Erfitt að túlka orð Donalds Trump öðruvísi - að hann ætli að valda vandræðum liggi ekki úrslit kosninga skýrt fyrir aðfaranótt 4. nóv.

Margt bendi til þess að - meirihluti þeirra er kjósa í almennri kosningu með þeim hætti að mæta á kjördag, verði líklega Trump megin.
Hinn bóginn hafa yfir 90 milljón nú greitt atkvæði fyrir kjördag!
--Flesti bendi til þess að Biden taki þau atkvæði með öruggum meirihluta!

 

Atkvæði greidd fyrir kjördag - eru talin síðar!

Það er því afar sennilegt að - versta sviðsmynd blasi við er sumir óttast.
Að fyrstu talningar sýni Trump með a.m.k. nauman meirihluta greiddra atkvæða.
Síðar er atkvæði þeirra er greiddu atkvæði fyrir kjördag eru talin.
--Snúist þetta við.

Donald Trump: We’re going to be waiting. November 3 is going to come and go, and we’re not going to know, and you’re going to have bedlam in our country, ...

  1. Ég sé ekki betur en í því liggi skýr hótun. 
  2. Trump ætli að standa fyrir veseni.

Jason Miller, senior adviser to the Trump campaign: If you speak with many smart Democrats they believe that President Trump will be ahead on election night . . . and then they’re going to try and steal it back after the election

--Þ.e. þetta tal, um að stela kosningunni!
Vikum saman hefur Trump hefur sakað Demókrata um að undirbúa stórfellt kosninga-svik, án þess að færa fyrir því sannanir í nokkru.
--Síðan orð kosninga-fulltrúa Trumps, og Trumps sjálfs.
Tekið saman hljómar þetta þannig, Trump framboðið ætli -- að gera tilraun til þess að stöðva talningar á atkvæðum þegar meir en sólarhringur er liðinn frá kjördegi
!

  1. Augljóslega væri það tilraun til að - ónýta atkvæði er augljóslega verða öll talin síðar, þar með -- ónýta kjörrétt og þar með atkvæði er nálgast 100 milljón manna.
  2. Þeir gerðu það, samtímis og það væri fullyrt -- að stórfellt svindl lægi með einhverjum hætti baki þeim atkvæðum er verða síðar talin.
  • Menn óttast, að það fari nú í hönd, hörð barátta um þau atkvæði, þ.e. atkvæði greidd af nærri 100 milljón manns - þ.s. Trump geri allt sem hann getur, til að þrýsta því í gegn -- þau verði öll ógild.
  • Demókratar hafa auðvitað haft grun um hvað stendur fyrir - og eru tilbúnir með eigin her lögfræðinga, og stórfellt fjármagn.
  • Trump hefur ekki farið dult með það, að hann treystir á ný-elfdan meirihluta Hæstaréttar Bandaríkjanna.

Þar fyrir utan, hljóma orð Trump er hann hótar að virðist vandræðum - þannig.
Að hann ætli að hugsanlega stefna sínum stuðnings-mönnum á götur og stræti borga Bandaríkjanna!
--Væntanlega til að auka þrýstinginn frekar.

Á móti mundi tilraun til að ógilda kosninga-rétt svo mikils fjölda fólks, að sjálfsögðu tryggera -- stærstu fjöldamótmæli í sögu Bandaríkjanna.
Og ef Trump hefur stefnt sínu fólki á götur og stræti um svipað leiti.
--Gæti skapast fullkomlega óviðráðanlegt ástand á borgum og strætum í Bandar -- með 2 afar heita og reiða mótmæla-hópa í fullkominni andstöðu hvor við hinn.

  1. Erfitt að ímynda sér á hvaða grunni ætti að hnekkja þeim atkvæðum.
  2. Þ.e. eftir allt saman greiddu 32 millj. atkvæða í gegnum póst 2016.
  • Þ.e. löng hefð fyrir því, að verulega mikið sé um atkvæði greidd fyrir kjördag.

Það eru að sjálfsögðu mjög mörg dómafordæmi til - ekki eins og að aldrei áður hafi verið ryfist um kosningar.
--Hinn bóginn, virðist mega líta á orð Trumps - og kosningaráðgjafa hans þannig.
Að versti grunur margra sé líklega að birtast í farvatninu á kosninga-degi.

  1. Tilraun til að hnekkja kosning-unni, sérstaklega er haft er í huga, hægt er að túlka orð Trumps einnig þannig - líklega yrði fylgismönum stefnt á borgir og stræti.
  2. Gæti þá klárlega leitt til mjög hættulegra óeirða.
    --Bendi á að mikið hefur verið um kaup á vopnum og skotfærum af borgurum Bandaríkjanna vikurnar fyrir kjördag.
    --Það eru fj. vopnaðra hópa - sem eru að spá upphafi borgarastríðs á kjördag.
  3. Það þarf því ekki að efast eina sekúndu - að andstæð mótmæli yrðu afar fjölmenn - fjölmennari ef eitthvað er, einnig afar reið og margir í þeim mundu mæta með eigin vopn líklega.

Ég man ekki eftir dæmi þess - að sitjandi forseti, ætli líklega vísvitandi að efla til víðtæks borgaralegs óstöðugleika í Bandaríkjunum -- af ótta við að tapa í landskjöri.

En þessi sviðsmynd sem ég lísi, gæti með hraði skapað hættulegasta ástand í innanlandsmálum í Bandaríkjunum er sést hefur -- tja síðan 1863.

 

Niðurstaða

Í fyrsta sinn í langan tíma, tala margir um möguleika á borgarastríði í Bandaríkjunum.
Að kosninga-dagur verði upphaf slíkrar átaka-syrpu.
Þó Trump segi ekki akkúrat - hvaða vandræði verða ef úrslit verða ekki kynnt innan sólarhrings frá kjördegi -- virðist mér ljóst þau orð séu hans hótun um vandræði.
--Ef maður tekur þau orð saman við, orð kosninga-fulltrúa hans, þá er Trump eiginlega að segja; ef ég vann ekki á kjördag - verða vandræði!

  • Síðan getum við einungis giskað á um þau vandræði.

En það liggur fyrir, að Repúblikanar hafa undirbúið jarðveg, með hópum lögfræðinga!
Demókratar eru búnir að safna sínum hópum af lögfræðingum á móti.
Trump hefur sagts nýlega, treysta á aukinn Repúblikana-meirihluta hæstaréttar.

  1. Hinn bóginn ætti það vera algerlega augljóst, tilraun til að stela kosningunni, undir yfirskyni þess -- að verjast ósönnuðum ásökunum um svindl andstæðinga.
  2. Mundi valda óróa innan Bandaríkjanna er væri sá langsamlega versti í a.m.k. 100 ár.

--Borgarastríð gæti þá orðið, raunhæfur möguleiki. En ég get vel séð fyrir mér, fylki Bandaríkjanna skipa sér - Rauð og Blá. Hvor hópur um sig, styðja sinn hvorn forsetann.
--Síðast átti sér klofningur að Bandaríkin skipuðu sér í andstæðar fylkingar ríkja í andstöðu við hina ríkja-fylkinguna, 1863 er borgarastríð hófst.
--Enn er það mannskæðasta stríð er Bandaríkin hafa háð. Í dag eru vopn miklu mun öflugari, gæti borgarastríð orðið miklu mun mannskæðara og einnig valdið miklu mun meira tjóni.

  • Borgarastríð mundi valda óhugnanlegu tjóni, líklega 10-földu því er átök í Sýrlandi ollu.
  • Bandaríkin mundu náttúrulega hrynja á meðan fullkomlega sem heims-stórveldi.
    Vera síðan áratugi að ná sér!
  • Eiginlega ekki betur unnt að tryggja -- yfirráð Kína heiminn vítt. En Bandar. verði sjálfs-eyðilegginarhvöt til eigin tjóns.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Demókratar munu reyna allt sem þeir geta til að stela kosningunum. Þetta veit Trump auðvitað. Hann mun því líka reyna allt sem hann getur til að stela kosningunum. Á endanum gæti farið svo að réttarkerfið verði að úrskurða. En við verðum að vona að það fari ekki þannig, og að úrslitin verði nægjanlega skýr og það helst strax á kjördag. Því skýrari sem þau verða, því minni hætta á uppþotum.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 22:24

2 Smámynd: Egill Vondi

Hér eru hlekkir sem vert er að skoða. 

I worry Democrats won’t concede and other commentary https://nypost.com/2020/09/15/i-worry-democrats-wont-concede-and-other-commentary/

Democrats are telling us they will not accept a Donald Trump win. Are you listening? https://legalinsurrection.com/2020/09/democrats-are-telling-us-they-will-not-accept-a-donald-trump-win-are-you-listening/

Svo er grein Fox sem vitnar í Atlantic:

Democrats might not accept election results if Trump wins, ‘street battles’ could ensue: Atlantic writer. https://www.foxnews.com/media/atlantic-democrats-election-results-trump-unrest

'They’re not even hiding it anymore,' Trump 2020 deputy communications director said

Greinina frá Atlantic er að finna hér:

The Democrats May Not Be Able to Concede https://www.theatlantic.com/ideas/archive/2020/09/democrats-may-not-be-able-concede/616321/

Erfitt er að sjá hvernig Demokratar "geta ekki" viðurkennt ósigur ef Trump vinnur, en svona er ástandið. En Demokratar hafa neitað að viðurkenna sigur Trumps yfir Hillary undanfarin 4 ár, hvers vegna í ósköpunum myndu þeir fara að viðurkenna ósigur sinn núna? Ofbeldi Antifa og BLM hefur kostað yfir miljarð dollara og hefur drepið tugi manna. Væntanlega má búast við meiri af því sama frá ofbeldisfullum vinstrimönnum þegar Trump vinnur eftir 2 daga.

Egill Vondi, 2.11.2020 kl. 01:19

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, þ.e. ekki nokkur skapaður hlutur sem bendir til þess að - andstæðingar Trump séu að gera tilraun til að stela nokkru, þeir hafa nú sl. 2 mánuði verið með á bilinu 8-9% forskot skv. meðaltali fylkja. Samtímis, er Trump með ítrekaðar ásakanir að - til standi að stela kosningunni. Afar einfalt að skilja hvað Trump meinar - fyrir utan að haft hefur verið eftir honum að hann samþykki kosninguna einungis ef hann vinnur sem réttmæta -- sem sagt, Trump er pent að segja að hann muni ekki undir nokkrum kringum-stæðum sætta sig við tap, m.ö.o. með stöðugum staðhæfingum sé hann að undirbúa það að - valda vandræðum með staðhæfingum um stolnar kosningar - ef hann tapar. Ef réttarkerfið mundi standa með - þjófnaði á kosningunum, að núlla út atkvæði tuga milljóna upp undir nær 100 milljón -- þá er lýðræðiskerfið í Bandar. og stjórnarskráin þar með hrunin; Bandar. munu án vafa leystast strax í kjölfarið upp í borgara-stríð. En það getur vart nokkur vafi verið um, að ef rétturinn stæði með -- þjófnaðar-tilraun á kosningunni; þá munu Bandar. standa fyrir frammi ástandi þ.s. hópar fylkja styðja sinn hvorn -forseta-Bandar.- yfirlýstan af hvorum fylkja-hóp, sem þíðir borgarastríð - og eyðileggingu Bandar. Það yrði hreint mögnuð afleiðing, að niðurst. framboð Trumps -- leiðir til hruns þess lands sem lengi hefur verið mikilvægasta landa Vestræns heims, Bandaríkjanna. Mikið munu óvinir Vesturlands vera ánægðir. Sigur Kína mun þá brátt blasa við á silfurfati -- handréttur fram af Trump sjálfum, er hann tryggir eyðileggingu þessa lands. Þetta eiginlega mun blása byr undir ásakanir í þá átt, að Trump hafi allan tímann verið - þó það hafi ekki sannast - verið flugumaður óvina Bandar. og Vesturlands í embætti. En með því að ræða eyðileggingu landsins, gæti hann ekki mögulega staðið sig betur í því hlutverki - að vinna hagsmunum óvina Vesturlanda gagn, þ.e. í kjölfar inna hruns Bandar. -- Er vart hægt að sjá annað en að þá sé veldi Bandar. N-Ameríku liðið undir lok, þ.e. eftir slíkan hildarleik getur það vart annað verið en að það taki það landa mjög langan tíma að rétta við sér að nýju.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.11.2020 kl. 01:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkin eru greinilega mikið lýðræðisríki. cool

Alltaf gaman að sjá þegar Mið(fótar)flokkurinn og aðrir mörlenskir aftaníossar Trumps taka stórt upp í sig, sauðdrukknir að vanda.

Og því minni sem innistæðan er, því stærra taka þessir "hillbillies" upp í sig. cool

Þorsteinn Briem, 2.11.2020 kl. 01:56

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Egill Vondi, þú ert góður í útúrsnúningum, en ef borgarastríð skellur yfir - verður það nær öllu leiti Trump sem skapar þá sviðsmynd. Og fagnaður óvina Vesturlanda þegar Trump tryggir þannig eyðileggingu þess lands í langan tíma, verður án vafa mjög mikill. Magnað helvíti hvernig þessi forseti virðist ætla að sanna þær ásakanir sem ekki tókst að sanna með rannsókn - hann hafi sennilega í raun verið flugumaður óvina Vesturlands í þessu embætti. Sorglegt hvernig þeim virðist vera að takast, með því að styðja Trump til valda -- að leiða fram innan-frá eyðileggingu þeirra. Aðgerðin sennilega best heppnaðasta leyniaðgerð mannkynssögunnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.11.2020 kl. 01:59

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, það getur endað þannig að Hæsti-réttur Bandar. hafi örlög landsins í hendi, en ef það augljósa rugl sem eru ásakanir Trump um þjófnaðartilraun nær til þeirra - þá verður það væntanlega þeirra úrskurður er ræður því hvort Bandar. liðast í sundur í kjölfarið. Hinn bóginn, má einnig vera að bandar. dómskerfið muni stoppa þær tilraunir Trumps - áður en þær ná upp á æðsta dómstig. Enda engar líkur á að nokkur flugufótur sé fyrir þeim ásökunum sem Trump er með uppi. 
--En meirihluti þjóðarinnar mun ekki geta sætt sig við það, að kosningunni verði stolið.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.11.2020 kl. 02:04

7 Smámynd: Egill Vondi

Trump flugumaður óvina Bandaríkjanna? Þetta þykir mér meir en lítið veruleikafyrrt. Er þetta ekki bara endurtugga á áróðri vinstrifjölmiðla sem enginn fótur fannst fyrir?

Og hvernig er það "útúrsnúningur" að benda á að ofbeldisaldan sem gengið hefur um borgir Bandaríkjanna undanfarna mánuði hafi verið yfirgnæfandi framin af andstæðingum Trumps í Antifa og BLM?

Egill Vondi, 2.11.2020 kl. 03:02

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bedlam þýðir nú einfaldlega bara upplausn. Og það er ósköp einfaldlega mjög líklegt að óvissan sem gæti orðið falli til dæmis meirihluti atkvæða á kjördag Trump í skaut, en sterkar vísbendingar séu samt um að á endanum sé meirihlutinn hjá Biden, valdi upplausn. Það er vitanlega engin hótun í því fólgin að benda á það. Ekki er t.d. ólíklegt að ýmsir hópar hefji óeirðir til að krefjast þess að Trump viðurkenni ósigur áður en öll atkvæði hafa verið talin. Og þá munu auðvitað stuðningsmenn Trumps bregðast við því. 

Ég held hins vegar að þú ættir kannski að láta staðar numið við að reyna að greina bandarísk stjórnmál. Þú ert nefnilega alltof hlutdrægur til að get gert það á bærilega raunsæjan hátt.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.11.2020 kl. 11:50

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einar, þú hefur mj-g takmarkaða yfirsýn.  Ég skal hjálpa: https://www.rt.com/usa/505229-antifa-twitter-account-riot-strategy-guides/

Q: "The self-proclaimed “decentralized anarchist collective” CrimethInc has shared a slew of instructionals covering everything from rioter fashionadvice, to first aid for protesters, including how to manage common injuries from police weapons and even how best to treat gunshot wounds."

Síðan sem þeior vísa til: https://crimethinc.com/2017/03/14/direct-action-guide

Trump, segirðu?

Jæja...

Ásgrímur Hartmannsson, 2.11.2020 kl. 15:15

10 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þykir sorglegt að sjá þá sem hafa eina skoðun biðja annan , á öndverðri skoðun, um að hætta að nýta sér rétt til að tjá sig um það sem er efst á baugi, vegna hlutdrægni. 

Þeir hinir sömu sem hafa aðra skoðun, hvað með þá ? 

Kjánalegt í besta falli.

Hitt sjá allir (já ég styð ekki Trump), hvaða aðferðum hann beitir. Hann ætlar sér að sigra, hvað sem það kostar, þó svo að allar líkur séu á því að hann fái færri atkvæði, hvað þá færri kjörmenn þá hefur hann og hans kosningavél unnið að því að draga úr trúverðugleika kosninganna í heild sinni núna frá áramótum. 

Hann veit að hann verður aldrei forseti allra íbúa USA og honum virðist vera sama. Það finnst mér ekki gott leiðtogaefni.

Trump og hans vél er búinn að reyna draga úr þjónustu US post en var gerður afturrekinn með það að hluta. Samt má sjá tölum um minni afköst póstmiðlunar á atkvæðum. 

Trump mun auðvitað reyna það sem hann getur til að valda usla í sinu landi, sér til handa, svo hann haldi embætti.

En sjáum hvað setur, kannski hafa Útvarp Sögu liðið hér rétt fyrir sér. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.11.2020 kl. 17:10

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum eru löngu hættar að ráðast af atkvæðum kjósenda, ef þær gerðu það einhverntíma. Núna ráðast þær af ákvörðunum embættismanna og dómara.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2020 kl. 22:36

12 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta verður æsispennandi held ég og endar líklega með sigri Trumps.
Auðvitað ætluðu Demokratar að tryggja sig með .því að reyna að fá utankjörstaðaatkvæði Trumps dæmd ógild.
Það er bara klassískt.
Þeir voru búnir að safna óhemjuu fé og edalausu lögfræðingastóði til að gera það.
Hæstiréttur var tilbúinn í stuðið.
Þið getið ímyndað ykkur heiftina hjá þeim þegar einn hæstaréttardómarinn þeirra hrökk uppaf á örlagastundu , Trump skipaði nýjann,og eiðilagði plottið.
Nú er bara að duga eða drepast í kosningunum sjálfum.
Líklega vinnur Trump

Trump var ekki að hóta neinu,hann var bara að benda á hið augljósa. Það gildir einu hvor verður undir í talningu kjörfundaratkvæða,það verður kaos.
Það er uppi sú óvenjulega staða að  forskot Demokrata í póstkosningunni 25 prósentustigum minna en venjulega sem gerir þetta enn meira spennandi.

Aðeins varðandi afstöðu Kína og Rússlands.
Aðspurður á fréttamannafundi lét Putin hafa eftir sér að hann sæi ekkert athugavert við viðskifti Bidens í Úkrainu.
Mér þykir ekki ólíklegt að hann hlakki svolítið til ef Biden verður forseti.
Við skulum hafa í huga að Putin veit örugglega um allt sem gerist í Úkrainu. Hann hefur sambönd þar um allar trissur.
Mér þykir næsta víst ,að ef Biden vinnur fái hann fljótlega skjöl frá Moskvu sem greina nákvæmlega frá ólöglegum viðskiftum hans í landinu og spillingunni og peningaþvættinu  sem þeim fylgja.
Biden á síðan von á annarri möppu frá Xi Jinping.
Kjör Bidens gæti þannig stuðlað að friði í heiminum vegna glæpa sinna.

Þér verður tíðrætt um það Einar að Trump stefni að því að senda vígasveitir út á göturnar ef vafi kemur upp.
Það er ekki ómögulegt ,jafnvel þó hann hafi engar skipulagðar sveitir á því sviði.
Demokratar hafa aftur á móti haldið úti slíkum sveitum mánuðum saman á götunum ,sem eru orðnar bardagavanar og þaulskipulagðar.
Þær verða því tilbúnar til bardaga á kosninganóttina og væntanlega komnar út á vígvöllinn.
Ég veðja á að sveitir Bidens vinnii fyrsu orustuna,enda eru þeir betur skipulagðir,betur þjálfaðir og betur vopnaðir.
Þetta er óneitanlega farið að minna aðeins á Yeltsintímann í Rússlandi þegar oligarkarnir gerðu út sína einkaheri.

Það góða við þessar kosningar er að það er sama hvor frambjóðandinn verður kosinn.
Það mun flýta fyrir falli þessa ógeðfellda heimsveldis.
Trump með því að fæla frá þeim bandamennina einn af öðrum.
Biden af því hann er hálf dauður krimmi sem veit ekkert í sinn haus og allir fyrirlíta.
Ég tala nú ekki um þegar Frú Harris tekur við taumunum.

Kandidatarnir í þessum kosningum er þeir verstu síðan í síðustu kosningum og hélt ég þó að það met yrði aldrei slegið.
Alveg makalaust mannahallæri hjá þessu stórveldi.

 

Borgþór Jónsson, 2.11.2020 kl. 23:33

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Borgþór. Það er ekki hægt að krefjast ógildingar á utankjörfundaratkvæðum aðeins eins frambjóðanda. Jafnt verður yfir alla að ganga.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2020 kl. 23:43

14 Smámynd: Borgþór Jónsson

Fyrir Demokrata er ekki málið að ógilda póstkosninguna í heild,enda mundu þeir tapa kosningunum með því móti.
Eins og Einar bendir á eru þeir búnir að safna her lögfræðinga og það er vitað að þeir hafa safnað óhemju fé,að hluta til ólöglega en það er önnur saga.
Her lögfræðinga er í þessu tilfelli ekki 20 eða 30 heldur skifta þeir hundruðum.
Planið var að reyna að fá sem flest atkvæði Trumps dæmd ógild enda hefði það reynst frekar auðvelt af því að þeir eiga dómarana.
Þegar staðan er svona jöfn er ágætur möguleiki að breyta úrslitum kosninga með þessu móti.
Þetta er ágætlega þekkt aðferð í Bandaríkjunum.
Þegar dómararnir eru svona pólitískir er þetta fullkomlega raunhæft plan.
Staðan breyttist hinsvegar þega Demokratíski dómarinn í hæstarétti hrökk uppaf standinum .
Þetta er ástæðan fyrir að bæði Clinton og Pelosi,ásamt fleirum, hafa sagt að Biden ætti undir neinum kringumstæðum að játa sig sigraðann að lokinn talningu atkvæða.
Ætlunin er að sigra kosningarnar í réttarsölunum ef upp á vantaði.

Ef Trump hinsvegar vill fara þessa leið væri auðveldast fyrir hann að reyna að fá póstkosninguna ógilta í heild.
Ég veit ekki hversu raunhæft það er. Mér finnst ólíklegt að Hæstiréttur sé fáanlegur til þess,jafnvel þó að hann sé nú skipaður öruggum meirhluta Republikana.
En þetta mundi færa honum afgerandi sigur.

Staðan í Bandarískum stjórmálum er þannig að það ríkir ekkert traust á milli fylkinga.
Í dag sýna skoðanakannanir naumann meirihluta Bidens.
Frá síðustu kosningum vitum við með vissu,og það er skjalfest í gögnunum sem lekið var frá Demokrataflokknum að fjölmiðlar skekktu viljandi niðurstöður skoðanakannana.
Þegar svo bætist við að fjölmiðlar hafa reynt að þeigja í hel neikvæðar upplýsingar um Biden, er  traust Trumpista horfið með öllu,og það réttilega.
Spillingin er með ólíkindum.
Trumpistar munu því standa í þeirri trú ,með réttu eða röngu að þeir hafi unnið kosningarnar þegar búið er að telja kjörfundaratkvæði og Trump hefur meirihluta úr þeim.

Demokratar eru hinsvegar á þeim stað að þeir einfaldlega viðurkenna ekki tap í kosningum.
Síðustu fjögur ár ættu að vera nóg til að segja okkur það.
Í síðustu kosningum höfðu þeir ekkert plan B vegna þess að þeir trúðu engu öðru en að þeir væru að fara að vinna kosningarnar.
Það er sannarlega ekki ætlunin að falla aftur í þann pytt.

Vandamálið í Bandaríkjunum er griðarleg þverpólitísk spilling á toppi stjórnmálanna og í embættismannakerfinu.
Topparnir í Republikanaflokknum studdu aldrei við bakið á Trump af því hann kom ekki úr þessari grúppu,og gera ekki enn.
Á síðustu mánuðum hafa þeir þó sýnt honum stuðning í orði,af þeirri ástæðu einni að öðruvísi mundu þeir ekki ná inn á þing. 
Aldrei aftur Pearl Harbour var einu sinni sagt.
Það er sannarlega ekki ætlunin að það komist aftur inn utangarðsmaður sem forseti Bandaríkjanna.

 

Borgþór Jónsson, 3.11.2020 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 46
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 547
  • Frá upphafi: 847268

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 522
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband