Úkraínsk stjórnvöld halda málþing um framtíð landsins, án þess að bjóða fulltrúum uppreisnarhópa

Ég hef hingað til ekki verið "stuðningsmaður" rússn.mælandi þjóðernissinnuðu hópanna, sem hafa hafið "vopnaða" uppreisn gegn stjórnvöldum í Kíev. T.d. á þriðjudag, létu a.m.k. 7 úkraínskir stjórnarhermenn lífið, þegar uppreisnarmenn veittu bílalest hersins fyrirsát. Uppreisnarmenn héldu því fram að allt að 30 hermenn hefðu látist. Að mikið beri milli yfirlýsinga, er ekki óalgengt í slíkum átökum. Á miðvikudag, var aftur á móti - - kyrrt yfir tiltölulega.

En þ.e. þ.s. þetta er - vopnuð uppreisn. 

Ekki friðsöm mótmæli, kannski í upphafi, en bersýnilega alls ekki lengur.

Ukraine holds talks to end crisis, rebels not invited

Ukraine 'Close to Civil War,' Says Russian Foreign Minister

 

Punkturinn er sá, að stjórnvöld Úkraínu virðast víðs fjarri því að vera fær um að sigrast á sveitum uppreisnarmanna

Þannig séð, er það fullkomlega nægjanleg ástæða. Þú þarft ekki að hafa "nokkra samúð" með málsstað uppreisnarmanna. Þú getur verið fullkomlega andvígur þeirra málstað, ef út í þ.e. farið. 

En ef stjórnarherinn eins og virðist vera reyndin, er gersamlega ófær um það verk, að hrifsa til baka fulla stjórn á héruðum að mestu undir stjórn uppreisnarmanna.

  • Þá er það einfaldlega "fullkomin heimska" þegar mál eru komin á þetta stig, að bjóða ekki fulltrúum uppreisnarmanna á slíkt "óformlegt málþing" þ.s. leitast er til við að þreifa á málinu, og kanna hvort þ.e. hugsanlega til staðar grundvöllur fyrir "sameinaða Úkraínu."

Menn verða auðvitað að "lifa í raunheimum" - - núverandi nálgun stjórnvalda í Kíev, að geta ekki nálgast umræður um andstæðinga sína með öðrum hætti en "þessir andskotans hryðjuverkamenn" er í besta falli ákaflega óskynsöm, þ.s. það færir þeirra andstæðingum þar með það vopn í hönd, að stjórnvöld virðast "órökrétt" eða "irrational." 

Augljóslega er það ekki snjöll nálgun, þegar báðir aðilar eru að leitast til við að "höfða til fjöldans" þ.e. landsmanna.

Síðan má ekki gleyma því, að nýleg óháð skoðanakönnun - - bendir til þess, að almenningur í Úkraínu vilji í reynd enn, að Úkraína haldist sameinuð - könnun PewReseach:

Despite Concerns about Governance, Ukrainians Want to Remain One Country

Á Úkraína að "vera sameinuð" eða "á að heimila einstökum héröðum að fara?

.......................................Vera sameinuð.....Heimila klofning.....Veit ekki.

Vestur Úkraína..........................93%......................4%................2%

Austur Úkraína..........................70%.....................18%...............13%

Rússn.mælandi.........................58%.....................27%...............15%

Krím Skagi...............................12%.....................54%...............34%

Það þíðir að - - með skynsamri nálgun, væri það langt í frá endilega augljóslega vonlaust verk fyrir ríkisstjórn í Kíev, að efla andstöðu við aðgerðir sem bersýnilega er ætlað að stuðla að sundrung landsins.

Það hvernig settur forseti talar um uppreisnarmenn, og settur forsætisráðherra - - einfaldlega vinnur með áróðri uppreisnarmanna; sem er sá að stjórnin sé skipuð hættulegum þjóðernisöfgamönnum.

Einhver verður að bakka - - ef það virkilega á ekki að verða stríð.

Ef stjórnin, mundi bjóða fulltrúum uppreisnarmanna á slíka fundi, ásamt öðrum fylkingum og fulltrúum hagsmunasamtaka úr samfélaginu - - og virkilega bjóða þ.s. mundi virðast fremur sanngjarna tillögu um aukið sjálfforræði héraða eins og Luhansk og Donetsk.

  • Gæti stjórnin hugsanlega að stórum hluta, umturnað spilinu. 
  • En ef uppreisnarmenn, mundu hafna slíkri sátt, á sama tíma og stjórnin virtist sáttfús með slíkum hætti, þá mundi í staðinn - - halla á uppreisnarmenn, er þá virtust í staðinn "ósanngjarnir."

Það getur meira að segja verið snjall leikur - - jafnvel þó að ríkisstj. eigi ekki von á öðrum viðbrögðum frá uppreisnarmönnum, en að þeir hafni slíkri tilraun til sátta.

  • Því þá mundi stjórnin vinna töluverðan "áróðurssigur."

En með því að halda "hringborðsumræður" án uppreisnarmanna, þá er hún að gefa þeim ókeypis "áróðursprik." 

 

Niðurstaða

Ef stjórnin í Kíev á að eiga nokkurn möguleika á að vinna hug og hjörtu landsmanna, þarf hún að algeru lágmarki. Að nálgast innanlandsdeilur með sæmilega "gáfulegum" hætti. Það verður einfaldlega að segjast, að hennar nálgun virðist gersamlega heimsk. Ef hún heldur áfram að nálgast mál með þeim hætti, þá heldur hún áfram að gefa uppreisnarmönnum ókeypis áróðursprik. Og þeir halda áfram að eflast að stuðningi meðal íbúa landsins, sem ef marka má niðurstöður nýlegrar skoðanakönnunar. Vilja í reynd ekki að landið sundrist í stríðandi héröð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Við vitum að mörgu fréttum er hreinlega sleppt og ýmsu óþægilegu er líka sleppt til að þóknast stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kænugarði, eins og t.d. þessar skipulögðu aftökurnar núna síðast í Odessa og í Maripol, þar sem að passað hefur verið uppá að minnast ekki á, að Right Sector hafi áður kveikt í þessum tjöldunum þarna fyrir utan bygginguna með svona eins samsettum mólatof kokteilum og notaðir voru á sjálfstæðistorginu. Þá hefur einnig verið passað uppá að minnast ekki á, að Right Sector hafi barið og skotið mótmælendur er reyndu að flýja úr byggingunni, og ofan á allt þá er passað uppá að minnast ekki á Right Sector hafi verið í því að koma í veg fyrir að stökkuliðið kæmist á vettvang.

Því að allt svona er eitthvað svo óþægilegt fyrir stefnu Bandaríkjanna, sérstaklega þar sem að allt þetta fólk sé lést voru allt saman mótmælendur gegn umboðslausum stjórnvöldum í Kænugarði, og áttu það reyndar sameiginlegt að vera frá Odessa. 

Þessar aftökurnar á saklausum borgurum núna í Maripol er aðrar fréttastofur hafa fjallað um, og til eru myndbönd af, verða örugglega aldrei sýndar og/eða fjallað um einu orði í þessum fjölmiðlum er styðja stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kænugarði.       

En er þetta ekki alveg frábær stefna hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, svo og fjölmiðlum og öðrum aðilum er styðja þessa stefnu, að koma inn svona skipaðri Neo Nazi eða Neo- Fasista- stjórn þarna í Kænugarði, og alveg við Rússland þarna, og svo reyna hvað efir annað að fá Rússar til reyna gera einhverja árás. Allt til finna einhverja ástæðu (eða pretext for war) fyrir Bandaríkin og alla vopna- og herganaframleiðsluna þeirra.

Í allri þessari hræsni er Rússum kennt um að þeir séu að beita sínum áhrifum þarna, þegar að Joe Biden varaforseti, John Brennan aðal yfirmaður CIA og fleiri árhrifamenn hafa verið þarna í Úkraínu í því að beita sínum áhrifum þarna.  

Það er orðið nokkuð ljóst núna, að menn eins og t.d. sonur hans Joe Biden varaforseta og fleiri eru að notfæra sér ástandið í viðskiptum til hins ýtrasta þarna til í Úkraínu, og þetta minnir óneitanlega á eitthvað sem við könnumst við í Írak og Afganistan.

Leaked! A Ukrainian oligarch might have been behind almost fifty deaths in Odessa  https://www.youtube.com/watch?v=U483vkT5tJA

EuroMaidan Nightmare: How the Odessa Massacre Was Engineered in Ukraine  https://www.youtube.com/watch?v=HZQZ7MspzB8 

Graphic video: Ukraine's National Guard opens fire on unarmed civilians in Krasnoarmeysk https://www.youtube.com/watch?v=PKHFgYCbgvI&feature=youtu.be

Kiev, Washington claim 'terrorists' killed in Mariupol, footage shows civilians https://www.youtube.com/watch?v=xidKNUwjMgA

Crony Collusion: VP Joe Biden’s Son Joins Board of Ukrainian Gas Company http://www.globalresearch.ca/crony-collusion-vp-joe-bidens-son-joins-board-of-ukrainian-gas-company/5382327 

Jobs for the boys: Biden's son & frmr campaign Dir signs for Ukraine gas giant https://www.youtube.com/watch?v=GTg4WLhi1So

Activist Post: U.S. Mercenary Killers in Eastern Ukraine  http://www.activistpost.com/.../us-mercenary-killers-in... 

  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 01:30

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú auðvitað tekur mark á miðlum sem flytja sögusagnir sem staðreyndir, en þ.e. í reynd afskaplega fátt sem bendir til nokkurs annars en þess, að atburðurinn í Odessa hafi verið "spontant" - svo tek ég eftir því, að þú hefur algerlega látið hjá líða að muna, að það var rússn.hópurinn, sem hóf óeirðirnar þann dag - með árás á úkraínska hópinn, meðan að óeirðalögregla myndaði skjöld á milli. En hópar sem styðja bersýnilega rússn.uppreisnarhópana, eru að leita logandi ljósi að einhverju samsæri, sem er örugglega hvergi til nema í þeirra ímyndun. Þeir ásaka aðra fyrir sögufalsanir, meðan að þeir eru sjálfir á fullu að praktísera einmitt slíkt. Enduretk þ.s. ég hef áður bent þér á, að þú ættir að koma þér út úr þessari áróðurshringiðu sem þú virðist fastur í. Þ.s. þú virðist verja þínum dögum í að endurflytja skipulagðan áróður, sem rússn.mælandi hóparnir dreifa. Í því skyni, að ófrægja andstæðinga sína. En slíkar ófrægingarherferðir eru einmitt dæmigerðar í átökum af slíku tagi sem geisa innan Úkraínu. Þ.s. sannleikurinn er eftir allt saman fyrsta fórnarlambið - - hóparnir skipulega dreifa lygum um hvorn annan.

Þú er einfaldlega kominn djúpt inn í lygavef þann sem rússn.hóparnir, stunda að dreifa um netið, um andstæðinga sína. En heldur virkilega að það sé sannleikur.

Mér dettur ekki hug, að halda að úkraínsk stjv. séu að segja sannleikann - - þau ljúga ekkert minna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2014 kl. 01:45

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Ég efast um að þú Einar Björn hafir skoðað allt þetta efni þarna á þessum linkum athugasemd kl. 0130) á innan við 15 mín. Heldur þú virkilega að fólk sé ekki búið að sjá eitthvað í gegnum allar þessar lygar frá Bandarískum stjórnvöldum, umboðslausu stjórnvöldum Kænugarðs (fyrrum "friðsömu mótmælendum") og stuðningsliði í fjölmiðlum, en er það rétt þú að taka mark á svona fjölmiðla-liði er uppnefnir núna alla mótmælendur/aðgerðasinna hryðjuverkamenn og hvað eina?

Hvar eru t.d. einhverjar nýjar fréttir varðandi atburðina í Odessa og í Maripol frá þessum fjölmiðlum er styðja þessa stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kænugarði?

Hvar eru t.d. einhverjar sannanir fyrir því sem þú ert hérna að fullyrða varðandi lygar í öðrum fjölmiðlum, eða varðandi það að þessir fjölmiðlar sem eru á móti stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kænugarði séu að ljúga?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 02:54

4 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Ég efast um að þú Einar hafir skoðað allt þetta efni á þessum linkum þarna (athugasemd kl. 0130) á innan við 15 mín. Heldur þú virkilega að fólk sé ekki búið að sjá eitthvað í gegnum allar þessar lygar frá Bandarískum stjórnvöldum, umboðslausu stjórnvöldum Kænugarðs (fyrrum "friðsömu mótmælendum") svo og stuðnings-liði í fjölmiðlum, en er það rétt að taka mark á svona fjölmiðla-liði er uppnefnir núna alla mótmælendur/aðgerðasinna hryðjuverkamenn og hvað eina?

Hvar eru t.d. einhverjar nýjar fréttir varðandi atburðina sem áttu sér stað í Odessa og Maripol frá þessum fjölmiðlum er styðja stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kænugarði?

Hvar eru t.d. einhverjar sannanir fyrir því sem þú ert að fullyrða hérna varðandi lygar í öðrum fjölmiðlum, eða varðandi það að þessir fjölmiðlar sem eru á móti stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kænugarði séu að ljúga?

Það er rétt eins og þeir segja: "sannleikurinn er eftir allt saman fyrsta fórnarlambið" dæmu um það má nefna, lygar sem stjórnvöld og fjölmiðlar í Bandaríkjunum notuðu til að fara í stríð í Írak og núna síðast fyrir Líbíu stríðið.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 03:06

5 identicon


"..sannleikurinn er eftir allt saman fyrsta fórnarlambið.."
Hvernig var það nú aftur gekk ekki áróðurslygin upp hjá Bandarískum stjórnvöldum um hið svokallaða Gulf of Tonkin -tilfellið til að fara í stríð og halda upp í stríð í Vietnam, og til að halda stríðs – og herganaframleiðslunni gangandi, en er kostaði yfir 60. þúsund Bandaríkjamenn lífið?
Gekk ekki áróðurslygin upp hjá Bandarískum stjórnvöldum og fjölmiðlum um gjöreyðingarvopn í Írak til að fara og halda uppi stríði í Írak, þú? Ég verð að segja að ég stórlega efast um þessar fullyrðingar þínar frá þessum fjölmiðlum og frá þessu áróðursliði er styður svona Bandarísk stjórnvöld.

 "..að það var rússn.hópurinn, sem hóf óeirðirnar þann dag - með árás á úkraínska hópinn.."Það er ekki rétt, því það er vitað, að allt þetta pró- Kænugarðs- lið fór þarna yfir gegn mótmælendum eða aðgerðasinnum og kveikti í öllum þessum tjöldum þarna fyrir utan þessa umtöluðu byggingu þarna í Odessa, þú ?   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 521
  • Frá upphafi: 847176

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 496
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband