ESB virðist hafa leyst deiluna um - björgunarpakka fyrir S-Evrópu! Holland nær fram - neyðarhemil, geta tafið afgreiðslu máls í 3 mánuði

Eftir því sem ég fæ best séð -- fékk Rutte einungis sett inn í texta endanlegs samkomulags, ákvæði um, neyðarhemil. M.ö.o. ef eitthvert meðlimaland telur að ekki sé verið að standa við umbóta-hlið aðstoðar-pakkans, þá getur hvaða meðlimaland sem er; stigið á þá neyðarbremsu.

EU leaders strike deal on €750bn recovery fund after marathon summit

Mark Rutte, the Dutch prime minister, secured an emergency brake that would allow any country to raise concerns that another was not honouring promises to reform its economy, and temporarily halt transfers of EU recovery money by Brussels.

Hinn bóginn virðist Evrópusambandið taka endanlega ákvörðun eftir 3-mánuði.

  1. The final text said EU leaders should “as a rule” take no more than three months to address any complaint.
  2. The final decision is formally left in the hands of the commission.

Skv. því fæ ég ekki betur séð en að -- neyðarhemill feli einungis í sér rétt, til að tefja afgreiðslu tiltekins fjármagns í 3-mánuði.
--Að ef ekki liggur fyrir samkomulag um ótta þess lands eða ríkisstjórnar er stígur á heimilinn, þá ákveði Framkvæmdastjórn ESB niðurstöðu máls.

  • Ef maður ímyndar sér Rutte stígi á hemilinn, þá að sjálfsögðu hefur hann enga tryggingu þess að Framkvæmdastjórnin - sé sammála honum.
    Eftir allt saman hafa öll aðildarríkin áhrif á hana, þau stærri meir svo en þau smærri - Ítalía og Spánn eru bæði stærri lönd en Holland.
    --Líka spurning hvað Frakkland mundi ákveða að styðja.

Svolölluðu -frugal- löndin fá auknar endurgreiðslur frá ESB!
Einhverju verulegu leiti virðist samkomulagið því keypt af stærri löndunum!

  1. Austria’s annual reduction will be doubled to €565m a year...
  2. ...while the Netherlands’ rebate will jump from €1.57bn to €1.92bn.
  3. Denmark and Sweden will also receive increases in comparison with earlier plans on the table.

Heildarupphæð samþykkts pakka litlir 750 milljarðar Evra!
Upphæð styrks var lækkuð frá upphaflegum tillögum í 390 milljarða Evra.
Restin er lánapakki!
--Ég get ekki séð að -frugals- hafi haft sigur.

Höfum í huga upphafleg krafa -frugals- var að allur pakkinn væri lán.
Og að lánaferlið væri sambærilegt við neyðarlánakerfið sem t.d. Grikkland gekk í gegnum.
--Þess í stað er meir en helmingur pakkans áfram styrkir, það verður eftirlit - en hvergi nærri eins íþyngjandi og neyðarlánapakkar krísunnar milli 2010 og 2012 fólu í sér.

  • Neyðar-hemillinn, er ekki mjög sterk heimild.
    Þ.s. Framkvæmdastjórnin ákveður niðurstöðu eftir 3 mánuði.
  • Síðan fá þau lönd töluverða eftirgjöf skatta til ESB.


Angela Merkel sagði pakkann:
...the financial foundations for the EU for the next seven years.

  1. Enginn veit 100% hvort þ.e. satt að löndin í S-Evrópu séu það illa stödd, að hrun annars blasi við.
  2. Hinn bóginn, sé vart nokkur vafi - að þessi aðstoð flýti fyrir efnahagslegum viðsnúningi þar.

Það þíðir á mannamáli - efnahagslegar horfur ESB í heild batna!
Þetta sáu markaðir strax - markaðir í Þýskalandi hækkuðu skarpt!

Þýskaland er talið greinilega græða einna helst á þessu, þ.e. að efnahagslegum viðsnúningi sé flítt í S-Evrópu, enda þýsk framleiðsla með myndarlegan markað í þeim löndum.

German stocks turn positive for 2020 following EU recovery pact

Það þíðir að þýskir markaðir eru nú komnir í hæstu stöðu í ár.

Skv. frétt fór DAX vísitalan niður mest um 35% -- hefur síðan hreyfst smám saman upp aftur eftir því fréttir frá Evrópu hafa smá skánað.
--En nú bættist 2% hækkun hennar við, og hún fór yfir byrjunarstöðu ársins.

  • 0,4% hærri en hæsta staða hennar áður en kreppan hefst.

Aðrir markaðir í Evrópu eru enn -- nettó undir!

  1. The continent-wide Stoxx 600 was up 1.2 per cent on Tuesday, but it remains almost 9 per cent weaker on the year. 
  2. France’s CAC 40 is still 13.5 per cent weaker so far in 2020... 
  3. ...while Italy’s FTSE MIB is down 10 per cent on the year.

Áhugavert að franskir markaðir eru hlutfallslega neikvæðari en ítalskir.

We see the recovery fund . . . as a game changer for Europe, supporting a synchronised recovery and stronger growth over a sustained period, while making monetary union more stable and the euro more attractive, --  Reza Moghadam, a Morgan Stanley economist.

Krafan fyrir 10 ára ítölsk ríkisbréf fór niður slatta.
Krafan fyrir spönsk og grísk bréf fór einnig niður.
--M.ö.o. aðgerðin bætir stöðu S-Evrópu séð fram í tímann skv. mati aðila á markaði.

The symbolism here is very important, -- We see scope for further outperformance of eurozone assets from here. -- Paul O’Connor, head of multi-asset at Janus Henderson Investors. 

Hann meinar það að ESB nær innra samkomulagi, þannig að fjármögnunarpakkinn fór í gegn eftir allt saman, í stað þess að málið strandaði á innri deilum.
--Þá auki það m.ö.o. bjartsýni um framtíð Evrópu.

Bjartsýni vs. svartsýni hafi áhrif á hegðan fólks!

Þetta undirstrikar betri stöðu Evrópu en Bandaríkjanna!

  1. Kófið virðist víðsvegar um Evrópu á niðurleið, meðan að sl. mánuður er versti kóf mánuður Bandaríkjanna frá því að dreifing kófsins hefst sjáanlega í Bandar. rétt kringum mánaðamót febrúar/mars.
  2. Nú sjáanlega eru bandarísk fyrirtæki að skera saman framtíðar væntingar, borgir að loka aftur og fylki einnig, samtímis að neytendur eru aftur farnir að halda að sér höndum.
    --Útlit fyrir - double dip recession - í Bandaríkjunum.
  3. Samtímis, er enginn sambærilegur viðsnúningur niður a.m.k. enn í kortunum í Evrópu.
    Þess í stað undirstrikar nýtt samkomulag um stuðning við S-Evrópu.
    --Sennilega nýja bjartsýnis-bylgju.
    Sem sé hvað Paul O'Connor á við að ofan mjög líklega.
  4. Lönd Evrópu séu á leið í fullan gang inn í fullan viðsnúning.
    --M.ö.o. U-laga sveiflu.
  5. Meðan nú flest bendi til þess að sveiflan í Bandar verði -- W-laga.

Ísland auðvitað græðir einhverju leiti á þessu!
Þ.s. eftir allt saman koma ferðamenn hingað frá Evrópu, þeirra komur eru ákaflega háðar efnahagslegu ástandi Evrópu -- og Evrópa kaupir fisk, verðlag þar um fer einnig eftir efnahag í Evrópu.

  • Okkar uppsveifla mun því líklega fylgja uppsveiflu þeirra landa, sem við erum mest efnahagslega háð.
    Á sama tíma lítur Trump-land sífellt verr og verr út.

 

Niðurstaða

Ég er á því að Íslendingar eigi að skoða þessar fréttir frá Evrópu í jákvæðu ljósi, þ.e. Paul O'Connor ég vitna í hafi nákvæmlega rétt fyrir sér, að samkomulagið líklega undirstriki nýja bjartsýnis-bylgju þar með nýja uppsveiflu Evrópu.
--Meðan að ef samkomulag hefði ekki náðst, hefði slík útkoma getað ógnað.

Meðan Evrópa er að skána efnahagslegt útlit að verða bjartara.
Er allt á niðurleið í Bandaríkjunum!
--Því kófið þar er í hröðum vexti.

  1. Is the rebound in America’s economy already over?Liz Ann Sonders, chief investment strategist at Charles Schwab, the financial services group --  says the slowdown is being felt pretty much across the country and not just in the Sunbelt states.
  2. This pick-up in cases is enough to elevate fear, not just in those states This pick-up in cases is enough to elevate fear, not just in those states -- This is a national narrative.

Hin hraða aukning í Suður-hluta Bandaríkjanna, efli einnig ótta og óvissu annars staðar í Bandaríkjunum, hamli því möguleika á viðsnúningi alls staðar innan Bandaríkjanna!
Ekki einungis í þeim fylkjum þ.s. útbreiðslan sé nú hröðust.
--Það skiptir alltaf máli hvort fólk upplyfir glasið hálf tómt eða hálf fullt.

  • Líklega eflist bjartsýni nú í Evrópu.
  • Meðan að svartsýni líklega eflist enn frekar innan Bandaríkjanna!

Fyrir Ísland vegna efnahagslegra tengsla við Evrópu, skipti viðsnúningur Evrópu greinilega meira máli -- sem þíði ekki að ástæðulaust sé að horfa til Bandaríkjanna sorgaraugum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkin og Bretland eru langstærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir en fyrir okkur Íslendinga skiptir einnig miklu máli að við fáum bandaríska ferðamenn hingað til Íslands.

Fyrir þremur áratugum var það hins vegar stórfrétt hér á Klakanum ef verð á þorskblokk hækkaði eða lækkaði í Bandaríkjunum. cool

Fyrir Evrópusambandið og gjaldmiðil þess, evruna, skiptir einnig máli að vextir af lánum haldist innan sambandsins en Kínverjar eru stærstu lánardrottnar Bandaríkjanna. cool

Og harla einkennilegt væri ef ekki færu fram miklar umræður um fjármál og fleira á milli Evrópusambandsríkjanna.

Eru engar deilur hér á Klakanum, þar sem örfáar hræður búa, graðgandi í sig sviðakjamma, og geta ekki verið sammála um nokkurn skapaðan hlut, 364 þúsund kóvitar?! cool

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 17:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Total Government Gross Debt (% of GDP) in Year 2013:

Japan 245,4%,

Bandaríkin 108,1%,

Ísland 91,9%,

Evrópusambandið 89%.

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 17:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Graphic showing how much Greece owes to whom

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 17:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans. cool

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því engan áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

Ef Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir löngu búnir að því. cool

Þorsteinn Briem, 5.6.2015:

Hér á Íslandi hafa verið gjaldeyrishöft í tæplega sjö ár. cool

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 17:38

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina. cool

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess." cool

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 17:41

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015. cool

Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 17:44

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi." cool

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti. cool

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 17:57

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendar skuldir hér á Íslandi hafa að nú mestu leyti verið greiddar upp, fyrst og fremst af ferðaþjónustunni, og þaðan kemur einnig gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands að langmestu leyti. cool

Þorsteinn Briem, 12.7.2014:

Eignir útlendinga í íslenskum krónum eru um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.

Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.

22.10.2012:

Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar

30.9.2013:

Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna

16.6.2016:

"
Ríkissjóður greiðir upp 62 milljarða skuldir. Erlendar skuldir ríkissjóðs hafa lækkað hratt að undanförnu og nema nú 230 milljörðum króna."

23.7.2016:

"L
ækkun ríkisskulda undanfarin fjögur ár á sér engin fordæmi í hagsögu Íslands, þrátt fyrir að skuldsetning ríkissjóðs sé enn nokkuð há í sögulegu samhengi.

Frá árinu 2011 hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um hartnær 500 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, eða úr 86,6% af vergri landsframleiðslu niður í 51%."

14.8.2018:

"H
lutfall hreinna skulda ríkissjóðs af landsframleiðslu er nú 24% en árið 2013 var það 52%."

16.4.2020:

Gjald­eyris­forði Seðlabanka Íslands nú um 950 milljarðar króna

5.7.2016:

Kaupmáttur hér á Íslandi hefur aukist um 30% frá árinu 2010

Gengi íslensku krónunnar hefur nú fallið um 16% gagnvart gengi evrunnar frá síðustu áramótum, fyrst og fremst vegna þess að mun færri erlendir ferðamenn hafa dvalið hér á Íslandi á þessu ári en síðastliðin ár vegna Covid-19.

Verðbólgan hefur hins vegar ekki aukist mikið hér á Íslandi á þessu ári vegna mikils gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands og vegna þess að þeir sem flytja inn og selja hér erlend aðföng og vörur hafa nú getað tekið á sig gengislækkunina að miklu leyti vegna góðæris síðastliðinna ára. cool

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 437
  • Frá upphafi: 847084

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 414
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband