Fjölmennustu mótmæli í Rússlandi sem ég man eftir í langan tíma

Ef marka má sjálfstæða aðila sem fylgdust með mótmælum í Moskvu, voru ca. 50þ. manns, meðan yfirvöld segja fjölda viðstaddra hafa verið ca. 20þ.
--Hinn bóginn er það algengt að tölum af slíku tagi beri ekki saman.

Skipuleggjendur mótmæla vilja yfirleitt að sem flestir hafi mætt.
Meðan yfirvöld gjarnan sjá hag í því að gera sem minnst úr slíkum atburðum.
--Fjöldinn m.ö.o. líklega yfir 20þ. - hugsanlega e-h verulega minna en 50þ.

Ég vitna stöku sinnum í rússneska fjölmiðla - en frásagnir þeirra geta verið áhugaverðar.

Russia-Today: Moscow braces for new thousands-strong protests over city council election

Rússneski ríkisfjölmiðillinn er rökrétt ekki gagnrýninn á eigin eiganda!
Hans hlutverk er einfaldlega að birta sjónarmið rússn. yfirvalda!
--Áhugaverði hlutinn er sá hvaða lög gilda um mótmæli í Rússlandi!

  1. Eins og ég skil frásögn RT - eru mótmæli bönnuð í Rússlandi.
    --Sem að sjálfsögðu er ólíkt því sem við þekkjum hér.
  2. Ef einhver kallar það mistúlkun af minni hálfu.
    --Bendi ég á, að í RT kemur skírt fram, að sækja þarf um heimild.
  3. Punkturinn er augljós, ef sérstaka heimild þarf fyrir því að mótmæla.
    --Eru mótmæli greinilega bönnuð.
  4. En klárlega er einungis þörf á að fá heimild, ef annars liggur bann fyrir.
    --Eins og kemur skírt fram hjá RT, þá voru mótmælendur handteknir í fyrri mótmælum, því heimild hafði ekki verið veitt.
  • Hinn bóginn er áhugaverð spurning, af hverju heimild var veitt í þetta skipti en ekki áður? Ég leyfi fólki að velta því fyrir sér.

Under Russian laws, organizers of mass gatherings have to negotiate its venue and maximum turnout with the authorities. Demonstrating outside of the agreed location is considered unlawful.

One of the organizers, Lyubov Sobol, is a member of an unregistered party led by Alexey Navalny...He was arrested on July 24 and sentenced to 30 days in jail for organizing one of the unauthorized rallies.

Eins og þarna kemur fram - er þetta mjög ólíkt t.d. íslenskum lögum skv. stjórnarskrá þ.s. heimild til mótmæla, er skilyrðislaus.
--Á Íslandi þarf ekki heimild fyrir mótmælum.
--Hvar sem er má skipuleggja þau, og er ekki handtekinn fyrir það eitt að skipuleggja mótmæli.

The protests began over the registration of candidates for the 45 seats on the city council, with the election scheduled for September. The Electoral Commission disqualified 57 independent candidates, citing irregularities such as fraudulent signatures, whereas it accepted 233 others.

Skemmtilega ónákvæm frásögn - en allir frambjóðendur er fara fyrir gagnrýnum hópum, virðast hafa verið -- blokkeraðir með þeim einfalda hætti, að vera neitað um skráningu.
--Ef menn vissu það ekki áður þá sýnir þetta að kerfið er ekki lýðfrjálst.

A crowd of protesters in Russia, some holding flags or signs.

50,000 demonstrate in Moscow in third weekend of protests for fair elections

Eins og kemur fram í LosAngelesTimes túlkuðu rússnesk yfirvöld vægt sagt neikvætt, aðvörun frá sendiráði Þýskalands til þýskra ferðamanna - að forðast þá staði í Moskvu þ.s. mótmæli voru fyrirhuguð!

We underlined that we consider the publication of the route ... as promoting participation in an illegal event [the protest] and calling for action which constitutes interference in the internal affairs of our country -- the Russian Foreign Ministry said in a statement.

Ég átta mig ekki á því, hvernig þýska sendiráðið gat varað þýska ferðamenn með öðrum hætti, en að birta á korti hvar fyrirhuguð mótmæli áttu að fara fram.
--En skv. túlkun rússn. yfirvalda, var sendiráðið að auglýsa atburðinn.

  • Frekar kostuleg viðbrögð.

En þau eru einnig áhugaverð, bendir til taugaspennu meðal yfirvalda.

Rússnesk yfirvöld mótmæltu einnig sambærilegri aðvörun frá sendiráði Bandaríkjanna í Mosku, aftur kem ég ekki auga á hvaða aðferð til að vara fólk við þeim svæðum sem fyrirhuguð mótmæli áttu fara fram er skilvirkari en sú að sýna það á korti, en skv. mótmælum yfirvalda var sú aðferð einnig frekleg afskipti af rússn. innanlandsmálum í tilviki bandar. sendiráðsins.

  • Þessi taugaveiklun rússn. yfirvalda er áhugaverð.

 

Niðurstaða

Mótmælahreyfingin sem er til staðar er líklega ekki ógn við yfirvöld. Í því ljósi virðist mér sem hvert annað grín þegar aðvörun tveggja sendiráða til eigin borgara - er túlkuð sem frekleg afskipti af innanríkismálum landsins.
--Slík viðkvæmni að sjálfsögðu vísbending um taugaveiklun.

Það er áhugavert að mótmæli virðast bönnuð í Rússlandi.
Nema gegn sérstakri heimild!
--Sem þíðir að meginreglan er greinilega, bann!

Sem er að sjálfsögðu þveröfug regla t.d. við þ.s. tíðkast á Íslandi.
Þ.s. meginreglan er sú, mótmæli eru heimiluð.
--Yfirvöld geta reynt að banna einhverja staði, eða takmarka aðgengi að svæðum, en þá geta skipuleggjendur kært slíkt strax, þau mál fá alltaf flýtimeðferð innan réttarkerfisins.

  • Bann undantekning - ekki regla.
  • Meðan í Rússlandi - bann er reglan, heimild undantekning.

Frelsið er sem sagt, undantekningin - ekki reglan!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Víðast hvar þarf að sækja um leyfi fyrir fjöldamótmælum og geta um stað og stund. Fyrir þessu eru nokkuð góð rök.
Þetta á líka við um Rússland og eru slík mótmæli oftast leyfð.

Það eru þó svæði í Moskvu sem eru ekki leyfð mótmæli. 

Þú ert trúlega að vísa til mótmæla þjófsins og tugthúslimsins Navalny.
Til að fá leyfi fyrir mótmælum þarf fyrst og fremst að sækja um slíkt leyfi og þegar það er fengið þarf að hafa mótmælin á þeim stað sem um er talað.

Þetta gerir Navalny ekki og er ástæðan sú að hann er að reyna að koma á óspektum og átökum.

Tíl dæmis voru síðustu mótmæli hans haldin á einni mikilvægustu umferðargötu Moskvu og höfðu að sjálfsögðu ekkert leyfi.

Sem betur fer hafa yfirvöld í Moskvu rænu á að halda helstu umferðaræðum opnum um háannatímann.

.
Navalny hefur ekkert fylgi meðal landsmanna þó að hann sé oftast kallaður "leiðtogi stjórnarandstöðunnar" í Íslenskum fjölmiðlum.

Hann er ekki einu sinni stjórnmálamaður heldur bloggari sem hefur tekjur sínar frá Bandaríkjunum ,en þeir halda honum úti til að reyna að koma á óspektum í Rússlandi.

Ástæðan fyrir því að hann sækir ekki um slík leyfi ,og/eða heldur mótmælin annarsstaðar en um var talað er sú að þá geta einfeldningar og illa þenkjandi fólk skrifað langlokur um skort á frelsi í Rússlandi. Líka fólk sem býr við sömu reglur.

.

Rússnesk stjórnvöld eru afar umburðarlynd í þessum málum,en þeir hafa þó stjórnarskrá sem segir að glæpamenn geti ekki boðið sig fram til forseta.
Þegar Navalny reyndi að bjóða sig fram gat kjörnefnd með engu móti horft framhjá þessu ákvæði enda hafði maðurinn orðið uppvís af því að stela almannafé.

Eftir æfingarnar með Yeltsin vilja Rússar helst ekki aftur slíkann forseta..

Sjórnmálamenn á vesturlöndum reiddust þessu ákaflega,enda gæti svona frumkvæði komið í veg fyrir pólitískann frama þeirra. Þeir mótmæltu því hástöfum.

.

Varðani mótmæli dagsins mun það vera þannig að nokkrir einstaklingar höfðu hug á að bjóða sig fram til borgarstjórnar.

Líkt og á Íslandi gilda þær reglur að frambjóðandi þarf að leggja fram lista af meðmælendum ef hann ætlar í framboð.

Af því að Moskva er risastór borg,þarf nokkuð marga meðmælendur. Þetta er því ekki auðvelt.

Nokkrir  af þessum einstaklingum náðu ekki að safna þeim fjölda meðmælenda sem til þurti,en gripu þá til þess ráðs að falsa undirskriftir. Þetta hefur líka gerst tvisvar hér á landi ef ég man rétt.

Kjörnefnd úrskurðaði síðan að þeir fengju ekki að bjóða sig fram í ljósi þessa, líkt og var gert hér á landi ekki fyrir löngu. 

Nokkur hópur fólks sættir sig hinsvegar ekki við að fara að kosningalögum landsins og mótmælir hástöfum

Þetta stafar af því að þessir einstaklingar eru ekki lýðræðislega þenkjandi, enda í miklu uppáhaldi meðal vestrænna fréttamanna og stjórnmálamanna.

Borgþór Jónsson, 10.8.2019 kl. 21:01

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er kannski ekki úr vegi að rifja upp ,af hveju Navalny er dæmdur glæpamaður.

Eins og allir vita var Navalny stjórnmálamaður á árum áður. Hann hefur einu sinni náð kjöri í einum af Svæðum Rússlands.

Þegar hann hafði sitið þar eitt kjörtímabil náði hann ekki endurkjöri enda var fólk þá farið að þekkja hann betur.

Fyrir miskunn var honum falið starf innan kerfisins, sem meðal annars fól honum að sýsla með skógarauðlindir ríkisins á svæðinu.

Eins og margir vita eflaust eru afar stórir skógar í Rússlandi og því í mörgu að snúast.

Hann sá hinsvegar fjótlega að hann gæti aukið tekjur sínar verulega og fór  að selja sjálfum sér timbrið á undirverði og selja það síðan áfram á markaðsverði.

Sennilega ekki allt timbrið ,en nóg til að hafa fyrir salti í grautinn

Rússar líta á þetta sem þjófnað,bæði ríkið og almenningur.

Það endaði með því að fólki fannast að það gæti ekki unað þessu lengur og hann var dæmdur fyrir þjófnað á eigum ríkisisins.

Navaly sem er algerlega siðlaus ,fannst hinsvegar að það hafi verið brotið illilega á honum.

Sennilega er hann einlægur í þessu enda siðlaust fólk algerlega sneitt allri sómatilfinningu.

Navalny er hinsvega afar vinsæll meðal Bandarískra kollega sinna og er tíður gestur í Bandaríska sendiráðinu.

Sækjast sér um líkir er stundum sagt.

Borgþór Jónsson, 10.8.2019 kl. 21:25

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, í einræðislöndum þarf heimildir til að mótmæla -- í lýðræðislöndum þarf ekki heimildir til að mótmæla, þá meira að segja þó um mjög fjölmenn mótmæli sé að ræða.
--Menn þurfa að tilkynna lögreglustjóra hvað stendur til. Önnur eru skilyrðin ekki.
--------------
Það eru engin rök fyrir lögum -- sem banna mótmæli nema gegn heimild, nema þau sem þjónar hagsmunum fámennrar valdaklíku í einræðislandi.

Það sannar eiginlega að ekkert er að marka rússn. dómstóla - hvernig kerfisbundið stjórnarandstæðingar eru dæmdir fyrir upplognar sakir. Navalny eitt margra dæma.
--Mjög greinilegt að dómstólar fylgja skipunum frá Kreml.

Mjög þægileg aðferð, að dikta upp sakir - skipa dómara að dæma viðkomandi, þá er viðkomandi sjálfkrafa ógildur.
--Þannig með þægilegum hætti, er óþægilegum einstaklingum ítt til hliðar.

Þetta auðvitað vita þeir sem mótmæla, að stjórnarfarið - embættiskerfið - réttarfarið, er lýgi.

--Yeltsin var skárri en Pútín.

Annað klárt dæmi um upplögnar ásakanir, þetta með það að listar hafi verið í ólagi. Greinilega geta menn valið hvor leiðin er farin, þegar til stendur að blokkera einhvern óþægilegan með nafni til löglegum hætti.
--Það er lítill vafi að þetta eru upplögnar sakir. Tja, merkilegt hvernig þetta bitnar fyrst og fremst á þeim sem eru óþægilega gagnrýnir.

Eðlilega mótmæla menn þegar þeir vitað að logið er upp á þá. Menn fá ekki að komast að, gripið til lyga eftir þörfum.

Þú greinilega kannt vel hina opinberu lygasögu sem Navalny hefur verið beittur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2019 kl. 16:35

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ástæðan fyrir því að þessir einstaklingar komast ekki að, er einfaldlega sú að þeir hafa svo lítið fylgi að þeir geta ekki safnað nóu mörgum meðmælendum.

97% Rússnesku þjóðarinnar fyrirlítur og/eða hatar þetta fólk í ljósi fenginnar reynslu. Hræðilegrar reynslu.

.

Þú veist ekkert um Rússneskt réttarkerfi. Það sem þú gerir er einfaldlega hið klassíska,sem er að hengja þig á hvern einasta glæpamann sem er dæmdur í Rússlandi. Sama hvort hann er morðingi og hryðjuverkamaður ,eða er hvítflibbaglæpamaður. Heimspeki þín er einföld.

.

Þessir glæpamenn eru ekki endilega stjórnarandstæðingar ,en margir verða það eftir dóminn til að njóta fjárhagsaðstoðar og til að fá þrýsting frá Vesturlöndum,einkum Bandaríkjunum.
Flestir þjófar reyna samt að komast til Bandaríkjanna eða Bretlands áður en þeir eru gripnir með feng sinn ,og lifa síðan af því að segja lygasögur frá Rússlandi það sem eftir er ævinnar.
Það er gríðarleg eftirspurn eftir slíku,ekki síst í dag.

.

Í gær var Epstein drepinn í fangelsinu af því að hann vissi of mikið um barnaníð Bresku og Bandarísku elítunnar.

Fólk lifir almennt ekki lengi ef Hillary telur sér stafa hætta af þeim.

Strax daginn eftir voru fjölmiðar farnir að impra á því að þetta væri Rússum að kenna.

Þvílíkur sori.

.

Borgþór Jónsson, 11.8.2019 kl. 17:25

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, greinilega fyrst yfirvöld hafa fyrir því að ljúga upp á þá því að undirskriftir hafi ekki verið löglegar - þá er fylgi þeirra líklega miklum meira en þú heldur.

Rússland er glæparíki þ.s. mafían og ríkið virkilega í alvörunni hafa runnið saman í eitt, undir Pútín. Þ.s. ríkið virkilega lætur menn í fangelsi fyrir uppdiktaðar sakir þegar þeim sýnist svo - þ.e. augljóst af þeim sökum sem er hent á þá sem veita rússn. ríkinu andstöðu, að þær eru uppdiktaðar - að dómarar fá skipun að ofan. Þessar sakir eru svo greinilega þess eðlis, að gegnsær tilgangur klárlega er að - sverta mannorð þeirra sem í hlut eiga.

"Í gær var Epstein drepinn í fangelsinu af því að hann vissi of mikið um barnaníð Bresku og Bandarísku elítunnar."

Ha, ha, ha -- nýjasta samsæriskenningin.

"Fólk lifir almennt ekki lengi ef Hillary telur sér stafa hætta af þeim."

Fáðu þér hjálp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2019 kl. 22:21

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Vandamálið er að þú lifir í algerlega uppdiktuðum heimi.
Þú virðist trúa öllum lygasögum sem Bresku og Bandarísku leyniþjónusturnar koma á kreik fyrir hönd mafíunnar sem stjórna þessum ríkjum.

Ágætt dæmi um þetta er Russiagate. Þú gersamlega gleyptir þá lygasögu sem var upphaflega útbúin af Bresku leynijónustunni að beiðni Hillary Clinton.

Eins og þú manst kannski var "Steel Dossier" upphafið af þessum söguburði,en það rit var útbúið af Cristofer Steel sem er verktaki hjá Bresku leyniþjónustunni.

FBI notaði síðan sama skjal til að afla heimildar til að njósna um framboð Trumps og laug að nefndinni sem úthlutar slíkum heimildum.

FBI vissi allan tímann að skjalið var uppspuni og að það varð til vegna beiðni andstæðinga Trumps.

Það er því hafið yfir allan skinsamlegann vafa að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Bretlands voru notaðar til að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga í Bandaríkjunum.

.

Þessi Cristofer Steel virðist koma víða við.

Hann var maðurin sem talaði fyrir því að Litvinenko hafi verið drepinn af Rússnesku leyniþjónustunni,sem er önnur lygasaga.
Litvinenko var líklegast drepin af Berozovsky ,enda hafði Litvinenko líklega verið að kúga fé af honum.

Lugovov sem er bendlaður við drápið á Litvinenko var fyrverandi starfsmaður KGB sem yfirgaf leyniþjónustuna og stofnaði eigið öryggisfyrirtæki.

Hann hafði engin þekkt tengsl við Rússnesku leyniþjónustuna,en hann sá hinsvegar um öryggismálin fyrir Berozovsky.

Það er alþekkt að rússneskir oligarkar hikuðu ekkert við að drepa óvini sína frekar en Hillary Clinton,enda svipaðar persónur.

Til að framkvæma þetta höfðu þeir svokallaðar öryggisþjónustur. Þetta er vel þekkt.

.

Enn og aftur byrtist Cristofer Steel í Skripal málinu. Hann er rammflæktur í það mál.
Eftir að hafa verið umsjónarmaður Skripal þegar hann var njósnari fyrir Bresku leyniþjónustuna,tók hann aftur upp samband við Skripal.

Það er ekki ljóst hvers eðlis það var,en ekki er ósennilegt að Skripal hafi aðstoðað Steel við að semja Steel dossier.

Enn er ekkert vitað um hvað kom fyrir Skripal,eða hvort það kom yfir höfuð eitthvað fyrir hann. 

Cristofer Steel er hefur þannig aðkomu að þremur lygasögumm sem voru spunnar til að skemma fyrir samskiftum Breta og Bandaríkjanna annarsvegar og Rússlands hinsvegar.

.

Borgþór Jónsson, 12.8.2019 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 437
  • Frá upphafi: 847084

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 414
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband