Hamas fékk því ráðið, að vopnahléð varð ekki framlengt. Ef Ísrael vill losna við Hamas, þarf Ísrael að "klára myndun ríkis Palestínumanna!"

Ég ákvað að bíða með að skrifa þessa færslu, þar til útkoman væri ljós. En seint í gærkveldi, voru fréttir alþjóða fjölmiðla á þá leið. Að stjórnvöld í Ísrael hefðu samþykkt að framlengja vopnahléið í 12klst. Menn voru með vonir um að unnt yrði að framlengja það - svo það næði yfir sunnudag.

En Hamas samþykkti ekki framlengingu vopnahlésins - það lá þegar fyrir í gærkveldi, að Hamas hefði að ný hafið eldflaugaárásir. En viðbrögð Ísraela við þeim árásum, lágu þá ekki fyrir. En nú er svarið við þeirri spurningu komið:

War resumes, ending Gaza ceasefire

More fighting breaks out in Gaza after rockets hit Israel

Ending Cease-Fire, Israel Resumes Gaza Offensive

Israel Ends Cease-Fire in Gaza After Hamas Shelling Continues

Smoke rises during an Israeli offensive in the east of Gaza City July 27, 2014. REUTERS/Ahmed Zakot

Smoke rises during an Israeli offensive in the east of Gaza City July 27, 2014. 

 

Vonandi að þetta hristi menn úr þessari "góðir vs. vondir" sýn sem gengið hefur ljósum logum

Ef Hamas væri "góði aðilinn" - ef Hamas væri "annt um samborgara sína" - > þá klárlega hefði Hamas ekki ákveðið "fyrir sitt leiti" að halda stríðinu áfram.

Málið er, að Hamas er einnig með markmið sem sú hreyfing vill ná fram, í þessum átökum.

Það er ekki þannig, að Ísraelar hafi "neytt þessi átök upp á Hamas." Heldur er eins og að í kjölfar morðs á 3-ísraelskum unglingum. Er ísraelsk stjórnvöld létu þá vopnin "smávegis tala" þ.s. þau hafa kennt Hamas um þau "morð." Hvort sem þ.e. satt eða ekki, að Hamas bar þar ábyrgð. Atriði sem líklega verður aldrei sannað.

Þá "ákvað að virðist Hamas" að svara þeim "refsiárásum ísraelska stjv." - sem kallaði beint á frekari loftárásir, af hálfu ísraelskra stjv. Síðan stóð svo í nokkra daga, að gagnárásir beggja aðila, voru í snjóbolta þ.s. "hvor aðilinn" svaraði ætíð með "stækkaðri árás."

Síðan á endanum, ákváðu ísraelsk. stjv. að hefja innrás landhers á Gazasvæði.

Hamas hefði að sjálfsögðu getað látið vera að "svara upphaflegri" refsiárás Gyðingaríkisins, en það bendir fátt til annars, en að ísraelsk stjv. í það sinnið - hafi ætlað að láta þær árásir duga. Og virkilega verið treg til, að hefja innrás landhers. En árásir Hamas, þegar Hamas svaraði hverri loftárás með enn stærri eldflaugaárás, hafi kallað fram þá kröfu almennings í Ísrael - sem stjv. fundu sig tilneydd að fylgja.

Stjv. fundu sig ætíð knúin til að "gera nýjar árásir" í hvert sinn sem Hamas sendi nýja skæðadrífu eldflauga yfir frá Gaza. Þannig fóru mál í stigmagnandi hrynjanda." Og síðan, varð krafan um landhernað of hávær, frá stuðningsmönnum stjv. Mig grunar sterkt, að Hamas hafi alveg áttað sig á því, að þannig mundi þetta fara. Útkoman hafi verið sú sem Hamas valdi.

Valdaránið í Egyptalandi, virðist hafa komið Hamas í afar erfiða aðstöðu.

Markmið Hamas með núverandi átökum, sé sennilega - það að opna að nýju fyrir viðskipti Gazasvæðis, út á við, sem áður fóru fram í gegnum smygl göng til Egyptalands. En herforingjarnir egypsku lokuðu á það.

Hamas hafi sennilega "litlu að tapa" - fyrir Hamas sé þetta markmið spurning sennilega um "líf eða dauða hreyfingarinnar." Hamas sé til í að berjast fyrir sínum tilvistargrundvelli, þó það kosti "þúsundir lífið."

  • Hamas viti mæta vel, að átök við Ísrael kosta mikið blóðbað meðal almennra borgara.
  • Hamas eigi að síður, velji þá leið - sem mun kosta slíkt blóðbað.

Menn virkilega verða - að losa sig úr þessari, "góðir vs. vondir" sviðsmynd, á átökin innan Ísraels.

Þegar kemur að átökum við "Hamas" - þá á sú sviðsmynd, alls ekki við.

 

Það er samt ósennilegt, að Hamas verði þurrkuð út

Ég hef sagt sambærilega hluti sjálfur, en hér er haft eftir "Lieutenant General Michael Flynn" nokkurn veginn það sama, og ég hef sjálfur verið að segja í undanförnum færslum "en ath. einnig í athugasemdum við þær færslur": Destroy Hamas? Something worse would follow

Það er einmitt málið - eins og ég t.d. sagði í: Enn eina ferðina ætla stjórnvöld í Ísrael að refsa Hamas með sprengjuherferð á Gaza.

  • Þá í vissri kaldhæðni örlaga - má segja að ísrelsk stjv. hafi "þörf fyrir Hamas."
  • Það sé í þeim skilningi, að Hamas haldi öðrum og hugsanlega enn róttækari hreyfingum frá.

Þetta er að sjálfsögðu ekki e-h, sem ég fann upp, í þeirri athugasemd. Heldur hafa aðilar sem vita hafa á málum, nefnt þetta atriði áður. Ég er oft þannig, að ég man slík "efnisatriði" sem ég er sammála, þó ég muni ekki akkúrat, hvar ég fyrst heyrði þá "greiningu."

Málið er líka - að Ísrael þyrfti þá að "stjórna Gaza svæði." Sem Ísrael að sjálfsögðu, vill ekki gera.

Þ.s. það mundi vera ákaflega kostnaðarsamt, þ.s. það þíddi stöðuga hersetu. Og því í reynd, stöðug stríðsátök þar - við margvíslegar róttæklingahreyfingar.

Hamas er a.m.k. ekki "totally irrational." Þó að vopnahlé haldi aldrei lengur en 2-3 ár, þá a.m.k. halda þau um tíma, það hefur verið mögulegt að semja um einhver atriði við Hamas.

----------------------------

Það hefur með öðrum orðum, verið það "skásta í stöðunni" - að Hamas ráði Gaza.

En að við og við, séu átök, sem þá "tæmi mikið til vopnabúr Hamas" síðan haldi vopnahlé um tíma, meðan að Hamas smám saman, endurnýjar sitt vopnabúr.

Svo verður önnur syrpa, eftir 2-3 ár, til að tæma það að nýju.

  1. Málið er líka, að Ísrael virðist ekki til í það samkomulag, við meginhreyfingu Palestínumanna, sem til þyrfti.
  2. Ef ætti að vera mögulegt, að binda enda á stjórn Hamas á Gaza, án þess að þörf skapaðist fyrir, stöðuga ísraelska hersetu á Gaza. 
  3. En Fatah hreyfingin, er eini aðili "B" sem til greina kemur, sá eini sem gæti stjórnað Gaza, án stöðugrar þarfar fyrir ísraelska hersetu þar.
  4. En Fatah, er að sjálfsögðu ekki til í það "borgarastríð meðal Palestínumanna sem þá mundi skapast" nema að fá á móti, einhverja stóra eftirgjöf gagnvart heimastjórn Palestínumanna, á svokölluðum Vesturbakka.
  • Ég er auðvitað að tala um "landnemabyggðir Ísraela" á Vesturbakkanum.
  • Og öll þau "öryggishlið" sem ísraelsk stjv. reka, sem kriss krossa Vesturbakkann, og einangra að verulegu leiti, byggðir Palestínumanna þar.

Einungis með slíku bandalagi við Fatah, tel ég að Hamas verði þurrkuð út - eða a.m.k. smættuð niður í að vera "fámenn öfgahreyfing."

Það bandalag, krefst þess eiginlega, að Ísrael klári það mál, að semja um skiptingu landsins við Fatah.

Þannig að heimastjórn Palestínumanna, geti orðið að "raunverulegu ríki."

----------------------------

  1. Slík aðstoð Fatah - eins og ég bendi á.
  2. Þíddi borgarastríð meðal Palestínumanna, milli Fatah og Hamas.
  3. Sem Fatah leggur einungis í, gegn því að vera uppskera, þann endanlega sigur - sem hin eiginlega myndun ríkis Palestínumanna væri.

 

Niðurstaða

Það er eiginlega málið, Ísrael neyðir sjálft sig til að búa við Hamas, með því að klára ekki samninga við Fatah um skiptingu landsins. Það auðvitað þíðir, að fjarlægja að verulegu leiti eða jafnvel öllu leiti, landnemabyggðir Gyðinga á Vesturbakkanum. 

En Ísrael treystir sér bersýnilega ekki til þess, sem væri varanleg herseta á Gaza ströndinni.

Sem leiðir fram þann veruleika, að meðan að Ísrael kyngir ekki þeirri pillu, sem eiginlegri myndun ríkis Palestínumanna væri. Þá á Ísrael líklega engan möguleika annan.

En þann, að búa við Hamas á Gaza. Sem þíðir, að það heldur áfram, sá hrynjandi að vopnahlé stendur yfir milli Ísraela og Hamas, vanalega í 2-3 ár. Þar til að næsta syrpa hefst. Þannig haldi mál þá áfram.

----------------------------------

Varðandi núverandi átök, þá virðast þau snúast um - þörf Hamas fyrir opnun samgönguleiða að nýju, gagnvart útlöndum.

Hamas sé sennilega að berjast fyrir því, að annað af tvennu, Gyðingaríkið opni viðskiptaleiðir fyrir Gaza svæðið út á við, í gegnum sitt landsvæði.

Eða, að Egyptaland opni að nýju smyglleiðirnar í gegnum Sinai skaga, sem herforingjastjórnin lokaði á. Eins og  Yuval Diskin benti á: Það virðist að valdaránið í Egyptalandi, geti að verulegu leiti verið undirrót núverandi átaka Hamas og Ísraela.

Geti Hamas líklega ekki greitt laun til starfsm. á sveitastjórnarstigi. Fyrir Hamas snúist þetta, um getu Hamas til að stjórna áfram svæðinu. Fyrir Ísrael, væri það sennilega "verra ef Hamas verður undir og annað af tvennu stjórnleysi tekur við á Gaza eða að önnur hættulegri hreyfing mundi taka yfir."

Svo rökrétt útkoma er sú: Að Ísrael gefi eftir gagnvart Hamas.

En það getur tekið töluverðan tíma, áður en sá þrýstingu skapast heima fyrir innan Ísraels, svo að ríkisstjórnin treysti sér til þess - - að veita slíka tilslökun gagnvart Hamas.

Þangað til sennilega, standi átökin. Þetta get ég að sjálfsögðu ekki tímasett.

Þetta sé rökrétt útkoma, meðan að Ísrael - semur ekki um myndun ríkis Palestínumanna. Í núverandi ástandi, sé það rökrétt "minnst slæma" útkoman fyrir Ísrael, að veita Hamas eftirgjöf.

En það verði ekki "pólitískt mögulegt fyrir stjv. í Ísrael" - fyrr en töluvert meira blóð hefur runnið.

-----------------------------------------

Skv. yfirlísingu Hamas á hádegi á Sunnudag, samþykkir Hamas endurnýjun vopnahlés, klukkustundum eftir að stríð hófst að nýju á sunnudagsmorgun, en skv. frétt Reuters er ekki að sjá - að það vopnahlé sem Hamas talaði um, sé hafið - né vitað "hvort það hefst."

Hamas accepts 24-hour Gaza humanitarian truce, Israel considers move

Skv. frétt, virðist að ísraelsk stjv. ljái máls á því, að opna samgönguleiðir, eins og Hamas krefst - en einungis ef Hamas er algerlega afvopnað. Sem ég sé reyndar ekki "hvernig á að tryggja." Nema einhver annar taki að sér "öryggisgæslu" á Gaza svæði. Ekki að sjá líkur þess, að Hamas ljái máls á því.

En kannski er "undanhald" ísraelskra stjv. í málinu hafið. Eftir stríð einhverja daga til viðbótar, verða þau ef til vill til í að gefa eftir, án þess að knýja fram "afvopnun" Hamas. Eftir því, sem hallar frekar á Ísrael, í áróðursstríðinu - innan Vestrænna ríkja. En stuðningsmenn Palestínumanna, virðast standa stöðugt sterkar að vígi, vera að ná að stjórna verulega "umræðunni" á þann veg, að umræðan snúist um "dráp Ísraela á almennum borgurum" og "ásakanir m.a. runnar frá aðilum er styðja Hamas um meinta stríðsglæpi Ísraela."

Það sé eiginlega á þessum vettvangi - sem Ísrael sé að tapa.

-----------------------------------------

Ps2: Skv. frétt Reuters síðla sunnudag, fjöruðu bardagar út á Gaza eftir því sem leið á daginn, án þess að um eiginlegt vopnahlé væri að ræða. Áhugavert blogg frá egypskum herforingja, virðist sýna - að virkilega er saumað að Hamas, frá Egyptalandi. Kyrfilega verið að loka þeim samgönguleiðum þangað, sem Hamas áður hafði: Fighting in Gaza abates, but truce hopes look fragile

"A poll published by Israel's Channel 10 television said some 87 percent of respondents wanted Israel to continue the operation until Hamas was toppled."

"Egypt had also destroyed 13 tunnels which crossed into its territory, an Egyptian general said on his Facebook page. It was "a continuation of the efforts by the armed forces in protecting the borders of the state from smugglers and terrorists," Brigadier General Mohamed Samir Abdulaziz Ghoneim said."

Miðað við afstöðu almennings í Ísrael, virðast litlar líkur á því, að stjv. þar gefi eftir í bráð. Líkur því á áframhaldandi átökum.

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband