Ofmat PENTAGON og CIA á bardagagetu hers Afganistan -- kenni ég um vanmat Bidens lokadagana fyrir fall Kabúl! Heildarmannfall Afgana sl. 20 ár ca. 164.000! Er ný andstaða að eflast gegn Talibönum?

Pólitíkusar treysta á ráðgjöf sérfræðinga - svo pólitíkusar geti tekið þekkingar-byggðar ákvarðanir.
Við höfum gott dæmi um þetta á Íslandi, er ríkisstjórn Íslands - ítrekað leitar ráða þeirra sérfræðinga í sjúkdóma-vörnum sem Ísland ræður yfir.
--Er kemur að ákvörðunum um sjúkdómavarnir.

Þó barátta gegn COVID sé ekki sami hluturinn.
Er prinsippið er kemur að Biden vs. Afghanistan það sama.
--Þ.e. ný ríkisstjórn Bandar. treystir á þekkingu PENTAGON og CIA.

  1. Það verður þá alvarlegt vandamál, ef báðar stofnanirnar samtímis - alvarlega vanmeta stöðuna.
  2. Við getum ímyndað okkur í samanburði - ef okkar helsti sérfræðingur í sjúkdóms-vörnum, hefði stórfellt rangmetið COVID --> Er hefði þá líklega leitt fram rangar pólitískar ákvarðanir í tengslum við baráttuna við kófið.
  • Biden var sannarlega varaður af PENTAGON við því að kveða liðið heim.
  • En það virðist hafa verið almenn aðvörun, að heim-kvaðning líklega þíddi fall ríkisstjórnar Afghanistan; á tímaramma -- sem hafi verið metinn mun lengri en örfáar vikur.

Fólk er eðlilega reitt yfir því er Bandaríkin standa með buxurnar á hnjánum.
Með brottflutning fólks, er virðist umtalsvert háður -- góðvilja Talibana!
--Sú útkoma er að sjálfsögðu auðmýkjandi, sbr. humiliating.

En þó svo að bandarískur her gæti flugvallarins við Kabúl, með ca. 6000 manna liðsstyrk.
Þá eru það í dag Talibanar er ráða Kabúl - upp á þá komið, hvort fólki er hleypt til flugvallarins yfir höfuð!

Það er greinilega ekki þ.s. menn gerðu ráð fyrir er ákvörðun um heimkvaðningu var tekin!
En greinilega virðist, að enginn hafi talið það taka skemmri tíma en mánuði.
Fyrir hrun ríkisstjórnar og stjórnar-hers Afghanistan að eiga sér stað!

  • Enginn þarf að efast um reiði og pyrring Biden, er hann undrast að herinn leggi niður vopn í stað þess að þétta liðið í nær héröðum Kabúl, til að verja borgina til síðasta blóðdropa.
  • Punkturinn er sá, að hvorki PENTAGON né CIA -- virðast hafa átt von á því, að herinn gæfist upp upp til hópa - í stað þess að berjast.

Þess í stað, þrátt fyrir marga veikleika, virðast PENTAGON og CIA hafa talið að herinn mundi a.m.k. endast einhverja mánuði!
--Þarna kem ég aftur að því, hvaða kröfur menn gera til pólitíkusa.

Ef menn samþykkja prinsippið, að pólitíkusar byggi á mati sinna sérfræðinga.
Þá liggur sökin á röngu stöðumati - klárlega hjá PENTAGON og CIA, frekar en Biden.
--Biden hefur auðvitað hina almennu pólitísku ábyrgð.

En þ.e. ekki hægt að segja, hann hefði átt að vita betur - eða hann hafi vitað betur.
En hugmyndir um brot í starfi, verða að byggjast á - hann með sanngjörnum hætti hefði átt að vita betur, eða að hann sannarlega hafi vitað betur en breytt gegn betri vitund!
--Er ljóst er að vanmat CIA og PENTAGON var þetta stórfellt, lít ég á að sökin sé þeirra.

Hvet fólk til að lesa þessa grein: This Is Actually Happening.
Hún segir vel söguna af því stöðulega vanmati er átti sér stað.
Ekki um augljós brot í starfi, einfaldlega menn voru - clueless.

Austin hershöfðingi viðurkennir Bandar. voru sigruð: Austin contradicts Biden.

Áhugaverð frásögn og íhuganir hermanns: What America Didn’t Understand About Its Longest War.
Hans helsta ábending virðist sú, Talibanar hafi haft sterka sannfæringu meðan að her og lögregla hafi haft veika - fyrst og fremst starfað út á launin, mun síður tilbúnir til að láta líf.

Önnur áhugaverð skoðun: Why Afghan Forces So Quickly Laid Down Their Arms.
Þessi telur að Bandaríkin hafi í reynd - aldrei almennilega skilið hvernig Afganistan virkar.
Hann bendir á klofning landsins í marga hópa - óformleg samskipti hópanna.
Hvernig þeir gera stöðugt tímabundið samkomulag - gjarnan svæðisbundið.
Hann vill meina að Bandaríkin hafi aldrei almennilega skilið, hvernig óformleg samskipti af því tagi virka í Afghanistan -- þetta gæti verið stór útskýring!

  1. Eftir allt saman, þ.s. virðist hafa gerst, að Talibanar ræða við -tribal- leiðtoga, og semja beint við þá -- framhjá ríkisstjórn landsins.
  2. Í Afganistan virðist -tribal loyalty- sterkar en -loyalty- til lands og ríkisstjórnar.
  3. Það gæti verið -af hverju- Talibanar gátu - grafið sterkt undan her og ríkisstjórn.
  4. En það má vera, að sama gildi um hermenn og aðra Afghani - að ef þeirra -tribal- leiðtogi segir eitthvað, þá gildi það í þeirra augum meir -- en boð ríkisstjórnar eða yfirmanns í hernum.
  5. Það geti verið, að -tribal- leiðtogi -- hafi haft vald til að kalla heim, þá hermenn og lögreglumennn - er tilheyrðu hans -tribe- eftir að sá gerði samkomulag við Talibana.
  6. Og er Talibanar gera sambærilegt samkomulag við alla -tribal- leiðtoga.
    Þá geti það - þar með - hugsanlega fullkomlega skýrt hið -óvænta- hraða hrun.

Eins og greinarhöfndur bendir á, þá er óvíst að CIA né PENTAGON hafi nokkurt beint aðgengi að samskiptum -tribal- leiðtoga sín á milli - eða við Talibana.
--Eftir allt saman, mundu þeir rökrétt vilja halda þeim leyndum.

  • Þar með hafi myndast líklega gríðarleg gjá í vitneskju þeirra stofnana.

 

Kort er sýnir íbúaskiptingu Afghanistan og Pakistan

Afghanistan and Pakistan Ethnic Groups | National Geographic Society

  1. Eins og sést er Pashtun hópurinn beggja vegna landamæra - Afghanistan og Pakistan.
  2. Það tel ég skýra af hverju Bandaríkin gátu ekki unnið.
  3. Því Talibanar hafi alltaf getað leitað yfir landamærin - til frænda sinna meðal Pashtúna í fjöllum Pakistan nærri landamærunum, er þeir voru beittir þrýstingi - þeir höfðu víst einnig þjálfunar-búðir þeim megin landamæranna sem Bandar. gátu ekki ráðist gegn.
  4. Þar sem Bandaríkin hafi ekki viljað hætta á stríð við Pakistan.
  • Hafi þar með verið ómögulegt fyrir Bandaríkin að sigrast á Talibönum.

Ég vil ekki meina að þetta sýni -incompetence- frekar það að þetta hafi verið ómögulegt.
Af hverju voru menn þá samt svo lengi? Góð spurning!
--Stofnunin PENTAGON, gæti einfaldlega hafa verið treg til að samþykkja ósigur.

  • Það gæti verið stofnunar-kúltúr því að kenna.

 

Heildar manntjón og kostnaður af stríðinu í Afghanistan

The war in Afghanistan — by the numbers

Mannfall Afghana!

  1. Talibanar: 51.191
  2. Her og lögregla: 66þ.
  3. Almennir borgarar: 47.245
  • Samtals: 164.436

Mannfall Bandaríkjanna og NATO!

  1. Bandar. hermenn 2.442
  2. Bandar.menn starfandi í landinu 3.846
  3. Annað NATO: 1.144
  • Samtals: 7.432

Annað mannfall:

  1. Hjálparst og óháð alþj.samt.: 444.
  2. Blaðamenn: 72
  3. Bandar. almennir borgarar: 6.

Kostnaður Bandar. og NATO:

  1. Bandaríkin: 2,2Tn.$ (bandar. trilljón)
  2. Kostnaður annarra NATO landa vantar samantekt, en Bretl. eitt hafði varið a.m.k. 21 milljarði punda skv. yfirliti gefið út 2014 - engar tölur verið gefnar út síðan.
    --Líklega samanlagt vörðu önnur NATO ríki a.m.k. einhverjum hundruðum milljarða Dollara.

Eins og sést af þessum tölum, þá er megin-mannfallið Afgana sjálfra!
Sem ekki ætti að koma nokkrum manni á óvart!

Masshoud yngri

Ahmad Massoud, son of Afghanistan's slain anti-Soviet resistance hero Ahmad Shah Massoud, is seen in Bazarak of Panjshir province in this file photo.(Reuters Photo)

Er raunveruleg andstaða að byggjast upp gegn Talibönum?

Ahmad Massoud, son of assassinated anti-Taliban fighter, calls for support

Anti-Taliban Forces Retake Three Northern Afghan Districts

  1. Algerlega óþekkt hve mikið er að marka þetta.
    --Bendi þó á, Ahmad Massoud fer fyrir Tajikum.
    --Sem er næst fjölmennasti hópurinn í Afghanistan.
  2. Bendi fólki á að skoða kortið af Afghanistan.
    --Þá sérstaklega hvar lönd Tajika eru.
  3. Það þíðir -- sagan um 3-héröð yfirtekin.
    Gæti verið sönn!
    --Skoðið hvernig lönd Tajika einangra svæðin að landamærum Kína.
  4. Vert að nefna, að síðast -- sigruðu Talibanar aldrei Tajika.
    Sem vörðust í Panshjir dal, allan liðlangan tímann.
    Meðan Talibanar voru við völd.
    --Þeir einnig héldu Pansjhir dal, gegn Sovétríkjunum.
    --Þ.e. pabbi Ahmad var hetjan mikla er varðist ofureflinu ítrekað.
    Og pápi Masshoud var síðan myrtur af Talibönum!
  5. Styrkur Tajika á þessum punkti er óþekktur.
    En þ.e. a.m.k. ekki útilokað að einhverjar leyfar stjórnarhersins.
    Hafi gengið þeim á hönd!

 

Gæti Afganistan aftur orðið bitbein risavelda?

Ég velti fram þeim möguleika:

  1. Töluvert af liði spáir því að Kína - geri samninga við Talibana, og fjármagni þá síðan gegn því að fá að nýta hráefni í landinu og reisa vegi!
  2. Augljóslega, væri þá Vesturveldum í lóf lagi að hindra það, með því að fjármagna og vopna Masshoud.

Nema Masshoud, sé eftir -- stórum peningum.
Hinn bóginn, hafandi í huga talibanar myrtu föður hans -- er líklega ekki ástæða að efa hatur hans.

  • En Masshoud er greinilega afar vel staðsettur, til að hindra hugsanlega Kína drauma!

Þetta sjá menn - ef þeir horfa á kortið að ofan og skoða hvar lönd Tajika eru.

 

Niðurstaða

Eftir að hafa fylgst með Afganistan fréttum í viku, er niðurstaða mín - að kenna um stórfelldum upplýsinga-göllum hjá þeim stofnunum Bandaríkjanna er áttu að vita!
M.ö.o. hafi hvorki PENTAGON né CIA.
Virst hafa nokkra hina minnstu vitneskju um fundi Talibana með -tribal- leiðtogum.
Sem líklega leiddu fram samkomulag við -tribal- militia.
Vitneskja um slíkt samkomulag, gæti hafa sannfært yfirmenn stjórnarhersins, að einnig semja.

Það greinilega kom upplýsinga-stofnunum Bandaríkjanna fullkomlega í opna skjöldu.
Að her Afganistan gæfist upp - bardagalítið síðustu vikurnar tvær til þrjár.
--Menn hafi gefið sér að tímin væri a.m.k. nokkrir mánuðir.

  • Því nægur tími að skipuleggja heimkvaðningu.

Það hafi ekki verið fyrr en á 11-stundu er Talibanar voru komnir í nær-héröð Kabúl.
Að fyrirskipun um að senda herlið til Kabúl, hafi verið hrint í framkvæmd.
--En þá hafi þegar verið orðið of seint, að tryggja algerlega öryggi fólks.

Niðurstaðan sé sú auðmýkjandi staða, að Talibanar ráði miklu um það.
--Hverjir fái að fara úr landi!
Bandaríkin geti ekki pikkað fólk að vild, eins og þær ætluðu sér.

  • Reykna samt með að mikilvægasta fólkið hafi náð til flugvallarins.

Áður en Talibanar voru búnir að taka alla borgina.

  1. Vissulega ber ráðandi pólitíkus pólitíska ábyrgð.
  2. Hinn bóginn er aldrei krafa - pólitíkusar séu sérfræðingar.

Heldur er hin Vestræna venja, þeir séu fulltrúar kjörnir án slíkra krafna.
Og þess í stað njóti ráðgjafar sérfræðinga!

  • Að sjálfsögðu er það mjög mikilvægt atriði, hvort ráð sérfræðinganna eru góð eða slæm.

Ég hugsa að það sé ekki sanngjarnt að krefjast þess, að Biden hefði átt að vita betur.
Er það virðist að allir helstu sérfræðingar Bandaríkjanna hafi brugðist fullkomlega.

--------------

Þetta er sennilega magnaðasti -intelligence failure- sem ég hef orðið vitni um.

  1. Hvað annað varðar, þá eins og sést að ofan er mannfall Afgana sjálfra 164þ. á 20 árum.
  2. Mér virðist á tæru að Bandaríkin hafi aldrei verið í aðstöðu til að hafa sigur í þessu stríði.
  3. Opin spurning hvað yfirlýsing - Ahmad Masshoud junior þíðir, myndir virðast teknar í höfuðvígi Takjika í Panshjir dal, þaðan sem Takjikar hafa alltaf varist öllum þeim er að þeim hafa sókt -- hvort það virkar nú sem áður er auðvitað óþekkt.
    En hatur hans á Talibönum er persónulegt, er faðir hans var myrtur af Talibönum.
    --Bendi fólki á að skoða kort af Afganistan er sýni landsvæði mismunandi hópa.

    Mér virðist fljótt á litið, að ef Vesturlönd styðja Masshoud, þá gætu þau hindrað alla hugsanlega -- Taliban - Kína drauma.
    --Masshoud kallar eftir stuðningi Vesturvelda.
    Ekki vitað enn hvort hann fær slíkan stuðning.

    Þar fyrir utan, ekki útilokað hann hafi fengið einhverjar leyfar stjórnarhers Afganistan sér til liðs.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef matið byggðist á bardagagetu var það rangt mat, því það sem brást var ekki getan heldur bardagaviljinn, en hann reyndist lítill sem enginn þegar á reyndi.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.8.2021 kl. 15:12

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Fróðlegt. Þarna virðast vera margt sem gæti farið vel. Við vonum það besta. Góð samantekt.  

Egilsstaðir, 22.08.2021   Jónas Gunnlaugsson 

Jónas Gunnlaugsson, 22.8.2021 kl. 17:43

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Vantar ekki í þessa greiningu hjá þér hvers vegna Afganir voru óánægðir með ríkisstjórnina, töldu hana ekki vera gera neitt fyrir sig  og því hljómaði áróður Talíbana bara vel

Sá grein á SVT.se þar sem því er haldið fram að Afganistan sé að þorna upp  og sé 6. viðkvæmasta landið í heiminum fyrir gróðurhúsaáhrifunum þetta veldur því að smábændur (voru 60% fólksins) flosna upp í miklum mæli og flytja í bæinn en hafa litla möguleika á að framfleyta sér í atvinnuleysinu þar

Analys: Klimatkrisen hjälpte talibanerna ta makten | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 22.8.2021 kl. 22:31

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Grímur Kjartansson, mjög erfitt að tala um -vilja- Afghana, eftir allt saman samsafn þjóða í landi - þarna er Shíta hópur Hazara, afar afturhaldssamt trúarlega séð Súnní samfélag Pasthun, þar fyrir utan nokkrir fleiri hópar. Einungis heyrt að þetta ár hafi verið slæmt - kannski það hafi verið þurrkum að kenna; SÞ hefur varað við hættu á hungurs-neyð. Hinn bóginn, get ég vart ímyndað mér að Hazari t.d. vilji Shíta hatara Talibana til valda. Það gæti vel verið veikur stuðningur við fyrri stjórn - vegna ekki síst spillingar. Það þíði ekki endilega menn vilji frekar -- heittrúar Súnní í staðinn.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.8.2021 kl. 03:46

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Ásgeirsson, ekki alltaf mikill munur á því tvennu.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.8.2021 kl. 03:47

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Gjörsamlega rangt mat þitt á stöðu Bindens og það að varpa ábyrgðinni yfir á Pentagon og CIA. Allir vöruðu hann við og starfsfólk sendiráðsins í Kabúl lagði starf sitt að veði þegar það varaði karlinn við. Ég er beinlínis hissa að þú reynist vera harðari í afstöðu en Chuck Schumer sem gagnrýnir Biden og reyndar er leitun að Bandaríkjamanni sem er ánægður og telur Biden hafa sýnt leiðtogahæfileika. Ég þori að veðja við þig að ef repúblikanar taka Fulltrúadeildina á næsta ári, að hann verði ákærður fyrir embættis afglöp ef Kamala hefur þá ekki hrifsað til sín völdin fyrir þann tíma.  Menn óar við hann við stjórnvölinn næstu þrjú árin. Segjum bjórkippu? 

Birgir Loftsson, 27.8.2021 kl. 14:05

7 Smámynd: Birgir Loftsson

Öll mistök sem mögulega hefði verið hægt að gera í brotthvarfinu, voru gerð og ómöguleik bætt við!!!! Allt í boði Bidens. Talað er um að best væri að hann færi fyrir herrétt fyrir afhroð sitt sem yfirmaður herafla Bandaríkjanna en nyti ekki þeirra forréttinda að vera ákærður fyrir embættisaflöp sem forseti.

https://www.foxnews.com/politics/biden-presidency-afghanistan-kabul-investigations

Birgir Loftsson, 27.8.2021 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 243
  • Frá upphafi: 847325

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 239
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband