Trump verður líklega fremur valdamikill forseti, a.m.k. fyrstu 2. árin

Ég segi þetta vegna þess að: A)Repúblikanar héldu meirihluta í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Öldungadeild Bandaríkjaþings - þannig að Trump hefur feril sinn í bestu þinglegu stöðu sem forseti er líklegur að standa frammi fyrir. B)Óvæntur sigur Trumps, hefur án efa skotið Repúblikönum á þingi skelk í bringu, þ.e. þeim sem voru með gagnrýni á Trump -- tel ég að óvæntur sigur Trumps, geri það ólíklegt a.m.k. fyrst um sinn, að þingið verði Trump óþægur ljár í þúfu. C)Trump virðist ætla að taka með sér inn í Hvítahúsið, þéttan hóp stuðningsmanna sem hann treystir og deila megin dráttum sömu eða svipuðum skoðunum og Trump. Þeir styðja þá hvern annan -- það styrkir Trump í að fylgja sinni stefnu fram þó að á móti geti það verið veikleiki slíks teymis -> Að allir hugsi eins.

Þessi sterka staða sem Trump líklega hefur a.m.k. til að byrja með!
Getur stórum hluta flogið frá honum síðar meir!
En sú útkoma er þó háð því --> Akkúrat hvað Trump velur að framkvæma!

T.d. spruttu upp nokkuð víðtæk mótmæli í 12 stórum bandarískum borgum, strax þegar vitnaðist að Trump hefði náð kjöri --> Sú mótmælahreyfing er með hótanir um að viðhalda stöðugum mótmælum út forsetatíð Trumps: Anti-Trump protest leaders say preparing for long fight.
Ef stefna Trump síðar meir verður óvinsæl -- gæti sú hreyfing náð verulegu velgengni.

  • Síðan hafa Kínverjar varað Trump við því, að eyðileggja Parísarsamkomulagið um aðgerðir gegn hlínun lofthjúpsins - “It is global society’s will that all want to co-operate to combat climate change,” - "The Chinese negotiators added that “any movement by the new US government” would not affect their transition towards becoming a greener economy": China warns Trump against abandoning climate change deal.
  • Kína hefur einnig sagst ætla mynda viðskiptabandalag Asíuþjóða - í kjölfar þess sem talið er öruggt, að Trump hætti við samning við Asíuþjóðir og S-Ameríkuþjóðir um sameiginlegan viðskiptasamning.

M.ö.o. er eins og Kína sjái sér nú hag af að -- taka nánast nákvæmlega öfugan pól í hæðina og talið er líkleg stefna Trumps stjórnarinnar!
**Það hlýtur eiginlega vera að Kínverjar haldi að þeir muni græða á því!

 

Nú veit enginn hvað Trump ætlar að gera, enda hans stefnuyfirlýsingar í kosningabaráttunni fullar af atriðum er stangast á!

  1. Augljósa ábendingin er sú, að ef stefna Trumps verður verulega óvinsæl, t.d. ef hún skapar sýnilega neikvæðar afleiðingar er almenningur finnur fyrir. Þannig að stuðningur meðal almennings minnki, samtímis og andstöðu vaxi fiskur um hrygg.
  2. Þá gæti þingið þ.e. þinghópur Repúblikana í deildunum tveim - hætt að vera þægur ljár í þúfu fyrir Trump.
  3. En ef almenningur snýr baki við Trump - þá er sennilegt að pólitískur reikningur þingmanna Repúblikana breytist, þ.e. í stað þess að vera hræddir við Trump - verði þeir hræddir við almenning.

Það virðist ljóst - að Repúblikanaflokkurinn er að reyna að ná stjórn yfir stefnu Trumps.
Repúblikanaflokkurinn, vill að Trump fylgi hans efnahagslega módeli þ.e. "supply side" en láti vera að -> A)Standa við yfirlýsta stefnu Trumps um alþjóðaviðskipti. B)Leggi áherslu á sparnað í ríkisrekstri--frekar en eyðslu, sem Trump hefur lofað t.d. að verja fé til uppbyggingar innviða "infrastructure" innan Bandaríkjanna - til að skapa störf.--Ég persónulega efa að Trump muni láta að stjórn!

 

En segjum að Trump standi við allar sýnar helstu stefnuyfirlýsingar!

Þá er ég fullkomlega viss að almenningur snýr baki við Trump - þó ekki samstundis. Fyrstu viðbrögð gætu verið aukinn stuðningur við hann! En þegar afleiðingar stefnunnar koma fram, þá snúist almenningi örugglega hugur!

  1. Eins og ég hef margbent á, þá skapar Trump heimskreppu - þ.e. kreppu í Bandaríkjunum sem og í ekki síst Kína --> Ef hann lætur verða af hótun svo sem, 45% verndartoll á vörur innfluttar frá Kína.
    --Þar um geti ekki verið hinn minnsti vafi, að háir tollamúrar samstundis valda kreppu, þ.e. efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum síðan eða mjög fljótlega, einnig efnahgsstjóni í þeim löndum sem tollamúrum væri beint gagnvart.
  2. Ég get ekki ímyndað mér önnur viðbrögð almennings, en að hann snúist gegn Trump - þegar afleiðingarnar verða ekki fjölgun starfa og bætt kjör -- heldur verulega stórfelld kjaralækkun og bylgja af atvinnuleysi er auki það verulega umtalsvert.
  3. Síðan auðvitað, mundi það gera nánast hverja einustu erlenda þjóð - foxvonda út í Bandaríkin og Trump sérstaklega, ef Trump ýtir heiminum í kreppu. Þ.e. efnahagstjón fyrir öll ríki heims, þar á meðal - aukning atvinnuleysis líklega alls staðar.
    --Þá fer örugglega sterk and amerísk alda um heiminn.
  4. Samskiptin við Kína gætu orðið ákaflega slæm í kjölfarið.

Í því samhengi að almenningur snúi baki við Trump!
Gætu nánast öll hans völd fjarað undan honum!

M.ö.o. gæti hann hafið sinn feril með mikil völd!
En endað hann sem nánast áhrifalaust og fyrirlitið rekald.

Þetta þíðir auðvitað að Trump hefur líklega stefnuglugga!
Það er, ca. 1 - 1 1/2 ár.
En eftir 1 1/2 ár fer Fulltrúadeildin að hugsa um endurkjör!Þá verður hún tregari í taumi, án þess að nokkurt annað komi til!

-- --> M.ö.o. ef Trump hefur sinn feril af krafti!
Getur hann komið megninu af þeim lagabreytingum sem hann vill innleyða í verk!
Þar á meðal þeim breytingum á stefnu Bandaríkjanna "for good or for worse" sem hann vill innleiða!

 

Niðurstaða

Ég er sammála öllum aðvörunum um hættuna af Trump fyrir Vesturlönd. En kjör hans er risastór hætta fyrir það frjálslynda heimsskipulag sem Bandaríkin sjálf komu á fót. Samtímis að ef hann fylgir einnig hugmyndum sínum fram um stefnubreytingu gegn bandamönnum Bandaríkjanna - þá gæti skollið á öryggis krísa í Evrópu á nk. ári! Og auðvitað í Asíu einnig.

M.ö.o. gæti hann lagt niður nánast allt kerfið sem Bandaríkin byggðu.
Þeir sem græða stórfellt á þeirri útkomu, mundu verða Kína sérstaklega, og Rússland að einhverju verulegu leiti.

Ef hann auk þess skapar nýja heims kreppu -- þá gæti staðan í heims málum orðið virkilega óþægileg eftir ekki lengri tíma en t.d. 2. ár!

  • Tjónið sem hann gæti valdið á einungis einu kjörtímabili - gæti orðið það mikið að Bandaríkin mundu hugsanlega aldrei getað náð því að jafna sig af því af fullu.

Ég er því ekki hissa --> Að Pútín sé kampakátur!
_______________
Fyrir Ísland gæti skapast stórhættuleg öryggiskrísa innan nk. 2-ja ára. Auk þess að ef Trump skapar heims kreppu, þá að sjálfsögðu mundi verða djúpt hrun í ferðamennskunni hér.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trump er ekki orðinn forseti enn, og þessi "lýður" á eftir að drepa hann. Ef ekki, þá verður þetta notað til þess að breita "electoral vote".

Þú þarft að athuga svolítið ... margir kusu ekki Trump, af "hræðslu" við að verða óvinsælir.  Margir kusu "Hillary", bara af því hún var "popular vote", ekki af því það fylgir hennar skoðunum.  Þetta var vitað löngu fyrirfram.

Hillary Clinton, hefur EKKI meirihluta atkvæða ... þannig að þetta er MIKLU hættulegra mál, en þú heldur.  Ef þú hefur fylgst með, þá hefðir þú tekið eftir því að um leið og það var fyfirséð að Trump inni "elector vote", eða fjölda fylkja.  Þá fór "popular vote" fyrir Hillary að breitast.  Bandaríkin hafa alltaf verið undir grófum ásökunum, fyrir "voter fraud".  Svokallað "the establishment", beitir "auglýsinga" maskínunni, til að hafa áhrif á skoðanir fólks í landinu.  Þessar niðurstöður voru "unexpected".  Enginn bjóst við því, að svona "MARGIR" myndur hreinlega "ÞORA" að velja Trump. Og eins og bæði 2000 og 2008, þá komu upp "magic votes", til að gera úti um málin.

Bara það eitt, að svona margir ÞORÐU, segir að hann hefur YFIRGNÆVANDI meirhluta landsins að baki sér.

Hafðu þetta á bakvið eirun.

Síðan er hitt, sjáðu þennan óþverra sem gengur um í bandaríkjunum og lemur og drepur fólk, fyrir það eitt að "kjósa" ... rangt. Þetta er lýðurinn, sem búið er verið að flytja inn frá hinum og þessum stöðum við hliðina á skrílnum sem er nóg af fyrir, á vafasömum grundvelli ... sem ekki virðir lýðræði.  Hefur engan skilning á málefnum, málum, né mönnum.  Og á ekki heima í háskólum. Það hefur ekkert IQ, til að vera í Háskóla.  Því hefur verið veitt "meiri" réttindi vegna "litarhafts", "kynferðis" eða "kyns".

Heldur þú, að það skipti máli hvaða "litarhaft" sé á húðinni á Breivík?

Villt þú, veita "breivik" og hans bestu vinum ... hæli á Íslandi? Ég geri ekki ráð fyrir því ... heldurðu að það sé að ástæðulausu, að menn segi að það verði að fara að hlutunum með gát? Við hliðina á mörgum, sem "góða fólkið" hefur verið að berjast fyrir í Evrópu, undanfarin 20-30 ár ... er "breivik" bara krakki.

Þegar þú ert farinn að labba um götur, og fólkið sem hefur verið veitt hæli á Íslandi hrækir á þig ... af því þú ert Norrænn.  Þá kanski ferðu að skilja, hvað fólk í Bandaríkjunum, er hrætt við.

Því þetta er staðreynd... þeir sem standa að baki Clinton ... Soros (og fleiri).  Hafa verið undir ásökunum, í hálfa öld ... fyrir það að grafa undan vestrænni menningu og þjóðum, með peningum sínum. Hann einn, setti Svíþjóð á hausinn 1993. Landið hefur ekki náð sér, enn.

So ... hang on to your panties, the ride is just beginning.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.11.2016 kl. 10:21

2 identicon

Síðan vil ég benda á, að hættan er engin ... þetta er hjal fólks, með lága greindarvíssitölu.

Eina hættan, sem Íslandi stafar af ... er ef þorskum á landi fjölgar svo mikið, að þeir verða fleir en þorskarnir í sjónum.

Að halda að Rússar ráðist inn í Evrópu, er greindarskortur ... hreinn og beinn. Í raun og veru væri betra að segja þetta svona ... "vonandi" gera þeir það, því ENGU landi tekst að halda öðrum löndum í hernámi.  Kaninn fór illa úti úr Írak, Lybíu ... Afganistan er algjör martröð, alveg eins og fyrir Sovét.

Að halda að Putin, sé svo vitlaus að hann reyni við þetta ... er "underestimating your enemy".

Að skilja ekki, af hverju Putin er í Sýrlandi er einnig greindarskortur.  Hann er að reyna að bestu getu að vera "góður strákur". Mistök, en hann vill hafa góð samskipti við Bandaríkin .... og Bandaríkin, munu fyrr eða síðar láta Evrópu lönd og leið og vinna með Rússum.

Á meðan þú getur ekki séð "pros & cons", fyrir báðar hliðar málanna ... muntu aldrei skilja, það sem er á seiði.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.11.2016 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 447
  • Frá upphafi: 847094

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 424
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband