Áhugavert þrátefli út af rússneskri bílalest, sem að sögn flytur hjálpargögn - eingöngu

Skv. fréttum fór lest flutningabíla hlaðinn 2.000 tonnum af varningi, af stað frá Moskvu. Ferðin mun taka ca. 2-daga, áður en hún kemur að landamærunum við Úkraínu. Þangað sem skammt er á vígstöðvar þ.s. skæruliðar uppreisnarmanna og stjórnarher Úkraínu, heygja harða bardaga.

Kiev vows to halt Russian aid convoy

Ukraine says may block Russian aid convoy

Huge Russian Convoy Leaves Moscow for Ukraine, Bearing Aid

Skv. rússneskum fjölmiðlum, er farmur flutningabílanna: "The convoy was carrying 2,000 tons of humanitarian aid, according to the news agency Itar-Tass. It included 400 tons of cereals, 100 tons of sugar, 62 tons of baby food, 54 tons of medical equipment and medicine, 12,000 sleeping bags and 69 generators of various sizes, the agency reported."

Að sögn rússn. stjv. er verkið unnið í samvinnu við Alþjóðlega Rauðakrossinn, og Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu - - dreifing gagna muni fara fram undir umsjón Alþjóðlega Rauða Krossins.

  • Á hinn bóginn er töluverð tortryggni í gangi.
  • Slíkir bílar geta auðvitað flutt margt annað en bara hjálpargögn.
  • Mig grunar reyndar, að hjálpargögn sé allt og sumt sem bílarnir innihalda, ef leit í bílunum mundi leiða annað í ljós, mundi það sennilega vera "áróðurssigur fyrir úkraínsk stjv."
  • Meðan, að ef ekkert annað finnst en hjálpargögn, líta úkraínsk stjv. út fyrir að vera - ósanngjörn, ef þau standa í vegi fyrir aðgerðinni, að einhverju leiti.
  1. Á hinn bóginn, þá er það ekki endilega, hernaðarstöðunni í hag -þannig séð- að hleypa gögnunum í gegn, því að það sé að sjálfsögðu - ein af hinum klassísku leiðum til að lama andstöðuþrótt andstæðinga; að - - svelta þá
  2. Brútal, en áhrifarík aðferð.

Að afhenda þessi gögn - jafnvel þó ekkert annað sé, en þ.s. sagt er frá í rússn. fjölmiðlum - - sé því ekki endilega algerlega "hlutlaus aðgerð."

Með þessar matarbyrgðir, geti uppreisnarmenn, haldið út mun lengur - í umsátri hers Úkraínu.

-------------------------------------

Líklega mun því stjórnarher Úkraínu - - ekki hleypa gögnunum í gegn.

En rússn. stjv. fá út úr því - - sæmilega digran áróðurssigur.

Meðan að þau munu sennilega útmála úkraínsk stjv. sem - miskunnar laus og grimm.

  • Framkvæmdastjóri NATO - - varar eina ferðina enn, við hugsanlegri innrás Rússa. Hann segir nú að Rússar hafi 44þ. hermenn, nærri landamærunum. Sem þannig séð, getur vel verið rétt - og mundi vera yfrið nægur her, til að gersigra stjórnarher Úkraínu á svæðinu.
  • Á hinn bóginn, er engin leið að vita hvort þessi stund er líklegri en þær fyrri, en aðvaranir Framkvæmdastjóra NATO eru farnar að hljóma dálítið eins og sagan um drenginn sem æpti "úlfur - úlfur" - - reyndar í þeirri sögu var sá drengur á endanum étinn af úlfi.
  • Það getur alveg verið, að hann hafi rétt fyrir sér á - einhverjum enda.


Niðurstaða

Ef Rússar ætla einhverntima að ráðast inn í Úkraínu. Geta þeir sennilega ekki frestað því mjög mikið lengur. En stjórnarher Úkraínu kvá nú vera kominn að úthverfum síðustu meiriháttar víga uppreisnarmanna, þ.e. borganna Luhansk og Donetsk.

Þetta sjónarspil með hjálparlestina, dugar sennilega til að færa Pútín nokkur áróðursprik, þegar sennilega stjv. Úkraínu, hindra bílalestina í því að - fara yfir landamæri ríkjanna.

Þó það líti út -fljótt á litið sem góðverk- að dreifa matvælum og öðrum vistum, þá mun það sennilega "lengja átökin um borgirnar tvær" því þá geta uppreisnarmenn, haldið lengur út áður en birgðir þrýtur.

En mig grunar, að stjb. Úkraínu ætli að sitja um borgirnar, láta vistir renna til þurrðar, með öðrum orðum - - hin klassíska taktík umsáturs; ætlað að lama smám saman baráttuþrek andstæðingsins.

Það gengur auðvitað þvert gegn markmiðum slíkrar nálgunar - að hleypa matarbirgðum í gegn. Og samtímis, eftir því sem dregur af uppreisnarmönnum, styttist sá tími - sem stjv. Rússlands hafa til stefnu. Til að íhuga innrás.

Þannig séð, má líta á þá tilraun, til að "dreifa matvælum" sem tilraun, til að fresta þeim tímapunkti, að slíka ákvörðun - um af eða á, þarf að taka. Pútín líti með öðrum orðum vel út í báðum tilvikum, hvort sem gögnin fá að komast á leiðarenda eða ekki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Magnússon

"Standoff" í íslenzkri grein. Er enginnn metnaður til lengur? Hefði ekki mátt nota "þrátefli" eða eitthvað slíkt?

Geir Magnússon, 13.8.2014 kl. 07:10

2 identicon

Ég sagði þér í upphafi, og segi enn ... Putin hefur enginn slík áform að ráðast inn í Ukraínu.

Þú sagðir einu sinni að Putin væri hættulegur maður, en ég er sammála þér í því ... bara ekki "af hverju" hann er hættulegur.

Hann er hættulegur, vegna þess að hann gerir ekkert.  Hann hefði aldrei átt að leifa Ukraínu að ganga svona langt ... þetta sem þú sérð nú, er ekki lok þessa stríðs.  Heldur einungis upphaf þess ... og það er aðgerðaleysis Putins að þakka.

Í öllum "conflicts" finnast tvær hliðar.  Þú, eins og margir aðrir .. teljið aðra hliðina vera rétta.  Þarna hefur þú rangt fyrir þér.  Stríð gerist einungis, ef annar aðilinn telur sig hafa möguleika á að sigra.  Með undantekningum, en undantekningarnar eru fáar ... með því að sína á sér heigulsháttinn, leifði Putin þessu að gerast.  En hef hann hefði sýnt, fyrirfram, að slíkt hefði aldrei verið látið afskiptalaust ... hefði þessi hildarleikur aldrei gerst.

Afleiðingarnar, spái ég að verði að Putin muni líklega verða tekinn frá völdum.  Líklega með skoti í hnakkan, eða eitthvert slys.  Því að eina sem hann getur gert nú, er að gera þennan hildarleik verri ... en Putin hefur sýnt með aðgerðarleysi sínu, að hann virðir Mafíu Rússlands, meir en Rússa sjálfa.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 07:17

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt hjá þér Geir, ég skal - laga fyrirsögnina.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.8.2014 kl. 08:20

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, vandamálið sem ég sé við "þína afstöðu" er, að "strangt til tekið" kemur málið Rússlandi "nákvæmlega ekki neitt við." Þegar þú talar um þetta á þeim nótum, að "afskipti Rússa séu sjálfsögð" ertu að segja - - að það sé réttmætt, að Rússar hafi löndin nærri landamærum sínum. Sem "áhrifasvæði" eins og þ.e. kallað, en það þíðir - - að samband þeirra er þá sambærilegt við samband þ.s. Kanar höfðu við "Mið-Ameríku" á sínum tíma. Þ.e. að "nærsvæðið" sé svæði þ.s. löndin eða þjóðirnar, "hafi ekku fullt sjálfstæði" heldur hafi "stórþjóðin" hvort sem þ.e. Bandar. eða Rússar í þessu tilviki. Rétt til íhlutunar.

----------------------------

Ef maður aftur á móti "lítur á Úkraínu sem sjálfstætt land" þá blasir við - - að athugasemdir Rússa. Eru "afskipti af innanríkismálum Úkraínu." Ef maður að auki, lítur svo á að "stórþjóðir hafi engan rétt til slíkra afskipta" þá blasir að auki við - að þau afskipti eru þá "frekleg."

------------------------------

Þú þarft eiginlega að ákveða þig - - A)Eru löndin næst Rússlandi sjálfstæð lönd, sem þíðir að þau hafa fullan rétt til að ákveða sína framtíð, þannig að ekki er til staðar neinn sjálfsagður íhlutunarréttur nálægrar stórþjóðar, hver sem sú stóþjóð er? B)Eða eru þessi lönd, ekki fullkomlega sjálfstæð, heldur með einungis "takmarskað sjálfstæði" þ.s. að nærstödd stórþjóð, hafi "neitunarvald" um ákvarðanir þeirra ríkja um sína framtíð - - ef stórþjóðin metur að þær ákvarðanir geta skaðað hennar hagsmuni.

----------------------------

Þú virðist vera að segja, að réttmætt ástand sé 2). Ég er að segja, að réttmætt ástand sé 1). Að Rússum komi einfaldlega ekki við, hvað Úkraína gerir - þ.e. hvort Úkraína ákveður að "ganga í NATO" ef Úkraína það einhverntíma vill, og hvort Úkraína ákveður að ganga í ESB, ef meirihluti Úkraínumanna það raunverulega vill. Að auki, komi innanlandsdeilur innan Úkraínu þar af leiðandi Rússlandi ekki við, þó um sé að ræða fólk sem tali rússn. Rússar hafi rétt, til að hafa áhyggjur. En þeir hafi ekki rétt til "beinnar íhlutunar um deilur stjórnv. í Úkraínu við uppreisnarmenn. Rússar geti boðið að miðla málum. Þeir geti boðist til að senda hjálpargögn. Það sé allt í lagi. En afskipti umfram það, séu algerlega óréttmæt.

----------------------------

Þú verður að tala skírt um þína grunnafstöðu. En ef þú vilt meina, 2) að Úkraína sé í reynd ekki fullkomlega sjálfstætt land. Það sé í samskonar ástandi, og Mið-Ameríka á árum áður gagnvart Bandar., og að þú sért alveg sáttur við það. Að Rússland viðhafi þannig samskipti við sínar næstu þjóðir. Að þær séu í reynd ekki full sjálfstæðar. Heldur hafi stórþjóðin, Rússar, íhlutunar rétt í þeirra innanríkismál. Hafi t.d. neitunarvald, um ákvarðanir þeirra þjóða. Sem skaða að mati Rússa, þeirra hagsmuni.

---------------------------

Þá verð ég að segja þér, að ég er ekki sammála því. Að það sé rétt, að málum sé hagað með þeim hætti. Ég var aldrei samþykkur því, hvernig Kanar höguðu sér gagnvart Mið Ameríku, ég styð í nafni þess að vera samkvæmur sjálfum mér að sjálfsögðu ekki að Rússland viðhafi sambærilega nálgun á samskipti sín, við næstu lönd við Rússland.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.8.2014 kl. 08:38

5 identicon

Einar, stríð er aldrei innanríkismál.  Við skiptum okkur af Israel og Palestínu.  Við skiptum okkur av Kúrdum, Sýrlandi, Lýbíu.  Ef þú telur, að þessa sé innanríkisdeila Ukraínu, þá er Sýrland ... innanríkisdeila þeirra, og kemur þér eða mér, nákvæmlega ekkert við.

Það er of seint, að taka slíkan málstað ... því við höfum skipt okkur af, innanríkisdeilum annarra þjóða frá örófi alda.  Hér því ekki um að ræða slíkt, heldur er um að ræða að þú "stendur með" Ukraínu mönnum, og hefur ekki hugarflug til að sjá báðar hliðar málsins.  Báðar hliðar málsins, er eins og Israel og Palestína. Palestínumenn skýla sér á bak við skóla, til að lokka Ísraela að skjóta þar ... þetta er ekkert nýtt.  Israelar, gera sjálfsagt eitthvað svipað til að ná yfirhönd yfir Palestínumönnum, bara á annan hátt.  Við erum hér, að tala um refskák ... þar sem enginn er saklaus.

Hvað varðar sjálfstæði ... það er ekkert land sjálfstætt, við þurfum öll að hlíta lögum og reglum.  Við búm við skilmála "social contract", sem er einnig réttur út á milli þjóða.  Saddam Hussein var drepinn eins og hundur, vegna íhlutunar kanans.  Sama á við um Ghaddafi.  Að segja að við skiptum okkur ekki af innanríkismálum annarra landa, er bara kjaftæði í þér, Einar.  Bandaríkin eru með herstöðvar, sem ná um allan heim ... þar sem þeir beinlínis blanda sér í innanríkismál þjóðanna.

Að standa hér, Einar og halda því fram.  Að það sé einkamál Ukraínu, að þeir hafi rétt til sjálfstæðis ... á sama tíma, og þú hefur ákveðið að íbúar Donetsk hafi engann rétt til þess, er ekkert annað en tvískinnungsháttur í þér, Einar.  Ukraína, hefur engann rétt til þess að drepa og myrða íbuana, vegna þess að íbúarnir þíðast ekki mál þeirra.  Ekkert frekar en Saddam Hussein ... að halda slíku fram, er hlutdrægni í málinu.  Donetsk hefur sama rétt, til að krefjast sjálfstæðis frá Ukraínu og albanir í Bosníu til þess sama.  Albanir í Bosníu, voru í engum meirihluta á sínum tíma.

Annaðhvort, hefur fólk rétt til sjálfstæðis ... eða ekki.  Og hafi þeir það, þá hafa donetsk búar rétt till hins sama.  En mælistika þín, gildir ekki fyrir alla ... hún gildir bara fyrir vini kanans ... ekki hina.

Þar sem Ukraína, neitar Donetsk búum um sjálfstæði ... hefur Ukraína á sama tíma, tapað rétti sínum til eigins sjálfstæðis, þar sem donetsk er annars vegar.  Því þeir hafa valið, að berja niður uppreisnina, með valdi.  Serbía gerði slíkt, á tímum Bosníu ... og þá tókum við okkur til, og rákum Serba út úr Bosníu.

Samkvæmt þinni skoðun, Einar ... eru hlutirnir aðeins réttir, ef þeir eru "þinn réttur".  Þú ert því ofær um að vera hlutlaus í málinu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 10:28

6 identicon

Til að halda friði, Einar ... verður að vera jafnvægi.  Einn, er ekkert skárri en hinn ... ég er ekkert skárri en þú.  Ef við tveir værum að berjast um sama skikan, myndum við reyna að fá færi á hvorum öðrum ... ekkert síður, en Israel og Palestína.  Eða Ukraína og Donetsk.  Þetta er spurning um hvor hliðin á krónunni, standi upp.  Ekki um gott og illt.  Það vonda, er það sem menn gera af sér ... ekki hvað menn eru.  Og allir eru færir um að gera eitthvað af sér, bæði háir og smáir ... ef þeir fá tækifæri till þess.  Þess vegna höfum við lögreglu, og lög ... til þess að gefa ekki færi á slíku.  Þess vegna verður minnihlutinn að hafa "stuðning", annars verður hann fórnarlamb meirihlutans.  Eins og til dæmis, samkynhneigðir og litaðir.

Í heimsmálum, eru alltaf minnihlutahópar.  Í Bosníu á sínum tíma, voru það Albanir ... og til þess að þeir fengu sitt, stóð EU og kaninn að baki þeim.  Án þessa stuðnings, hefði þeir aldrei geta staðið upp ... án stuðnings frá EU, hefði Ukraína, ekki fengið núverandi sjálfstæði ... ef þeir eru sjálfstæðir.  En köllun þeirra á sjálfstæði, krefur einnig að aðrir sem ekki eru hlinntir hafi líka rétt til síns sjálfstæðis ... frá EU, og leppríki þeirra Ukraínu.  Því hafðu það alveg á hreinu, að málin í Ukraínu eru vegna tilstillis EU.

----

Hvað varðar Rússland, þá eru þetta lok þeirra ... að ég tel.  Putin mun fara frá völdum, annaðhvort með skot í hnakkanum, slysförum ... eða segja af sér af veikinda ástæðum.  Þetta mun gerast í vetur, eða næsta sumar.  Sérstaklega þar sem maðurinn ræður ekkert við, að gera alla glaða í þessu máli ... og þar sem hann gaf undan fyrir þrýstingi, í sambandi við peningana á Kýpur.  Þýðir það að hann styður mafíuna, og það verður honum dýrt ... því að niðurstaðan fyrir ákvörðunum hans, meðal annars að "refsa" þjóðum með að neita þeim um innflutning, mun fyrst og fremst skaða Rússa sjálfa.  Þeir einu sem standa upp, verða ólíu kallarnir, og olígarkarnir.  Kína, mun taka við sem aðal áhrifamáttur innan BRICS.  Og koma að öllum líkindum ekki til með að hlusta á Rússa í framtíðinni... ekki Indverjar heldur.  Maðurinn hefur tapað andlitinu í þessu máli, og þar með hefur Rússland sem slíkt beðið mikinn hnekk.

Það hættulega við Putin er, að hann "gæti" staðið undir því að láta "insurgency" eiga sér stað í Ukraínu.  Það gæti verið svar hans, við að ekki stoppa innrás Ukraínu, til að "friða" þjóðernis sinnaða Rússa.  Til dæmis grunar suma, að Chezníu hersveitir muni fara inn í Ukraínu.

Með öðrum orðum, þessi pólitík Putins ... er sú skaðvænlegasta af þeim öllum.  Bæði fyrir okkur hér í Evrópu, og Rússa sjálfa.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 10:56

7 identicon

Ég átti við "kosovo" ekki Bosníu ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 16:29

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú með öðrum orðum heldur þér við 2), og þar með ertu búinn að gersamlega rústa þínum eigin málsstað - gegn Bandar. En sá snerist um það "áður" að afskipti þeirra af löndum, væru ranglát. En nú ertu eingöngu að segja - - að þetta snúist um "fylkingar" þ.e. að "velja sér fylkingu."

---------------------------

Með því að skilgreina "sjálfstæðið í burtu" segja "lönd ekki sjálfstæð" og að auki "segja að við höfum skipt okkur af innanríkismálum landa frá örófi alda" ertu þar með að auki búinn - - nett að skilgreina í burtu.

  • Grundvallarreglu þjóðarréttar, sem er - - að landamæri séu heilög.

Ef þú hefur rétt fyrir þér, að hugmyndin um sjálfstæði ríkja - um heilagleika landamæra - - sé á hverfanda hveli.

  • Þá ertu að segja þar með - - að enginn geti verið öruggur. 

Þú hefur í reynd "skilgreint í burtu" grundvallarreglur þjóðarréttar, og alþjóðalaga.

-------------------------------

Með því að "segja íhlutun Rússa í lagi" þá um leið - - ertu ekki sjálfum þér skv. ef þú gagnrýnir - - íhlutanir Bandar. Fyrir að vera "ranglátar."

  1. Hvert er þá það ranglæti? Ef enginn "sem ekki getur varið sig áælni" er sjálfstæður.
  2. Þá er ekkert annað eftir en "might makes right."

Og ef þ.e. svo, hvað er þá að því, ef þeir sem eru enn öflugari en Rússar, hjóli nú í þá - - og eyðileggi þeirra efnahag?

  1. Eitt enn - - Rússland sjálft getur tapað meir en flest lönd á því, að leggja í Rúst regluna, að landamæri séu heilög.
  2. En í Rússlandi, býr enn "slatti af öðrum þjóðum en Rússum."
  3. Það þíðir, að innan Rússlands - - eru mörg tækifæri fyrir hendi, ef menn fara í þess konar átök, að hámarka "innanlandsófrið" og "óöryggi."
Upplausn Rússlands sjálfs, gæti verið útkoma.

---------------------------------

  • Það er alveg rétt, að stríðið í Sýrlandi - - sé innanríkimál Sýrlands.
  • Enda hef ég verið því algerlega andvígur, að Vesturveldi séu að blanda sér í það mál.

Sagt að þau eigi að halda sér við það, að aðstoða flóttamenn sem flúið hafa til 3-landa.

Varðandi Júgóslavíu - - var það ríki í reynd "hætt að vera til" þegar ljóst var að t.d. Slóvenar og Króatar, gátu varið landamæri sín að mestu leiti. Menn höfðu þann valkost, að viðurkenna "oðinn hlut" og gerðu það. Í Bosníu - heimilaði Öryggisráðið friðargæslu, og vernd Bosníu Múslima. Sem brást eins og frægt er, og alvarlegustu fjöldamorð seinni tíma í Evrópu hófust.

Það voru þau fjöldamorð, sem leiddu til þess, að menn ákváður "að víkja til hliðar" reglunni um heilagleika landamæra - - skv. því séu afskipti í lagi, "til að hindra þjóðarmorð."

  • Það tel ég alveg - ásættanlega undanþágu frá meginreglunni um heilagleika landamæra. 

Kosovo er að sjálfsögðu - mun umdeilanlegra. Óttinn við endurtekningu þjóðarmorðs, var það - - sem rak menn til þess, að styðja sjálfstæði þess héraðs.

Þ.e. ekki talið, að nokkur hætta sé á sambærilegu þjóðarmorði í A-Úkraínu, fullyrðingar þess að stjv. séu ofurseld hættulegum öfgamönnum, séu stórfelldar ýkjur.

  • Þess vegna sé ekki til staðar - - sú málefnalega ástæða til að víkja til hliðar, reglunni um heilagleika landamæra, til að forða þjóðarmorði.

Ég hafna ásökun þinni, að það sé ójafnvægi í minni sýn.

Ég held mig við 1). Þú hefur bersýnilega ákveðið, að styðja 2).

Að stórþjóðir hafi rétt til íhlutunar.

Þeim sé heimilt að traðka á löndum nærri sér, eins og þeim sýnist.

Með öðrum orðum, að það "alþjóðasamfélag" sem við töldum okkur hafa byggt upp, veiti í reynd ekki neitt skjól.

Í reynd sé þetta sami frumskógurinn, eins og á 19. öld.

Áhugavert að þú virðist vilja snúa frá öllu því sem áunnist hefur hvað varðar rétt sjálfstæðra ríkja - - sl. 80 ár eða svo.

Vegna þess að þú hefur ákveðið - - að fylgja Rússum. Og hefur ákveðið, að skilgreina því, yfirgang - - sem OK.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.8.2014 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 278
  • Frá upphafi: 847419

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 275
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband