3. viku pattstöðu um vanda Grikklands lokið! Nýjustu yfirlísingar benda ekki til þróunar átt til samkomulags!

Hverjar eru þessar yfirlísingar? Meirihluti þýska þingsins samþykkti í dag ályktun, um það að björgunaráætlun fyrir Grikkland verði að innibera þátttöku einka-aðila í kostnaði. Og fjármálaráðherra Þýskalands á sama fundi, lofaði þinginu að standa fastur á afstöðu þýsku ríkisstjórnarinnar.

Einnig í dag, kemur harðorð yfirlísing Jürgen Stark, hans yfirlísing ásamt því sem Trichet sagði í gær, sýnir að Seðlabanki Evrusvæðis hefur ekki gefið eftir hænufet, frá andstöðu við hverskonar tilslakanir gagnvart Grikklandi þegar kemur að greiðslu skulda er hefur verið afstaða ECB frá fyrsta degi deilunnar.

Svo, flest bendir til að 4. vika pattstöðu muni renna í garð nk. mánudag. En þ.e. farið að liggja á því að annað hvort ECB eða ríkisstjórnir Evrusvæðis gefi eftir í deilunni við Seðlabankann sinn. En samkomulag þarf helst að vera í höfn þann 20. júní nk.

--------------------------Sjá fréttaskýringar

Germany refuses to back down on Greece

Wolfgang Schäuble: Wolfgang Schäuble, German finance minister, told the country’s parliament he was sticking by his demand that the package observe “a fair distribution of risks between tax payers and private creditors”.

ECB's Stark Urges End to Greek Row

"Neither Frankfurt nor Berlin is backing down. On Friday, Germany's parliament approved a motion that private bond holders and the IMF bear partial responsibility for any further aid to Greece, putting further pressure on Chancellor Angela Merkel's government to pursue the very measures that Mr. Stark resists." 

ECB Stands Firm on Greek Debt

Jean Claude Trichet: European Central Bank president, has escalated his dispute with Berlin...after making clear he sees no scope for forcing a contribution from holders of Greek government bonds." - "We would say it's an enormous mistake to embark on a decision that would lead to a credit event" for Greece, Mr. Trichet told a news conference. He insisted on "no credit event, no selective default," he said."

ECB's Stark Urges End to Greek Row

Jürgen Stark:  "Jürgen Stark...urged governments to halt the "fruitless" discussion over a private-sector role in granting Greece additional support." - ""There is no need for private-sector involvement," ECB executive board member Jürgen Stark told reporters Friday at an annual conference of ECB officials and private-sector economists and academics. "I see it only as a political issue for political reasons, not for economic reasons."" - "Mr. Stark didn't specifically address Mr. Schäuble's position. But he warned government officials not to assume that the ECB would continue to support Greek banks in the event of a restructuring." - "Such a scenario "prevents us from continuing to accept Greek bonds as collateral," Mr. Stark said, advising officials to "know what they're talking about" when it comes to the implications of a Greek restructuring." - "His comments suggest how the ECB would like to see the Greek debt drama play out: a mix of privatization of state-owned assets and more austerity which would be enough for Athens to ease its debt burden. If Greece takes those steps "the debt-to-GDP ratio will decline significantly," he said. Meanwhile, "all this discussion about private-sector involvement distracts so many resources from implementing the program.""

--------------------------------------------------

Að auki er nú komið í ljós, að Grikkland getur orðið greiðsluþrota þegar um miðan júlí nk. Og að auki, eru komnar fram sterkar vísbendingar um að greiðsluþrot Grikklands eitt og sér, geti dugað til þess að framkalla tæknilegt gjaldþrot ECB - en eiginfé ECB er komið niður í einungis 4,25% og skv. :

Skuldbindingar á bókum Seðlabanka Evrópu 23,4 falt eigið fé! "To illustrate how vulnerable the situation is, should the ECB see its assets fall by just 4.25% in value...its entire capital base would be wiped out."

Greece Needs a New Bailout : "It may be just nine pages long, but the report by the European Commission, European Central Bank (ECB) and International Monetary Fund (IMF) packs a punch." - "" The real GDP growth rate for 2011 is now protected to be minus 3.8 percent, the authors conclude, adding that positive growth rates are not expected before 2012. Even then, they will only be "moderate."" - "The IMF's statutes stipulate that the organization can only lend a country money if it is certain that the state will be able to meet its payment obligations for the next 12 months." - ""Given the remoteness of Greece returning to funding markets in 2012, the adjustment program is now underfinanced. The next disbursement cannot take place before this underfinancing is resolved," the report concludes."

  • Það sem þetta þíðir, er að ef ekki er búið að ganga frá samkomulagi innan Evrusvæðis um frekari fjármögnun Grikklands fyrir 20. júní nk, áætlað á bilinu 90ma.€ - 100ma.€, þá mun AGS ekki greiða út þann 20. júní nk. sinn hluta greiðslu sem Grikkland á að fá þann dag.
  • Það sem verið er að segja, er að þá geti það gerst að gríska ríkið verði uppiskroppa með lausafé um miðjan júlí nk., en skv. reglum um björgunarpakkann frá því í fyrra virðist vera að ekki sé heimild fyrir því að björgunarsjóður ESB greiði út fyrir sitt leiti ef AGS það ekki gerir.
  • Fræðilega væri unnt að veita sjóðnum sérstaka heimild til þess, til að gefa meiri tíma og þá fengi gríska stjórnin 2/3 af þeim peningi sem hún á að fá þann 20. júní nk. Ætli maður reikni ekki með þeirri útkomu, að valið verði að kaupa tíma með þeim hætti frekar en að láta Grikkland hrynja í sumar.

Ég endurtek þ.s. ég hef áður sagt, að ég hef ekki trú á að það verði unnt að selja eignir gríska ríkisins á brunaútsölu og fá e-h nærri því það fé fyrir þær, sem áætlanir gera ráð fyrir:

  1. Mér sýnist klárt að það muni þurfa að selja eignir sennilega á nafnvirði vart undir 100ma.€ til að ná fram 50ma.€ í raunverulegum peningum. Jafnvel getur verið, að nafnvirði nær 150ma.€ þurfi til.
  2. En það þarf að muna að Grikkland er ekki sérlega kræsilegt fyrir fjárfesta í dag, ástandið hlýtur að bæla verðin niður - sennilega hressilega.
  3. Síðan virðist líklegt, að skilvirkni getir verið ábótavant - spurning hvort viðhald eigna hafi verið nægilegt eða tækja, fj. starfsm. líklega of mikill, samn. v. verkalýðsfélög geta þvælst fyrir, að auki virðist sem að víða sé ekki klár mörk varðandi eignarrétt á landi sem rekstur nýtir svo dómsmál geta þvælst fyrir. Þetta eru nokkrir hlutir sem ég hef séð á vefnum.

Seðlabanki Evrópu neitar að íhuga nokkra aðra greiðsluáætlun en niðurskurð útgjalda, ofan í kreppu þ.e. 4,5% samdrátt 2010 og þ.s. talið er að verði 3,8% samdráttur í ár - að öllu óbreyttu. Heldur sig enn við það að viðbótar niðurskurður ásamt sölu eigna í eigu gríska ríkisins dugi fyrir því að Grikkland muni endurgreiða allar skuldir. Munum að þeir reikna með viðbótar lántöku.

Ég tek fram að meðal hagfræðinga sem ekki starfa fyrir ESB eða ECB, þá virðist ekki mikill stuðningur fyrir því að þessi leið hafi miklar líkur á að skila ofangreindum árangri. Reyndar virðast flestir sem tjá sig um málið, ekki hafa trú á því að líkur á þeirri útkomu séu betri en örlitlar - að langmestar líkur séu á því að Grikkland muni á endanum þurfa stórfellda skuldaniðurfærslu.

Barclays bank áætlar niðurskurðarþörf upp á 67%.

 

Niðurstaða

Því lengur sem þessi pattstaða stendur því meiri verður skaðinn allt í kring, en þetta grefur undan trú fjárfesta á gervöllu Evrusvæðinu, auk þess að skaða sérstaklega þau lönd sem talin eru í viðkvæmri stöðu. 

Að auki, því lengur sem hún stendur því meir aukast líkur á slæmri útkomu fyrir Evrusvæðið - þ.e. "messy" greiðsluþroti Grikklands, ásamt þeim afleiðingum sem óttast er að því geti fylgt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 832
  • Frá upphafi: 849009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 766
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband