Snögg upphefð Sergey Aksyonov nú "forsætisráðherra" Krímskaga, vekur athygli - sumir benda á vafasama fortíð

Sergey Aksyonov hefur sinn pólitíska feril 2008 og fer þá að berjast fyrir sameiningu Krímskaga og Rússlands, virðist samfellt síðan hafa verið virkur að baki þeim málstað. En hann virðist þó aldrei hafa haft mikið fjöldafylgi að baki sér, 4-5% eða svo. Þetta hafi með öðrum orðum verið "jaðarflokkur" í pólitíska landslaginu á Krímskaga. Tja, þar til fyrir skömmu síðan.

Ég gerði leit fyrr í dag, fann þá "Sergey Aksyonov" sem hafði verið dæmdur í fangelsi í apríl 2013, þ.e. líklega ekki sami maðurinn: Members of Kupavninskaya gang in Moscow convicted of banditry, murder, robbery, illegal circulation of firearms and drugs

En það væri óneitanlega "crude" að nota dæmdan morðingja, mánuðum eftir að sá fær langan dóm.

Meira að segja Pútín er sennilega ekki það grófur - svo þarna fer sennilega annar einstaklingur, alnafni hins umrædda Sergey Aksyonov.

Í frétt netmiðils sem ég fann: Sergey Aksyonov, Crimea’s New Prime Minister, Has A Murky Past

Der Spiegel fjallar einnig um málið: Russia's Imperial Mess

Sergey Aksyonov á að baki vafasama fortíð, en hefur nú skipað sér á fremsta bekk valdsmanna á Krímskaga undir verndarvæng Vladimírs Pútín.

Ég held að það sé alveg sanngjarnt að kalla  Sergey Aksyonov "puppet" eða strengjabrúðu

Hann sé hentugur einstaklingur fyrir Pútín - - ekkert annað. Hann hafi ekkert annað mikilvægi, en að vera "andlit" á staðnum - viss framhlið sem sett hafi verið upp. Hluti af leiksýningu.

Það verður síðan hin eiginlega prófraun fyrir Rússa - fyrir Pútín; hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan á Krímskaga fer fram.

Fjöldi áhrifamikilla pólitíkusa hafa fyrirfram líst því yfir að hún sé ómarktæk - en það þíðir ekki að hún hafi enga vigt.

En þó, til þess að svo sé, þarf hún að hafa einhvern "lágmarks trúverðugleika."

Það þíðir, að Rússar þurfa eiginleg að heimila aðgang heims fjölmiðla að málinu, það væri einnig gott ef óháðar stofnanir eins og ÖSE mundi geta fengið aðgang - til eftirlits.

En ef atkvæðagreiðslan er raunverulega "frjáls" og almenn, mæting á kjörstað er góð - engin tilraun er gerð til þess að svipta einstaklinga atkvæðisrétti sem hugsanlega greiða "rangt."

Og ekki síst, ef engar vísbendingar um kosningafals koma fram.

  • Þá væri langt í frá svo að sú kosning hefði ekkert gildi.

Meirihlutinn þarf þá auðvitað að styðja - - samruna við Rússland.

Eða að lágmarki, sjálfstæði Krímskaga frá Úkraínu.

Hitt gæti komið síðar - en sjálfstæður Krímskagi væri í raun og veru "Russian dependency."

  • Ástæða þess að kosningin skiptir máli - er náttúrulega að hún er þáttur í áróðursstríði.
  • Því betur sem hún fer fram, því meiri styrkur væri af henni - - auðvitað svo fremi að niðurstaðan sé sú sem vonast er eftir.

--------------------------------

Ég er hið minnsta viss að Sergey Aksyonov  skiptir engu máli.

Og er örugglega undir stjórn Rússa þ.e. Pútíns.

Einhver á staðnum lætur hann líklega vita hverju sinni til hvers sé ætlast af honum.

 

Niðurstaða

Sumir benda á það hvernig yfirtaka Pútíns á Krímskaga, geti verið forsmekkur þess sem síðar kemur. En þá beina menn sjónum helst til Kína. Sem er í deilu við Japan um tilteknar smáeyjar. 

Reyndar tel ég að Kína - - sé í reynd með annað fórnarlamb í sigtinu, deilan við Japan sé líklega "leiktjald" sem gefi Kína afsökun til að skapa sér þann flotastyrk sem til þarf, þegar "Kína yfirtekur Tævan."

Og sannarlega væri sú aðgerð að sumu leiti sambærileg við yfirtöku Rússa á Krímskaga, nema að í tilviki Kína mundi þetta vera raunveruleg innrás en varnarlið eyjaskeggja mundi taka hraustlega á móti. En ef Kína hefur áður tekist að búa til nægan styrk á undan, gæti innrásin samt heppnast.

Deilan við Japan, sé til þess að gefa Kína yfirvarp eða afsökun, til að byggja upp sinn styrk á hafinu:

Hvað ef hið raunverulega skotmark Kína er Tævan?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 847355

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 269
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband