Úkraínuher kominn að borgarhliðum Kreminna Luhansk héraði. Eins og allir vita réðst Rússher að bænum Solidar fyrir viku! Bardagar einnig við Bakhmut - sunnan Solidar, varnarlínur Úkraínuhers þar ítrekað undir árásum liðlanga sl. viku!

Það virðist að tiltöluleg rólegheit í sókn Rússa á Bakhmut svæðinu í Donetsk héraði í A-Úkraínu, í desember 2022 -- hafi verið vegna liðsflutninga að bænum Solidar.
Sem er nokkurn spöl Norð-Austan við Bakhmut.

Eins og allir ættu að vita í dag, hóf Rússaher ásamt Vagner Militia -- stór-árás á Solidar fyrir rúmri viku, þ.e. helgina á undan þeirri sl.
Hefur síðan verið barist afar harkalega um þann bæ - ca. á stærð við Akureyri.

Átakasvæði í Donetsk héraði A-Úkraínu!

Satíriskt hvernig Vagner Militia og Rússaher, hafa rifist um Solidar.

Fréttaskýring frá Wagner militia - Hlekkur: We also publish media inquiries: The network edition -Ridus- appeals to the press service of Yevgeny Prigozhin with a request for comment. During the daily briefing of the Ministry of Defense of the Russian Federation, the official representative of the department, Igor Konashenkov, said that Soledar had not yet been taken, but was only blocked by units of the Airborne Forces from the south and north, and the assault detachments of the Russian armies are fighting in the city. This does not correspond to the statement of Evgeny Viktorovich that his fighters took control of the entire territory of Soledar. - Why is the information from the Ministry of Defense different from the data voiced by Evgeny Viktorovich? - Did the units voiced by Konashenkov together with PMC fighters really take part in the assault on Soledar? - How is the situation in Soledar at the moment?


Í sl. viku var um hríð - skrítin ritdeila í Rússlandi, þ.s. rússn. herinn tók undir með Úkraínuher, enn væri barist um Soldiar -- en Wagner liðar, staðhæfðu fall staðarins.

  • Ég ætla að varpa fram þeirri kenningu, stríðsþreitu gæti nú í Rússlandi.
    Það skýri rifrildið milli hers Rússa og Wagner-liða.

Vegna þess, að gagnrýni á stríðið fari vaxandi - það þvingi aðila til þess.
Að rífast um, sérhvern þann árangur menn geta fundið.

Samtímis segjast Úkraínumenn, enn hanga á svæði í Vestur hluta Solidar.
Hvað sem nákvæmlega satt er í því, réðust Rússar á svæði í grennd við Solidar á sunnudag, meðan Úkraínumenn -- segjast hafa hrundið þeim árásum!
--Rússar þó staðhæfa annað, fullyrða þeir hafi náð framrás að þorpi er heitir, Krasna Hora -- þorp spölkorn frá Solidar.

Ef þetta er rétt, að átök standi nú um þorp, í næsta nágrenni við Solidar.
Hafa Rússar líklega tekið bæinn, meðan Úkraínumenn hafi hörfað að næstu byggðalögum.

Ef marka má fregnir af átökum um Solidar -- var mannfall gríðarlegt í árás á staðinn.
Rússar hafa ekki lagt fram tölur.
En ef marka má lýsingar - þ.e. Rússar hafi ráðist fram, trekk í trekk, þangað til þeir loks komust inn fyrir varnir Úkraínuhers - hljóti mannfall árásinnar hafa verið mikið.

  • Mannfall Rússa gæti skv. því hafa verið -- nokkur þúsund!

Síðan geta menn rifist um það, hvort það sé þess virði -- að taka stað ca. á stærð við Akureyri, tapa -- ef til vill, 5þ. hermönnum ásamt kannski 10þ. særðum.
--Kannski þannig, 15K í heildina.

  • Hinn bóginn, tala Rússar atburðinn upp -- það mikið, að það hljómar sem þeir séu að tala um fall, stórrar borgar, ekki staðar á stærð við Akureyri.
  1. Kannski er það vegna þess, hvað Rússar hafa verið á undanhaldi -- misst t.d. svæði í grennd við Kharkiv borg -- þ.s. sókn Úkraínuhers heldur enn áfram, er nú í grennd við -- Kreminna.
    Einnig tapað stórum svæðum við Kherson borg, og Kherson borg.
    M.ö.o. sé farið að gæta stríðsþreitu innan Rússlands.
  2. Að, menn leita því logandi ljósi að einhverjum árangri -- til að réttlæta því, að halda stríðinu áfram í gangi.
    Þannig, þá sé leitað að einhverju -jákvæðu- það hafið upp til skýja.

Rússar hafa í 5 mánuði sókt að Bakhmut, sem er borg öfugt Solidar sem er bæ!
Rússaher hefur verið nærri Suð-Austan jaðri Bakhmut, nú í nærri 2 mánuði.
Án þess að takast að brjótast yfir varnarlínu Úkraínuhers, þar rétt fyrir innan.

  1. Málið er einmitt að orrustan um svæðið nærri Bakhmut hefur staðið stöðugt í 5 mánuði.
  2. Með gríðarlegu mannfalli allan liðlangan tímann.
  • Kannski er byrjuð stríðsþreita innan Rússlands.
  • Af hverju ætti það að vera ótrúlegt?

Þess vegna skipti svo miklu máli -- að æpa hátt.
Þegar -- smábær er tekinn!

Til að -- lækka róminn í óánægju-röddum.

 

Sókn Úkraínuhers í Luhansk héraði A-Úkraínu!

Áhugavert, yfir sama tímabil, hefur Úkraínuher nálgast Kreminna - Lugansk héraði.
Úkraínuher, skv. fregn á sunnudag, er nú alveg uppi við Kreminna!

MiliTaryLandNet: Ukrainian forces advanced and reached the vicinity of Kreminna.

Kreminna er í engu minna mikilvægur staður en -- Bakhmut!

  1. Að sjálfsögðu er óvíst að Úkraínuher taki Kreminna.
  2. Eins og ekki er hægt að fullyrða, Rússaher nái Bakhmut.

Hinn bóginn -- eru nú a.m.k. 2-mánuðir síðan, Rússar náðu upp að Bakhmut.
Það hafa verið stöðugar árásir á - Bakhmut línunni á Suð-Ausur-jaðri Bakhmut.
Án þess að Rússar hafi komist -- þar í gegn.

  1. Það gæti verið - tilraun til að opna stöðuna hjá Rússum.
  2. Að færa til lið, og ráðast að við Solidar í staðinn.
  • Skv. fréttum hafa Úkraínumenn --: 50.000 til varnar á Bakhmut svæðinu.

Örugglega allir í dag - combat-weterans - sem væntanlega útskýri.
Af hverju Rússum hefur gengið illa að ná í gegnum - víggirtar varnir við þá borg.

  • Mér finnst koma til greina: 40-50þ. manna mannfall hjá Rússum.
    Ég meina heilt yfir sl. 5 mánuði í bardögum í héraðinu v. Bakhmut.

Þegar haft er í huga, að Rússar hafa stöðugt verið að ráðast fram þá 5 mánuði.
Í ljósi þess, bardagar hafa verið -- samfelldiir þá 5 mánuði.

  1. Finnst mér uppskera Rússa ekki rosalega mikil, þann tíma: 10 þorp ca. + Solidar.
  2. Innan sama tíma, tóku Úkraínumenn -- Kharkiv borg, og nokkra tugi af smærri byggðalögum - þ.e. allt héraðið þeim megin við Kharkiv.
  • Ath: Úkraínuher er nú -- kominn að, Kreminna -- í Luhansk héraði.

 

Niðurstaða
Ég held að ég breyti ekki megin skoðun minni að stríð Rússa sé á fallandi fæti.

  1. Heildar-sagan er sennilega sú, sókn Úkraínumanna haldi áfram.
    --Sókn Úkraínuhers í framhaldi af töku svæðis Austan við Kharkiv, hefur haldið áfram - allan liðlangan tímann, þ.e. einnig í 5-6 mánuði samfellt.
    Og er nú komin að Kreminna í Luhansk héraði.
  2. Úkraínumenn, tóku einnig - eins og allir ættu muna, héraðið við Kherson borg og borgina sjálfa -- þ.e. nokkrir tugir af þorpum.
  • Þetta þarf að hafa til samanburðar, er menn ræða -- árásir Rússa í Donetsk héraði.
    En sl. 5-6 mánuði, hefur þar verið eina svæðið þ.s. Rússar sækja fram!
    Uppskera Rússa - þann tíma hefur verið ca. 10 þorp.
    Ásamt nú -- Solidar.

Ég held það sé hvers vegna Rússar hefja fall Soldar til skýja.
Vegna þess að sennilega gætir nú vaxandi stríðsþreitu í Rússlandi.
Og það þvingar menn til að leita logandi ljósi -- að sérhverju jákvæði.

Þannig að árásin á Solidar er nú -- stórfelld hetjudáð.
Enginn talar greinilega um mannfallið, líklegt mælt í þúsundum.

Enginn í Rússlandi virðist heldur tala um það, að Solidar er -- smábær.
Ekki borg! Meira að segja, var talað um -- borgina, Solidar.
--Þó bjuggu það fyrir stríð, ekki meir en 10.000.

  • Sem geri Solidar á evrópskum mælikvarða, smábæ.

Ég held að fólk þurfi að fylgjast með hvað mun gerast við Kreminna.
Fyrst Úkraínumenn eru komnir upp að borgarhliðum þar!
--Það verður líklega stór-orusta.

Ef Úkraínumenn hefja atlögu, en Rússar hafa safnað umtalsverðu liði þar til varnar.
Og þeir eins og Úkraínumenn hafa við - Bakhmut.
--Hafa grafið skotgrafir allt í kring.

  • Óvíst er að Úkraínumönnum gangi betur atlagan þar, en Rússum hefur gengið atlagan við Bakhmut.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Eins og hefur verið töluvert um þá voru það málaliðar Wagner sem tóku Solidar og eru að berjast í Bakhmut í dag ,og reyndar víðar.
Heildarfjöldi Wagner var um 43.000 þegar mest var.
Wagner er nú að gera árasir til Norðurs til að loka af Siversk,auk þess sem þeir eru enn að berjast í Bakhmut.
Það er því með öllu útilokað að þeir hafi orðið fyrir mannfalli sem nemur 50.000.
Bæði Rússar og Wagner verða fyrir tiltölulega litlu mannfalli vegna bardagaaðferða sem þeir beita.
Rússar forðast alltaf kontakt við óvininn eins og hægt er og hörfa ef þeir telja að þeir muni verða fyrir miklu manntjóni.
Þess í stað nota þeir gríðarlega yfirburði sína hvað varðar stórskotalið af ýmsu tagi.
Hernaður Rússa miðar ekki að því að taka landsvæði,heldur að því að eyða her andstæðingsins.
Þess vegna finnst þeim ekkert að því að hörfa ef á þarf að halda ,og gera það iðulega.

Af hverju tekur svona langann tíma að taka Bakhmut.
Ástæðan er sú að þeir eru ekkert að flýta sér.
Úkrainumenn senda stöðugt meiri liðsauka inn í Bakhmut ,og Rússar dæla yfir þennan liðsauka stórskotum af öllumm gerðum.
Af því að markmiðið er að eyða her Úkrainu  er miklu betra fyrir þá að vera alltaf á sama stað og bíða eftir að Úkrainumenn sendi fleiri menn í skotfæri.
Þannig geta Rússar haldið mannfalli sínu í lágmarki.
Rússar geta þetta af því að þeir hafa yfirburðastöðu hvað varðar stórskotalið.
Af því að markmiðið er eyðing Úkrainuhers en ekki landvinningar þá er tvennt sem gerir æskilegt að berjast í Bakhmut frekar en að þrýsta á þá og reka þá af höndum sér.
Í fyrsta lagi geta Rússnesku hermennirnir búið vel um sig og búið til allskyns varnir fyrir stórskotaliðið.
Þetta er miklu betra og ódýrara en að sækja og þurfa stöðugt að byggja upp nýja aðstöðu.
Þetta minnkar mannfall. Eins og Úkrainumenn komust að þegar þeir sóttu í gegnum Kharkov svæðið og Kherson svæðið ,þá er hröð sókn gríðarlega kostnaðarsöm hvað varðar mannskap og vopn.
Annað sem gerir hentigt fyrir Rússa að berjast á Donbass svæðinu er að með því móti þá eru þeir stutt frá Rússlandi sjálfu og aðdrættir allir eru því mun auðveldari.

Gefurm okkur að þeir mundu reka Úkrainumenn af höndumm sér og hrekja þá vestur fyrir Dnépr.
Þá væru þeir búnir að lengja flutningsleiðir sínar um meira en helming og að auki þyrftu þeri að sækja yfir stórá þar sem væru engar brýr.
Þetta þýðir mikla erfiðleika augljóslega.

Það er miklu skynsamlegra að halda áfram að brytja niður Úkrainska herinn á Donbass ,og þegar það er búið að veikja hann nægilega ,þá er kominn timi til að sækja.  Þetta er seinlegt,en þetta sparar mannskap og búnað.
Eins og staðan er í dag þá eru Úkrainumenn í vaxandi vandræðum vegna skorts á þungavopnum af öllu tagi.
Mannfall þeirra fer því vaxandi.
Það er ekki endilega mannfjöldi sem segir til um hver vinnur stríð,heldur "Firepower"
Rússnneskar hersveitir hafa mun meira "firepower" heldur en Úkrainskar ,af því að þær eru öðruvísi saman settar.
Ef við gefurm okkur 4000 manna Rússneska hersveit þá hefur hún miklu meira "Firepower" af því að þeir hafa mun hærra hlutfall af þungavopnum heldur en sambærileg Úkrainsk hersveit og minna af fótgönguliði.
Þetta hefur einhver vandamál í för með sér ,en þau eru lítilvæg miðað við skort á þungavopnum eða "firepower"
Það er líka annað í þessum fræðum sem ekki er augljóst.
Ef ein hersveit hefur helmingi meira "firepower en andstæðingurinn þá er hún ekki að valda tvöfalt meira tjóni,heldur er tjónið allt að þrefalt meira. Það er ekki línulegt samband á milli fjölda vopna og eiðilegingarmáttar.

Úkraina getur ekki unnið stríðið.
Þungavopnin sem NATO ætlar að senda breyta ekki úrslitum stríðsins,þau seinka þeim einungis um tvo til þrjá mánuði.
NATO getur ekki unnið vígbúnaðarkapphlaup í Úkrainu. Þeir hafa einfaldlega ekki afgangs "firepower" til að gera það.
Það er huganlegt að þeir gætu jafnað með því að afhenda Úkrainu öll sín vopn,en þá kemur upp vandamálið að það eru engir í Úkainu sem geta beitt þeim.
Tólf Challanger og hugsanlega 50-100 Leopard breyta engu.
Þesir drekar hafa enga yfirburði ,og þeir eru afar fáir.
Það er ekkert voða langt síðan að Úkrainumenn fengu milli þrjú og fjögurhundruð dreka frá Austur Evrópu.
Þeir eru augljóslega búnir í dag.




 
 

Borgþór Jónsson, 19.1.2023 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 38
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 317
  • Frá upphafi: 847310

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 308
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband