eitt af því sem maður hefur velt fyrir sér er - - af hverju hefur vaxtakrafa á lönd eins og Ítalíu og Spán lækkað svo mikið síðan 2012? Að sjálfsögðu hefur loforð Mario Draghi svokallað "OMT" eða "Outright Monetary Transactions" haft heilmikið að segja.
En margir hafa einnig bent á "LTRO" eða mjög hagstæð lán til evrópskra banka, sem Mario Draghi veitti til evr. banka það sama ár - - þ.e. til 3. ára á um 1% vöxtum, og mjög hagstæðum greiðslukjörum.
Margir vilja meina, að þetta fé hafi stórum hluta farið í að kaupa ríkisbréf eigin landa.
Og bankarnir græði heilmikið á því að fá fé á 1% vöxtum, kaupa ríkisbréf á kannski á bilinu 3-5%. Græða þá 2-4%.
Takið eftir því hve eign banka á ríkisbréfum eigin lands vex!
Það eru sérstaklega súlurnar fyrir Spán og Ítalíu er vekja athygli!
- "Italian banks have increased their holdings of Italian public debt from 240bn to 415bn since November 2011 (+ 73pc)."
- "Spanish banks have raised their holdings of Spanish debt 166bn to 299. (+81pc)."
- "Ditto Irish banks, up 60pc; and Portuguese banks, up 51pc."
Sennilega drógu sér engir bankar meira fé hlutfallslega frá Seðlabanka Evr. með "LTRO" neyðarlánunum heldur en spænskir bankar.
- Það sem þetta segir - er að ríkissjóðir þessara landa, séu í stórauknum mæli, háðir kaupum innlendu bankanna í eigin landi, á útgáfum ríkisbréfa. (Sem getur verið m.a. skýr vísbending þess, að kaupendum hafi fækkað)
- Þessir bankar eiga nú verulega meira af ríkisbréfum eigin lands en áður - - sem þíðir væntanlega, að ef áhyggjur af stöðu þessara landa ágerast aftur.
- Sem getur vel gerst þ.s. skuldir þessara landa eru í stöðugu hækkunarferli.
- Þá sé hugsanlegt tap þeirra, þar með enn meira en áður.
Að einhverju leiti má líkja stöðu bankanna á Spáni og Ítalíu, við hluthafa fyrirtækis - sem hafa trekk í trekk tekið þátt í aukningu hlutafjár, þó tapreksturinn haldi stöðugt áfram.
Og hafi nú hætt svo miklu fé, að þeir hafa ekki efni á að tapa því.
En það virðist afskaplega líklegt að hræðsla um stöðu þeirra landa, ef hún tekur sig upp að nýju - - geti sett stórt spurningamerki um stöðu akkúrat sömu banka.
Þar sem þeir líklega hafa ekki efni á því, ef virði þeirra bréfa reynist vera verulega minna virði - en upphaflegt kaupvirði.
---------------------------
Í ljósi þessa, verður áhugavert að fylgjast með stöðu Ítalíu og Spánar sérstaklega, en líklega Portúgals einnig. En tölur um verðbólgu á evrusvæði hafa sýnt Portúgal og Spán alveg við - verðhjöðnun. Mæling verðbólgu "0%" í október í báðum löndum.
Ef verðhjöðnun tekur sig upp, þá hlýtur það ástand að auka vandamál þeirra sem skulda innan landanna tveggja þ.e. allra aðila - > ríkissjóða, sveitafélaga, héraðsstjórna, einstaklinga og fyrirtækja.
Þar með væntanlega eykst tap banka í Portúgal og Spáni, þ.e. afskriftir aukast.
Þá gæti skapast mjög áhugaverð staða í fjármálakerfi þeirra landa, ef markaðurinn fer að óttast um greiðslustöðu ríkissjóða Portúgals og Spánar. Alls ekki út í hött.
Ef bæði löndin lenda í verðhjöðnun.
- Auðvitað Ítalíu einnig - en Ítalía virðist ekki alveg á verðhjöðnunar barminum enn.
En ótti gagnvart stöðu Spánar gæti spillt yfir til Ítalíu, þannig séð.
Niðurstaða
Punkturinn er sá að staðan á evrusvæði er enn virkilega viðkvæm. Sá litli hagvöxtur er mældist á Spáni á 3. fjórðungi þ.e. 0,1% er hvergi nálægt því sem þarf. Ítalía mælist enn í samdrætti. Portúgal hélst í 0,2% eftir 1,1% yfir sumarmánuðina. En einnig er það líklega ekki nægur vöxtur til að ráða fram úr skuldavanda.
Í ljósi þessarar óvissu - virðist það vart vera góðar fréttir.
Að bankar í sömu löndum sem eiga í skuldavanda, skuli hafa stórfellt aukið eign sína í ríkisbréfum eigin landa.
Það virðist augljós áhættuþáttur. Ásamt stöðugt vaxandi skuldum ríkissjóða sömu landa.
Þannig að óvissa um stöðu þessara ríkissjóða muni líklega óhjákvæmilega "spilla" yfir í óvissum um stöðu fjármálakerfis sömu landa.
Evrusvæði hafi ekki tekist að vinna sig út úr sínum vanda. Heldur hafi hann dýpkað.
Verðhjöðnun ef hún mælist á nk. ári á Spáni sérstaklega - en hún virðist sérdeilis líkleg í því landi, gæti einmitt sett óttann af stað að nýju.
- Það getur orðið virkilega forvitnilegt að sjá hvað Mario Draghi gerir - - en hann mun væntanlega fyrir næst vaxtaákvörðun, hafa í höndunum skýrar vísbendingar um stöðu mála lokamánuði þessa árs, þó þær tölur hafi þá ekki enn verið gerðar opinberar. Hann muni vita, hvort að hagkerfi evrusvæði er dottið yfir í samdrátt, í lok þessa árs.
- En vöxtur var bara 0,1% skv. síðustu mælingu.
Nýr samdráttur + verðhjöðnun, væri virkilega eitraður kokteill.
Mario Draghi gæti hafið prentun jafnvel í desember, eða í upphafi nk. árs.
Það gæti verið eina leiðin til að halda dæminu á floti áfram.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar