Hvað ætli að gerist í Íran - eftir 6 velda bráðabirgða samkomulagið í kjarnorkumálum?

Það er einmitt málið að samkomulag Írans við veldin 6 er einungis til bráðabirgða. Þess vegna er ég hissa á því, að Íran skv. því samkomulagi mun gefa eftir birgðir af auðguðu úran, auðgað upp í 20% sem mér skilst að sé tiltölulega auðvelt að nota til sprengjugerðar - þær birgðir þarf þá væntanlega að afhenda eða eyðileggja undir eftirliti, innan þeirra 6 mánaða.

European Union foreign policy chief Catherine Ashton (3rd L) delivers a statement during a ceremony next to British Foreign Secretary William Hague, Germany's Foreign Minister Guido Westerwelle, Iranian Foreign Minister Mohammad Javad Zarif, Chinese Foreign Minister Wang Yi, U.S. Secretary of State John Kerry, Russia's Foreign Minister Sergei Lavrov and French Foreign Minister Laurent Fabius (L-R) at the United Nations in Geneva November 24, 2013. REUTERS/Denis Balibouse

"European Union foreign policy chief Catherine Ashton (3rd L) delivers a statement during a ceremony next to British Foreign Secretary William Hague, Germany's Foreign Minister Guido Westerwelle, Iranian Foreign Minister Mohammad Javad Zarif, Chinese Foreign Minister Wang Yi, U.S. Secretary of State John Kerry, Russia's Foreign Minister Sergei Lavrov and French Foreign Minister Laurent Fabius (L-R) at the United Nations in Geneva November 24, 2013."

Samkomulagið virðist ekki kveða á um að þungavatns kjarnorkuver í smíðum, en sem er nærri því klárað, verði eyðilagt þ.e. jafnað við jörðu. Einungis að verkið verði stöðva, og eftirlits sveitir fái að fylgjast með því að verkið sé ekki hafið.

Samkomulagið kveður ekki heldur á um að, geta Írana til að auðga úran sé eyðilögð, skilvindurnar sem notaðar eru til þess verða enn á sínum stað, þannig að tæknilega geta Íranir enn auðgað úran upp í 20%, búið til nýjar birgðir. Þannig að ef Íranir afhenda birgðirnar af 20% úrani þá hefur hugsanleg sprengjugerð verið tafin kannski um einhver ár. Þannig séð - er það áfangi frá sjónarhóli vesturvelda.

"EU foreign policy chief Catherine Ashton, third from left poses next to Iranian Foreign Minister Mohammad Javad Zarif and the Iranian delegation after a statement on early Sunday in Geneva. Agence France-Presse/Getty Images."

En margir munu fordæma það að kjarnorkuverið í Arak sé ekki eyðilagt, eða að skilvindurnar séu það ekki - þ.e. Ísraela, Saudi Arabar og bandamenn þeirra, og auðvitað hægi menn á Bandaríkjaþingi.

Svo er það góð spurning - hvort Rouhani forseti Írans, geti framfylgt samkomulaginu heima fyrir.

En það er alls ekki víst að hann geti, þó svo að Al Khamenei hafi samþykkt fyrir sitt leiti þetta samkomulag, Rouhani hefi tekist að fá hann "um borð" og hann er með titilinn "The surpreme leader" þá er hann langt í frá eins "supreme" og Komenei var á sínum tíma - - og Byltingavörðurinn, sem er nokkurs konar ríki í ríkinu, hliðstæður her við hliðina á hinum venjulega her Írans - einnig hliðstæður flugher og floti - ekki síst eigin hergagnaverksmiðjur - andstaða hans er líkleg að verða einbeitt.

  • Svikari - er sennilega eitt það kurteisasta, sem þeir munu kalla Rouhani.

Six powers reach nuclear deal with Iran

Six powers clinch breakthrough deal curbing Iran's nuclear activity

Major Powers Reach Deal With Iran To Freeze Nuclear Program

 

Samkomulagið mun sennilega færa upp á yfirborðið þá valdabaráttu er geisar innan Írans

Innan Írans eru 3-megin fylkingar: Klerkarnir, Byltingavörðurinn, og, Hófsamir.

Höfum í huga að "hófsamir" eru það í írönsku samhengi. 

Byltingavörðurinn, virðist mér nánast "þjóðernisfasísk hreyfing" þó gætir í henni verulegs trúarofsa einnig, þetta var hreyfing er varð öflug í stríði Írans við Írak Saddams Hussain, en eins og þekkt er þá gengu milljónir Írana til liðs við baráttuna gegn innrásinni undir hvatningu Khomenei og margir mættu mjög ílla búnir vopnum.

Sambærilegt við atburðarás í Sovétríkjum Stalíns, er hermenn voru sendir í Stalingrad gegn Þjóðverjum með einungis 3 skothylki og ekki allir fengu byssu, var þá ætlað að taka upp slíka af föllnum félaga.

Margir skipulögðu sig undir merkjum Byltingavarðarins er þá var ný hreyfing. Vörðurinn síðan mótaðist þeim átökum, vegna eðlis árása á þeirra vegum - þ.e. Fyrsta Stríðs "human wave" var mannfall gríðarlegt, og auðvitað - heiður hinna föllnu, það megi ekki svíkja hann, vanhelga þeirra fórn - mótar auðvitað afstöðu Varðarins í dag.

Þú ert í verðinum frá vöggu til grafar, þeirra fylgi er langsamlega mest meðal fátækra landsmanna sem líklega hafa hvort sem er ekki séð marga brauðmola í bættum kjörum, en vörðurinn eins og þekkt er með "íslamískar" andstöðuhreyfingar - veitir meðlimum: menntun, heilsugæslu, og í tilviki Varðarins mjög gjarnan einnig það eina starf er þú hefur á lífsleiðinni í tilviki fátækra verkamanna í borgum.

Við erum því virkilega að tala um að milljónir Írana fylgi Verðinum - þeirra samkennd/samsömun er líklega nærri því fullkomin, það eru engar ýkjur að hann sé nánast "hliðstætt" ríki við hlið íranska ríkisins sjálfs.

  • Það er því raunveruleg hætta á því, grunar mig, að Vörðurinn taki völdin!
  • En hann er mjög einart andstæður nokkurri eftirgjöf gagnvart vesturveldum. 
  1. Það sérstaka er, að - klerkarnir hafa verið í einhvers konar "sáttahlutverki" milli hinna tveggja fylkinganna.
  2. Formlega séð, eru klerkarnir efstir á valdapýramídanum, en í raun og veru - - veit enginn utan Írans, hvort klerkarnir eða Vörðurinn er valdameiri.

 

Ég á von á því, að nú fari í gang æsileg valdabarátta, sem engin leið er að vita fyrirfram hvernig lyktar

Eitt er þó öruggt, að klerkarnir munu í lengstu lög, vilja forðast þá útkomu - að Byltingavörðurinn komist til valda, sem þíddi að klerkum væri þá ítt til hliðar sem valdaaðila.

En þetta er það öflug hreyfing, að ég sé ekki að það sé mögulegt að fara með Vörðinn með sama hætti, og tja Bræðralag Múslíma í Egyptalandi, þ.e. of vel vopnum búnir - of skipulagðir og of fjölmennir.

Það þíddi líklega annaðhvort: Borgarastríð - eða að Vörðurinn nái völdum, og íti bæði klerkum og svokölluðum hófsömum til hliðar.

  • Klerkarnir muni því leitast við að sigla milli skers og báru, láta svokallaða "hófsama" um það að kljást við Vörðinn, meðan að klerkarnir muni gæta þess - að verða ekki það nákomnir samkonulaginu, að þeir geti ekki með góðu móti bakkað.
  • Það er eitt og annað sem getur gerst, jafnvel að Rouhani verði myrtur.

En ef Byltingavörðurinn, er á leiðinni að verða yfirsterkari í valdataflinu, þá líklegra söðla klerkarnir um - og Rouhani verður ekki beint drepinn heldur gerður valdalaus.

Auðvitað þíddi það að þessi tilraun til samkomulags - hefði mistekist.

Og í þeirri sviðsmynd, væri valdastaða klerkanna líklega það veikt, þó þeir héldu enn formlegri valdastöðu - að í reynd væri Vörðurinn orðinn nær allsráðandi.

Þetta er þ.s. margir vanmeta - - hve öflugur Byltingavörðurinn er.

En þ.e. rétt að svokölluð frjálslynd öfl njóta fylgis í borgunum, en flr. Íranir búa enn þann dag utan stærstu borganna, en búa innan þeirra.

Íran er enn í dag merkilega mikið dreifbýlt, og þ.e. þar sem Vörðurinn nýtur mikils fylgis. Hann er einnig sterkur í borgunum, hjá fátækari hluta íbúa.

Frjálslynd öfl eru því ekki einu sinni óskorað sterkust í borgunum, þau njóta fylgis menntaðra - millistéttar gjarnan þ.s. til er af henni, og hlutfalls klerka. Muna, frjálslynd í írönsku samhengi.

Líklega sé eini möguleikinn á því að samkomulagið náist fram - - að Vörðurinn undir þrýstingi Klerka sem líklega hafa sannfærst um að það sé nauðsynlegt, en þeir finna örugglega persónulega fyrir refsiaðgerðunum þ.s. þeir eru forréttindastétt er sem nýtur velferðar umfram meðaltal landsmanna, sættist á það að hvað annars gerist verði slæmt fyrir írönsku þjóðina.

En á móti, þ.e. sannarlega rétt að viðskiptabannið sverfur nú harkalega að Íran, en þ.s. megnið af fylgi Varðarins er meðal fátækari hluta landsmanna, finna þeir ekki með sama hætti fyrir því og hinir hóparnir - kjör fólks sem enn þann dag í dag margt hver lifir klassísku "subsidence" breytast ekki.

En millistéttin sannarlega finnur fyrir því, og verkamenn í borgum og líklega klerkarnir þ.s. þeir njóta forréttinda kjara. Þetta getur því orðið spurning um það, hvort þéttbýlið eða dreifbýlið er sterkara og hve langt klerkarnir eru til í að ganga til að verja sín efnahagslegu forréttindi vs. þá áhættu að Byltingavörðurinn geti lagt til atlögu að völdum þeirra og er vel hugsanlegt að hafi betur.

En vegna þess að refsiaðgerðirnar séu virkilega farnar að sverfa að efnahag Írans, þá hafi skapast þetta bandalag milli klerka og svokallaðra hófsamra - - en það geti verið að Vörðurinn sé er á reynir sterkari en báðir hóparnir samanlagt, spurning þó hvort hinir hóparnir geta höfðað til hluta fylgismanna Varðarins t.d. fátækra verkamanna í borgum, klofið hann jafnvel.

Eitt virðist öruggt - - að stórfelld átök séu framundan um framtíðar stefnuna innan Írans.

 

Niðurstaða

Það er a.m.k. hugsanlegt að samkomulagið haldi, andstöðunni innan Íran takist ekki að stöðva málið, að það sama eigi við um andstöðu hægri afla á Bandaríkjaþingi - - eftir allt saman, halda Íranir enn skilvindunum, þó samkomulagið feli ekki í sér viðurkenningu vesturveldanna á rétti Írans til að auðga úran, þá er það hálft skref á móti og í þeim viðræðum sem síðar meir fara þá fram, ef þetta bráðabirgðasamkomulag heldur, þá munu Íranir halda fast í þann rétt að auðga úran.

Enda stendur hvergi í alþjóða lögum að ríkjum heims sé ekki heimilt að auðga úran, í alþjóða sáttmálanum um kjarnorkumál - er einungis bannað að stefna að því leynt og ljóst að verða kjarnorkuveldi, þó það sé svo að núverandi kjarnorkuveldi séu þannig séð "heimiluð" þá bannar sá sáttmáli flr. ríkjum að verða að eða stefna að því að verða að kjarnorkuveldum - - þannig að er t.d. Indland formlega lýsti sig kjarnorkuveldi fyrir ekki mjög mörgum árum, þá tæknilega braut Indland alþjóðalög. Prógramm Írana er einungis brot, ef það stefnir að kjarnorkuvopnum, sem er ákaflega erfitt að sanna - jafnvel þó prógrammið virðist meira en þörf er á.

En í alvöru talað, þó Íranir hafi augað úran langt umfram þörf, ef um er að ræða eingöngu auðgun í friðsamlegum tilgangi, þá eitt og sér er það ekki endanleg sönnun þess að Íran ætli að verða kjarnorkuveldi.

En það eitt að birgðirnar séu til, felur í sér fælingu, það að geta smíðað kjarnasprengju hvenær sem er, þó viðkomandi hafi ekki gert slíkt - - það getur hafa verið tilgangur Írana, að öðlast þá tilteknu stöðu.

Þess vegna er mjög áhugavert, að Íranir skuli hafa gefið það eftir, að halda í þær birgðir - - þ.e. líka þess vegna, sem mig grunar að það geti verið að Rouhani muni ekki geta framfylgt samkomulaginu heima fyrir.

En Íranir - margir eru gjarnir á að gleyma lentu - í mjög blóðugri innrás er Saddam Hussain réðst á Íran, það stríð var stutt af vesturveldum, það stríð var einnig stutt af Saudi Aröbum og Persaflóa Aröbum, og ekki síst - vestræn ríki, vestrænir fjölmiðlar, létu hjá líða að gagnrýna beitingu Saddam Hussain á efnavopnum gegn írönskum herjum. 

Þ.e. því ástæða til þess af hverju Íranir vilja hafa þ.s. möguleika, að smíða kjarnorkuvopn.

Að öðlast þá getu, að hafa það sem valkost að smíða þau með skömmum fyrirvara, er áfangi út af fyrir sig, og eins og ég benti á - veitir fælingarmátt. Þá er sprengjan ekki smíðuð endilega nema ráðist sé á Íran. Árás þíði að Íran verði kjarnorkuveldi. En áframhaldandi friður, geti allt eins þítt að aldrei verði af því.

Bendi á, að Japan hefur áratugum saman nú, átt nægilega birgðir af "fissile" plutóni mér skilst yfir þúsund tonn, sem unnt er að smíða mörg hundruð kjarnasprengjur úr, þó aldrei hafi Japan smíðað sprengju svo vitað sé til, þá getur Japan alveg örugglega búið þær til með "vikna" fyrirvara. Átt flr. hundruð eftir tvö eða þrjú ár þaðan í frá að fyrirmæli um smíði þeirra séu gefin.

Eins og Íran, hefur Japan þróað eldflaugar sem sannað er að geti flutt gervihnetti á sporbaug um Jörðu, en það þíðir að báðar þjóðir geta tæknilega séð smíðað "ICBM" þ.e. "Intercontinental Ballistic Missile."

Þetta auðvitað breytir valdahlutföllum í Mið-Austurlöndum, ef Íran verður - ósnertanlegt.

Það þíðir ekki að Íran ætli að leggja öll Mið-Austurlönd undir sig, en það þíðir að Íran hefur þá aukið frelsi í utanríkismálum, getur beitt sér án þess að eiga árás á hættu.

Þ.e. kannski áhættan sem Íranir taka, ef þeir láta hvort tveggja af hendi, "fissile" úranið og skilvindurnar, þá hefur Íran ekki lengur þann "fælingarmátt" og á því rökrétt séð, það meira á hættu að ráðist verði hugsanlega á landið.

Þetta verður auðvitað boðskapur Byltingavarðarins, að vesturveldum sé ekki treystandi - en þau eftir allt saman studdu stríð Saddams gegn Íran á sínum tíma, það sé eingöngu til þess að gera Íran varnarlaust að nýju, sem Vesturveldin séu yfir höfuð að þessu.

Síðan verði valtað yfir Íran, ég á því von á mjög miklum átökum um stefnuna innan Írans á næstu vikum, ég á reyndar ekki von á því að Bandaríkin ætli að gera innrás í Íran.

En þessi hræðsla að vesturveldin séu óvinveitt, er raunveruleg innan Írans - og eins og ég bendi á, ekki sögulega séð ástæðulaus.

En þ.e. ekki spurning um það hvað er raunverulega satt og rétt, heldur hvað er trúað að sé satt og rétt.

Sú "impression" að vesturveldin séu óvinveitt, getur vel orðið yfirsterkari, og sú þróun sem verið hefur í gangi í Mið-Austurlöndum í átt að vaxandi spennu og stríðshættu, heldur þá áfram - og sennilega þá verður slíkt stríð ekki umflúið.

Slíkt stríð gæti startað annarri heimskreppu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það gerist ekki neitt nema að viðskiðtaþvingunum verður aflétt og Íran getur haldið áfram að fjármagna hriðjuverkasamtök og auðvitað halda íranar áfram að auka við kjarnorkuvopnaforðan.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 24.11.2013 kl. 16:49

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eh, mér virðist Saudar afskaplega öflugir í slíkri starfsemi, hvenær verða þeir beittir viðskiptaþvingunum, svo þeir hætti að styðja hryðjuverk?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.11.2013 kl. 20:08

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er það í lagi að íranir styðji hryðjuverk af því að sádar gera það?

Furðuleg röksemd þetta Einar og ekki þér líkt.

Sem sagt það sem móðir mín kendi mér á yngri árum er bara vitleysa "þú þarft ekki að vera fífll þó aðrir séu fífll.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 24.11.2013 kl. 21:35

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, þ.s. vestrið er svo "conveniently" að gleyma, er hvað gert var á kostnað Írana, er vexturveldin studdu stríðið gegn þeim háð af Saddam Hussain, og létu hjá líða að gagnrýna það er hann beitti efnavopnum gegn Írönum.

Í samanburði við það, er gagnrýni vesturvelda og Sauda á Íran, smámunir einir.

Íranar hafa ástæðu til að vera reiðir/hatursfullir.

Þetta er á við marga 9/11 atburði, sem Írönum var gert. Svo hvað höfum við efni á að gagnrýna þá?

-----------------------

Þ.e. ekki af ástæðulausu að ég nefni einnig hryðjuverkastarfsemi á vegum Sauda, en einhvern veginn virðist hún sleppa við mikla gagnrýni, af hverju

Þó er ég nokkuð viss, að sú hryðjuverkastarfsemi sem þeir styðja, er umtalsvert hættulegri og hefur kostað flr. mannslíf fram að þessu.

En einhvern veginn, eru menn stöðugt að gagnrína Írani - fyrir þ.s. ég verð að segja, að eru smámunir í samanburði.

Og aftur, hvað vestrið gerði þeim - er margfalt, margfalt verra, en nokkuð það hvað Íranir hafa gert á okkar hlut.

  • Ég held að tími sé kominn til að menn kæli sig aðeins niður, og sjáist fyrir - áður en hatrið er orðið svo stækt, að engin leið verður að forða því að milljónir láti lífið í Mið-austurlöndum. 
  • Íran er t.d. lykilríkið, ef menn vilja stöðva stríðið í Sýrlandi.
  • Að auki þrátt fyrir marga galla, er stjórnin í Íran ef e-h er, frjálslyndari en stjórnin í Saudi Arabíu, þitt öryggi gagnvart stjv. meira og þú líklegri til að fá mál þitt tekið fyrir með sanngjörnum hætti af dómstólum.
  • Þannig séð, virðist mér stjórnun í Íran, í engu minna lýðræðisleg en í Rússlandi, sem þó vesturveldin hafa ekki séð ástæðu til að gera tilraun til að einangra eða loka af.

Íran er af mörgu leiti viðkunnanlegra land en Saudi Arabía.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.11.2013 kl. 23:05

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef þú heldur að Íran komi til með að hætta að stiðja hryðjuverkamenn í Sýrlandi af því að viðskiptaþvingunum var aflétt og þeir þurftu ekki að gefa neitt í staðinn, then you are sadly mistaken.

Ayatollah og clerkarnir stjórna landinu en ekki forsetinn, það sem forsetinn gerir er með leifi klerkana og ef einhverjir kynda undir hatri þá eru það klerkarnir í Íran.

Hefur þú verið í Íran? Ég hef komið þangað nokkrum sinnum.

Ég fylgist ekki með hvað rússar gera og hef ekki komið til Rússlands síðan 1968, en eftir því sem ég hef lesið og heyrt í fréttum þá eru rússar ekki að styðja hryðjuverkamenn heldur stiðja þeir Ríkisstjórnir, ef eitthvað er að trúa fréttum.

Og svo endar þú á þessari furðulegu röksemd "Íran er af mörgu leiti viðurkunnanlegra land en Saudi Arabía," sem ég er viss um að þú hefur ekki mikla þekkingu á af því hvort landið er viðurkunnanlegra, af því að þú hefur sennilega ekki verið á hvorugu landinu.

Ég hef verið í báðum þessum löndum og það má nota líkinguna á þessum löndum að munurinn á þeim er eins og á kúk og skít.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 00:56

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, þú ert of fastur í einhverri óvinaímynd af Íran, í Sýrlandi er í gangi "proxy war" milli Saudi Arabíu og Írans, bandamenn Sauda þ.e. "Gulf Arabs" ástunda einnig það að dæla vopnum og peningum í uppreisnarhópa; þetta er ekki milli góðra og vondra.

Íranir eru ekkert frekar í hryðjuverkum, heldur en vinir Saudanna meðal uppreisnarmanna, og líklega ekki heldur neitt síður.

Þú þarft að komast út úr þessu Íranir eru vondir andstæðingar þeirra góðir, það eru allir leikendur ataðir blóði upp fyrir axlir sem taka þátt í þessum hildarleik - hvort sem það eru Íranir og stjórnarsinnar eða Saudar bandamenn þeirra og þeir uppreisnarhópar er þeir styðja.

-----------------------

Ég stend við það að Íran er lykillandið, ef á að stöðva þetta stríð. En þeir munu ekkert gefa eftir stuðning við Assad - - nema að fá eitthvað bitastætt í staðinn.

Óþarfi að líta á þ.s. einhvern ósigur, að eiga viðskipti við Íran um Assad - - þ.e. kaupa það af Írönum að þeir eftirláti stuðning sinn við Assad, gegn einhverjum tilteknum tilslökunum á viðskiptabanninu.

Þ.e. hægt að veita tilteknar tilslakanir á því í áföngum, fyrir tilteknar eftirgjafir af hálfu Írana - - þannig smám saman íta Íran í þá átt sem Bandar. vilja, með gulrótaaðferðinni.

Þ.e. ekki að veita þeim allt fyrir ekkert, köllum það viðskipti

Ef það stöðvar blóðbaðið í Sýrlandi, án þess að Bandar. þurfi að senda þangað innrásarlið - og bandar. blóð þurfi að renna í því landi.

Þá sé ég ekki af hverju þú ættir að vera óánægður með slíkt "plan."

"Ég hef verið í báðum þessum löndum og það má nota líkinguna á þessum löndum að munurinn á þeim er eins og á kúk og skít. "

Hve mörgum sinnum hafa Saudar haldið almennar kosningar?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.11.2013 kl. 01:46

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað kallar þú kosningar þegar klerkarnir ráða hverjir fá að vera í framboði, þetta er ekki kosningar heldur sýndarleikur og hann virðist hafa haft jákvæð áhrif á þig.

Það sem ég hef heyrt af þessu samkomulagi sem var gert árla sunnudagsmorgun, þá er það ekkert sem íranar gefa eftir heldur hægja á framleiðslu kjarnorku fyrir kjarnorkuvopn.

Þetta er sama aðferðin og var notuð í Norður Kóreu fyrir Clinton enda sama manneskjan sem var aðal samningamanneskjan fyrir Obama núna. Við vitum hvernig það fór og þú ættlar að búast við annari útkomu núna.

Nei þvi fer fjarri að þetta sé einhver sigur fyir USA, ESB og SÞ, en þetta er algjör sigur írana á Obama og hans jólasveinum, það má segja að ég ber virðingu fyrir snild írana í samningaviðræðum.

Plötuðu ekki bara fíflið í Hvíta Húsinu heldur ESB og allt Brusselhyskið.

Það má bæta við íranar plötuðu Sameinuðu Þjóðirnar líka, en það er nú svo sem ekkert stórverk þó SÞ séu plataðar upp úr skónum.

Hvað gáfu íranr frá sér?

Svarið er; ekkert.

Hvað er það sem íranar vildu fá?

Svarið er; afléttingu viðskiptaþvingana og þeir fengu það.

Sem sagt ekkert til að semja um eftir 6 mánuði.

En eins og ég skrifaði áður, ég ber virðingu fyrir kænsku írana við samningaborðið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 89
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 441
  • Frá upphafi: 847082

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 418
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband