Kosningaloforð geta verið þung byrði

Nú sjálfsagt ætla margir að ég ætli að tala um frægt loforð Framsóknarflokksins. Það má sjálfsagt margt um það fræga á Íslandi loforð segja - - en víðar en á Íslandi er lofað fyrir kosningar.

Það sem ég er að tala um er frægt loforð François Hollande - - nefnilega um 75% skattinn á ríka!

Það vill svo til, að það var að falla nýr dómur fyrir æðsta dómstig Frakklands. Og skv. þeim dómi, stenst ný útfærsla ríkisstjórnar Hollande á þeim fræga skatti, frönsku stjórnarskrána.

En fyrri tilraun var fellt einmitt af þeim sama dómstól, því eins og skatturinn var þá útfærður, taldist hann brjóta stjórnarskrá Frakklands.

Constitutional council approves Hollande’s 75% tax on high earners

  1. "In its revamped form, employers will have to pay 50 per cent income tax on the portion of salaries they pay above €1m – other taxes and social charges will bring the effective rate up to 75 per cent."
  2. "The tax, capped at 5 per cent of a company’s revenues, will apply for incomes paid this year and in 2014, before lapsing in 2015." 

Best að halda til haga að ein milljón evrur skv. gengi Seðlabanka er: 159.340.000 kr.

Deilt með 12, gerir þetta: 13.278.000 kr.

Skv. því verða eftir ca. bout skitnar 5.818.000 kr. eftir skatt.

Þannig séð, get ég alveg skilið vissan skort á samúð meðal almennra launþega.

  • Eftir alt rifrildið innan Frakklands, mótmæli fótbolta-stjarna m.a., frægs leikara, og margra annarra - málið verið eitt helsta hitamálið innan Frakklands.
  • Þá mun skatturinn gilda fyrir laun greidd 2013 og 2014. Til þess að það virki - - hlýtur fyrirkomulagið í Frakklandi að vera eins og það var einu sinni á Íslandi, þ.e. eftir á skattur. 

Sjálfsagt er þetta mál þannig vaxið - - að Hollande gat ekki mögulega bakkað með það.

Sjálfsagt stendur hann við það að láta hann gilda þessi 2 ár þ.e. fyrir skatt þessa árs og þess næsta, síðan ekki söguna meir.

 

Skaðar þessi skattur Frakkland?

Á þessari stundi veit það ekki nokkur maður. En tölur um það liggja ekki enn fyrir.

En meint áhrif, eiga að felast í flótta hæfra einstaklinga frá Frakklandi.

Að fyrirtæki fjárfesti síður - o.s.frv.

-----------------------

Persónulega held ég ekki að þessi skattur sé ekki neitt höfuðatriði - - hið raunverulega vandamáls fransks atvinnulífs er allt annað.

  1. Launakostnaður per vinnustund er hærri í Frakklandi en í samkeppnislöndum.
  2. Á sama tíma, hafa frönsk fyrirtæki glatað samkeppnisforskoti sem þau áður höfðu á öðrum sviðum.
  3. Líklega er skattlagning á atvinnulíf - einnig í hærra lagi miðað við samkeppnislönd.
  4. Það má vel vera, að franskt stjórnkerfi, hafi hlaðið ívið of miklum frumskógi laga og reglugerða sem einnig að auki, íþyngi.

Hollande er og verður undir miklum þrýstingi í gegnum sína forsetatíð, út af þessum atriðum.

Því að í Frakklandi er mikið og vaxandi atvinnuleysi.

Allar tölur sína að franskt atvinnulíf er í hnignun - - meira að segja er útflutningur í hnignun. Önnur Evrópulönd, hafa verið að auka útflutning. En ekki Frakkland.

Frakkland er ekki einu sinni samkeppnisfært samanborið við Spán.

Það er komin víð gjá milli Frakklands og Þýskalands hvað samkeppnishæfni varðar.

Vandamál Hollande er, að hann virðist varfærinn að eðlisfari, hræddur við mistök. En það er góð spurning, hvort að rás atburða muni ekki knýja hann til þess að taka til hendinni - - því meðan mál versna stöðugt.

Þá eru ekki hefðbundnu hægri flokkarnir að græða fylgi - - heldur þeir sem eru lengra til hægri. En meginstraums hægrið.

Það eru þeir sem eru lengra til hægri en meginstraumurinn, sem gætu náð völdum - næst. Ef Hollande bregst!

  • Hollande þarf að muna eftir því að hann er með framtíð Frakklands í höndum sér!

 

Niðurstaða

Eins og ég skil deiluna um 75% skattinn í Frakklandi í samhengi við vandamál fransks atvinnulífs. Þá sé þetta stormur í vatnsglasi. Hin eiginlegu vandamál eru miklu stærri. Deilan sé þá einna helst, að beina sjónum Frakka frá því sem raunverulega þarf að takast á við.

Þ.e. þann grunn vanda að franskt atvinnulíf er ósamkeppnisfært.

Það getur vart orðið hagvöxtur í Frakklandi fyrr en þ.e. lagað.

Ef Hollande bregst bogalistin, verðu það líklega "Front Nationale" sem næst mun stjórna, með Marine Le Pen sem forseta Frakklands.

Það gæti orðið áhugavert! En spurning hvort það verður, of áhugavert?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband