Trump með áhugaverðar hótanir gagnvart Twitter - hótaði þeim lögsókn, lagabreytingum beint gegn þeim, jafnvel að loka Twitter!

Það sem olli reiði Trumps - að Twitter fór að hengja hlekk neðan við sumar færslur Trumps.
Þar sem sterklega var íjað að því - að Trump færi með rangfærslur í þeirri færslu sem Twitter hengdi þann hlekk við!

Sést hér á mynd!

Image

Þetta má einnig sjá undir eftirfarandi Tweeti frá Trump!

Donald J. Trump@realDonaldTrump

There is NO WAY (ZERO!) that Mail-In Ballots will be anything less than substantially fraudulent. Mail boxes will be robbed, ballots will be forged & even illegally printed out & fraudulently signed. The Governor of California is sending Ballots to millions of people, anyone.....

Get the facts about mail-in ballots

12:17 pm · 26 May 2020

Eins og sést, þá hefur Twitter hengt virkan hlekk við Tweetið hans Trumps!
 

Varðandi málflutning Trumps gegn sendingum kjörgagna með Pósti!
 
Rétt að taka það fram, fullyrðingar Trumps um - fyrirætlanir sumra fylkja að hvetja fólk til að senda kjörgögn með -- pósti.
--Þetta er óvenjuleg aðferð en samtímis fullkomlega lögleg!
  1. Það er auðvitað margt sem sent er með pósti - t.d. vegabréf, ný kredid- og debitkort, ökuskýrteini.
  2. Fyrir utan að -- atkvæði greidd erlendis eru alltaf send með pósti.

Þetta hefur auðvitað verið viðhaft lengi!
Það eina sem er óvenjulegt við þetta!

Að sum fylki virðast stefna að því að forseta-kosningar fari beinlíns fram á þessu formi.
M.ö.o. sum fylki hafa sent kjörseðla til allra þegar með pósti.
--Því fylgir full heimild ásamt útskýringu.

Ég kem ekki auga á að það sé óhjákvæmilegt að -- massívt svindl fari fram.
--Þ.e. auðvitað vitað hverjir fengu gögn send.
--Einfalt að tryggja að viðkomandi fái einungis að senda - eitt atkvæði.

  • Ég þekki ekki hvernig þessi gögn eru nákvæmlega útfærð.
    En eðlilegt væri að sérhver þurfi að undirrita með eigin rithönd með fullu nafni.
    --Þ.e. alltaf hægt að rannsaka hvort um sé rithönd viðkomandi að ræða.
    --Eða hvort gögn eru að berast með ítrekað sömu rithönd.
  • Þ.e. alltaf möguleiki á svindli.

En ég sé ekki að -- það sé ómögulegt að láta kosningu fara fram með þeim hætti.
Að útbreitt svindl sé óhjákvæmilegt.

--Trump er auðvitað fullyrðinga-glaður að vana!
--Og að vana, útskýrir hann ekki né rökstyður sínar fullyrðingar.

Bendi á að -- hættulegur skjúkdóms faraldur gefur ástæðu til þessarar óvenjulegu aðferðar.
Það gæti valdið hættulegri sjúkdóms-dreifingu, ef fólk þyrfti að bíða í röðum eins og vanalegt er, eftir því að geta komist að á kjörstað -- til að kjósa með vanalegri aðferð.

Fólk gæti jafnvel farist af þess völdum, að fá sjúkdóminn á ferð sinni til að kjósa.

 

Reiðiviðbrögð Trumps hafa ekki látið á sér standa!

Trump bregst strax reiður við -- Trump segir að fact-tékkarar sem Twitter notar séu - fake news - miðlar. Svarar ásökuninni því strax af hörku.
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump
 
Twitter is now interfering in the 2020 Presidential Election. They are saying my statement on Mail-In Ballots, which will lead to massive corruption and fraud, is incorrect, based on fact-checking by Fake News CNN and the Amazon Washington Post....
11:40 pm · 26 May 2020
 
Síðan segir hann Twitter vera að -- hindra frjálsa umfjöllun.
Og segir að hann sem forseti - muni ekki leyfa þessu að halda áfram!
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump
 ....Twitter is completely stifling FREE SPEECH, and I, as President, will not allow it to happen!
11:40 pm · 26 May 2020
 
Síðan segir hann að Repúblikönum fynnist - skipulögð netsamfélög - séu að þagga niður í röddum íhaldsmanna.
--Hann hótar að setja öflug lög.
--Eða loka viðkomandi fyrirtæki.
Hann segir óbeint að Twitter fái ekki að komast upp með það sem fyrirtækið sé að gera honum.
 

Donald J. Trump@realDonaldTrump

Republicans feel that Social Media Platforms totally silence conservatives voices. We will strongly regulate, or close them down, before we can ever allow this to happen. We saw what they attempted to do, and failed, in 2016. We can’t let a more sophisticated version of that....
11:11 am · 27 May 2020
 
Í síðasta Twítinu -- hótar Trump Twitter mjög greinilega.
--Hvað þetta -big action- skal akkúrat vera, skal ekki sagt.
En sjálfsagt má treysta því að Trump -- geri a.m.k. tilraun til að standa við sínar hótanir.
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump
 
Twitter has now shown that everything we have been saying about them (and their other compatriots) is correct. Big action to follow!
2:22 pm · 27 May 2020

 

 

Niðurstaða

Það má kannski segja - að roka Trumps sé opnun á umræðuna, hvað má/hvað ekki má.
En það hefur verið krafa - menn fái að segja/halda því fram - sem þeir vilja.
--Burtséð frá hvað það er - og hvort það meiðir einhvern/mógðar eða ekki.
--Einnig burtséð frá hvort það sé satt eða logið.

Ég hef veitt því athygli að vefurinn virðist orðin megin leið fyrir marga!
--Til að dreifa lygum og margvíslegum óhróðri.

Þeir sem eru harðastir á frelsi -- segja að frelsi til tjáningar megi undir engum kringumstæðum skerða!
Á móti benda margir á að - dreifingar á lygum/óhróðri - geta valdið miklu samfélagslegu tjóni.
--Um þetta er tekist!

Tek fram, að þeir sem sakaðir eru um að dreifa lygum/óhróðri - gjarnan bera af sér sakir.
Og jafnvel fullyrða að þeir séu ekki sekir um annað en að dreifa sinni meiningu eða jafnvel því sem sé satt!
--Þarna kemur að einum kjarna máls, að tekist er á um hvað sé rétt - hvað sé staðreynd.

Það eru til þeir sem ganga jafnvel svo langt, ekki séu til staðreyndir.
Þetta séu allt skoðanir einhvers m.ö.o. - þannig mótstkoðanir séu full réttlætanlegar!
--Ég er a.m.k. á því, að það sé að sjálfsögðu ekki rétt, að ekki sé til raunverulegur sannleikur, m.ö.o. að -sannleik- megi móta að vild, breyta einfaldlega með því að kynna fram nýja skoðun á því - hvað sé satt!

Dæmi um sögulegar tilraunir til að endurskrifa mannkynssöguna!
Má t.d. nefna tilraunir Nýnasista ekki fyrir mjög mörgum árum, til að draga helförina í efa, jafnvel íja að því að Hitler hafi verið að verja hendur sínar!
--Þarna nefni ég íkta útgáfu sem flestir eru örugglega sammála að er kjaftæði.

  • Á hinn bóginn er ég á því, að mikið sé í seinni tíð um tilraunir til að endurskrifa söguna -- með því að búa til pólitíska útgáfu er henti tiltekinni pólitík, frekar en að hún sé -- sönn í einhverjum skilningi.
  • Bendi á að kommúnistaríkin í Kalda-stríðinu, vihöfðu alltaf þá aðferð að sagan væri þ.s. haldið væri fram/staðhæft á hverjum tíma. Alltaf var hægt að breyta því hvenær sem er.
  1. Þ.e. þekkt aðferð að leitast við að gera þekkingu -- tortryggilega.
  2. Til þess einmitt að koma lygunum að!

Ég er á því að Trump sé ekki að flytja augljóslega sannleikann, er hann staðhæfir að það standi til að framkvæma stórfellt kosninga-svindl í nokkrum fylkjum.
--Og hamast nú gegn því að viðhafa óvenjulega mikið af póst-sendum kjörgögnum.

Einmitt nú þegar kosningar munu fara fram í miðjum sjúkdóms-faraldri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Meginhlutinn af því sem stjórnmálamenn láta frá sér fara eru ósannindi að meira eða minna leyti, bein eða óbein, ýkjur, oftúlkanir, tilraunir til að drepa málum á dreif, og þar fram eftir götunum. Ef stjórnmálamaður birtir grein í dagblaði, sem er uppfull af áróðri og hagræðingum á sannleikanum, eins og þær eru alltaf, er það þá eðlilegt að ritstjórn blaðsins bæti aftan við greinina einhverju sem hún myndi kalla "staðreyndatékk", sem í rauninni er ekki annað en áróður í dulargervi? Og sé slíkt óeðlilegt, hversu miklu óeðlilegra er það að miðill sem ekki er fjölmiðill, gefur sig ekki út fyrir að vera ritstýrður, stundi slíka iðju.

Það má vel vera að allt sem Trump lætur út úr sér sé rangt, en viðbrögð hans við þessu framferði eru fullkomlega eðlileg.

Ég fylgist lítið með Twitter, en kíki oft á Guardian. Það blað stundar svokallað staðreyndatékk, en raunveruleikinn er að það tékk er yfirleitt ekkert annað en hreinn og klár áróður.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2020 kl. 20:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, ég er algerlega viss - að ég muni ekki eftir öðrum eins vaðli af villandi til beinum rangfærslum frá nokkrum áhrifa-miklum stjórnmálamanni, sem ekki hefur verið ráðamaður í Austan-tjaldsríki, fyrir utan Donald Trump. Í flestum tilvikum er mín upplyfun ekki sú - sem þú heldur fram að stjórnmálamenn flytji beinar lygar - heldur þ.s. mætti kalla að færa í stílinn m.ö.o. þeir ýkji -- ég veit persónulega um fjölmarga hluti sem Trump hefur sagt sem í tilvikum eru gróf ósannindi, þá meina ég -crude- m.ö.o. léleg tegund af lýgi þ.s. ekki sé minnsta tilraun gerð til að gera lýgi sennilega - ef maður ber það við t.d. Bush stjórnina í Bandar. fyrir innrás í Írak, þá a.m.k. lagði George W. Bush mikið púður í þann lygavef, en klassískt séð gerir Trump einfaldlega að virðist ráð fyrir að - fylgismenn taki allt sem hann segist sem sjálfsögðum hlut, þannig að -lygar- Trumps virðast einkennast af fullyrðinga-vaðli, og endurtek oft afar illa gerðar eða -crude- form af lygum þ.s. engin tilraun sé gerð til að móta - sennilega hljómandi lygavef. Eiginlega að þessu leiti sé Trump sérstakur, m.ö.o. ég fæ ekki betur séð en að Trump sé ruddalega fullkomlega sama um hvað sé satt og rétt, samtímis ruddalega gersamlega sama hve margir utan raða hans stuðningshóps hafa fullla vitneskju að fullyrðinga-vaðall hans innihaldi fjölda illa saminna og ruddalega -crude- lyga þ.s. hann sérkennilega hafa öðlast stöðu í augum fylgismanna, hálf guðlegrar veru - orð hans af þeirra hálfu virðast tekin með sama hætti og ég man eftir að Kommúnistar sem ég ræddi við á síðasta hluta Kalda-Stríðsins virtust líta línuna frá Moskvu; með sama hætti mætti tala um - línuna frá Trump, og þ.s. áhugavert virðist vera - að línan frá Trump virðist í fjarska mörgum tilvikum eins langt frá því sem mætti kalla sannleik hvað þá staðreyndir, og línan frá Moskvu oftast nær virtist vera. Niðurstaðan sé sú, að ég hafi aldrei vitað stjórnmálamann - vestræns ríkis, ljúga með þeirri háu tíðni sem Donald Trump. Ég hef margar ræður hans legið, ekki allar -- í mörgum þeirra virðist -lyga innihald- meir en helmingur ræðu, stundum svo slæmar að stærstur hluti texta sé röð ruddalega einfeldningslegra lyga, sem Trump greinilega veit að samt verða teknar fullar og gildar af stuðningsmannahópi hans.
M.ö.o. afar sérkennilegt að fylgjast með Trump og liðinu sem telst vera hans ríkisstj.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.5.2020 kl. 00:25

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þarna er ákaflega mörgum orðum eytt í að segja að Trump ljúgi oft. Spurningin hér snýst hins vegar ekki um hvort hann gerir það, heldur hvort það sé eðlilegt að félagsmiðlar séu að fylgjast með og "leiðrétta" allt sem fólk lætur úr úr sér á þeim vettvangi. 

Þorsteinn Siglaugsson, 29.5.2020 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 363
  • Sl. sólarhring: 601
  • Sl. viku: 836
  • Frá upphafi: 848108

Annað

  • Innlit í dag: 354
  • Innlit sl. viku: 813
  • Gestir í dag: 345
  • IP-tölur í dag: 336

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband