Andlát Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómara hljómar í fyrstu sem vítamínssprauta fyrir framboð Trumps -- hinn bóginn er loforð Trumps að velja strax dómara er innsiglar afturhaldssamar skoðanir í dómnum, tvíeggjað sverð!

Þó fjölmiðlar tali gjarnan um - íhaldssama vs. frjálslynda dómara.
-Er réttara að tala um, afturhald -- frekar en íhald.
En málið er að, íhald er sú skoðun að hafa taumhald á breytingum, vilja sem fæstar.
Meðan að, afturhald er sú skoðun - að vilja breyta til baka í far er áður tíðkaðist.

  • En þ.e. einmitt hvað stóra deilan um hæsta-rétt Bandaríkjanna snýst um.
    Ekki áhugann um að - forðast breytingar.
  • Heldur áhuga á að - innleiða breytingar, er tækju til baka þ.s. áður var breytt.
    En meðal svokallaðs Biblíubeltis í Bandaríkjunum, er hörð barátta um að - takmarka rétt til fóstureyðinga innan Bandaríkjanna.
    --Til þess að geta það, er baráttan um að snúa við gömlum hæstaréttardómi.

--M.ö.o. er um að ræða eins klassískt dæmi um afturhald, og unnt er að leita.

Tveir Repúblikana-þingmenn Öldungadeildar, Murkowski og Collins.
--Hafa líst yfir að þær muni ekki styðja útnefningu hæsta-réttardómara að þessu sinni, en þær eru talsmenn þeirrar skoðunar - óeðlilegt sé að forseti skipi hæstaréttardómara.

  • Svo skömmu fyrir forseta-kosningar, réttara sé að skipunin bíði fram á nk. ár þegar ljóst verði hver er þá sitjandi forseti.

Rétt að benda á, að Repúblikanar notuðu þess-lags röksemd, er þeir höfnuðu því að samþykkja skipun dómara, sem Obama lagði til -- skömmu fyrir forsetakosningar 2016.
--Obama lagði þá til, fremur hófsaman Repúblikana.

  • Þá þegar var bandalag Trumps - við Biblíubeltis-Repúblikana ljóst.

Demókratar eru að sjálfsögðu - að herma rökin frá 2016 upp á núverandi þingmeirihluta Öldungadeildar.

  • Yfirlýsing Murkowski og Collins, minnkar þann meirihluta úr 53/47 í 51/47.

Demókratar þurfa þá að fá 5 Repúblikana til að sitja hjá til viðbótar.
Ekki eiga margir von á að það takist.
--Mun sennilegar að Trump takist að tryggja, óskoraðan meirihluta -- afturhalds-samra dómara í hæstarétti Bandaríkjanna.

Lisa Murkowski - Susan Collins, nú umdeildir þingmenn Repúblikana!

Murkowski, Collins push back calls for Biden, Bolton impeachment testimony

Af hverju er það tvíeggjað sverð fyrir Trump, að tryggja óskoraðan afturhaldssaman meirihluta í hæstarétti?

Ég held að það hljóti að -- fækka til muna kjósendum, er ekki hafa þegar tekið afstöðu.

  1. Sem sagt, allir sem eru andvígir - fóstureyðingum, vilja afnema þær.
    Kjósa þá - þakklátir Trump.
  2. Þetta virkar einnig í hina áttina.
    Að allir þeir sem eru - sammála svokölluðum rétti til fóstureyðinga.
    Líklega þá kjósa Biden, enn frekar en áður.
  • Punkturinn er sá, að líklega eru þeir Bandaríkjamenn er standa með meintum rétti til fóstureyðinga, ívið fleiri.
    Höfum einnig í huga, að fj. þeirra er hafa þær skoðanir eru - consentreraðir - í tiltekin fylki, sem þegar voru nokkuð öruggir kjósendur Trumps.
  • Ég er þar með ekki sannfærður, að Trump græði kosninga-lega á þessu.
    Það gæti alveg eins farið á hinn veginn, að Trump sannfæri það marga svokallaða -independents- að kjósa Biden, með þeirri aðgerð.
    Að eftir það, verði Biden enn öruggari en fyrr.

Bendi á að Biden hefur mun meira forskot á Trump en Clinton hafði á sama tíma 2016:
Biden’s polling lead nears magic number.

  1. According to the latest RealClearPolitics average, Biden is sitting at 49.3 percent in national surveys and has a 6.2 percentage point lead over President Donald Trump.
  2. That’s significantly higher than Clinton’s 44.9 percent mark this time four years ago, which was good for only a 1 point lead.

Það sem er áhugavert - að þetta forskot hefur lítt hreyfst síðan júlí.
M.ö.o. það hefur verið stöðugt! Að auki, færri óákveðnir kjósendur en 2016.

  • Aðgerð Trumps að skipa - afturhaldssama konu, til að fá meirihluta í hæstarétti, er væri andvígur svokölluðum - rétti til fóstureyðinga.
    Eins og ég bendi á þá mundi Trump einnig með því -- fæla fólks til Bidens.
    Bendi á, Trump hefur þegar -- áður tryggt sér atkvæði Biblíubeltis.
  • Trump gæti þar með -- tapað atkvæðalega á þessu.
    Ef það leiðir til þess, þeir sem enn voru óákveðnir.
    --Fara mun frekar til Bidens.

--Eins og bent er á, þarf ekki Biden - mikla aukningu, að ná yfir 50% múrinn.
Þá er óhætt að segja, að möguleikar Trumps yrðu að engu.

Hvaða konur er Trump að íhuga að skipa?

  1. What you need to know about Amy Coney Barrett
  2. What you need to know about Barbara Lagoa

Báðar tvær -- sannfærðir kaþólikkar. Haft eftir Amy Coney - líf hefjist eftir getnað.
Þannig að afstaða hennar til fóstureyðinga liggur alfarið krystal tær fyrir.

 

Eiga Demókratar hugsanlegan krók á móti bragði?

Þetta er gömul hugmynd: How Democrats Could Pack the Supreme Court in 2021.

Fordæmið er frá 19. öld - Andrew Johnson forseti átti í miklum útistöðum við þingið, 1866 ákvað þingið að takmarka fj. - hæstaréttardómara við 7. Þannig hindraði þingið frekari tilraunir, Andrew Johnson - til að skipa nýja dómara. Síðan var fj. aftur færður í 9, er forsetatíð Andrew Johnson var lokið.
--Þ.s. þetta fordæmi skapar hugsanlega er það fordæmi, að fj. hæstaréttardómara þarf ekki vera endilega 9 -- t.d. hvað með að fjölga þeim í 15?

  • Enginn hefur gert tilraun til þessa, síðan Franklyn Delano Roosevelt, gerði tilraun til að pakka hæsta-rétt, í kjölfar stórsigur 1936. En hann var stoppaður af andstöðu innan eigin flokks. Nægilega margir Demókrata-þingmenn voru á móti, til þess að ljóst væri hann næði ekki að framkv. tilraun sína.

Hinn bóginn, virðist skv. fordæminu frá 1866 -- ekkert sem tæknilega útiloki.
Að Demókratar fjölgi - hæstaréttardómurum í t.d. 15 úr 9.
--Auðvitað, yrðu Demókratar að ná þingmeirihluta í báðum þingdeildum.

  • En það gæti einmitt hugsanlega gerst.

Ef það gerist, kannski yrðu Demókratar nægilega reiðir. Til þess að framkv. þá aðgerð.
--Ég geri ráð fyrir, að þá yrðu einungis skipaðir - frjálslyndir dómarar.

Auðvitað eftir það, mundi standa fullkomið stríð um - hæstarétt.
--En það má alveg segja, að Trump sé sjálfur að ræsa það nú!

Bendi fólki á að lesa þessa umfjöllun: The Surprising Conservatism of Ruth Bader Ginsburg.

Ekki margir sem vita - að Ginsburg sjálf gagnrýndi; Roe vs. Wade dóminn.
Ekki af sömu ástæðum og margir aðrir! Hún taldi hann þó á of veikum lögfræðilegum grunni, hætta væri á að honum yrði hnekkt síðar - dómurinn hafi líklega gengið of langt. Samfélagið ekki verið tilbúið.
--En þ.e. dómurinn, sem afturhaldssinnar ætla sér að steypa með nægilega stórum afturhaldssömum dómarameirihluta. Afleiðingin yrði, að aftur færi reglan í þá átt að hvert fylki ákveddi sjálft hvaða regla gilti, m.ö.o. að þau fylki er hafa íbúa með ríkjandi samfélagslega afturhaldssamar skoðanir, mundu þá banna án nokkurs vafa fóstureyðingar.
--Rétt að benda þó á, að andstæðingar fóstureyðinga -- líkja þeim við morð, það þíðir að ólíklegt væri að það fólk mundi nema staðar á, Rove vs. Wade; þ.e. sama fólk er yfirleitt andvígt hjónaböndum samkynhneigðra og að auki - vildi helst banna fóstureyðingar yfir Bandaríkin gervöll.

Á móti, líta fylgismenn svokallaðs réttar til fóstureyðinga - einfaldlega þannig á málið, það snúist um rétt kvenna - nær eingöngu. M.ö.o. konur skuli ráða yfir eigin líkama.
--Milli þessara tveggja afstaða, er enginn möguleiki á sáttum.

  • Báðar fylkingar líta á sig - sem málsvara hins góða gegn því illa.
    Þegar mál eru þannig, er enginn möguleiki á sáttum.
  • Báðar fylkingar jafn bitrar í brúnni á sinni baráttu.

Hinn bóginn virðist mér - félagslegt frjálslyndi, fyrir nokkru sé orðin, meirihlutaskoðun.
Þess vegna gæti Trump - tapað heilt yfir atkvæðalega á málinu!
Það þarf ekki stóra sveiflu til Biden, til að þurrka út endurkjörsmöguleika Trumps.

 

Niðurstaða

Fljótt á litið, er Trump með stóra málið - nægilega stórt mál til að taka yfir samfélagsumræðu í Bandaríkjunum rétt fyrir kosningar. Vandinn á hinn bóginn við þetta mál, að það er mál af því tagi; að fólk getur einungis valið - með/móti. Mjög margir hafa sterkar skoðanir.

Það gæti leitt til þess að óákveðnir kjósendur taki mjög fljótlega afstöðu með eða móti Trump.
Vandi Trumps er sá, líklega eru töluvert fleiri Bandaríkjamenn, orðnir sammála þróun yfir í félagslegt frjálslyndi - en fjöldi þeirra Bandaríkjamanna, er upplyfa það svo að þróun yfir í aukið samfélagslegt frjálslyndi sé slæm, Bandaríkin hafi þegar gengið of langt þar um.

Félagslega íhaldssamir/afturhaldsamir kjósendur eru þegar að flykkjast um Trump.
Meðan, að aðgerð Trumps - líklega smalar þeim kjósendum sem eru félagslega frjálslyndir sem ekki eru þegar búnir að taka afstöðu til forsetakjörs, yfir til Bidens.
--Biden er þegar með það mikið yfirburða-fylgi, að mjög lítil viðbótar sveifla til hans, gæti þurrkað út alla möguleika Trumps til endurkjörs.

Það væri áhugaverð kaldhæðni, að meintur stórsigur -- félagslega íhaldssamra/afturhaldssamra Bandaríkjamanna, er þjappi þeim enn meir en áður til Trumps.
--Leiði kannski til þess, að í kjölfarið þurrkist út endurkjörsmöguleikar Trumps.

-----------------
Bendi á að skv. fordæmi frá 1866, getur Bandaríkjaþing - breytt fjölda hæstaréttardómara.
Sumir reiðir Demókratar vilja nú ólmir sækja í þau spor, og skipa nýja dómara.
--Ef færi þannig að Demókratar næðu meirihluta í báðum deildum.

  • Eftir það væri auðvitað öllum stríðshönskum kastað um skipanamál í Hæstarétt.
    En þeir Demókratar væntanlega meina, Trump sé þegar að kasta þeim stríðshönskum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta skapar Trump tækifæri til að snúa taflinu sér í hag. En það tækifæri er mjög vandmeðfarið. Það getur auðveldlega snúist í höndunum á honum, á hinn bóginn gæti það skapað honum öruggan sigur.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.9.2020 kl. 21:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson,hvernig ósköpunum skapar það honum öruggan sigur - að hrekja alla frá sér sem ekki eru, félagslega-afturhaldssamir? Frekar augljóst að innan Bandar. eru félagslega frjálslyndir - þegar orðnir drjúgur meirihluti almennings. Hinn bóginn, virðast Bandar. svipuð öðrum löndum með það, að félagslegt afturhalds-hyggja er sterkari á strjálbýlum svæðum utan borga og í sveitum, þannig hlutfallslega sterk í landbúnaðar-héröðum. Hinn bóginn, allt önnur afstaða almennt ríkjandi í borgum og þéttbýli almennt. Hinn bóginn, búar miklu mun flr. í þéttbýli en búa í sveitum. Þannig, að mér er fullkomlega ómögulegt að sjá -- hvernig Trump ætti að snúa þessu í stórfellda sókn! Enda klárlega, er hann þegar með -- félagslega afturhald-samt fólk með sér; m.ö.o. með þessu sé hann afar ólíklega að breikka sitt fylgi. M.ö.o. hann var löngu kominn með félagslega afturhaldssama fólkið til sín. Eiginlega virðist mér hann þvert á móti, nær fullkomlega útiloka með þessu -- hann geti yfir höfuð breikkað sinn fylgis-grunn. Félagslega afturhaldssamir - eru örugglega alveg OK með þá útkomu. Þ.s. fyrir þeim er það aðal málið að -- hnekkja Roe. vs. Wade. Þeim hafi alltaf verið sama um Trump, þannig séð. Svo fremi að Trump tryggi þeim þ.s. þeir vilja -- nú fá þeir það. Og Demókratar geta ekkert gert til að kollvarpa því, nema þeir nái meirihluta í báðum þingdeildum, og sæki þá í fordæmið frá 1866.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2020 kl. 22:18

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég sagði ekki að það skapaði honum öruggan sigur. Af hverju heldur þú það?

Ég sagði að hann gæti nýtt sér þetta, ef hann spilaði rétt gæti það tryggt honum sigur, en að það væri mjög áhættusamt fyrir hann. Í grundvallaratriðum snýst málið um þetta: Ef hann finnur kandídat sem hefur stuðning almennings, en Demókratar fara í stríð, þá eykur hann fylgi sitt. Tefli hann hins vegar fram einhverjum sem ekki hefur stuðning almennings, snýst málið í höndum hans. Þetta er flókið og óstöðugt kerfi. Þetta hangir á framgöngu Trumps, hverjum hann teflir fram, og hvernig Demókratar bregðast við.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.9.2020 kl. 22:58

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

... og ekki vanmeta Trump. Ef það er eitthvað sem hann kann, þá er það akkúrat þetta.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.9.2020 kl. 22:59

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugssonég virkilega sé ekki hvernig hann getur telft þetta tafl til sigurs, þetta sé einfaldlega alltof -extreme move- til þess að það sé hreinlega sennilega mögulegt, vegna þess - að þau grunn viðhorf sem þetta mál hverfist um, sem Trump hefur valið að styðja; hafi of þröngan stuðning meðal bandar. almennings. Að þau félaglslegu afturhaldssömu viðhorf sem þeir hópar sem Trump, valdi að gera bandalag við - styðja; hafi einfaldlega of þröngan stuðning bandar. almennings. Það skipti þar af leiðandi líklega engu máli, hvaða aðila hann tefli fram -- er hafi þau viðhorf, þ.s. að það eitt að hafa þau viðhorf; fæli að flestum líkindum verulegan meirihluta bandr. þjóðarinnar frá.
**Neikvæða hliðin á því, hvernig Trump sauð saman sitt framboð 2016 - sé nú sennilega að birtast, þ.e. hann sauð sitt framboð með því, að púsla saman margvíslegum - eins máls hópum, einmitt t.d. þessum tiltekna hópi, sem aðhyllist þá afstöðu, að leita eigi allra leiða til að banna fóstureyðingar helst alfarið ef mögulegt sé að ná því fram. Fyrir þann hóp, sé það tiltekna mál - öllum öðrum mikilvægara, sbr. hvers vegna ég nefni þá, eins máls hóp. 
**En vandinn fyrir Trump sé þá sá, að þ.s. þetta sé afstaða verulegs minnihluta bandar. þjóðarinnar, samtímis að hin afstaðan njóti stuðnings verulegs meirhluta hennar -- kem ég virkilega ekki auga á, með hvaða mögulega hætti - alfarið burtséð frá hvernig þú framsetur þá afstöðu, hægt sé að spila mál til sigurs - er njóti slíks minnihluta stuðnings, samtímis að afstaðan sem sé móti þeirri afstöðu, hafi stuðnings meirihluta þjóðarinnar.
**Mér virðist þvert á móti að Trump sé með þessu, að spila þetta upp í hendurnar á Biden.
"... og ekki vanmeta Trump." Ekki líta á hann sem einhvern, galdramann. Sumt sé einfaldlega ekki í mannlegum mætti, að púsla saman þannig það gangi upp.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2020 kl. 01:32

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að þú verðir að kynna þér viðhorf bandarísks almennings aðeins betur. Fóstureyðingar eru vissulega stórt átakamál þar í landi. Mikill meirihluti almennings telur þær siðferðilega rangar. Um helmingurinn telur sig "pro-life" og helmingurinn "pro-choice. Meirihlutinn telur að fóstureyðingar eigi að vera löglegar, en með skilyrðum. Næst stærsti hópurinn að þær eigi að vera ólöglegar með öllu og minnsti hópurinn að þær eigi að vera löglegar án takmarkana. Kíktu á Gallup hlekkin neðst. Þetta mál er því fjarri því að valda Trump vandræðum velji hann dómara. Það sem getur valdið honum vandræðum er að hann veðji á rangan kandídat, að andstæðingum hans takist að hindra að valið nái fram að ganga og að þeim takist að gera þá ákvörðun að drífa í valinu tortryggilega. Það sem getur hins vegar styrkt hann er ef Demókratar ganga of langt í baráttunni gegn dómaravali hans. Það er væntanlega það sem hann mun leita allra leiða til að tryggja. ÞÞetta veitir Trump tækifæri, og það fer eftir því hvernig hann spilar úr því hvernig fer.

https://news.gallup.com/poll/1576/abortion.aspx

Þorsteinn Siglaugsson, 21.9.2020 kl. 09:42

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, mín túlkun á sömu könnun - að 2/3 Bandr. manna vilja heimila fóstureyðingar -- ef þú leggur saman hópinn yfirleitt nærri 50% er vill heimila þær með takmörkunum - taktur eftir könnuin sýnir niðurstöður fyrri ára einnig, og leggur það við hópinn er vill heimila þær án takmarkana - taktu aftur eftir sögulegum niðurstöðum þess hóps; færðu nokkurn veginn -consistent- 2/3 meirihluta. Ég stend því við allt þ.s. ég hef bent á; að Trump sé þarna að styðja málstað - er skír minnihluti fólks standi fyrir. Það sé einfaldlega ekki -- leið til sigurs, að taka málstað með á bilinu 30-35% stuðning -- gegn málstað er hafi á bilinu 60-65% stuðning. Aftur sé ég ekki, hvernig Trump geti mögulega grætt á að -- styðja svo eindregið, málstað er hafi stuðning ca. 2/5 Bandar. manna gegn málstað er hafi stuðning ca. 3/5 Bandar.manna. Mér virðist sem ég bendi þér á, að Trump sé að gera líklega Biden greiða -- bendi aftur á hve litla viðbót Biden þar í fylgi, til að verða algerlega öruggur með sigur. Mér virðist þetta langsennilegasta útkoman, að Trump með þessu -- tryggi öruggan sigur Biden. M.ö.o. málið snúist gegn Trump. Af ástæðum sem ég nefni.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2020 kl. 12:28

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki endilega mikill munur á banni við fóstureyðingum og að heimila þær með takmörkunum. Það sem mestu skiptir er siðferðilega afstaðan og hún er yfirgnæfandi andvíg fóstureyðingum. Auk þess er hæstiréttur þegar skipaður íhaldsmönnum að meirihluta til og fóstureyðingar hafa nú enn ekki verið bannaðar þrátt fyrir það. Þetta er ekki þannig að þarna séu bara tveir valkostir, annað hvort að banna og hins vegar að heimila, né að hæstaréttardómarar skipist þarna í einhverja tvo andstæða og einsleita flokka. Og auk þess er þetta alls ekki eina málið sem skipar fólki í fylkingar. 

Við skulum bara sjá til hvernig þetta fer. Afstaða gagnvart einstökum málum á ekki eftir að ráða úrslitum heldur það hvernig þetta spilast í pólitíkinni. Ég endurtek bara, fari Demókratar á límingunum verður það vatn á myllu Trumps. Og því miður eru nýjustu hótanir þeirra einmitt vísbending um að þeir ætli að fara á límingunum.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.9.2020 kl. 13:33

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Þó fjölmiðlar tali gjarnan um - íhaldssama vs. frjálslynda"

Samkvæmt skilgreiningu fjölmiðla væri Adolf Hitler frjálslyndur miðjumaður.  Bara að segja það, það er ekki rangt hjá mér.  Fjölmiðlar eru ekki mikið fyrir að fletta upp í orðabók.

"Hafa líst yfir að þær muni ekki styðja útnefningu hæsta-réttardómara að þessu sinni, en þær eru talsmenn þeirrar skoðunar - óeðlilegt sé að forseti skipi hæstaréttardómara.

    • Svo skömmu fyrir forseta-kosningar, réttara sé að skipunin bíði fram á nk. ár þegar ljóst verði hver er þá sitjandi forseti."

    Formattið hjá þér gerir textann illskiljanlegri en hann þarf að vera.
    Hvað um það:  Þetta þarf ekkert að bíða.  Þetta verður ekkert látið bíða.  Og einhverjir 2 þingmenn breyta líklega ekki miklu.

    Svo hef ég meira en lúmskan grun um að þetta snúist um miklu meira en einhverjar fóstureyðingar.  Í það minnsta hef ég ekki heyrt múkk um slíkt frá mínum heimildamönnum um þetta.  Sennilega eitthvert tertiery interest.

    Ásgrímur Hartmannsson, 21.9.2020 kl. 20:08

    10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Ásgrímur Hartmannsson, þú ert alltaf jafn mikill grínari -Samkvæmt skilgreiningu fjölmiðla væri Adolf Hitler frjálslyndur miðjumaður.- Þú getur auðvitað sagt þ.s. þú vilt - en mundu Nasistar voru forsvarsmenn þeirrar hugmyndar, að endurtaka lygar statt og stöðug - forrita fólk þannig til að trúa þeim. Ekki leika leik nasista -- að fullyrða þvætting í þeirri von að því verði trúað, ef þvætttingur er sagður með sannfæringarkrafti. Ábending.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 21.9.2020 kl. 23:02

    11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Þorsteinn Siglaugsson, "Það er ekki endilega mikill munur á banni við fóstureyðingum og að heimila þær með takmörkunum. Það sem mestu skiptir er siðferðilega afstaðan og hún er yfirgnæfandi andvíg fóstureyðingum."
    1. Ekkert land, heimilar fóstureyðingar - án nokkurra takmarkana. Þ.e. fullkominn út-út-snúningur, hjá þér að segja - heimilar eyðingar með takmörkunum; sé e-h nærri sambærilegt við bann.
    --Þessi túlkun sem ég benti þér á, er hin vanalega túlkun - að slá þeim saman sem svara spurningunni þannig -- já ég vil heimilar eyðingar án takmarkana, og já ég vil heimila eyðingar með takmörkunum; saman í hópinn - vill heimila eyðingar.
    --Klárlega eins og ég benti á, er sá hópur -- nærri 65% svarenda að meðaltali í Bandar.
    **M.ö.o. sú könnun sem þú vísar til, styður mín sjónarmið - skv. því hvernig tölur af þessu tagi eru almennt túlkaðar, og eðlilega eru túlkaðar.
    2. Síðan á móti -- þeir sem vilja bann, munu aldrei banna eyðingar undir öllum mögulegum sviðsmyndum.
    M.ö.o. er nær alltaf ein sviðsmynd heimiluð, þ.e. til að bjarga lífi móður - ef valið er einungis milli hennar lífs, eða.
    **Það væri alger út-úr-snúningur, að nefna það - það sama, og heimila eyðingar með takmörkunum.
    --------------
    Takmarkanir geta vissulega verið breytilegar - en þeir sem vilja ganga eins langt og hægt er í að banna þær.
    --Vilja takmarka þær við þann punkt, þegar spurning er einungis að bjarga lífi móður.

    Það telst að heimila - eyðingar, ef þær eru heimilaðar á meðgöngu -- þegar líf móður er augljóslega ekki í hættu.
    Jafnvel þó það séu margvíslegar takmarkanir - þá teljast öll form þess er heimila eyðingu, án þess að líf móður sé í hættu.
    --Að heimila eyðingar.

    Meðan, það að banna þær með þeirri einnig undan-tekningu, að líf móður sé í hættu.
    --Er alltaf álitið það, að bann liggi við fóstureyðingum.
    ----------------
    Hættum að láta sem að ekki sé nægilega skírt hvað fólk meinar.
    1. Skv. könnuninni, er greinilegt að a.m.k. ca. 65% Bandaríkjamanna vilja - heimila fóstureyðingar.
    2. Meðan, að hópurinn er vill -- banna þær, er greinilega miklu minni.

    Þetta er þ.s. ég bendi á - og þess vegna álykta að Trump sé líklega að koma sér í meiri vanda.
    Með því að keyra á þetta mál, að tryggja meirihluta í Hæsta-rétti, sem líklega styður bann.
    --Þ.e. einmitt þ.s. - Biblíubeltis liðið vill - að banna þær.
    --Trump er með þessu, tryggir sér þeirra atkvæði.
    En málið er, eins og bent er á, hann hafði þau atkvæði þegar.

    Ég sé ekki nema - áhættur fyrir hans framboð, að keyra þetta mál fram.
    --Vegna greinilegs yfirgnæfandi meirihluta bandar. þjóðarinnar fylgjandi heimild til fóstureyðinga.
    **Virðist mér ljóst, að -- Biden standi líklega vel til þess að græða á þessu útspili Trumps.

    Eins og bent á, Biden vantar ekki mikla sveiflu til sín, til að loka á alla endurkjörs möguleika Trumps.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 21.9.2020 kl. 23:16

    12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

    Ég nenni nú ekki að vera að karpa um einhver aukaatriði varðandi þetta. Þetta kemur í ljós og það verður það sem ég hef nefnt sem ræður úrslitum.

    Þorsteinn Siglaugsson, 21.9.2020 kl. 23:51

    13 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Slagsmálin um hæstarétt er ekkert sem Donald Trump fann upp.
    Þau hafa staðið sleitulaust frá því 1987 þegar Ronald Regan skipaði Robert Bork.
    .
    Það er frekar ólíklegt að Demokratar fái því framgengt að kosningarnar snúist um fóstureyðingar:
    Ferlið verður væntanlega þannig að Amy Coney Barret verður tilnefnd um helgina og fær hreðferð í gegnum ferlið.
    Republikunum er væntanlega enn fersk í minni rógsherferðin sem var farin gegn Kavanaugh og láta hana tæplega endurtaka sig.
    .
    Þetta verður því eldsnöggur stormur í vatnsglasi af því að Demokratar geta í rauninni ekki gert neitt.
    Aðgerðir Trumps í þessu máli eru einfaldlega nákvæmlega eftir stjórnarskránni.
    Vissulega kom svipað atvik upp í lok kjörtímabils Obama ,en þá var staðan önnur þar sem Obama hafði ekki meirihluta í öldungadeildinni og varð að láta undan.
    Nú hafa hlutverk snúist við og demokratar nota röksemdafærsluna sem Republikanar notuðu áður og öfugt.
    .
    En hversvegna er heift Demokrata svona óskapleg.
    Það er af því að Demokratar eru réttilega að undirbúa sig undir að tapa kosningunum.
    Það þarf eitthvað mikið að gerast ef að Biden vinnur,eða öllu heldur Harris.
    Ég held að flestir geri sér grein fyrir að með því að kjósa Biden eru þeir í raun að kjósa Harris. Harris er hinsvegar allt annað en vinsæl meðal kjósenda Demokrata.
    Obama og Hillary sem eru á kafi í kosningabaráttunni hafa sagt að Biden megi undir engum kringumstæðum játa sig sigraðann.
    Þetta er af því að Demokratar eru búnir að viða að sér mörg þúsund lögfræðingum og ætla að vinna kosningarnar með dómsmálum.
    Þess vegna hafa þeir keyrt svona stýft á póstkosningar. Það er til þes að búa til vafaatkvæði ,sem verða síðan kærð.
    En þá vill svo illa til að einn dómarinn þeirra í rammpólitískum hæstarétti hrekkur uppaf og það stefnir í meirihluta Republikana.
    Það er ekki skrýtið þó að Demokratar séu í uppnámi.
    Þetta gerir sennilaga út um þessa brellu. Nú verða þeir að vinna kosningarnar,sem er frekar ólíklegt að gerist.
    .
    Mér finnst líklegt að framganga Demokrata í þessu máli muni enn frekar ýta undir tap þeirra í kosningunum.
    Það væri með öllu óeðlilegt ef að þeir sem eru í vafa koma ekki auga á hvað Demokratar eru orðnir ólýðræðislegur flokkur.
    Þeir virðast vera reiðubúnir að brenna allar stofnanir ríkissins til að komast til valda.
    ,
    Það er ýmislegt í kjölvatninu sem á eftir að baka Demokrötum vandræðum fram að kosningum.
    Það styttis tí að Epstein málið komi til dóms og þar að auki verða allar farþegaulýsingar gerðar opinberar fljótlega ´sem tengjast ferðalögum til lostabælis Epsteins.
    Það verður ekki gott fyrir Demokrata.
    :
    Nú er líka búið að stefna yfirmönnum leyniþjónustanna og pólitíska genginu sem stóða að því að koma lygasögunni um  Russia gate í loftið ,og notuðu til þess ólöglegar aðferðir.
    Það mál mun að sjálfsögðu ekki klárast fyrir kosningar,en það er enginn vafi að það munu leka upplýsingar úr þeirri rannsókn.
    Það mál á eftir að reynast Demókrötum erfitt.
    Mér finnst ekki líklegt að óháðir kjósendur líti hýru auga til flokks sem hefur notað leyniþjónustu Bandaríkjanna til að klekkja á pólitískum andstæðingi.
    Það er næsta öruggt að það endar einhver í grjótinu til langs tíma.
    :
    Varðandi stöðu frambjóðendanna.
    Mín skoðun er sú að eins og hún er núna þá er Trump að fara að vinna,sennilega nokkuð sannfærandi.
    Við skulum hafa í huga að líkt og 2016 er skoðanakönnunum næstum örugglega hagrætt Biden í vil.
    Þetta vitum við af því að það kom fram í skjölunum sem var lekið frá Demokrataflokknum 2016.
    Önnur ástæða er að vegna heiftarlegra ofsókna eru öruggt að margir kjósendur Trumps svara ekki í skoðanakönnunum.
    Þegar einhver hringir í símann hjá þeim getur fólk ekki vitað hvort það er verið að gera skoðanakönnun eða hvort BLM er að leita að fórnarlambi.
    Kjósendur Trumps eru því þöglir.

    Að öllu þessu gefnu er lítill vafi að Trum vinnur kosningarnar.
    Það verður fróðlegt að sjá hvernig forseti Trump verður á seinna kjörtímabili.
    Mun hann ráðast gegn feninu,eða heldur hann áfram að safna fenjadýrunum í kringum sig.
    Satt að segja finnst mér líklegt að hann haldi uppteknum hætti.
    Þegar allt kemur til alls þá er hann hluti af feninu þó að hann sé í útjaðrinum á því.
     

    Borgþór Jónsson, 22.9.2020 kl. 22:39

    14 Smámynd: Borgþór Jónsson


    Þess má til gamans geta að það er ekki bara hæstiréttur sem er pólitískur.
    Auðjöfrar kaupa nú upp hvern héraðssaksóknarann á fætur öðrum og eyða í það gríðarlegum fjármunum. Allt að milljón dollurum á saksóknara ef hann ræður yfir stóru embætti.
    Þarna fer auðvitað George Soros fremst í flokki en í einu hollinu tókst honum að tryggja sér sautján af nítján saksóknurum.
    Þetta gerir hann til þess að óeirðaseggirnir, sem hann á líka,verði ekki sóttir til saka.
    Þetta virkar ágætlega hjá honum.
    Það þarf því meira en litla jákvæðni til að kalla Bandaríkin réttarríki orðið.

    Borgþór Jónsson, 22.9.2020 kl. 23:18

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (26.4.): 37
    • Sl. sólarhring: 175
    • Sl. viku: 389
    • Frá upphafi: 847030

    Annað

    • Innlit í dag: 33
    • Innlit sl. viku: 367
    • Gestir í dag: 33
    • IP-tölur í dag: 32

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband