Enn mikil fjölgun á greindum nýjum sýkingum innan Bandaríkjanna -- Trump segir dánartölur í Bandaríkjunum góðar, þó er dánartalan hlutfallslega heilt yfir 4-sinnum hærri en í Þýskalandi!

Trump hefur verið með villandi frásögn, að mæld aukning síðan í miðjum Júní - sé vegna gríðarlegrar aukningar í prófunum, sannarlega er aukning í prófunum yfir sama tíma, en engan veginn svo að það útskýri -- þá þróun er hefst í Júní, að hvert fylkið á fætur öðru sér nýja fjölgun tilfella!
--Sannarlega er það þó rétt, að dauðsföll eru mun færri í dag en var verst fyrr á árinu.
--Hinn bóginn, rökrétt mun dauðsföllum fjölga ca. mánuði eftir að veruleg fjölgun sýkinga verður, og síðan skiptir máli hverjir eru að sýkjast, sbr. ungt fólk eða aldrað eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma!
Hinn bóginn virðist sennilegt að tölur yfir dauðsföll -- muni eiga uppkipp síðar í þessum mánuði, kemur í ljós að hvaða marki.

Bendi á nýjasta Tweet Trumps:

Donald J. Trump@realDonaldTrump -- Why does the Lamestream Fake News Media REFUSE to say that China Virus deaths are down 39%, and that we now have the lowest Fatality (Mortality) Rate in the World. They just can’t stand that we are doing so well for our Country!8:17 PM · Jul 6, 2020

 

Trump vill meina - dánartölur í Bandar. séu tiltölulega hagstæðar.
--Það fer alfarið eftir hvaða lönd menn nota til samanburðar.

  • OK, Bandaríkin eru betri en Bretland -- Bretland með hlutfallslega flr. látna.
  • En Þýskaland er með dánartölu í hlutfalli íbúafj. 1/4 af dánarfj. Bandar. í hlutfalli við íbúatölu.

Spurning hvort Trump er ekki í augljósum vanda, ef hann er kominn í að -- vekja athygli á því að tiltölulega fáir látist af COVID-19 innan Bandaríkjanna!
--Því það er einungis rétt, ef samanburðarlönd eru - Bretland, Ítalía eða Spánn!

Þá er hann að segja -- við erum tiltölulega í góðum málum miðað við hóp þeirra landa, þ.s. veikin fór úr böndum!
--En er það hópurinn af löndum sem þú vilt miða við?

  • Ég ætla 3ju vikuna í röð, að birta lysta yfir aukningu sýkinga per fylki!

--Takið eftir meðaltal Bandar. er 0,2% - í lok viku sunnudag 21/6.

Alabama +166,6% 
South-Carolina +85,9%
Oklahoma +67,9%
Florida +49,6%
Nevada +44,3%
Arkansas +41,5%
Louisiana +31,5%
Mississippi +27%
Arizona +26,6%
North-Carolina +23,2%
Texas +20,4%
Tennessee +20%
Georgia +17,7%
California +10%
Iowa +6,8%
South-Dakota +3,4%
Oregon +0,7%
USA average 0,2%

--Takið eftir meðaltal Bandar. er 45,6% - í lok viku sunnudag 28/6.

Washington +181,3%
Idaho +116,3%
Louisiana +104,4%
Florida +101,6%
Nevada +94,6%
Georgia +78,2%
Arkansas +57,8%
Texas +56,3%
Ohio +50,3%
California 49,9%
South-Carolina 46,3%
Kansas +46,1%
USA average +45,6%
Wisconsin +35,9%
Michican +34,9%
Mississippi +30,1%
Arizona +28,9%
Pennsylvania +28,4%
Colorado +25,6%
Iowa +24%
Alabama +23%
Missouri +17,3%
Utah +15,5%
Illinois +15,1%
Kentucky +13,6%
New-Mexico +11,7%
Mssachusetts +10,2%
Tennesse +8,6%
Oklahoma +8,5%
North-Carolina +7,6%
Minnesota +7,3%
Virginia +7,3%

--Bæti nýrri viku við, vikunni er endar sunnudag 5/7.
Bandaríkin í fyrsta sinn höfðu meir en 300þ. greindar sýkingar á einni viku!

Tennessee +122,1% eða 11,259 - heild 51,431
Delaware +100% eða 902 - heild 12,128
Kansas +61% eða 2,381 - heild 11,919
Alabama +57% eða 8,512 - heild 43,953
Idaho +56,2% eða 2,051 - heild 7,370
Georgia +46,3% eða 18,306 - heild 95,516
Louisiana +39,2% eða 8,990 - heild 65,226
Mississippi +38,9% eða 5,008 - heild 30,900
New Mexico +37% eða 1,444 - heild 13,063
Florida +34,8% eða 59,036 - heild 200,111
Oregon +34,5% eða 1,889 - heild 10,230
Michigan +34% eða 2,995 - heild 72,941
South Carolina +33,6% eða 11,527 - heild 44,847
Nevada +32,9% eða 5,280 - heild 22,418
California +30,7% eða 48,912 - heild 260,155
Wisconsin +30,4% eða 4,033 - heild 34,740
Bandaríkin +26,9% eða 340,060 - heild 2,881,043
Texas +25,3% eða 45,511 - heild 195,239
Ohio +24,4% eða 6,842 - heild 57,151
Indiana +22,8% eða 3,078 - heild 48,008
Washington +20,9% eða 3,843 - heild 35,247
Oklahoma +18,4% eða 2,934 - heild 15,928
North Carolina +16,1% eða 10,841 - heild 72,983
Pennsylvania +15,7% eða 4,358 - heild 89,854
Maryland +15,5% eða 2,855 - heild 69,632
Iowa +13,4% eða 2,864 - heild 31,353
Arizona +12,4% eða 24,181 - heild 98,089
Illinois +11,6% eða 5,597 - heild 148,373
Missouri +11,2% eða 2,861 - heild 23,436
Colorado +10,2% eða 1,844 - heild 33,866
Puerto Rico +9,5% eða 727 - heild 7,916
New Jersey +8,8% eða 2,220 - heild 173,402
Virginia +7,2% eða 4,012 - heild 65,748
Utah +5,9% eða 3,852 - heild 24,952
Washington DC +2,6% eða 234 - heild 10,482
Rhode Island +1,9% eða 330 - heild 16,991
New York -0,2% eða 4,592 - heild 397,131

Lita sérstaklega Arizona með 24.181 - Florida með 59.036 og Kaliforníu með 48.912.
Menn gjarnan líta á New York sem sumu leiti versta staðinn! Með 397.131.

  • Það er ekki endilega frámunalega ósanngjarnt.

En ef þessi hraða fjölgun viðhelst í Arizona, Florida og Kalíforníu:

Arizona: 397.131 - 98.089: 299.042/ Deilt með 24.181: 12,3 vikur.
--Tekur 3 mánuði m.ö.o. svo það tæknilega næst fyrir forsetakosningar.

Florida: 397.131 - 200.111: 197.020/ Deilt með 59.036: 3,33.
--Skv. því getur Florida náð heildarfj. greindra smyta í New York í lok Júlí.

Texas: 397.131 - 195.239: 201.892/ Deilt með 45.511: 4,44 
--Skv. því getur Texas náð New York í heildar. fj. greindra smita í fyrri hl. nk. mán.

Dauðatölur: New York 24.904 - Arizona: 1.809 - Florida: 3.832 - Kalifornía: 6.331.
Það er greinilega lengra bil yfir í dauða-tölur.

  1. Umræðan um veikina á líklega eftir að vera mjög ráðandi í kosningabaráttunni.
  2. Mér virðist vera að rætast er mig grunaði er veikin fór fyrst að dreifast hratt um Bandar. í febrúar - svo sjáanlegt var í tölum, að veikin yrði algert -crucible- fyrir Trump.
    --Þ.e. líklega ráðist kosningabaráttan þ.e. niðurstaða hennar, stórum hluta af því, hver upplyfun Bandaríkjamanna verður.
  • Og þ.e. um það sem kosninga-baráttan líklega snýst!
    Nánar tiltekið - hver fær sökina!
  1. Trump geldur a.m.k. hluta til fyrir að vera - ráðamaður.
  2. En þ.e. alltaf tilhneyging að kenna þeim er ræður, ef e-h slæmt gerist.

Sá faktor sé líklega alltaf til staðar, t.d. hafi Demókrötum verið refsað í tíð Obama þó að kreppan er hófst skömmu eftir hann tekur við - hafi í engu tengst hans ákvörðunum.
--Það líklega verði hjá mörgum, nánast sjálfkrafa viðbrögð að kenna stjv.

  • Trump virðist mörgu leiti skilja þetta!
    Fyrir marga sé atvinnuleysi - kreppa slæmt.
    --Að það sé hætta vegna veiki bætist við.
  • Trump rökrétt óttast að vera refsað - burtséð frá sanngyrni/ósanngyrni.

Það fyrir utan alla umræðun hvort það sé sanngjarnt/ósanngjarnt!

 

Að mínum dómi gerði Trump mistök!

Þau mistök hafi falist - skv. mínu prívat mati - að treyst of mikið á aðgerð sem hann hóf snemma, þ.e. flugbann á Kína.
--Trump hrósaði sér mjög fyrir hana, um tíma virkaði það fyrir hann.
Áður að sjálfsögðu en veikinnar fór að gæta verulega innan Bandaríkjanna sjálfra!

  1. Ég er ekki að segja, að flugbannið sem slíkt - hafi verið slæm ákvörðun.
  2. Einungis, að hve mikið hann virtist treyst á að aðgerðin væri að virka.
  • Punkturinn er sá, að á tímabilinu eftir hann tilkynnti flugbann!
    Var afar lítið um prófanir gagnvart COVID-19 innan Bandaríkjanna.
  • Fyrir bragðið vissu yfirvöld lítið um það!
    --Hvort smit væri þegar fyrir hendi.
    --Ef svo, hve hratt veikin væri að dreifast.

Í þessu liggi mistök Trumps! Skortur á eftirfylgni.
Það virðist, að hröð fjölgun smita er verður sjáanleg eftir lok febrúar.
--Hafi komið stj. í Washington alfarið í opna skjöldu.

Ekkert er um nýjar aðgerðir frá Washington -- fyrr en lok annarrar viku Mars.
Er Trump -- takmarkar mjög flug frá Evrópu!
--Undir lok 3ju viku Mars, lýsir Trump loks yfir neyð.

  1. Málið er, að yfirlýsing um neyð - skiptir máli, vegna þess að sú yfirlýsing virkjar svo marga hluti - þá gera yfirvöld Bandar. öll sín fjárhagslegu bjargráð nálganleg fylkjum og borgum.
  2. Þá fyrst fer Washington að fjármagna -- stórfelldar prófanir.
  • Trump hefði þurft að hefja -- slíkt prófanaferli mun fyrr!

--Málið er að ef ekki er nægilega prófað - þá vantar upplýsingar.
--Án upplýsinga geta stjórnvöld ekki tekið ákvarðanir sem skipta máli!

  • Það getur enginn vafi verið, að mjög slæmt var fyrir Bandaríkin - að ekki var farið að prófa af krafti fyrr en eftir miðjan Mars.

Það geti enginn vafi á verið, að ef útbreiddar prófanir hefðu hafist mánuði fyrr a.m.k.
Hefðu yfirvöld vitað fyrr í ferlinu er smit fóru að massívt dreifast.
--Reynslan sýnir frá löndum um heim, að einugis þau lönd þ.s. prófað var af krafti nægilega snemma í ferlinu - ná að hemja dreifinguna áður en veiran dreifist of víða.

Menn geta haft sínar skoðanir á hvort þetta er sanngjarnt eða ekki.
En Trump var forseti - þegar bandaríska ríkið er þetta svifaseint!
--Uggir ekki að sér, þegar óvinur læðist að því.

  • Ég held það sé rökrétt að Trump gjaldi fyrir þau mistök.

Ég held að það hefði engu máli skipt, hver er forseti akkúrat - ef viðkomandi er svifaseinn þegar slík vá vofir yfir.
--Þá hefur það alltaf alvarlegar afleiðingar, skiptir engu máli hver var við völd.

Þá auðvitað verða menn reiðir yfirvaldinu í Washington, ef mönnum virðist það yfirvald hafa sofið á verðinum. Það eru eðlileg mannlef viðbrögð.
--Að sama skapi, hafa ríkisstjórnir um heim, sem voru snarar í snúningum - fengið lof fyrir og í nokkrum fj. tilvika, stór-aukið fylgi á eftir.

  • Þegar krísa vofir yfir - þurfa menn að vera snarir í snúningum.
    En einnig bregðast rétt við.
  • Það er þess vegna, óvæntar krísur -- geta haft svo stór áhrif á mat á stjórnendum.
    Voru þeir vakandi er hættan kom? Brugðust þeir rétt við?

Ég er a.m.k. á því að Trump - hafi látið COVID-19 koma aftan að sér.
--Jafnvel þó að hann hafi brugðist snemma við.
--Skipti jafnvel enn meira máli, að bregðast rét við.

  • Það vantaði það lykil-viðbragð, stórfelldar prófanir strax.
    Því án upplýsinga - veistu ekki hvenær þú átt að bregðast næst við, né hver eru rétt viðbrögð.
  • Menn gjarnan taka líkingar við hernað - það á sannarlega við um hernað, sbr. ef þú veist ekki hvar óvinurinn er - getur hann ráðist að þér að óvörum.
    --Eiginlega hvað gerðist, að án vitneskju er hann birtist þér verða viðbrögð þín óundirbúin, og hætta á fumi.

Lykil-vitneskjuna vantaði, sem umfangsmikil próf hefðu gefið.
Fyrir bragðið, voru viðbrögð í Bandar. líklega of sein miðað við þá möguleika til skjótari viðbragða þau sannarlega höfðu.
--Ekki gleyma því, veikin var þá þegar farin að dreifast um heiminn, því eðlilegt að krefjast þess menn hafi varan á.

  1. Það að nokkur fj. landa - brugðust hraðar við, sýndi einmitt að sneggri viðbrögð voru möguleg.
  2. Þar með krafa um sneggri viðbrögð, ekki ósanngjörn né óeðlileg.

Fyrir bragðið sleppur Trump ekki við umræðuna um það, hvernig hann hefur staðið sig í sjúkdómsferlinu -- að veikin er nú ef e-h er í enn hraðari útbreiðslu nú en t.d. í apríl og maí; tryggir líklega örugglega að umræðan um veikina - árangurs stjórnvalda í tengslum við þá baráttu - ekki síst um frammistöðu þeirra, mun ekki fara fyrir kosningar.

 

Niðurstaða

Enn sem fyrr, er ég á þeirri skoðun að -- sú aukning í faraldurinn sem sé í gangi í Bandaríkjunum, skaði frekar en hitt endurkjörs möguleika Trumps.
--Ekki skal algerlega útiloka að Trump eigi enn séns.

En það er samt eiginlega orðið að opinni spurningu hvort hann á enn séns?

Bendi á nýjasta Tweet Trumps:

Donald J. Trump@realDonaldTrump -- Why does the Lamestream Fake News Media REFUSE to say that China Virus deaths are down 39%, and that we now have the lowest Fatality (Mortality) Rate in the World. They just can’t stand that we are doing so well for our Country!8:17 PM · Jul 6, 2020

Hann vill beina sjónum að dánartölum í samanburði við önnur lönd.
Ég tók reyndar einu sinni samanburð á dánartölum heilt yfir.
--Það er rétt að það eru til lönd þ.s. fleiri hafa dáið miðað við höfðatölu.

  • Bandaríkin, nýjustu tölur: 132.793 látnir vs. 328,2 millj. íbúa: 0,04%
  • Þýskaland, nýjustu tölur: 9.092 látnir vs. 88,03 millj. íbúa: 0,01%.
  • Bretland, nýjustu tölur: 44.236 látnir vs. 66,65 millj. íbúa: 0,065%.

M.ö.o. er þessi samanburður Trump heldur nú uppi.
Ekki endilega rosalega góður.

OK sannarlega eru lönd þarna úti sem eru enn verri - sbr. Bretland.
--En t.d. samanborið við Þýskaland, er Þýskal. með 1/4 af látnum sbr. höfðatölu.

Bandaríkin eru í hópi hinna svokölluðu slæmu landa!
Ekki verst af þeim!
--En viltu vera tiltölulega ekki slæmt í samhengi slæmu landanna?

  • Trump er í vanda, ef hann þarf að guma af því - við erum ekki svo tiltakanlega slæm: samt slæm.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkin, Brasilía, Perú, Síle og Mexíkó eru nú með um helming allra skráðra Covid-19 tilfella í heiminum.

Indland er þar í þriðja sæti, Rússland í fjórða og Íran í tíunda.

Þorsteinn Briem, 6.7.2020 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 352
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband