Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Ný björgunaráætlun fyrir Grikkland, kostar 100ma.€ en ekki 60ma.€ segir í frétt Der Spiegel!

Ef Der Spiegel hefur rétt fyrir sér þá er þetta nærri því 100% kostnaðarhækkun, miðað við að björgunaráætlunin sem samþykkt var í fyrra kostar 110ma.€. En, ástæðan sem upp er gefin er sú, að það þurfi að fjármagna Grikkland út 2014, svo unnt verði að láta nýjan björgunarsjóð ESB sem til starfa tekur 2013, taka mál Grikklands að sér.

En, þó sjóðurinn taki formlega til starfa 2013, verður nær ekkert fjármagn í honum, fyrr en ári seinna. Þetta er Merkel að kenna, en í mars sl. endursamdi hún um tímaramma fjármögnunar nýja sjóðsins, þ.e. dreifði fjármögnuninni yfir lengri tíma, til þess að dreifa greiðslum sem þjóðverjar þurfa að inna af hendi, yfir lengri tíma og flr. en smærri greiðslur hverju sinni.

Ég skil þetta þannig, að sjóðurinn muni ekki geta tekist á við Grikklands vandamálið, fyrr en undir árslok 2014. Svo við erum að tala um þörf á að fjármagna Grikkland í 3. ár til viðbótar en ekki bara 2.

Der Spiegel: Greece Back on the Brink

  • Ég er einnig sammála fréttaskýranda, að planið um að selja eignir gríska ríkisins, sé mjög - mjög ólíklegt til að skila nokkurs staðar nærri þeim árangri, sem bjartsýnustu áætlanirnar gera ráð fyrir.
  • Það virðist nánast útilokað að Grikkland geti endurgreitt allar skuldir - almenningur virðist vera að gíra sig upp fyrir, að fara að mótmæla fyrir virkilega alvöru.
  • Sölutilraunir geta skapað ólgu í Grikklandi, sem getur leitt til meiriháttar óeyrða jafnvel upplausnar ástands. En klárt sýnist mér að eignir myndu fara langt undir matsverði.
  • En mjög erfitt er að selja svo mikið hlutfall eigna á svo stuttum tíma, munun einnig að þ.e. alvarleg kreppa, fjárfestar frekar að flýja en hitt, verkalýðsfélög að þvælast fyrir sem mest þau mega, óvissa um lagalega hlið sem getur þítt málarekstur fyrir dómi, óvissa um ástand eigna, gæðastandard á rekstri o.s.frv. Allt leggst þetta saman.
  • Ef almenningur telur að útlendingar, sem til stendur að stjórni söluferlinu, séu nánast að gefa eignirnar - verður allt vitlaust, spurning hvort að Papandreo muni þurfa að flýja á þyrlu eins og forseti Argentínu þurfti í kringum 2000.

Grikkland er nútíma harmsaga, sem nánast útilokað er að endi vel, hvernig sem menn reyna að velta upp hlutunum.

Wall Street Journal: ECB Digs in Against Debt Restructure

En skv. frétt WSJ - þá ítrekaði talsmaður Seðlabanka Evrusvæðis þann 6/6 andstöðu bankans við hverskonar skuldaeftirgjöf gagnvart Grikklandi.

En til stendur að halda sameiginlegann fund fjármálaráðherra Evrusvæðis þann 20/6 nk. Fundahöld undanfarinna vikna vegna ástandsins á Grikklandi, eru til þess að ná fram einhverju samkomulagi, fyrir þann fund.

En, enn er ástandið það sama og er rifrildið milli helstu stofnana ESB hófst fyrir rúmum 2. vikum, þ.e. aðildarlöndin og Framkvæmdastjórnin vilja slaka á kröfum gagnvart Grikklandi þegar kemur að greiðslum á skuldum, meðan Seðlabankamenn neita að sætta sig við nokkra hina minnstu tilslökun. 

Hóta enn, að leggja bankakerfi Grikklands í rúst, ef þeir fá ekki sitt fram, þ.e. að ef gripið verði til aðgerða sem þeir séu ekki sáttir við, verði höggvið á naflastreng þann sem ECB hefur við gríska bankakerfið sem mun nær tafarlaust framkalla gjaldþrot gríska bankakerfisins, og þá einnig tafarlaust greiðsluþrot gríska ríkisins. Fárviðri á alþjóðamörkuðum síðan í kjölfarið.

Flestir fréttaskýrendur reikna með, að Seðlabankinn vinni þessa þrætu. En, andstaðan meðal ríkjanna, um að lána Grikkjum er klárlega sterk fyrst að eftir rúmar 2. vikur, hafa þau ekki enn gefið sig - fyrir sitt leiti.

Ég treysti mér ekki í veðmál um það hvernig muni fara!

En talsmenn aðila virðast vera að tala sig út í horn, ef marka má frétt Der Spiegel! Þ.e. menn búnir að segja svo mikið, að einhver mun missa andlitið, þá getur þrjóska bæst við - þ.e. tregða við að missa andlitið!

 

Niðurstaða

Enn er Evrukrýsan í sama hámarkinu og verið hefur sl. tvær vikur. Ekkert bendir til þess, að sú pattstaða sem ríkt hefur, sé að taka enda. Stálinn virðast jafn stinn nú og fyrir tveim vikum síðan milli Seðlabanka Evrusvæðis og embættismanna Framkvæmdastjórnarinnar/Ráðherraráðsins hinsvegar.

Sápúóperan heldur áfram!

 

Kv.


Nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands! Verður það túlkað sem greiðsluþrot?

Nýtt samkomulag virðist í lokavinnslu, en stóra spurningin því tengt - verður það túlkað sem greiðsluþrot? En, samkomulagið inniber tilraun til að lækka kostnað aðildarríkjanna þ.e. reynt er að minnka það fjármagn sem annars þarf að reiða af hendi til Grikklands, enda fjarska óvinsælt meðal kjósenda ekkí síst í Þýskalandi en einnig í flr. löndum, að lána Grikklandi meira fé. En, skv. fyrirliggjandi gögnum er viðbótar fjármögnunarþörf Grikklands að óbreyttu litlar 60ma.€ út 2013. En, nýja samkomulagið á að kosta einungis 30ma.€. Hugmyndin er að spara 30ma.€ með því að fá aðila sem eiga grískar skuldir til að taka "sjálfviljugir" við nýjum skuldabréfum að sama virði og með lengri greiðslutíma en fyrri bréf.

------------------------------Sjá fréttir

Greece Creditors Must Give €30 Billion to Bailout : "Euro-zone governments have reached a tentative deal on a new financing package for Greece that will seek roughly €30 billion in contributions from the country's private-sector creditors, senior euro-zone officials said Saturday. The 17 euro-zone governments will ask Greece's creditors to exchange their soon-to-mature debt for debt with a longer maturity..." - "The governments will give Greece new lending....officials said. But that financing will likely come with the condition that the banks, pensions funds and other investors holding Greek bonds agree to exchange them for new bonds with a longer maturity." - ""Private investors would have a strong incentive to participate, because if they don't, there will be a default," said one official."" - "The new bonds are unlikely to receive collateral or preferred status, the officials said. The maturity of the new bonds is still to be decided, though officials say it will probably be somewhere between 3.5 and 7 years. The coupon on the new bonds is also still under discussion, but one official said it would be close to the rate charged by euro-zone governments for financing from the rescue fund."

Moody's downgrades Greece to Caa1 from B1, negative outlook :"Any announcement of a programme that includes conditions that satisfy Moody's definition of default would also lead to further downgrades."

Standards&Poors:When Would A "Reprofiling" Of Sovereign Debt Constitute A Default? : "...while an exchange offer for longer-dated bonds may appear to be "voluntary", we may conclude that investors have been pressured into accepting because they fear more-adverse consequences were they to decline the exchange offer. In such a "distressed" exchange, holders accept less than the original promise because of the risk that the issuer will otherwise fail to meet its original obligations." - "In establishing whether to view an exchange offer as "distressed", Standard & Poor's will evaluate whether, apart
from the offer, we believe there is a realistic possibility of a conventional default (that is, of a payment default) on the obligation subject to the exchange, over the near to medium term. The existing issuer credit ratings, as well as rating outlooks or CreditWatch listings, can serve as proxies for that assessment." - "If the issuer credit rating is 'B-' or lower, we would ordinarily view the exchange as distressed and, hence, as a de facto restructuring."

Greece Creditors Must Give €30 Billion to Bailout : "Officials say that they are willing to accept a downgrade of Greece by the credit-rating agencies due to the exchange offer—so long as a "credit event" that would require payouts to holders of Greek credit-default swaps isn't triggered."

------------------------------Endir

Er þetta greiðsluþrot?

Mér sýnist miðað við skýringar sem S&P gefur, þá muni þeir túlka slíka aðferð sem "coercive" þ.e. ekki byggða á frjálsu vali. En hugmyndin virðist vera að setja eigendur skuldabréfa upp að vegg, þ.s. þeim er sagt að samþykkja ný bréf með lengri greiðslutíma og jafnvel gagnvart lægri vöxtum en áður, en klárt gagnvart til mikilla muna lægri vöxtum en nú gilda á markaði þ.e. kringum 15% sbr. hugmyndir um að hafa vexti á bréfunum milli 5-7%, sem fram kemur að ofan í frétt Wallstreet Journal. Að auki, er miðað við fyrirliggjandi mat, veruleg hætta á greiðsluþroti Grikklands. Svo mér sýnist þetta uppfylla öll skilyrðin sem S&P setur fram um það, hvenær "voluntary restructuring" sé í reynd greiðslufall.

Þá er stóra spurningin hvort þetta er trigger atburður fyrir útgreiðslu "skuldatrygginga". En, þ.e. ein stærsta hræðslan í dag, þ.s. flestir sem hafa fjárfest í grískum skuldum í seinni tíð, hafa -að talið er- einnig fjárfest í tryggingu þ.s. "Credit Default Swap - CDS". Þetta geta verið bísna margir ma.€ sem Evrópskir bankar, sem hafa verið að selja slíkar tryggingar, þurfa þá allt í einu að greiða.

Þetta gæti því verið umtalsvert áfall fyrir evrópska fjármálakerfið, í gegnum þær greiðslur, en vanalega eru risabankarnir í öllum tegundum fjármálaviðskipta þ.s. í dag er venja að fjárfestingabankar starfi sem hluti af einni heild sem inniheldur einnig hefðbundin bankaviðskipti; svo skuldatryggingarnar geta reynst skemmtileg flétta eftir allt saman í það allsherjar fjármálatilraunaverkefni sem nú er stundað innan fjármálakerfa nútímans er hefur gert kerfin að einni samhangandi spilaborg, ekki síður í Evrópu en annars staðar.

 

Er hægt að komast hjá þroti Grikklands?

Andrew Lilico: Will Germany and France stave off a Greek default? : "In Greece, government debt is forecast to reach about 170pc of GDP. The cheapest debt Greece can acquire comes through the European Union, and will cost some 5 to 6pc. So, even if the EU were willing to take on all of Greece’s debts, Greece would be paying more than 10pc of GDP in debt interest." - "No plausible market interest rate is going to be less than twice that level." - "The economists’ rule of thumb is that if interest payments reach 12pc of GDP, a normal economy will default."

Þessi ágæti hagfræðingur áætlar - sjálfsagt kann hann reikning - að ef allar skuldir Grikklands væru á þeim vöxtum sem björgunarpakki Grikklands frá ESB og AGS er á, þá kostaði það cirka 10% af þjóðarútgjöldum Grikkja að borga einungis vexti. Í dag eru markaðsvextir á bilinu 15-24%.

Valkostirnir virðast vera greiðsluþrot þ.s. Grikkland klárt getur ekki borgað markaðsverð fyrir sínar skuldir eða að Grikkland verði um mjög langa framtíð, í gjörgæslu frá einum neyðarpakka til þess næsta á niðurgreiddum vöxtum. 

Báðir kostirnir eru slæmir, en mér sýnist að klárt verði erfitt að framkalla nægann pólitískan vilja til að halda áfram með að hafa Grikkland á spenanum, kannski þannig að eftir 2. ár verði það pakki 3, o.s.frv.

  • En ég er mjög skeptískur á það eignasöluferli sem á að redda 50ma.€
  1. Mér sýnist klárt að það muni þurfa að selja eignir sennilega á nafnvirði vart undir 100ma.€ til að ná fram 50ma.€ í raunverulegum peningum. Jafnvel getur verið, að nafnvirði nær 150ma.€ þurfi til.
  2. En það þarf að muna að Grikkland er ekki sérlega kræsilegt fyrir fjárfesta í dag, ástandið hlýtur að bæla verðin niður - sennilega hressilega.
  3. Síðan virðist líklegt, að skilvirkni getir verið ábótavant - spurning hvort viðhald eigna hafi verið nægilegt eða tækja, fj. starfsm. líklega of mikill, samn. v. verkalýðsfélög geta þvælst fyrir, að auki virðist sem að víða sé ekki klár mörk varðandi eignarrétt á landi sem rekstur nýtir svo dómsmál geta þvælst fyrir. Þetta eru nokkrir hlutir sem ég hef séð á vefnum.
  • Síðan, er mjög góð ástæða að efast um hvort grísk yfirvöld muni geta staðið við gefin loforð.
  1. Krafa er um víðtæka samstöðu frá helstu flokkum, og ég sé ekki alveg af hverju helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, ætti að kjósa að spila með - en það gæti haft slæm áhrif á hans möguleika við kjörborðið.
  2. Að auki er sterk andstaða verkalýðsfélaga klár, og einnig meðal almennings.
  3. Að auki, ber að muna að Grikkland hefur sögu pólitísks óstöðugleika sbr. á 8. áratugnum var herforingastjórn við völd í Grikklandi sem komst til valda eftir byltingu.
  4. Á 5. áratugnum og fram á þann 6. var borgarastyrrjöld.
  5. CIA kvá hafa bent á möguleika sem ekki endilega fjarstæðan, um stjórnarbyltingu.
  6. Ég held að hættan á víðtækri samfélagslegri upplausn sé klárlega fyrir hendi.

 

 

Niðurstaða

Úr þessu sýnist mér ólíklegt að unnt verði að forða greiðsluþroti Grikklands. AGS hefur þó látið vita að sú stofnun muni greiða út sinn hluta þann 29. júní nk., svo hræðslan tengt þeim möguleika að Grikkland yrði greiðsluþrota jafnvel um miðjan júlí nk. er liðin. En, það fjármagn sem tilheyrir prógramminu frá því í fyrra ef það verður allt greitt út, mun endast fram á mitt næsta ár cirka bout. 

En alls óvíst er að Grikkland býði þetta lengi.

Ég hef efasemdir um þetta samkomulag sem verið er að setja saman, og ef reynt verður að hrinda því úr vör, þá skv. aðvörun S&P og Moody's mun Grikkland sennilega verða fellt af þeim niður í D eða "Default".

Þá skv. því ætti eða á að greiða út skuldatryggingar fyrir grísk bréf, það gæti skapað áhugaverða spennu innan bankakerfis Evrópu, þegar ma.€ þarf að greiða út til eigenda skuldabréfa, víða um Evrópu.

Það veit enginn akkúrat hverskonar dómínó áhrif því myndi fylgja, því ég veit ekki til þess að CDS hafi áður verið greitt út vegna skulda sjálfstæðs ríkis, tala nú ekki um innan ESB og Evrusvæðis. Munum að auki, að margir bankar í Evrópu eru í viðkvæmri fjárhagslegri stöðu.

 

Kv.


Af hverju segjum við gjarnan, að reka Ísland sé eins og reka heimilisbókhald? Allar hugmyndir um gjaldmiðilsskipti hitta á sama vandann!

Ég átti ágætt samtal við Andra Geir Arinbjarnarson á bloggi hans. Andri er einn af þeim málefnalegri á netinu, og vel unnt að ræða við hann í fullri kurteisi. En, það virðist vera sýn margra að við verðum að skipta um gjaldmiðil, þ.e. einnig gjarnan fullyrt að slíkt muni nánast sjálfvirkt leiða til aukinna fjárfestinga hér. Sérstaklega þessi seinni fullyrðing, sem fram kom hjá Andra hafði ég við að athuga.

 

Ísland er raunverulega mjög sérstætt, þ.e. ég veit ekki um nokkurt dvergríki sem hefur það sem við höfum, þetta snýst ekki um einhverja blinda þjóðernishyggju, einungis þekktar staðreyndir.

  1. Ísland er mjög óvenjulegt landfræðilega séð, einstakt eiginlega, þ.e. langstærsta eyjan í heiminum á rekhrygg, að auki er hér svokallaður heitur reitur (mantle plume). Þetta er þ.s. skapar þá miklu hitaorku sem hér er. 
  2. Hér eru að auki stórir jöklar, sem skapa stór virkjanleg vatnsföll.
  3. Síðan bætist við að hafið í kring er mjög gjöfult, ein mesta fiskigengd í víðri veröld.
  4. Náttúruleg sérstaða, skapar mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
  • Punkturinn er sá, að miðin - orkuauðlindirnar, skapa mjög öflugann útflutning, þannig að ásamt ferðamennsku, þá duga þessir 3. þættir fyrir landsframleiðslu per haus, sem þrátt fyrir svokallað hrun, telst enn vera mikil í samanburði við önnur lönd.

CIA World Factbook: Samanburður við lönd í heimsálfunum beggja vegna! Tölur frá 2010.

  1. Liechtenstein:  141.100$
  2. Luxembourgh: 81.800$
  3. Noregur: 56.000$
  4. Bandaríkin: 47.400$
  5. Andorra: 44.900$
  6. Sviss: 42.900$
  7. Austuríki: 40.300$
  8. Holland:  40.500$
  9. Kanada: 39.600$
  10. Svíþjóð: 39.000$
  11. Belgía: 37.900$
  12. Írland: 37.600$
  13. Danmörk: 36.700$
  14. Ísland: 36.700$
  15. San Marino: 36.200$
  16. Þýskaland: 35.900$
  17. Grænland: 35.900$
  18. Finnland: 35.300$
  19. Bretland: 35.100$
  20. Frakkland: 33.300$
  21. Færeyjar 32.800$
  22. Ítalía: 30.700$
  23. Grikkland: 30.200$
  24. Mónakó: 30.000$
  25. Spánn: 29.500$
  26. Slóvenía: 28.400$
  27. Tékkland: 25.600$
  28. Malta: 25.100$
  29. Portugal: 23.000$
  30. Slóvakía: 22.200$
  31. Kýpur: 21.000$
  32. Eistland: 19.000$
  33. Úngverjaland: 19.000$
  34. Pólland: 18.800$
  35. Króatía: 17.500$
  36. Litáen: 15.900$
  37. Rússland: 15.900$
  38. Lettand: 14.300$ 
  39. Hvíta Rússlan: 14.300$
  40. Búlgaría: 12.800$
  41. Tyrkland: 12.300$
  42. Rúmenía: 11.500$
  43. Serbía: 11.000$
  44. Svartfjalla-land: 9.900$
  45. Makedónía: 9.400$
  46. Albanía: 7.400$
  47. Úkraína: 6.700$
  48. Bosnía: 6.600$
  49. Kosovo: 2.500$
  50. Moldavía: 2.500$
  51. ESB 32.900$
  • Ísland býr nefnilega að því hagræði, að beggja vegna Atlantshafsins er að finna mjög auðug hagkerfi, sem veita mjög góð verð fyrir þann afla sem við veiðum, ásamt því öðru sem við framleiðum og seljum. Þannig, skila auðlyndir okkar - okkur mjög góðum tekjum.
  • Flest smá eyríki, búa í meiri fjarlægð frá auðugum mörkuðum, og njóta því minna hagræðis af sínum auðlyndum, en fyrir okkur þó fjarlægðir séu nokkrar eru þær þó ekki of miklar heldur.

 

Ókostir einnig, hverjir eru þeir?

  1. Sá stærsti er sennilega smæð þjóðarinnar, en sá þíðir að Ísland hefur mjög óverulegann heimamarkað, en svo smár er hann að hér borgar sig almennt séð ekki að framleiða neysluvörur - fyrir utan matvæli, heldur eru þær fluttar inn.
  2. Vegna fámennis, er vinnumarkaður fámennur og tiltölulega fábreyttur.
  3. Smæðin ásamt því að Ísland er fjær Evrópu, ef maður miðar við hana, en t.d. Bretland og Írland, héðan er ekki vega og járnbrautasamband við hana eins og Svíþjóð eða Danmörk hafa, gerir Ísland mjög ógyrnilegann fjárfestingakost - fyrir aðrar tegundir starfsemi en þá sem nýtir landkosti beint eða orkuauðlyndir.
  4. Hér eru ekki heldur að finna verðmæt jarðefni t.d. málma, sem geta skapað grundvöll fyrir námuvinnslu.
  • Ég er ekki að segja að við höfum fá tækifæri, en þau eru klárlega samt takmörkuð einnig.
  • Tækifærin liggja á vissum sviðum, þ.e. með miðin þegar fullnýtt, erum við að tala um frekari uppbyggingu starfsemi sem er orkufrek þannig að orkuverð skiptir meira máli en flutningskostnaður, þetta þarf ekki að vera álver allt eins t.d. framleiðsla á kísilþinnum t.d. við gerð sólarorkuhlaða.
  • Hvað annað varðar, þá er unnt að auka hér fiskeldi og loðdýrarækt, sbr. að nýta landkosti.
  • Lokum er það menntun fólksins, en það getur skapað tækifæri á sviðum hugbúnaðargerðar, en hugbúnaður er eitt af því sem engin landamæri þekkir né fjarlægðir, svo flutningskostnaður er ekki vandi.
  • Að lokum auðvitað ferðamennska.

Þetta á að duga fyrir mjög góðum lífskjörum, fyrir þetta fámenna þjóð!

 

Hvað er ég að meina með að skipti á gjaldmiðli, skapi ekki stóreflingu fjárfestinga eins og sumir vilja láta?

  • Aftur, smæð innri markaðar, af völdum fámennis, ásamt tiltölulega háum flutningskostnaði til og frá landinu, gerir ekki landið að árennilegum fjárfestingarkosti nema á tilteknum sviðum.
  • Sko, annar gjaldmiðill færir ekki landið nær Evrópu eða N-Ameríku, né fjölgar það þjóðinni - eða skapar nýjar auðlyndir sem ekki áður þekktust.
  1. Málið er að vegna ofangreinds, munu útlendingar fyrst og fremst hafa áhuga á fjárfestingum til útflutnings, því heimamarkaður hér er of lítill til að það svari almennt séð kostnaði, að setja hér upp starfsemi til að nýta hann.
  2. Ég sé ekki að gjaldmiðillinn sé í reynd umtalsverð áhrifabreyta, til eða frá, þannig að ekki sé neitt klárt orsakasamhengi sem útskýrir af hverju þeim ætti að fjölga, ef við skiptum um gjaldmiðil. Þvert á móti tel ég áhrifin cirka "0" til eða frá.
  3. Við erum að tala um starfsemi, sem er þannig að varan er flutt beint út - líkur yfirgnæfandi um að viðkomandi rekstur geri upp í einhverjum erlendum gjaldmiðli, útflutt vara sé verðlögð í erlendum gjaldmiðlum.
  4. Það eina sem gjaldmiðillinn kemur við sögu, er þegar borguð eru laun til starfsmanna eða verktaka sem reisa viðkomandi verksmiðju, allar bjargir eru aðkeyptar og fluttar inn, greitt fyrir með erlendum gjaldmiðlum.
  5. Svo, ekki er í reynd um að ræða, að fjárfest sé í krónunni - svo þá skapar það ekki snögga aukningu á eftirspurn eftir krónum, snarhækkar gjaldmiðilinn.

Innan annars gjaldmiðils, værum við einnig að höfða til alveg samskonar tegundar starfsemi, enda mjög raunverulegar takmarkanir um hvað borgar sig að gera hér, þannig að við værum ekki að sjá dramatíska aukningu á fjölbreytni um starfsemi hér - og erlendir aðilar myndu haga sér nákvæmlega eins þ.e. öll aðföng væru aðflutt þ.e. fengin að utan, enda ekki framleidd hér.

  • Ég sé í alvöru talað ekki, að háir vextir hér eða verðbólga eða hugsanlegar gengisfellingar, komi þessum rekstri nokkuð við - nema í gegnum stutt tímabil er laun hækka umfram raungetu hagkerfisins, áður en næsta felling lækkar þau á ný.
  • Það eina er veldur einhverju tjóni er hágengi, ef laun verða óþægilega há - en slík tímabil eru skammlíf oftast nær og enda alltaf í gengisfalli, því hágengi -þ.e. raungengi verður það hátt að viðskiptahalli skapast- er ekki sjálfbært ástand.
  • En, gengisfellingar eru í reynd bara bónus fyrir slíka aðila því þá lækka laun tímabundið, og innlendir vextir koma ekki við þá þ.s. öll lán eru í erlendum gjaldmiðlum og tekjur einnig.

Ergo - ég sé ekki að það sé neitt umtalsvert óhagræði af krónunni fyrir erlenda fjárfesta hér, sem eðli máls skv. munu fyrst og fremst hafa áhuga á að fjárfesta, í starfsemi til útflutnings. 

Vegna þess að óhagræði er ekki til staðar, er ekki rökrétt að ætla að gjaldmiðilsskipti skili aukningu fjárfestinga.

(Vandi er, að of oft er verið að byggja á því sem ég kalla heimskum samanburði, þ.e. tekinn samanburður á A-Evrópu, sem var innan A-tjaldins fram á veturinn 1989-90. Þau komast fljótlega í kjölfarið, í dramatískt aukin viðskipti v. V-Evrópu. Fá fríverslunarsaming við ESB á 10. áratugnum, flest ganga inn árin rétt fyrir eða rétt eftir 2000. Eðlilega á sér stað gríðarleg aukning verslunar við Evrópu þessi ár, enda var hún að hefjast nánast frá "0". Til samanburðar, höfum við samfellt og óhindrað verslað við Evrópu síðan seinna stríði lauk, haft fríverslun síðan 1971, og erum lifandi löngu komin í mjög víðtæk verslunarsamskipti. Ég sé ekki hvernig í ósköpunum, þau viðskipti geta aukist dramatískt - einfaldlega ekki mögulegt. En við getum ekki sjálfbært keypt meir inn en þ.s. við eigum tekjur fyrir. En eins og ég rökstuddi, skiptir gjaldmiðillinn ekki máli þegar kemur að erlendum fjárfestingum hér, verslun getur einungis verið fyrir þ.s. við eigum af peningum, svo hún helst sjálfkrafa í hendur við aukningu gjaldeyristekna. En, Magnús nokkur Bjarnason gaf fyrir nokkru út bók, þ.s. hann stundar svona heimska samanburðarfræði, bók sem látið hefur nokkuð verið með, og ályktar einkum út frá hinni meintu aukningu á verslun, að hér myndi landsframleiðsla aukast 6-7% með Evru, umfram þ.s. ella yrði - en hann virtist einfaldlega gera ráð fyrir að hér yrði sama meðalaukning á verslun og í ríkjum A-Evrópu, eftir að þau gengu inn í ESB, en þá var verslun þar enn í hraðri aukningu eftir að hafa hafist á "0" og ástandið ekkert sambærilegt. Einhvern veginn, hefur hann ekki fattað, að verslun getur ekki aukist hérna nema samsvarandi aukning tekna sé fyrir. Aukning verslunar án tekjuaukningar er þ.s. er kallað viðskiptahalli og sá endar alltaf á einn veg. Þetta var varin Dr. ritgerð - magnað!)

 

Ísland eins og eitt stórt heimili!

Ísland má eiginlega smætta í tekjur vs. kostnað, þ.e. skipta starfsemi í þá sem skaffar gjaldeyristekjur vs. þá sem ekki gerir það, þ.e. A vs. B. En nánast aðeins landbúnaður, er þarna fyrir utan.

Öll starfsemi debit meginn, sé haldið uppi af starfseminni sem er kredit meginn - þar með talið nær öll verslun, starfsemi ríkis og sveitarfélaga, nær öll framleiðsla fyrir innanlands markað sem ekki er á sviði matvælaiðnaðar, byggingastarfsemi. Margt fleira má nefna.

Það er einmitt lykillinn að svari mínu til Andra, að aukning lífskjara hér grundvallast óhjákvæmilega á því að auka gjaldeyristekjur - svo að meira sé unnt að flytja inn. 

Svo að ef þ.e. svo sem hann segir, að háir vextir og verðbólga, geri fjárfestingu hérlendis í annað en aukinn útflutning minna arðbæra, þá er það ekki endilega slæmt fyrirkomulag:

Andri Geir: “Þar með viðhöldum við núverandi kerfi þar sem þeir sem eru í útflutningi og hafa sinar tekjur í gjaldeyri hafa lægri fjármagnskostnað og geta því borgað hærri laun en þeir sem eru fastir í haftakrónunni. ”

  • Sem dæmi, þá skaffar álver eða kísilverksmiðja eða önnur orkufrek stóriðja sjálf ekki beint mörg störf, en það má segja að því fylgi mikið flr. afleidd störf, vegna aukningar gjaldeyristekna. En, það þíðir að það fjölgar störfum í greinum, sem grundvallast á innflutningi, t.d. verslun.

    Þetta er ástæða þess, að það getur hugsanlega stórdregið út atvinnuleysi akkúrat núna, að efla til stórframkvæmda, þ.e. fyrst að reisa viðkomandi verksmiðju og síðan skaffi aukning útflutningstekna fj. starfa óbeint.

    Það er einmitt þannig sem við aukum lífskjör hérna, að auka gjaldeyristekjur þ.e. A svo við getum gert meir af B, þ.e. aukið innflutning.


Öll gjaldmiðilsskipti hafa sama vandann í för með sér, þ.e. hvernig stýrum við viðskiptajöfnuðinum?
Í dag og sl. áratugi, er sú stýring mjög einföld, en ef halli fer yfir cirka 5% þá verður "loss of confidence" og krónan fellur, innflutningur fellur nægilega mikið til að smávegis afgangur skapist.

Það má segja, að þessi stýring á viðskiptajöfnuðinum, sé eiginlega helsta gagn sem okkar gjaldmiðill gerir - en halli leiðir til skuldsetningar og greiðsluþrots fyrir rest.

Svo, að gjaldmiðillinn tékkar okkur af við og við, þegar við eyðum um of um efni fram, þá fellur hann og það koma nokkur ár í afgangi, staðan sjálfleiðréttist.

Andri Geir:“Íslenskir launamenn sem fá borgað í krónum tapa enda verða þeir að borga fyrir sveigjanleika krónunnar þegar hún er gengisfelld, ekki þeir sem standa í útflutningi sem fá lægri launakostnað með gengisfellingu.”

Málið er, að launamenn geta ekki annað en tapað á því fyrir rest, ef eyðsla verður stjórnlaus of lengi, en það getur ekki endað nema í enn verri vandræðum þ.e. nýrri skuldakreppu, ef þessi sjálfleiðrétting er tekin af.

  • Þetta er svar mitt til þeirra sem vilja annan gjaldmiðil - þ.e. og um leið spurning á móti:Hvernig ætlið þið að tryggja stýringu á viðskiptajöfnuðinum?

 

  • Löngun íslendinga til betri kjara hefur alltaf verið sterk, þannig að í kjarasamningum hefur þeim jafnan tekist að ná inn heldur hærri prósentuhækkunum launa en hefur numið prósentuaukningu gjaldeyrstekna.
  • Þetta framkallar hina klassísku hagsveiflu, og um leið stöðuga innlenda verðbólgu, sem einkum verður til vegna víxlverkunar kaupgjalds og verðlags, þ.e. vegna þess að þ.e. alltaf hluti atvinnulífs t.d. verslunargreinar og auðvitað hið opinbera, sem eiga ekki valkost oft á tíðum um annað, en að velta kauphækkunum beint í verðlag.
  • Ég sé ekki af hverju gjaldmiðilsskipti ættu klárlega / augljóslega stöðva þennan dæmigerða riþþma.  
  • Fram að þessu, eykst alltaf innflutningur ár frá ári, í hinni dæmigerðu hagsveiflu því launahækkanir umfram aukningu gjaldeyristekna, minnka afgang smám saman af viðskiptajöfnuði og síðan fram að þessu, hefur það alltaf án undantekninga gerst, að á seinni hluta hagsveiflu er vaxandi halli á viðskiptajöfnuði og sá eykst stjórnlaust þangað til næsta gengisfelling á sér stað.

Sko þ.s. ég er að reyna að benda á, er að þessi riþþmi sem keyrir viðvarandi verðbólgu hér að jafnaði ásamt sífelldum hagsveiflum; mun gera það áfram innan annars gjaldmiðils.

Ég sé ekki að núverandi ríkisstjórn sé að framkalla nokkra breytingu á honum, þó svo annar flokkurinn stefni að aðild að ESB og að Evru, en bendi á að launahækkanir eru 2-föld líkleg aukning landsframleiðslu í ár. Mjög óvísst er einnig að loforð um 3,3% hækkun árin 2. næstu, sé ekki einnig umfram hagvöxt þau 2. ár. 

Punkturinn er sá, að öllu óbreyttu þ.e. án mjög djúpstæðrar hugarfarsbreytingar í þjóðfélaginu, þ.s. aðilar hætta að krefjast hækkunar launa umfram raun-aukningu tekna, mun hagsveifla þá ekki enda með gengishruni heldur með verra ástandi, þ.e. skuldakreppu og langri kreppu - sbr. þ.s. Portúgal mun líklega ganga í gegnum, en þeirra greiðsluþrot kemur fyrst og fremst vegna uppsafnaðra skulda vegna viðskiptahalla, þ.e. ekki vegna bankakreppu eða húsnæðisbólu.

Það sem ég er að segja, er að án slíkrar hugarfarsbreytingar, er betur heima setið en af stað farið, þ.e. okkur hag er betur búið í krónuhagkerfi.

En, að auki, bætist við að hér verða sveiflur við og við sem ekki eru af þessa völdum, og við verðum einnig að geta fengist við þær - ég sé bara eina leið til að unnt sé að búa við annan gjaldmiðil, skiptir engu máli hvern, þ.e. að fyrirfram sé gengið þannig frá því að launalækkanir séu eins sjálfvirkar og gengisfellingar. Þetta sé fest í lög, svo fyrirkomulagið hafi nægann trúverðugleika - jafnvel stjórnarskrá.

 

Niðurstaða

Mín niðurstaða er að búa áfram við krónu. Þetta snýst ekki um einhverja þjóðernis tilfinningu, heldur það að ég sé ekki að unnt sé fyrir okkur, að búa við annan gjaldmiðil. Þetta kemur til vegna skorts á aga annars vegar og hins vegar vegna þess að stórar og erfiðar sveiflur verða hér einnig við og við, sem við ekki getum stýrt. En snögg aðlögun upp á t.d. 25% er nær óframkvæmanleg með launalækkunum; nema auðvitað að það sé skv. fyrirfram frágengnu fyrirkomulagi, sem sátt hefur náðst um meðal þjóðarinnar. En, ég sé ekki slíka sátt neins staðar í augsýn, né nægann skilning þess að ekkert minna en þetta þurfi til - ekki síst virðist nær alger blinda hvað þetta varðar ríkja meðal þeirra sem eru fylgismenn gjaldmiðilsskipta.

Svo ég verð að standa gegn öllum hugmyndum um skipti á gjaldmiðli a.m.k. þangað til ég sé sannfærandi teikn þess, að þeir sem það vilja raunverulega skilji, hvað þarf til svo það geti blessast.

 

Kv.


Ég hef áhyggjur af stöðu bankakerfisins, í ljósi þess sem fram kemur í riti Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleiki

Það sem vekur athygli, eru gríðarleg vanskil innan bankakerfisins einkum hjá fyrirtækjum, en þó einnig mjög umtalsverð hjá almenningi. Hætta er klár á mjög miklum útlánatöpum. Á móti er uppgefið eigið fé bankanna allra sagt vera a.m.k. 17%. Að auki, að hagnaður þeirra sé góður, þ.e. 20% af eiginfé.

En, sá hagnaður er fullútskýrður með uppreikningi á virði útlánapakka, sem bankarnir fengu að meðaltali á 50% afslætti. Þennan leik geta þeir vart endurtekið á þessu ári, til að mæta afskriftum sem eiga eftir að verða mjög miklar - ef raunverulega á að koma hagkerfinu af stað, með endurskipulagningu skulda atvinnulífsins.

En, ég leyfi mér að efast um getu bankanna, til að afkrifa nægilega mikið, til þess að einhver umtalsverð hreyfing muni eiga sér stað, á atvinnulífinu. En, sl. ári reyndist fjárfesting sú minnsta síðan eftir seinna stríð.

Svo lítil fjárfesting, er einnig hættuleg fyrir bankana, því það þíðir að atvinnutæki ganga úr sér, geta atvinnulífsins til að standa við endurgreiðslu skulda dalar, lengra fram litið - ef fjárfesting helst svo lítil.

Það myndi einnig skila frekari hnignun hagvaxtargetu hagkerfisins, með öðrum orðum niðurspíral!

 

Fjármálastöðugleiki 2011/1

  • "Samanlögð reiknuð arðsemi eigin fjár stóru viðskiptabankanna þriggja nam um 20% árið 2010.
  • Á árinu 2010 námu þóknunartekjur viðskiptabankanna þriggja um 18 ma.kr.
  • og tekjur af fjármálastarfsemi 23 ma.kr.
  • Tap var af markaðsskuldabréfum en hagnaður af hlutabréfum.
  • Þrátt fyrir styrkingu krónunnar á árinu nam gengishagnaður um 18 ma.kr.
  • Samanlögð tekjufærsla viðskiptabankanna vegna metinnar virðishækkunar yfirtekinna útlána nam þannig 78 ma.kr. eða tæplega 40% af hreinum rekstrartekjum. bls. 15
  • Á tímabilinu nam ný virðisrýrnun útlána um 61 ma.kr." bls. 15

Ég fæ ekki betur séð, að ef bankarnir hefðu ekki gripið til þeirrar bókhaldsbrellu, að uppreikna lánasafnið um 78ma.kr. hefði virðisrýrnun útlána um 61ma.kr. skilað verulegu tapi.

Í reynd túlka ég niðurstöðuna sem þannig, að raunverulegt rekstrartap hafi verið á bönkunum á sl. ári, en ekki þessi meinti 20% af eiginfé hagnaður.

 

Spurning um það, hvað bankarnir gera á þessu ári:

Tafla II-2 Útlánaáhætta, eiginfjárkrafa og áhættugrunnur1
Ma.kr..........................................Samtals eiginfjárkrafa...........Samtals áhættugrunnur
Hið opinbera, ríkis- og fj.m.ft.....................5.........................................66 = 3,6%
Fyrirtæki................................................52........................................645 = 35,6%
Einstakl. og smærri fyrirtæki....................22.......................................268 = 14,8%
Fasteignaveðlán........................................8.......................................105 = 5,8%
Vanskil....................................................31.......................................390 = 21,4%
Eignir í endursölu.....................................27......................................337 = 18,6%
Samtals..................................................145...................................1.811 

  • "Lán viðskiptabankanna til fyrirtækja námu um 56% af heildarútlánum, 25% voru til heimila og um 5% til erlendra aðila.
  • Af fyrirtækjalánum var tæpur helmingur til þjónustufyrirtækja og um fjórðungur til sjávarútvegsfyrirtækja. bls. 16
  • Um 45% lána stóru viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja eru í vanskilum.
  • Um þriðjungur fyrirtækja hefur sl. ár haft viðvarandi neikvætt eigið fé, þ.e. verið ógjaldfær.
  • Dragist endurskipulagningin á langinn mun það halda aftur af eðlilegri starfsemi fyrirtækja, sem hefur neikvæð áhrif á bankakerfið og efnahagslífið til lengri tíma litið. bls 37

Vandinn er klár, enn er ástandið nákvæmlega eins og þegar sl. vetur 4. skýrsla AGS varaði við því að það væri áhætta fyrir framvindu Íslands, ef endurskipulagning skulda fyrirtækja héldi áfram að dragast.

Það eru mjög slæm tíðindi, að innan þessara skuldavandræða, sé um helmingur skuldir innlendra þjónustu fyrirtækja. En, þau mörg hver lentu í fanginu á viðskiptabönkunum þ.e. urðu raungjaldþrota en fengu að starfa áfram upp á náð og miskunn.

En helmingur af helmingi fyrirtækjaskulda, er þá 25%. Skv. þessu þ.s. útlán fyrirtækja eru 56% heildarútlána, þá eru um 28% heildarútlána bankanna, til innlendra þjónustufyrirtækja, sem mörg hver eru raungjaldþrota.

 

Spurning hvað 28% er há upphæð?

  • "Í lok árs 2010 nam bókfært virði heildarútlána þeirra um 1.700 ma.kr."  bls. 16
  • 28% af 1.700 = 476.

Þannig að miðað við þetta, geta verið kringum 470ma. í húfi í tengslum við innlend þjónustufyrirtæki.

  • Ef helmingur þess innheimtist ekki, væri það litlir 235 ma.
  • Ef við erum að tala um 1/3 innheimtist ekki, þá erum við að tala um 158ma.

Spurning hve mikið högg þetta væri fyrir eigið-fé?

"Eiginfjárgrunnur samstæðna stærstu viðskiptabanka nam 452 ma.kr. í árslok 2010, þar af námu víkjandi lán um 47 ma.kr. Uppistaða eiginfjárgrunnsins er því hlutafé og uppsafnaður rekstrarhagnaður. Eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna, reiknað samkvæmt eiginfjárákvæðum laga um fjármálafyrirtæki, nam um 21% í lok ársins og hækkaði um rúmlega 5 prósentur frá fyrra ári." bls. 24
  • Takið eftir að samanlagt eiginfé bankanna er 452ma.kr.
  • Þannig, að bankarnir lifa af, ef 50% skulda þjónustufyrirtækja reynast verðlausar.
  • Þeir fara þó niður fyrir lögbundið 17% hlutfall, en haldast samt yfir 10%.
  • Auðvitað eru meiri afskriftir framundan en bara þetta, en þessi gæti reynst vera stærsti einstaki áhættuliðurinn.
  • Skuldir sjávarútvegs eru eins og fram kemur að umfangi cirka helmingur lána til þjónustufyrirtækja, sem myndi gera umfang þeirra milli 200-300ma.kr.  
  • Þær skuldir ættu að vera traustari, þ.s. sjávarútvegurinn hefur eða ætti að hafa traustari tekjur.
  • Nema að það sé rétt sem sjávarútvegurinn heldur fram að nýtt sjávarútvegsfrumvarp skaði að ráði tekjustreymi, ættu afksriftir að hlutfalli að vera minni í þessum flokki, upphæðir í húfi til muna lægri.
  • Áhættan er sennilega ekki mikið yfir 100ma.kr. Getur vel verið vel innan.
  • Samanlögð afskrift þessara 2-ja liða gæti þó hugsanlega numið allt að 300ma.kr.
  • En einnig gæti hún reynst um helmingi minni.

 

Skuldir heimila!

  • "Skuldir íslenskra heimila eru miklar í alþjóðlegum samanburði...Í lok mars 2011 námu skuldirnar um 110% af landsframleiðslu sem er svipað og árið 2007. "
  • "Til samanburðar var skuldahlutfallið u.þ.b. 80% af landsframleiðslu um síðustu aldamót. Hlutfallið nú er svipað og á Írlandi en nokkru hærra en í Bretlandi, Portúgal og Bandaríkjunum."  bls. 38
  • "nema vanskil hjá heimilum nú...21% af heildarútlánum til heimila og hefur hlutfallið lítið breyst sl. mánuði. bls. 38
  • Í lok apríl 2011 voru tæplega 25 þúsund einstaklingar á vanskilaskrá37 og hefur sá fjöldi farið hratt vaxandi sl. mánuði eða um rúman þriðjung síðan í mars 2009. bls. 38
  • Gjaldþrotum og árangurslausum fjárnámum einstaklinga hefur einnig fjölgað verulega...fyrstu mánuðir ársins 2011 benda til þess að þau gætu orðið 9.000 á þessu ári. bls. 39
  • "Vísbendingar eru um að innheimtu sé í mörgum tilvikum lokið með árangurslausu fjárnámi...
  • Gjaldþrot einstaklinga voru 112 árið 2009, 139 árið 2010 og stefna í að verða um 150 á þessu ári, m.v. fyrstu fjóra mánuði ársins. bls. 39
  • "Hlutfall heimila sem eru í vanskilum með húsnæðislán er svipað og 2004 eða um 10%, og hlutfall heimila sem eiga erfitt með að mæta óvæntum útgjöldum er einnig óbreytt, 36%. Greiðslubyrði annarra lána en húsnæðislána hefur þó þyngst verulega og er orðin þung byrði á um 19% heimila árið 2010 samanborið við um 10% árið 2004. Vanskil vegna þessara lána hafa einnig aukist, en þó aðeins um sem nemur 2 prósentum. Um helmingur heimila á erfitt með að ná endum saman, svipað hlutfall og árið 2004." sbr. 40
  1. Niðurstaðan hvað skuldir heimila varða, er að heildar vanskil eru 21%.
  2. Vanskil húsnæðisskulda þó 10% sem sé cirka sama og 2004.

Árangurslausum fjárnámum, fjölgar þó hratt - en ekki gjaldþrots úrskurðum!

Að úrskurða í gjaldþrot kostar rúmar 200þ. - þetta gjald var ef ég man rétt hækkað a.m.k. 100% af ríkisstjórninni, sem hefur verið sniðug aðgerð.

En, annars hefði gjaldþrots úrskurðum klárlega fjölgað til mikilla muna meir.

  • Heildarskuldir heimila virðast nema rúml. 400ma.kr. skv. því að þær séu 25% af 1.700ma.kr.
  • Ef helmingur vanskila endar í afskriftum, þá væri það tap kringum 40-50ma.kr. 

Auðvitað geta vanskil heimila átt eftir að aukast umtalsvert, en hafa ber í huga að tugir þúsunda heimila, hafa reddað sér með úttöku aukalífeyrissparnaðar - að auki hefur sparifé minnkað á reikningum - og að auki hafa aðgerðir til tímabundinnar lækkunar greiðslubyrði sem ríkisstj. stóð fyrir að líkindum fækkað vanskilum sem annars hefðu orðið og þær aðgerðir fara að renna út.

Segjum að vanskil myndu 2-faldast, þá getur maður ímyndað sér útkomu nær 80-100ma.kr.

Punkturinn er að skv. þessu getur eigið-fé bankanna, minnkað hratt. Þ.e. ef hugsanlegar afskriftir heimila og fyrirtækja eru lagðar saman.

Nú á eftir, að ræða um fasteignir og aðrar eignir sem bankarnir eiga og vilja losna við, en skv. liðnum að ofan, eignir í endursölu í töflunni "Tafla II-2 Útlánaáhætta, eiginfjárkrafa og áhættugrunnur1" eru áhætta vegna þess liðar metin cirka hálfdrættingur á móti áhættunni vegna fyrirtækja-lána.

Ef þ.e. rétt, þá getur sú áhætta klárað eigið-fé bankanna, þegar maður leggur hugsanleg eða líklegar afskriftir þar ofan-á.

 

Umfang fjármálakerfisins er mjög íþyngjandi fyrir hagkerfið

Tafla II-1 Eignir fjármálakerfisins1, bls. 14

Eignir, ma.kr................................... 31.12.2009...................31.12.2010
Bankakerfi........................................3.909..............................3.891
þ.a. viðskiptabankar..........................2.573..............................2.644
þ.a. sparisjóðir.....................................383.................................137
Ýmis lánafyrirtæki..............................1.194..............................1.129
þ.a. Íbúðalánasjóður.............................795.................................836
Lífeyrissjóðir......................................1.849..............................1.992
Tryggingarfélög.....................................129.................................136
Verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir.............200.................................292
Lánasjóðir ríkisins..................................146................................160
Heildareignir.......................................7.427..............................7.600

Útlánastofnanir í slitameðferð..................2.800 ma.kr. m.v. árslok 2010.

Landsframleiðsla......................................................cirka 1.600ma.kr.

Ef 2.800ma. eru dregnir frá 7.600ma. fæst tala sem er jafnt og 3. þjóðarframleiðslur.

En rétt er að draga eignir þrotabúanna frá, enda ganga þær til kröfuhafa þegar þau þrotabú eru gerð upp, og koma ekki frekar við sögu hérlendis.

En flestir ættu að skilja, að því meir sem umfang þeirra skuldbindinga sem á hagkerfinu hvíla er, því stærra hlutfall þess fjármagns sem til verður í hagkerfinu á hverjum tíma, fer þá í það eitt að halda þeim skuldbindingum uppi.

  • Punkturinn er, að þá er minna til allra annarra hluta!
  • Þetta getur verið stór orsakaþáttur í því, hve óskaplega léleg innlend fjárfesting var á sl. ári, þ.e. sú minnsta á tímabilinu síðan eftir seinna stríð, þ.e. minnsta á lýðveldistímanum. 

Til að framkalla umtalsverða hreyfingu á hagkerfinu getur þurft annað af tvennu:

  1. Minnkun umfangs þessara skuldbindinga.
  2. Erlend fjárfesting.
  3. Eða hvort tveggja í bland.
Til að framkv. 1. er einfaldast, að afnema höftin og frysta vísitöluna á sama tíma.

Ef umfang skuldbindingar er ekki minnkað, má vera að hagvöxtur sé nánast ómögulegur um þessar mundir, án erlendra fjárfestinga. Þá þurfa þær sennilega að vera miklar að umfangi, sbr. hugmyndir um risa-álver.

Tafla II-8 Innstæður hjá viðskiptabönkunum1 bls. 23
......................................31.12.2009.........30.06.2010.........31.12.2010......Hlutfall af
Innstæður, ma.kr. innstæðum
Innlendir aðilar......................1.485...................1.534..................1.450..........88%
þ.a. í íslenskum krónum.........1.228...................1.330..................1.257..........87%
þ.a. í erlendum gjaldmiðlum.......257.....................205......................193.........13%
Erlendir aðilar...........................261......................299......................205.........12%
þ.a. í íslenskum krónum............200.......................240......................193.........94%
þ.a. í erlendum gjaldmiðlum.........61........................59........................13...........6%
Innstæður samtals..................1.746....................1.833...................1.655.........100%

  • Ákvað að sýna þessa töflu, því þar kemur fram minna þekkt áhættu atriði, í tengslum við afléttingu hafta, þ.e. innistæður í ísl. fjármálakerfinu í eigu útlendinga.
  • Ekki vitað hversu hátt hlutfall þeirra myndi vilja út eða myndi fara út, ef og þegar höft eru aflögð.
  • Þessi áhætta bætist við krónubréf og aflandskrónur. Heildaráhætta á útflæði hugsanlega er allt að 1.200 ma.kr. En fræðilega væri unnt að lækka hana verulega með samningum við krónubréfa hafa, um að greiða þeim seinna gegn því að bjóða þeim 100% endurheimtur krónubréfa að nafnvirði.
  • Ef þeim er þannig kippt út, ætti líklegt útflæði að rúmast vel innan gjaldeyrisforða
  • Ég er að segja að unnt sé að afnema höftin 1., 2., og 3.
  • Ef samið er við krónubréfa fyrst, segjum að unnt væri kannski að taka þau af við upphaf næsta árs, þ.e. ef mánuðirnir á milli fara í samninga við krónubréfahafa.
  • Ef síðan samhliða vísitalan er fryst, raunlækka allar peningalegar eignir, í hlutfalli við það gengisfall er verður kannski á bilinu 30-40%.

Sú raunlækkun þeirra, um leið gerir heildarumfang peningakerfisins mun sjálfbærara, en eins og fram koma að ofan er það heldur stórt þ.e. 3. þjóðarframleiðslur að stærð. Minnkun í 1,5 - 2 væri til mikilla bóta, og grunar mig myndi auka til muna hagvaxtargetu hagkerfisins.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef útlistað sýnist mér staða bankakerfisins geta reynst vera tæp, þegar kurl koma til grafar. Hið minnsta sýnist mér næsta öruggt, að það fer vel niður fyrir núverandi löggilt eiginfjárhlutfall. En, jafnvel sýnist mér mögulegt að það fari alla leið niður í "0".

Að auki tel ég heildarumfang fjármálakerfisins klárt vera of mikið, og það sé örugglega a.m.k. hluti ástæðu fyrir deyfð hagkerfisins um þessar mundir.

Mér sýnist að annað af tvennu þurfi að minnka þetta umfang, eða að það þarf að koma stórframkvæmdum af stað skv. upphaflegum áformum ríkisstjórnar og AGS. Tek fram, ég vil frekar minnka kerfið, og tel það mjög framkvæmanlega aðgerð. En sú aðgerð tel ég myndi skila umtalverðri raukningu hagvaxtargetu hagkerfisins.

 

Kv.


Moodie's lækkar Grikkland í Caa1, skv. þessu er hætt að reikna með fullum endurgreiðslum grískra skulda!

En C flokkur felur í sér, að Moodie's er hætt að reikna með fullri endurgreiðslu skulda Grikklands - formlega. En Caa1 inniber mjög bjartsýnt 90-95% mat á endurheimtum, sem getur bent til að Moodie's sé farið að reikna með einhverjum minniháttar eftirgjöfum t.d. vaxtalækkunum og eða lánalengingum. En, að öðru leiti gera þeir samt enn ráð fyrir því, að Grikkland verði ekki greiðsluþrota.

En, áhættan er mikil: Moody's downgrades Greece to Caa1 from B1, negative outlook

  • Eins og fram kemur, ef fólk virkjar hlekkinn á tilkynningu Moodie's þá telja starfsmenn Moodie's greiðslufalls líkur Grikklands 50/50.
  • Að auki benda þeir á, að í helmingi dæma um að ríki hafi fallið í C-flokk, hafi endurheimtur verið um 50%.
  • Að auki kemur fram, að horfur eru neikvæðar áfram - en mig grunar að ný lækkun í Caa2 eða jafnvel lengra í Caa3 eða Ca; geti komið fljótlega.

Taflan að neðan sýnir viðmiðin um endurheimtur, sem fylgja C einkunnum!

Eitt áhugavert sem ég sá: Takið eftir því hvað stendur í dálkinum lengst til hægri, við C einkunnir!

Þessi kvarði sýnir líka mjög góðann samanburð á mismunandi einkunnagjöfum fyrirtækjanna.

  • Ég veit ekki hvað á að kalla Grikkland núna - kannski "ofurrusl"!

 

Niðurstaða

Stöðugt verður þetta svartara og svartara fyrir Grikki. Ég virkilega held að við eigum eftir að vorkenna þeim, því Grikkir geta orðið fátækir á ný.

 

Kv.


Komið í ljós af hverju ríkisstjórn Þýskalands, hefur verið svo áköf í því að ganga úr skugga um, að Evrusvæðis-ríki í vanda endurgreiði hverja Evru og ekkert verði fyrirgefið!

Martin Wolf einn af færustu skríbendum Financial Times, hefur í sinni nýjustu grein afhjúpað virkilega magnað samhengi, milli uppsafnaðra skulda sem byggst hafa upp milli seðlabanka hinna ímsu aðildarríkja Evru, sem allir eru meðlimir að Seðlabanka Evrópu eða Seðlabanka Evrusvæðis, sem er eiginlega réttara nafn að mínu mati.

  • Tölurnar sem fram koma hefur Martin Wolf eftir engum öðrum en Hans-Werner Sinn.

Intolerable choices for the eurozone : "At last month’s Munich economic summit, Hans-Werner Sinn, president of the Ifo Institute for Economic Research, brilliantly elucidated the implications of the response to this threat of the European System of Central Banks (ESCB)."

  • Svo, Martin Wolf er í reynd, að endurbyrta þær upplýsingar, sem IFO stofnunin Þýska hefur unnið!
  • Svo enginn ætti að efast um trúverðugleika þessara niðurstaðna! 

Myndin hér að neðan byrtir það samhengi, sem ég er að tala um!

  • Tölurnar að ofan, sýna hvað tiltekin lönd hafa tekið sér að láni í gegnum sinn seðlabanka, sem starfar sem eining innan Seðlabanka Evrópu.
  • Lánveitendur, hafa verið ríki sem hafa upp á umframfjármagn að bjóða, þ.e. lönd með afgang að viðskiptum. Þeirra seðlabankar, sem einnig starfa sem meðlimir að Seðlabanka Evrópu, hafa veitt þessa peninga.

 

Spurningin er síðan, hvað gerist ef það verður meiriháttar greiðslufall? Það er, eins og sumir vilja meina þar á meðal Juergen Stark -aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu- að sé möguleiki, að í kjölfar greiðsluþrots Grikklands, neiti að auki Írland og Portúgal, að greiða?

Þær þjóðir skulda samanlagt: 293,1ma.€ með þessum hætti!

  1. "Government insolvencies would now also threaten the solvency of debtor country central banks."
  2. "This would then impose large losses on creditor country central banks, which national taxpayers would have to make good."
  3. "This would be a fiscal transfer by the back door."
  • Af þessu samhengi virðist klárt, að þýski Seðlabankinn á megnið af þeim 87,1ma.€ sem Seðlabanki Grikklands, hefur tekið að láni til að endurlána grískum bönkum til að halda þeim á floti.
  • Skv. ofangreindu, þá fellur tjónið á þýska skattgreiðendur - hvort sem um er að ræða svokallað "haircut" en 50% af upphæðinni gera litla 43,55ma.€ og 67% af er 58,4ma.€.
  • En gjarnan er talað um 50% af en Barclays bankinn áætlar þörf fyrir 67% lækkun  skulda Grikklands, og auðvitað yfirlísing um greiðslufall getur þítt að allt tapist.

 

En klárt er, að jafnvel fyrir Þýskaland, væri það verulegt fjárhagslegt áfall, að þurfa að fjármagna með eigin sköttum, ofangreindar fjárhæðir - sérstaklega ef það allra versta gerist að öll 3. löndin neita að greiða! Áfall sem getur haft veruleg neikvæð áhrif á þýska efnahagsframvindu!

En, jafnvel þær upphæðir sem í húfi eru, einungis í tilviki Grikklands, eru upphæðir sem munar um. En, ég bendi á, að Merkel hafði fyrir því, að endursemja um nýja greiðsludreifingu á upphæð sem aðildarríki eiga að greiða, til að mynda nýjan björgunarsjóð Evru frá og með 2013, til að losna við að þurfa að borga litla 13ma.€ í einu.

En, ef Merkel var tilbúin að taka áhættu, á því að rústa samkomulagi sem var búið að ná meðal meðlimalandanna allra, til að dreifa þeirri upphæð á lengri tíma; þá er ljóst að Merkel er tilbúin að beita mjög - mjög miklum þrýstingi, til að losna við að senda eigin skattgreiðendum mun hærri upphæðir!

Eitt í viðbót er einnig klárt, að þessi uppsöfnun skulda í gegnum seðlabankana, getur ekki haldið áfram mikið lengur!

 

Og ofan í allt þetta, stefnir í að Seðlabanki Evrópu hækki vexti, aftur!

Inflation justifies rate rises, says ECB

Jürgen Stark : ""Jürgen Stark, ECB executive board member, told the Financial Times that eurozone inflation was “very likely” to average more than 2.5 per cent this year and decline only “slowly” in 2012." - "“I think it is a necessity to withdraw – to continue to withdraw – monetary accommodation in order to retain inflation expectations well anchored and to keep inflation under control.” Mr Stark saw no inconsistency between the ECB raising interest rates and continuing to provide banks with unlimited liquidity – propping up the financial systems of Greece, Portugal and Ireland. “There is no dilemma. Both issues are compatible.”

The ECB’s rebel normalisers

Mario Draghi : "Speaking this morning to Banca d’Italia shareholders, Italy’s central bank governor identified ”a greater need to proceed with monetary policy normalisation so as to prevent expectations of higher inflation from becoming entrenched”."

Draghi er að flestum talinn verða nýr Seðlabankastjóri Evrusvæði þann 1. nóvember nk. Orð hans eru talin þíða, að hann telji frekari vaxtahækkanir nauðsynlegar.

Orð Juergen Stark verða vart skilin öðruvísi.

Ekki víst þó að hún verði þegar í júní, en þ.e. þó hugsanlegt. En klárt er af orðum stjórnenda Seðlabanka Evrusvæðis, að þar innan dyra er enga miskunn að finna hjá Magnúsi.

En vaxtahækkanir munu magna vandræði ríkjanna á Evrusvæðinu í vanda, og þ.e. einmitt sá vandi en ekki verðbólga, sem er mesta hættan. 

En, það virðist að Draghi hafi gert samkomulag við Þjóðverja, gegn því að fá blessun Merkelar, að fylgja dæmigerðri þýskri harðlínustefnu um vexti og peningastjórnun.

En, slík stefna mun kynda undir vandræðum ríkja í vanda, þ.s. verra er magnar hættu á því að Spánn lendi að auki í vanda; en þarlendis er megni húsnæðislána á breytilegum vöxtum, þannig að vaxtahækkunarferli getur mjög fljótt þar framkallað samdráttaráhrif í gegnum minnkandi neyslu almennings, fjölgun fólks í greiðsluvandræðum - sem þá myndi hafa neikvæð víxlverkunaráhrif í gegnum allt hagkerfið.

 

Niðurstaða

Ástandið á Evrusvæðinu er hreint magnað, en þ.s. hefur byggst upp innan Seðlabanka Evrópu verður ekki kallað annað en útlánabóla. Sú bóla er sprengja sem hreinlega getur sprengt Evruna sjálfa í tætlur.

En, því lengur sem sú peningadæla stendur, að ríkjum í vanda sé lánað í gegnum Seðlabankann sinn, sem lönd sem eiga peninga lána í gegnum sína Seðlabanka; því stærri verður sprengingin óhjákvæmilega.

Að mati Martin Wolf, er ástandið orðið svo alvarlegt að annað af tvennu, verði að fækka aðildarríkjum Evru þ.e. þau sem geta ekki fjármagnað sig fara út, eða að það verður að búa til "transfer union" þ.s. þetta raunástand að löndunum í vanda sé tryggt lausafé með beinum framlögum frá stöndugum ríkjum sé formfest með markvissari hætti.

Sennilega er þetta rétt. En, ég veðja frekar á fækkun aðildarlanda Evru, enda er tilhugsunin um "transfel union" hrein skelfing í augum þýsks almennings. 

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 724
  • Frá upphafi: 849650

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 667
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband