Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Við þurfum að binda enda á þessar stöðugu deilur um sjávarútvegsmál!

Ég held að það hafi verið mistök hjá stjórnarliðum, að bregðast við gagnrýni nýrrar sérfræðingaskýrslu, með þeim hætti sem t.d. Svandís Svavarsdóttir gerir eða Lilja Rafney að sjávarútvegsmál snúist ekki bara um hagfræði, því þá um leið hafa þau sem undir þá málsvörn hafa tekið í reynd gefið það eftir, að svara með efnislegum hætti megingagnrýni skýrslu sérfræðinganna. Má segja, þau hafi þá með þeim hætti viðurkennt þeirra rök!

Íslenskur sjávarútvegur nýtur þeirrar sérstöðu, að standa raunverulega undir sjálfum sér og gott betur, þ.e. hann er ein af meginstoðum Íslands, 40% cirka í dag að meðaltali af okkar gjaldeyristekjum fyrir vöruútflutning.

Sérstaklega í Evrópusambandinu þangað sem margir í dag sækja fyrirmyndir, er sjávarútvegur víðast hvar olnbogabarn - sem þrýfst einungis á fjárhagslegum styrkjum, fiskveiðikerfi er í molum og tilraunir til að vernda fiskistofna hafa að stærstum hluta brugðist, víða á hrunmörkum - meðan hér við land eru stofnar a.m.k. víðast hvar til mikilla muna í skárra ástandi.

En stöðugt hefur samt staðið styrr um fiskveiðistefnuna, og sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar - er tilraun ríkisstjórnarinnar, til lausnar þeirra miklu deilna sem stöðugt hafa ríkt, síðan kvótakerfið var tekið upp. Gef stjórninni það, að virðingarvert er að leita slíkrar lausnar, en alls ekki er sama hvernig hún kemur til með að vera!

Ég bendi einnig á tillögu Framsóknarflokksins:  þingsályktunartillögu um mótun framtíðarstefnu í sjávarútvegi - sem má byggir á ályktun Framsóknarflokksins um sjávarútvegsmál á sl. Landsþingi.

Hvaða prinsipp þarf að verja:

  1. Sjávarútvegur verður að halda svipaðri eða sömu hagkvæmni og hann hefur í dag. En, ég bendi á að skv. Seðlabanka var nettó afgangur sl. árs af gjaldeyri landsmanna einungis 1,7% af landsframleiðslu, og í apríl spáði hann að sá afgangur yrði 2,4% í ár - tala sem getur verið orðin úrelt vegna áhrifa kjarasamninga. Að auki má ekki gleyma, að ríkið þarf að greiða skv. tölum AGS úr 4. skýrslu um 50 ma.kr. í fyrstu greiðslu af AGS lánapakka 2012, þ.e. því ljóst að það getur verið varasamt að leiða hagfræðina hjá sér, við endurskoðun sjávarútvegsmála.
  2. Þetta setur mjög strangar skorður við því hvað hægt er að gera. Ég held samt að það sé rangt, að það sé skaði að banna veðsetningu kvóta. En, ég tel að þ.s. máli skipti sé í reynd, að fyrirtæki hafi tryggar tekjur í nægilega langann tíma. Að heimila veðsetningu kvóta gengur gegn prinsippinu um eign þjóðar á auðlynd. Ég vil meina, að það ætti að duga að hnika til því til - til hve margra ára, nýtingarsamningur er!
  3. Síðan þarf einhverskonar sátt við byggðir landsins, með úthlutunum kvóta til smærri byggða. Klárt að það er ekki sama hvernig þetta er gert. Pólitísk úthlutun til eins árs í senn, er augljóslega stórfellt gölluð aðferð. Það er tel ég klárt rétt hjá sérfræðingunum, að 1. ár sé alltof studdur tími, til þess að rekstraraðilar geti gert áætlanir um rekstur fram í tímann. Það skapi óhagkvæmni og kostnað, þ.e. óhagkvæmni sjálfs rekstrar og að auki þeir geta ekki tryggt sér sölusamninga nægilega langt fram í tímann, til að fá hagstæð verð. Síðan bætist við, ótti um það að úthlutun verði spillt.
  • Það mætti hugsa sér nýtingarsamninga til 5. ára í senn, þegar kemur að úthlutun til smærri báta í byggðaskyni eða til strandveiða.
  • Úthlutun þeirra getur verið með lotterí-aðferð. Slík aðferð ætti að geta verið nægilega sanngjörn.
  • Fyrir þá sem eru fyrir, mætti þó hafa þá aðferð, að setja fyrst þá í pottinn þegar úr er dregið, þegar 5. árin eru liðin. Hafa 2-drætti.
  • Seinni drátturinn verði úr þeim afla til skiptingar sem til afgangs sé, eftir fyrri drátt. Þá fari í pott, nöfn þeirra sem óska eftir því að komast í kerfið.
  • Ef enginn afgangs afli er, eftir fyrra drátt verði ekki dregið í annað sinn. 
  • Varðandi pólitískar úthlutanir til sjávarútvegs fyrirtækja, þarf mjög strangar reglur um slíkar úthlutanir til að forðast spillingu - einn möguleikinn gæti verið, að Byggðastofnun sé falið að úthluta slíkum kvótum. Hugmynd að það geti reynst vera minna spillt leið. Hún fái einfaldega verklagsreglur um slíkar úthlutanir, sem henni ber þá að fylgja.
  • Varðandi nýtingarsamninga til stórra útgerðar aðila, mætti ef til vill lengja tímabilið í 20 ár. Að auki, bjóða upp á möguleika á endurnýjun um önnur 10 ár. Sú endurnýjun sé þó ekki sjálfvirk, heldur verði farið í endurskoðun ári áður en 20. árum sé lokið, þannig að það liggi fyrir a.m.k. 6. mánuðum áður en tímabili er lokið, hvort engir þeir meinbugir hafi komið upp, sem hindri framlengingu samnings um önnur 10. ár.
  • Annar möguleiki væri, að sú endurskoðun fari fram fyrr, t.d. þegar 5. ár eru eftir af samningi, þannig að í reynd virkaði þetta eins og 2. 15 ára tímabil. Eftir það, fari kvóti aftur í þann pott sem fyrirtækið upphaflega fékk hann úr, og ætti möguleika á honum skv. þeim reglum sem um úthlutanir gilda jafns á við önnur fyrirtæki.
  • En ég tel að þ.s. máli skipti, svo fyrirtæki geti fjárfest og fengið fjármögnun, sé að hafa nýtingarsamning til nægilega langs tíma. Það sé í reynd ekki nauðsynlegt að geta veðsett kvótann sjálfann. Veðsetning verði bönnuð. Þannig prinsippið um rauneign þjóðar styrkt í sessi!
  • Með því að tryggja að fyrirtæki hafi tryggann afla til nægilega langs tíma, sé framlegð þess tryggð - sem ætti að þíða að aðilar ættu að treysta sér til að veita lánsfjármögnun, m.a. til þess að endurnýja skip. Að auki, ættu fyrirtækin að hafa nægilegt svigrúm til að skipuleggja sig til lengri tíma, þannig tryggt eigin rekstrarhagkvæmni.


Niðurstaða

Ísland er í alvarlegri stöðu vegna erlendra gjaldeyrisskulda. Eins og sést að ofan sbr. að nettó afgangur af gjaldeyristekjum sl. árs var einungis 1,7% af landsframleiðslu, og miðað við að sjávarútvegur á sl. ári skaffaði 40% gjaldeyristekna af vöruútflutningi; þá er gríðarlega mikilvægt að klúðra ekki endurskipulagningu sjávarútvegsstefnunnar.

En, Íslandi væri ekki að gagni, að endurskoða hana með þeim hætti, að Seðlabanki sjái sig knúinn til að lækka gengi krónunnar verulega, svo nægur afgangur af gjaldeyri verði til staðar á næsta ári.

En þá væri verðið, að lækka umtalsvert lífskjör almennings, en lífskjör á Íslandi eru nokkurn veginn: gjaldeyristekjur - kostnaður af gjaldeyrisskuldum = lífskjör.

En, þegar ráðherrar og þingmenn innan ríkisstjórnar gera lítið úr hugsanlegum efnahagslegum afleiðingum endurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar, virðist annaðhvort sem að þeir skilji ekki að tekjur af sjávarútvegi eru cirka 1/3 af þeim tekjum sem hér halda uppi öllum lífskjörum, eða að þeir séu sáttir við þá útkomu að lífskjör myndu hugsanlega lækka.

Mig grunar að líklegra sé, að þeir skilji ekki það samhengi. 

 

Kv.


Á morgun hefst bakstur fjármálaráðherra ESB ríkja, á nýjum björgunarpakka fyrir Grikkland. Á meðan, eru augu umheimsins farin að beinast að skuldum Ítalíu!

Eftir uppgjöf Angelu Merkel í gær, þegar hún gaf eftir í deilunni við Seðlabanka í Evrópu, sem batt enda á margra vikna pattstöðu milli ríkisstjórnar Þýskalands og Seðlabanka Evrópu; þá virðist ljóst að ekki verður reynt að beita kröfuhafa Grikklands nokkrum afarkostum, til að fá þá til að spara ríkisstjórnum Evrópu kostnað við nýjan björgunarpakka til handa Grikklandi.

Á hinn bóginn, virðist Merkel ekki alveg vera búin að leggja niður skottið, og ætlar enn að reyna að fá fram umtalsverða þátttöku einka-aðila í nýjum fjármögnunar pakka til handa Grikklandi.

En nú verður að beita gulrótum, ekki ógnunum eða refsingum!

  • Takið eftir orðum Merkelar - þ.s. fram kemur mjög skýr upplifun um að hætta vofi yfir.
  • Takið einnig eftir orðum forsætisráðherra Lúxembúrgar, sem virðist vera mjög mikill áhrifamaður innan Evrusvæðis, sem forsvarsmaður "Eurogroup" - þar sést einnig sterk upplifun um hættu.

--------------------------------------Fréttir

EU to Discuss Greek Plan That Skirts Default Risk

Angela Merkel: “We all lived through Lehman Brothers,” she told a meeting of activists from her ruling Christian Democrat party. “I don’t want another such threat to emanate from Europe. We wouldn’t be able to control an insolvency.” - "“Let us try to get together a substantial contribution in this participation of private creditors,” she said today. “But we don’t do this on the street, we don’t do this in press conferences, we do this in serious talks with those making the contribution.”"

Jean-Claude Juncker: “If we made a move that would be rejected by the ECB, by the rating agencies and therefore the financial markets, we risk setting the euro area aflame,”

  • "EU officials have discussed incentives for investors to reinvest the proceeds of their maturing bonds into new debt, according to people familiar with the situation.
  1. They include giving investors preferred status,
  2. higher coupon payments or
  3. collateral as inducements to buy bonds replacing Greek debt maturing between 2012 and 2014, they said." 

Síðan Alan Greenspan:  Default by Greece ‘Almost Certain’: Greenspan

"Greece’s debt crisis has the potential to push the U.S. into another recession, Greenspan said. Without the Greek issue, “the probability is quite low” of a U.S. recession, he said." - "The U.S. debt issue is becoming “horrendously dangerous,” said Greenspan, who added he doubts lawmakers have another year or two to solve it."

Moody's may downgrade Italy on rates, growth concern

"Moody's on Friday threatened to cut Italy's credit ratings in the next 90 day " - ""Italy has had structural impediments to growth for some time. However, today, these challenges coexist with a scenario of rising interest rates and fragile market sentiment," Moody's analyst Alexander Kockerbeck told Reuters in an interview." - "Italy's conservative banking system, high levels of private savings and a tight clamp on public spending have largely shielded it from the euro zone debt crisis, but its chronically sluggish growth has made it impossible to cut the debt." - ""Italy has so far only recovered a fraction of the nearly seven percentage points in GDP that it lost during the global crisis, despite low interest rates, which are likely to rise in the medium term," Moody's said."

----------------------------------------------------

  • Varðandi gulrætur hugsanlega í boði, líst mér minnst ílla á að veita kröfuhöfum sem þátt taka, forgangsrétt - ég held að vextir yfir markaðsvöxtum væru mjög ósniðug leið - nema menn ætli ekki að gera hina minnstu tilraun til að skapa trúverðugleika um björgunaráætlunina - og að veita mótveð væri ekki atriði sem Grikkir ættu auðvelt með að samþykkja.
  • Síðan orð Alan Greenspan, sem bendir á að það sé ekki einungis mikið í húfi í Evrópu, heldur geti hrun Grikklands hugsanlega, hrundið Bandaríkjunum sjálfum aftur í kreppu. Slík orð frá honum, eiga skilið eftirtekt.
  • Ég veit um tiltekinn veikleika, sem er sá að það hafa verið einna helst bandar. bankar, sem hafa verið duglegir að selja skuldatryggingar (CDS - credit default swap), og þeir kvá hafa selt megnið af slíkum í tengslum við skuldir Grikklands, svo ef Grikkland telst greiðsluþrota munu þeir þurfa að greiða út marga ma.€.
  • Greenspan er eiginlega að segja, að Grikkland geti hrundið af stað heimskreppu á ný!
  • Svo er það hið glænýja tvist í dramað í Evrópu, sem er hótun Fitch Rating, að lækka mat fyrir Ítalíu innan næstu 90 daga. Þetta setur þrýsting á stjv. á Ítalíu, til að koma fram með einhverjar sannfærandi aðgerðir í sumar.
  • Vandi Ítalíu:
  1. Mjög miklar skuldir.
  2. Mjög lélegar framtíðar hagvaxtar-forsendur.
  • En fólksfjöldaþróun á Ítalíu er mjög slæm, Ítölum fer að fækka mjög fljótlega - síðan bætist við, að atvinnulíf á Ítalíu er mjög niðurnjörvað af allskonar reglugerðum, sem hólfa niður einstaka atvinnuvegi, takmarka samkeppni, minnka skilvirkni: Eins og sést á myndinni, sem starfsmenn The Economist bjuggu til, þá var meðal-hagvöxtur á mann á neikvæður um 1% á sl. áratug.
  • Þetta var áratugur góðæris víðast annars staðar um hinn vestræna heim, en Ítalía virðist hafa misst af góðærinu.
  • En, Ítalía virðist þessa stundina vera stödd nokkurn veginn í fullkominni kyrrstöðu, hagkerfislega séð, þ.e. stöðnun - en varð fyrir umtalsverðu viðbótar tjóni í kreppunni, sem ekki virðist að Ítalía muni vinna upp á næstunni eða nokkru sinni jafnvel.
  • Vandinn er að skuldirnar eru svo risastórar, en skuldir meira að segja Spánar eru eins og dvergur við hlið, að Ítalía þolir ekki mikla hækkun á vaxtakröfu, í ljósi mjög takmarkaðrar hagvaxtargetu. Þó svo Ítalir sjálfir spari mikið, bankarnir standi vel, Ítalir sjálfir eigi 53% skulda ríkisins þ.e. rétt rúmann meirihluta, þá er 47% í eigu erlendra aðila ekki lítið og - vegna þess hve hagkerfið er búið að vera slappt lengi hafa stjv. ekki getað lækkað þær, og klárt að þær verða ósjálfbærar innan fárra ára ef sem fram horfir að hagkerfið heldur áfram hægt og rólega að hrörna/visna eins og gamalmenni sem eldist.

The Economist: Lesið þessar greinar!

Oh for a new risorgimento  - For ever espresso - Renaissance men - Benvenuto, up to a pointThe ins and outs - Tangled webs - The cavaliere and the cavallo

Kannski er það Ítalía fremur en Spánn, sem sjónir markaðarins munu beinast að næst.

Samkv. Eurostat: 2010 - heildarskuldir stjv.

  1. Ítalía - 1.961.761million.€
  2. Spánn - 702.868million.€
  3. Belgía - 355.142million.€
  4. Grikkland - 281.927million.€ (algerlega úrelt tala í dag)
  5. Portúgal - 166.943million.€ (Einnig úrelt tala)
  6. Írland - 143.331million.€ (Einnig úrelt tala í dag)
Þó sumar tölurnar séu úreltar, gefur þetta samt sem áður glöggva mynd af mun á skala!

Til nánari glökkvunar eru skuldir Ítala upp á hærri upphæð en skuldir Frakklands. Þýskaland skuldar meir, en er mun stærra hagkerfi og með miklu betri hagvaxtarmöguleika.

Það er því ekki ofmikið að segja að Ítalía sé fíllinn í herberginu!

 

Niðurstaða

Fylgjumst nánar með fréttum á eftirmiðdaginn nk. mánudag, eða þá um kvöldið. Síðan, kom fram í frétt í dag, að gríska þingið eigi ekki að greiða atkvæði um stuðning við ríkisstjórn Papandreo á morgun, heldur nk. þriðjudag. Svo, þá mun ekki liggja fyrir þegar fjármálaráðherrar ESB aðildarríkja funda hvort stjórnin á Grikklandi lifir eða deyr. En líklega gerir hún það, og sennilega mun fundurinn gera ráð fyrir þeirri útkomu.

En ljóst er að orð mín frá því í upphafi árs eru að rætast, að því leiti að þetta ár virðist stefna í að vera virkilega spennandi - sbr. Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir gamla! Ekki þó víst að það verði alveg eins dramatískt og ég hélt þá að gæti orðið. En, möguleikinn þar um er þó enn til staðar!

 

Kv.


Lausn getur loks verið í sjónmáli, á pattstöðunni innan ESB um vandamál Grikklands!

En Angela Merkel á fundi hennar með Nicolas Sarkozy í dag virðist hafa gefið eftir, og er niðurstaða þeirra fundar á þá leið, sem er líklegt að Seðlabanki Evrópu sætti sig við. Ef svo er, þá getur verið að samkomulag um framhaldið komi jafnvel fram, á fundinum á nk. sunnudag.

En niðurstaðan er þá einfaldlega sú sem Seðlabanki Evrópu vildi allann tímann, og gaf ekki eftir hænufet. Sem sagt, að Grikkland fái nýtt lán sennilega á bilinu 70-100ma.€.

--------------------------------------------------------

Merkel Shifts on Greek Aid

  • "Ms. Merkel told a joint press conference with French President Nicolas Sarkozy that a so-called "Vienna initiative," code for a voluntary rollover of Greek bonds, could form the basis of a deal.
  • "The aim is the participation of the private sector on a voluntary basis, and the Vienna initiative, as it's known, is a good foundation, and I think we can move forward on this basis," Mr. Merkel said.
  • The original "Vienna initiative" was a successful gentleman's agreement among European banks in 2009 to maintain their lending operations in Eastern Europe during the global financial crisis.
  • The ECB and France support a similarly voluntary pact under which Greece's creditors would promise to buy new Greek bonds when existing bonds mature. Before Friday, Germany had expressed little confidence that such a gentleman's agreement would work, because investors are so averse to prolonging their exposure to Greek debt."

--------------------------------------------------------

Hugmynd þjóðverja var að spara 30ma.€ þ.e. kostnaður yrði 70ma.€ með því að knúið væri fram, með einhverjum hætti ótilgreindum, að fjárfestar endurnýji lán þegar þau falla á gjalddaga þ.e. láni aftur fyrir sömu upphæð - sbr. "rollover", en hugmynd Þjóðverja virtist vera að beita þá þrýstingi til að samþykkja ný lán á sambærilegum vöxtum og fylgiríkin væru að lána gagnvart og að auki til lengri tíma en áður.

  • Þetta eru auðvitað miklu mun hagstæðari kjör, en Grikkir fá á markaði - þannig miklu hagstæðari kjör en þeir aðilar, myndu líklega sjálfviljugir bjóða.
  • Þetta var augljóslega ekki unnt að knýja fram, nema með einhverjum ótilgreindum þrýstingi, þannig að aðilar væri ekki að taka í reynd frjálsa ákvörðum.
  • Þ.e. einmitt sá vinkill, sem Seðlabanki Evrópu hefur fett fingur út í - og lánsmats fyrirtæki, en þau hafa tekið þá afstöðu, að slíkt "coerced rollover" væri "default" eða greiðsluþrot í reynd.
  • Augljóslega, mun "Vienna initiative" ekki skila sambærilegum árangri, þannig að líkur eru umtalsverðar að margir kjósi frekar að fara með sína peninga annað - og að auki kjör verða líklega til mikilla muna óhagstæðari sbr. um 15% vextir á 10. ára lán, 28% á 2. ára.
  • Svo í reynd er þetta nær 100% eftirgjöf, og líklegt að lítill sparnaður verði af þessu, þ.e. lán verði ekki miklu lægra en áætlaður cirka 100ma.€ björgunarkostnaður.
  • Segjum á bilinu 90-100ma.€.

Svo Seðlabanki Evrópu, virðist hafa haft fullnaðarsigur eftir allt saman, eins og maður var löngu búinn að reikna með, maður er fyrst og fremst smá hissa að það tók þetta margar vikur, fyrir andstöðuna að brotna á því skeri, sem þvert "Nei" stjórnenda ECB hefur verið.

Spurning þó hvernig Sambandsþingið þíska mun taka þessu, en ekki lengra síðan en fimmtudaginn í síðustu viku, að þar var samþykkt ályktun með miklum meirihluta, sem kvað á um það að þátttaka einka-aðila í kostnaði við björgun Grikklands, yrði að vera veruleg og umtalsverð. 

Það gæti orðið nokkur þraut fyrir Merkel, að knýja í gegn því sem er í reynd fullkomin eftirgjöf.

Það á einnig eftir að koma í ljós hvort ríkisstjórn Grikklands, fær samþykkt trausts-yfirlísingu þings Grikklands nk. sunnudag. Ef ekki þá er stjórnin fallin. En, það má vera að meiri líkur en minni séu um það, að stjórnin haldi.

Fylgjast áfram með fréttum!

En ef allt fer vel - þ.e. gefum okkur að vel þíði að gríska ríkisstj. lifi, henni takist að knýja fram frekari sölu eigna og frekari niðurskurð útgjalda, Grikkir fá viðbótarlán sem þíðir viðbótarskuldir, þá verða samt skuldir Grikklands í restina með viðbótarlánum en sölu eigna á móti, a.m.k. 150% af þjóðarframleiðslu. Þetta segja óháðir hagfræðingar.

 

Ný spá AGS um hagvöxt í heiminum - fyrir áhugasama!

AGS lækkar aðeins spá um vöxt ársins í heiminum, vegna versnandi horfa í Bandaríkjunum. AGS reiknar samt með því enn, að vöxtur glæðist á seinni hluta árs. Sjáum til hvort það stenst.

Aðeins uppreiknuð spá um vöxt í Evrópu, þ.e. frá 1,7-2,0% sem þeir reikna nú með fyrir árið í ár.

Ógnanir virðast koma frá ríku ríkjunum, þ.e. vanda tiltekinna ríkja í Evrópu annars vegar og hins vegar frá Bandaríkjunum. Þeir umvanda við þau lönd, benda þeim á að spíta í lófana við það verk, að snúa við neikvæðri þróun skulda.

AGS segir lítið meira en þetta, en að sjálfsögðu þá getur þetta ástand skapað nýja heimskreppu, punktur sem AGS nefnir ekki - skiljanlega, en ætli að flestir séu ekki færir um það eins og ég, að lesa þarna á milli lína. AGS umvandar ekki af ástæðulausu.

 

Kv.


Kolbikasvart útlit Grikklands. Alan Greenspan segir gjaldþrot nær öruggt!

Spennan í augnablikinu er hvort gríska ríkisstjórnin fellur, en það ætti að vera ljóst af eða á, einhverntíma á morgun. En, ef stjórnin fellur þá verður ekki af innleiðingu frekari sparnaðar-aðgerða í Grikklandi, né fer sala ríkiseigna af stað. Þá fellur óformlegt samkomulag sem virðist nú óvænt hafa átt sér stað milli AGS og ESB, um að greiða Grikkjum út þann 20. júní nk.

En, ef stjórnin lafir, þá heldur það samkomulag, Grikkir fá peninginn frá AGS og björgunarsjóði ESB greiddann, sem þeir eiga að fá ef þeir standast endurskoðun - þá skv. pólitískri ákvörðun um að láta þá hafa þann pening, þó klárt sé að Grikkland hafi ekki staðist þá endurskoðun skv. viðmiðum AGS.

En, einhvern veginn, eru hlutir að þróast þannig - að reglum er vikið til hliðar umsvifalaust, þ.e. nauðsyn brýtur lög hugsunin, nær yfirhöndinni. Ég velti því fyrir mér, hvaða áhrif það hefur á trúverðugleika AGS, sjáið þessa grein þ.s. sá sem skrifar einmitt veltir því upp: How Long Can IMF Play the Contortionist?

Á sunnudag, verður neyðarfundur meðal ráðandi afla innan ESB og Evrusvæðis, þ.s. ákveðið verður formlega að greiða Grikkjum út þanng 20. nk. En, auðvitað verður sá fundur mun áhugaverðari, ef stjórnin fellur á morgun. En, ef svo fer, spái ég því að ESB muni samt láta Grikki fá peninginn, þó svo að þá hafi þeir ekkert pólitískt skjól af loforðum grískra stjv. 

"The IMF board plans to meet in the beginning of July to consider the next tranche of funding. "It's not so urgent as some people think," the senior IMF official said. "We have enough time to meet the next borrowing needs of Greece by the middle of July, so we have some time."" - (eftir þann tíma klárast peningarnir hjá grískum stjv. ef þau hafa ekki fengið viðbótar pening fyrir þann tíma).

  • En ástæða þess að þeir munu líklega það gera, er að þá er eina alternatívið að Grikkland verði greiðsluþrota í júlí nk. - sem sagt innan 3-4 vikna héðan í frá.

Sjá: Greek Leader Vows to Stay and Fight Debt Crisis

Sjá einnig: Europe’s ‘Lehman Moment’ Looms as Greek Debt Unravels Markets: Euro Credit

Síðan Alan Greenspan:  Default by Greece ‘Almost Certain’: Greenspan

“The problem you have is that it’s extremely unlikely the political system will work” in a way that solves Greece’s crisis, Greenspan, 85, said in an interview today with Charlie Rose in New York. “The chances of Greece not defaulting are very small.” - "The chances of Greece defaulting are “so high that you almost have to say there’s no way out,” said Greenspan, who ran the central bank from 1987 to 2006. That may leave some U.S. banks “up against the wall.” - "Greece’s debt crisis has the potential to push the U.S. into another recession, Greenspan said. Without the Greek issue, “the probability is quite low” of a U.S. recession, he said."

Greenspan er eðlilega umdeildur. En, hann samt hefur enn mikla virðingu sem hagfræðingur.

 

Hvað gerist með grískar skuldir, ef "baylout" heldur áfram?

Greek sovereign liabilities (assuming gross financing need is met by official loans incl ECB holdings) - JPMorgan

Svarið er einfalt, eins og myndin sýnir, sem teiknuð var upp af hagfræðingi starfsmanni JP Morgan bankans, að því lengur sem hent er peningum í Grikkland, því hærra hlutfall skulda Grikkja endar í rauneigu hinna aðildar-landa Evru.

Línurnar renna í kross, á þeim punkti þegar cirka jafn mikið af skuldum Grikklands er í eigu aðildarríkjanna í gegnum björgunarsjóðinn, og annarra aðila.

Síðan eftir það, verður sí stækkandi meirihluti skulda Grikkja í eigu aðildarlandanna, í gegnum björgunarsjóðinn og þannig, bjarga í reynd skattgreiðendur aðildarríkjanna bönkum og öðrum fjármálamönnum út úr þeirri snöru, að eiga grískar skuldir. 

En, þá greiða Grikkir þeim með lánspeningunum, þær skuldir klárast þ.e. greiðast upp, en eftir verður skuldin við aðildarlöndin, og hún smám saman hærra hlutfall heildarskulda Grikkja.

"Baylout" er í reynd björgun, til handa fjármagnseigendum og bönkum, sem voru svo vitlausir að lána Grikkjum fé - reikningurinn endar hjá skattgreiðendum hinna landanna, þegar kemur að óhjákvæmilegum afskriftum skulda Grikklands.

Skattgreiðendur hinna landanna, hafa vaknað og eru farnir að beita eigin ríkisstjórnir þrýstingi. Þess vegna hefur verið þetta stapp undanfarnar 4. vikur - löngu eftir að maður reiknaði með, að ríkisstjórnirnar segðu já og amen.

Þess vegna, varð ekkert samkomulag sl. þriðjudag, þess í stað var ákveðið að halda áfram að rífast um hugsanlegann björgunarpakka til handa Grikklandi, til að fjármagna Grikkland næstu 3. árin; fram í 1. viku júlí nk.

 

Niðurstaða

Ég vorkenni Grikkjum. Þetta er þjóð sem raunverulega getur orðið fátæk aftur.

PS: Leiðrétting, gríska þingið mun víst ekki greiða atkvæði um stuðning sbr. "wote of confidence" fyrr en nk. sunnudag. Svo hvort ríkisstj. Grikklands hefur það af, verður ekki ljóst fyrr en þá.

 

Kv.


Ný leið, sem getur leyst vandamál okkar með stýringu krónunnar!

Ég er að tala um áhugaverða hugmynd sem Jeffrey Frankel, við Harvard háskóla, setti fram í grein sinni árið 2003. En hann setur hana fram einmitt fyrir lítil auðlyndaháð hagkerfi. Síðan, hefur hann aftur skrifað grein um efnið, sem er mun nýrri þ.e. frá 2010.

A Proposed Monetary Regime for Small Commodity Exporters: Peg the Export Price (‘PEP’)* Jeffrey Frankel, Harvard University, 2003. 

A Comparison of Monetary Anchor Options, Including Product Price Targeting, for Commodity-Exporters in Latin America - Jeffrey Frankel, Harvard University, 2010.

Ég rakst á þessar greinar í netleit á "scolar.google.com" sem er undirleitarvél google sem leitar einungis í samhengi fræðigreina.

-------------------------------------Tekið úr fyrri grein

"The study offers a new proposal, called PEP (peg the export price). The idea is most relevant for a country that is relatively specialized in the production and export of a particular mineral or agricultural commodity. The proposal is to commit to a monetary policy that fixes the local-currency
price of the export commodity."

"Operationally, the most practical way to implement the PEP proposal might be for the local central bank daily to announce a exchange rate against the dollar that varies perfectly with the daily dollar price of the commodity in question on world markets, and to intervene to defend that exchange rate. That technique would be equivalent to fixing the price of the commodity in terms of local currency."

"Governments can achieve anti-inflation credibility by being seen to tie their hands in some way so that, in the future, they cannot follow expansionary policies, even if they want to. Otherwise, they may be tempted in a particular period (such as an election year) to reap the short-run gains from expansion, knowing that the major inflationary costs will not be borne until the future. A central bank can make a binding commitment to refrain from excessive money creation via a rule, a public commitment to fix a nominal magnitude."

"This study argues that, for those small countries that want a nominal anchor and that happen to be concentrated in the production of a mineral or agricultural commodity, a peg to that commodity may, in fact, make perfect sense. For them, fluctuations in the international value of their currency that follow from fluctuations in world commodity market conditions would not be an extraneous source of volatility. Rather, they would be precisely the sorts of movements that are desired, to accommodate exogenous changes in the terms of trade and minimize their overall effect on the economy. In these particular circumstances, the automatic accommodation or insulation that is normally thought to be the promise held out only by floating exchange rates, is instead delivered per force by the pegging option. Thus PEP gives the best of both worlds: adjustment to trade shocks and the nominal anchor."

--------------------------------------------------------

Er þetta rétta aðferðin?

  • Það sem er áhugavert við þetta, er hugsanlegur möguleiki á að samþætta aukningu trúverðugleika, við þann möguleika að viðhafa samt fyrirkomulag er tryggir nauðsynlegann sveigjanleika.
  • Gengið sem sagt lækkar þá sjálfkrafa ef verð lækka - á móti hækkar það einnig sjálfkrafa ef verð hækka.
  • Trúverðugleiki vinnst með því, að eins og ef tenging væri við gjaldmiðil, þá er gefin út bindandi regla sem er lögfest - jafnvel má íhuga að setja hana sem stjórnarskrár ákvæði. Seðlabankinn sér um að framfylgja þeirri reglu.
  • Vegna þess að reglan tryggir nauðsynlegann sveigjanleika, þá skapast ekki sá þrýstingur eða ógnun við tenginguna, sem getur orðið til ef tenging er við t.d. gjaldmiðil annars lands og sá hreyfist í áttir sem henta ekki.
  • Né skapast ógnun sem fastgengisstefna getur orðið fyrir, ef þ.e. verðfall á mörkuðum og þ.e. stórt, og lækkunarþrýstingur myndast á gengið þ.e. markaðurinn fer að veðja á fall.
  • En tegund tengingar ætti einmitt að skila því að gengið sé mun líklegra til að vera rétt út frá stöðu hagkerfisins, þegar við erum að tala um hagkerfi sem eru mjög háð tiltekinni afurð eða auðlynd.
  • En, einmitt vegna þess, að aðferðin ætti að tryggja að oftast nær sé lítill munur á milli útgefins verðs gjaldmiðils og þess verðs sem markaðurinn vill viðhafa, þá ætti oftast nær ekki vera þörf fyrir nein umtalsverð inngrip Seðlabanka til að viðhalda tengingar-virðinu, hverju sinni.
  • En, punkturinn er að markaðurinn er mjög ólíklegur til að veðja gegn krónunni, ef verðið er rétt.
  • En ef aðili veðjar gegn, þegar verðið er rétt, sjá aðrir aðilar sér hag að kaupa, svo verðið leitar til baka. Þetta vita markaðs aðilar, og þeir veðja sjaldan gegn sjálfum markaðinum. En meira að segja sterkir aðilar gera slíkt ekki.
  • Hætta er fyrst og fremst á andstæðum veðmálum, þegar þarf að verja tengingu, sem einhverra hluta vegna, er ekki lengur gegn raunverulegu markaðsvirði, sem einmitt gerist þegar tengt er við annað hvort annan gjaldmiðil eða viðhöfð er fastgengisstefna. Þá geta einungis Seðlabankar með mjög djúpa vasa, varist áhlaupi.
  1. Að auki nefni ég það til, að þar sem gengið hækkar jafn sjálfvirkt og það lækkar, þá skilar aukinn kaupmáttur sér til launþega alveg sjálfvirkt - þegar staða á mörkuðum batnar.
  2. Við þetta bætist, að kaupmáttaraukning með gengishækkun, er verðbólgu hjaðnandi - þ.e. verð lækka.
  3. Þannig á sér stað kaupmáttaraukning, án verðbólguskots af völdum víxlverkunar við verðlag.
  4. Það ætti því algerlega að verða óþarft, að viðhafa nokkrar umtalsverðar kauphækkanir yfir línuna, og samningar ættu að gera verið til langs tíma, og þeir ættu ekki að snúast nema að litlu leiti um laun, þ.e. aðra þætti sem koma kjörum við.
  5. Ég er að tala um, til muna lægri verðbólgu - og því mun lægri vexti, að auki að sparnaður ætti að vera þá traustari fyrir bragðið.
  • Ég er að tala um raunverulegann stöðugleika, að því marki sem hann er mögulegur hér!

 

Vandi?

Fyrst og fremst spurning um útfærslu. Við myndum miða við verð í Evru, en þá er spurning fyrst og fremst um þá útfærslu, akkúrat hvernig mælingin á verðum sem notuð er sem viðmið er framkvæmd.

  • Þetta getur þítt, að jafnhliða verði að lögfesta að allur fiskur sé seldur á einum sameiginlegum fiskmarkaði, hér.
  • Bannað að fljúga eða sigla beint með afla úr landi, án viðkomu á fiskmarkaðinum.
  • Verð verði bæði í krónum og Evrum, en ég er ekki hræddur um, að þetta muni skaða verðmyndun eða aðila á markaði, þ.s. Evrópu vantar fisk þá myndu aðilar koma hingað og kaupa hann.
  • Íslenskur miðlægur markaður, myndi festa sig í sessi fljótt.
  • Þannig fengist það viðmiðunarverð, sem þá verður þörf fyrir.
  • Álverð er ekki vandi, þ.s. alþjóðlegur markaður með ál, er rekinn í stórum kauphöllum erlendis, og nægar upplýsingar þaðan að fá.

En ég held, að tenging okkar yrði að vera við bæði fisk og ál, þ.e. skiptingin milli er cirka 50/50 þegar kemur að vöru-útflutningi, þ.e. hvor grein með cirka 40% að meðaltali af vöruútflutningi.

 

Niðurstaða

Ég skal viðurkenna að ég er orðinn hrifinn af þessari hugmynd. En, fljótt á litið virðist þetta geta tryggt okkur það ídeal ástand, sem við viljum stefna að. 

Þ.e. trúverðuga stefnu sem jafnframt er sveigjanleg, og því viðheldur trúverðugleika sínum.

Að auki, lægri verðbólga. 

En, sannarlega skapar sjálfvirk lækkun verðhækkanir eins og sjálfvirk hækkun skapar verðlækkanir. 

En, á móti ætti sú fullvissa að launþegar fái lækkun strax til baka um leið og ástand batnar á mörkuðum, að leiða til þess að unnt ætti að vera að skapa ástand, þ.s. kjarasamningar eru til langs tíma og ekki lengur verið að hækka laun að neinu ráði, þ.e. ekki meir en gerist og gengur í Evrópu.

Þá hverfur sú víxlverkan launa og verðlags sem er hér stöðugt vandamál, og að auki er oft orsök gengisfalls - þ.e. sjálfstæð örsök burtséð frá verðbreytingum á okkar meginafurðum.

Þannig, að þá skapast mun meiri stöðugleiki og friður um hagstjórnina.

 

Kv.


Hvernig er rétt að stýra krónunni? Flot eða tenging, ef tenging, þá tenging við hvað?

Ég hef undanfarna daga verið að kynna mér þá þekkingu sem til staðar er í heimi hagfræðinnar, um það hvernig er best að höndla þau vandamál, sem felast í því fyrir ríki sem eiga mikið undir einni eða tveim auðlyndum, þegar kemur að peningastjórnun.

En, við lestur margra fræðigreina á undanförnum dögum, er mér ljóst að vandamál ríkja sem sem eru háð einni auðlynd um a.m.k. 20% af tekjum, á sviði vöru-útflutnings, eru um margt keimlík.

Þ.e. vandamálin eru þau sem við þekkjum, viðvarandi óstöðugleiki sem skapar allskonar efnahagsvandamál, m.a. verðbólgu og "boom/bust" þ.e. hin dæmigerða íslenska hagsveifla á sér sína samnefnara víða annars staðar í löndum, sem einnig eru háð einni auðlynd fyrir a.m.k. 20% af útflutningstekjum.

 

Stóra spurningin er - hverskonar peningastýring hentar slíkum hagkerfum?

Annað sem hefur komið í ljós við lesturinn, er að flest slík hagkerfi í dag viðhafa einhverskonar útgáfu af stýrðu floti. Algengt er að notast sé við verðbólguviðmið.

En sögulega virðast þessi hagkerfi oft lenda í vandræðum með fastgengisstefnu, en þ.e. vegna þess að þó þú leitist við að halda genginu föstu, þá verða samt eftir sem áður sveiflur í þeim tekjum sem fást frá aðalútflutningsgrein. Þær sveiflur valda verðlags víxlverkunum, hvort sem þér líkar betur eða verr, og þrátt fyrir mjög stífar tilraunir til stjórnunar og aðhalds, virðist sem að innlendur kostnaður samt hækki smám saman, og fastgengisstefna fyrir rest leiði til þess að samkeppnifhæfni glatast og hagkerfið lendir í kreppu. Þannig lenti bæði Ástralía og Nýja Sjáland í kreppu með sína fastgengisstefnu og var hún afnumin 1983 og '85 í Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Ég held að ef við leitumst við að ganga inn í Evru, sem má kalla hina "ultimate" fastgengisstefnu, þá sé mjög veruleg hætta á því að við endurtökum vandamál þessara ríkja, sérstaklega Nýja Sjálands sem var með mjög stífa slíka, og lenti á barmi greiðsluþrots og á gjaldþrotsbarminum var ákveðið að hverfa frá því hagstjórnarmódeli. Hann Alex Jurschevski - Recovery Partners sem kom hingað aðstoðaði stjv. þar.

  • Sennilega er það hagkerfi í heiminum sem líkast því íslenska, Nýja Sjáland.
  1. Um 50% vöru-útflutnings hjá þeim, telst "commodity" eða hrávara, en sauðfjárrækt er þeirra aðal-atvinnuvegur. Þetta er enn hærra hlutfall en hlutfall fisks hjá okkur.
  2. Eins og við, hafa þeir eldfjöll - sem þíðir að eins og við hafa þeir háhita-auðlynd í og með.
  • Peningastjórnun þeirra er stýrt flot með verðbólgumarkmiði, reyndar var seðlabanki Nýja Sjálands, sá fyrsti sem tók upp þessa aðferð.
  • Ég bendi á, að ef við skoðum löndin í kringum okkur, nánar tiltekið auðlyndahagkerfi, þá hefur Noregur stýrt flot með verðbólgumarkmiði og það hefur einnig Rússland, en ekki síst Kanada. Öll þessi lönd hafa umtalsvert hlutfall vöruútflutnings sem tengist "commodity" eða hrávöru - þó það sé nokkuð innan 20% hjá Noregi og Kanada.
  • En rannsókn hagfræðinga sem hafa rannsakað auðlynda-hagkerfi, hafa sýnt fram á að 20% sé cirka það lágmark hlutfall vöruútflutnings, sem þarf til að auðlynd sé að hafa umtalsverð áhrif á þróun gengis gjaldmiðilsins, þau eru þá nokkru minni hjá löndunum tveim, en t.d. Ástralíu og Nýja Sjálandi þ.s. mjög skýr tenging kemur fram við skoðun hagfræðinga.

 

Hverskonar hagkerfi er Ísland?

Vandinn við það að greina Ísland er auðvitað að greina rétt, hverskonar fyrirbæri Ísland er. En Ísland er sannarlega smáríki eða nánar tiltekið dvergríki. Það er því freystandi að bera Ísland saman við önnur dvergríki. En á hinn bóginn, þarf að passa sig í þeim samanburði að vera ekki að bera saman epli og appelsínur, því eftir allt saman eru dvergríki einnig mjög ólík innbyrðis. Ef menn vanda ekki valið á samanburðarríkjum, geta menn lent í móa með ályktanir og samanburð.

Fyrir síðustu helgi, var sagt frá því á vef Seðlabanka Íslands að fram væri kominn ný fræðigrein þ.s. Ísland væri greint í samhengi, og því svarað hverskonar gjaldmiðilsstýring líklega væri best:

Exchange rate policy in small rich economies“, eftir Francis Breedon, Þórarinn G. Pétursson og Andrew K. Rose.

Greinin setur Ísland í samhengi allra smáríkja til dvergríkja í heiminum, sem nánar tiltekið, hafa tiltekna lágmarks þjóðarframleiðslu á mann, svo sleppt er fátækum þjóðfélögum og Ísland einungis borið saman við sæmilega stöndug slík. OK, þetta virðist ef til vill leikmanni fljótt á litið sanngjarn samanburður. En, vandi við slíkann samanburð er, að smáríki geta verið mjög ólík fyrir utan að vera smá og tiltölulega rík:

  • Ísland er dvergríki - og dvergríki sannarlega auðsýna öllu að jafnaði meiri og tíðari efnahags sveiflur en stærri ríki.
  • En, Ísland er einnig hagkerfi sem er mjög háð auðlyndanýtingu, og það á einnig við skv. niðurstöðum fræðinga sem hafa stúderað auðlyndaháð hagkerfi, að því stærra sem hlutfall útflutnings kemur frá auðlyndum því stærri og tíðari eru efnahags sveiflur.
  • Ísland sem hvort tvegga í senn, dvergríki og mjög háð auðlyndum, er því eðlilega mjög sveiflukennt.

Það sem verður að hafa í huga, er að Ísland verður að setja í rétt samhengi, þ.e. við erum fyrst og fremst auðlyndahagkerfi "commodities exporting economy" eða "resource baced ecomy".

Þetta er mikilvægt, því okkar hagkerfi hefur margvísleg samkenni með öðrum auðlyndaháðum hagkerfum, sbr. Ástralía, Rússland, Nýja-Sjáland, Brasilía og auðvitað Noregi.

Síðan, þ.s. við erum örhagkerfi, þurfum við að greina nánar þau smærri auðlyndaháðu hagkerfi, sem finnast á hnettinum.

 

Gallar við grein þá sem vitnað er í á vef Seðlabanka Íslands

Stærstu gallarnir:

  1. Röng samanburðar lönd.
  2. Fræðilega umfjöllun um eðli hagkerfa sem eru háð auðlyndum, kemur hvergi við sögu, né er athugað hvort eða að hvaða leiti, auðlyndanýting spilar rullu í vali ríkja á gjaldmiðils stýringu.

Ég held því fram að þessir gallar séu það alvarlegir, að ritgerðin sé nánast "worthless".

Ég bendi fólki að skoða myndina á bls. 30 (32 í pdf) en eins og sést þar, er Ísland í hvert sinn "far outlyer". Það hefði átt að sýna rannsakendum, að þeir væru ekki með samanburðarhæf lönd við Ísland.

Lönd notuð í samanburðinum:

Andorra, Antigua, Aruba, Bahamas, Bahrain, Barbados, Bermuda, Brunei, Caymans, Cyprus, Equatorial Guinea, Estonia, Faroe Islands, French Polynesia, Greenland, Grenada, Guam, Guernsey, Iceland, Isle of Man, Jersey, Latvia, Liechtenstein, Luxembourg, Macau, Malta, Mauritius, Netherlands, Antilles, New Caledonia, Oman, Qatar, San Marino, Seychelles, Slovenia, St. Kitts & Nevis, St. Lucia, Trinidad & Tobago

  • Vandinn er sá að of mörg þessara landa eru þannig, að Ísland á ekki neitt sameiginlegt með þeim annað en smæðina og hugsanlega sambærilegt ríkidæmi í nokkrum tilvikum.
  • Þannig, verður meðaltal byggt á þíði þ.s. flest lönd hafa mjög ólíkann hagkerfisgrunn, að viðmiði sem hefur mjög lítið að gera við okkar aðstæður.
  • Ályktanir á slíkum grunni verða lítils virði.
  1. Ímyndum okkur að einhver ætlaði sér að vinna samanburð á fyrirtækjum, hann væri eigandi að frekar stöndugu sjávarútvegsfyrirtæki sem væri lítið.
  2. Síðan keypti hann könnun en sá sem kannaði, tæki ákvörðun um að skoða öll stöndug lítil fyrirtæki á Íslandi óháð starfssviði eða starfsgrein.
  • Þetta er þ.s. ég á við, að ef þú ert með rangann samanburð þá lenda ályktanir úti í móa.

Eins og þeir réttilega benda á, þá hafa flest dvergríki í heiminum valið að festa gengi sitt við stærri gjaldmiðil, en síðan sleppa þeir að greina nánar þau lönd ásamt Íslandi sem velja flot.

En, eitt af því sem kemur fram í litteratúr um lönd sem eru háð auðlyndanýtingu, er að þau velja flest í seinni tíð "flot".

Flot hafi marga kosti fyrir þau, þ.s. það ef rétt er stýrt, sé sveiflujafnandi fyrir hagkerfi sem séu háð auðlyndanýtingu. Fyrir slík lönd, magni tenging þvert á móti hagkerfis-sveiflur.

 

Vandinn er að of margir hafa fyrirfram gefnar hugmyndir!

Mjög margir í dag, hafa þá grunnhugmynd að Ísland eigi að tilheyra Evrópu, og það ágæta fólk stundar því stöðugann samanburð á Íslandi og löndum í Evrópu. En vandinn er sá, að mjög fá auðlyndahagkerfi er þar að finna þ.e. Noreg og Rússland. Norðursjávargas og olía er megni til þrotið í dag, svo sú auðlynd er ekki lengur að spila mikla rullu fyrir Danmörku. Einnig hefur gasvinnsla farið minnkandi út sjó hjá Hollendingum, og í dag teljast ekki Holland, Danmörk né Bretland til auðlyndahagkerfa. 

  • Margoft er þó spurt, af hverju gengur okkur ekki eins vel að halda niðri verðbólgu eins og Dönum - eða Hollendingum eða Lúxembúrg o.s.frv.?
  • Svarið er einfaldlega að þau lönd búa ekki við stöðugar sveiflur, frá stórum framleiðsluþætti sem er a.m.k. 20% vöruútflutnings og er hefur tíðar stórar sveiflur hvað varðar þær tekjur sem sá þáttur skilar.

Þetta snýst ekki um einhvern allsherjar klaufaskap við stjórnun, þó klaufaskapur geri íllt verra, heldur það að þ.e. mjög raunverulega erfitt að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskap þegar sveiflur í tekjum á þætti sem vegur t.d. 30% af vöruútflutningi verða reglulega á bilinu 10-20%.

  • Þetta er vandamál auðlyndahagkerfa oft titluð "resource curse" í fræðigreinum, og margar greinar um "resource curse" eru til, þ.e. helsið af því að vera með stóra og gjöfula auðlynd. 

En, auðlyndir eru einmitt tvíeggjað sverð, þ.e. þær skapa tekjur en því miður sveiflukenndar tekjur, og það er einmitt "volatility" eða ójafnvægi sem þær sveiflur skapa sem er vandamálið, þ.e. framkallar "boom vs. bust" eða hina dæmigerðu ísl. hagsveiflu sem við öll þekkjum, sveiflur í verðbólgu oft stórar og sveiflur í atvinnustigi og gjaldmiðli einnig oft stórar.

  • Þetta sveifluvandamál hverfur ekki þó við vildum - við getum ekki óskað það í burtu - það eitt að skipta um gjaldmiði fjarlægir þær ekki og ekki heldur þau vandamál sem þær búa til.

Sú stýring sem við þurfum að viðhafa verður að snúast um sveiflujöfnun, og í því verðum við að gera betur - en þ.e. einmitt vegna þess að við erum auðlyndahagkerfi, sem mjög - mjög ólíklegt sé að Ísland geti þrifist innan Evru.

  • En, samanburður við fj. ríkja sem tekið hafa upp Evru er ómarktækur, þ.s. fram að þessu hefur ekki eitt einasta auðlyndahagkerfi tekið upp Evru - né gengið í ESB. 
  • Munið Norðmenn höfnuðu inngöngu tvisvar!

 

Þessar tölur má finna á vef Hagstofu Íslands:

Útflutningur eftir vinnslugreinum apríl 2010-2011

Sjávarafurðir38,036,8
Landbúnaðarafurðir1,41,7
Iðnaðarvörur57,755,5
Afurðir orkufreks iðnaðar44,243,2
  • Orkufrekur iðnaður er megnið af útflutningi undir liðnum "Iðnaðarvörur".
  • Samanlagt fiskafurðir + afurðir orkufreks iðnaðar = 82,2% vs. 80%.
  • Hafið í huga, að ál er einnig "commodity" þ.e. hrávara.
  • Svo við höfum það á hreinu, þá er cirka 80% vöruútflutnings "commodities" svo okkar hagkerfi er mjög - mjög klárlega "commodities exporting" fyrst og fremst.
  • En í umfjöllun um auðlyndahagkerfi virðist útflutningur hráefna eða hrávara almennt séð, sýna svipaða hegðan, burtséð frá því hvort varan er málmur eða málmgrýti eða matvæli eða aðrar afurðir landbúnaðar en matvæli. Hér tel ég fisk með matvælum.
  • Við erum í flokki auðlyndahagkerfa með hvað einna hæst hlutfall vöruútflutnings tengdann auðlynd eða auðlyndum, og því erum við í flokki ríkja sem auðsýna hvað einna sterkust einkenni þau, sem auðkenna dæmigerð auðlyndahagkerfi.
  • Það er því nánast alveg brjáluð hugmynd, að það geti gengið upp fyrir okkur, að ganga inn í samstarf um Evru. Umræða þeirra sem einna mest halda fram þeim kosti, einkennist af því að þeir leitast við að gera sem mest lítið úr áhrifum auðlynda okkar á hagkerfið. Leitast við að kenna einfaldlega slæmri stjórnun, um það reglubundna sveifludæmi sem við höfum haft hér. Þó svo það sé einmitt eitt af höfuðeinkennum auðlyndahagkerfa, afskaplega dæmigert. Að auki, er algengt að kenna krónunni sjálfri um, sagt að hún sé óstöðug og vandinn einfaldlega greindur sem gjaldmiðilsvandi, því lausnin einföld að skipta honum út; en þetta umtal leiðir alveg hjá sér þá staðreynd að Ísland er auðlyndahagkerfi, og það að sveiflur á gjaldmiðlinum séu mjög verulegu leiti útskýranlegar með sveiflum í megin útflutningsgreinum sé fullkomlega nægileg sönnun að svo sé. Þannig að slíkar sveiflur einfaldlega hverfa ekki með svo einföldum hætti að skipta gjaldmiðlinum út, né þau vandamál sem þeim fylgja - það eina sem vinnst með gjaldmiðilsskipum er að fjarlægja sveiflujafnarann. Hvernig það á ekki að leiða til vandamála, þegar sveiflur verða áfram samt á ferðinni, er ekki nægilega útskýrt. Einhvern veginn neita menn að taka á því vandamáli. Síðan er stundaður stöðugur samanburður á eplum og appelsínum, og spurt þá bent á hagkerfi sem ekki eru auðlyndahagkerfi, af hverju ætti okkur ekki að takast að ganga inn í Evru? En staðreyndin er sú, að ekki eitt einasta auðlyndahagkerfi í dag tilheyrir ESB né Evrusvæðinu. Að auki, þá viðhafa auðlyndahagkerfi í heiminum flest hver óháð stærð þá stjórnun, að hafa eigin gjaldmiðil og verðbólgumarkmið. Það er einhver ástæða fyrir þessu vali.

 

Fræðileg umfjöllun!

Volatility and the Natural Resource Curse, Frederick van der Ploeg and Steven Poelhekke
  • "Fourth, countries that depend a lot on natural resources are much more volatile. Countries with a share of natural resource exports in GDP greater than 19% (the top quartile) have a staggeringly high standard deviation of output growth of 7.37 %-points.
  • Figure 2 also indicates that resource-rich countries have greater macroeconomic volatility.
  • Figure 3 shows that world commodity prices are extremely volatile and are the main reason why natural resource export revenues are so volatile. Crude petroleum prices are more volatile than food prices and ores & metals prices.
  • Volatility of agricultural raw material prices is less, but still substantial. Monthly price deviations of 10%-points from their base level (year 2000) are quite normal."
  • "These results suggest, in contrast to the previous literature, that volatility of commodity prices is a key feature of the resource curse."
  • regression 7d suggests that well-functioning capital markets reduce the effect that shocks in the resource share have on volatility.
  • Consistent with the model of section 2, a stable share of natural resources in GDP does not increase volatility by itself, but rapid fluctuations in the share through prices create liquidity constraints and harm growth.
  • Financial development gives a country the means to deal with sudden changes in resource revenues even when controlling for terms-of-trade shocks.

Það ætti ef til vill ekki að koma á óvart, að lykilbreyta skv. þeirra rannsókn í því hvort auðlynd valdi tíðum hagkerfissveiflum, sé tíðni vs. stærð verðsveiflna á viðkomandi afurð á mörkuðum.

  1. Svo þ.e. hlutfall útflutnings því hærra því meiri óstöðugleiki, vs. tíðni og stærð verðsveiflna.
  2. Að auki, þá virðist sem að þróaðri lönd með þróaðann fjármálastofnanir, geti unnið betur úr sveiflum óháð hlutfalli auðlyndar af landsframleiðslu.

Það gefur til kynna að þróuð lönd geti fundið leiðir til að draga úr neikvæðum hliðum þess, að hafa gjöfula auðlynd, svo þau njóti frekar kostanna.

  • "We have shown that the resource curse is foremost a problem of volatility."
  • Volatility can fortunately be reduced provided that countries have a sound financial system to cope with large and sudden fluctuations in resource income.
  • Fewer capital account restrictions, openness and physical access to world trade also lower volatility.
  • Countries can turn the curse even into a blessing, because we find evidence for a positive direct effect of natural resource dependence on growth after controlling for volatility.
  • The key to a turn-around for many resource-rich countries is financial development, ensuring openness...because the indirect negative effect of resource dependence on growth, via volatility, is much larger than any direct positive effect.
  • While it may be difficult to lower price volatility of resources themselves, it should be feasible to deal with volatility in a more efficient way. 

Með öðrum orðum, að hafa auðlynd er gott - svo fremi sem þér tekst að finna lausn á sveiflunum! Varðandi Ísland þá er sveiflan á mikilvægi sjávarafurða sl. 5 ár er á bilinu 35-40% af öllum vöruútflutningi. Megnið af restinni af vöruútflutningi er ál sem telst einnig "commodity".

  • Við erum því mjög klárlega í flokki þeirra lands sem hvað mest eru háð útflutningi á því sem á ísl. mætti kalla hrávöru sem gróf þíðing á orðinu "commodity" eða cirka 80% af vöruútflutningi.
  • Það að Ísland að auki er dvergríki magnar svo ástandið enn meir, þ.e. smærri ríki eru jafnaði óstöðugari en stærri.
  • Ef að auki hagstjórn er lélegt, þá bætir það í og eykur sveiflutíðni og stærð sveiflna.

Spurningin er þá hvernig sé rétt að glíma við sveiflur, sem er þá spurning um sveiflujöfnun?

Við höfum farið þá leið að vera með eigin gjaldmiðil til sveiflujöfnunar - við höfum opið hagkerfi - við höfum nokkuð vel þróað bankakerfi.

En, enn sem komið er, er okkur ekki að takast alveg nægilega vel, að glíma við sveiflurnar.

En til afsökunar má ef til vill færa, að við séum með frekar erfitt sveiflujöfnunar verkefni, þ.e. að vera svo óskaplega háð einungis 2. auðlyndum, á sama tíma að við erum dvergríki.

 

Er krónan hrávöru gjaldmiðill?

Commodity currencies and the real exchange rate, Paul Cashin, Luis F. Céspedes, and Ratna Sahay

Þetta er mjög áhugaverð grein fyrir okkur vegna þess, að höfundar taka sérstaklega fyrir öll hrávöru hagkerfi heimsins, og greina gjaldmiðla þeirra skv. þeirri forsendu, hvort virði þeirra stjórnist af verðsveiflum á hrávörumarkaði.

Þetta er lykilpunktur varðandi krónuna, hverskonar ella er hún.

Sjá Töflu 2. Þar kemur fram - að krónan er í hópi gjaldmiðla þ.s. ekki er unnt að sanna "0" kenninguna um engin áhrif virðis hrávara á þróun gengis. Fylgni er sterk eða 40,9%.

Þrátt fyrir þetta er fylgnin einna veikust, t.d. mun sterkari fyrir gjaldmiðil Ástralíu. Að auki þá stuðlar 10% hækkun á fiskverði einungis að meðaltali að 1,62% krónunnar að meðaltali.

Á hinn bóginn, þegar þeir könnuðu nánar orsakasamhengi sbr. Tafla 3, þá kemur í ljós að helmingunartími fyrir Ísland þ.e. sá tími er líður frá verðbreytingu á fiski til breytingar á gengi, er einungis 8. mánuðir. Sem þeir segja mjög skjóta aðlögun.

Að þeirra mati, sé snöggur aðlögunartími, sterk vísbending þess að það sé örugglega viðkomandi hrávara, sem sé meginstýring gengissveiflna viðkomandi gjaldmiðils.

Ergo - krónan er hrávöru gjaldmiðill.

 

Real Exchanges Rates in Commodity Producing Countries: A Reappraisal; Vincent Bodart1, Bertrand Candelon2, Jean-Francois Carpantier3

Þessi grein er áhugaverð, því hún er endurskoðun, þ.e. endurtekur sambærilega greiningu.

  • "Anticipating on our results, we nd that the price of the leading commodity is a long-run determinant of the real exchange rate of countries where the main commodity accounts for at least 20 percent of the total merchandise exports of the country.
  • We also find that the higher the specialization of the country, the larger the elasticity."

Því miður slepptu þeir öllum þróuðum ríkjum. En, niðurstaða þeirra er þó áhugaverð, að þeir finna sterkt samhengi milli verðþróunar gjaldmiðils og útflutningsafurðar ef hún nær því að vera 20% af vöruútflutningi.

Þessi niðurstaða má segja að staðfesti niðurstöðu fyrri rannsakendanna, og verður að telja mjög líklegt að þeir hefðu séð sömu fylgni með Íslandi og krónunni, með fiskafurðir milli 30-40% vöruútflutnings. Síðan ál cirka önnur 40% vöruútflutnings, samtals um 80%.

 

Ástralía og Nýja Sjáland, 2 þróuð auðlyndaháð lönd!

Commodity currencies, Yu-chin Chen and Kenneth Rogoff

  • To varying degrees, all three countries can plausibly be described as ‘commodity economies’, due to the large share of their production and exports accounted for by primary commodity products.
  1. For at least the past decade, commodities have maintained a 60% share of Australia’s total exports, with wool, wheat, and various metals being examples of its leading exports.
  2. In New Zealand, while the share has declined from a hefty two-thirds in the late 1980s, primary commodities continue to account for more than half of its total exports in recent years.
  3. By comparison, Canada has a larger and more developed industrial base, though it continues to rely on commodity products such as base metals, forestry products, and crude oil for more than a quarter of its exports. 
  • The world prices of commodity exports, measured in real US dollars, do appear to have a strong and stable influence on the real exchange rates of New Zealand and Australia.

Takið eftir hvað Ástralía og Nýja Sjáland, mynda áhugaverðann samanburð við Íslands, með a.m. 50% útflutnings innan skilgreiningarinnar "commodities" eða afurðir auðlynda.

Niðurstaða greiningar er, að hvað Ástralíu og Nýja Sjáland varðar, virðist raunverulega sveiflur í verði þeirra afurða er koma frá auðlyndum, ráða mestu um sveiflur í gengi.

 

Exchange rate policy in advanced commodity exporting countries, Australia and New Sealand, Adrian Blundell-Wignall and Robert G. Gregory

Það sem kemur fram í grein þeirra er áhugavert, en þ.e. að í báðum löndum síðan stýrt flot var tekið upp á 9. áratugnum, hefur gengi beggja fylgt mjög nákvæmlega sveiflum í á markaðsvirði helstu útflutninga-afurða beggja landa. 

Í báðum löndum var stýrt flot tekið upp, eftir að fastgengis-stefna hafði endað með brauki og bramli á seinni hluta 8. áratugarins. En, ég þekki það úr öðrum áttum að Nýja Sjáland varð nærri gjaldþrota.

En vandinn var sá, að þó svo leitast væri við að halda gengi föstu til að lágmarka verðbólgu, varð ekki hjá því komist að sveiflur urðu samt. Í báðum löndum hrakaði samkeppnishæfni jafnt og þétt, þ.s. sveiflur í verðum á útflutningi leiddu inn í hagkerfin í verðsveiflur innan þeirra, sem framkallaði verðbólgu og hækkandi raungengi, þannig að verð og laun hækkuðu og að lokum komust bæði hagkerfin í vanda þ.s. útflutningi hrakaði - Nýja Sjáland eins og þekkt er úr öðrum áttum varð nær greiðsluþrota.

Síðan stýrt flot var tekið upp á 9. áratugnum, hafi verulegar sveiflur orðið á gengi, sem hafi ímist hækkað eða lækkað í báðum löndum, en í takt við sveiflur í afurðaverði. Þetta hafi þó samt skilað lægri verðbólgu í báðum löndum, og það tap í samkeppnishæfni sem varð á 8. áratugnum hafi ekki verið endurtekið.

----------------------

Það áhugaverða er, að þegar verð hækka þá virðast bæði löndin hækka gengið til þess að draga úr verðbólguáhrifum sem annars verða, þegar vel árar í útflutningsgreinum þ.e. verðin eru góð.

Með þeirri stýringu hefur þeim tekist að sögn, að ná fram lægri raunverðbólgu með floti en fastgengisstefnu, þó svo sveiflur á genginu hafi oft verið umtalsverðar.

Best að muna að í þessu njóta þessi hagkerfi að vera mun stærri þjóðfélög. Vegna þess að við erum örhagkerfi, þá hefur reynslan sýnt að gengishækkun getur verið áhættusöm leið - þetta getur samt verið stýriaðferð að semja við verkalýðsfélög að heimila gengishækkun í stað launahækkana. Þá er víxlverkan launa við verðlag forðað.

En, þessu þarf samt að stilla í hóf, því ekki má hækka svo gengið að skapist viðskiptahalli eða að útflutningsgreinar lendi í vanda.

Reynsla þessara 2-ja landa er þó ef til vill til eftirbreytni, að velja frekar að sveifla genginu upp þegar tekjur í útflutningi aukast, auka kaupmátt með þeim hætti sem þá ekki er verðbólguhvetjandi heldur þvert á móti, dregur úr henni.

 

Rússland, stærsta auðlyndaháða hagkerfi heimsins!

OECD: Economic Survey of the Russian Federation, 2009

"Initially, there was the 50% real depreciation of the rouble at the time of the 1998 crisis,
which sparked a recovery driven by import substitution and facilitated by substantial underutilisation of capital, allowing rapid growth to occur without high rates of investment."

"This episode revealed the weakness in the monetary policy framework and illustrated that holding to
a fixed exchange rate or managing a float for an extended period is difficult, as serious conflicts with fundamentals are likely to arise sooner or later, particularly in a commodity‑dependent economy."

"The sharp depreciation of the rouble against the dollar in particular (related to falling oil prices and the deterioration in the private capital account) greatly increased the burden of foreign currency corporate debt, which has risen considerably in recent years."

Eins og sést af skýrslu OECD þá upplifði Rússland mjög sambærilegt "boom and bust" því sem kemur okkur kunnuglega fyrir sjónir, þ.e. fyrri krýsa endar með stóru gengisfalli sem framkallar hraðann viðsnúning, síðan kemur hagstæð verðþróun sem hækkar um tíma lífsstandard og verður mikil aukning á innflutningi. Skuldsetning eykst einnig bæði innlend og erlend. Síðan, þegar verðfall á mörkuðum á helstu útflutningsmörkuðum verður, hrynur rúblan - erlend lán hækka í hlutfalli við rúblu, lífskjör versna snarlega, verðbólga fer af stað. 

Ekki kemur það fram í þessari skýrslu, en í dag hefur Rússland aftur rétt við sér, og hefur hækkað verð á olíu og gasi, skilað þeim viðsnúningi. Þetta hefur einnig skilað því að gengi rúblu hefur styrkst nokkuð á ný. Lífskjör fara aftur batnandi.

Svona "boom-bust-boom" könnumst við mjög vel við, ekki satt? :)

 

Accumulation of Foreign Exchange Reserves and Long Term Growth, Victor Polterovich - Central Economics and Mathematics Institute, RAS; Vladimir Popov - New Economic School (NES), 2003, NES Working Paper  

"Cross-country regressions, reported in this paper for 1960-99 period, seem to suggest that the accumulation of foreign exchange reserves (FER) contributes to economic growth of a developing economy by increasing both the investment/GDP ratio and capital productivity. We offer the following interpretation of these stylized facts: (1) FER accumulation causes real exchange rate (RER) undervaluation that is expansionary in the short run and may have long term effects, if such devaluations are carried out periodically and unexpectedly; (2) RER undervaluation allows to take full advantages of export externality and triggers export-led growth; (3) FER build up attracts foreign direct investment because it increases the credibility of the government of a recipient country and lowers the dollar price of real assets. A three-sector model of endogenous economic growth (including a consumer good sector, investment good sector and an export trade sector) is suggested to demonstrate how undervaluation may improve social welfare. Concepts of FER accumulation trajectories and equilibrium trajectories are introduced. It is demonstrated that small udervaluation of the equilibrium exchange rate may be wealth improving."

Þetta er áhugaverð aðferð, og hann réttilega bendir á að hún hefur verið stunduð í nokkrum löndum Asíu, Kína er þekktast í dag.

En hún felst í því að útflutnings tekjur í reynd eru skattlagðar, en í reynd er þetta form af skattlagningu. Þannig, að hlutfall þeirra er alltaf lagt inn í gjaldeyrisvarasjóð.

Þar sem allar útflutningstekjurnar skila sér ekki inn í hagkerfið, þá veldur þetta stöðugri undirverðlagningu á gjaldmiðlinum og hún er í hlutfalli við raunskattlagningu þá sem er framkvæmd, þ.e. hvaða hlutfall gjaldeyris-innkomunnar er tekinn inn í sjóðinn. 

Undirverðlagning gjaldmiðilsins viðheldur samkeppnishæfni útflutnings, sem felst í sjálfvirk hvatning til frekari fjárfestinga í útflutningsatvinnuvegum.

Ef stöðugt er tekið sama hlutfall útflutningstekna í sjóð, þá stækkar hann sífellt, og einnig sífellt hraðar eftir því sem útflutningur eykst. Sjóðamyndunin sjálf, síðan skilar auknum trúverðuleika gjaldmiðilsins og hagkerfisins einnig.

Þetta er alveg hárrétt hjá honum, að þetta er fær aðferð eins og margsannað er fyrst af Japan, síðan S-Kóreu og nú Kína. Kína er frægt fyrir þann óskaplega stóra sjóð sem þeir hafa safnað með þessari aðferð.

Fyrir auðlyndahagkerfi, getur verið að þessi leið sé sérdeilis áhugaverð, því slíkann sjóð er einnig unnt að nýta til sveiflujöfnunar, eins og lagt er til í næstu grein.

 

Exchange Rate in a Resource-Based Economy in the Short-Term: The Case of Russia, Vladimir Popov, New Economic School (NES), 2005

"What should be the appropriate macroeconomic policy to minimize the volatility of output in a resource-based economy, i.e. in an economy that is highly dependent on export of resources with very volatile world prices? This paper examines the sources of volatility of output in Russia as compared to other countries and concludes that in 1994-2004 volatility of Russian growth rates was mostly associated with internal monetary shocks, rather than with external terms of trade shocks."

"In all countries that export resources with highly volatile prices, like Russia, volatility of economic growth is associated with volatility of RER, which in turn is mostly caused by the inability to accumulate enough foreign exchange reserves (FOREX) in central bank accounts and in stabilization funds (SF). However, in Russia, volatility of RER and GDP growth rates in recent 10 years was associated not so much with objective circumstances (terms of trade – TT – shocks), but with poor macroeconomic policies – despite intuition, volatility of real exchange rate (RER) was caused mostly by internal monetary shocks rather than by external terms of trade shocks."

"It is argued that the good (minimizing volatility) macroeconomic policy for Russia would be (1) not to generate monetary shocks (2) to cope with inevitable external shocks via changes in FOREX and SF, while keeping the RER stable."

  • Eins og fram kemur hjá Popov hafa stjórnunarmistök hjá hagkerfis stjórnendum verið einna versta efnahags vandamál Rússa. Hljómar kunnuglega.
  • Popov leggur til, að gjaldeyrisvarasjóði sé beitt til sveiflujöfnunar, þannig að þegar verð eru hagstæð fyrir aðalútflutningsafturð sé safnað í sjóð, síðan sé sjóðnum varið til að greiða fyrir halla á viðskiptajöfnuði er verður þegar lægðir koma í verð á aðalútflutningsafurð.

Þannig sé verðbólgu haldið í skefjum með því að halda genginu stöðugu.

Veikleiki þessarar aðferða er klárlega sá, að sveiflur geta verið misstórar eftir tímabilum, og það í báðar áttir. Þær geta einnig varað mislengi. Ekki víst að sjóðurinn dugi.

En hugsanlega getur slíkur sjóður samt tekið fyrir skammtíma sveiflur, - en ólíkegt að nokkru sinni verði unnt að búa til svo stórann sjóð að hann geti dekkað stóra sveiflu sem varir eitthver árabil.

Klárt að hugsa þessar 2. greinar í samhengi.

 

Can Oil Prices Explain the Real Appreciation of the Russian Ruble in 1998-2005?, Kirill Sossounov, Oleg A. Zamulin.

Ég skoðaði þessa grein ekki nákvæmlega, þ.s. hún fjallaði ekki um lausnir. En, fram kemur að olíuverð er ekki öll skýring hækkunar, heldur hafi einnig verið "investment boom" sem hafi komið ofan á þær hækkanir sem þeir geti skýrt með olíuverðs hækkunum.

En, slík "boom" eru mjög kunnugleg hér heiman að, og fram kemur hjá öðrum greinendum að þau eru klassísk þegar stjórnvöld gleyma morgundeginum og þjóðfélagið einnig - allsherjar bjartsýniskast gagntekur. Svo kemur dæmigert "bust". En, þegar þarna kemur við sögu er "bustið" ekki enn komið. En við vitum í dag að það átti sér stað í Rússlandi 2008.

Greinin er einfaldlega lýsing á hagkerfi statt inni dæmigerðu "boom"-i sem við könnumst við.

Þau eru einmitt eitt af einkennum auðlyndahagkerfa. Dæmi um stjórnunarvanda sem getur einkennt þau, þegar hagstjórnendur magna sveifluna frekar en að tempra hana.

 

OECD - Economic Survey of Russia 2009: Annex 3A.1 Inflation targeting in emerging markets and commodity-exporting countries, p. 90

Ég bendi á þessa grein, en þar má finna áhugaverðar nýlegar pælingar um stjórnunarvanda auðlyndahagkerfa.

 

Aðrar áhugaverða umfjallanir!

Monetary unions, external shocks and economic performance: A Latin American perspective, Sebastian Edwards, 2006

"I find that belonging to a currency union has not lower the probability of facing a sudden stop or a current account reversal. I also find that external shocks have been amplified in currency union countries. The degree of amplification is particularly large when compared to flexible exchange rate countries."

Þessi niðurstaða er áhugaverð sérstaklega vegna þess, að hún kemur fram áður en vandamálin á Evrusvæðinu, fóru af stað. 

Það merkilega við þessa niðurstöðu er að, alveg sama hvaða mælinga-aðferð hann beitir, þá byrtist alltaf þessi niðurstaða að hagkerfis-áhættan eykst með því að leggja af eigin gjaldmiðil. Svo niðurstaðan er "robust".

 

Commodity Risk Management and Development, Donald F. Larson - World Bank Development Research,  Group, Panos Varangis - World Bank - Agriculture and Rural Development Department, Nanae Yabuki - United Nations - Food and Agriculture Organization (FAO)

Ég held samt að mér lýtist ekki almennilega á þessa leið, en þetta snýst um að dreifa áhættunni með því að stunda veðmál um verðþróun, sbr. "hedging" - sem sagt kaup á afleiðum þ.s. spáð er í verð, og keypt skv. þeirri spá eða veðmáli. Þannig leitast við að minnka áhættu.

Þetta er sambærileg aðferð við það sem bankarnir stunduðu þegar þeir veðjuðu ímist með eða á móti krónunni, til að stýra gengisáhættu sinni.

Það havarí sem átt hefur sér stað á alþjóðamörkuðum, síðan 2008 hefur sýnt að þessi aðferð er einnig áhættusöm. Röng veðmál geta leitt til mjög umtalsverðra tapa.

 

Sjá einnig - Escaping the resource curse , Jeffrey Sachs and Robert E. Stiglitz.

Þetta er heil bók og ég lagði ekki í það verk að lesa hana spjaldanna á milli!

 

Er þetta launin sem við erum að leita að?

A Proposed Monetary Regime for Small Commodity Exporters: Peg the Export Price (‘PEP’)* Jeffrey Frankel, Harvard University. 

  • "The currency regime proposed in this study is not for everybody. For small countries, though, where a single commodity such as gold or oil makes up a large share of national production and exports, a novel strategy of pegging the currency to the price of that commodity might make sense.
  • Of course, this commitment would mean giving up the benefits of discretionary monetary policy, but some small developing countries have found those benefits to be elusive at best, and so have either already given up monetary independence anyway or are considering doing so.
  • For such a country, a peg to its export commodity may give the best advantages of both worlds: the enhanced credibility that dollarization or the gold standard is traditionally supposed to deliver, combined with the automatic adjustment to terms of trade shocks that floating rates are in theory supposed to deliver."

Ég rakst á þessa grein í einni af þeim mörgu netleitum ég gerði á "scolar.google.com" sem er undirleitarvél google sem leitar einungis í samhengi fræðigreina.

Þessi aðferð gæti hugsanlega virkað fyrir Ísland, en þá þarf að vera til staðar einhver leið til að vita dagleg markaðsverð fyrir fisk á erlendum mörkuðum.

Gengið okkar sé tengt sem að hans mati nái fram kostum tengingar, en á sama tíma vegna þess að gengið fylgir sveiflum í okkar aðal útflutningsafurð lendum við aldrei í vandræðum, með samkeppnishæfni í þeirri grein.

Þetta auðvitað gengur einungis meðan, sú grein er áfram ríkjandi undirstaða hagkerfisins. Um leið og einhver önnur grein, sem hefur aðra sveifluvirkni verður meir ríkjandi, þarf að endurskoða þetta. Hann nefndi þó möguleika, að það ætti einnig að vera unnt að tengja gengið við körfu sem búin er til úr megin grunnhagkerfis þáttum. 

Þannig gæti gengið verið tengt við fiskverð vs. verð á áli. Gengið fylgt einhvers konar vegnu meðaltali þeirra þátta. Þá væri komið tenging við 80% okkar vöru-útflutnings. 

Kannski er þetta lausnin sem við erum að leita að.

 

A Comparison of Monetary Anchor Options, Including Product Price Targeting, for Commodity-Exporters in Latin America - Jeffrey Frankel, Harvard University, 2010.

Frankel er klárlega með frekari umfjöllun um sína meginhugmynd í þessari nýju grein. Þetta er þó einungis hlekkur á "abstract" en þeir sem hafa áhuga geta í gegnum þessa síðu keypt greinina og niðurhalað henni.

 

 

Niðurstaða

Niðurstaðan er sú, að vegna þeirrar þarfar að jafna sveiflur, kjósa auðlyndahagkerfi almennt í dag, að viðhafa peningastjórnun með beitingu eigin gjaldmiðils sem þá tekur sveifluna, ímisst upp eða niður.

Reynsla Ástrala og Nýja Sjálands er góð, og áhugavert sérstaklega að hjá þeim hefur flot stuðlað að lækkun verðbólgu. Lykilatriðið þar virðist að þeir hækka gengið, í stað þess að hækka laun.

En gengishækkun er verðhjaðnandi en henni beita þeir þegar aukning verður í tekjum af auðlyndum, þannig að lífskjara-aukning er tekin út með kaupmáttaraukningu í formi gengishækkunar í stað launahækkana.

Gengið lækkar síðan á móti, þegar tekjur að meginútflutningsgreinum lækka. Þannig sveiflujafna þeir og um leið, forða því að vandræði skapist innan megin útflutningsgreina þegar tekjur lækka. Þetta sýnist mér vera mun snjallari leið en hér einatt er farin.

En, við höfum farið þ.s. kalla mætti verðbólguleið. Þ.e. í stað þess að láta gengið sjálft hækka, er raungengi hækkað með krónutölu- eða prósentuhækkunum launa sem fjölgar þeim krónum sem hver og einn fær greitt í laun. Þá á alltaf sér stað víxlverkan kaupgjalds og verðlags.

Þetta skapar mikla oft á tíðum verðbólgu, án þess að kaupmáttur hækki nærri því eins mikið og nemur fjölgun króna í launa-umslaginu. Þvert á móti sýnist mér, að launþegar myndu græða mikið - mikið meir að fylgja dæmi Ástrala og Nýja Sjálendinga.

Eins og ég sagði, hækkun gengis framleiðir ekki verðbólgu heldur lækkar hana, svo kaupmáttaraukning kemur fram ómenguð. Lægri verðbólga síðan þíðir að vextir verða lægri - lán viðráðanlegri og að auki sparnaður varðveitist frekar.

-----------------------------------

  • Þarna sýnist mér að frekar einföld stefnubreyting geti skilað mjög miklu!
  • Að auki má benda á hugmynd Popovs að safna alltaf hlutfalli gjaldeyrisinnkomu í gjaldeyrissjóð. 
  • Mér finnst alveg íhugunarverð hugmynd Frankels, að tengja krónuna við okkar helstu útflutningsafurðir. Þetta er skemmtileg aðferð. Má vera eins og hann leggur til, að hún geti einmitt verið vænleg leið fyrir lítið og mjög auðlyndaháð hagkerfi. En, hann beinir hugmynd sinni eingöngu að slíkum hagkerfum. Þetta sé að hans mati leið, til að éta kökuna en eiga hana samt, þ.e. að hafa hvort tveggja í senn trúverðuga tengingu og um leið sveiflujöfnun. Ég bendi á að með þessari aðferð, þá kemur bæting lífskjara alveg sjálfvirkt inn þegar verð hækka á erlendum mörkuðum, því þá hækkar gengið og sú hækkun eykur kaupmátt án þess að auka verðbólgu. Svo þessi aðferð er ef til vill mjög hentug fyrir okkur.

Ég þakka þeim sem höfðu fyrir því að lesa þessa grein, sem ég hef tekið nokkra daga að safna þessum upplýsingum fyrir. En, þessar greinar sem ég bendi á, eru rjóminn af því sem ég er búinn að lesa og skoða sl. daga.

Kv.


3. viku pattstöðu um vanda Grikklands lokið! Nýjustu yfirlísingar benda ekki til þróunar átt til samkomulags!

Hverjar eru þessar yfirlísingar? Meirihluti þýska þingsins samþykkti í dag ályktun, um það að björgunaráætlun fyrir Grikkland verði að innibera þátttöku einka-aðila í kostnaði. Og fjármálaráðherra Þýskalands á sama fundi, lofaði þinginu að standa fastur á afstöðu þýsku ríkisstjórnarinnar.

Einnig í dag, kemur harðorð yfirlísing Jürgen Stark, hans yfirlísing ásamt því sem Trichet sagði í gær, sýnir að Seðlabanki Evrusvæðis hefur ekki gefið eftir hænufet, frá andstöðu við hverskonar tilslakanir gagnvart Grikklandi þegar kemur að greiðslu skulda er hefur verið afstaða ECB frá fyrsta degi deilunnar.

Svo, flest bendir til að 4. vika pattstöðu muni renna í garð nk. mánudag. En þ.e. farið að liggja á því að annað hvort ECB eða ríkisstjórnir Evrusvæðis gefi eftir í deilunni við Seðlabankann sinn. En samkomulag þarf helst að vera í höfn þann 20. júní nk.

--------------------------Sjá fréttaskýringar

Germany refuses to back down on Greece

Wolfgang Schäuble: Wolfgang Schäuble, German finance minister, told the country’s parliament he was sticking by his demand that the package observe “a fair distribution of risks between tax payers and private creditors”.

ECB's Stark Urges End to Greek Row

"Neither Frankfurt nor Berlin is backing down. On Friday, Germany's parliament approved a motion that private bond holders and the IMF bear partial responsibility for any further aid to Greece, putting further pressure on Chancellor Angela Merkel's government to pursue the very measures that Mr. Stark resists." 

ECB Stands Firm on Greek Debt

Jean Claude Trichet: European Central Bank president, has escalated his dispute with Berlin...after making clear he sees no scope for forcing a contribution from holders of Greek government bonds." - "We would say it's an enormous mistake to embark on a decision that would lead to a credit event" for Greece, Mr. Trichet told a news conference. He insisted on "no credit event, no selective default," he said."

ECB's Stark Urges End to Greek Row

Jürgen Stark:  "Jürgen Stark...urged governments to halt the "fruitless" discussion over a private-sector role in granting Greece additional support." - ""There is no need for private-sector involvement," ECB executive board member Jürgen Stark told reporters Friday at an annual conference of ECB officials and private-sector economists and academics. "I see it only as a political issue for political reasons, not for economic reasons."" - "Mr. Stark didn't specifically address Mr. Schäuble's position. But he warned government officials not to assume that the ECB would continue to support Greek banks in the event of a restructuring." - "Such a scenario "prevents us from continuing to accept Greek bonds as collateral," Mr. Stark said, advising officials to "know what they're talking about" when it comes to the implications of a Greek restructuring." - "His comments suggest how the ECB would like to see the Greek debt drama play out: a mix of privatization of state-owned assets and more austerity which would be enough for Athens to ease its debt burden. If Greece takes those steps "the debt-to-GDP ratio will decline significantly," he said. Meanwhile, "all this discussion about private-sector involvement distracts so many resources from implementing the program.""

--------------------------------------------------

Að auki er nú komið í ljós, að Grikkland getur orðið greiðsluþrota þegar um miðan júlí nk. Og að auki, eru komnar fram sterkar vísbendingar um að greiðsluþrot Grikklands eitt og sér, geti dugað til þess að framkalla tæknilegt gjaldþrot ECB - en eiginfé ECB er komið niður í einungis 4,25% og skv. :

Skuldbindingar á bókum Seðlabanka Evrópu 23,4 falt eigið fé! "To illustrate how vulnerable the situation is, should the ECB see its assets fall by just 4.25% in value...its entire capital base would be wiped out."

Greece Needs a New Bailout : "It may be just nine pages long, but the report by the European Commission, European Central Bank (ECB) and International Monetary Fund (IMF) packs a punch." - "" The real GDP growth rate for 2011 is now protected to be minus 3.8 percent, the authors conclude, adding that positive growth rates are not expected before 2012. Even then, they will only be "moderate."" - "The IMF's statutes stipulate that the organization can only lend a country money if it is certain that the state will be able to meet its payment obligations for the next 12 months." - ""Given the remoteness of Greece returning to funding markets in 2012, the adjustment program is now underfinanced. The next disbursement cannot take place before this underfinancing is resolved," the report concludes."

  • Það sem þetta þíðir, er að ef ekki er búið að ganga frá samkomulagi innan Evrusvæðis um frekari fjármögnun Grikklands fyrir 20. júní nk, áætlað á bilinu 90ma.€ - 100ma.€, þá mun AGS ekki greiða út þann 20. júní nk. sinn hluta greiðslu sem Grikkland á að fá þann dag.
  • Það sem verið er að segja, er að þá geti það gerst að gríska ríkið verði uppiskroppa með lausafé um miðjan júlí nk., en skv. reglum um björgunarpakkann frá því í fyrra virðist vera að ekki sé heimild fyrir því að björgunarsjóður ESB greiði út fyrir sitt leiti ef AGS það ekki gerir.
  • Fræðilega væri unnt að veita sjóðnum sérstaka heimild til þess, til að gefa meiri tíma og þá fengi gríska stjórnin 2/3 af þeim peningi sem hún á að fá þann 20. júní nk. Ætli maður reikni ekki með þeirri útkomu, að valið verði að kaupa tíma með þeim hætti frekar en að láta Grikkland hrynja í sumar.

Ég endurtek þ.s. ég hef áður sagt, að ég hef ekki trú á að það verði unnt að selja eignir gríska ríkisins á brunaútsölu og fá e-h nærri því það fé fyrir þær, sem áætlanir gera ráð fyrir:

  1. Mér sýnist klárt að það muni þurfa að selja eignir sennilega á nafnvirði vart undir 100ma.€ til að ná fram 50ma.€ í raunverulegum peningum. Jafnvel getur verið, að nafnvirði nær 150ma.€ þurfi til.
  2. En það þarf að muna að Grikkland er ekki sérlega kræsilegt fyrir fjárfesta í dag, ástandið hlýtur að bæla verðin niður - sennilega hressilega.
  3. Síðan virðist líklegt, að skilvirkni getir verið ábótavant - spurning hvort viðhald eigna hafi verið nægilegt eða tækja, fj. starfsm. líklega of mikill, samn. v. verkalýðsfélög geta þvælst fyrir, að auki virðist sem að víða sé ekki klár mörk varðandi eignarrétt á landi sem rekstur nýtir svo dómsmál geta þvælst fyrir. Þetta eru nokkrir hlutir sem ég hef séð á vefnum.

Seðlabanki Evrópu neitar að íhuga nokkra aðra greiðsluáætlun en niðurskurð útgjalda, ofan í kreppu þ.e. 4,5% samdrátt 2010 og þ.s. talið er að verði 3,8% samdráttur í ár - að öllu óbreyttu. Heldur sig enn við það að viðbótar niðurskurður ásamt sölu eigna í eigu gríska ríkisins dugi fyrir því að Grikkland muni endurgreiða allar skuldir. Munum að þeir reikna með viðbótar lántöku.

Ég tek fram að meðal hagfræðinga sem ekki starfa fyrir ESB eða ECB, þá virðist ekki mikill stuðningur fyrir því að þessi leið hafi miklar líkur á að skila ofangreindum árangri. Reyndar virðast flestir sem tjá sig um málið, ekki hafa trú á því að líkur á þeirri útkomu séu betri en örlitlar - að langmestar líkur séu á því að Grikkland muni á endanum þurfa stórfellda skuldaniðurfærslu.

Barclays bank áætlar niðurskurðarþörf upp á 67%.

 

Niðurstaða

Því lengur sem þessi pattstaða stendur því meiri verður skaðinn allt í kring, en þetta grefur undan trú fjárfesta á gervöllu Evrusvæðinu, auk þess að skaða sérstaklega þau lönd sem talin eru í viðkvæmri stöðu. 

Að auki, því lengur sem hún stendur því meir aukast líkur á slæmri útkomu fyrir Evrusvæðið - þ.e. "messy" greiðsluþroti Grikklands, ásamt þeim afleiðingum sem óttast er að því geti fylgt.

 

Kv.


Ísland selur 5 ára ríkisbréf fyrir 1ma.$ á vaxtakröfunni 4,993%. Þetta er frábært og sýnir hve hræðsluáróðurinn gagnvart Icesave var fáránlegur!

Þetta er sennilega mikilvægasti atburðurinn fyrir Ísland um nokkra hríð. En með þessu er Ísland aftur komið á alþjóða markaði. Þetta verð, er mjög nærri því sem Spánn hefur verið að fá upp á síðkastið fyrir sín 5. ára bréf.

 

Útboð ríkisskuldabréfa erlendis - Ríkissjóður aftur á markað

  • Eins og fram kemur í tilkynningu stjv. var vaxtakrafan 4,993% á 5 ára útgáfu
Greek, Spanish Bond Yields Soar - Spanish Street Protests, may 20th.
"Spain is once again feeling the heat. Two-year Spanish bonds were 0.194 percentage point wider at a yield of 3.62%, five-year bonds were 0.205 percentage point wider at 4.79%, while 10-year bonds were 0.135 percentage point wider at 5.47%."
  • Takið eftir, að þetta er aðeins örlítið hærri vaxtakrafa en Spánn var að fá fyrir útgáfu 5. ára bréfa, fyrir skömmu.

Þetta er reyndar ívið lægri vextir en ég myndi hafa átt von á, en ég reiknaði með allt að prósent hærri vöxtum en Spánn er að fá, þ.e. vegna þess að Spánn er enn með lánstrausts-mat í A flokki, hjá lánsmats fyrirtækjum.

Á hinn bóginn, þá átti sér stað athyglisverð þróun um skuldatryggingaálag Íslands í sl. mánuði þ.e. það lækkaði, meðan skuldatryggingaálag aðildarríkja Evru í S-Evrópu, hækkaði.

  • Að neðan má sjá stöðu skuldatryggingaálags nokkurra ríkja þann 23/5 sl., nema að staða Íslands er frá 19/5. En sú staða kvá vera nærri því óbreytt síðan þá.

 

Bloomberg, 23-05-2011: Corporate Bond Risk Rises in Europe, Credit-Default Swaps Show

......................................CDS - staðan sl. mánudag þ.e. 23/5.

  1. Grikkland............1.377
  2. Írland....................661
  3. Portúgal.................661
  4. Spánn....................277
  5. Ítalía......................177
  6. Belgía.....................161
  7. Eurozone................216
  • Sbr. CDS Íslands þann 19/5 210 punktar.

 

Sannarlega má með rétti kalla þessa vaxtakröfu trausts yfirlísingu, en þ.s. er sérdeilis áhugavert er að, kaupendur virðast taka lítið mark á stöðu Íslands hjá lánsmatsfyrirtækjum, en mikið meir á skuldatrygginga-álagi.

En þ.s. Ísland er mörgum matsþrepum fyrir neðan Spán, þá ætti ávöxtunarkrafan hjá okkur einnig að hafa sýnt mikinn mun, en í staðinn er hann ekki nema 0,203% eða 20 punktar.

  • Það má því tala um að þetta feli í sér, að kaupendur séu að gefa visst frat í lánsmatsfyrirtækin.

Skv. Financial Times, þegar yfirlit fyrir 9/6 var sókt, kom eftirfarandi fram, 10. ára bréf:

  1. Grikkland: 16,75%
  2. Írland: 11,07%
  3. Portúgal: 10,39%
  4. Spánn: 5,46%
  • Þetta er áhugaverður samanburður.
  • En Ísland er eina landið sem hefur orðið fyrir stórfelldu bankahruni.
  • Að sögn er Ísland að dragnast með öflugt rek-akkeri þ.e. krónuna :)
  • Rek-akkeri, einmitt!

 

---------------------------Innskot 5. skýrsla AGS

Ég bendi fólki síðan á nýjustu skýrslu AGS, sjá AGS - Iceland: Fifth Review .

Umfang banka- og fjármálakerfisins, bls. 44

........................................Total assets........................Capital adequacy ratio

........................................end-Dec 2010 3/
..................................................ISK...............GDP...........in percent

Commercial banks......................2804..............182%...........19.2

Landsbankinn.............................1081...............70...............20.0

Arion...........................................813...............53...............15.2

Islandsbanki................................683...............44...............22.6

MP bank........................................62.................4...................

  • Þetta þykir mér slæmt, hve umfangsmikið bankakerfið reynist vera, þ.e. 182% af þjóðarframleiðslu.
---------------------------Innskot 5. skýrsla AGS

 

Hræðsluáróðurinn um Icesave!

Ég mynni á að "Nei" átti að eyðileggja möguleika ríkissjóðs til að fara út á alþjóðamarkaði, eins og yfirlíst plön ríkissjóðs voru um, skv. tilkinningu við upphaf árs.

Mikið var talað um það, af "Já" sinnum um þau meintu slæmu viðbrögð sem Ísland átti að verða fyrir frá mörkuðum, þ.e. þeir áttu að haldast lokaðir - helst að þeirra sögn eins lengi, og ekki hefði verið samið við Breta og Hollendinga skv. þeirra vilja.

Þetta átti að valda þjóðinni hinu mesta tjóni.

Nú er nánast síðasti steinninn fallinn úr röksemdafærslu "Já" sinna, þ.e. ekki brugðust markaðir ílla við, lánsmat Íslands versnaði ekki, og nú hefur ríkinu tekist að selja ríkisbréf skv. ágætum kjörum.

Reyndar eru þau það hagstæð, að 10 ára bréf skv. þessu myndu sennilega fara á vel innan við 6%. En kjör á AGS lánum eru 5,5%. Það vantar ekki mikið upp á, að sá möguleiki geti skapast, að ríkið geti tekið lán á hagstæðari kjörum en þetta.

Nú þarf að koma atvinnulífinu af stað fyrir alvöru, risaframkvæmd myndi hjálpa.

Ef það tekst, þá er ekki nokkur vafi á því, að hægt ætti að vera að endurfjármagna skuldir ríkisins og skipta lánum fyrir hagstæðari, þannig lækka hratt vaxtagjöld.

Þá skapast borð fyrir báru, með það að ríkið beiti sér til að aðstoða skuldara í vanda, jafnvel fyrirtæki líka. En, það væri unnt að gera með því að stofna "Bad Bank" og láta hann eins og svokölluð "NAMA" stofnun á Írlandi, taka yfir slæm lán frá bönkunum og færa niður.

En, slæm lán eru enn þann dag í dag alltof mikil innan bankakerfisins - í reynd ríkir enn bankakrýsa.

 

Fjármálastöðugleiki 2011/1

"Hlutfall fyrirtækjalána í vanskilum er einnig mjög hátt samanborið við aðrar fjármálakreppur. Eins og sjá má í töflu II-9 hér að neðan er hlutfallið nú svipað og í Indónesíu um aldamótin. Afar brýnt er því að vel takist til við endurskipulagningu skulda fyrirtækja og þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er."

Tafla II-9 Hlutfall lána í vanskilum, bls. 32
Ár.......Indónesía....Kórea....Malasía....Tæland....Tékkland....Tyrkland....Mexíkó....Brasilía
1998.......49%...........-...........15%..........-..............21%...........7%.........11%......5%
1999.......33%.........20%.......15%........41%...........22%.........10%..........9%.......9%
2000.......56%.........14%.......11%........27%...........20%.........11%..........6%.......8%
2001.......50%.........10%.......11%........22%...........14%.........29%..........5%.......6%
2002.......42%............-..........10%.........-...............10%..........14%.........5%.......6%
2003.........-................-...........-............16%.............8%..........15%..........-...........-

 

  • Eins og fram kemur, þá er umfang slæmra lána meðal atvinnulífs svipað og þegar versta fjármálakreppa Asíu á seinni árum -þ.e. í Indónesíu- var nærri hámarki.
  • Það er því mjög brýnt að gera sem fyrst skurk í því að laga þá stöðu.
  • "Bad bank" er ein þekkt leið, sem unnt er að fara, ef borð skapast fyrir báru hjá ríkinu.

Ath. þetta er alls ekki einasta færa leiðin, önnur og öllu djarfari er einnig möguleg, þ.e. að sleppa höftunum, frysta vísitöluna og láta lán í krónum innan hagkerfisins raunverðfalla. Þá væri hentugast að minnka útflæðið með því að semja við krónubréfa-hafa um að greiða þeim skv. fullu nafnvirði, gegn því að þeir samþykki að fá þær greiðslur seinna, þ.e. eftir að krónan er búin að ná jafnvægi.

Það má segja að AGS taki þá leið fyrir í 5. skýrslu, sjá bls. 72 ( AGS - Iceland: Fifth Review ) þ.s. fram kemur eftirfarandi:

"A 30-percent depreciation of the exchange rate would raise the debt ratio to 110 percent of GDP in 2012 and leave debt at 87 percent of GDP in 2016."

Gengisfall gæti reyndar orðið allt að 40%. Eða, hugsanlega jafnvel 50%. En, ég held að lægri talan sé líklegri. Síðan getur verið að gengið hækki aftur að einhverju marki nokkru síðar.

  • Sko, þessi hækkun skuldahlutfalls er ekki varasöm, því hún felur ekki í sér lækkun greiðslugetu.
  • En, einungis innlendar krónueignir lækka, heildarumfang hagkerfisins minnkar þá einnig.
  • En, þær tekjur sem raunverulega standa undir niðurgreiðslum skulda þ.e. gjaldeyristekjur, minnka ekki. Þess vegna, er þetta því sama skuldastaðan í reynd.

Munurinn er sá, að í staðinn hafa skuldir fyrirtækja í krónum og einnig einstaklinga í krónum raunlækkað, um leið raunminnkar umfang bankakerfisins um sama eða nær sama hlutfall. 

Þetta léttir undir með öllum þessum aðilum, og ætti að skapa möguleika á stórfelldri aukningu innlendra fjárfestinga, þannig möguleika á hagvexti svo að innlend tekjustaða ríkissjóðs ætti að batna.

Minnkun hagkerfisins verður bara tímabundin, ef erlendrar skuldir eru sjálfbærar í dag eru þær nákvæmlega jafn sjálfbærar og ef þetta verður gert!

 

Niðurstaða

Sú niðurstaða að ríkið er nú búið að selja 5. ára bréf á erlendum markaði og það fyrir verð sem teljast verður harla gott miðað við aðstæður, ekki síst þegar Ísland er borið saman við lönd á Evrusvæði sem einnig hafa lent í fjármálakrýsu, þá kemur í ljós að lönd innan hins sterka og trausta gjaldmiðils sem einnig hafa gengið í gegnum alvarleg efnahagsvandræði njóta til mikilla muna minna trausts, en Ísland sem býr við þann akkílesarhæl að hafa bara krónuna og höft að auki.

Það merkilega er, að mjög lítill munur er á ávöxtunarkröfu þessarar útgáfu og nýlegum útgáfum spánskra stjv., en spænsk stjv. skulda mun minna sem hlutfall af þjóðarframleiðslu en ríkisstj. ísl. - hagkerfið er til mikilla muna stærra - nýtur nálægðar við markaði í Evrópu - nýtur þess að hafa hina traustu og góðu Evru - þar ríkir frjálst fjármagnsflæði þ.e. engin höft - vextir eru lægri - þar hefur ekkert hrun bankakerfis átt sér stað - þar sprakk reyndar einnig hagkerfisbóla en þeim hefur tekist að forða bankahruni - nýtur þess að auki að vera meðlimur í ESB. "In short" nýtur allra þeirra kosta, sem Samfylkingin vill að við Íslendingar fáum að njóta og að sögn Samfóa eiga að valda straumhvörfum í hagkerfisþróun Íslands til framtíðar, stórefla traust og hagvöxt víst einnig.

Nú, af hverju er þá ekki vaxtakrafa Spánar mikið - mikið lægri en sú sem ísl. ríkið var að fá? 

  • Er Evran ef til vill akkílesarhæll? 

Enn hefur veikst málsstaður "já" sinna um hið meinta tjón sem Ísland átti að verða fyrir!

Þessi góði árangur, opnar nýjann möguleika þ.e. að Ísland muni geta endurfjármagnað skuldir í fremur nálægri framtíð. Það getur svo opnað frekari möguleika, til að bæta stöðu almennings.

Nauðsynlegt er að bæta stöðu almennings og fyrirtækja sem skulda mikið. Fleiri en ein leið er fær til þess. Endurskipulagning skulda, getur opnað eina slíka. Fleiri möguleikar eru þó í þeirri stöðu. 

Því fyrr sem létt er undir með fyrirtækjum og almenningi því betra.

 

Kv.


2% hagvöxtur á 1. ársfjórðungi 2011 skv. Hagstofu Íslands! Íslenska ríkið selur ríkisbréf fyrir 1ma.$ á alþjóðamarkaði

Nú ætti Steingrímur J. og Már Guðmundsson að kætast. Eða hvað? Ekki er alveg allt sem sýnist, en mér sýnist tölurnar segja mjög alvarlega sögu um samdrátt innan hagkerfisins. En ástæða vaxtar þessa fjórðungs virðist vera góður loðnuafli. Ein góð vertíð í loðnu er sem sagt skýring aukningar þjóðarútgjalda, svo að vöxtur mælist þrátt fyrir samdrátt nær allra annarra veltuliða:

  • Takið eftir að; neysla, fjárfesting, inn- og útflutningur - allt þetta dregst saman. Greinilega ekki enn búið að selja alla þessa loðnu, en sennilega munu birgðir minnka í næstu skýrslu Hagstofu en tölur um útflutning aukast á móti.
  1. Samneysla eykst örlítið - sem skýrist sennilega af útgjaldahækkun ríkisins vegna launahækkana.
  2. Stóra aukningin, sem vegur þetta þungt, er aukning þjóðarútgjalda sem útskýrt er af aukningu birgða. Það er loðnuafli.
  • Án svo stórrar aukningar í birgðahaldi, get ég ekki séð annað en samdráttur væri í reynd niðurstaðan.

Hastofa Íslands: Landsframleiðsla á 1. ársfjórðungi 2011

"Landsframleiðsla jókst um 2,0% að raungildi milli 4. ársfjórðungs 2010 og 1. ársfjórðungs 2011. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 5,1%, sem skýrist að mestu af mikilli aukningu birgða. Einkaneysla dróst saman um 1,6% og fjárfesting um 6,8%. Samneysla jókst hins vegar um 0,1%. Útflutningur dróst saman um 8,2% og innflutningur um 4,1% á sama tímabili. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxt milli ársfjórðunga, ekki ára."

Tölur 3/4. ársfjórðungs 2010 og 1. ársfjórðungs 2011

  • Einkaneysla,....+ 3,3%..........+ 1,6%...........-1,6%
  • Samneysla, .....- 0,2%...........- 0,5%............+0,1%
  • Fjárfesting,......- 3,3%.........+ 14,9%............-6,8%
  • Útflutningur,....+ 1,4%..........+ 3,0%............-4,1%
  • Innflutningur,..+ 4,6% ........+ 10,0%............-8,2%
  • Þjóðarútgj.,.....+ 3,9%..........+ 1,6%............+5,1%
  • Hagvöxtur,......+ 2,2%...........- 1,5%............+2,0%

Takið eftir þróuninni milli ársfjórðunga, en taflan að ofan sýnir 3. fjórðunga í tímaröð frá 3. fjórðungi 2010 til nýjustu talna fyrir 1. fjórðung 2011.

Hastofa Íslands: Landsframleiðsla á 1. ársfjórðungi 2011

  • "Fjárfesting atvinnuvega dróst saman um 3,3%, fjárfesting hins opinbera um 20,9% og íbúðafjárfesting um 4,7% á sama tímabili." 
  • "Birgðaskýrslur Hagstofunnar sýna að á 1. ársfjórðungi 2011 hafa birgðir aukist um 21,3 milljarða á verðlagi ársins og munar þar mestu um mikla aukningu í birgðum sjávarafurða en birgðir hjá stóriðju aukast einnig. Mikil aukning í birgðum sjávarafurða skýrist af miklum loðnuafla á 1. ársfjórðungi 2011."
  • "Vöruútflutningur dróst saman um 6,5% og þjónustuútflutningur um 10,9%..."
  • "...vöruinnflutningur "dróst" saman um 4,3% og þjónustuinnflutningur um 4,2%.
  • Á 1. fjórðungi ársins dróst útflutningur saman um 1,6% en innflutningur jókst um 1,3% miðað við sama fjórðung fyrra árs."

 

Niðurstaða

Ein góð loðnuvertíð reddar ríkisstjórninni fyrir horn. Spurning hvað á að keyra vöxt á næsta fjórðungi. Kannski mun útflutningur þessarar loðnu, skila aukningu útflutnings - en þá á móti minnka byrgðirnar. Svo þá er það vonin stóra - fjölgun ferðamanna.

Klárt áhyggjuefni, áframhaldandi samdráttur fjárfestinga innan atvinnulífsins, síðan dregur úr eftirspurn. Hvort tveggja eru skír kreppumerki.

Ef ekki fer að snúa við sú öfugþróun, er erfitt að sjá annað en að hagkerfið muni hægja aftur á sér, þegar sumri halla og kemur fram á 3. fjórðung ársins, aðalferðamannatíminn klárast. En, ég er að tala um möguleikann á því að 2. fjórðungur muni sýna minni en samt einhvern hagvöxt, og svo komi samdráttur aftur í haust.

Nema auðvitað að aukin veiði reddi málum aftur. En, var ekki verið að lofa aukningu þorskveiða?

Það breytir samt ekki því að landið fellur aftur í sömu kreppuna, um leið og slíkar vítamínsprautur líða hjá, svo lengi sem ekki losnar um skuldakreppu almennings og fyrirtækja, sem heldur niðri getu til fjárfestinga.

Ps: Iceland prepares $1bn bond issue

Skv. þessari frétt FT ætlar ísl. ríkið að selja skuldabréf að verðmæti 1ma.$ á alþjóðamörkuðum í þessari viku, Barclays mun sjá um söluna fyrir hönd ríkisins. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig sú sala kemur til með að ganga.

 

 

Kv.


Skuldbindingar á bókum Seðlabanka Evrópu 23,4 falt eigið fé!

Ég veit ekki hve margfaldar þær skuldbindingar vs. eiginfé voru sem Davíð Oddson samþykkti að taka yfir, á sínum tíma. En mig grunar að hlutfallið á milli eiginfjár Seðlabanka Íslands og skuldbindinga, hafi ekki náð þessari ógnarhæð þ.e. 23,4 / 1.

Þessar upplýsingar koma fram í mjög áhugaverðri breskri skýrslu:

The ECB and the hidden cost of saving the euro!

  • Eins og sést fyrir neðan, hafa seðlabankar Sviss, Svíþjóðar og Noregs, mun sterkari eiginfjárstöðu. 
  • Svona til gamans má benda á að skv. nýjum Basel viðmiðum eiga viðskiptabankar hafa eiginfjárhlutfall að lágmarki 7%, svo 4,25% er ófullnægjandi fyrir viðskiptabanka skv. nýjustu alþjóðareglum.

 

Table 1: Spot the difference between the ECB and other central banks
(€m)..........Capital.............Reserves............Assets..........Leverage ratio....C+R as % of Assets
ECB............10,761............70,426............1,895,870............23.4: 1.............4.25
Swiss..........36,174................-...................226,641.............6.25:1.............15.96
Swedish.....110..................7,235.................34,757..............4.73:1.............21.1
Norges..........8,441.................-....................49,345.............5.85:1.............17.1

 

  • Eins og fram kemur í töflu 2. hefur ECB samtals 339.100ma.€ í húfi gagnvart Grikklandi, Írlandi og Portúgal.
  • Eins og fram kemur í töflu 1. er eigið fé + varasjóður ECB = 81.187ma.€
  • "The Association for Financial Markets Europe (AFME) estimates that there is currently
    around €488bn worth of asset-backed securities on the ECB’s books as collateral, a Graphic: Liabilities in the ECB System
    figure which has quadrupled over the past five years."
  • Skv. ECB's Balance Sheet Contains Massive Risks frá 2008 - 2010 varð aukning á afleiðum í eigu  ECB um litlar 292ma.€. En bankar sem fengu fjármögnunarlán frá ECB afhentu afleiður eða ríkisbréf á móti sem veð, og þannig eignaðist ECB fullt af fjármálagjörningum sem engin auðveld leið verður að leggja raunhæft verðmat á.
  • "While not all these assets are toxic, it is nearly impossible to estimate the exact potential losses...It is fair to assume, however, that many of these assets will
    stand to lose a lot of value if the real estate sector in Ireland continues to struggle, for example, or if Greek banks continue to take hits...What this means is that the ECB does not have a full grasp of exactly how much risk it is taking on through its liquidity programme (via the national central banks which decide what collateral to take on based on ECB guidelines)..."
  • "Despite this worrying exposure, the ECB continues to accept a whole range of different assets as collateral from banks in return for giving these banks very cheap loans. Controversially, this includes Greek and Irish government bonds, despite the fact that these bonds were originally considered of too low quality to meet the ECB’s established standards (but they have been accepted anyway)."
  • Það má segja, að Evrukrýsan hafi gert ECB að allsherjar ryksugu fyrir mis-slæmar skuldir, sem ríki og bankar í vandræðum, hafa afhent sem tryggingar á móti Evrum frá ECB. ECB hefur veitt þessi lán þrátt fyrir að vitað sé að margar þeirra fjármálalegu eigna sem hann veitir mótttöku, sé sennilega ekki raunverulega bær veð.
  • Þetta sýnir hve alvarlegur vandinn er, að ECB hefir séð sig knúinn til að láta eigin reglur um veðhæfi lönd og leið, á altari þess að koma í veg fyrir að krýsan þróist yfir í enn alvarlegri fjármálakreppu, sem gæti ógnað fjármálakerfi álfunnar.
  • En, einmitt þessi ílla nauðsyn, hefur nú framkallað stöðu - sem mjög augljóslega er mjög viðkvæm, fyrir sjálfann Seðlabanka Evrópu!

 

Table 2: The ECB’s huge exposure to the PIIGS
ECB exposure (€m)............Greece......Ireland......Portugal.......Italy......Spain..........Total
Govt debt (nominal)............60,000.....18,000.......20,000.............-...............-........98,000
Govt debt (purchase price)..42,000.....14,400.......18,000.............-...............-........74,400
Bank Lending.....................97,700....126,000......41,000.......47,400....57,100.....369,200
Total................................139,700....140,400......59,000.......47,400....57,100......443,600

 

  • "The most critical threat to the ECB’s books is Greece, which is likely to face a default
    within the next few years...We expect the ECB’s holdings of state-backed
    paper to be worth between 25% and 50% of its original value following a Greek debt
    restructuring...Under this scenario, we expect the ECB to face losses of between €44.5bn and
    €65.75bn (equal to between 2.35% - 3.47% of assets)."
  • "Although such loses would not wipe out all of the ECB’s capital and reserves, it will make it between 52 and 123 times leveraged." - "A business this leveraged would be considered insolvent by any account – Lehman Brothers was leveraged around 30 times when it went under. Therefore, the ECB would likely need to be recapitalised in such a scenario."
  • Sérfræðingarnir sem sagt leiða líkum af því, að greiðsluþrot Grikklands eitt og sér, geti leitt til tæknilegs gjaldþrots ECB.
  • En, greiðsluþrot Grikklands einnig leiðir til greiðsluþrots grískra banka, svo eignir bankakerfisins í Grikklandi þar með taldar eignir sem þeir hafa afhent ECB sem veð, munu einnig verðfalla stórt - það tap bætist ofan á beint tap ECB vegna virðislækkunar grískra ríkisbréfa í fórum ECB.

 

Table 3: What if Greece defaults?
..................................................Cost of a Greek restructuring to the ECB (€m)
.........................................Holdings.............Holdings...........Write downs........Losses
SMP...................................60,000................42,000..............30,000.............12,000
Collateral............................45,000................33,750..............22,500.............11,250
State backed bank paper
(50% recovery rate)............85,000................63,750..............42,500.............21,250
State backed bank paper
(25% recovery rate)............85,000................63,750..............63,750.............42,500
Total.................................190,000...............139,500......95,000 / 136,250....44,500 / 65,750

 

  • Tafla 4. sýnir greiningu á kostnaði aðildarríkja, við endurfjármögnun ECB, miðað við annars vegar helmings tap og hins vegar 75% tap. Eins og sést gæti þetta kostað Þýskaland 12,4ma.€ eða 18,3ma.€ - miðað við þeirra forsendur!
  • Þeir benda á, að ECB hafi í reynd brugðið sér í hlutverk björgunarsjóðs fyrir ríki í vanda, þegar kreppan hófst 2008, sem hafi síðan ágerst eftir að Evrukrýsan hófst 2010.
  • Þetta sé ekki í samræmi við það hlutverk sem ECB hafi skv. lögum og reglum.
  • Af völdum þessara aðgerða, sé eiginfjárhlutfall ECB orðið mjög lágt og ECB orðinn mjög viðkvæmur fyrir sveiflum á virði þeirra fjármálagerninga og skuldabréfa sem hann hafi í sínum fórum.
  • "To illustrate how vulnerable the situation is, should the ECB see its assets fall by just
    4.25% in value...its entire capital base would be wiped out."
  • Ástand mála hljóti að vera niðurdrepandi fyrir trúverðugleika ECB, og að auki geti fjárhagsstaða hans, veikt sjálfsstæði hans gagnvart aðildarríkjunum - þ.s. hann getur neyðst til að óska eftir framlögum einmitt frá þeim.

Það virðist klárt að erfitt er að líta framhjá þessum staðreyndum, er menn meta afstöðu ECB til núverand i Grikklandskrýsu þ.s. ECB þvertekur fyrir að samþykkja nokkra hina minnstu tilslökun á virði skulda Grikklands.

En ECB óttast að ef Grikklandi sé þannig gefinn litli putti, vilji Portúgal og Írland, það sama - og þá myndi tap ECB hlaðast upp hratt, ásamt tapi allra hlutaðeigandi.

 

Table 4: Countries’ contribution towards the ECB should it go bust
..........................ECB Contribution (%)......Cost from Greek..............restructuring (€bn)
NCBs........................................................50% recovery rate..........25% recovery rate
Austria........................2.86...............................1.27..............................1.88
Belgium.......................3.57...............................1.59..............................2.35
Cyprus........................0.20...............................0.09..............................0.13
Estonia........................0.26................................0.12.............................0.17
Finland........................1.84................................0.82.............................1.21
France.......................20.91................................9.31...........................13.75
Germany....................27.85..............................12.39..........................18.31
Greece........................0.00................................0.00............................0.00
Ireland........................1.63................................0.73............................1.07
Italy..........................18.38................................8.18..........................12.08
Luxembourg................0.26................................0.11............................0.17
Malta..........................0.09................................0.04............................0.06
Netherlands................5.86................................2.61............................3.86
Portugal......................2.57................................1.15............................1.69
Slovakia......................1.02................................0.45............................0.67
Slovenia.......................0.48...............................0.22...........................0.32
Spain..........................12.21...............................5.43...........................8.03
Total............................100.................................44.5...........................65.75

 

  • Í töflu 5. kemur fram niðurbrot á neyðarlánum ECB til bankakerfa einstakra aðildarríkja Evrusvæðis.
  • Áhugavert að sjá að neyðarlán til írskra banka, voru upp á stærri upphæðir en til þýskra banka, en þó er þýska bankakerfið margfalt stærra.
  • Neyðarlán til grískra banka eru nærri jafn mikil að umfangi og til þýskra banka, en þó er gríska bankakerfið mikið minna en það írska.
  • Svo eru portúgalskir bankar að fá svipað magn neyðarlána og Ítalía, en þó er Ítalía margfalt stærra hagkerfi.
  • "As late as January 2010, the ECB President said: “No government or country will be able to expect special treatment. The central bank will not change its principles just because the sovereign bonds of a member state no longer fulfil the appropriate criteria”.34
  • "However, since then, the ECB has lowered its threshold several times for Greek and Irish debt, and this year, it suspended its criteria altogether – exactly the kind of “special treatment” that Trichet promised never to engage in.""
Þetta er náttúrulega stór mál fyrir trúverðugleika ECB, að þegar á hefur reynt eru nú komin nokkur dæmi um það að reglum þeim sem ECB á að vinna eftir, sé þá fleygt út um gluggann - að því er virðist umsvifalaust.

 

Table 5: Propping up banks across Europe
.........ECB lending to European banks, by country (€bn)31
.........................Oct-10......Nov-10......Dec-10.........Jan-11
Austria..................7.1...........6.8............9.5.............7.8
Germany...........103.............93...........103.1...........82.5
Greece................92.4..........95.1...........-................97.7
Ireland..............130...........136.4........132............126
Italy....................32.............28.8.........47.6...........47.4
Portugal...............40.............37.9.........40.9...........41
Spain...................71.3..........64.4.........69.7...........57.1
Total..................534.1.........523.2.......546.7.........494.8

 

  • "The amount of liquidity which the ECB has been providing to European banks illustrates just how fragile the EU’s banking sector is. Many banks continue to be highly leveraged and under-capitalised with significant exposure to risky assets. This, in combination with the interconnectivity between Europe’s banks and poorlytargeted regulation means that Europe is left with serious systemic risks on its hands."
  • "As we can see, in the run up to the sovereign debt crisis the cheap money dished out by the ECB might have mitigated the impact of the financial meltdown by saving some financial institutions, but it also provided perverse incentives for undercapitalised banks. It deterred them from attempting to increase capital stocks externally (by issuing debt or shares) as would happen under a business-as-usual scenario. In fact, the availability of cheap liquidity encouraged them to take on more risk in an attempt to increase profits and raise capital internally. With liquidity coming so cheap, banks could invest money into what looked to be relatively high return yet low risk assets – in an effort to maximise profits and avoid issuing capital calls. At the time (2009 - 2010) these assets were mostly weaker eurozone government bonds which have now lost value, making these banks even more vulnerable.35"
  • "In reality, banks have had more than enough time to increase their capital ratios and reduce their exposure to risky sovereign debt, particularly Greece. Even up to the end of last year the price offered for Greek debt on secondary markets was reasonable and represented a much higher recovery rate than under a debt restructuring. The possible reasons for banks missing these opportunities range from greed to complacency. However, that many banks knew – or at least confidently gambled on – the ECB continuing to provide cheap credit certainly did not provide the right incentives either.37 This growing moral hazard (through continuous government/central bank funding and pooling of risk at the European level) now constitutes a threat to financial stability."
  • "The ECB is therefore contributing to a situation which has left the root causes of the problems within Europe’s banking sector and the sovereign debt crisis unaddressed – storing up more problems for the future.38"

Mér finnst þetta áhugaverð röksemd, að peningadæla ECB sé orðin hluti af vandamálinu, þ.e. ECB sé enn á fullu að dæla lánum til t.d. grískra banka og banka víðar um Evrusvæðið, eins og sést á mynd 5.

En, með þessu hafi ECB í reynd gert mörgum bönkum kleyft að fresta því að grípa til erfiðra aðgerða, til að auka sitt hlutafé - sem hefði sennilega rýrt hluti þeirra eigenda sem fyrir eru og eigendur eru eðlilega tregir til þess að taka slíka ákvörðun, og hafa hagsmuni af því að forðast slík úrræði ef þeir geta.

Bankarnir hafi eins og ísl. bankarnir gerðu eftir 2006, í reynd aukið sína áhættu í fjárfestingum í leit að skjótum gróða til þess, að þannig ná að endurfjármagna sig. Þeir hafi gert þetta m.a. með kaupum á skuldabréfum ríkja í vanda, þegar vaxtakrafa fór hækkandi. Þeir hafi veðjað á það, að ekkert aðildarríki Evru myndi fá að fara í þrot, þannig að háu vextirnir væru þá gróði.

  • Spurning hvort þetta þíði að bankakerfið í Evrópu sé enn fallhættara í dag, en fyrir 3. árum?

Auðvitað, ef fer svo að farið sé að ráðum ECB um það, að lána Grikkjum hugsanlega 100ma.€ til viðbótar, þá munu Grikkir nota þau lán einmitt til að endurgreiða bönkunum fyrir slík skuldabréfalán - og þannig mun slíkt lán bjarga bönkunum úr snörunni hvað Grikkland varðar, eigendur bankanna vinna veðmálið. Í staðinn, færast grískar skuldir yfir á ábyrgð almennings í aðildarríkjum ESB.

Sama með önnur björgunarlán þ.e. til Írlands og Portúgals, að með veitingu þeirra munu Írar og Portúgalir greiða upp slík hávaxta skuldabréf með þeim neyðarlánum, og með sama hætti skuldir þeirra landa færast yfir á ábyrgð Evrópskra skattborgara, þ.e. skattborgara hinna ríkjanna.

Skattborgararnir eru búnir að átta sig á þessu, sem skýrir þá hatrömmu andstöðu sem nú er uppi gagnvart hugmyndum ECB, um að lána Grikkjum 100ma.€ ofan á 110ma.€ neyðarlánið frá því í fyrra.

Sú andstaða skýrir hvers vegna, ríkisstjórnir Evrusvæðis, hafa ekki enn a.m.k. lippast niður gagnvart eindreginni afstöðu ECB, sem hótar því að fella gríska bankakerfið og þar með gríska ríkið án tafar, ef ECB fær ekki vilja sínum framgengt.

  • Nú er sem sagt í gangi nokkurs konar "game of chicken" milli Ráðherraráðsins og ECB.
  • Núverandi vika er nú 3. vika þeirrar pattstöðu.

Þó fréttaskýrendur almennt reikni með uppgjöf aðildarríkjanna gagnvart Seðlabankanum síðasta lagi fyrir sameiginlegann fund ríkjanna þann 20/6 nk., þá ætla ég ekki að spá þeirri útkomu. Ég þori alls ekki að veðja til um þá niðurstöðu til eða frá.

 

Niðurstaðan

Ljóst virðist að Seðlabanki Evrópu, er kominn í mjög erfiða stöðu vegna þeirra umfangsmiklu björgunaraðgerða, sem hann hefur ástundað æ síðan kreppan hófst 2008. Þetta hefur síðan ágerst eftir að Evrukrýsan hófst 2010. Nú er svo komið að trúverðugleiki hans er í umtalsverðri hættu. 

Evrukrýsan virðist virkilega vera stödd á krýtískum stað. Ég þori engu að spá um útkomuna.

Þó það virðist líklegast að ákveðið verði að sparka boltanum áfram án lausnar á málinu, þá ríkir mjög mikil andstaða einnig við þá aðferð meðal aðildarríkjanna; og því er ekki ljóst að það verði niðurstaðan.

Það er eiginlega ekkert "plan B" - ég hreinlega veit ég ekki hvað mun gerast ef ECB fær ekki sitt fram. En, þá geta hlutir algerlega stefnt í segi ég "ókortlagðar áttir"!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband