Masters of Puppets!

Kæru Íslendingar, í kjölfar þess að núverandi ríkisstjórn var mynduð, áttu sér stað 2. mjög áhugaverðar kúvendingar, í pólit. afstöðu tiltekinna stjórnmálaflokka; þ.e. hjá Sjálfstæðisflokknum og Vinstri-Grænum. Þetta hefur vakið mikla athygli.

Fyrst vakti athygli kúvending VG, í mörgum mikilvægum málum, sérstaklega Icesave og málefnum ESB. En, stuttu seinna, og æ síðan, hefur kúvending Sjálfstæðismanna, hvað varðar Icesave sérstaklega og viss atriði um efnahagsstjórnun, vakið vaxandi athygli.

Sá flokkur, sem hefur staðið fast á sinni skoðun, í gegnum þennan tíma, er Samfylking.

 

Ástæður:

Skoðun Samfylkingarmanna, og einnig fjölmargra VG liða, er að afstaða Sjálfstæðismanna, mótist af pólitískum loddaraskap, þ.e. þeir telja að ekki búi að baki raunveruleg málefnalega andstaða, en margir samfylkingarsinnar og VG liðar hafa haft það á orði að Sjálfstæðismenn myndu sennilega umturna sinni skoðun á nýjan leik, ef þeir kæmust á ný í ríkisstjórn. Hjá Samfó, virðist sannfæring sú vera sterk, að stefna flokksins í núverandi ríkisstjórn, sé mótuð af almennri skynsemi, þ.e. stefnan sé skynsöm og í aðalatriðum, sú skásta sem í boði sé. 

Sú sterka skoðun, hefur sennilega áhrif á afstöðu Samfó liða til stjórnarandstöðunnar, því þar af leiðir að upplifunin er mjög sterk, að sú leið sem andstaðan vill fara, sé mjög óskynsamleg eða jafnvel heimskuleg. 

Það má því segja, að gæti vissrar fyrirlitningar, gagnvart afstöðu stjórnarandstöðunnar, þ.e. hún er í besta lagi talin óskynsamleg, en í verra fallinu talin hættuleg sýndarmennska.

Þ.s. leiðin sem mótuð hafi verið, sé sú rétta í aðalatriðum, þó sé talið líklegast að stjórnarandstaðan, myndi umturna sinni afstöðu um leið og hún kæmist að.

Þetta gæti kallast kenning 1. þ.e. að afstöðu ráði fyrst og fremst, hvort flokkar eru við völd eða ekki.

 

En, þetta er langt í frá eina mögulega kenningin.  Kenning 2. gæti verið að í raun og veru, ráði embættismanna-kerfið. Þ.e. að nýir ráðherrar séu veikir fyrir á svellinu, gagnvart embættismönnum, er hafa starfað innan sinna ráðuneyta jafnvel um áratugi. Þeir hafi því yfirburði í þekkingu, og fari létt með að leiða ráðherrana inn á þá stefnu og sýn um landsmál, sem ríkjandi sé innan kerfisins. 

 

Kenning 3., væri að það væru áhrif bankamanna, sem væru lykilatriði í þessu, enda bankarnir enn að mestu skipaðir sama fólkinu og fyrir hrun, sem viti ímislegt sem núverandi stjórnmálastétt geti þótt óþægilegt, að komi fram. Munum, að bankarnir og eigendur þeirra, voru helstu styrkveitendur S-, D- og B-lista, síðan rétt eftir árið 2000. Þarna er því augljós möguleiki á óeðlilegum áhrifum, er geta fullt vel enn verið til staðar.

 

Kenning 4., gæti verið sú að það væri Samfylkingin, sem hefði tekist að öðlast það ofurvald, að hún hafi í reynd dóminerað bæði Viðeyjarstjórnina sálugu, þannig að það hafi í raun og veru verið hennar stefna er hafi þá ráðið ríkjum, og sé einnig að dóminera vinstristjórnina, þ.e. samstjórn Samfó og VG. Þessi kenning veit ég, að er nokku vinsæl á meðal Framsóknarmanna.

 

Vörumst þ.s. er þægilegt að trúa?

Þ.s. mér er eðlislægt, að tortryggja þ.s. ég kalla þægilegar skoðanir, en þægilegar skoðanir eru t.d.: við erum frábær, andstæðingar okkar eru fífl, andstæðingar okkar eru vondir. En, málið er að ef við erum frábær þá eru hugmyndir okkar frábærar einnig, þannig að ekki er ástæða til að stunda sjálfsgangrýni og við dissum því almennt þann möguleika að við höfum rangt fyrir okkur. Á sama tíma, ef andstæðingar okkar eru fífl eða þeir eru vondir, þá er það hvorttveggja ástæða til að dissa þeirra skoðunum, án mikillar íhugunar. Mín skoðun, er að slík viðhorf séu almennt séð varasöm.

  • Fáir hafa rétt fyrir sér, alltaf.
  • Fáir hafa rangt fyrir sér, alltaf.

Munum, að það var einmitt þ.s. George W. Bush was svo gagnrýndur fyrir, að leiða ekki hugann að réttmætri gagnrýni. Það gerði hann, einmitt vegna sterkrar innri sannfæringar ríkisstjórnar hans um að þeir hefðu rétt fyrir sér, og að andstæðingar væru annaðhvort fífl eða í pólit. leik.

Við þurfum líka að muna, að "if something sounds to good to be true, it probably is." Í þessum skilningi, eru ofureinfaldanir, eins og að andstæðingar séu fífl eða í leik, eða að við séum frábær - sennilega "to good to be true."


Ég hafna því kenningum, 1 og 4.

 

Skoðum kenningar 2 og 4 nánar:

 Mér finnst líklegast, að ef við samtvinnum þær kenningar, þá sé hægt að skýra það misræmi er nefnt var í upphafi.

• Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

• Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

• Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

• Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

• Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Áhugi vekur, hvað ráðherrar Samfó, hafa kosið sér að velja marga aðstoðarmenn er voru fyrir hrun mikilvægir starfsmenn hrunbankanna; og því áður hlutar af þeirri hringiðu þeirri er framkallaði hrunið. Samfó, var einnig sá flokkur fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, er fékk mestu styrkina frá eigendum hrunbankanna og hrunbönkunum sjálfum, fyrir hrunið.

Þ.s. í langflestum tilvikum eru sömu starfsmenn enn við stjórn hrunbankanna, og fyrir hrun. Þá er ljóst, að með því að ráða til sín mikilvæga ráðgjafa úr þeirra röðum, þá hefur sú sýn á þjóðfélagið er þar ríkir, enn sterk mótandi áhrif á þá ráðherra er njóta þessarar ráðgjafar. 

Það mætti því alveg varpa fram þeirri kenningu, að varðandi skulda-, peningamál- og bankana; sé sýn ísl. bankamanna, mjög ríkjandi afl, þegar mótaðar eru hugmyndir um þessi atriði innan ríkisstjórnarinnar.

"Indriði H. Þorláksson er fyrrverandi ríkisskattstjóri og var áður skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu."

Á sama tíma, er aðstoðarmaður Steingríms J. gamall innanbúðarmaður úr kerfinu, og í ljósi sennilegrar yfirburða þekkingar á málum Fjármálaráðuneytis, með mikil mótandi áhrif á Steingrím J. , sem fyrir núverandi stjórnarsetu, hafði mjög takmarkaða reynslu af öðru en að vera þingmaður. Hann hlýtur því að vera mjög háður sínum aðstoðarmanni. Í ljósi þess hve sterk staða formanns VG er innan síns flokks, þá er mikið "coup" þannig séð, að móta skoðanir hans. 

Varðandi Sjálfstæðisflokkinn, þá er það staðreynd að hann fékk enn stærri upphæðir en Samfylkingin frá hrunbönkunum og eigendum þeirra. Fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, varð fljótt mjög hátt settur innan Landsbankans. Eiginmaður varaformannsins, er vitað að var með nærri því 800 milljóna kúlulán á bakinu, er bankarnir hrundu - sem gæti hafa haft einhver áhrif á störf hennar sem ráðherra í Viðeyjarstjórninni. Þetta voru langt í frá einu dæmin um bein hagsmunatengsl milli X-D og hrunbankanna. Það má því einnig leiða af því líkum, að eins og með Samfó hafi hrunbakarnir haft mjög mikil og áhrif, en þó jafnvel enn meiri.

Eins og flestir ættu að muna, var það mjög sláandi hve fullkomlega Viðeyjarstjórnin kóaði með bönkunum, þegar veislan hélst stöðugt áfram í hennar stjórnartíð, í sífellt hærri hæðir og ábyrgðaleisið varð frá mánuði til mánaðar alvarlegra og alvarlegra.  Einhvern veginn, miðað við augljós sterk hagsmunatengsl beggja stjórnarflokka, þ.e. Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins, á tímum Viðeyjarstjórnarinnar, við bankana og eigendur þeirra; þá læðist að manni sá grunur að sú ríkisstjórn hafi af stórum hluta verið ríkisstjórn bankanna. 

Síðan, má vera að eftir hrunið losni um þessi hagsmunatengsl, hjá Sjálfstæðisflokknum; enda enga peninga lengur að fá frá bönkunum. Þá eru það eiginlega gömlu hagsmunirnir, þ.e. útgerð og kaupmenn; sem væntanlega hafa mest að segja í dag. Með öðrum orðum, hafi Sjálfstæðismenn ekki lengur hagsmunatengda ástæðu til að styðja sjónarmið bankamanna. Þetta sé hin raunverulega skýring, á hinni stóru stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins. Þeir hagsmunir er séu ráðandi í dag, þ.e. útgerð og kaupmenn, séu ekki mikli áhugamenn um ESB að meðaltali og séu áhugasamir um lækkun vaxta; en ekki síður niðurfærslu skulda, enda mörg fyrirtæki skuldug.

Samfó, er ekki endilega, með hagsmunatengdar ástæður fyrir sinni stefnu, í bankamálum. En val ráðgjafa, einkum úr hrunbönkunum sennilega veldur því, að sjónarmið bankamanna eru enn mjög áhrifamikil, innan núverandi ríkisstjórnar og þá nánar tiltekið hjá ráðherrum Samfó; sem skýri hvað sjónarmið bankamanna virðast hafa verið með sterkum hætti, mótandi á afstöðu núverandi ríkisstjórnar um; ríkisfjármaál, skuldamál og málefni bankanna. Ég skal þó ekki útiloka, hagsmuna tengdar ástæður.

 

Niðurstaða:

Mér virðist að bankarnir hafi í reynd að miklu leiti stjórnað Viðeyjarstjórninni. En, þau hagsmunatengsl er voru til staðar, ættu að hafa rofnað við hrun bankanna. Enda sennilega ekki eftir miklu lengur að slægjast, frá bönkunum og fyrri eigendum þeirra, hvað peninga varðar. Hið minnsta, ekki lengur nærri því í þeim mæli og áður.

Afstaða Sjálfstæðisflokksins í dag, sé ekki loddaraleikur eða sjónarspil, heldur mótuð af því að völdum hrunsins náðu eldri hagsmunir, þ.e. útgerð og kaupmenn, aftur fyrri völdum og áhrifum innan flokksins. Þeir hagsmunir hafi allt aðra sýn á mál, en hafi fram að þessu verið ráðandi innan bankageirans.

Sýn bankamanna, sé þó enn mjög virk innan núverandi stjórnar, vegna þess að einkum Samfylking hafi valið að sækja sér þekkingu á banka- og peningamálum, með því að ráða til sín mikilvæga starfsmenn úr hrunbönkunum.

VG hafi síðan keypt ríkisstjórnarþátttöku því verði, að stefma Samfó sé mjög ríkjandi en stefna VG um margt víkjandi. En, inn í það blandist mótandi áhrif gamals innanbúðarmanns úr kerfinu, á formann VG, þ.e. Indriða.

Í ljósi þess, að margir ef ekki endilega allir starfsmenn hrunbankanna, tóku sannarlega þátt í mörgu misjöfnu, sem margt er undir smásjá sérstaks saksóknara, þá orkar það augljóslega nokkuð tvímælis að fylgja svo náið stefnu innanbúðar manna úr bönkunum, eins og Samfó virðist mér í raun gera. En, einmitt sú hugmyndafræði er mótaði hrunbankana, var þeim starfsmönnum að sjálfsögðu einnig töm. Þeir lyfðu og hrærðust í henni. Svo ég bendi Samfylkingarfólki á þetta, að ráð þessara aðila er þeir fylgja geti verið gölluð. 


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Góð greining hjá þér, og ég er sammála henni að mestu.  Embættismannakerfið hefur gríðarleg völd yfir stjórnmálunum.  Það ætti ekki að fara fram hjá neinum sem er tilbúin að skoða málin.

En þessi liða hugsun í almenningi blindar þeim sýn.  Að fylgjast með stjórnmálaumræðu hér á landi er nánast eins og að fylgjast með áhangendum fótboltaliða rífast um hvert þeirra er best.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.10.2009 kl. 08:56

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar bankarnir eru orðnir 10 sinnum stærri en ríkið, þá er það augljóst hver ræður. Og þannig er það enn á meðan verið er að gera upp þrotabúin. Það eru víst ekki nema 150 starfsmenn gömlu bankanna ennþá á atvinnuleysisskrá, hinir hafa allir fengið vinnu við að þrífa upp eftir sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

þetta er algerlega mín tilfinning líka. Góð samantekt.

En mundu líka að IMF er banki.....hann styður við bankana og þeirra sjónarmið.

 

Vilhjálmur Árnason, 19.10.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband