Missir Kharkiv, fall Vestur-bakka Dnipro til Úkraínu; kollvarpar yfirlýstum markmiðum Rússa gagnvart Úkraínu. Augljóst Rússar eru ekki að vinna þetta stríð, heldur að spurt sé - hvar sækir Úkraína fram næst, halda Rússar einhverju af Úkraínu að lokum?

Það að ná Vestur-bakka Dnipro eða Dnepr eins og við gjarnan þekktum þetta fljót áður sem -- er stórfelld breyting á hernaðarstöðu Rússa til hins verra.
Það að hafa ekki lengur stöðu á Vestur-bakka Dnipro, þíðir að Rússar eiga nánast enga möguleika á því að hugsanlega að sækja að Úkraínu á því svæði -- til Vesturs.
Það þíðir, að Odessa borg er nú væntanlega fullkomlega örugg!
Rússar eigi hér eftir nánast enga möguleika á að, sækja fram að þeirri borg.

  • Draumar Rússa, um töku allrar strandar Úkraínu, að gera Úkraínu land-lukt, eru þar með fyrir bý.
    Slíkur draumar voru töluvert umræddir meðal - þjóðernis-fasista innan Rússlands.
    Eiginlega alveg fram á sumar 2022.
  • Þess í stað, má fullyrða að eiginlega úr þessu, snúist spurningin fyrst og fremst um það atriði -- hvar sækja Úkraínumenn fram næst!

Það sé einnig opin spurning, hverju halda Rússar eftir.
Frekar en, að líklegt eða sennilegt sé, Rússar blási aftur til sterkrar sóknar.
Vart hægt lengur að halda því fram, það sé spurning hvernig stríðið fer.
Frekar að spurningin sé, hve lengi geta Rússar - varist endanlegan ósigri.

  • En Pútín, er líklegur að kalla flr. Rússa í herinn, frekar en að gefast upp.
    Hinn bóginn, væri slíkt lið -- lítils virði þó það gæti verið fjölmennt.
    Því, Pútín líklegast mundi endurtaka þann leik, að senda menn án herþjálfunar, þannig endurtaka þau mistök -- að senda nær gagsnlausan liðsstyrk.
  • Málið er í dag er 2022, ekki 1942 -- nútímavopn eru það miklu mun betri en vopn fyrir 80 árum, það virkar miklu mun síður að beita óþjálfuðu, illa búnu liði.

Einfaldast að bera saman 2 - myndir: Nýja staðan!

Vs. staðan eins og hún var við upphaf nóvember!

Hér er mjög góð fréttaskýring, með myndum teknar vítt um Kherson og nágrenni, og viðtölum:

Áhugaverðir Punktar:

  • Rússar virðast hafa hleypt föngum lausum úr fangelsum, fréttamenn gengu fram á hóp af föngum, er reyndust tilbúnir til frásagnar. Skv. þeirra frásögn, tóku Rússar með sér - valda fanga, þ.e. valda pólitíska fanga þeir höfðu handtekið - en slepptu lausum, öllum er höfðu verið dæmdir í fangelsi af yfirvöldum Úkraínu; þar á meðal morðingjum með langa dóma.
  • Í viðtölum kemur fram, að Rússar hafa lagt í rúst, allt stjórnunar-skipulag í borginni, þannig að -- öll þjónusta, þar með grunn-þjónusta, sé á byrjunar-reit.
    Það þurfi að manna allar stöður að nýju, gæti verið að margir af þeim pólitísku föngum er Rússar tóku með sér -- inniberi marga af þeim er áður stjórnuðu einstökum þáttum í Kherson borg.
  • Þar fyrir utan, kemur fram, að grunn-þættir sbr. vatnsveitur, hitaveitur, rafmagnsveitur - - hafi skipulega verið lagðar í rúst af hernámsliði Rússa, áður en Rússar yfirgáfu borgina. Þannig - ekkert rafmagn, ekkert vatn, enginn hiti.
  • Og, ekki síst, rússn. herinn er með stórskota-vopn færð yfir á A-bakka Dnipro, í skofæri við borgina. Ekki sé hægt að útiloka, að Rússar her á A-bakka, standi fyrir stórskota-hríð á Kharkiv borg, til að eyðileggja meir af borginni, og drepa að auki fj. íbúa. Jafnvel til að leggja hana alveg í rúst.

Eins og kemur fram í máli í viðtali, séu Rússar ekki að gefa Úkraínu neitt.

 

Gætu Rússar fært her sinn til árásar á Úkraínu annars staðar?

Rússar gætu fært hluta af her er fluttur var yfir á A-bakka Dnipro, á svæði í Donetsk þ.s. Rússar hafa gert árásir er hafa verið nokkurn veginn stöðugar í mánuð.
Hinn bóginn, hafa þær árásir fram til þessa -- litlu náð fram.
Ok, Rússar hafa náð ca. 4-5 þorpum, en það var einungis í fyrstu viku þeirrar sóknar.
Síðan hafi Rússa-her gert stöðugar atlögur - flestar nærri borginni Bakhmut.
Oft hafi margar árásir verið framkvæmdar per dag, án þess að komast í gegnum varnir Úkraínumanna við lykil-staði á svæðinu.

Hinn bóginn, geta Úkraínumenn -- nú einnig flutt til.
Og ég reikna að sjálfsögðu með því, að þeir muni ekki leyfa tilraunum Rússa í Donetsk, að ná nokkrum umtalsverðum árangri!
Hinn bóginn, má spyrja -- af hverju Rússar eru með stöðugar árásir í Donesk?

  1. Þetta virkar pínu á mig, eins og Ardenna sókn Hitlers - Nóv. og Des. 1944, sú sókn sennilega fyrst og fremst hafði þau áhrif, að Hitler tapaði stríðinu ef e-h var, enn hraðar en ella hefði orðið.
  2. Málið er, að Rússar í Úkraínu - má vera að séu í svipaðri stöðu.
    Málið er, Hitler tapaði miklu liði í Ardenna sókninni 1944.
    Sem hefði bestur nýst í varnarstöðu, í því að tefja sókn inn í Þýskal.
    Að því leiti sé staða Rússa líklega sambærileg, að það lið sem Rússar séu nú að brenna upp í sóknar-tilraunum með litlum árangri, væri betur varið.
    Til að manna varnarlínur!
  3. Árásir Rússa í Donetsk - meina ég, gætu leitt til þess, að Rússar tapi það miklu liði í þeim árásum, að þeir muni skorta lið til að halda restinni af Úkraínu.
    Þrátt fyrir að maður taki tillit til líklegra liðsflutninga Rússa nú.
    Frá Suður-hluta Úkraínu, til að styrkja varnir Rússa annars staðar í Úkraínu.

MilitaryLandNet - er með ágæta lýsingu á þeim árásum!

Þeir eru með -virk kort- er virka fyrst og fremst í tölvu, með mús.
Í slíkri tölvu, þá er -mouse over- stækkunar-gler, er birtir afa skýra mynd.

  • Skv. þeim, má vera Rússum hafi tekist að ná, einu þorpi til viðbótar.
    Í grennd við borg, er heittir - Avdiivka.
  • En punkturinn í þessu öllu, er að í þessar árásir eru Rússar að spandera miklu liði, sem þeir eiga síðan ekki -- þegar Úkraínu-her færir sig til.

En ég er alveg öruggur, að Úkraínu-her mun færa mikið lið frá Kharkiv.
Nú eftir að Kharkiv borg og V-bakka Dnipro hefur verið náð.
Spurningin sé einungis, hvar ætla Úkraínumenn að sækja fram næst!

  • Þá hefði verið skynsamara fyrir Rússa, að spara það lið þeir hafa verið að spandera í árásir er - svo þeir hafi hugsanlega nægilegt lið til varnar, til að mæta næstu stórsókn Úkraínu.

 

Ágætt yfirlits-kort svo við sjáum heildarmyndina!

November 12, 2022 Russia-Ukraine news

Áhugaverð tillaga um hvar Úkraínu-menn ættu að sækja fram næst!
Sá þá tillögu í þessari frétt:
Russia’s Kherson retreat marks tectonic shift in Ukraine war.

  1. Nikolay Mitrokhin, a Russia expert in Germany’s Bremen University, told Al Jazeera:
    Ukrainian forces will not let Russians cross the Dnieper any more,
  2. The pull-out means Russian forces lose a chance to part Ukraine in two by advancing towards central regions ...
  3. What can be split in two instead is the crescent-shaped chunk of Russia-held eastern and southern Ukraine.

  4. Emboldened Ukrainian forces could march across the sparsely populated steppe areas towards the southeastern ports of Berdyansk, Melitopol and Mariupol on the Sea of Azov, Mitrokhin said.
  5. When it happens, Russian forces in the still-occupied part of Kherson region may be forced back into the Crimean Peninsula, which Russia annexed in 2014, while in the east, they will need to withdraw to the separatist-controlled parts of the rustbelt Donbas region.

Fullyrði að sjálfsögðu ekki -- Mitrokin hafi rétt fyrir sér.
En hugmynd hans er áhugaverð!

  • Hann leggur til, stórsókn í átt að Azovshafi.
    Til að taka aftur strandlengju Úkraínu við Azovshaf.
  • Ef það virkaði, fullyrði ekki að sú sókn mundi pottþétt virka.
    Þá mundi Úkraína -flanka- varnarlínu Rússa, A-bakka Dnipro.

Ég tek því undir með, Mitrokin -- ef slík sókn mundi virka.
Þá líklega yrði Rússa-her að hörfa alla leið til Krím, m.ö.o. yfirgefa S-Úkraínu.

  1. Bendi á, að ef sókn muni klippa svæði Rússa með þessum hætti í tvennt.
    Þá mundu Rússa í S-Úkraínu, einungis hafa flutninga-leið frá Krím-skaga.
  2. Þá yrði Kerch-brúin, eina flutninga-leið Rússa.
    En sú brú er enn - tjónuð eftir árás er á hana var gerð.
    Og því einungis með hluta af fyrri flutnings-getu.

Þess vegna tek ég undir með, Mitrokin, að staða Rússa í S-Úkraínu.
Yrði tafarlaust vonlaus, ef -- stórsókn til Azovs-strandar gengi upp.

Skemmtileg mynd eftir listamanninn Banksy: Hlekkur!

BORODYANKA, UKRAINE - NOVEMBER 11 Graffiti of a child throwing a man on the floor in judo clothing is seen on a wall amid damaged buildings in Borodyanka on November 11, 2022 in Kyiv Region, Ukraine. The art work has sparked online speculation over whether the graffiti artist Banksy has been working in Ukraine. Borodyanka was hit particularly hard by Russian airstrikes in the first few weeks of the conflict. Electricity and heating outages across Ukraine caused by missile and drone strikes to energy infrastructure have added urgency to preparations for winter. (Photo by Ed Ram/Getty Images)

Geta Úkraínumenn gert slíkan hlut?
Augljóslega, munu Rússar styrkja varnir - með því að flytja hluta liðs er áður var á V-bakka Dnipro, yfir á aðrar varnarlínur Rússa.

  1. Það er auðvitað, hlutfallslega auðveldar fyrir Úkraínumenn -- að sækja þ.s. engin stór vatnsföll mynda náttúrulegar hindranir.
    Þannig, væri sókn á þessu svæði -- auðveldari, en tilraun til að brjótast fram yfir á Vestur-bakka-Dnipro. Þ.s. Dnipro er ca. km. að vídd þ.s. hún flæðir.
    Ég er ekki að halda því fram, að sókn að Azovs hafi væri auðveld.
    Einungis að það sé hugsanlegt samt sem áður, að Úkraínuher geti þetta.
  2. Eins og Mitrokin bendir á, sé landið slétt-lent þarna á milli, opið með öðrum orðum -- slíkt skapi forskot fyrir þann her, sem sé sterkari.
    Nú sé Úkraínuher það sannarlega.
    Auðvitað eru Rússar með niðurgrafnar línur, en sléttlendi sé ekki bestu skilyrði fyrir varnarlínur.
  3. Rússa-her sé í dag, með mikið af liði -- með lélega til litla þjálfun.
    Það bætir möguleika Úkraínuhers, því lið með litla þjálfun.
    Séu lélegar byssu-skyttur.
    Það þíði pent, að árás eigi betri möguleika en ella.
  4. Að auki, sé Rússa-her illa búinn nú.
    Vitað að Rússar t.d. skorti vetrar-búninga, og nóg af fregnum um að rússn. hermenn séu að kaupa búnað, því þeir fái oft ekki nauðsynlegan búnað -- nema á svörtum markaði í Rússlandi.
    En það gagnist þá einungis þeim er eiga einhvern pening.

Það sé m.ö.o. eitt og annað er bendi til þess, að vetrar-stríðið verði Rússum erfitt.
Kanada hefur sent Úkraínuher, nóg magn vetrarbúninga fyrir allan mannskap Úkrínu.
Ég er handviss að vetrarbúningar frá Kanada, séu afskaplega góðir.

  1. Úkraínuher í dag, sé einungis með fullt þjálfað lið - það nýtist Úkraínu nú, þeir hófu herþjálfun strax í febrúar sl. -- þannig allir þeirra nýliðar hafi fengið, umtalsverða þjálfun - a.m.k. 6 mánuði.
  2. Þar fyrir utan, séu margir þeirra nýliða komnir með bardagareynslu, þeir bætast við það lið af -combat veterans- Úkraínumenn áttu fyrir.

Úkraínumenn, m.ö.o. geta sókt að varnarlínu Rússa.
Með hugsanlega allt að 500þ. manna lið - er væri allt með bardagareynslu.
Og án vafa mun betri skyttur, en lítt þjálfaðar Rússa-sveitir er bæst hafa við her Rússa sl. 2-3 mánuði.

  • Þess vegna held ég að Úkraínumenn, virkilega eigi - þokkalega möguleika á, að brjótast í gegnum varnarlínur Rússa í vetur.
    Ef þ.e. sókn til sjávar -- að það geti einfaldlega virkað.

 

Niðurstaða
Ég held að átök þessa veturs muni ráða úrslitum um Úkraínu-stríð. Eftir að hafa náð Vestur-bakka-Dnipro fljóts, þá reikna ég með að Úkraínuher, fari að undirbúa aðra stórsókn; en þó ekki í þeim tilgangi að sækja beint yfir Dnipro.
Það væri líklega of erfitt þ.s. Dnipro er öflugur farartálmi, ca. km. vítt.

En Úkraínuher á möguleika á að sækja fram þ.s. ekki eru stór vatnsföll fyrir.
T.d. sá möguleiki að sækja til sjávar þ.e. ná aftur strönd Azovshafs.
Ef slík sókn heppnaðist, þá væru yfirráðasvæði Rússa - klippt í tvennt.

Og líklega kollvarpaði slíkt sókn samtímis, stöðu Rússa í S-Úkraínu.
Vegna þess að Kerch-brúin, er skemmd, með minnkaða flutnings-getu.
Þá líklega lenti allur Rússa-her í S-Úkraínu - fljótt í vista-skorti.

Þó tæknilega gæti Úkraína, í staðinn fært lið sitt í Donetsk þ.s. Rússar hafa verið að stríða Úkraínu í liðlega mánuð -- hafið sókn þar í staðinn!

Þá finnst mér hugmyndin að sækja yfir slétturnar til strandar, áhugaverðari.
Þ.s. slík sókn mundi líklega algerlega kollvarpa stöðu Rússa í S-Úkraínu.

Aftur, ef maður gefur sér að hún heppnist.
Þetta að sjálfsögðu verður ákvörðun Úkraínu!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

sagan af NAPOLEAN OG ÁRAS Á RUSSA. 

Russar h0rfuðu undan Napoleon og sá mikli maður komst alla leið til Moskvu. 

Taldi á þeim tíma að hann væri búin að vinna stríðið og ná tangarhaldi á Russum. 

þarna stóð Napoleon sigri hrósandi !!! Í mikilli sigur vímu auðvitað, en hvað getur maður annað þegar að óvina herinn horfar og það alla leið til hofuðborgarinnar miklu. 

það sem að skeði hinsvegar á þessum tíma, var það að ÖLL RÚSSNESKJA ÞJOÐINN BREYTTUST I HERMENN OG FLYKTIST TIL MOSVKU OG UMKRINGDI HERMENN NAOPLEONS. 

þá áttaði Napoleon hin mikli sig á þvi, að hann hafði svo sannanlega VANTALIÐ RUSSNESKA HERINN.

Þarna stóð hann inn i miðri borg umkringdur Russneskum hermönnum, sem að murkuðu lífið úr herliði Napoleons og það allt til enda. 

Svo sannanlega þá hafði Napoleon ekki unnið þetta stríð, þrátt fyrir að Russneski herinn hafi gefið honum greiða leið alla leið inn i höfuðborgina Moskvu. 

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 13.11.2022 kl. 21:10

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lárus Ingi Guðmundsson, megin gallinn á sögunni hjá þér er sú -- í dag er Pútín, Napóleón. Og Rússland er þá í hlutverki Frakklands, Napóleóns. Þ.s. eftir allt saman - sagan er um innrás, og þ.e. Rússl. sem er að tapa innrásar-stríði. Þannig gengur líkingin upp, annars ekki.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2022 kl. 02:39

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Steinn Steinarr orti að ef hann myndi flýja nógu hratt undan þeim sem er að elta hann, þá myndi það enda með að hann kæmi i bakið á eltihrellinum og myndi þar með fara að elta þann sem var áður að elta hann. Lárus Ingi, eru Rússar kannski að taka Stein Steinarr á Úkraínumenn? cool

Og styrkur minn liggur allur í undanhaldinu,
þótt einhverjum sýnist það málstaðnum lítið til þægðar.

Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu,
að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.
Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.
Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.

Steinn Steinarr
Ferð án fyrirheits – 1942

Theódór Norðkvist, 14.11.2022 kl. 22:32

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Theódór Norðkvist,  jamm  þ.e. ákveðinn húmor í því ljóði.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2022 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 287
  • Frá upphafi: 847463

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 284
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband