Refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Seðlabanka Rússlands, geta gert 640 milljarða gjaldeyrisforða Rússlands nær einskis nýtan, nær öll NATO lönd hafa lofað vopnasendingum til Úkraínu! Tyrkland segist ætla hindra rússneskar herskipaferðir um Bosporus sund!

Skv. nýrri frétt, ætlar Tyrkland að - hindra ferðir herskipa Rússlands um Bosporus.
Þetta hlýtur að teljast - stórfrétt:

At the beginning, what Russia was doing was an attack, -- We assessed it with experts, soldiers, lawyers. Now, this has turned into a war. -- Turkey had always implemented the Montreux agreement to the letter, -- In these conditions we will also implement the Montreux Convention.

Utanríkisráðherra Tyrklands segir m.ö.o. að Tyrkland túlki nú stöðu NATO vs. Rússland, sem formleg átök -- ergo, að skv. gömlu samkomulagi um Bosporus, sé Tyrkland skulbundið til að loka sundunum milli Miðjarðarhafs og Svartahafs fyrir rússn. herskipaumferð.
Svo lengi sem formleg átök milli NATO og Rússlands standa yfir.
----------------

Viðbrögð Vesturlanda gegn grimmri innrás Rússlandshers inn í Úkraínu, eru að reynast þær sem mig dreymdi um - þ.e.:

See the source image

  1. Grimmar refsiaðgerðir, nokkrir rússn. bankar hafa verið lokaðir frá SWIFT viðskiptakerfinu - mikilvægast, ákveðið var að loka á aðgengi Seðlabanka Rússlands, að gjaldeyris-viðskiptum í vestrænum gjaldmiðlum - þess fyrir utan, stendur til að leita uppi allar eigur einstaklinga er tengjast Pútín og frysta þær hvar sem þær finnast á Vesturlöndum, þarf ekki að nefna öll fyrirtæki sem viðkomandi eiga er nú óheimilt viðskipti í gjaldmiðlum vesturlanda!
    --Fyrir utan, ekki voru settar refsiaðgerðir á olíu og gas-útflutning Rússlands.
    Það þíðir að aðgerðirnar duga ekki til að slökkva á hagkerfi Rússlands!
    Líklega er aðgerðin gegn Seðlabankanum mikilvægust.
    --En hún líklega þíðir, að 640 milljarða gjaldeyris-forði er orðin nær gagnslaus eign a.m.k. svo lengi sem aðgerðin stendur yfir:
    U.S., EU Cut Some Russian Banks From SWIFT, Target Central Bank
  2. Sinnaaskipti Þýskalands er sennilega mikilvægasta breytingin innan NATO.
    En þjóðverjar ákváðu í gær - að hætta að hindra sendingar á vopnum frá NATO vopnageymslum til Úkraínu, sem og að vopn sem þeir hafa sent til NATO landa séu send til Úkraínu -- þess fyrir utan að þeir sjálfir hafa lofað litlu magni af skriðdreka-bönum og loftvarnaflaugum.
    --Í kjölfar sinnaskipta Þjóðverja, liggja nú fyrir loforð nær allra NATO landa um vopnasendingar til Úkraínu.
    Stríðið þó mun gera vopnasendingarnar flóknar í framkvæmd, þó alls ekki ómögulegar: Efforts to supply weapons to Ukraine face multiple obstacles.
  3. Helsti veikleiki Úkraínuhers, gæti hreinlega verið -- magn skotfæra og annarra vopna t.d. skriðdreka-flauga, sérstaklega í tilvikum er hersveitir eru að berjast í umkringdum borgum, svo sem Odessa og Mariupol.
    Þess vegna er það mjög mikilvægur liður að senda þeim þau skotfæri sem þeir þurfa, ekki síst - meir af skriðdreka-flaugum, og loftvarnaflaugum.
    --Eins og mig grunaði, hefur komið í ljós að loftvarnakerfi Úkrainu virkar.
    Það er kerfi sem er frá Sovét-tímanum, en þ.s. flugvélar Rússlands eru ekki stealth vélar - þá virkar það samt sem áður, og ef marka má fréttir hefur kerfið reynst fært um að skjóta niður í tilvikum ballistískar flaugar og nokkurn fjölda cruise-flauga, fyrir utan nokkur fjöldi rússneskra bardagaflugvéla virðist hafa verið skotinn niður.
    --Þetta virðist þíða þ.s. ég vonaðist eftir, að Rússland hefur ekki algerlega frjálsan lofthernað innan landsins, eins og t.d. í Sýrlandi.
  4. Þess fyrir utan, hefur Úkraínuher - gert þ.s. rökrétt var - þ.e. hörfa undan sókn Rússlands-hers að borgum, og þær eru að sést verður - notaðar sem tappar til að stöðva framrás Rússlandshers.
    --Skv. fréttum er nú hart barist um borgina, Kharkiv:
    Russian troops enter Ukraine's Kharkiv -Ukrainian official.
    Það verður að koma í ljós hvort Kharkiv stendur eða fellur.
    En Úkraínuher virðist nota borgina sem tappa.
    Sem hindrar framrás Rússlandshers úr þeirri átt inn í landið.
    --Þess fyrir utan er nú fjöldi smærri borga umkringdar.
    Rússlandsher virðist tregur til að sækja inn í þær a.m.k. til þessa.
    Enda mannfall í borgar-átökum líklegt að vera mjög mikið.

    Úkraínuher heldur því töluverður landi enn milli stórra borga.
    Þ.s. borgirnar eru þá tappar er virka a.m.k. nokkru leiti til að hindra hina rússnesku innrás.
    --Rússlandsher á líklega engan valkost annan, en að sækja inn í Kharkiv og Kíev, tvær stærstu borginar og mikilvægustu tapparnir.
    --Um þær verða líklega hörðustu bardagarnir.

See the source image

Það verður auðvitað að koma í ljós - hvort Úkraínuher getur áfram haldið vörn sinni.
Mikilvægasti bardagi sunnudagsins, er líklega orrustan um Kharkiv.
Næst stærstu borg Úkraínu!
--Að tapa þar væri bagalegt, því Kharkiv borg heldur framrás fjölmenns Rússnesks hers úr þeirri átt inn í landið, m.ö.o. mikilvægur tappi.

Í kjölfarið yrði Úkraínuher þar, líklega að hörfa langt undan!
En hingað til virðist Úkraínuher, halda tengingu við Kíev.
--Þ.e. Kíev er ekki umkringd, vörnin í Kharkiv er líklega einn megin grundvöllur þess að Úkraínuher nær enn að halda slatta af landi á milli borganna, sem eru í ágætis fjarlægð.

  • Ég geri því ráð fyrir að Úkráinuher muni gera allt til að brjóta á bak aftur árásina á Kharkiv bog, hlusta á fréttir kvöldsins um það hvernig fór.

Orð Zelenskis nú orðin heimsfræg: the fight is here. I need ammunition, not a ride.

See the source image

Eitt sem Úkraínustjórn - gerði síðustu dagana fyrir innrás!
Var að opna vopnabúr Úkraínuhers, til að dreifa vopnum til borgara landsins.
Fjölda mynda hafa nú birst á netinu af venjulegum íbúum, að þiggja vopn, að munda vopn.
Þess fyrir utan, hefur ríkisstjórn Úkraínu, dreift leiðbeiningum til borgara landsins um það, hvernig má búa til margvísleg -makeshift- vopn, t.d. til að bana bryndrekum.

  1. Tilmæli Pútíns til íbúa Úkraínu: Að leggja niður vopn. Eru greinilega höfð að gengu.
  2. 2. Sambærileg tilmæli til Úkraínuhers, greinilega einnig virt af vettugi.
  • Ef Pútín virkilega trúði því að Úkraínufólk mundi taka við innrásinni, sem frelsun -- þá virkilega var og er Pútín eins einangraður í fyrru.
    --Og George W. Bush var rétt fyrir Íraksstríð 2003.
  • Afar sérkennilegt tal um -de-nazification- er Zelenski forseti er gyðingur.

 

Niðurstaða
Það er undir Úkraínuher og þeim borgurum Úkraínu er berjast með sínum her komið hvort að - loforð um vopnasendingar frá NATO löndum koma að notum. Hið minnsta þarf Úkraína að halda út - út nk. viku mundi ég halda. Til þess að fyrstu vopnasendingarnar hafi möguleika á að hafa náð að berast til þeirra.
--En ef Úkraína heldur út nk. viku, þá á ég von á að það versta sé yfirstaðið.

En frá þeim punkti, ætti vera stöðugt flóð vopna.
Nk. vika er einnig mikilvæg, því að skv. skipun Pútíns um að beita öllu innrásarliði Rússlands, en ca. helmingur þess var enn við landamærin, þá standa varnir Úkraínu í nk. viku frammi fyrir ítrekuðum árásum, þegar þær hersveitir sem enn voru ekki komnar inn í átökin mæta á svæðið og leggja til atlögu.
--Ef Úkraínuher heldur vikuna út, þá mun hann hafa staðist þá atlögu þ.s. að öllum innrásarhernum sé beitt.

  • Ef hann heldur það út, þá væri möguleiki til þess að stríðið breyttist í pattstöðu.
  • Með NATO stöðugt útvegandi næg vopn til að halda Úkraínuher gangandi.

Ég hugsa því að Pútín hafi nk. viki til að ná fram þeim sigri hann stefnir að.
Hinn bóginn, væri sá sigur líklega -- Fyrrískur.

  1. Ég á ekki von á að Kína - veiti Rússlandi aðstoð til að brjóta á bak aftur refsiaðgerðir Vesturlanda!
  2. Vegna þess að - sérhverja viku veltir hagkerfi Kína trilljónum í Vestrænum gjaldmiðlum - sérhvern mánuð getur verið að velta Kína í vestrænum miðlum sé að umfangi stærra en allt hagkerfi Rússlands.
    --M.ö.o. séu hagsmunir Kína innan Vestrænna gjaldmiðla, margfalt verðmætari en nemur verðmæti gervalls hagkerfis Rússlands.

Samstaða Vesturlanda um að refsa Rússlandi sé orðin alger!
Pútín hefur tekist að sameina þ.s. var sundurlaus her Vesturlanda í einn hramm.

Ef Pútín hélt að samstöðuleysi mundi hindra möguleika á samstöðu.
Það virðist að innrásin í Úkraínu - hafi skapað slíkt ofsareiði að samstaða myndaðist. Skorturinn á samstöðu, er var allt að fyrsta innrásar-degi, hefur nú dagana síðan innrásin hófst horfið eins og dögg fyrir sólu.
--Pútín hlýtur að hafa vanmetið þá reiðibylgju er gæti myndast.

Meira að segja Þýskaland er lengt hélt úti.
Hefur nú gefið eftir - gagnvar þeim vilja er reiðin hefur framkallað.

Nýlega sagði ég eftirfarandi: Ætlar Pútín að gera innrás í Úkraínu? Enn sama spurning! Hræðsla í hámarki þessa daga, vegna heræfinga Rússlandshers í Hvíta-Rússlandi, og æfinga Rússlandsflota í Svartahafi

Ég er alveg viss, að Úkrínuher verður fastur fyrir - þó ég eigi ekki von á að her Úkraínu muni verjast mjög framarlega!
Þ.e. rökrétt muni Úkraínuher standa fastur fyrir á þéttbýlustu svæðum landsins, sem og þeim svæðum þ.s. verðmætustu auðlyndir þess eru - og mikilvægustu borgir.
--Ef af innrás verði, muni því Rússlandsher geta sókt fram - á sumum svæðum án umtalsverðar mótspyrnu, því hratt fram á slíkum svæðum.

Mig grunaði m.ö.o. að Úkraínu-her gæti ekki varist framarlega.
Yrði að verjast nærri eða við þéttbýli. Ef maður hugsar út í það að rússneski herinn er til muna stærri, var klárlega ekki raunhæft að mæta innrásinni - með vörn nærri landamærum.
Og vegna skorts á landslagi sem skapar varnarskilyrði, voru það eiginlega einungis varnir við og í þéttbýli er komu til greinar.
--Hvernig Úkraínuher stjórnar vörnum virðist því það eina sem var mögulegt.

-----------
Ps: Í nýrri frétt, hafa stjórnvöld Þýskalands ákveðið að hækka hernaðarútgjöld yfir 2% af þjóðarframleiðslu í skrefum!: Chancellor Olaf Scholz -- With the invasion of Ukraine, we are in a new era, - He vowed to invest €100bn this year in a special fund to modernise Germany’s military -- in the coming years, to boost annual defence spending above 2 per cent.
--Þetta getur verið fyrsta skrefið í nýrri öldu hækkunar hernaðarútgjalda hjá aðildarlöndum NATO.
PS2: Raðir við hraðbanka í Rússlandi, er íbúar Rússlands leitast eftir því að taka út af gjaldeyris-reikningum, út af ótta um hugsanlega lokun aðgengis að þeim reikningum. Alls ekki órökréttur ótti, ef stjórn Rússlands færi að skammta gjaldeyri.

Ekaterina, a Moscow resident.-- I want to have a month-worth of cash in case there are technical glitches with cards. I already had problems paying for a taxi with Google pay yesterday, - I believe my bank is not under sanctions, and I doubt my money will disappear altogether, but there is a risk I won’t be able to buy food,

said a banker at a western bank in Moscow -- People are panicking, - But their cash withdrawals are harming Russia, the banks’ liquidity is falling.

Ég væri ekki hissa ef - aðgengi verður einmitt takmarkað að eigin reikningum.
Að ótti íbúanna sem hafa raðast að hraðbönkum sé á rökum reistur.

PS3: Rússar hafa tapað orrustunni um Kharkiv skv. nýjum fréttum.
Þannig að Úkraínuher a.m.k. heldur næst stærstu borg Úkraínu, enn um sinn.

PS4: Evrópusambandið er að íhuga að kaupa vopn fyrir Úkraínu fyrir andvirði 450 milljóna Evra -- sem væri í fyrsta sinn ESB keypti vopn fyrir nokkurn.

PS5:Stórfrétt, Tyrkland segist ætla að hindra ferðir herskipa Rússlands um Bosporus sund -- það þíðir að floti Rússlands í Svartahafi verður þá einangraður.
------------

Fréttir um líklegt mannfalla Rússneska hersins a.m.k. meir en 5000.
Eru líklega trúverðugar!
Rússn. ríkið heldur enn áfram að nefna engar mannfallstölur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússneska rúblan er ekki alþjóðlegur gjaldmiðill og jafn mikið rusl og mörlenska krónan. Rússar þurfa því alvöru gjaldmiðla eins og evrur og Bandaríkjadali til að geta keypt erlendar vörur, eins og Mörlendingar. cool

Þar að auki hefur rúblan verið vitlaust skráð, þannig að undirritaður hefur keypt rúblur fyrir evrur og Bandaríkjadali á svarta markaðnum í Rússlandi.

Þrátt fyrir mikla verðbólgu á Veturlöndum núna er verðbólgan enn meiri í Rússlandi og ekki minnkar verðbólgan þar með innrásinni í Úkraínu. cool

"The annual inflation rate in Russia accelerated to 8.73 percent in January of 2022, from 8.39 percent in the previous month and slightly below market estimates of 8.8 percent. That was the highest rate since January of 2016."

"
Euro area annual inflation was 5.1 % in January 2022, up from 5.0 % in December 2021."

Að sjálfsögðu vilja Evrópuríkin ekki hætta að kaupa gas og olíu af Rússum strax í fyrramálið en þau geta minnkað kaupin og hætt þeim svo alveg með því að taka í notkun aðra orkugjafa, til að mynda vindmyllur í Þýskalandi og Austur-Evrópu og ný kjarnorkuver eins og Frakkar ætla að gera. cool

Og Þjóðverjar hafa ákveðið að taka ekki í notkun Nord Stream 2 gasleiðsluna á milli Rússlands og Þýskalands.

"
Nord Stream 1 has a total annual capacity of 55 billion m3 of gas, and the construction of Nord Stream 2 was expected to double this capacity to a total of 110 billion m3."

Nord Stream

"
Russia supplies now 26% of crude oil and 38% of gas in the European Union and even a brief cut in gas supply would raise energy prices."

Margir sem sem búa í Evrópusambandsríkjunum nota gas frá Rússlandi til upphitunar og eldunar og vilja auðvitað ekki búa í óupphituðum húsum núna í febrúar. cool

Rússar gætu skrúfað fyrir gasið en þeir vilja að sjálfsögðu fá evrur, alvöru gjaldeyri, fyrir gasútflutninginn.

En Mörlendingum, sem skældu sig í svefn vegna þess að þeir gátu ekki selt nokkra fisktitti til Rússlands vegna viðskiptabanns og ganga af göflunum þegar rafmagn eða heitt vatn fer af í hálftíma, finnst auðvitað sjálfsagt að fólk á meginlandi Evrópu búi í óupphituðum húsum að vetri til. cool

Í Þýskalandi Hitlers bjó eins og í Rússlandi margt gott og geðugt fólk, þar á meðal gyðingar, en brjálæðingurinn Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að forseti Úkraínu, sem er gyðingur, sé nasisti. cool

En Pútín hagar sér að sjálfsögðu ekki eins og nasisti að eigin áliti.

"Volodymyr Oleksandrovych Zelenskyy [president of Ukraine since 2019] was born to Jewish parents on 25 January 1978."

25.2.2022 (í fyrradag):

Ukraine: What sanctions are being imposed on Russia? - BBC

Þorsteinn Briem, 27.2.2022 kl. 13:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Denmark was a pioneer in developing commercial wind power during the 1970s, and today a substantial share of the wind turbines around the world are produced by Danish manufacturers such as Vestas and Siemens Wind Power along with many component suppliers. cool

In Denmark electricity sector wind power produced the equivalent of 47% of Denmark total electricity consumption in 2019, increased from 43.4% in 2017, 39% in 2014, and 33% in 2013.

In 2012, the Danish government adopted a plan to increase the share of electricity production from wind to 50% by 2020, and to 84% by 2035. cool

Denmark had the 4th best energy architecture performance in the world in 2017 according to the World Economic Forum, and the second best energy security in the world in 2019 according to the World Energy Council."

2.10.2020:

"Pól­verj­ar vilja freista þess að vera sem mest sjálf­um sér nóg­ir um raf­orku en í því sam­bandi hafa þeir hrundið í fram­kvæmd áætl­un um að virkja vind­inn í Eystra­salti. cool

Í fyrra­dag var und­ir­ritað sam­komu­lag sem fel­ur í sér náið sam­starf nær allra landa á Eystra­salts­svæðinu í orku­mál­um og til­raun­ir til að draga úr skaðleg­um út­blæstri.

Þýskur þingmaður á Evr­ópuþing­inu seg­ir yf­ir­lýs­ing­una eiga eft­ir að stór­auka fjár­fest­ing­ar í end­ur­nýj­an­legri orku­fram­leiðslu í Mið- og Aust­ur-Evr­ópu.

Aðild að sam­starf­inu eiga Dan­ir, Eist­lend­ing­ar, Finn­ar, Lit­há­ar, Lett­ar, Þjóðverj­ar og Sví­ar." cool

Þorsteinn Briem, 27.2.2022 kl. 13:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.8.2019:

"Sex vís­inda­menn og fjór­ir sér­fræðing­ar á sviði orku­mála hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að í Evr­ópu er pláss fyr­ir 11,6 millj­ón­ir vind­mylla sem gætu fram­leitt 139 þúsund tera­vattstund­ir á ári, eða 497 exajoule, sem myndi mæta allri áætlaðri orkuþörf jarðar árið 2050, sem tal­in er verða 430 exajoule. cool

Þetta kem­ur fram í vís­inda­grein sem birt hef­ur verið á vef Science direct og í tíma­rit­inu Energy Policy.

Til­gang­ur grein­ar­inn­ar er ekki að leggja til að þess­um fjölda vind­mylla verði komið fyr­ir í Evr­ópu, held­ur að kort­leggja mögu­lega fram­leiðslu­getu vindorku, einkum á landi.

Grein­in er rituð með hliðsjón af mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins um að koma fyr­ir 100 þúsund vind­myll­um fyr­ir árið 2050." cool

Hægt að mæta allri orkuþörf heimsins með vindorku

Þorsteinn Briem, 27.2.2022 kl. 13:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er ekki tengt raforkumarkaðnum í öðrum Evrópulöndum og ódýrara er að reisa þar vindmyllur en leggja rándýran sæstreng á milli Íslands og annarra Evrópulanda með tilheyrandi orkutapi á þeirri löngu leið. cool

"The European Wind Energy Association (now WindEurope) has estimated that 230 gigawatts (GW) of wind capacity will be installed in Europe by 2020, consisting of 190 GW onshore and 40 GW offshore.

This would produce 14-17% of electricity in the European Union, avoiding 333 million tonnes of CO2 per year and saving Europe 28 billion euro a year in fuel costs. cool

Research from a wide variety of sources in various European countries shows that support for wind power is consistently about 80 per cent among the general public." cool

Wind power in the European Union

WindEurope

"Coal plants have been closing at a fast rate since the 2010s due to cheaper and cleaner natural gas and renewables." cool

Coal power in the United States

Coal mining in the United States

"
In 2019, wind power surpassed hydroelectric power as the largest renewable energy source generated in the U.S." cool

Wind power in the United States

Þorsteinn Briem, 27.2.2022 kl. 13:12

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Jæja, er Constantinopel komin aftur?

Jónas Gunnlaugsson, 28.2.2022 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 261
  • Frá upphafi: 847375

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband