Fjármálaráðherrum Evrusvæðis ríkja, mistókst að koma sér saman um aðgerðir, vegna skuldavanda Grikklands!

Sennilega hefur óvissan í stjórnmálum á Grikklandi ráðið miklu um þá niðurstöðu fundar fjármálaráðherra Evrusvæðis-aðildarríkja, sem hófst kl. 6 sl. sunnudag og lauk rétt eftir hádegi í dag mánudag, að fresta því að taka ákvörðun um veitingu frekari lána til Grikklands fram í júlí.

En á morgun, greiðir gríska þingið atkvæði um traustsyfirlísingu við ríkisstjórn Papandreo. Ef, ekki næst meirihluti fyrir þeirri ályktun, þá skoðast það þannig að vantraust hafi verið samþykkt af þinginu, og stjórnin er fallin.

Ef traustsyfirlísingin er samþykkt, er það einungis fyrsta hindrunin, því gríska ríkisstjórnin þarf síðan að koma í gegnum þingið, þeim viðbótar niðurskurðar aðgerðum sem fundur fjármálaráðherra ESB setur sem skilyrði, svo það komi til álita að veita Grikklandi frekari lán.

  • Það er ekkert örugg með það, þó svo stjórnin falli ekki, að henni takist að ná fram samþykki á niðurskurðar pakka þeim, sem gerður hefur verið að skilyrði fyrir frekari aðstoð!
  • Það er því útlit fyrir spennandi viku framundan þ.s. allra augu verða á Grikklandi!

 

Frétt Financial times: Eurozone delays €12bn loan for Greece

Frétt Wall Street Journal: EU Urges Greece to Back More Austerity

Frétt Bloomberg: Bailout Bid for Greece Falters as Europe Insists Papandreou Cut Budget Gap

 

En styrrin stendur um annars vegar, lengri tíma fjármögnun Grikklands þ.e. næstu 3. ár, og hins vegar skammtíma fjármögnun út þetta ár og fram á næsta sumar.

Varðandi skammtíma fjármögnun Grikklands: Málið er, að Grikkland telst ekki uppfylla þau skilyrði sem sett voru fram í björgunarpakkanum frá því í fyrra, og Grikkland er fallið á endurskoðun og fær því reglum AGS skv. ekki frekari greiðslur úr þeim pakka - en AGS hefur að sögn frestað lokaákvörðun um næstu greiðslu fram í miðjan júlí nk - en eftir þann tíma er áætlað að ríkisstj. Grikklands lendi í lausafjárkrýsu.

"The IMF board plans to meet in the beginning of July to consider the next tranche of funding. "It's not so urgent as some people think," the senior IMF official said. "We have enough time to meet the next borrowing needs of Greece by the middle of July, so we have some time.""  

  • Grikkland stendur hvorki meira né minna frammi fyrir greiðsluþroti um miðjan júlí nk. ef viðbótar fjármagn fæst ekki.

Fundurinn í gær sem lauk í dag, snerist um þessa skammtíma fjármögnun - og honum lauk þannig að samþykkt var eftirfarandi ályktun:

The Greek authorities are embarking on a significant and necessary adjustment effort. Ministers recognised the considerable progress achieved by the Greek authorities over the last year, particularly in the area of fiscal consolidation. Ministers are also conscious of the serious challenges that Greek citizens are facing in these difficult times.

Ministers took note of the debt sustainability assessment prepared by the Commission and the IMF. The assessment showed that debt sustainability hinges critically on Greece sticking to the agreed fiscal consolidation path, the plans of collecting EUR 50 billion in privatisation proceeds until 2015, and the structural reform agenda which will promote medium-term growth.

Ministers look forward to the Commission's Compliance Report, that requires the finalisation of the updated Memorandum of Understanding, which is expected in the coming days, reflecting the outcome of the ongoing negotiations between the Greek government and the European Commission, in liaison with the ECB, and the IMF. This, together with the passing of key laws on the fiscal strategy and privatisation by the Greek parliament, will pave the way for the next disbursement by mid-July.


However, given the difficult financing circumstances, Greece is unlikely to regain private market access by early 2012. Ministers agreed that the required additional funding will be financed through both official and private sources and welcome the pursuit of voluntary private sector involvement in the form of informal and voluntary roll-overs of existing Greek debt at maturity for a substantial reduction of the required year-by-year funding within the programme, while avoiding a selective default for Greece.


On these conditions, Ministers decided to define by early July the main parameters of a clear new financing strategy. Ministers call on all political parties in Greece to support the programme's main objectives and key policy measures to ensure a rigorous and expeditious implementation. Given the length, magnitude and nature of required reforms in Greece, national unity is a prerequisite for success.

  • Takið eftir því sem ég lita brúnt, en þarna er samþykkt í prinsippinu um að sjálfviljugir einka-aðilar taki þátt í kostnaði við fjármögnun Grikkands. En, allt er á huldu um akkúrat hvernig á að sannfæra þá um þátttöku, þegar engum þrýstingi má beita.
  • Í rauða svæðinu, kemur fram lykilþáttur yfirlísingarinnar, að gengið verði frá fjármögnun Grikklands í byrjun júlí nk.
  • Fjólubláa svæðið, inniheldur hvatningu fjármálaráðherra Evrusvæðis, til grískra stjórnmála um samstöðu um að framkvæma þær aðgerðir, sem Grikkjum hefur verið lagt fyrir.

Stóra spurningin er, hvað gerist ef grískum stjv. tekst ekki að framkvæma þær aðgerðir, sem þeim hefur verið sett fyrir?

Ef það verður staðan þegar fundur ráðherra Evrusvæðis ríkja á sér stað fyrstu vikuna í júlí, þá verður valið milli 2-ja kosta:

  1. Láta Grikkland verða tafarlaust greiðsluþrota.
  2. Láta Grikkland samt fá peninga, þó engin loforð frá grískum stjv. um frekari niðurskurð séu uppi á borðinu, og mjög ólíklegt muni þá vera að grísk stjv. muni nokkuð verulegt gera til viðbótar. 
Ráðlegging áfram, fylgjast með fréttum!

 

Shouting Greek rollover: In reality the bondholders who will be most likely to ‘volunteer’, and have the most bonds to volunteer, are those most at risk from default themselves — Greek banks. They’ll also be rolling over into Greek bonds that are at high risk of a second credit event after 2013 or a plain disorderly default before then.

Greek deposit flight reminiscent of Argentine experience - Brockhouse Cooper

  • Þetta er klárlega rétt, að grísku bankarnir sjálfir munu samþykkja að endurnýja þau bréf sem þeir eiga á grísk stjv. - enda almennt talið að þeir eigi svo mikið í húfi að þeir muni sjálfir rúlla daginn eftir að grísk stjv. lísa sig greiðsluþrota.
  • Það er einmitt meinið, að nánast ekki nokkur maður fyrir utan stofnanir ESB, trúir því að Grikkland eigi eftir að endurgreiða sínar skuldir - svo grískar skuldir verða einhverntíma verulega minna virði en þær eru í dag; svo hvernig á að sannfæra aðra en gríska banka sem sjálfir standa frammi fyrir þroti, að samþykkja að endurlána - sjálfviljugir?
  • Þetta á eftir að verða mjög áhugavert próblem, sem forvitnilegt verður að sjá hvernig ráðherrar Evrusvæðis, ætla sér að leysa fyrir rest. 

Myndin ofan til hægri, sýnir að flótti innistæðna frá Grikklandi, líkist töluvert ferlinum á flótta innistæðna frá Argentínu árið 1999.

Mjög áhugaverð fréttaskýring Der Spiegel: How the Euro Became Europe's Greatest Threat

"The euro, created with the aim of permanently uniting Europe, has become the greatest threat to the continent's future. A collapse of the monetary union would set Europe back by decades, dealing it a blow from which it might never recover, especially with Europe's position already threatened by the fast-growing Asian economies. How is a fragmented Europe to prevail against this new competition?"

"This is why Europe's politicians want to defend the euro at all costs, and why they are approving one bailout package after the next. They are playing for time, hoping that the markets will settle down and the reforms will take hold."

  • Sem sagt, sjálf Evran er orðin stærsta ógnin við efnahagslega framtíð Evrópu!
  • Sterk orð! Hve alla til að lesa þessa grein. Varúð hún er 5 blaðsíður.
  • Skoðið einnig myndirnar sem fylgja greininni, þær eru áhugaverðar - sérstaklega sláandi er myndin sem sýnir þróun iðnaðar, þ.e. hvort aukning eða minnkun var í iðnframleiðslu, en slíkur samanburður sýnir þróun samkeppnishæfni milli ríkjanna!
  • Það er sú þróun, sem er hið raunverulega undirliggjandi vandamál, sem framkallar viðskiptahalla þ.e. hjá ríkjunum með samdrátt í iðnframleiðslu, og sá framkallar skuldir.
  • Lúxembúrg er undantekning, en þróun þar sýnir að iðnframleiðsla dregst saman, en rekstur banka þar þandist út í staðinn og bætti fyrir og það gott betur.


Niðurstaða

Evrukrýsan verður á fullu bústi áfram enn um sinn. Við lifum spennandi tíma. Og ath. það eru akkúrat eftir 2. vikur sem ráðherrar Evrusvæðis hittast og þá verður annaðhvort Grikkland búið að uppfylla hið minnsta með formlegum þingsamþykktum að undirgangast uppsett skilyrði eða ekki.

Hvort verður raunin getur ráðist í þessari viku, ég meina - allir fylgjast með því hvað gerist á gríska þinginu á næstu dögum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 844896

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband