30.1.2018 | 01:00
Stríðsbrölt Sauda í Yemen í klúðri - hernaðarbandalagið molnar
Frétt Aljazeera virðist skýra nýjustu þróunina í styrrjöldinni í Yemen. En flest virðist benda til alvarlegs klofnings innan þess hernaðarbandalags sem Saudi-Arabía hefur haldið uppi sl. 3 ár í Yemen.
--Harðir bardagar hafa staðið yfir í Aden-borg í nokkra daga.
--Aden borg virðist nú klofin milli fylkingar aðskilnaðarsinna, er virðast snjóta fjármögnunar Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
--Meðan að hin svokallaða viðurkennda ríkisstjórn landsins, sem Saudar enn halda í gangi - virðist nú hafa misst stjórn á ca. helming Aden, sem hefur verið aðsetur þeirrar ríkisstjórnar - sem studd hefur sl. 3 ár af hernaðarbandalagi Sauda, gegn Húthum Shítahópi er hefur stuðnings Írans, sem hefur í sömu ár barist í bandalagi við hluta af arabískum íbúum landsins.
Húta-bandalagið ræður en Sana sem var höfuðborg landsins áður en borgaraátök brutust út fyrir þrem árum.
Yemen's complicated war just got more complicated
Bloodshed Roils Yemen's South, Further Complicating An Already Complicated War
Death toll rises on second day of clashes in Yemeni port of Aden
Bendi á eldri umfjallanir:
Yemen gæti aftur klofnað í Suður vs. Norður Yemen
Alvöru friðarviðræður geta verið á döfinni í Yemen
Norður vs. Suður Yemen -- fyrir sameiningu landsins 1990!
Staða stríðsins í Yemen ca. í dag!
Venjulegt kort af Yemen
Líkur virðst greinilega vera á klofningi Yemens
Eins og sést á kortunum - þá var Yemen 2-lönd fyrir 1990. Aðskilnaðarsinnar í S-Yemen hafa áður barist fyrir því að endurreisa skiptingu landsins. En á áratugnum milli 1990-2000 fór fram stutt borgarastríð þegar þáverandi forseti sameinaðs Yemen fór með sigur.
- Eins og sést á kortunum, væri fremur einfalt að kalla aftur fram skiptingu landsins.
- Enda víglínur ekki víðsfjarri landamærum gömlu Yemen-ríkjanna.
Ég hef ályktað því áður - að ný skipting landsins gæti verið leið til þess að binda endi á stríðið, er hefur leitt til slíks ástands í landinu að það nýlega var skilgreint - sem versta land í heimi fyrir barn að alast upp í.
Skv. frétt Aljazeera, þá hafa Sameinuðu-arabísku-furstadæmin, ákveðið að spila sinn eigin leik -- skv. frétt þá er "UAE" eins og landið skammstafast á ensku að hugsa um eigin hagsmuni.
En öryggi siglingaleiðarinnar um Rauðahaf, sé mjög mikilvægt fyrir "UAE." Vegna mikilla olíuviðskipta við Evrópu.
"UAE" sé því að leggja höfuðáherslu á að tryggja sína hagsmuni með því að ná völdum í SV-hluta Yemen, einkum Aden-borg og nágrenni.
Með rausnarlegum peninga-austri hafi "UAE" tekist að kaupa tryggð nokkurra hópa er búa nærri strönd landsins -- og "USA" sé að styðja vopnaðan hóp.
Sem kalli eftir nýrri skiptingu landsins - það sé sá hópur sem hafi hafið atlögu um daginn að Adenborg, með það markmið að steypa stjórninni er hefur setið í Aden sl. 3 ár.
- Prinsinn í Saudi-Arabíu er vart ánægður, en hann hafi ekki boðið upp á nokkra lausn - en að halda áfram að stríða gegn Húthí fylkingunni.
- Meðan að varnarlínur hafi lítt hreyfst í langan tíma.
M.ö.o. að sigur hafi ekki verið í augsýn um töluvert langa hríð.
"U.A.E." hefur greinilega ákveðið að nú sé tími fyrir "Plan B."
Niðurstaða
Mér virðist eitt og annað benda til þess að stríðsbrölt krónprinsins af Saudi-Arabíu í Yemen, nálgist endalok sem líklega verði fremur auðmíkjandi fyrir - Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud. Slíkur álitshnekkir gæti veikt stöðu hans innan valdakerfisins í Saudi-Arabíu. Það gæti þá hugsanlega leitt til nýrrar gerjunar innan Saud-valdaættarinnar.
Endurreisn skiptingar Yemens gæti raunverulega bundið endir á stríðið.
En það virðist einfaldlega að hóparnir er byggja löndin 2-sem áður voru Arabíska lýðveldið Yemen eða N-Yemen, og S-Yemen -- geti einfaldlega ekki búið saman.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning