Ný efnahagsgreining Seðlabanka Íslands 26/8 sl. sýnir gríðarlega harkalegt efnahagsáfall fyrir Ísland, sbr. 40% minnkun útflutningstekna á 2. ársfjórðungi -- gjaldeyrisforði Íslands virðist samt enn sterkur vera!

Það er ekki fyrr en nú að almennilegar tölur um umfang efnahagsáfalls Íslands liggja fyrir.
Það virðist að umfangi ganga nærri umfangi þess áfalls Ísland varð fyrir 2008.
Seðlabankinn er samt sæmilega bjartsýnn, telur heildarsamdrátt útflutningstekna verða minni en 40% m.ö.o. í spánni reiknar greinilega með viðsnúningi seinni parts árs.
En þó bendir á þá ógnun sem endurkoma kófsins í seinni tíð sé!

Peningamál 2020/3

  1. Á heildina litið er talið að útflutningur hafi dregist saman um tæp-lega 40% milli ára á öðrum fjórðungi ársins ...
  2. ... og að samdrátturinn árinu öllu verði ríflega 28% sem er aðeins minni samdráttur en spáð var í maí.

Til samanburðar hefur neysla landsmanna minnkað mun minna en 40%.

  • Talið er að einkaneysla hafi dregist saman um 10% milli ára á öðrum ársfjórðungi.
  1. Gengi krónunnar er ca. 14% lægra en áður en kóf-kreppan hófst.
  2. 10% minnkun neyslu virðist því í takt við þá þróun er tekið er tillit til þeirra launahækkana sem enn fylgja kjarasamningum.

Útflutningsverðmæti hafa samt minnkkað um 40%.

Það blasir því við að það hlýtur að vera til staðar umtalsverður viðskiptahalli, þ.e. gjaldeyris-neysla landsmanna hlýtur nú vera drjúgt umfram gjaldeyristekjur.
--Þannig að rökrétt gangi á gjaldeyrissjóð landsmanna!

Það þarf ekki endilega þíða að - bráðahætta vofi yfir, sjóðurinn tæmist.
--Og Ísland lendi í snögg stopp atburði, og þurfi aftur að ræða við AGS.

Samdráttur útflutningsverðmæta er ekki einungis - ferðamennska.
Heldur einnig af völdum lækkandi útflutningsverðs fyrir sjávarafurðir, rökrétt afleiðing þess að viðskiptalönd Íslands eru einnig í kreppu.

Eðlilega verulegur samdráttur í fjárfestingum vegna óvissu-ástandsins ekki síður en af völdum kreppunnar, eftir allt saman getur enginn vitað nákvæmlega hvað kófið gerir í framtíðinni.
--Á móti kemur að ég hef heyrt að breskt lyf sé búið að ljúka svokölluðum 3. stigs prófunum þegar lyf er prófað á þúsundum einstaklinga, sem þíðir væntanlega það kemst á markað innan fárra mánaða.

  • Líkur því á að bóluefni sé á næsta leiti, geti verið í almennri dreifingu innan nk. 12 mánaða, jafnvel nk. 6 mánaða.
  • Móti kemur, enginn veit hvort það geti haft langtíma virkni -- ræðst af því hve hratt og hve mikið vírusinn stökkbreytist.

Spá Seðlabankans um framtíðina er með varnagla um framtíðarþróun kófsins: Greinilegt að hún var unnin, áður en kófið tók aftur við sér síð sumars. Nær framtíðar horfur því sennilega lakari en þeir gera ráð fyrir. Sem þarf ekki endilega umbylta fjær framtíðar horfum - ef maður gefur sér að þau lyf er væntanlega koma á markað á næstunni komi til með að skila fullri virkni.

  • Atvinnuleysi 7,9% skv. júlí skráningu.

Samkvæmt árstíðarleiðréttum  niðurstöðum sumarkönnunar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins er munur á hlutfalli fyrirtækja sem vildu fjölga starfsfólki og þeirra sem  vildu fækka því neikvæður um 32  prósentur.

Skv. því vex atvinnuleysi verulega síðar á árinu.

Gert er ráð fyrir að heildarvinnustundum fækki um ríflega 7% í ár. Þá er talið að atvinnuleysi muni aukast fram eftir ári, ná hámarki undir lok ársins í um 10%  og verða rúmlega 7% að meðaltali á árinu  öllu.

Skv. minu minni náði atvinnuleysi mest 9% í kreppunni í kjölfarinu á bankahruninu 2008.

Það sem er gerólíkt bankahruns kreppunni: Ísland virðist sleppa við verðbólgu-bylgju, það sennilega kemur þannig til að þessi tiltekna kreppa er alls-staðar. Meðan að hrun kreppan á Íslandi var mun dýpri en sú kreppa er lönd víðast annars staðar voru að ganga yfir um svipað leiti -- þannig að traust á Íslandi féll þá mun meir en traust á öðrum löndum.
--Þar af leiðandi sáum við mjög mikið gengishrun gegn öðrum gjaldmiðlum.

  • 14% gengislækkun er miklu mun minna en 50% lækkunin 2008.

--Væntanlega vegna þess - að kreppan hér er ekki neitt miklu dýpri en annars staðar.
--Þegar allir eru í sama skítnum - þá hafi enginn áberandi minna traust en annar!

  • Mæld verðbólga nú 3,3%.
    Sbr. 18% er mest var í kjölfar bankahrunsins.

Vaxtaþróun er þar af leiðandi allt allt önnur en þá, sbr. vextir eru þeir lægstu er hafa verið á Íslandi skv. mínu minni, þannig fólk hefur getað endurfjármagnað lán á lægri vöxtum.
--Kemur það fram í skýrslunni að töluvert sé um slíkt.

  • Þróun vaxta og þróun lána hefur gríðarleg áhrif á kjör fólks.

Lágir vextir nú, að fólk getur endurfjármagnað með ódýrari lánum - hefur gríðarlega augljóslega mildandi áhrif á stöðu fólks. Miðað við hvað gerðist í síðustu kreppu.

Lánstraust Íslands virðist enn sem komið er í lagi:
Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis3. júlí 2020.

Ávöxtunarkrafa á tíu  ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfum var 2,5% í lok júní og hefur því lækkað um 0,8 prósentur frá upphafi árs og 1,2  prósentur  frá  sama  tíma í  fyrra. Verðtryggðir langtímavextir hafa einnig lækkað á árinu en  ávöxtunarkrafa á  verðtryggðum  tíu ára ríkistryggðum bréfum var 0,1% í lok júní eða 1 prósentu lægri en í upphafi ársins. 

Þetta er ekki slæmt - vísbending þess að lánamarkaðir meti stöðu ríkissjóðs Íslands enn nægilega trausta.
Ég nefndi að það hlýtur að ganga á gjaldeyris-sjóð landsmanna, ég verð að álykta út frá lánstrausti því sem ríkissjóður enn hefur.
A.m.k. enn sé ekki það mikið farið út af gjaldeyrissjóðnum, að það ógni greiðslugetu Íslands.

Gjaldeyrisforði og tengdir liðir: Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 964,9 ma.kr. í lok júlí og lækkaði um 44,3 ma.kr. milli mánaða.

  1. Mjög góðar fréttir að forðinn sé enn -- 964 ma.kr.
  2. Ef hann lækkar ekki hraðar en um 44ma. ca. per mánuð, þá er Ísland í engri bráðri hættu á að tapa sínum forða of hratt út.

 

Niðurstaða

Ég var persónulega farinn að hafa nokkrar áhyggjur af því að hugsanlega væri gjaldeyrisforði landsmanna farinn að leka hratt út - leki um rýflega 40ma. per mánuð er töluverður halli. En þó ekki eins mikill og ég óttaðist, sbr. það gríðarlega efnahagshrun er hefur dunið yfir.

Mér virðist sá halli vel sloppið miðað við 40% lækkun útflutningstekna.
Og ef lífskjör lækka heilt yfir ekki meir en 10% þá yrði það einnig vel sloppið.
Það sé algerlega einstakt í sögu kreppa á Íslandi ef Ísland sleppur við verðbólgubylgju.
--Lágir vextir hljóti að vera að bjarga mörgum.

Ef lyf berst á markað á nk. mánuðum eins og útlit getur verið fyrir.
Er hugsanlegt að þessi heimskreppa taki brátt enda segjum um mitt nk. ár t.d.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Greina þeir samdráttinn eftir ársfjórðungum? Eru þeir örugglega að gera ráð fyrir viðsnúningi á þeim mánuðum sem eftir eru? Ef svo er, þá er það auðvitað gríðarlegt óraunsæi því hér verður engin ferðaþjónusta það sem eftir lifir af árinu er ég hræddur um.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.8.2020 kl. 11:59

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Minni gjaldeyristekjur hér á Íslandi vegna mun færri erlendra ferðamanna hér á þessu ári en síðastliðin ár vega mun þyngra en lægra verð á íslenskum sjávarafurðum erlendis vegna Covid-19. cool

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019

Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi eru um ein milljón króna að meðaltali af hverri fjögurra manna fjölskyldu og laun í ferðaþjónustunni hér eru hærri en í stóriðjunni. cool

Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi. cool


Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum árið 2014

27.9.2015:


"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik. cool

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur (nú seðlabankastjóri) útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar hafa fyrst og fremst komið frá ferðaþjónustunni. cool


27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 30.8.2020 kl. 13:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkin og Bretland eru langstærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir. cool

Evrópusambandsríkið Ungverjaland á landamæri að sjö ríkjum og engan veginn erfiðara að loka þar landamærastöðvum en hér á Íslandi, enda þótt Ísland sé eyja.

Í Ungverjalandi eru dauðsföll vegna Covid-19 nú 64 á hverja milljón íbúa, einungis um tvisvar sinnum fleiri en hér á Íslandi (27).

Ísland og Ungverjaland eru Schengen-ríki og vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland de facto í Evrópusambandinu.

14.7.2020:

Red, Yellow, Green: Who Can Enter Hungary Now and Under What Conditions?

Ísland 26.8.2020 (síðastliðinn miðvikudag):

"Sam­kvæmt nýrri þjóðhags­spá Seðlabank­ans sem birt er í ág­ústhefti Pen­inga­mála eru horf­ur á að lands­fram­leiðslan drag­ist sam­an um 7% í ár og út­lit er fyr­ir að at­vinnu­leysi verði komið í um 10% und­ir lok árs­ins."

"
Verðbólga mæld­ist 2,5% á öðrum fjórðungi árs­ins en var kom­in í 3% í júlí [nú 3,2%].

Áhrif ríf­lega 12% lækk­un­ar á gengi krón­unn­ar frá því að far­sótt­in barst til lands­ins vega þar þungt." cool

Líklegt að landsframleiðslan hér á Íslandi dragist saman um 7% á þessu ári

26.8.2020 (síðastliðinn miðvikudag):

Gengislækkun íslensku krónunnar eykur verðbólgu

28.8.2020 (í fyrradag):

Verðbólgan hér á Íslandi komin í 3,2%

Ungverjar ætla að nota evruna sem gjaldmiðil sinn þegar
Ungverjaland uppfyllir þau efnahagslegu skilyrði sem fyrir því eru sett.

Ungverjaland 25.8.2020 (síðastliðinn þriðjudag):

"The GDP of Hungary in the last quarter fell by more than one and a half times more than it did during the 2008 economic crisis.

Hungary has
now the highest inflation in the European Union [3,9%], while the HUF [ungverska forintan] is still plummeting.

In Hungary a record budget deficit is expected this year, that could reach 7-9% of the GDP."

Ekkert þeirra fjögurra landa sem eru með mestu verðbólguna í Evrópusambandinu er með evruna. cool

Í júlí síðastliðnum var verðbólgan á evrusvæðinu að meðaltali 0,4% en í Ungverjalandi 3,9%, í Póllandi 3,7%, Tékklandi 3,6% og í Rúmeníu 2,5%.

Frá síðustu áramótum hefur gengi íslensku krónunnar fallið gagnvart evrunni um 21% og gengi
ungversku forintunnar um 7%. cool

Á sama tímabili hefur gengi evrunnar hins vegar hækkað um 6% gagnvart breska pundinu og 5% gagnvart Bandaríkjadal. cool

28.8.2020 (í fyrradag):

Gengishrun íslensku krónunnar mjög slæmt fyrir íslenska lífeyrisþega erlendis

Og gengishrun íslensku krónunnar hefur valdið hér mikilli verðbólgu, til að mynda 18,6% í janúar 2009 þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri. cool

Stýrivextir Seðlabanka Ungverjalands eru nú 0,6% en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu, eru enn lægri og hafa verið miklu lægri en hér á Íslandi.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru nú 1% og hafa aldrei verið lægri hér á Íslandi en þeir voru komnir í 18% haustið 2008 þegar Davíð Oddsson var seðlabankastjóri og Seðlabankinn varð gjaldþrota. cool

Vegna mikils gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands, sem fyrst og fremst hefur komið frá ferðaþjónustunni, hefur hins vegar verið hægt að lækka hér stýrivexti verulega.

Og þeir sem flytja hér inn erlend aðföng og vörur hafa að miklu leyti getað tekið á sig gengishrun íslensku krónunnar á þessu ári vegna mikils góðæris síðastliðin ár, sem stafaði af stóraukinni ferðaþjónustu, "fjallagrasatínslunni".

16.4.2020:

Gjald­eyris­forði Seðlabanka Íslands nú um 950 milljarðar króna

17.8.2020:

Skuldir ríkissjóðs Íslands hafa aukist um rúman milljarð króna á degi hverjum frá því í mars síðastliðnum vegna Covid-19

Þorsteinn Briem 17.2.2015:

"Hér á Íslandi hafa nú verið gjaldeyrishöft í tæp sjö ár. cool

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra."

Sumir hafa haldið því fram að hér á Íslandi dvelji flestir erlendir ferðamenn þegar gengi íslensku krónunnar er lágt en því hefur einmitt verið öfugt farið, því flestir erlendir ferðamenn dvöldu hér árin 2017 og 2018 þegar gengi íslensku krónunnar var hátt, einmitt vegna þess að þá dvöldu hér flestir erlendir ferðamenn.

28.8.2020 (í fyrradag):

"Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka Íslands séu ekki komnir til að vera. cool

Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir Seðlabankans hækka á ný."

"Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni til 40 ára við fyrstu kaup á húsnæði gæti farið úr ríflega 140 þúsund krónum á mánuði í rétt yfir 210 þúsund ef vextir hækkuðu í það sem telja má eðlilegt ástand hér á landi." cool

Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni gæti hækkað úr 140 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund

Þorsteinn Briem, 30.8.2020 kl. 15:32

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, greinilegt af lestrinum að spáin var unnin áður en kófið hóf sig aftur upp - þannig sennilega verður seinni hluti árs verri en þeir gerðu ráð fyrir - eins og ég reyndar bendi á. Hinn bóginn þarf það ekki þíða lengri spá þeirra rætist ekki. Þess vegna nefni ég líka -- 40% samdrátt, frekar en að nefna þá nokkuð lægri heildartölu sem þeir reiknuðu með fyrir árið í heild þ.s. sú tala líklega gerir ráð fyrir viðsnúningi seinni part árs sem annaðhvort verður ekki eða verðu mun minni.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.8.2020 kl. 16:25

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég reikna með að við megum búast við umtalsverðu gengisfalli á næstu vikum og verðbólguskoti sem er afleiðing af því. Þetta bætist ofan á fjöldaatvinnuleysi og, sem ekki skiptir minna máli, vonleysi. Uppþot, uppreisnir eru óhjákvæmilegar afleiðingar. Líklega verður ríkisstjórnin búin að hrökklast frá kringum áramót, og mögulega byrjað að undirbúa Landsdómskærur á hendur ráðherrum.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2020 kl. 00:32

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, ástæður stórs gengis-falls blasa ekki við mér - sbr. kreppan er alls staðar, þegar allir eru í sömu súpunni er enginn áberandi verri en aðrir, en gengið þarf að falla gagnvart einhverju öðru, ef allir eru jafn slæmir við ekki verri en aðrir af hverju ættum við hafa minna traust en aðrir, og þar fyrir utan er gjaldeyrissjóðurinn nægilega stór enn a.m.k. til viðbótar 12 mánaða sbr. tölur sem vitnað er til að ofan -- þannig að ég sé engar forsendur fyrir slíkur. Það verður án vafa viðbótar-atvinnuleysi. Ég sé því ekki fyrir mér þar af leiðandi nokkra umtalsverða verðbólgu. Væri mjög hissa ef ríkisstjórnin hrökklaðist frá. Á ekki von á uppþotum né uppreisnum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.8.2020 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 354
  • Frá upphafi: 846995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband