Þó Donald Trump hafi notað annað orðalag en tolla - mundu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna líta á málið sem, einhliða tolla-aðgerð og bregðast við henni í samræmi við það, með sínum tolla aðgerðum á móti einhliða tolla-aðgerð Trumps.
U.S. to push for 'reciprocal tax' on trade partners
Trump Vows `Reciprocal Tax on Imports From High-Tariff Countries
Tal Trump um - mótvægisskatt, er 100% bull -- það sé enginn skattur til staðar sem Trump getur vísað til!
Sannast sagna blasir ekki við mér hvað hann geti haldið vera slíkan meintan skatt.
En á sl. ári gerði áhrifamaður innan Repúblikanaflokksins, tilraun til þess að fá fram 20% skatt á innfluttar vörur.
--Sá ágæti þingmaður, virtist ekki skilja fyrirbærið - virðisaukaskatt.
- Hann virtist halda, það að - vaskur sé endurgreiddur af útfluttu, væri einhvers konar 20% stuðningur við útflutning.
- Sem réttmætt væri að mæta, með 20% skatti á móti.
--En engin heilvita þjóð skattleggur sinn útflutning.
Eina dæmið sem ég man eftir, er bjáninn fyrri forseti Argentínu, sem lagði skatt á útflutning landsins því hún taldi útflytjendur vera græða alltof mikið - eiga deila þeim gróða með landsmönnum.
Að sjálfsögðu leiddi sá skattur til samdráttar í útflutningi og viðskiptahalla, og hamlaði hagvexti - sem var örugglega verulegur hluti ástæðu þess að ríkissjóður var þá í hallarekstri. Frú Kirchner virtist ekki skilja einfalda hagfræði.
Donald Trump: "We cannot continue to let people come into our country and rob us blind and charge us tremendous tariffs and taxes and we charge them nothing,..." - "Were going to be doing very much a reciprocal tax," - "And youll be hearing about that during the week and during the coming months." - "We cannot continue to be taken advantage of by other countries,..." - "...some of them are so-called allies but theyre not allies on trade."
--Hann nefndi engin dæmi máli sínu til sönnunar. Það blasir ekki við mér hvaða skattlagningu hann getur átt við.
- En t.d. misskilningur sumra Repúblikana um það hvernig - vaskur virkar, þá er VSK lagður á allar vörur sem eru til neyslu.
- Þá skiptir ekki máli hvort þær eru innfluttar eða framleiddar innan landsins.
- Meðan að VSK er ekki lagður á útflutning.
--Eiginlega er þetta eina málið sem mér kemur til hugar, að Trump haldi að álagning VSK á innfluttar vörur þegar þær eru til neyslu í verslun -- sé skattur á innflutning.
--En sami skattur er einnig lagður á innlennt framleiddar vörur, þannig að VSK -- skapar ekkert forskot fyrir innlendu vörurnar í samanburði við þær innfluttu.
Enginn VSK sé lagður á útflutning -- en þ.s. sami skattur sé lagður á innfluttar og innlennt framleiddar vörur, má segja að - álagningin sé hlutlaus gagnvart því hvort vara sé innlennt framleidd eða innflutt.
--Það sé því alls ekki til staðar nein slík meint skattlagning á innflutning, sem Trump gæti haldið að hann þurfi að mæta.
Þ.s. að VSK raun og veru jafnast út -- er það ekki ósanngjarn styrkur á útflutning, að á hann sé ekki lagður VSK.
--VSK kerfið er afar einfalt, og það skapar alls enga villu eða halla í viðskipti.
Þess vegna er svo magnað að sumum Repúblikönum gengur illa að skilja þetta kerfi.
Niðurstaða
Í kosningabaráttunni 2016 talaði Donald Trump í samræmi við mjög gamla sýn á alþjóðaviðskipti -- en ég kem ekki auga á nokkra þá aðferð sem væri tæknilega fær til að hindra að lönd hafi ójafnvægi í viðskiptum.
--Nema að viðskiptun væri nákvæmlega stýrt, þ.e. vöruskiptaviðskipti eins og þau tíðkuðust fyrir tíð alþjóða viðskiptasamninga, þegar viðskipti voru almennt lokuð en þjóðir skiptust beint á gæðum.
--Þannig viðskipti voru Rússaviðskipti Íslands þ.e. Ísland seldi fisk en keypti bifreiðar á móti -- þá þarf alltaf að semja um að kaupa á móti framleiðslu þess lands sem selt er til.
Þá eru viðskiptin 100% stýrð af ríkinu!
Mér finnst afar sérkennilegt vægt sagt að hægri sinnaður forseti væri að berjast fyrir svo óskaplegum ríkis-inngripum í viðskipti.
Trump er alltaf reglulega að fárast yfir því að Bandaríkin hafi viðskiptahalla sem sannarlega er umtalsverður við fjölda landa!
--En viðskiptahalli Bandaríkjanna sé í reynd byggður inn í það viðskiptamódel sem Bandaríkin bjuggu til sjálf!
- En staða Dollarsins sem megin viðskipta-gjaldmiðils heimsins, kallar á þörf fyrir viðskiptahalla Bandaríkjanna.
- Því að til þess að tryggja nægt flæði af dollurum í alþjóðakerfinu, þannig að dollaraviðskipti geti gengið vel fyrir sig annars staðar en innan Bandaríkjanna.
- Þurfa Bandaríkin að tryggja nægt flæði af dollurum út fyrir Bandaríkin.
- Þjóðir sem Bandaríkin kaupa af, eiga þá mikið af dollurum -- það þíðir að þær nota dollara sjálfar mikið í viðskiptum, og þeirra eigin fyrirtæki einnig nota dollara í viðskiptum.
- Það þíðir, að bandarísk alþjóða fyrirtæki geta notað dollara hvar sem er - þ.e. alltaf nóg af þeim. Og þau geta alltaf keypt allt sem þau vanhagar um, hvaðan sem er - með dollurum, því allir vilja taka við þeim því þeir viðkomandi vita að þeir geta alltaf notað dollarana sína þó þeir viðkomandi búi ekki í Bandaríkjunum.
- Þetta hefur margvíslega mikilvægar hliðar-afleiðingar, sbr:
--Önnur lönd eru alltaf til í að selja Bandaríkjunum vörur í dollurum.
--Dollar hefur orðið helsta viðskiptavog heimsins - gnægð dollars í alþjóðakerfinu, hefur leitt til þess að verð fyrir hrávörur eru skráðar í dollurum - hvort sem það er olía - málmar eða matvara.
--Dollar er helsta "reserve currency" heimsins þ.e. önnur lönd eiga digra dollarasjóði, og það á oft einnig við fyrirtæki í öðrum löndum.
--Ekki síst, að Bandaríkin hafa næga markaði fyrir sín ríkisskuldabréf gefin út í dollurum -- en önnur lönd kaupa þau, og fyrirtæki í öðrum löndum.
Málið sem Trump skilur ekki, er að ef hann gerir tilraun til þess að steypa alþjóðlega viðskiptakerfinu -- sem flest lönd heimsins virðast í dag flest hver sátt við, Kína þar á meðal.
Þá er erfitt að sjá annað en að staða dollarsins sem megin viðskiptavog heimsins - sem megin "reserve currency" heimsins -- væri þar með einnig lögð að veði.
En ef Trump brýtur upp heimskerfið - rökrétt hættir þetta allt þ.e. verð hætta vera skráð í dollurum almennt - aðrar þjóðir missa stórum hluta ástæðu til að eiga óskaplega birgðir af dollurum -- þar með ástæðuna til að kaupa ríkisbréf Bandaríkjanna, sem mundi að sjálfsögðu hækka mjög vaxtabirði ríkissjóðs Bandaríkjanna.
--Það þíddi, að Bandaríkin yrðu líklega að eiga sjálf gjaldmiðla annarra þjóða.
Því þær líklega misstu áhuga sinn á að selja Bandaríkjunum sem þau í dag gera eingöngu í dollar.
Og hærri vextir á skuldir, gætu raunverulega gert skuldastöðuna mjög erfiða nema að málið væri leyst í óðaverðbólgubáli.
Þetta væri hreint magnað efnahagslegt - "harakiri."
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 863660
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning