Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
30.6.2011 | 01:37
Verður Grikklandskrýsa 3-hvern mánuð?
Neðangreint kom fram í Financial Times í dag. En, málið er að stofnanir ESB og AGS, virðast hafa ákveðið að hafa nú styttra bil á milli endurskoðana þ.e. ekki lengur 6. mánaða, sennilega vegna þess að þeir telja að Grikkir þurfi stutt beisli.
En, þá skapast möguleikinn á endurteknu drama, þ.e. Grikkland standi aftur og aftur frammi fyrir möguleika á þroti, sem skapi óróleika á mörkuðum, ali á ótta um stöðu Evrusvæðis vítt yfir - þetta eigi sér stað ítrekað 3-hvern mánuð - snillingar:
- "Even if Mr Papandreous government wins that vote, it may only have bought time.
- The IMF and EU are imposing three-month checks on progress in consolidating Greeces public finances and implementing sweeping structural reform, raising the prospect of fresh dramas in September."
En þetta kemur aftur fram í eftirfarandi grein: Deadline drama rerun cant be ruled out
"In September, inter-national lenders must reopen Greek books and see if Athens is back on track in order to disburse the next aid tranche: 5.8bn from the EU and 2.2bn from the IMF."
"Measures in the new plan are seen by some as unrealistic. If Greece is unable to comply, another austerity package and another nail-biting vote could be in the offing."
Hið fáránlega óraunhæfa áætlun um sölu grískra ríkiseigna
Safn eigna í eigu gríska ríkisins virðist einn allsherjar hrærigrautur, ekkert register virðist til, svo fyrst þarf að hefja rannsókn á því akkúrat hvað það er sem gríska ríkið á og síðan hversu mikils virði það er. Þessi rannsókn er fyrst núna í startholunum - sem er óheppilegt því ætlast er til að þessar eignir verði seldar með skjótum hætti, eins og Grikkland væri með skilvirkt stjórnkerfi eins og í Þýskalandi.
Þetta þíðir væntanlega einnig að ástand þessara eigna, er ekki kunnugt!
- Eins og núverandi plan er sett upp, er áætluð sala á 50ma. hluti af björgunarupphæðinni, þannig er ekki er svigrúm gefið fyrir frekari lán ef minna kemur út úr sölum eigna -
- svo Grikkland mun þurfa að skera meir niður.
- En að mínu viti miðað við þ.s. ég hef lesið, þá verða menn góðir ef þeir fá 1/3 af nafnvirði.
- Þá, getur Grikklant lent í mjög erfiðum viðbótar samdráttaraðgerðum, nema meiri eignir séu lagðar inn - þ.e. ef 150ma. að skráðu virði væri sett í púkkið væri hugsanlega raunverulega unnt að ná fram þessum 50ma..
- En ég er samt ekki alveg - alveg viss, að jafnvel það myndi virka. Því mig grunar, að það sé í reynd mjög takmarkaður áhugi fyrir grískum eignum, - punktur.
- Áætlunin er því gríðarlega óskaplega ósanngjörn!
- Vandi stjórnkerfisins virðist vera óskapleg óskilvirkni ásamt spillingu.
- Pæla í þessu - að það skuli aldrei hafa verið unnið samræmt register fyrir eignir á vegum gríska ríkisins.
- Svo gerir íllt verra, að lagasafnið virðist óskilvirkt - þar stangist jafnvel á ákvæði, dómstólar séu einnig óskilvirkir og mjög tafsamt að fara í gegnum það apparat - að auki spili gjarnan fólk á kerfið með allkonar kærum að því er virðist til þess eins að tefja, og það geti bætt viðbótar árum við tafir - en allt í allt sé þó líklega það versta spillingin innan kerfisins.
-----------------------------------------------------
Greece faces fire sale shortfall
"Independent research suggests, however, that Greece will struggle to raise much more than a quarter of the 50bn it needs from the assets sales and privatisations unless it adds more prime land and cultural heritage to its sales list."
"Only 13bn of assets are ready to sell, leaving a 37bn shortfall, says a study by the Privatisation Barometer, a Milan-based institute sponsored by Fondazione Eni Enrico Mattei and KPMG."
"At this stage, no one really knows what Greece Inc is worth, but its clear that it will fall short, said Bernardo Bortolotti, a corporate finance professor at the University of Turin who produced the analysis."
Buy into Greece? It's corrupt, bureaucratic and unreliable
"Nickos Stathopoulos, of BC Partners - "He listed four problems:
"Even if an investor fancies buying something in Greece, they face years of regulatory delays; a workforce that strikes "every other day"; processes that are unclear; and a situation where "you can wake up in the morning and find a law has been passed that wipes you out"."
- "bureaucracy;
- the power of the trade unions;
- lack of transparency; and
- an unreliable legal framework. "
Ailing Greece Tries National Tag SaleGeorge Katrougalos, a law professor who has challenged privatization on behalf of union clients and is writing a book on the topic, is skeptical that the government will get anywhere near its sales goal. "Fifty billion euros," he says, "is a joke."
- It often isn't clear who owns a parcel. Land records and registries are sketchy. Before 1915, it was possible for private citizens to acquire government property if they had occupied it long enoughso people dig through old records seeking to prove claims.
- ""The courts are deluged with not just legal arguments, but with history," says Mr. Katrougalos."
- " Zoning rules are bewildering. To develop requires permission from myriad government entitiesfederal offices and ministries and municipalities.
- A development that impinges on trees requires approval from forestry officials, one on the coast from environment bureaucrats. Since large chunks of prime tourism land are waterfront plots that back onto forests, everyone gets involved.
- And complaining citizens can tie up the process for years."
Ailing Greece Tries National Tag Sale
"European authorities are leaning on Greece to raise 50 billion through sales of state assets and long-term leases on government land. Some prime pieces on the block:
- 1. Kamena Vourla campground: A sprawling waterfront property with two hot springs.
- 2. Mont Parnes casino: The state has a stake in a joint venture with resort operator Hyatt.
- 3. Athens International Airport: The airport, which opened in 2001, is majority-owned by the state.
- 4. Hellenikon airport: Hasn't seen flights in years, but not far from central Athens and right on the water. Contains old Olympic arenas.
- 5. Vouliagmeni marina: Ritzy marina in a protected cove south of Athens. Greece says it already has seven solid bids for a 40-year lease.
- 6. Anavyssos saltworks: It stopped producing salt in the 1960s, and the site sits empty. The beach is a mile-and-a-half long.
- 7. Afandou golf course: An aging golf resort on the island of Rhodes. Greece has tried to redevelop it for three decades.
- 8. OPAP and ODIE: The state lottery and sports book, and the horseracing operator.
- 9. TT Hellenic Postbank: Greece wants to sell a 34% stake in the bank, currently worth about 250 million.
- 10. Greek railway The state owns it outright."
Ailing Greece Tries National Tag Sale
"It is "very delicate work," says Nikolaos Triantafyllopoulos of the University of Thessaly...In a 2006 paper, Mr. Triantafyllopoulos described the saga of a coastal property on the island of Zakynthos. After years of legal sparring over whether it was private or publicly owned, it was deemed private and sold to a pair of Greek-American developers in 1993." - "Then the government reversed course and decided it was public. The developers, who intended to build a $500 million resort, sued. The case bounced through the courts. The developers won. The government relented. In December 1999, the investment plans were finally approved." - "That same day, a fresh governmental decree came down: The shoreline was a protected habitat for the loggerhead sea turtle and no buildings could be built. The project died."
Spilling innan stjórnkerfisins: Þarna hafa aðilarnir sennilega flaskað á því, að hafa ekki keypt liðsinni einhvers nægilega háttsetts innan stjórnkerfisins, sem gat varið þá gegn óvinveittum aðgerðum annarra skriffinna, eins og í Rússlandi - en ef maður miðar við Rússlan, þá getur verið að annar aðili hafi keypt velvild skriffinna og síðan fengið að byggja á þessum stað, þegar skriffinnarnir sem sá fjársterki aðili átti í vasanum, voru búnir að bola hinum aðilanum á brott.
-----------------------------------------------------
Mér virkilega lýst ílla á áætlanir um sölu ríkiseigna - ekki vegna þess að ég er andvígur slíkri sölu, heldur vegna þess, hvernig dæmið er uppsett.
- Að Grikkland mun ekki sjá eina evru af þessu fé - heldur á þetta að spara aðildarríkjum Evrusvæðis fé.
- Ef það næst ekki að selja fyrir 50ma. munu Grikkir þurfa að skera niður eða hækka skatta, fyrir mismuninum, þ.e. ofan á fyrri niðurskurðaraðgerðir og skatta hækkanir, og að auki ofan á þær nýju niðurskurðar aðgerðir og skattahækkanir sem verið var að knýja fram.
- Mér líst svo á að að á næstunni verði gerð mjög rækileg prófun á því hvort það geti verið eitthvað til í hinu gamla máltæki "svo lengi má deigt járn hamra að það bíti".
Niðurstaða
Ég hef miklar áhyggjur af málefnum Grikklands, og lít svo á að atkvæðagreiðslan 28/6 sl. hafi alls ekki verið lausn á krýsunni tengd Grikklandi.
Mér finnst eins og að búið sé að búa til, nánast hina fullkomnu aðferð, til að knýja fram einhvers konar uppreisn almennings á Grikklandi.
Þá sprengingu er ekki unnt að tímasetja - en ég á mjög erfitt með að trúa því, að ríkisstjórn Grikkland muni komast langt af stað með þetta prógramm, áður en einhver slík atburðarás á sér stað.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2011 | 01:00
Frakkar leggja fram mikið hæpaðar tillögur, um sjálfviljuga yfirfærslu einkabanka á lánum sem Grikkir skulda þeim!
Það á sér stað annað leikrit, meðfram því sem á sér stað í Grikklandi, en það eru fundir í fínum sölum - án mótmælenda, þangað sem mæta helstu bankamenn Evrópu, og ræða um leiðir til að mæta kröfum þess efnis, að cirka 30ma. af þeim 100ma. skuldum sem falla á gjalddaga hjá Grikkjum næstu 3. árin, verði endurnýjuð sjálfvirkt af þeim einkareknu bönkum sem eiga þær skuldir.
Hagfræðingurinn Stefan Homburg útskýrir í viðtali við Der Spiegel, hvers vegna einkabankar geta ekki gefið nokkurn hlut eftir - frýtt. - 'The German Government Will Pay Up'
"Homburg: Banks cannot participate voluntarily. An executive board is committed to its company's welfare, and not the public interest. If it waives outstanding debts at the expense of its own company, this is a breach of trust and punishable by law.
SPIEGEL: Banks can only do business if the financial markets function properly. If the banks help make this happen, it certainly can't be a punishable offense.
Homburg: A bank can waive a portion of a debt with the aim of saving the remainder. This occurs in all bankruptcy proceedings. But things are different here, precisely because of the bailout package: If the bank refuses to make its own contribution, taxpayers alone will pick up the tab. This is exactly what a board of directors has to strive to achieve to avoid being accused of criminal breach of trust."
Þetta er verðugur punktur að hafa í huga, en í Evrópu gilda ströng lög um réttindi hluthafa, og víðtæk réttindi þeirra, til að lögsækja stjórnendur fyrir meint brot gagnvart þeim, sem er náttúrulega áttúrulega réttu til arðgreiðsla.
Ef stjórnendur haga sér með einhverjum hætti sem skaðar arðsemi bankans, þá geta hluthafar kært þá stjórnendur - þannig að stjórendur eru þrælbundnir.
- Svo, skoða verður tillögurnar frá því sjónarhóli, að þeirra markmið er að bankarnir haldi áfram sínum gróða óskertum.
- Þeir sem vilja spara pening, eru ríkisstjórnir Evrusvæðis, sem vilja lágmarka lánsfé til Grikklands.
- Sá sem borgar allan kostnað, eða til stendur að geri það, eru grískir skattgreiðendur - þeim er fórnað í þessum viðræðum.
Hin franska tillaga, sem svo mikla athygli hefur fengið: Greek Debt Talks Widen
- "Bondholders reinvest 50% of proceeds from maturing Greek bonds in new 30-year bonds."
- "Bondholders also set aside 20% of proceeds to buy top-rated zero-coupon bonds to guarantee capital repayment."
- "If the Greek economy grows faster than expected, investors get higher yield."
- "Special-purpose vehicle, controlled by the private creditors, would manage assets, allowing investors to remove Greek assets from their balance sheets."
French plan catalyses Greek debt debate
- "Half of the money will be rolled over into 30-year bonds, with an interest rate of 5.5 per cent plus up to 2.5 per cent depending on Greek growth; 30 per cent is repaid; and the remaining 20 per cent is allocated to the SPV."
- "That 20 per cent is all-important. Under Frances plan, a copy of which has been seen by the Financial Times, a collateral issuer an AAA-rated government such as Germany, or else a supranational institution such as the European financial stability facility, would issue zero-coupon bonds which would be used as collateral to cover any default."
Takið eftir:
- 30 ára lán á 5,5% vöxtum eða jafnvel 8,0%.
- Bankarnir fái baktryggingu frá annaðhvort fjársterkum aðildarríkjum eða björgunarjóð ESB.
Þetta eru gríðarlega háir vextir, þegar miðað er við lengd láns - þ.e. 30 ár. Tala ekki um fræðilega möguleikann, að þeir fari í 8%.
Þeim verði boðin baktrygging, frá annaðhvort aðildarríkjunum sjálfum eða stofnun á vegum þeirra, sennilega björgunarsjóðnum, þetta lækki áhættu þeirra.
Þannig, 2-gulrætur:
- Langt lán á hagstæðum kjörum.
- Baktrygging.
Ítreka, tilgangurinn er að spara peninga, það er aðildarlöndin sem telja sig þurfa að lána, ætla sér með ofangreindri æfingu, að minnka þau lán sem þau telja sig þurfa að veita.
Hagsmunir Grikkja sjálfra eru mjög aftarlega í forgangsröðinni. En þeim er ætlað að bera kostnaðinn.
Bendir á frekari greinar:
Germany's Weber Slams Rescue Efforts
Ailing Greece Tries National Tag Sale
Buy into Greece? It's corrupt, bureaucratic and unreliable
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2011 | 23:46
Mun dollarinn tapa stöðu sinni, sem megin varaforða gjaldmiðillinn?
Svissneski UBS bankinn lét nýlega framkvæma áhugaverða skoðanakönnun meðal stjórnenda varaforða hjá seðlabönkum og stórra sparnaðarsjóða á vegum fullvalda ríkja, samtal um 80 aðilar, með yfirráð yfir meir en 8.000ma.$. Ótrúleg upphæð!
Niðurstaðan kom á óvart, því nú telur meirihlutinn að dollarinn muni tapa stöðu sinni innan næstu 25 ára. En þeir eru ekki að spá því að einhver einn annar gjaldmiðill komi í staðinn.
Heldur verði aðilar með blöndu af gjaldmiðlum í sínum forða, jafnvel að gull verði haft þar með.
Dollar seen losing global reserve status
- Right now there is great concern out there around the financial trajectory that the US is on, said Larry Hatheway, chief economist at UBS."
- "Holders of large reserves, most notably China, have been diversifying away from the dollar. In the first four months of this year, three quarters of the $200bn expansion in Chinas foreign exchange reserves was invested in non-US dollar assets, Standard Chartered estimates."
- "Robert Zoellick, president of the World Bank, last year proposed a new monetary system involving a number of major global currencies, including the dollar, euro, yen, pound and renminbi."
- "The system should also make use of gold, Mr Zoellick added."
- "Central banks have bought about 151 tonnes of gold so far this year, led by Russia and Mexico, according to the World Gold Council, and are on track to make their largest annual purchases of bullion since the collapse in 1971 of the Bretton Woods system, which pegged the value of the dollar to gold."
- "The reserve managers predicted that gold would be the best performing asset class over the next year, citing sovereign defaults as the chief risk to the global economy."
Það er klárt að enginn einn gjaldmiðill getur tekið við stöðu dollarsins, svo blanda eða viðmiðunar-karfa hljómar mjög rökrétt niðurstaða.
Að auki miðað við núverandi óvissu með stöðu gjaldmiðla, sýnist mér einnig rökrétt að hafa inni í körfunni eða blöndunni viðmið við eitthvert form óforgengilegra verðmæta. Gull er hið klassíska slíkt.
Niðurstaða
Sú mikla áhersla Federal Reserve og ríkisstjórnar Bandaríkjanna, á að leysa til skamms tíma heimatilbúinn hagkerfisvanda Bandaríkjanna með stórfelldri peningaprentun, hefur verið ógnun við stöðu dollars sem hnattræns viðmiðs í heimsverslun, og sem megin varaforða gjaldmiðils.
Það hjálpar þó dollarnum, að enginn annar gjaldmiðill þarna úti, er samt með sterkari stöðu - í reynd eru aðrir veikari á svellinu eða sbr. hið kínv. renminbi að þar flækist fyrir að kínv. stjv. eru enn að stýra flæði þess um markaði, magni þess í alþjóða kerfinu og gengi - með stjórnvalds aðgerðum.
En, það má vera að það sé að styttast í það, að tekið verði upp einhvers konar formlegt hnattrænt viðmið, sem verði samsett eins og lýst er að ofan. Spurning hvort það verður þá einnig unnt að nýta, sem verðviðmið á mörkuðum.
Það verður tíminn að leiða í ljós!
Kv.
26.6.2011 | 22:48
Best að gríska þingið felli núverandi samkomulag um nýjan björgunarpakka til handa Grikklandi!
Vandinn við nýjan björgunarpakka er ekki bara að, það sé verið að moka meiri peningum á þegar gjaldþrota hagkerfi, er þegar skuldar meir en það getur nokkru sinni borgað. Heldur, að öll áhættan er sett á herðar grískra skattgreiðenda. Þetta virðist samningur úr öllu jafnvægi, eins og Svavarssamningurinn alræmdi var.
Wolfgang Münchau: Maybe Greek MPs would be right to say No
- The first priority of German, Dutch and Finnish politicians has been to reduce the costs of the programme as much as possible.
- They even went so far as to earmark uncertain Greek privatisation receipts as an integral part of the next finance package, rather than for debt reduction.
- Under the scheme now likely to be agreed, any shortfall in privatisation receipts would therefore open a finance gap.
- The creditor countries would then almost certainly ask Greece to plug the gap through even more austerity. Such a strategy is financially reckless and politically irresponsible.
Það sem hann er að segja, er að þýsk, finns og hollensk stjv. hafi fengið í gegn, að 50ma. sala ríkiseigna, sem áætlað er að verði framkvæmd, verði reiknuð inn sem hluti af björgunarpakkanum.
Þannig lækki framlagið um þá 50ma.. Það er slæmt, því mjög ólíklegt er að raunverulega fáist 50ma. fyrir grískar ríkiseignir sem eru skráðar á nafnvirði 50ma.. Sennilega er bilið þarna á milli breitt. Og það mun lenda á Grikkjum sjálfum, og krefjast viðbótar samdráttar aðgerða - sennilega stórfelldra.
- Mér sýnist klárt að það muni þurfa að selja eignir sennilega á nafnvirði vart undir 100ma. til að ná fram 50ma. í raunverulegum peningum. Jafnvel getur verið, að nafnvirði nær 150ma. þurfi til.
- En það þarf að muna að Grikkland er ekki sérlega kræsilegt fyrir fjárfesta í dag, ástandið hlýtur að bæla verðin niður - sennilega hressilega.
- Síðan virðist líklegt, að skilvirkni getir verið ábótavant - spurning hvort viðhald eigna hafi verið nægilegt eða tækja, fj. starfsm. líklega of mikill, samn. v. verkalýðsfélög geta þvælst fyrir, að auki virðist sem að víða sé ekki klár mörk varðandi eignarrétt á landi sem rekstur nýtir svo dómsmál geta þvælst fyrir. Þetta eru nokkrir hlutir sem ég hef séð á vefnum.
- Þarna er öll áhættan lögð á herðar Grikkja sjálfra - þetta er eins og það eigi að refsa grísku þjóðinni allri.
Að þessu leiti hljómar þetta eins og Svavarssamningurinn, að það var eins og það ætti að refsa Íslendingum - og þ.s. verra var, að hópur Íslendinga reis upp og hélt því fram, að við ættum þetta skilið.
Sannarlega hegðuðu Grikkir sér óskynsamlega á umliðnum árum, alveg eins og hér var margt gert sem ósnjallt var.
En, það réttlætir ekki, að refsa þjóðinni allri, eins og hún sé öll - glæpamenn.
Sama á við komandi kynslóðir, að sökkva þeim einnig.
Ég sé ekki annað, en að Grikkir verði að rísa upp, og segja "Nei" - ekki vegna þess, að það sé popúlískt, heldur einfaldlega vegna þess, að þetta er raunverulega of mikið.
Sannarlega eiga Grikkir að skera sig niður, þannig að halli á frumjöfnuði (þ.e. áður en reiknað eru inn kostnaður af lánum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum) verði að afgangi - hér á landi er gert ráð fyrir að sá verði 6%. Í dag eru Grikkir með cirka 3,3% halla á frumjöfnuði.
En, þ.e. takmörk fyrir því, hve stórann afgang er sanngjarnt að reikna með, að þeir framkalli með niðurskurði, en því stærri sem skuldirnar eru því stærri afgang þarf.
Að mínum dómi, er allt umfram 10% sem hlutfall ríkisútgjalda, ósanngjarnt. En, kostnaður við skuldir stefnir í 10% af þjóðarframleiðslu, sem er nærri 20% af ríkisútgjöldum.
Það þarf því um 50% lækkun núverandi skulda - svo þær verði viðráðanlegar.
Það er ekki verið að tala um, að krefja Grikki ekki um niðurskurð - um að búa til afgang; heldur einungis um að, hafa eitthvað hóf í þeim kröfum hvað varðar umfang þess niðurskurðar sem er krafist og umfang þess afgangs sem er krafist.
Ef, krafan er of ósanngjörn, þá velur gríska þjóðin frekar að neita að borga - hún mun kjósa einhvern popúlista, sem segir "nei".
Til þess í reynd, að bjarga prógramminu, þarf að skera skuldirnar niður, svo þjóðin samþykki að taka það á sig.
Þvert á móti, þá væri barátta gegn núverandi plani - sem þröngva á upp á Grikki, skynsöm - alls ekki popúlísk. Því það mun aldrei geta gengið upp.
Til að framkalla betra plan, þarf sennilega smávegis "brinkmanship". Og, ég er næsta viss, að Grikkland mun vinna það "game of chicken" þ.e. ég reikna fastlega með því að Evrópa, muni samþykkja að láta Grikki fá peninga þann 3. júlí án nokkurra loforða - þó ekki viðbótar pakkann, heldur þá peninga sem eftir eru af áætluninni frá því í fyrra.
Það gefur tíma, eitthvað fram á fyrstu mánuði næsta árs, til að semja um raunhæfa niðurstöðu, og sú verður að fela í sér umtalsverða lækkun skulda - hagstæðari kjör; auðvitað gegn því að Grikkir samþykki þann sanngjarna niðurskurð sem til þarf.
Þakið á kröfu um afgang, getur verið 10%. Sala ríkis-eigna fari fram, en ekki til að borga fyrir björgunarplan heldur til að lækka skuldir Grikklands, og meiri tími verði gefinn í þá sölu til að fá betri verð. Hluti núverandi skulda, getur orðið að víkjandi lánum, ef t.d. sala eigna gengur betur en reiknað var með eða Grikklandi gengur betur að snúa til baka til hagvaxtar en reiknað var með.
Niðurstaða
Ég stend með Antonis Samaras leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokks Grikklands í þessari baráttu, en þetta plan verður að fella. Þetta er alger nauðung, mun valda almennri uppreisn ef reynt verður að fylgja því fram. Að auki, að svo mikið "austerity" mun framkalla áframhaldandi "dept depression" nokkurn veginn fyrir algerlega víst. En án vaxtar, getur ekkert endurgreiðsluplan virkað. Umræður um málið munu hefjast á gríska þinginu á morgun mánudag 27/6 - og þarf að vera lokið í síðasta lagi nk. laugardag, svo fundur ráðherra Evrusvæðis geti gengið frá málum nk. sunnudag. Svo Samaras þarf einungis að beita málþófi í eina viku, hljómar gerlegt.
Kv.
25.6.2011 | 23:40
Munu hinir gömlu gjaldmiðlar Evrópu koma aftur?
Eitt af þeim atriðum sem margir flaska á, er að allir þættir hafa góðar og slæmar hliðar samtímis. Til að vega og meta hluti, þarf alltaf að skoða þá þætti sem spila inn í hvort tveggja - að því marki sem þeir eru kostir, og að því marki sem þeir eru ókostir.
Varðandi Evruna, er þetta mjög algengur feill hjá fólki, þ.e. að skoða eingöngu kostina - eða nánar tiltekið, þ.s. það túlkar sem kosti og þá einungis sem kosti.
En málið er, að allt hefur einnig ókosti, einnig þeir þættir sem algengt er að túlka sem kostina við Evru - að þeir eru einnig ókostir við einhverjar aðstæður eða tiltekið samhengi. Sem dæmi:
- Er með frjálst flæði fjármagns, að innan Evru ertu ekki einungis með frjálst peningaflæði, þú ert með það allt, í sama gjaldmiðlinum.
- Vandinn er, að flæði er tvíeggjað - vegna þess að peningar geta einnig flætt út, alveg eins og þeir geta flætt inn.
- Að auki, er þér skaffað tiltekið takmarkað peningamagn.
- Það sem hefur komið í ljós, sem menn sáu ekki fyrir, er að land getur tæmst af peningum - farið í þ.s. kallað er "full stop".
- Þ.s. vegna þess, að allt er í sama gjaldmiðli, að auki peningamagn takmarkað, og að auki nóg af fjárfestingakostum innan heildarkerfisins - þá getur land sem allt í einu verður fyrir "loss of confidence" orðið fyrir mjög skjótri minnkun peningamagns innanlands, þegar frjálsir aðilar færa sína peninga á öruggari svæði - selja bréf og kaupa önnur í staðinn sem þeir treysta betur o.s.frv.
- Þó hver slík ákvörðun sé ákvörðun einstaklings, getur þetta orðið að flóði - sbr. þegar t.d. er banki lendir í að stór fj. innlánseigenda verður óttasleginn og ákveður að taka peninga sína út, ákvörðun hvers og eins er einstaklingsbundin, en atburðarásin verður að flóði þegar margir gera það sama í einu. Lönd innan Evru, geta lent í því sama.
Eins og sést á myndinni að ofan hafa Portúgal, Grikkland og Írland, dregið sér samtals 256,9ma. út úr sameiginlegu Seðlabankakerfi Evrusvæðis, síðan 2008.
Þetta gerðu þau, til að vega upp útstreymi fjármagns, sem færðist mjög í aukana frá og með upphafi Grikklandskrýsunnar.
Mig grunar að svokölluð neyðarlán, hafi verið til þess að stöðva þessa stöðugu lántöku þeirra í gegnum Seðlabankakerfið, sem öll aðildarlöndin bera á endanum sameiginlega ábyrgð á.
- En með þessum lántökum, í gegnum seðlabankann sinn sem er hluti af Seðlabanka Evrópu, voru þau í reynd að breyta seðlabanka-kerfinu í nokkurs konar gegnumstreymis kerfi.
- Á endanum, hefði reikningurinn endað á öllum aðildarríkjunum. Því ef Seðlabankinn verður gjaldþrota, deilist kostnaðurinn á öll löndin.
- Gjaldþrota lönd, geta auðvitað ekki borgað, svo kostnaðurinn hækkar per ógjaldþrota ríki þar með talið Þýskaland, sem borgar 17% en gæti lent í að borga milli 20-30% af upphæð.
- Á vissann hátt má segja, að aðildarríkin með neyðarlánunum, hafi sent ríkjunum í vanda, reikninginn til baka.
- Sagt við þau, þið borgið ykkar eigið mess!
- En, vandinn er sá, að ríkin þ.e. Grikkland, Írland og Portúgal - geta í reynd ekki borgað.
- Það er í raun ekki unnt, að láta þeirra skattborgara taka á sig allan kostnaðinn - sem hlýst af þeirra vandræðum.
- Þau lönd stefna því öll í greiðsluþrot.
- Þannig, að mjög ólíklegt er að skattborgara hinna landanna losni við, að taka á sig tjón.
- Það sem verra er, að það minnkar ekki þeirra tjón, að moka meiri peningum á vandann.
- Heldur, eykst tjónið - þ.e. skattborgarar hinna landanna, munu þurfa að afskrifa meira.
- Helsta röksemdin fyrir aðferðinni, hjá þeim sem viðurkenna að löndin munu ekki geta borgað en verja samt þessa aðferð, er að frestun á gjaldþroti landanna í vanda, muni hjálpa bankakerfum hinna aðildarlandanna, að undirbúa sig fyrir það áfall sem verður, er og þegar löndin í vanda verða greiðsluþrota.
- Þetta getur auðvitað verið rétt, að gjaldþrot í dag myndi leiða til gjaldþrots margra banka í Evrópu, valdið kostnaði fyrir skattborgara vegna þess, að þeir þyrftu að endurfjármagna eða ríkisvæða hluta af sínum bankakerfum.
- Með því að íta vandanum áfram, t.d. út 2014, þá minnki þessi hætta fyrir bankakerfin.
- Hinn bóginn vitum við ekki fyrir víst, að bankar séu að auka sitt eigið fé, séu að auka lausafé - svo þeir geti tekið á sig stór tjón án vandkvæða.
- En, þ.e. alls ekki víst að eigendur sjái sér hag í því, að bankarnir sem þeir eiga í, hegði sér með þeim hætti.
- En, það má vera, að þeir veðji á að bönkum verði bjargað.
- Séu því, þvert á móti að mjólka eins mikinn persónulegann hagnað út úr núverandi ástandi, eins og eigendur ísl. bankanna gerðu.
- En vextir hafa verið gríðarlega lágir á Evrusvæðinu síðan kreppan hófst, þannig að innlánsvextir eru mjög litlir, en á móti hefur vaxtakrafa tiltekinna landa farið upp.
- Einhverjir hafa samt verið að kaupa þeirra skuldabréf, þó svo að vextir séu t.d. komnir nærri 30% fyrir grísk skammtímabréf. Það hefur verið næg eftirspurn. Ekkert útboð hefur feilað.
- Spurning hverjir það eru - en einn möguleiki er, að bankar í Evrópu hafi verið að kaupa þau bréf, ætli sér að veðja á að verða leystir úr snörunni, en sjái gróðavon í hinum gríðarlega vaxtamun sem þá skapast sbr. þeirra eigin innlánsvexti.
- Miðað við núverandi lánastefnu, munu þeir ekki tapa veðmálinu, þ.e. neyðarlánin hafa m.a. þá afleiðingu, að triggja að löndin í vanda, hafa peninga til að greiða af öðrum lánum.
- En, ef þ.e. svo, að evrópskir bankar eru ekki endilega að auka sitt eigið fé, heldur sé það stefna eigenda að hámarka arðgreiðslur - þannig að bankarnir séu þvert á móti að stunda áhættusöm viðskipti, í trausti þess að þeim verði bjargað.
- Þá er alls ekki víst, að bankakerfin verði í skárra ástandi eftir 2014 - þegar með framhaldalánum til Grikklands, sennilega einnig með framhaldslánum til Írlands - þjóðirnar standa aftur fyrir sömu spurningu í ár!
Að auki, sé ég ekki alveg - af hverju það er löndunum í vanda í hag, að taka þátt í þessum leik?
- En fj. hagfræðinga, hefur bent á að löndin öll séu of skuldug, að óraunhæft sé að þau geti greitt niður þá súpu sem þau hafa lent eða komið sér í.
- Mér sýnist eiginlega, að þau séu beitt þrýstingi af hinum löndunum, og þá sé vinsælt að nota orðið "solitarity" - sem á þá að vísa til samstöðu allra aðildarlandanna.
- En, í þessu tilviki er samstaðan öll á einn veg, þ.e. verið er að segja við þjóðirnar í vanda, að þið eigið að taka á ykkur byrðarnar, svo við þurfum ekki að lenda í kostnaði.
- Og ég velti fyrir mér, af hverju þær þjóðir, eigi að lúta höfði og jánka þessu?
- En klárt er, að þeim er í hag að skulda minna - að auki að borga lægri vexti.
- Samt hafa ríkisstj. þeirra landa, undirgengist þær ósjálfbæru áætlanir, sem þeim hefur verið uppálagt í nafni, samstöðu Evrópuþjóða!
- Eins og ég sagði áðan, þá telja hinar þjóðirnar, að þjóðirnar í vanda eigi með réttu að borga eigið mess - eins og þ.e. litið á málið.
- Þær eru að auki, að leitast við að verja sig frá því, að kostnaðurinn lendi á þeim.
- Sko, mótív hinna þjóðanna er rökrétt, svo fremi sem það gengur raunverulega upp að löndin í vanda, geti raunverulega borgað
- En, ég sé ekki að það sé rökrétt fyrir þjóðirnar í vanda, að undirgangast þessi neyðarlán og allann þann pakka sem þeim fylgir - því þá hafa þær það verra en ella, kreppan verður dýpri hjá þeim, launakjör skerðast meir, meira skorið niður í stoðkerfi ríkis og sveitarfélaga við almenning o.s.frv.
- Og þar sem, þær virðast í reynd hafa litla möguleika til að láta dæmið ganga upp, sýnist mér að þeim sé alls ekki í hag að spila þennan leik - að betra væri að taka hausinn upp úr hauspokanum, og fara að heimta, öðruvísi skiptingu á kostnaðinum þegar í stað.
- En ekki seinna - en einhvern tíma mun dæmið enda, hvort sem það gerist skipulega eða ekki.
- "If something is unsustainable it will not be sustained.
- But it still might be kept going for quite a long time.
- This was the story of Harold Wilsons long but vain attempt to stave off the 1967 devaluation of sterling.
- It was the story of the attempt of successive US presidents to maintain the fixed official dollar price of gold. In the final few years it only applied to gold for official transactions, but even that was abandoned by the Nixon administration in 1971.
- Sometimes it works the other way round, as in the unsuccessful attempts of German governments to prevent the appreciation of the D-Mark in the 1960s."
Niðurstaða
Stóra spuringin er hve lengi er unnt að sparka boltanum áfram?
Við þeirri spurningu er ekkert svar - því enginn veit framtíðina - þættir sem spila inn í, eru of margir, svo unnt sé að spá nákvæmlega um svarið.
En eitt er ljóst, að ósjálfbært ástand gengur ekki.
Það mun taka enda - annaðhvort skipulega eða stjórnlaust.
Því lengur sem beðið er, sem málum er sparkað áfram, því meir eykst hættan á því að sá tímapunktur komi, að rás atburða hættir að lúta stjórn.
Sú úkoma verður óhjákvæmilega mun dýrari, en að framkvæma einhvers konar Plan B með atburðarás undir fullri stjórn, sem enn er mögulegt.
Það er einmitt það sárgrætilega, að hrun er óþarft - Evrópa hefur efni á því að leysa málið. En, það getur verið, að svo mikil sé tortryggnin orðin, að þjóðirnar vilji ekki koma hverri annarri til bjargar og það leiði því á endanum til þess, að kostnaður verði meiri fyrir alla, mun meiri.
En, einhvern veginn hefur neikvæður andi grafið um sig, þjóðirnar eru farnar að vera uppteknar af því að verja sitt, að horfa inn á við fremur en út á við, samúð með hinum þjóðunum virðist hafa minnkað, þetta er þróun sem er ekki einungis hugsanleg ógn fyrir samstarfið um Evru, heldur einnig samstarfið um ESB. Sumir fréttaskýrendur, eru jafnvel farnir að óttast hrun ESB í framhaldinu.
Fighting (for?) Europe: How European Elites Lost a Generation
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.6.2011 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.6.2011 | 19:50
Verður Antonis Samaras leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Grikklandi, óvinur nr. 1 í augum pólitísku elítunnar í Evrópu?
Næstu daga, verða öll augu á leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokks Grikklands, Antonis Samaras. En næstkomandi þriðjudag 28/6 á að greiða atkvæði á gríska þinginu, um lagabreytingar sem þarf að innleiða, ef hrinda á í verk þeim aðgerðum sem stofnanir ESB og ráðherrar Evrusvæðis, ásamt AGS; gera kröfu um.
Í dag 24/6 var sameiginlegur leiðtogafundur allra ESB ríkja, og þar var náttúrulega Papandreo forsætisráðherra Grikklands. Sá fékk klapp á bakið frá hinum leiðtogunum og undirrituð var yfirlísing um stuðning til handa grísku ríkisstjórninni, bara ef Papandreo stendur við sitt.
"The 27 EU heads of government and state granted their approval for a second aid package for Greece -- on the condition that Papandreou, 59, and his socialists are able to push yet another austerity package through the Greek parliament on June 28."
Papandreo að tala við forseta Frakklands, með Merkel á hina hönd!
Eftir fundinn sagði Papandreo eftirfarandi: Greece Secures Second Bailout
Papandreo - "We have our partners support because they recognize the sacrifices of the Greek people. We are trying everything we can to put our house in order," - "The sense of national responsibility will preside in the parliament vote,"
Sósíalistaflokkur Papandreos hefur 155 þingmenn á 300 manna þingi, sem sagt 5 í meirihluta.
Nema að einn þingmanna hans segir eftirfarandi:
"Earlier Friday, Socialist deputy Thomas Robopoulos said "The way the mid-term program is now, I cannot vote for it. But I will make a final decision on Monday when it comes for debate in parliament," the official confirmed."
Ef sá gengur úr skaftinu, þá minnkar meirihluti Papandreos um málið í 4. Líklega sytur Robopoulos hjá frekar en að greiða atkvæði á móti - ef hann greiðir ekki atkvæði með.
En síðan er það Antonis Samaras leiðtogi hægri manna í grískum stjórnmálum, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, en í dag, á fundi sameiginlegs þinghóps hægrisinnaðra þingmanna í Evrópu rétt á undan leiðtogafundinum, varð Samaras fyrir mjög miklum þrístingi:
Europe Throws Its Support Behind Greek Prime Minister :"Swedish Prime Minister Fredrik Reinfeldt said that "it is very important that no Greek political leader tells the Greek people that they have a shortcut." " - "German Chancellor Angela Merkel -- pointing to the fact that Samaras' conservative party had been in power for years prior to Papandreou's election in 2009 and was thus equally responsible for the country's untenable national debt -- said that Greek conservatives should accept their "historical responsibility.""
En Antonis Samaras sagðir eftirfarandi í síðustu viku:
Samaras: They are asking me to support the same kind of medicine for someone who is dying from that medicine. I will not do it,
Ekki síst er það þrýstingur frá AGS:
- "Samaras will have to step back from his current hardline position."
- "The IMF demands broad support from both parties before it will agree to a package that extends beyond the current legislative term."
- "Samaras will have to convince the IMF that he would not annul the austerity package should he become Greece's prime minister. "
Það verður spennandi að fylgjast næstu daga með Samaras, hvað hann gerir og hvað hann segir, en hann getur grunar mig komið í veg fyrir að Papandreo nái að koma lagapakkann -frá stofnunum ESB og AGS- í gegnum gríska þingið, ef hann er til í að beita öllum úrræðum m.a. málþófi.
- En, þann 3. júlí eða sunnudaginn í næstu viku, verður Grikkland að vera búið að afgreiða pakkann, skv. skilyrðum stofnana ESB - AGS og ríkisstj. aðildarríkja Evrusvæðis.
- Það gefur Papandreo ekki nema viku til að ná þessum lagapakka í gegn, með einungis annaðhvort 5 manna eða 4 manna meirihluta.
Ekki þekki ég reglur á gríska þinginu um málþóf - en mig grunar þó að ef Antonis Samaras er til í að grípa til málþófs, þá geti hann tafið málið auðveldlega fram á sunnudag í næstu viku, jafnvel lengur - en gríska ríkið verður greiðsluþrota eftir cirka 3. vikur, ef ríkisstj. Grikklands fær ekki frekari peninga.
- En, Samaras gæti ákveðið, að hætta á málþóf því að hann muni veðja á, að þegar til kastanna kemur, muni ESB aðildarríki samt láta Grikkland fá peninga!
- En að mínum dómi, hefur Grikkland í reynd ágæta samningsaðstöðu - og slíkt "brinkmanship" getur einmitt verið leið til þess, að ná hagstæðari niðurstöðu fyrir Grikkland.
- En, einmitt væntingar hinna landanna um hræðilegar afleiðingar fyrir þau sjálf, ef Grikkland verður stjórnlaust greiðsluþrota, þíðir í reynd að þau hafa meir í húfi - ef eitthvað er.
- Grikkland er greiðsluþrota hvort sem er, mjög vafasamt að það komi betur út fyrir Grikkland, að þiggja viðbótar björgunarlán.
- En klárt, að Grikklandi væri í hag, að ná fram betri lánskjörum annars vegar og hins vegar, einhverri raunlækkun lána.
- Það yrði þá að vera díllinn, en vegna einarðrar afstöðu Seðlabanka Evrópu gegn öllum slíkum lausnum, en fyrir skömmu lauk nokkurra vikna pattstöðu aðildarríkja Evrusvæðis einmitt um þann punkt, þ.s. aðildarríkin fyrir rest gáfu eftir; er ljóst að mikið harðfylgi þarf til að ná slíkru niðurstöðu fram.
- Vart nokkur minna en "high stakes brinkmanship" á möguleika til að virka.
- En, ég tel það samt þess virði fyrir Grikkland, og í reynd væri slík niðurstaða eina rökrétta ástæðan fyrir Grikkland, að samþykkja frekari skuldadíl yfirleitt - annars er að mínu viti tafarlaust greiðsluþrot í reynd betri útkoma fyrir Grikkland og grísku þjóðina; því það alls ekki ábyrgðaleysi af Samaras, þ.e. ef hann ákveður að standa fastur fyrir, að framkvæma slíka "brinkmanship" aðgerð.
- Stundum þarf að deila með tveim hrútshausum, til að ná því fram - sem þarf að ná fram.
Niðurstaða
Málinu er alls ekki lokið á Grikklandi, en mjög forvitnilegt verður að fylgjast með herra Samaras næstu daga, en sannarlega getur verið að hann hafi látið beygja sig, en ef hann sér í gegnum þá gagnrýni sem hann fékk á fundinum í dag - sem byggist ekki á því að hin aðildarríkin óttist um hagi Grikklands og grísku þjóðarinnar heldur því að þau óttast um sína hagsmuni. Þá ætti hann einmitt að sjá út úr þeirra orðum, tækifæri fyrir Grikkland.
En undirliggjandi afstöðu hinna landanna er einmitt ótti, og þann ótta er unnt að færa sér í nyt, ef menn telja sig hafa litlu að tapa og allt að vinna.
Þ.e. einmitt ástandið á Grikklandi að mínu viti, þ.e. að Grikkland tapi ekki á því að taka smávegis áhættu næstu vikurnar. En, ég held að Evrópa muni samt láta Grikkland fá peninga, ef gríska þingið nær ekki að afgreiða þá lagapakka sem krafist er tiltekinnar afgreiðslu á, einmitt vegna ofangreindrar hræðslu.
Þannig, að með því að standa fastir fyrir, þá muni Evrópa blikka frekar en að láta Grikkland verða stjórnlaust gjaldþrota. Grikkland muni vinna það "game of chicken".
Síðan væri það að duga og drepast næstu mánuðina, en án peninga frá AGS - en ég reikna með að Evrópa láti Grikki fá sinn hluta þeirra peninga sem eftir er að greiða af björgunarpakkanum frá því í fyrra; þá duga peningarnir sennilega ekki fram á næsta vor heldur sennilega einungis eitthvað fram á fyrstu mánuði næsta árs. Þ.e. sá tími sem Evrópa og Grikkland hafa til að semja.
----------------------
Nema auðvitað, að Evrópa blikki ekki - en í því tilviki er gjaldþrot ekki endilega það versta sem getur komið fyrir Grikkland. Að mínu viti, er það plan sem þeir standa frammi fyrir þ.e. "austeriti through 2014" enn verra.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2011 | 16:48
Verður Írland aftur í vandræðum, seinna á árinu?
Mér flaug þetta í hug, þegar ég var að lesa frétt um hagþróun 2. fjórðungs 2011 á Írlandi. En, þetta fer eftir því hvaða tölur maður skoðar. Það koma nefnilega mjög ólíkar tölur út úr GNP vs. GDP. Ólíkt Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands, byrtir Hagstofa Írlands báðar tölurnar svo unnt er að gera samanburð. Reyndar hefur komið fyrir að Seðlabanki, gefi upp báðar - en vanalega ekki.
Að gefa upp tölur skv. báðum reikniaðferðum, auðvitað veitir fyllri upplýsingar:
Irish economy returns to growth
Central Statistics Office - Quarterly National Accounts, Quarter 1 2011
GNP:-4,3%
GDP:+1,3%
Áhugavert að bera tölurnar saman, fjórðung fyrir fjórðung:
Írska kreppan............GNP..............GDP
2008
Q1..............................0.1.............-1.0
Q2...........................-11.7.............-1.7
Q3...........................-13.0.............-0.7
Q4...........................-14.1.............-8.2
2009
Q1...........................-25.7.............-8.3
Q2...........................-21.1.............-7.0
Q3...........................-17.7.............-7.1
Q4...........................-13.8.............-5.5
2010
Q...............................-8.1............-1.1
Q2..............................-3.6............-0.7
Q3...............................0.2.............0.3
Q4..............................-3.2............-0.2
2011
Q1..............................-3.1.............0.1Q2..............................-4.3.............1.3
Nánar um 2. fjórðung 2011:
Á heils-árs grunni!
Personal consumption..............-1,9
Government expenditure..........-1,9
Capital formation.....................+1,1
Exports...................................+3,8
Imports...................................-0,3
Distribution.............................+1,3
Other services.........................+0,7
"All other economic sectors recording declines."
"Net factor outflows increased by close on 2 billion seasonally adjusted between
Q4 2010 and Q1 2011." - "Increased profit outflows from Ireland and a decline in the
overseas profits earned by foreign Public Limited Companies headquartered in
Ireland were the major contributors to this"
Eins og sést er ekki mikil byrta yfir þessum tölum frá Írlandi!
"The three-year plan envisages that Dublin will be able to return to the debt markets in late 2012, however many economists believe that is overly optimistic, given faltering growth rates and continued uncertainty over the final bill for bailing-out its broken banking sector."
- Írska planið er mjög líkt því gríska sem er hrunið, það er að bæði voru í reynd undirfjármögnuð.
- En, ákveðið í báðum tilvikum að reikna með skjótum viðsnúningi til hagvaxtar, og að frekari fjármögnunar væri leitað með sölu ríkisskuldabréfa af ríkissjóðunum sjálfum, frá 2012.
- Gríska planið er komið í vanda, vegna þess að þ.e. svo bersýnilegt að Grikkland á ekki möguleika, til að selja skuldir á viðráðanlegu verði á næsta ári.
- En, það má virkilega spyrja sig að því, hvort Írland stefni ekki í sama vanda?
- En þó vaxtakrafa fyrir írsk bréf sé ekki eins stjarnfræðileg þ.e. um 16% fyrir 10. ára, er hún þó mjög há þ.e. milli 10 og 11%.
- Ekkert bendir til þess a.m.k. núna, að verulegar líkur séu á því að það ástand skáni.
- Þetta gæti því orðið eins og í fyrra, þ.e. Grikkland fyrst, síðan Írland cirka hálfu ári seinna.
Niðurstaða
Það má gefa Írlandi það að útflutningur eykst, sem og nýfjárfesting smávægilega - en nánast allt annað er í minnkun. Ef ekki væri fyrir aukningu arðs af starfsemi verksmiðja starfandi á Írlandi sem eru í eigu auðhringja, sem telst til írska hagkerfisins strangt til tekið - þó hann sé svo fluttur úr landi og skattlagður annars staðar; þá væri GDP einnig í mínus. Í GNP reikningnum, er sá hagnaður ekki með og þá kemur fram töluverður samdráttur.
Miðað við fyrirliggjandi tölur, treysti ég mér ekki að gefa Írum miklar líkur á því, að geta staðið við björgunar-áætlunina, þ.e. mig grunar að þeirra áætlun muni einnig stranda á því, að ljóst verði að ekki verði unnt að sækja fé á fjármálamarkaði eins fljótt og gert var ráð fyrir. Það muni eins og er með Grikkland þíða, að viðbótar björgunaráætlun þurfi að koma til. Sennilega í haust eða vetur, nk.
Auðvitað getur það gerst að núverandi krýsa með Grikkland, setji allt á annan endann nú í sumar. En, ef svo fer ekki, þá sýnist mér útlit fyrir að "deja vu" muni halda áfram á þessu ári.
Ég er ekki neitt sérdeilis hissa á því, að stjórnendur Seðlabanka Evrópu hafi áhyggjur af því, hvað Írar muni gera í framhaldinu, ef Grikkland verður greiðsluþrota í sumar! Óttist dómínó áhrif!
Kv.
22.6.2011 | 18:29
Rök með / móti því að Grikkland fari þegar í greiðsluþrot!
Mjög fáir virðast í dag trúa því að Grikkland eigi nokkurn hinn minnsta möguleika á því að forðast greiðsluþrot, á hinn bóginn eru samt uppi 2. sjónarmið meðal þeirra sem telja þrot óhjákvæmilegt.
Annað sjónarmiðið segir, að best sé að Grikkland fari sem allra fyrst í þrot.
Seinna, að þrot í dag, sé of áhættusamt vegna hættu á "contagion" þ.e. að þrot Grikklands, skapi boðaföll innan viðkvæms fjármálakerfis Evrópu, og auki þrýsting á önnu lönd í viðkvæmri stöðu.
Fyrir þá sem hafa aðgang að vef Financial Times:
Martin Feldstein - (The writer is professor of economics at Harvard University and former chairman of the Council of Economic Advisers and President Ronald Reagans chief economic adviser) - Postponing Greeces inevitable default
Raoul Ruparel - (The writer is an economist at Open Europe, an independent think tank on the European Union) - Delaying tactics are only increasing the costs of the eurozone crisis
Meginspurningin er hvort greiðslufall í dag sé of áhættusamt - vs. - hvort að bíða raunverulega dragi úr þeirri áhættu, sé því gagnleg aðgerð!
Feldstein:
- Bendir á að sjálfsagt væri að láta Grikkland fara í þrot, ef Grikkland væri eina landið sem væri raungjaldþrota, en Portúgal og Írland væru það einnig, og að auki væri Spánn alls ekki úr hættu.
- Þrot allra 3-ja landanna, myndi valda óskaplegu fjárhagslegu tjóni í bankakerfi Evrópu.
- Það myndi skaða hagvöxt í Evrópu, þ.s. framboð útlána til atvinnulífs myndi verða fyrir hnekki, og hrina bankagjaldþrota stórra banka gæti gengið yfir Evrópu.
- Trikkið sé að fresta þessum greiðsluþrotum nægilega lengi, svo bankastofnanir og ríkisstjórni hafi tíma til að lagfæra sína fjárhagsstöðu nægilega, til að geta ráðið við það að taka á sig fjárhagslegt tjón á slíkum skala.
- Bankar eigi að geta selt eða smám saman með einum eða öðrum hætti, losað sig við grísk ríkisbréf eða ríkisbréf hinna landanna í vanda, og endurfjármagnað sig.
- Þegar Seðlabanki Evrópu áætli, að helstu fjármálastofnanir Evrópu séu orðnar nægilega burðugar, sé unnt að láta öll löndin 3. fara í þrot í einu.
- Hugsanlegur vandi, sé að ekki sé öruggt að Spánn lendi ekki í vanda, en mikil skuldasúpa og lánaóreiða sé til staðar innan fjármálakerfisins á Spáni eftir húsnæðisbóluna þar á sl. áratug, og endanlegur kostnaður geti enn reynst það mikill að sligi spánsk stjórnvöld.
- Að auki, þá hafi það hjálpað ríkjum í S-Ameríku, þegar fjármálakreppa var þar á 9. áratugnum, að geta fellt gengi og þannig lækkað kostnað hjá atvinnulífi - en innan Evru, sé ekki unnt að beita slíkum meðölum, til að hjálpa endurkomu hagvaxtar.
- Samkeppnisvandi sé til staðar, burtséð frá skuldakreppunn, sem ríki eins og Grikkland, Portúgal og Spánn glími við, og hafi ekki enn verið leystur 3. árum eftir að kreppan hófst.
Ruparel:
- Eru bankar raunverulega, að bæta eiginfjárstöðu sína? Hann bendir á að vísbendingar séu uppi um, að þvert á móti séu bankarnir að hámarka arðsemi sem sjáist m.a. á þeirri góðu sölu sem hefur verið, á áhættusömum skuldum ríkja í vanda þegar ríkisstjórnir þeirra hafi verið að gefa út ný skuldabréf.
- Bankarnir séu einfaldlega að treysta á það, að skattgreiðendur komi þeim til aðstoðar - þvert á móti hafi þeir verið að nýta ástandið þ.s. vextir hafi verið óvenjulágir, til að auka arð með því að kaupa áhættusöm bréf af þessu tagi, meðan vaxtamunur er óvenju mikill.
- Þeir veðji á að, þeir verði keyptir út fullu verði af skattgreiðendum akkúrat í gegnum svokallaðar björgunaráætlanir.
- Þeir sjái ekki á meðan ástæðu til að bregðast við, og styrkja sína eiginfjárstöðu. Þetta sé "moral hazard" af hæstu gráðu.
- Í dag þurfi 50% afskrift til að skuldir ríkissjóðs Grikklands fari í 90%. Ef frekari neyðarlán verða veitt skv. fyrirliggjandi áætlunum, stækki skuldir ríkissjóðs Grikklands, og þá þurfi 69% afskrift til að ná sömu skuldastöðu í 90%.
- Við upphaf þessa árs hafi skuldir vegna björgunaráætlunar numið um 26% ríkisskulda Grikklands, en 2014 eftir svokallaða seinni björgun, verði hlutfallið orðið 64%.
- Það er, nærri 2/3 skulda gríska ríkisins verði í eigu skattgreiðenda annarra landa.
- Það sé algerlega klárt, að skattgreiðendur verða a.m.k. ekki minna fúlir 2014 en í ár, hafandi í huga að tjón þeirra verður mun meir 2014 en í ár.
- Munu skattgreiðendur sætta sig við svo stórfellt aukið tjón eftir 3 ár?
- Munu grískir skattgreiðendur sætta sig við 3 viðbótar ár af niðurskurði, samdrætti og fækkun starfa?
- Þetta hljómi í hans eyru sem stórfellt pólitískt veðmál.
- Hans svar, er að undirbúa skipulagt greiðsluþrot Grikklands sem fyrst - kostnaður og óánægja kjósenda verði enn meiri eftir 3. ár.
Mín persónulega skoðun!
Ég held, að skárr sé að undirbúa þegar skipulagt greiðsluþrot Grikklands.
Ég held að best væri, að Grikkland og Portúgal, fengu aðstoð við að taka aftur upp eigin gjaldmiðla, svo þeir gætu verðfallið og þau lönd þannig aftur náð fram samkeppnishæfni - sjá umfjöllun: Ef Grikklandi væri veitt aðstoð við það að taka upp drögmuna á ný? Ríkisstjórn Grikklands heldur velli skv. Bloomberg!
Ég held, að fátt bendi til þess að bankar séu að styrkja eiginfjárstöðu sína, heldur hafi eigendur aukið gróða sinn með því að kaupa áhættusöm skuldabréf og nýta sér mjög lága inn-vexti í augnablikinu; þannig búið til verulegann hagnað um leið arðgreiðslur til sín.
Þeir telji að Seðlabanki Evrópu og hrædd elítan sem stýrir, muni koma þeim aftur til bjargar, eins og gert var í bankakrýsunni 2008, og skattgreiðendur muni blæða í staðinn.
Það er einmitt þ.s. svokallaðar björgunaráætlanir framkalla, þ.e. að skattgreiðendur annarra landa leggja fram fé, svo að löndin í vanda geti nýtt það fé til að greiða af dýrum skuldabréfum í eigu banka, eftir því sem þau greiðast upp hverfa þær skuldir og tjón banka minnkar - eigendur þeirra eru leystir úr snörunni; en skattgreiðendur sitja uppi með skuldina sem verður síðan þeirra tjón þegar að afskriftum kemur fyrir rest.
Ef á hinn bóginn, þeim er ekki bjargað þ.e. Grikkland er sett í þrot strax, hluta-afskriftir einnig framkvæmdar á skuldum Portúgals og Írlands.
Þá er ekki eigendum banka og bönkum, verðlaunað fyrir að taka áhættusamar ákvarðanir með því að skattgreiðendur sjái um að þeir fái endurgreitt, þess í stað ef einhverjir bankar lenda í vanda þá breytist díllinn í boði. Þ.e. eins og t.d. í Bretlandi, kemur ríkið slíkum bönkum til bjargar en gegn því að hlutafé eigenda sé fært niður.
- Það er, seinna útkoman leiðir til taps fyrir eigendur banka en fyrri ekki!
- Spurning, hverjir það eru sem í reynd stýra ferlinu?
Síðan bætist við samkeppnishæfnis vandi, sem herra Feldstein benti á, vandinn er að innan Evru er slíkur vandi alls ekki auðleystur.
Írland er undantekning - einnig virðist að umtalsverð launalækkun hafi átt sér stað í Eystrasaltslöndunum; en vinnumarkaður er til muna minna sveigjanlegur í S-Evrópu.
Til hliðar er mynd frá Der Spiegel sem sýnir samkeppnishæfnis vandann í hnotskurn þ.e. sú efri sýnir að umfang hagkerfis Grikkja er það sama og 2005, meðan að iðnframleiðsla hefur minnkað um 16,1%.
Mismunurinn er líklega nokkurn veginn jafn viðskiptahalla Grikklands + hallanum á rekstri gríska ríkisins. En Gríska ríkið þandist víst út.
Svo sennilega þarf um 30% raunlaunalækkun í Grikklandi, til að snú mínus í plús að nægilegu marki. En, þetta virðist algerlega borin von, innan Evru-umhverfis.
Svipað ástand er í Portúgal, Ítalíu og Spáni - þ.e. að samdráttur iðnframleiðslu hefur verið umtalsvert meiri í öllum tilvikum en samdráttur umfangs hagkerfisins. Mismunurinn líklega er hallinn á þeim hagkerfum, þ.e. lífskjörum er haldið uppi í staðinn með viðvarandi skuldsetningu.
Samkeppnisvandinn virðist óleysanlegur, fyrir ósveigjanlega vinnumarkaði landa eins og Grikklands, Spán, Portúgal og sennilega Ítalíu einnig.
- Þessi samkeppnisfærnisvandi, skemmir mjög fyrir hagvaxtargetu allra þessara landa, en þau eru öll annaðhvort í nálægt efnahagslegri kyrrstöðu eða samdrætti.
- Hann skemmir einnig fyrir greiðslugetu þeirra, þannig trúverðugleika þeirra þegar kemur að því að fást við vaxandi skuldir.
- Þetta - lagt saman - veldur því að öll löndin hafa mjög skertann trúverðugleika.
Punkturinn er, að 2014 verður Grikkland mjög sennilega síst í minna slæmri stöðu en nú, sennilega enn verri þ.e. eftir viðbótar samdráttar ár. Hin löndin, er útlit fyrir að verði í áframhaldandi efnahagslegri kyrrstöðu eða mjög lélegum hagvexti, svo þeirra skuldastaða mun lítt eða ekki batna.
- Ástandið verður því mjög sennilega, alls ekki minna viðkvæmt eftir 3. ár en í dag!
- Tapið ef eitthvað er hærra, því skuldastaða Grikklands a.m.k. verður meiri. Á eftir að koma meiri reynsla á, hvernig Írlandi og Portúgal mun ganga, og að auki er staða Spánar og jafnvel Ítalíu viðkvæm og óljós.
- Stóra áhættan er, að því lengur sem vandi Grikkland heldur áfram að vinda upp á sig, því meiri verður hættan á því að rás atburða verði stjórnlaus - einn daginn.
- En "uncontrolled default" er hin eiginlega risa-áhætta.
- Þá segja margir nafntogaðir, getur allt lent í óvissu, jafnvel framkallast ný heimskreppa.
- Mér sýnist klárt að minna áhættusamt, sé að hefja þegar endurskipulagningu skulda! Eða fljótlega.
Niðurstaða
Fjármálaráðherra Evrusvæðis munu hittast aftur á fundi þann 3. júlí nk. Grikkland eða nánar tiltekið Papandreo forsætisráðherra Grikklands, hefur til þess tíma, þ.e. 10 daga, að koma í gegn þeim lagabreytingum sem til þarf; svo unnt verði síðar meir að hrinda í framkvæmd þeim viðbótar sparnaðar aðgerðum ásamt áætlunum um stórfellda sölu grískra ríkiseigna sem krafist er af Grikkjum. En fjármálaráðherrar Evrusvæðis sl. mánudag, gerðu það að skilyrði fyrir frekari fjárhagssaðstoð við Grikkland, að þeim lagabreytingum verði hrint í framkvæmd fyrir 3. júlí nk.
Spurning hvort það tekst, en í yfirlísingu í dag lýsti Antonis Samaras leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, því yfir að hann væri ósamþykkur þeim aðgerðum:
Samaras: They are asking me to support the same kind of medicine for someone who is dying from that medicine. I will not do it,
Spurning hve mikinn þunga hann mun leggja á þá andstöðu - en miðað við það hve stuttur tími er til stefnu, sýnist mér alveg möguleiki að tefja málið fram yfir frest, með málþófi einu saman!
En mig grunar að það verði til mikilla muna erfiðari þrautin, að koma viðkomandi lagabreytingum í gegnum þingið, með stöðug hávær og fjölmenn mótmæli fyrir utan sem munu stappa stálinu í stjórnarandstöðuna; en var að fá stjórnarþingmenn til að greiða atkvæði með trautsyfirlísingu í gærkveldi.
Tíminn er að renna út - 11. stund er komin. Enn er unnt að bjarga málum. En, til þess þarf skjótar ákvarðanir.
Ef Grikkland fær ekki fjármögnun, eftir þann 3. júlí verður einungis vika í mjög raunveruleg "messy" greiðsluþrot.
Þá "ladies and gentlemen we shall enter an unchartered territory".
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2011 | 16:49
Ef Grikklandi væri veitt aðstoð við það að taka upp drögmuna á ný? Ríkisstjórn Grikklands heldur velli skv. Bloomberg!
Mjög alvarlegur undirliggjandi vandi Grikklands er samkeppnis-vandi, sem leiðir til hallarekstrar á hagkerfinu. Hallarekstur ríkisins, kemur síðan ofan á - gerir íllt verra. Grikkland þarf að afnema 2-halla til að ná sjálfbærni þ.e. hallarekstur ríkisins en einnig hallarekstur sjálfs hagkerfisins.
Vandi Grikkja sést í hnotskurn á frábærum myndum frá Der Spiegel!
Mynd1: sýnir hvernig sumum ríkjum vegnaði vel, meðan öðrum vegnaði ílla - en eins og sést þá tapar S-Evrópa samkeppnishæfni innan Evrusvæðis, lönd sem þannig var háttað um lenda flest hver á þeim tíma í viðskiptahalla, sem var stærri eftir því sem hnignun framleiðslu-hagkerfisins var meiri.
Stóri vandinn hjá Grikkjum, enn alvarlegri en skuldavandinn, er sá að þó þeirra skuldir væru afskrifaðar um 50-70%, væri samkeppnisvandinn enn til staðar.
Grikkir þrátt fyrir 3. ár í kreppu, eru enn með stórann viðskiptahalla og sá hefur ekki minnkað að ráði. Svo, þá safnast skuldir upp á ný.
Grikkland er einfaldlega í ósjálfbærri stöðu, um þessar mundir!
Mynd2: Eins og þessi mynd sýnir, þá hefur minnkun hagkerfisins, enn sem komið er - ekki síst á Grikklandi, verið í engu samræmi við minnkun framleiðslunnar.
Munurinn að stærstum hluta tekinn að láni.
Mismunurinn er að megni til viðskiptahallinn sem enn er til staðar, þ.e. Grikkir eru enn að lifa um efni fram. Ásamt Ítalíu - Portúgal og Spáni, lönd þ.s. enn ríkir viðskiptahalli.
Þau lönd verða öll, að snúa þeim halla við, ef hagkerfin eiga að geta orðið sjálfbær, lengra fram litið.
Dæmi Grikklands er mest "acute" - en bara mest, hin löndin eru einnig í alvarlegum vanda.
- Eins og fram kemur, er írska hagkerfið samkeppnisfært, en þeirra vandi var bankakrýsa ekki samkeppnisvandi, svo ég reikna með því að Írland muni snúa til baka, mun fyrr en hin löndin.
- Við Íslendingar höfum reyndar oft upplifað, að hagsveifla endi í viðskiptahalla þ.e. að hagkerfið sé farið að kaupa lífskjör með lánsfé - sem er ósjálfbær staða, en hjá okkur gengur það aldrei lengi og hingað til hefur slíkt ástand alltaf endað með gengisfellingu, sem þá sjálfleiðréttir stöðuna.
- Við erum kannski að sjá hvað það getur þítt, ef Ísland ætti sína hefðbundnu hagsveiflu innan Evru, en nú væri ekki unnt að fella gengið, þannig leiðrétta hallann á sjálfu hagkerfinu. Þannig, gera það sjálfbært - fært um hagvöxt á ný, svo unnt verði að snúa við skuldaþróun sem hagkerfishalli framkallar.
Mynd3: Sýnir síðan þróun skulda aðildarríkja Evru, milli 2005-2011.
- Eins og sést, skóp bankakreppan á Írlandi mjög alvarlegann skuldavanda.
- En, síðan í röð á eftir koma löndin, sem hafa verið með krónískann viðskiptahalla, vegna hnignunar samkeppnishæfni, sem átti sér stað á sl. áratug.
Aðstoð við upptöku drögmu!
Eins og ég benti á áðan, er samkeppnisvandinn enn til staðar, þó svo að Grikkland fengi skuldir felldar niður.
Svo þ.e. mjög veruleg hætta á því, að Grikkland verði á spenanum, til margra næstu ára - "direct transfer" eða "subsidy".
- Löndin sem vel gengur, haldi uppi löndum sem ekki eru sjálfbær!
Þetta er horror útkoma í augum Þjóðverja, en þeirra afstaða litast af sameiningu Þýskalands, en það er víst þannig að enn þann dag í dag, eru fylkin eða löndin V-meginn að dæla skattfé til A-hlutans þó svo mörg ár séu liðin, og Þjóðverjar óttast sem sagt að "transfer union" leiði til endalausra peningagjafa eða styrkja til landa, sem af ímsum ástæðum eru ekki samkeppnisfær. Svo, þeir eru stöðugt að leita einhverrar 3. leiðar á milli þeirra 2-ja póla:
- Messy greiðslufall.
- Grikkland á naflastrengnum um ófyrirséðann tíma.
Þess vegna hafa þeir lagt áherslu á, að fá einka-aðila til að taka þátt í fjármögnun björgunar Grikklands, en eins og fram kemur, er það fjandanum erfiðara:
Little Wiggle Room on Greek Default - Delaying Tactics No Help in Greek Tragedy
- Ef við íhugum þetta af köldu raunsægi - sýnist mér að minnstur skaði gæti verið af því, að Grikkland taki upp drögmu með aðstoð, sterkari landanna!
- En, með gengisfellingu væri glataðri samkeppnisstöðu náð fram á ný. Þannig að Grikkland væri ekki fast í stöðu, sem gæti leitt til þess að Grikkland verði endalaus þiggjandi.
- Stóru löndin, veita aðstoð til að brúa bilið þ.e. fjármögnun til að halda uppi bönkum, ein hugmyndin - frá þýskalandi - er að bankarnir fái ný skuldabréf frá björgunarsjóði Evru, í stað ríkisbréfa Grikklands og þannig séu þeir endurfjármagnaðir.
- Á móti samþykkir Grikkland, að halda áfram að greiða af skuldum þ.e. skuldameðferð telst "haircut" þ.e. niðurskurður.
- Þetta væri ekki stjórnlaust gjaldþrot, og Grikkland myndi hratt snúa við til hagvaxtar - fjölgunar starfa, á ný. Skuldir sem eftir verða, væru sjálfbærar.
- Tiltrú á Grikklandi myndi koma fljótt til baka, og Grikkland myndi sennilega hætta í stöðunni "D" eða "default" hjá matsfyrirtækjum, með skjótum hætti.
- Það myndi komast út á lánsfjármarkað, innan skamms tíma.
Ég á þó ekki von á að svo skynsöm leið, muni fá hljómgrunn!
Nú, er staðan nokkurs konar "game of chicken" milli Evrusvæðis og Grikklands, þ.s. Grikkir í gær fengu útslitakosti eða "ultimatum" að ná pólitískri samstöðu um aðgerðir, sem krafist er af þeim, fyrir lok 1. viku í júlí.
Europe's Dangerous Leap of Faith - EU Links Greece Aid to Budget Cuts
Svona "brinkmanship" er aldrei án áhættu! En, ef Grikkland fær ekki 12ma. fyrirgreiðslu, sem er hluti af neyðarláninu frá því í fyrra, þá verður Grikkland búið með lausafé cirka um miðjan júlí eða rúml. 3. vikur.
- Þá standa menn einmitt frammi fyrir "messy" greiðsluþroti - eða!
- "Brinkmanship" eykur hættu á því, að málið klúðrist í það far, að menn missi stjórn á rás atburða!
IMF says crisis is threat to growth outlook - AGS um Evrópu :"A broadly sound recovery continues, but the sovereign crisis in the periphery threatens to overwhelm this favourable outlook, and much remains to be done to secure a dynamic and resilient monetary union, the report said."
Hvað leiðtogarnir sögðu á mánudaginn: EU to Discuss Greek Plan That Skirts Default Risk
Angela Merkel: We all lived through Lehman Brothers, she told a meeting of activists from her ruling Christian Democrat party. I dont want another such threat to emanate from Europe. We wouldnt be able to control an insolvency."
Jean-Claude Juncker: If we made a move that would be rejected by the ECB, by the rating agencies and therefore the financial markets, we risk setting the euro area aflame,
Síðan Alan Greenspan: Default by Greece Almost Certain: Greenspan
"Greeces debt crisis has the potential to push the U.S. into another recession, Greenspan said. Without the Greek issue, the probability is quite low of a U.S. recession, he said." - "The U.S. debt issue is becoming horrendously dangerous, said Greenspan, who added he doubts lawmakers have another year or two to solve it."
Ég held að skynjun áhrifamikilla aðila og málsmetandi, á því að mikil hætta vofi yfir, sé ekki röng þannig að ef menn missa stjórn á atburðarásinni, þá muni krýsan sem þá skapast skaða hagvöxt í vel stæðu ríkjunum Evrópu - jafnvel framkalla kreppu í Evrópu! Orð Alan Greenspan, benda til að hann telji jafnvel hættu á því að slíkur atburður yrði "trigger" fyrir nýja heimskreppu.
- Í samanburði, væri mun minna áhættusamt, að taka þegar ákvörðun um leið, sem gæti raunverulega virkað - áður en allt hrynur!
Niðurstaða
Ef Grikkland hrynur í stjórnlaust greiðsluþrot eftir 3. vikur, þá mun ég skrifa það á reikning pólitískrar elítu Evrópu, sem þá mun hafa brugðist á örlagastundu.
En, vandinn á Evrusvæðinu er vel leysanlegur, en lausn krefst smávegis pólitísks hugrekkis sem virðist af ákaflega skornum skammti hjá evrópskum pólitíkusum um þessar mundir. En pólitísk kreppa virðist ekki bara vera á Íslandi!
Ps: samkvæmt fréttaveitunni Bloomberg, hélt ríkisstjórn Papandreos velli í atkvæðagreiðslunni á gríska þinginu á þriðjudagskvöld, og greiddu allir þingmenn stjórnarflokksins atkvæði með stuðningsyfirlísingu við ríkisstjórnina. Svo Papandreo hefur tekist að koma í veg fyrir klofning innan eigin raða í bili. En, þetta var einungis fyrsta hindrunin sem hann þarf að yfirstíga og sennilega sú minnst erfiða. En næstu daga, þarf hann að koma í gegn niðurskurði á fjárlögum og stórfelldum söluáformum ríkiseigna, sem AGS, stofnanir ESB og ríkisstjórni hinna aðildaríkja Evrusvæðis, gera kröfu um að Grikkir undirgangist - áður en til álita komi að veita grískum stjórnvöldum meira fé:
Papandreou Wins Confidence Vote, Raising Rescue Chances
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2011 | 21:13
Fjármálaráðherrum Evrusvæðis ríkja, mistókst að koma sér saman um aðgerðir, vegna skuldavanda Grikklands!
Sennilega hefur óvissan í stjórnmálum á Grikklandi ráðið miklu um þá niðurstöðu fundar fjármálaráðherra Evrusvæðis-aðildarríkja, sem hófst kl. 6 sl. sunnudag og lauk rétt eftir hádegi í dag mánudag, að fresta því að taka ákvörðun um veitingu frekari lána til Grikklands fram í júlí.
En á morgun, greiðir gríska þingið atkvæði um traustsyfirlísingu við ríkisstjórn Papandreo. Ef, ekki næst meirihluti fyrir þeirri ályktun, þá skoðast það þannig að vantraust hafi verið samþykkt af þinginu, og stjórnin er fallin.
Ef traustsyfirlísingin er samþykkt, er það einungis fyrsta hindrunin, því gríska ríkisstjórnin þarf síðan að koma í gegnum þingið, þeim viðbótar niðurskurðar aðgerðum sem fundur fjármálaráðherra ESB setur sem skilyrði, svo það komi til álita að veita Grikklandi frekari lán.
- Það er ekkert örugg með það, þó svo stjórnin falli ekki, að henni takist að ná fram samþykki á niðurskurðar pakka þeim, sem gerður hefur verið að skilyrði fyrir frekari aðstoð!
- Það er því útlit fyrir spennandi viku framundan þ.s. allra augu verða á Grikklandi!
Frétt Financial times: Eurozone delays 12bn loan for Greece
Frétt Wall Street Journal: EU Urges Greece to Back More Austerity
Frétt Bloomberg: Bailout Bid for Greece Falters as Europe Insists Papandreou Cut Budget Gap
En styrrin stendur um annars vegar, lengri tíma fjármögnun Grikklands þ.e. næstu 3. ár, og hins vegar skammtíma fjármögnun út þetta ár og fram á næsta sumar.
Varðandi skammtíma fjármögnun Grikklands: Málið er, að Grikkland telst ekki uppfylla þau skilyrði sem sett voru fram í björgunarpakkanum frá því í fyrra, og Grikkland er fallið á endurskoðun og fær því reglum AGS skv. ekki frekari greiðslur úr þeim pakka - en AGS hefur að sögn frestað lokaákvörðun um næstu greiðslu fram í miðjan júlí nk - en eftir þann tíma er áætlað að ríkisstj. Grikklands lendi í lausafjárkrýsu.
"The IMF board plans to meet in the beginning of July to consider the next tranche of funding. "It's not so urgent as some people think," the senior IMF official said. "We have enough time to meet the next borrowing needs of Greece by the middle of July, so we have some time.""
- Grikkland stendur hvorki meira né minna frammi fyrir greiðsluþroti um miðjan júlí nk. ef viðbótar fjármagn fæst ekki.
Fundurinn í gær sem lauk í dag, snerist um þessa skammtíma fjármögnun - og honum lauk þannig að samþykkt var eftirfarandi ályktun:
The Greek authorities are embarking on a significant and necessary adjustment effort. Ministers recognised the considerable progress achieved by the Greek authorities over the last year, particularly in the area of fiscal consolidation. Ministers are also conscious of the serious challenges that Greek citizens are facing in these difficult times.
Ministers took note of the debt sustainability assessment prepared by the Commission and the IMF. The assessment showed that debt sustainability hinges critically on Greece sticking to the agreed fiscal consolidation path, the plans of collecting EUR 50 billion in privatisation proceeds until 2015, and the structural reform agenda which will promote medium-term growth.
Ministers look forward to the Commission's Compliance Report, that requires the finalisation of the updated Memorandum of Understanding, which is expected in the coming days, reflecting the outcome of the ongoing negotiations between the Greek government and the European Commission, in liaison with the ECB, and the IMF. This, together with the passing of key laws on the fiscal strategy and privatisation by the Greek parliament, will pave the way for the next disbursement by mid-July.
However, given the difficult financing circumstances, Greece is unlikely to regain private market access by early 2012. Ministers agreed that the required additional funding will be financed through both official and private sources and welcome the pursuit of voluntary private sector involvement in the form of informal and voluntary roll-overs of existing Greek debt at maturity for a substantial reduction of the required year-by-year funding within the programme, while avoiding a selective default for Greece.
On these conditions, Ministers decided to define by early July the main parameters of a clear new financing strategy. Ministers call on all political parties in Greece to support the programme's main objectives and key policy measures to ensure a rigorous and expeditious implementation. Given the length, magnitude and nature of required reforms in Greece, national unity is a prerequisite for success.
- Takið eftir því sem ég lita brúnt, en þarna er samþykkt í prinsippinu um að sjálfviljugir einka-aðilar taki þátt í kostnaði við fjármögnun Grikkands. En, allt er á huldu um akkúrat hvernig á að sannfæra þá um þátttöku, þegar engum þrýstingi má beita.
- Í rauða svæðinu, kemur fram lykilþáttur yfirlísingarinnar, að gengið verði frá fjármögnun Grikklands í byrjun júlí nk.
- Fjólubláa svæðið, inniheldur hvatningu fjármálaráðherra Evrusvæðis, til grískra stjórnmála um samstöðu um að framkvæma þær aðgerðir, sem Grikkjum hefur verið lagt fyrir.
Stóra spurningin er, hvað gerist ef grískum stjv. tekst ekki að framkvæma þær aðgerðir, sem þeim hefur verið sett fyrir?
Ef það verður staðan þegar fundur ráðherra Evrusvæðis ríkja á sér stað fyrstu vikuna í júlí, þá verður valið milli 2-ja kosta:
- Láta Grikkland verða tafarlaust greiðsluþrota.
- Láta Grikkland samt fá peninga, þó engin loforð frá grískum stjv. um frekari niðurskurð séu uppi á borðinu, og mjög ólíklegt muni þá vera að grísk stjv. muni nokkuð verulegt gera til viðbótar.
Shouting Greek rollover: In reality the bondholders who will be most likely to volunteer, and have the most bonds to volunteer, are those most at risk from default themselves Greek banks. Theyll also be rolling over into Greek bonds that are at high risk of a second credit event after 2013 or a plain disorderly default before then.
- Þetta er klárlega rétt, að grísku bankarnir sjálfir munu samþykkja að endurnýja þau bréf sem þeir eiga á grísk stjv. - enda almennt talið að þeir eigi svo mikið í húfi að þeir muni sjálfir rúlla daginn eftir að grísk stjv. lísa sig greiðsluþrota.
- Það er einmitt meinið, að nánast ekki nokkur maður fyrir utan stofnanir ESB, trúir því að Grikkland eigi eftir að endurgreiða sínar skuldir - svo grískar skuldir verða einhverntíma verulega minna virði en þær eru í dag; svo hvernig á að sannfæra aðra en gríska banka sem sjálfir standa frammi fyrir þroti, að samþykkja að endurlána - sjálfviljugir?
- Þetta á eftir að verða mjög áhugavert próblem, sem forvitnilegt verður að sjá hvernig ráðherrar Evrusvæðis, ætla sér að leysa fyrir rest.
Myndin ofan til hægri, sýnir að flótti innistæðna frá Grikklandi, líkist töluvert ferlinum á flótta innistæðna frá Argentínu árið 1999.
Mjög áhugaverð fréttaskýring Der Spiegel: How the Euro Became Europe's Greatest Threat"The euro, created with the aim of permanently uniting Europe, has become the greatest threat to the continent's future. A collapse of the monetary union would set Europe back by decades, dealing it a blow from which it might never recover, especially with Europe's position already threatened by the fast-growing Asian economies. How is a fragmented Europe to prevail against this new competition?"
"This is why Europe's politicians want to defend the euro at all costs, and why they are approving one bailout package after the next. They are playing for time, hoping that the markets will settle down and the reforms will take hold."
- Sem sagt, sjálf Evran er orðin stærsta ógnin við efnahagslega framtíð Evrópu!
- Sterk orð! Hve alla til að lesa þessa grein. Varúð hún er 5 blaðsíður.
- Skoðið einnig myndirnar sem fylgja greininni, þær eru áhugaverðar - sérstaklega sláandi er myndin sem sýnir þróun iðnaðar, þ.e. hvort aukning eða minnkun var í iðnframleiðslu, en slíkur samanburður sýnir þróun samkeppnishæfni milli ríkjanna!
- Það er sú þróun, sem er hið raunverulega undirliggjandi vandamál, sem framkallar viðskiptahalla þ.e. hjá ríkjunum með samdrátt í iðnframleiðslu, og sá framkallar skuldir.
- Lúxembúrg er undantekning, en þróun þar sýnir að iðnframleiðsla dregst saman, en rekstur banka þar þandist út í staðinn og bætti fyrir og það gott betur.
Niðurstaða
Evrukrýsan verður á fullu bústi áfram enn um sinn. Við lifum spennandi tíma. Og ath. það eru akkúrat eftir 2. vikur sem ráðherrar Evrusvæðis hittast og þá verður annaðhvort Grikkland búið að uppfylla hið minnsta með formlegum þingsamþykktum að undirgangast uppsett skilyrði eða ekki.
Hvort verður raunin getur ráðist í þessari viku, ég meina - allir fylgjast með því hvað gerist á gríska þinginu á næstu dögum.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar