Hver ætli að verði þíðing kosninganna í A-Úkraínu í dag, í Luhansk og Donetsk héruðum, um sjálfstæði þeirra héraða?

Augljósa svarið er auðvitað að þetta fer mikið eftir þátttöku. Spurningin sem kjósendur eiga að svara er "merkilega loðin" sennilega til að fá fram sem flest já, þannig að kjósendur nokkuð vítt yfir sviðið geti svarað "Já" án þess að leggja - sömu merkingu í það "Já." Sumir kjósendur virðast skilja þetta sem kröfu um fullt sjálfstæði en a.m.k. sumir aðrir, sem kröfu um "aukið sjálfforræði innan Úkraínu." En það hefur öðru hvoru í erlendum fréttum verið fjallað um könnun sem unnin var fyrr á árinu. Sem skilaði 10% fylgi við það að tilheyra Rússlandi. Það getur verið að spurningin sé höfð einmitt vísvitandi loðin, til þess að ná til fólks sem - í reynd vill ekki sjálfstæði, einungis aukið sjálfforræði. En síðan er það spurning um, hvernig akkúrat stjórnendur uppreisnarmanna - - túlka niðurstöðuna. En þeir geta ákveðið, að "túlka já sem stuðning við fullt sjálfstæði" þó að í reynd þeir hefðu ekki óskoraðan stuðning kjósenda sem þátt tóku fyrir slíku. Og ekki síst, er það spurning um "þátttöku" en skv. fréttum er skipulagning víða nokkuð í molum, þ.e. kosningastaðir fáir - lítið tækifæri gefist til að kynna málin fyrir kjósendum, eða hvar kosningastaðir eru akkúrat, í sumum borgum séu enn átök; og stjórnvöld í Kíev hafa skorað á sitt fólk - að mæta ekki á kjörstað. Síðan virðast kjósendur geta kosið á flr. en einum stað, vegna skort á samræmdri kjörskrá og rafrænu eftirliti. Má velta fyrir sér til viðbótar hvort þ.e. nokkurt innra eftirlit með gæði talningar, hvort þeir sem kjósa geta kært til nokkurs - o.s.frv.

Spurning til kjósenda: “Do you support the act of state self-rule of the Donetsk People’s Republic?” - "Below it are ‘yes’ and ‘no’ boxes to check. The question is printed on hastily photocopied voting forms in both Russian and Ukrainian."

Já, má þá túlka nokkuð vítt yfir sviðið, sem stuðning við aukna sjálfstjórn eða jafnvel sjálfstæði.

A man prepares ballot boxes Saturday at a polling station in Donetsk, Ukraine. Zuma Press

------------------------------------

East Ukraine referendum raises fears of dismemberment

Í borginni Mariupol þ.s. úkraínskumælandi og rúmenskumælandi skiptast í 50/50, voru nokkrir íbúar á leið á kjörstað spurðir af fréttamanni Reuters - það getur t.d. verið að einungis rússn.mælandi þar muni mæta til að kjósa, en stjv. hafa skorað á fólk að "mæta ekki" - niðurstaðan á þeim stað gæti því krystallað klofning íbúa:

"Zhenya Denyesh, 20-year-old student, "I wanted to come as early as I could," - "We all want to live in our own country." - "Asked what he thought would follow the vote, organized in a matter of weeks by rebels, he replied: "It will still be war.""

"Sergei, 33, engineer, said he would answer "Yes" to the question on the ballot paper, printed in Russian and Ukrainian: "Do you support the act of state self-rule of the Donetsk People's Republic?" - ""We're all for the independence of the Donetsk republic," he said. "It means leaving behind that fascist, pro-American government (in Kiev), which brought no one any good.""

"But Irina, 54, in the same queue of voters, saw a "Yes" vote as endorsement of autonomy within Ukraine." - ""I want Donetsk to have its own powers, some kind of autonomy, separate from Kiev. I'm not against a united Ukraine, but not under those people we did not choose, who seized power and are going to ruin the country," she said."

Separatists hold referendum on self-rule in east of Ukraine

Einnig í borginni Mariupol, en það virðist að hún sé tiltölulega aðgengileg fyrir fréttamenn, þarna á ströndinni við Azofshaf:

"“With Odessa, Ukraine committed suicide,” said Konstantin Brovko, an unemployed printer, who voted “yes” to self-rule."

"Tatyana Drevitskaya, a pensioner, said she did not fear the economic chaos that might ensue if Donetsk seceded from the rest of Ukraine. “We’ll eat bread and weeds, but we’ll be free,” she said. “How can you live in a country where people are murdered and burnt alive?”"

BBC - hefur vakið athygli á skorti á skipulagi: 

Ukraine rebels hold referendums in Donetsk and Luhansk

"The BBC spoke to one man there (Donetsk) who is registered elsewhere - but simply gave his name and ID number and was allowed to vote" - "The BBC's Piers Schofield, in Donetsk, says the process appears haphazard. Although there are voters' lists in polling stations, one can vote at any station."

  • Getur skapað hættu á því, að "áhugasamir einstaklingar kjósi á fleiri en einum stað."

Pro-Russian Separatists Hold Referendum in Eastern Ukraine

"Mr. Lyagin -kosningastjóri uppreisnarmanna í donetsk- said that Russian President Vladimir Putin's recent televised appeal to delay the referendum had an unexpected benefit. Tied up in fighting with Ukraine's military and rushing against the clock to organize the ballot all at the same time, the separatists never managed to put together a serious campaign to publicize their ballot. Then along came Mr. Putin and informed people about the referendum on Russian state television, albeit in the context of needing to postpone it. - ""It worked to our advantage actually," Mr. Lyagin said Saturday. "Now even the people in remote corners of our region are aware of the referendum. We are grateful to him for that.""

------------------------------------ 

Er kosningin ólögleg? Án nokkurs vafa, já!

Uppreisnarmenn hafa 2-valkosti í kjölfar dagsins í dag. Þeir gætu notað þann stuðning sem þeir fá frá íbúum, til að "hefja samninga við stjórnvöld um aukið sjálfforræði" - "og kannski þá verður ekki borgarastríð" - "en það má einnig vera að þeir ákveði að túlka niðurstöðu sem stuðning við yfirlýsingu um fullt sjálfstæði þess sem þeir mundu kalla, Novo-rossia." Sem mér skilst að sé "Donetsk + Luhansk."

Ef þeir keyra á "sjálfstæði" jafnvel þó að líkur séu á því að "þátttaka kjósenda geti verið langt innan við helming." Þá er sennilega enginn vafi á því, að það þíði "borgarastríð."

En mjög sennilega munu stjórnvöld í Kíev taka þá sömu afstöðu, sem Abraham Lincoln tók, þegar svokölluð "Suður ríki" stofnuðu svokallaða "confederation" Suður-ríkjanna. Að sú sjálfstæðisyfirlýsing væri ólögleg.

Bendi á annan samanburð, en það hafa verið deilur á Spáni við sjálfstæðissinna í Katalóníu, forsætisráðherra Spánar hefur tekist, að stöðva tilraun sjálfstæðissinna til að halda almenna atkvæðagreiðslu þar - - skv. því að hún væri "ólögleg."

Stjórnvöld í Kíev, hafa í reynd sagt það sama og Mariano Rajoy í Madríd, að einungis atkvæðagreiðsla allra í landinu í öllum héröðum samtímis - - geti heimilað brotthvarf einstakra héraða.

  • Ég er nokkurn veginn viss, að ef sjálfstæðissinnar í Katalóníu, mundu gera raunverulega tilraun, til að halda sína atkvæðagreiðslu, sem þeir hafa hótað nokkrum sinnum en ekki látið af, þá er alls ekki loku fyrir skotið að það hefði getað leitt til einhverra átaka.

Líklega hefðu stjv. Spánar, þá ákveðið að handtaka helstu forkólfa sjálfstæðissinna í Katalóníu, þeir hefðu sennilega orðið að fara í felur.

-----------------------------

Ég set þetta fram, til að benda fólki á, að afstaða stjórnvalda í Kíev - - er langt í frá einstök.

Fyrir þá sem hafa haldið því fram, að hún sé "fasísk."

  • Að einhverju verulegu leiti - - geti atkvæðagreiðslan verið mæling á fylgi almennings í Donetsk og Luhansk, við uppreisnarmenn.

Einnig vegna þess, verður mjög forvitnilegt að heyra um niðurstöður.

Ekki síst heldur, hvort þær verða að einhverju leiti trúverðugar - en t.d. í borginni Mariupol. Þ.s. íbúaskipting er 50/50. Þá er stór óvissa eðlilega með þátttöku úkraínskumælandi, stærri ef e-h er. 

Það getur verið, sérstaklega ef "þátttaka er mjög lítil" að nær einungis mæti á kjörstað, þeir sem eru fremur harðir stuðningsmenn uppreisnarmanna, en þ.e. þó sennilegt að vera breytilegt eftir stöðum, ekki síst hvort þar hafa verið bardagar - hvort kjósendum finnst þeir öruggir eða ekki.

  • Það yrði afskaplega grunsamlegt, svo meir sé ekki sagt, ef uppreisnarmenn - - gefa upp mjög háar þátttökutölur.
  • Tölur á bilinu 20% - kannski allt að 50%. Gætu verið trúverðugar þátttökutölur.

 
Niðurstaða

Það verður að koma í ljós hvað uppreisnarmenn gera við kosninganiðurstöður. Ekki síst verður forvitnilegt, hve heiðarlegir þeir verða. En líkur á slakri þátttöku virðast fremur miklar, í ljósi þess hve "hroðvirknislegur" undirbúningur víða virðist hafa verið, sums staðar hafa uppreisnarmenn einungis stjórnað í nokkra daga, þeir hafa þá sennilega fáa á staðnum, lítill tími til undirbúnings - kynning lítil sem engin.

Það verður einnig forvitnilegt að sjá "uppgefnar þátttökutölur" vegna þess, að þær munu segja töluvert til um það, hvort uppreisnarmenn ætla að vera heiðarlegir í kynningu úrslita eða ekki. 

Til viðbótar í ljósi skorts víða á skipulagi, hefur BBC bent á hættuna á því, að einstaklingar kjósi á fleiri en einum stað - spurning hvort uppreisnarmenn hafa áreiðanlega kjörskrá, og einnig hvort þeir eru til í að "strika úr nöfn þeirra" sem eru að svindla.

-------------------------------

Mér virðist að uppreisnarmenn hafi 2-valkosti, með það hvað þeir gera við niðurstöðurnar í kjölfarið. Þeir geta "tæknilega" notað stuðning, sem "samningsgrundvöll við stjórnvöld" til þess að fá fram "stórfellt aukið sjálfforræði sinna héraða" - en ef þeim er alvara með þetta "Novi-Rossia" þá mjög sennilega þíðir það borgarastríð. En t.d. í borginni Mariupol, þ.s. íbúaskipting er 50/50. Er ekki ólíklegt, að úkraínskumælandi helmingur íbúa. Taki áfram afstöðu með stjórnvöldum í Kíev.

Og þ.e. enginn vafi á að Kíev mun taka sömu afstöðu og Abraham Lincoln fyrir 150 árum.

---------------------------------------

PS: Skv. nýjustu fréttum hafa uppreisnarmenn líst yfir sigri í atkvæðagreiðslunni, en að sögn þeirra var yfirgnæfandi merkt við "já."

Rebels declare victory in East Ukraine vote on self-rule

Pro-Russian Separatists Declare Victory in East Ukraine Vote

"Just after midnight in Donetsk, the separatists said 89% of ballots had been cast in favor of "self rule," with 10% against and 1% invalid. Turnout was 75%, they said in a statement."

Mér virðist þeir afskaplega grunsamlega fljótir að kynna lokatölur. En á litla Íslandi tekur það yfirleitt fram undir morgun. Þarna búa nokkrar milljónir manna. Það hafa auk þess borist fréttir af því að undirbúningur hafi víða verið mjög hraður, lítill tími víða gefist til að kynna fyrir kjósendum hvað standi til.

75% þátttaka virðist því grunsamlega há. Ég hefði ekki búist við niðurstöðum af "heiðarlegri talningu" fyrr en einhverntíma seint á morgun, miðað við það að víðast virðist hafa verið handtalið eins og hér á landi, sem er tímafrek vinna. Muna að meira að segja þessi 2-héröð eru verulega fjölmennari en litla Ísland.

  • Mig grunar því að niðurstaðan sé "fyrirfram ákveðin." Með öðrum orðum, fölsun.

"Denis Pushilin, one of the separatist leaders in Donetsk, said that after the result is declared, "it is essential to form state and military authorities in the shortest possible time.""

Skv. því ætlar hann sennilega að keyra á "stríð" við stjórnvöld. Mig grunar að eftir allt saman, sé atkvæðagreiðslan einungis sviðsetning - töluverður fj. fólks mætti sannarlega og fyllti út seðla, en það hafi verið nauðsynlegur hluti leiktjaldanna, svo að unnt væri að benda á einhvern lágmarks trúverðugleika. Sennilega verði kjörgögn ekki vaðrveitt, þannig að aldrei verður unnt að sanna fölsunina. Tilgangurinn sé einfaldlega að "segja að íbúarnir hafi valið" - tölurnar séu sennilega fyrirfram ákveðnar.

Borgarastríðið er sennilega nú að hefjast - - fyrir alvöru. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

"Það verður að koma í ljós hvað uppreisnarmenn gera við kosninganiðurstöður." Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kænugarði eru fyrirfram búin að dæma þessar atkvæðaafgreiðslu ólöglega . Eins og þú veist þá gengur stefna Nulands núna út á það að kenna Rússum og Putin um allt saman, þar sem að þessi umboðslausa ríkisstjórn Kænugarðs getur alls ekki bakkað eða hvað þá reynt einhverjar friðar- og samningarleiðir, því að allt svoleiðis kemur alls ekki til greina hjá þessum strengjabrúðum er vilja framfylgja öllum fyrirskipunum beint frá Washington.

Auðvita vilja þessi umboðslausu stjórnvöld Úkraínu ekki fara eftir friðartilmælum hans Putins með að flytja allar herdeildir til bakka, svo og her Úkraínumanna til að reyna koma á friði, og/eða til sýna velvild í átt að friðar- og samningaumleitunum.

Nei, Nei þessir fyrrum “friðsömu mótmælendur” Kænugarðs er kveiktu í öllum þessum lögreglumönnum og byggingum á sjálfstæðistoginu ætla sér greinilega ekkert annað en að brjóta alþjóðalög og einangra og reyna drepa alla þessa aðgerðarsinna þarna. Þeir þingmenn þarna í Úkraínu sem voga sér að segja eitthvað á þingi gegn þessari skipaðri Ríkisstjórn Úkraínu eru barðir og reknir úr ræðustóli. 

Stjórnvöld í Bandaríkjunum ætla ekki að fara gefa eftir núna, þar sem að þau eru búin að borga meira en 5. milljarða dollara til þess að koma fyrrum ríkisstjórn Viktor Yushchenko frá völdum (color revolution) , og það þrátt fyrir að það hafi verið opinberað í fjölmiðlum, ásamt því sem að þau Victoria Nuland og Geoffrey R. Pyatt skipulögðu og settu saman þessa líka umboðslausu ríkisstjórn sem er við völd í dag í Úkraínu, á alls ekki að fara gefa eftir núna í dag. Því þarf núna að reyna réttlæta þetta allt saman með að koma inn fleiri refsiaðgerðum gegn Rússum og reyna fá Evrópusambandi með í lið með koma þessum refsiaðgerðunum á Rússland.

Allt sem heitir atkvæðaafgreiðsla um sjálfstæði fyrir þetta fólk þarna rússneskumælandi, er eins og fyrri daginn algjörlega fyrirfram dæmt ólöglegt, því að það á ekki að fara sýna einhverja lýðræðislega stjórnarhætti núna og leiðrétta þessa vitleysu fyrrum sovétleiðtoga, og hvað þá þegar vitað er til þess að Krímskagi og þessi héruð tilheyrðu Rússlandi í meira en 200 ár fyrir tíma Khrushchev.
Nei, Nei því að sjálfstæði er bara veitt undir vissum kringumstæðum og/eða þegar það hentar Bandaríkjum og Evrópu eins og t.d. Kosovo, Falklandseyjar og Suður Súdan í því sambandi og annars ekki. Áður en atkvæðaafgreiðsla á Krímskaga byrjaði var hún fyrirfram opinberlega dæmd ólögleg af hálfu stjórnvalda í Bandaríkjunum og hjá Evrópusambandinu, og fyrir þessa atkvæðaafgreiðslu í Austurhluta Úkraínu (Donetsk og Luhansk) var öll þessi atkvæðaafgreiðslan einnig fyrirfram dæmd ólögleg.

Hver segir að Skottland fá einhver tímann sjálfstæði frá gamla breska heimsveldinu? En allt gengur núna út á að réttlæta allar aðgerðir þessarar umboðslausu Ríkisstjórnar Úkraínu, meðal annars með þeim áróðri að Rússar hafi gert innrás á Krímskaga frá Rússlandi með 16.000 manna herliði og hvað eina, en ekki að 16.000 manna herlið Rússa hafi verið þarna á Krímskaga undanfarin 15 ár, og svo reynt að passa uppá að minnast ekki á, að Héraðsstjórnvöld á Krímskaga hafi fyrirskipað og rekið allan þennan umboðslausa her Úkraínu af skaganum.

 

Greinilegt er á öllu að Destabilization of Ukraine- áformið þeirra Neocons Nulands og McCain félaga gengur ekki alveg nógu vel þessa dagana, þar sem John McCain er orðin mjög reiður við hana Nuland.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 16:22

2 identicon

Preventing a Referendum: Yatsenyuk Regime kills Ukrainian Civilians in Krasnoarmeysk  https://www.youtube.com/watch?v=ZfKUhWER8xM

400 US mercenaries 'deployed on ground' in Ukraine military op https://www.youtube.com/watch?v=ki5alr1vzwM

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 518
  • Frá upphafi: 847173

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 494
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband