Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Masters of Puppets!

Kæru Íslendingar, í kjölfar þess að núverandi ríkisstjórn var mynduð, áttu sér stað 2. mjög áhugaverðar kúvendingar, í pólit. afstöðu tiltekinna stjórnmálaflokka; þ.e. hjá Sjálfstæðisflokknum og Vinstri-Grænum. Þetta hefur vakið mikla athygli.

Fyrst vakti athygli kúvending VG, í mörgum mikilvægum málum, sérstaklega Icesave og málefnum ESB. En, stuttu seinna, og æ síðan, hefur kúvending Sjálfstæðismanna, hvað varðar Icesave sérstaklega og viss atriði um efnahagsstjórnun, vakið vaxandi athygli.

Sá flokkur, sem hefur staðið fast á sinni skoðun, í gegnum þennan tíma, er Samfylking.

 

Ástæður:

Skoðun Samfylkingarmanna, og einnig fjölmargra VG liða, er að afstaða Sjálfstæðismanna, mótist af pólitískum loddaraskap, þ.e. þeir telja að ekki búi að baki raunveruleg málefnalega andstaða, en margir samfylkingarsinnar og VG liðar hafa haft það á orði að Sjálfstæðismenn myndu sennilega umturna sinni skoðun á nýjan leik, ef þeir kæmust á ný í ríkisstjórn. Hjá Samfó, virðist sannfæring sú vera sterk, að stefna flokksins í núverandi ríkisstjórn, sé mótuð af almennri skynsemi, þ.e. stefnan sé skynsöm og í aðalatriðum, sú skásta sem í boði sé. 

Sú sterka skoðun, hefur sennilega áhrif á afstöðu Samfó liða til stjórnarandstöðunnar, því þar af leiðir að upplifunin er mjög sterk, að sú leið sem andstaðan vill fara, sé mjög óskynsamleg eða jafnvel heimskuleg. 

Það má því segja, að gæti vissrar fyrirlitningar, gagnvart afstöðu stjórnarandstöðunnar, þ.e. hún er í besta lagi talin óskynsamleg, en í verra fallinu talin hættuleg sýndarmennska.

Þ.s. leiðin sem mótuð hafi verið, sé sú rétta í aðalatriðum, þó sé talið líklegast að stjórnarandstaðan, myndi umturna sinni afstöðu um leið og hún kæmist að.

Þetta gæti kallast kenning 1. þ.e. að afstöðu ráði fyrst og fremst, hvort flokkar eru við völd eða ekki.

 

En, þetta er langt í frá eina mögulega kenningin.  Kenning 2. gæti verið að í raun og veru, ráði embættismanna-kerfið. Þ.e. að nýir ráðherrar séu veikir fyrir á svellinu, gagnvart embættismönnum, er hafa starfað innan sinna ráðuneyta jafnvel um áratugi. Þeir hafi því yfirburði í þekkingu, og fari létt með að leiða ráðherrana inn á þá stefnu og sýn um landsmál, sem ríkjandi sé innan kerfisins. 

 

Kenning 3., væri að það væru áhrif bankamanna, sem væru lykilatriði í þessu, enda bankarnir enn að mestu skipaðir sama fólkinu og fyrir hrun, sem viti ímislegt sem núverandi stjórnmálastétt geti þótt óþægilegt, að komi fram. Munum, að bankarnir og eigendur þeirra, voru helstu styrkveitendur S-, D- og B-lista, síðan rétt eftir árið 2000. Þarna er því augljós möguleiki á óeðlilegum áhrifum, er geta fullt vel enn verið til staðar.

 

Kenning 4., gæti verið sú að það væri Samfylkingin, sem hefði tekist að öðlast það ofurvald, að hún hafi í reynd dóminerað bæði Viðeyjarstjórnina sálugu, þannig að það hafi í raun og veru verið hennar stefna er hafi þá ráðið ríkjum, og sé einnig að dóminera vinstristjórnina, þ.e. samstjórn Samfó og VG. Þessi kenning veit ég, að er nokku vinsæl á meðal Framsóknarmanna.

 

Vörumst þ.s. er þægilegt að trúa?

Þ.s. mér er eðlislægt, að tortryggja þ.s. ég kalla þægilegar skoðanir, en þægilegar skoðanir eru t.d.: við erum frábær, andstæðingar okkar eru fífl, andstæðingar okkar eru vondir. En, málið er að ef við erum frábær þá eru hugmyndir okkar frábærar einnig, þannig að ekki er ástæða til að stunda sjálfsgangrýni og við dissum því almennt þann möguleika að við höfum rangt fyrir okkur. Á sama tíma, ef andstæðingar okkar eru fífl eða þeir eru vondir, þá er það hvorttveggja ástæða til að dissa þeirra skoðunum, án mikillar íhugunar. Mín skoðun, er að slík viðhorf séu almennt séð varasöm.

  • Fáir hafa rétt fyrir sér, alltaf.
  • Fáir hafa rangt fyrir sér, alltaf.

Munum, að það var einmitt þ.s. George W. Bush was svo gagnrýndur fyrir, að leiða ekki hugann að réttmætri gagnrýni. Það gerði hann, einmitt vegna sterkrar innri sannfæringar ríkisstjórnar hans um að þeir hefðu rétt fyrir sér, og að andstæðingar væru annaðhvort fífl eða í pólit. leik.

Við þurfum líka að muna, að "if something sounds to good to be true, it probably is." Í þessum skilningi, eru ofureinfaldanir, eins og að andstæðingar séu fífl eða í leik, eða að við séum frábær - sennilega "to good to be true."


Ég hafna því kenningum, 1 og 4.

 

Skoðum kenningar 2 og 4 nánar:

 Mér finnst líklegast, að ef við samtvinnum þær kenningar, þá sé hægt að skýra það misræmi er nefnt var í upphafi.

• Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

• Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

• Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

• Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

• Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Áhugi vekur, hvað ráðherrar Samfó, hafa kosið sér að velja marga aðstoðarmenn er voru fyrir hrun mikilvægir starfsmenn hrunbankanna; og því áður hlutar af þeirri hringiðu þeirri er framkallaði hrunið. Samfó, var einnig sá flokkur fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, er fékk mestu styrkina frá eigendum hrunbankanna og hrunbönkunum sjálfum, fyrir hrunið.

Þ.s. í langflestum tilvikum eru sömu starfsmenn enn við stjórn hrunbankanna, og fyrir hrun. Þá er ljóst, að með því að ráða til sín mikilvæga ráðgjafa úr þeirra röðum, þá hefur sú sýn á þjóðfélagið er þar ríkir, enn sterk mótandi áhrif á þá ráðherra er njóta þessarar ráðgjafar. 

Það mætti því alveg varpa fram þeirri kenningu, að varðandi skulda-, peningamál- og bankana; sé sýn ísl. bankamanna, mjög ríkjandi afl, þegar mótaðar eru hugmyndir um þessi atriði innan ríkisstjórnarinnar.

"Indriði H. Þorláksson er fyrrverandi ríkisskattstjóri og var áður skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu."

Á sama tíma, er aðstoðarmaður Steingríms J. gamall innanbúðarmaður úr kerfinu, og í ljósi sennilegrar yfirburða þekkingar á málum Fjármálaráðuneytis, með mikil mótandi áhrif á Steingrím J. , sem fyrir núverandi stjórnarsetu, hafði mjög takmarkaða reynslu af öðru en að vera þingmaður. Hann hlýtur því að vera mjög háður sínum aðstoðarmanni. Í ljósi þess hve sterk staða formanns VG er innan síns flokks, þá er mikið "coup" þannig séð, að móta skoðanir hans. 

Varðandi Sjálfstæðisflokkinn, þá er það staðreynd að hann fékk enn stærri upphæðir en Samfylkingin frá hrunbönkunum og eigendum þeirra. Fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, varð fljótt mjög hátt settur innan Landsbankans. Eiginmaður varaformannsins, er vitað að var með nærri því 800 milljóna kúlulán á bakinu, er bankarnir hrundu - sem gæti hafa haft einhver áhrif á störf hennar sem ráðherra í Viðeyjarstjórninni. Þetta voru langt í frá einu dæmin um bein hagsmunatengsl milli X-D og hrunbankanna. Það má því einnig leiða af því líkum, að eins og með Samfó hafi hrunbakarnir haft mjög mikil og áhrif, en þó jafnvel enn meiri.

Eins og flestir ættu að muna, var það mjög sláandi hve fullkomlega Viðeyjarstjórnin kóaði með bönkunum, þegar veislan hélst stöðugt áfram í hennar stjórnartíð, í sífellt hærri hæðir og ábyrgðaleisið varð frá mánuði til mánaðar alvarlegra og alvarlegra.  Einhvern veginn, miðað við augljós sterk hagsmunatengsl beggja stjórnarflokka, þ.e. Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins, á tímum Viðeyjarstjórnarinnar, við bankana og eigendur þeirra; þá læðist að manni sá grunur að sú ríkisstjórn hafi af stórum hluta verið ríkisstjórn bankanna. 

Síðan, má vera að eftir hrunið losni um þessi hagsmunatengsl, hjá Sjálfstæðisflokknum; enda enga peninga lengur að fá frá bönkunum. Þá eru það eiginlega gömlu hagsmunirnir, þ.e. útgerð og kaupmenn; sem væntanlega hafa mest að segja í dag. Með öðrum orðum, hafi Sjálfstæðismenn ekki lengur hagsmunatengda ástæðu til að styðja sjónarmið bankamanna. Þetta sé hin raunverulega skýring, á hinni stóru stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins. Þeir hagsmunir er séu ráðandi í dag, þ.e. útgerð og kaupmenn, séu ekki mikli áhugamenn um ESB að meðaltali og séu áhugasamir um lækkun vaxta; en ekki síður niðurfærslu skulda, enda mörg fyrirtæki skuldug.

Samfó, er ekki endilega, með hagsmunatengdar ástæður fyrir sinni stefnu, í bankamálum. En val ráðgjafa, einkum úr hrunbönkunum sennilega veldur því, að sjónarmið bankamanna eru enn mjög áhrifamikil, innan núverandi ríkisstjórnar og þá nánar tiltekið hjá ráðherrum Samfó; sem skýri hvað sjónarmið bankamanna virðast hafa verið með sterkum hætti, mótandi á afstöðu núverandi ríkisstjórnar um; ríkisfjármaál, skuldamál og málefni bankanna. Ég skal þó ekki útiloka, hagsmuna tengdar ástæður.

 

Niðurstaða:

Mér virðist að bankarnir hafi í reynd að miklu leiti stjórnað Viðeyjarstjórninni. En, þau hagsmunatengsl er voru til staðar, ættu að hafa rofnað við hrun bankanna. Enda sennilega ekki eftir miklu lengur að slægjast, frá bönkunum og fyrri eigendum þeirra, hvað peninga varðar. Hið minnsta, ekki lengur nærri því í þeim mæli og áður.

Afstaða Sjálfstæðisflokksins í dag, sé ekki loddaraleikur eða sjónarspil, heldur mótuð af því að völdum hrunsins náðu eldri hagsmunir, þ.e. útgerð og kaupmenn, aftur fyrri völdum og áhrifum innan flokksins. Þeir hagsmunir hafi allt aðra sýn á mál, en hafi fram að þessu verið ráðandi innan bankageirans.

Sýn bankamanna, sé þó enn mjög virk innan núverandi stjórnar, vegna þess að einkum Samfylking hafi valið að sækja sér þekkingu á banka- og peningamálum, með því að ráða til sín mikilvæga starfsmenn úr hrunbönkunum.

VG hafi síðan keypt ríkisstjórnarþátttöku því verði, að stefma Samfó sé mjög ríkjandi en stefna VG um margt víkjandi. En, inn í það blandist mótandi áhrif gamals innanbúðarmanns úr kerfinu, á formann VG, þ.e. Indriða.

Í ljósi þess, að margir ef ekki endilega allir starfsmenn hrunbankanna, tóku sannarlega þátt í mörgu misjöfnu, sem margt er undir smásjá sérstaks saksóknara, þá orkar það augljóslega nokkuð tvímælis að fylgja svo náið stefnu innanbúðar manna úr bönkunum, eins og Samfó virðist mér í raun gera. En, einmitt sú hugmyndafræði er mótaði hrunbankana, var þeim starfsmönnum að sjálfsögðu einnig töm. Þeir lyfðu og hrærðust í henni. Svo ég bendi Samfylkingarfólki á þetta, að ráð þessara aðila er þeir fylgja geti verið gölluð. 


Kv.


Hugmynd um lausn á deilum um Kvótakerfið!

Eins og allir vita, er svokallað kvótakerfi mjög umdeilt. Það var sett á sínum tíma, vegna þess að gamla veiðistjórnunarkerfið sem hafði verið við lýði, var komið í þrot. Það var með öðrum orðum hrunið.

Hugmyndin, um kvótakerfi í staðinn, kom fram á sínum tíma sem lausn á þessu vandamáli. En, eins og á sínum tíma þegar, bankarnir ísl. voru einkavæddir, þá hefur upphaflega aðferðin við úthlutun afla, valdið miklum sárindum, og þ.s. er verst, þau sárindi og upplifunin um rangindi, hefur ekki horfið.

Þannig hefur viðhaldist, stöðug grasrótarbarátta gegn kvótakerfinu, og svokölluðum kvótaeigendum, sem eru gjarnan uppnefndir kvótakóngar.

-----------------------------

Rétt er þó að ítreka, að ekki er allt, sem kallað er gallar kvótakerfisins, raunverulega orsakað af kvótakerfinu. Heldur er um að ræða, tiltekna lógík veiðanna sjálfra.

Fiski hefur verið hent í sjó, frá upphafi vega. En, sem dæmi töldu Íslendingar á öldum áður; þorsk, ufsa, ísu, löngu, steinbít, lúðu, hákarl, skötu - vera mannamat.
Öðru, ef það veiddist, var vanalega hent, útbyrðis - sem dæmi þótti síld ekki mannamatur.

Síðan það var gert að skyldu að selja allann afla á fiskmarkaði, þá stjórnar markaðurinn, töluvert hvað menn leggja áherslu á að veiða.

Maður þarf að átta sig á því., að rekstur skipa og báta kostar. Á þeim hvíla oft einnig lán. Síðan eru það laun og önnur gjöld. Þannig, að þeir sem reka bát eða skip, þurfa nægilega innkomu.

Það leiðir af þessu, að menn leitast við að koma með sem verðmætastann afla að landi. Þetta er eðli veiða í markaðskerfi. Þ.e. einnig atriði, að sigla sem skemmstar vegalengdir, vegna olíukostnaðar.

Svo, áherslan er eðilega á verðmætustu tegundirnar. En, málið er einfalt, þ.s. dýrt er að veiða, að þú kemur ekki að landi með skip, fullt af fiski, sem fæst nærri því ekkert fyrir. Ég átta mig ekki alveg á því, af hverju ímsir líta á þessa sjálfsbjargarviðleitni, sem íllt atferli.

Ég sé ekki, að til sé nokkur lausn á þessu, þ.s. þó svo skipt væri yfir í veiðidaga kerfi, þá ertu samt sem áður, að leita eftir verðmætasta fiskinum, því þ.e. eftir sem áður er dýrt að reka skipa eða báta, og vegna þess að burtséð frá því hvaða kerfi ríkir, þá vill markaðurinn áfram fyrst og fremst tilteknar tegundir, borgar meira fyrir tilteknar tegundir, o.s.frv.

Þ.e. því einfaldlega kjaftæði, að það sé ekkert brottkast, í sóknarstýringarkerfi. Að vísu er smá munur, á hverju þú kastar á brott, þ.e. það má vera að brottkast innan verðmætra tegunda myndi minnka, en hvatinn til að kasta öðrum fiski er ef eitthvað er, enn sterkari.

En, eðli sóknarstýringar, er stýring í formi veiðidaga. Þá veiða allir sem mest þeir geta, meðan veiðin er opinn, afli hrúgast upp í höfnum, og offramboð veldur verðfalli. En, þ.e. einn af megingöllum veiðidagakerfa, miðað við kvótakerfi, að jafnara framboð og því einnig jafnara verð = meiri verðmæti. Ástæðan, fyrir jafnara framboði, er að þú ræður því sjálfur, sem kvótahafi, hvenær þú veiðir yfir veiðiárið. þ.e. því sjaldan neitt sambærileg tímapressa.

Eftir því sem ég fæ best séð, er kvótakerfi minnst gallaða aðferðin, við stjórnun fiskveiða, sem þekkt er.

----------------------------------

En, ekkert er að því, að sníða af galla.

En, ef menn vilja hafa smábátakerfi samhliða, þá er alveg hægt að skipta upp hafinu við landið, með tilteknum hætti. Sem dæmi, mætti miða við dýpi, þannig að togarar verði að halda sig utan tiltekinna dýptarmarka. Einnig mætti, halda flóum og fjörðum lokuðum gagnvart togveiðum, af öllu tagi.

Það mætti, einnig takmarka verulega veiðar með botnvörpu almennt, enda sannað að hún veldur miklum skaða á botnlífi, alls staðar nema á sendnum botni.

Svo, væri í lagi, að hafa auðlindagjald.

----------------------------------

Þ.e. alveg hægt að koma því á. Í dag eru útgerðirnar mjög skuldsettar. Þ.e. alveg hægt, að innkalla allann kvótann, gegn greiðslu í formi skuldaafskrifta að verðmæti er samsvari hæfilegu verðmæti fyrir það veiðirétt, er þeir hafa greitt fyrir með lögmætum hætti.

Síðan, má endurúthluta þessum aflaheimildum, þ.e. kvóta. Þá, er tækifæri til að breyta reglum, um hvernig kvótakerfi virkar.

Ef menn vilja, að tiltekinn landshlutaskipting sé fyrir hendi, þá er hægt að úthluta afla til tiltekinna landshluta, og síðan fari þar fram uppboð á afla, til fyrirtækja í viðkomandi landshlutum.

En, ef slíkt er talið óþarfi, getur farið fram eitt uppboð, þ.s. allir þeir sem eiga skip eða bát, er standast reglur um haffærni, hafi heimilt til að bjóða í.

Ég held að hvoru tveggja aðferðin, geti virkað ágætlega.

Ég reyndar, legg til að heimild til að eiga skipti á aflaheimildum, gegn fjármagni, verði áfram til staðar. En, hægt er að mæta því, að því marki sem þ.e. talinn galli, með því að kvóti verði hér eftir alltaf, úreltur um 10% á hverju ári, og síðan fari fram nýtt uppboð reglulega á því sem þá kæmi inn til endurúthlutunar.

Ef þessar reglubreytingar, væru settar inn, áður en afla er úthlutað aftur í fyrsta skiptið eftir innköllun; þá held ég að með þeim hætti, verði flestir þeir gallar, er fólk hefur verið hvað óánægðast með, sniðnir af kvótakerfinu.

Kv.


Ný ríkisstjórn Samfó og X-D?

Ég velti þessu upp, sem sennilegasta stjórnarmyndstrinu, ef stjórnin hrynur.

*Geri ráð fyrir, að Icesave falli fljótlega, sem mun framkalla þær bresku og hollensku gagnaðgerðir, er fram munu koma.*

*Með Icesave deiluna, komna í það form, þ.e. dómsmál + innheimtuaðgerðir erlendis, þá fækkar deilupuntkum milli X-S og X-S.

*Sammála að niðurskurðar sé þörf.*

*Ósammála um hlutfall niðurskurðar vs. aukna skatta, en hægt að semja um það.*

*Samningaviðræður um nýja stjórn, fari væntanlega fram á bakvið tjöldin, á meðan fjárlagaumræðunni stendur, tilkynnt um nýja stjórn ef til vill, jafnvel fyrir áramót.

-----------------------------

Hvað segið þið? Líklegt/Ólíklegt?

Kv.


Hvernig endurreisum við krónuna?

Til að endurreisa "trading" þarf ekki annað en að losa um höftin. Flóknara er það ekki. Það er nákvæmlega það, að krónunni er haldið uppi við verðgildi, sem er ekki viðurkennt af markaðinum, sem veldur því, að erlendir aðilar versla ekki með hana.

Að sjálfsögðu, myndi verðgildi hennar undirskjóta meðal markaðsverð hennar, um nokkur skeið, á meðan að erlendir aðilar væru að losa fjármagn héðan. En, "ironically" þá hefði það í för með sér, nokkuð tap fyrir þá aðila, þ.e. hin svokölluðu krónubréf voru á sínum tíma, að sjálfsögðu gefin út skv. tilteknu krónugildi. Þannig, krónubréfahafar, munu tapa umtalsverðu fjármagni, meðan þessi brunasala fer fram, með svipuðum hætti og eigendur verðbréfa tapa þegar brunasal á verðbréfum á sér stað.

En, verðgildi krónunnar, mun síðan ná botni, þ.s. eftir allt saman, eru áfram til staðar í hagkerfinu verðmæti, sérstaklega útflutningur á áli og fiski, sem verður áfram til staðar. Þannig, að verðmætið getur aldrei orðið, eitthvað sambærilegt t.d. og verðmæti Zimbabvíska gjaldmiðilsins, heldur mun verðmætasköpunin, sem enn verður til staðar tryggja að verðfallið stöðvast á endanum og síðan einnig, að krónan muni á ný hækka að verðgildi upp í eitthvert jafnvægisverð sem sé eðlileg í ljósi stöðu raunstöðu hagkerfisins.

Gjaldmiðill, er í raun og veru, mælikvarði á stöðu viðkomandi hagkerfis, þ.e. gjaldmiðillinn hækkar þegar vel gengur en lækka þegar gengur ílla. Lágt gengi krónunnar í dag, er einfaldlega ekki enn orðið nógu lágt, en menn gleyma að það að við voru í bóluhagkerfi, þíðir að verðgildi krónunnar, var einnig verðbólgið. Verðbólan er farin af krónunni, en afleiðingar samdráttar hagkerfisin, eru ekki enn að fullu komin fram í verðgildi hennar.

Þetta er málið, Það þarf að koma krónunni aftur á flot, og það strax. Ekki skv. plani Seðlabanka Ísl. einhverntíma í framtíðinni. Einnig þarf að lækka vexti strax, og það með lögum. En, núverandi Seðlabankastjóri, var höfundur hávaxtastefnunnar á sínum tíma, sennilega var ráðning hans enn verri ráðstöfun en ráðning DO, þ.s. það var einmitt hávaxtastefnan er var stór hluti af því sem skapaði bóluhagkerfið á sínum tíma, en Seðlabankinn virðist misskilja hlutverk vaxta, sem er nánar tiltekið að halda aftur af þenslu í hagkerfinu, en nú er engin þensla til að halda aftur af, svo þ.e. fullkomlega óhætt að setja vexti strax niður í 1%. En, Seðlabankinn telur, að hlutverk vaxta sé að berjast gegn verðbólgu, en hérlendis þ.s. flest aðföng eru innflutt, þá er verðbólgan einungis komin til vegna lækkunar krónunnar, og síðan áframhaldandi lækkun hennar. Eina leiðin, til að stöðva það ferli, er akkúrat það, að lækka vexti og það mjög mikið. Það myndi styrkja gengi krónunnar þ.s. lægri vextir, myndu styrkja stöðu sjálfs hagkerfisins.

Stefna Seðlabankans, er ekkert annað en helstefna, sem mun koma bönkunum aftur í gjaldþrot, og það innan árs héðan í frá. Þ.s. allt of fáir hafa efni á að taka lán, á þeim okurkjörum er til staðar eru, þá hleðst fjármagn þess í stað upp á innlánsreikningum bankanna, það eru slæmar fréttir, vegna þess að innlán eru kostnaðarmegin í bókhaldi bankanna. Það þarf útlán, til að standa undir þeim, eftir allt saman, ef einhver er búinn að gleyma því. Þannig, að ef vextir eru ekki lækkaðir, og það mjög mikið, þá er enginn vafi á, að bankarnir fara á ný á rjúkandi hausinn.

Ég get tínt fleira til, eins og t.d. það að hátt vaxtastig veldur því að fleiri fyrirtæki og einstaklinga munu lenda í vandræðum með lán, og hætta að geta borgað af þeim. Það veldur því að minni innkoma verður af útistandandi lánum, annars vegar, og, hins vegar, að meira mun þurfa að afskrifa. Þannig, að háu vextirnir, magna upp núverandi taprekstur bankanna, sem hefur einnig fleiri ástæður, eins og kostnaðinn við að viðhalda rekstri fjölmargra zombí fyrirtækja, og tap vegna gengismisvægis innlendra og erlendra eigna, sem kemur til vegna viðvarandi hruns krónunnar. Bankarnir eru því, í mjög alvarlegum taprekstri. Ég hef heyrt töluna, 8 milljarðar per mánuð.

Þetta mun klára eigið fé þeirra, á innan við ári, héðan í frá.

---------------------

Þvert á móti, þá vil ég alls ekki klára Icesave, eins og Samfó vill. Því, þ.e. einmitt sem lægstur skuldabaggi, sem við þurfum að stefna að. Þess vegna, þurfum við að hætta við allar þessar planlögðu lántökur, sem munu ekki skila sér í hærra gengi krónunnar, þ.e. einfaldlega útilokað, á meðan um er að ræða nettó fjárstreymi úr landi, sem stafar af því að mjög margir sem skulda í erlendri mynnt, hafa ekki tekjur í erlendir mynnt, og verða því að skipta krónu tekjum, í erlendan gjaldeyri til að standa undir þeim skuldum.

þessir aðilar, eru fyrirtæki - einstaklingar - sveitarfélög - ímis opinber fyrirtæki og svo sjálft ríkið. En, slíkir viðvarandi fjármagnsútflutningar skapa stöðugan niðurávið þrýsting á gengið krónunnar, vegna þess að krónur þarf að prenta á móti til að viðhalda innlendu fjármagnsflæði, svo skortur á krónum í umferð framkalli ekki enn aukinn samdrátt. En, sú seðlaprentun eykur magn króna í heimshagkerfinu, sem verðfellir hana fullkomlega óhjákvæmilega.

Erlendur gjaldeyrisforði tekinn að láni, verður einfaldlega hluti af þessu vandamáli, þ.s. þær skuldir verða cirka 40% af erlendum skuldum ríkisins og því einnig hátt hlutfall vaxtagjalda-greiðslna, í erlendri mynnt nánar tiltekið, þannig að í sífellu ef nota á þann forða til að hamla frekara hruni krónunnar þá mun stöðugt þurfa að nota hluta af honum til að standa undir honum sjálfum. Ef hann er einnig notaður, til að mæta lækkunaráhrifum vegna annarra vaxtagreiðslna í erlendri mynnt, þá mun hann einfaldlega lækka enn hraðar. Svo, verður hann upurinn.

Þetta gengur ekki upp rökvísislega.

-------------------------------

Hið rétta, er að sleppa þessum lántökum, sem þá lækkar erlend vaxtagjöld og skuldir, sem þá minnkar tekjuþörf ríkissjóðs, og því kostnaður minnkar. Þ.s. kostnaður minnkar, er ekki þörf á eins stórum niðurskurði og einnig ekki eins miklum skattahækkunum; og nú eru plön uppi um.

En einnig, vegna þess að skuldir eru lægri, hefur ríkið einnig efni á að reka ríkissjóð með halla lengur, án þess að lenda í hættu á þroti. Þetta myndi milda stórlega áhrif kreppunnar, og framkalla hagvöxt mun fyrr en nú er útlit fyrir.

En, stórfelldur niðurskurður og skattahækkanir, eru hvorttveggja mjög öflugar samdráttar aðgerðir, sem er ekki akkúrat þ.s. við þurfum á að halda. Því, fyrr sem hagvöxtur kemst á, því fyrr geta tekjur almennings byrjað að hækka á ný og einnig tekjur fyrirtækja. Þá um leið, hækka tekjur ríkisins og halli hverfur smám saman. Einnig í beinu framhaldi, byrjar krónan að hækka á ný.

-------------------------

Endurreisn hagkerfisins, er forsenda fyrir endurreisn krónunnar. Hún er langt í frá ónýt. Þ.e. sama og segja að hagkerfið sé ónýtt, því krónan er mælikvarði á sjálft hagkerfið. Ekki nákvæmur, en almennt séð þegar hagvöxtur er í gangi, þá eykst eftirpsurn eftir krónum vegna vaxandi innlendra fjárfesting og eyðslu. Þannig, að uppsveifla og styrkur gjaldmiðils fer yfirleitt saman.

Það væru mjög alvarleg mistök í þessu samhengi, að ganga frá Icesave með þeim hætti sem Samfylkingin vill, því vaxtagjaldabyrðin af þeim samningum ofan á þá vaxtagjaldabyrði sem ríkisstjórnin hefur plön um, mun kæfa allann innlendan hagvöxt til langs tíma, - - og gríðarlegt útstreymi fjármagns, til að standa undir öllum þeim greiðslum, mun tryggja áframhaldandi lággengi krónu yfir það sama tímabil. Óhjákvæmilega, munu fylgja þeirri útkomu, mjög léleg líffskilyrði og viðvarandi fólksflótti.

Á endanum, ef þeirri helstefnu er fylgt, verðu Ísland að akkúrat því, sem talað hefur verið um, Kúpu Norðursins.

--------------------------

Hin stefnan, gæti tryggt hið akkúrat öfuga, þ.e. að hagvöxtur kæmit aftur til baka öflugur á ný, og hagsæld einnig. Sterk króna í ofanálag.

Kv.


Snúum kreppuna niður, látum skynsemina ráða!

Einhvern veginn, þurfum við að færa okkur úr "negative feedback" yfir í "positive feedback" - en, þá á ég við, að færa okkur frá efnahags aðgerðum sem draga þrótt úr hagkerfinu, yfir í aðgerðir sem gera það þveröfuga.

-------------------------

Aðgerðir sem draga úr:

*Háir vextir og vaxtahækkanir.

*Skattahækkanir.*

*Niðurskurður ríkisútgjalda.*

*Verðhjöðnun.*

*Aukning bindisskyldu banka.*

*Auka kröfu til banka um eiginfjárhlutfall.*

-----------------

Þetta var einfaldlega listi yfir klassískar samdráttar aðgerðir, cirka hagfr. 101.

Ég held að ég þurfi ekki að útskýra, hvers vegna, hver og ein þeirra, stuðlar að samdrætti, en stundum eru slíkar aðgerðir nauðsynlegar.

Dæmi um tímabil, þ.s. samdráttar-aðgerðir voru nauðsynlegar, en ekki var til þeirra gripið, voru náttúrulega árin við upphaf þessarar aldar. En, nákvæmlega vegna þess, að ekki var stigið á bremsurnar, skapaðist klassískt bóluhagkerfi.

Ekkert af því sem gerðist, er undarlegt ef maður hefur lágmarksþekkingu, á sögu hagkerfa. En, ef maður þekkir ekki söguna, þá dæmir maður sig til að endurtaka hana, er oft endurtekinn frasi, en mjög sannur í okkar tilviki, því ísl. bólan er mjög langt frá því að vera sú fyrsta er sögur fara af, heldur eru þær reglulegt fyrirbæri í hagsögunni, og einmitt mikill skaði, að ekki voru til staðar einstaklingar - sérstaklega í Seðlabankanum, er voru menntaðir í hagsögu.

-------------------------

Hvernig breytum við samdrætti í hagvöxt?

*Byrjum á því að hætta AGS prógramminu, og lækkum vexti þegar í stað, með lagasetningu, því ljóst er að núverandi Seðlabankastjóri - höfundur hávaxtastefnunnar, mun ekki sjá sig um hönd. Sennilega er ráðning hans, ef eitthvað er, enn verri ráðstöfun en ráðning DO.*

*Hættum að bæta á okkur skuldum, einfaldlega "full stop". Einungis, ef hagstæðari lán bjóðast, sem skipta út óhagstæðari, þ.e. vaxtagjöld lækka, er lántaka réttlætanleg, annars vegar, og einnig, hins vegar, í tilviki er lán er komið á enda, en ekki er enn til fjármagn til að greiða það upp.*

*Með því að sleppa að mestu planlögðum lántökum, lækka um leið vaxtagjöld og afborganir, sem áætlanir gera ráð fyrir. Einnig, vegna minni skulda, er niðurskurðarþörf ekki eins brín, en hin hraða planlagða lækkun tekur mið af þeirri skuldabyrði sem áætluð er að verði til staðar. Sama má segja um áætlaða tekjuþörf ríkisins. Með öðrum orðum, minni niðurskurður dreifður yfir lengra tímabil og einnig, minni skattahækkanir.

*Með þessu, dregur stórlega úr samdráttaraukandi áhrifum nauðsynlegra efnahags aðgerða, sem veldur því að hagkerfið hefur viðsnúning fyrr en nú er útlit fyrir. Þ.e. einmitt, þ.s. mest er um vert, að ná fram, því þá getur núverandi niðurspírall tekjutaps sem stöðugt er að ganga yfir hagkerfið numið staðar, sem þá um leið fækkar þeim sem ella lenda í skuldavandræðum. Vart er hægt að hugsa sér öflugari velferðar aðgerð, heldur en að stöðva kreppuna eins hratt og mögulegt er.

*Með lægri vöxtum, hefur fólk allt í einu efni á nýjum lánum, þ.e. stöðug innlána aukning ríkisbankanna getur stöðvast, en hún getur ekki annað en leitt til gjaldþrots þeirra ef hún stöðvast ekki, þ.s. innlán eru hreinn kostnaður fyrir banka, en innlána aukning sem slík er í gangi hefur verið, er sterk vísbending þess að mál séu ekki í lagi, þ.s. ljóst er að bankarnir eru ekki að ná að umbreyta innlánum í útlán, en útlána er þörf ef á að vera hægt að standa undir innlánum bankanna. Ergo, án útlána á móti, fara þeir á hausinn. Hávaxtastefnan, miðað við núverandi efnahags ástand, getur ekki leitt til annarrar útkomu, en nýs hruns bankanna.

*Síðast en ekki síst, þ.s. gengi gjaldmiðils hefur mest að gera með tiltrú á gengi viðkomandi hagkerfis, þá munu þessar aðgerðir leiða til hækkunar krónunnar á ný, ekki með hraði, heldur smám saman eftir því sem hagkerfið braggast. Þó sennilega aldrei aftur, upp í bóluvyrðið.

Kv.


Dómstólaleiðin, er fær!

Best væri, að Icesave málið félli á tímafresti. Þá hafa Hollendingar og Bretar val um að gjaldfella lánið á Tryggingasjóð Innistæðueigenda. Í framhaldi af því þarf á TR að lísa sig gjaldþrota, þá geta Hollendingar og Bretar farið með málið frammi fyrir Ísl. dómstólum. ----------------------- Að sjálfsögðu er ekkert víst, með útkomu dómsmáls. Það hafa nokkrir aðilar, bent á þann fræðilega möguleika, að á okkur væri dæmt að greiða meira en lágmarksgreiðslur. Þ.b. að hafa í huga, að reglur ESB um Innistæðutryggingasjóði, kveða einungis á um skildu sjóðsins til að greiða lágmarkstryggingu, innan 9 mánaða. Þannig, að sú krafa getur ekki byggst á reglum ESB um innistæðutryggingar. Varðandi jafnræðisreglu, þá er það mál á mjög gráu svæði, lagalega séð, þ.s. löndin er kusu að greiða meira en þeim bara, lagalega séð, voru þá að ganga lengra en lögin kváðu á um. Þ.e. því ekki augljóst, að réttarkrafa myndist í þessu samhengi, varðandi greiðslur umfram þ.s. reglur kveða á um, þó svo e-h ríki hafi kosið að greiða umfram en önnur ekki, þ.s. þau voru eftir allt saman, sjálf að ganga lengra en reglur kveða á um. En, til vara, ef niðurstaða væri að sú krafa stæðist, þá er það ekki endilega augljósasta útkoman, að dæma þessar svokölluðu fullu greiðslur. Það væri einnig hægt að krefjast þess, að Ísland afnæmi misréttið með öðrum hætti, t.d. með því að nema úr gildi þann verknað, er niðurstaða væri um að hefði framkallað þann misrétt. Ég held, að þessi ábending, sé dálítið notuð í pólit. tilgangi. ------------------------- Mín skoðun, er að helsta von okkar, til að endurreisa hagkerfið, sé minnkun skulda. Við verðum einfaldlega að sleppa eins billega frá Icesave málinu, og nokkur kostur er, til að Ísland geti forðast ríkisgjaldþrot. Síðan, gleyma menn oft réttlætiskröfu næstu kynslóða ísl. um mannsæmandi líf, þ.e. að núverandi kynslóð, sökkvi þjóðinni ekki í svo djúpt fen, að ekki verði komist úr því um langan aldur. Það felst engin aukning réttlætis í því, að við sökkvum okkur, það djúpt. Einnig, þarf að endurskoða þá grunnhugmynd, að rétt sé að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð með lánsfé. Mér, finnst það rökfræðilega ekki ganga upp. --------------------- VIð erum enn, í alvarlegri hættu á að ríkið fari í greiðsluþrot. Þ.e. ekki endir alls, en þ.e. þversögn að halda því fram, að aukning skulda minnki hættuna á þeirri útkomu, eins og Samfó liðar halda fram. Þvert á móti, þá snúast útreikningur á greiðslugetu, um útreikninga á vaxtagjöldum vs. tekjustofn, bæði til nútíðar og framtíðar, þannig að aukning skulda og þ.m. vaxtagjalda, augljóslega skaðar stöðu ríkissjóðs, og þannig einnig getu hans til að standa undir öðrum skuldum. --------------------- Hagfræðilega séð, er það slæmt að útlit er nú fyrir, að ekki verði af álversframkvæmdum á næsta ári. Skv. fjármálaráðuneyti, eykur það eitt efnahagssamdrátt í 4,7% á næsta ári. En, þá er væntanlega eftir að reikna með, samdráttaráhrifum þeirra efnahagsaðgerða er eru boðaðar af ríkisstjórninni, í fjárlagafrumvarpinu. Þá má bæta nokkur við þessa 4,7% tölu um samdrátt. Hugsanlega, verður næsta ár, eins slæmt samdráttarár, og þetta ár. Þessar fréttir, gera greiðslustöðu ísl. enn verri, en áður var talið. --------------------------- Það bendir allt í sömu átt. Við verðum að minnka skuldir. Við stöndum ekki undir því að bæta Icesave ofan á allt hitt, sem fyrir er. Kv.

« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband