Markar nýr 15 landa samningur yfir Kyrrahaf - skeið ægivalds Kína? Skaut Trump Bandaríkin harkalega í fótinn - er hann labbaði frá Trans-Pacific-Partnership samningnum?

Svokallaður -Regional Comprehensive Economic Partnership- samingur eða RCEP er nú formlega í höfn, og sameinar alla fyrri samninga um viðskipti milli Kína og Kyrrahafsríkja í einn samning.
Að þessu leiti er hann sambærilegur við TPP eða Trans-Pacific-Partnership samning, sem Trump sem fyrsta verk eftir að taka við 2017 - sagði Bandaríkin frá; en sá samningur var hugsaður af Obama-stjórninni á seinna kjörtímabili 2012-2016 að verða þungamiðja þess að tryggja áframhaldandi áhrif Bandaríkjanna yfir Kyrrahafs-svæðinu.

Asia-Pacific countries sign one of the largest free trade deals in history

Spurning hvort að með því að labba frá TPP -- hafi Trump gefið Kína stórfellda gjöf.
Sem Kína er nú að hala inn?
--Stendur Trump í raun fyrir: Make-China-Great-Again?

Meðlimalönd RCEP: Kína, Brunei, Kambódíu, Indonesíu, Laos, Malaysíu, Myanmar, Filippseyjar, Singapore, Tæland,Vietnam - síðan Ástralíu, Japan, Nýja-Sjáland og Suður-Kóreu.

Meðlimalönd TPP (eins og til stóð): Bandaríkin, Ástralíu, Brunei, Chile, Japan, Malasíu, Mexikó, Nýja-Sjáldan, Peru, Singapore, Vietnam ásamt Kanada.

  • Tæknilega er TPP enn til, tæknilega gæti Biden gengið með Bandaríkin aftur í hann, en hin meðlima-löndin endursömdu sín á milli og síðan formlega störtuðu honum ca. ári síðar en TPP átti formlega að starta.
  • Hinn bóginn virðist öruggt, að Trump mun gera allt sem hann getur -- til að hindra Biden í því að - koma Bandaríkjunum aftur inn í það samstarf.
    --Til þess að skemma allt sem hann getur fyrir Biden, í von um endurkjör 2024.

Að ganga aftur í TPP - væri nokkurs konar varnar-aðgerð, liður í að tengja lönd sem Bandaríkin vonast til að halda bandalagi við -- við sig fyrir utan varnar-samstarf, í viðskipta-samstarfi að auki.

Kína aftur á móti, er að nota viðskipti -eins og Bandaríkin áður gerðu- til að efla sín áhrif, ekki síst áhrif á önnur lönd -- áhrif þíða að lönd verða líklegri að gefa eftir gagnvart Kína.
--Slík áhrif skipta mjög miklu máli þar af leiðandi.

  1. Sumir Trumparar virðast einangrunar-sinnar, halda að Bandar. geti lokað sig af - það verði allt í lagi.
  2. En það mundi gefa Kína þá fullkomna drottnunar-stöðu smám saman á Kyrrahafssvæðinu.
    --Persóna væri mjög naív er héldi að Kína stoppaði barasta þar.
  • Lærdómur áranna fyrir Seinna-stríð var sá, að ef menn lofa stóru veldi að byggja upp drottunar-stöðu án þess að gera í nokkru til að stöðva það eða a.m.k. hægja á því.
  • Þá kemur það til að kosta gríðarlega síðar.

Að mínum dómi - var labb Trumps úr TPP --> Augljós risagjöf til Kína!
Gjöf sem Kína ætlar að hala nú inn --> Er Bandaríkin hafa ekki TPP sem mótvægi við RCEP.

--TPP mundi ekki þiða, að Kína væri algerlega stoppað. En það hefði þítt, að Bandaríkin - héldu fastar í tiltekin hóp landa!
--Samtímis eftir því veldi Kína stöðugt vex.

Þannig að - TPP var varnar-aðgerð gegn hratt vaxandi veldi Kína.
--Að labba frá TPP -- var ótrúlega skammsýn og örugglega skaðleg ákvörðun.

  • En á endanum, geta Bandaríkin ekki verið - örugg heima, ef þau lofa Kína að labba yfir megnið af restinni af heimsbyggðinni -- þannig vaxa stig af stigi að veldi, þangað til að Kína mundi verða nægilega öflugt til að sækja að Bandar. á heima-velli.

En ef Bandar. lofa Kína að vaxa ótékkað -- eins og virðist Trump hafi gert.
Þá á endanum, verður Kína það sterkt - að meira að segja Bandar. megna ekki að verjast þess áhrifum á heimavelli.

  1. En segið mér, í hverju skaðaði viðskiptastríð Trumps við Kína -- Kína?
    --Í dag er viðskipta-halli Bandar. v. Kína stærri en hann var 2016.
    --Tollar Trumps, voru borgaðir af bandar. neytendum - ekki Kína.
    Því voru þeir tollar -own goal- Bandaríkjanna allir með tölu.
  2. Sama tíma, voru tollar Kína á Bandar. -- verulega skaðlegir útflutningi Bandar. til Kína, sbr. þeir hafa nokkurn veginn stöðvað sölu á gasi frá Bandar. til Kína - þeir minnkuðu til muna útflutning landbúnaðar-afurða frá Bandar. í til Kína.
    --Trump brást við með því að gefa bandar. bændum fullt af ríkispeningum.
  3. Kína -- gaf í raun ekkert eftir gagnvart Trump stjórninni - ekki fingur, ekki nögl.
    Samningur sem Trump gerði -- fólst nær allur í loforðum sem Trump stjórnin mun ekki ná að halda inn, þ.s. hún hefur ekki enn gert það.
  • Loka-niðurstaða hlýtur að vera sú -- Xi Jinping vann viðskiptastríðið við Donald Trump. Viðskiptastríð sem Trump kallaði -- auðvelt að vinna.

--Sama tíma labbaði Trump frá TPP - sem þíddi að Trump labbaði frá aðgerð sem hefði eflt áhrif Bandar. í tilteknum löndum, sem sum hver eru nú meðlimir RCEP.
--Það þíðir, að Trump gaf í raun þau áhrif á mörg þeirra landa yfir til Kína.

Fullkomin gjöf á silfur-fati til Kína! 
--Þess vegna set ég þetta fram, er Trump í raun: Make-China-Great-Again?

  1. Allar aðgerðir Trumps virðast hafa misheppnast fullkomlega.
  2. Á meðan vex veldi Kína hratt þau 4 ár hann ríkir -- og Kína í lok tímabils Trumps, er að hala inn þá gjöf sem Trump veitti Kína; er Trump labbaði frá TPP.

--Með því að ljúka nú um margt sambærilegum samningi, sem eins og TPP átti að verka -- að verja áhrif Bandaríkjanan á móti; verður tæki Kína í hratt vaxandi sókn þess eftir áhrifum á kostnað Bandaríkjanna og annarra Vesturvelda.

 

Niðurstaða

Mér virðist heilt yfir sagt ekki standa steinn yfir steini af utanríkistefnu Trumps gagnvart Kína - honum hafi algerlega misheppnast að ná fram þeim markmiðum hann setti sér fram.
Þar með hafi honum algerlega misheppnast að bæta fyrir þann skaða, sem gjöf hans til Kína var -- er hann labbaði frá TPP.
Eftir að ljóst er að Kína í reynd vann fullkolega viðskiptastríðið.
Þá er ljóst að sú aðgerð er Trump hóf, hefur í engu veikt Kína.
Þess í stað standa Bandaríkin veikar eftir, hafa hent frá sér TPP -- ekki halað nokkurn skapaðan hlut inn á móti.

  • Þetta er eins ástæða þess, að stórfelld endurskoðun utanríkisstefnu Bandaríkjanna er algerlega nauðsynleg!
    Bandaríkin klárlega þurfa að ganga að nýju inn í TPP.
    Í því fælist einungis varnar-aðgerð, svo að veldi Kína vaxi aðeins hægar.

En það þarf að hefja verkið á einhverjum punkti. Fyrst þarf að efla eigin stöðu, áður en meira er hægt að gera.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 267
  • Sl. viku: 354
  • Frá upphafi: 846995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband