Geimvopnakapphlaup að hefjast milli Kína og Bandaríkjanna? Prófanir Kína á hugsanlegu geimvopni vekja athygli - á sama tíma eru Bandaríkin að þróa nýja kynslóð ofurhraðskreiðra eldflauga!

Kína virðist fyrir nokkrum dögum hafa prófað - farartæki er skv. upplýsingum var skotið upp af eldflaug sem hönnuð er til að skjóta kjarnaorkuvopnum.

  1. Farartækið sjálft virðist hafa verið vængjað - radar virðist hafa náð því á ca. Mac 5 uppi í efri hluta lofthjúps Jarðar; farartækið verið fært um að gera breytingar á stefnu.
  2. Það sé ekki síst, færni þess að breyta um stefnu, taka beygjur, er vakti athygli.
    Vegna þess, að sambærileg farartæki, séu yfirleitt -- ekki fær um snöggar beygjur.
    Sem er rökrétt, því kraftarnir sem farartæki þarf að glíma við á slíkum hraða - ef teknar eru beygjur, eru gríðarlegir.
    --Líklega eru þyngdar-kraftar vegna miðflótta-afls slíkir í beygjum á þeim hraða.
    --Að enginn líkami gæti lyfað þá krafta af.
  3. Punkturinn í áhuganum á beygju-færni þess er sá:
    Að farartæki með slíka beygjufærni.
    Ætti að geta komist hjá að vera skotið niður af ABM-eldflaugum.

Engnn veit hvort að kínverska farartækið er eiginlegt vopn.
En augljóslega hefur það - möguleika sem vopn.

Samtímis eru Bandaríkin að þróa ofurhraðskreiðar stýriflaugar:
DARPA’s HAWC scramjet missile completes first free flight test

Í þessari frétt frá 28. sept. sl. er sagt frá velheppnuðu prófi á SCRAM-stýriflaug.
SCRAM-Jet (Supersonic-Ramjet)er Ramjet er getur virkað á ofurhljóðhraða.
Þ.e. á bilinu Mac 5 - 10. 

Það er skv. þeirri frétt útlit fyrir að Bandaríkjunum takist að taka í notkun innan nokkurra ára, stýriflaug er getur viðhaldið hraða -- yfir MAC 5. 

Hvaða kosti hefur SCRAM-jet flaug umram kínverska vopnið?
Gallinn við kínverska vopnið, ef maður gerir ráð fyrir að - um vopn sé að ræða. Að farartækið þó það sé skotið upp af stórri eldflaug. Þá er það þaðan í frá er flaugin hefur lokið sínu hlutverki - einungis hraðskreið sviffluga.

  1. Á MAC 5 líklega missi það orku fremur hratt, hafi því takmarkaðan tíma.
  2. Eiginlega vart mikið meira, en lyprara form af warhead

Hinn bóginn sé aðferðin við að koma því á loft -- afar sýnileg. 
Þ.s. skotið upp lóðrétt! 
--Síðan eftir að farartækið er laust, sést það á radar.

  • Án knýs, minnkar bæði hraði og flughæð stöðugt - fremur hratt.
    Líklega sé þetta farartæki með litla vængi, sbr. MAC 5 svif í lofthjúp.
    --Sennilegast líkist það, lítilli geimskutlu.

SCRAM-jet stýriflaugin sé án vafa hönnuð til að vera skotin upp af öllu er Bandar. eiga!

  1. Flugvélum.
  2. Kafbátum.
  3. Skipum.
  4. Land-farartækjum.

Slík flaug jafnvel þó hún hefði ekki -torséðna- hönnun.
Væri samt skotið upp - með síður sýnilegri aðferð.

  1. Sviffluga þó hún hafi verið á MAC 5 á einhverjum punkti, væri á sífellt minnkandi hraða -- þannig líklega mun minni ferð er dregur nær skotmarki.
    **Sem líklega þíði, ekki sé ofur-erfitt að skjóta það í tætlur.
  2. Meðan SCRAM-flaugin með sífelldan kný, mundi halda hraða sínum alla leið að skotmarki.
    **Er væntanlega gerir niðurskot af vörnum - erfiðara.

Rétt að taka fram, að kínverska farartækið er ekki algerlega ný tækni!
Bandaríkin flugu svokallaðri geimskutlu á 9. áratugnum.
Bandaríski herinn á einnig sína eigin geimskutlu, X37B.

  1. Geimskutlan hafi verið smíðuð til að flytja fólk, því aldrei verið hönnuð til að taka -- beygjur á ofurhljóðhraða. X37B virðist hafa verið hannað með hámarks burð í huga, því ekki verið hannað til að taka -- krappar beygjur á ofurhljóðhraða.
  2. Kínverska faratækið/vopnið virðist hannað til slíks -- það þíði ekki að Bandar. hefðu ekki getað -- ákveðið að hanna inn þann styrk í t.d. X37B að það gæti þolað snöggar beygjur á MAX 5.
    Hinn bóginn, þíddi það - að það væri væntanlega strúktúr þyngra, því minni flutnings-geta. X37B virðist hannað til að sækja gerfihnött upp á sporbaug, til að flytja hann síðan niður aftur. Það farartæki sé ómannað - róbótískt.
    Punkturinn sé sá, að þröngar beygjur þær er kínv. farartækið tók.
    Líklega útiloki mannaðar ferðir, því mannlegur líkami þoli ekki það mikið -- G. 
    Og að auki, væntanlega bendi það einnig til þess að - áhersla hafi ekki verið á flutnings-getu, sbr. þörf fyrir sterkan strúktúr minnki burðargetu.
    --Það bendi til þess að líklegast sé um vopn að ræða.

Í megindráttum sé Kína að endurtaka tækni er Bandaríkin voru búin að þróa fyrir 40 árum!
Það að kínverska farartækið sé með þeirri færni að taka krappar beygjur á svo mikilli ferð - er bendi til strúktúrstyrks er líklega takmarki burðaþol, bendi til að líklega sé hlutverk kínverska faratækisins einungis það að vera -- vopn.
Ég held að það sé fátt sem bendi til að Kína sé nærri því að endurtaka SCRAM-tækni Bandar.

 

Niðurstaða

Mér virðist ef maður ber saman nýlegar tilraunir Kína - við tækni-tilraunir Bandaríkjanna. Að Bandaríkin séu enn með umtalsvert geim-tækni-forskot á Kína.
Tilrauna-flug Kína nýlega, virðist hafa verið á einhvers konar - ómannaðri geimskutlu. 
Að hafa hana ómannaða, hafi gert Kína fært að -- hanna inn styrk, svo unnt sé að taka óvenju þröngar beygjur á MAC 5 - skv. því er virðist hafa sést á radar.
--Það sé líklega útilokað að það faratæki geti verið mannað, vegna þess hve miðflótta afl mundi verða mikið innan-borðs í slíku faratæki, langt umfram þ.s. mannlegur líkami geti líklega þolað.

Á sama tíma séu Bandaríkin líklega nálægt því að taka í notkun ofurhraðskreiða Supersonic Ramjet flaug eða SCRAM flaug, er væri ný kynslóð stýriflauga Bandaríkjahers.
Er hefðu færni til flugs í lofthjúp á bilinu MAC 5 - MAC 10.

Ég hugsa að slík stýriflaug sé mun hættulegra vopn.
En lítil geimskutla sem einungis geti svifið í átt að skotmarki.

  • Þó Kína sé að minnka tæknibilið, sé greinilega enn verulegt bil á milli.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Finndist þér ekki að allt kastljós heimsins mætti beinast meira að FRAMKV.ST.SAMEINUÐUÞJÓÐANA

varðandi ágang kína á Taiwan?

Hvað myndi hann vilja gera nákæmlega í því máli?

Jón Þórhallsson, 25.10.2021 kl. 15:47

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Þórhallsson, SÞ-er hannað af risaveldunum sem tannlaust tæki. Ekki tilviljun að Sþ er tannlaust.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.10.2021 kl. 23:21

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Allir fjölmiðlar jarðarbúa gætu samt pressað á FRAMKV.ST.SAMEINUÐUÞJÓÐANA

í því að gefa út einhverja yfirlýsingu tengt   ágangi kína á Taiwan?

Jón Þórhallsson, 27.10.2021 kl. 11:51

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það virðist vera að þessi Kínverska flaug sé ekki raunveruleg hypersonic stýriflaug.
Kínverjar segja raunar að þetta sé alls ekki hernaðartæki heldur prototypa af endurnýtanlegri geimferju.
Slíkar flaugar eru í dag skammdrægar flaugar, öfugt við þá Kínversku.
Þó að það virðist sem það sé hægt að stýra Kíversku flaugini að einhverju marki ,getur hún ekki talist stýriflaug.
Henni svipar að þessu leiti til Rússnesku Iskander flaugarinnar sem er í eðli sínu ballastic flaug en hefur þann eftirsótta eiginleika að það er hægt að stýra henni þó að hraðinn á henni sé Mach 5,9 ,eða kannski Avanguard flauginni Rússnesku sem nær Mach 20-27 ef ég man rétt og sendir frá sér stýranlegar sprengjuodda.
Iskander flaugin er líklega grunnurinn að síðari hypersonic stýriflaugum Rússa.
Bandaríkjamenn eru nú að stiga sín fyrstu varfærnu skref að smíði hypersonic stýriflauga. 
Það er alveg öruggt að við erum að tala um skammdrægar flaugar,líklega minna en 500 Km og hraða á milli Mach fimm og sex.

Rússnesku hypersonic flaugarnar hafa verið lengi í þróun og með stöðugum endurbótum hefur tekist að koma Zicron hypersonc eldflauginni upp í Mach 9 og drægni upp í 1000 Km.
Líklega eiga Bandaríkjammenn nokkuð langt í land að ná slíkum árangri ,enda á byrjunarreit í þessu fagi.
Zicron er tveggja þrepa flaug með fyrra þrepi knúnu af föstu eldsneyti  en seinna þrepi með SCRAM jet.
Auknum hraða og drægni hefur verið náð með endurbættu eldsneyti.
Það er hægt að skjóta Zicron flaugum af skipum,úr lofti,úr kafbáum eða af skotpöllum á landi.
Þetta eru skaðræðisvopn sem er líklega ómögulegt að verjast.
Til að bæta gráu ofan á svart telja margir hernaðarsérfræðingar að flaugin sé með öllu ósýnileg á radar, vegna þess að hitinn við odd eldflaugarinnar myndi plasmahjúp sem étur í sig radarbylgjur.
Þetta eru þó getgátur af því að enginn hefur ennþá staðið við þennan enda á eldflauginni. 


 

Borgþór Jónsson, 1.11.2021 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 61
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 534
  • Frá upphafi: 847806

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 518
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband